Ísafold - 19.12.1908, Page 1

Ísafold - 19.12.1908, Page 1
Kemur út ýmist einu ðinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgfist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, er ógild nema komin só til Atgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaas við blaðið. Afgreiðsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Beyk,javík laugardaginn 19. des. 1908 79. tðlublað I. O. O. F. 89i2i88y2._________________ tugnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 l spital F'orngripasafn opið á mvd. og ld. 11-—12. Hlutabankinn opinu 10—2 llt og ó1/*—7. K. F. C. M. Lestrar- og skritstofn frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir tsd. og sd. 8 x/s síod. Landakotskirkja. Guðsþi. 91/* og fl á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 ^/t—21/*. i*-ikastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og i -d. Landsskjalasafnið á þ)u., tmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i laoknask. þrd. og fsd. l.l—12. ííáttúrugripa^ain (i landsb.safnsli.) á sd. I1/*—i1/*. Tannlækning ók.i rósthússtr. 14. l.og8.rnd. 11~ Faxaflöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness des. 20. Keflavíkur des. 28. Piano útvega eg frá Keisl.-Hof-verksm. C. Mand, Coblenz O. Heyl. Borna. [verksra.bOára gml ] Emil Felumb, Kaupmannaliöjn og Orgel-Harm. frá Einar Kaland, Bergen. Órengjanleg reynsla um n.arga áratugi hefir sannað. að þe3si hljóðfæri eru hin vönduðustu að gerð og efni, sem unt er að fá. Aðalumboðsm. lyrir ísland Ásgeir Ingimundarson Adi : Pósthólf 101. Reykjavik. Telefon 243 Hvaö hann ætlar tyrir sér. Þingrof? Hervalds-ógnanir (1851)? Eða hvað? Um það ganga miklar spár um þessar mundir. Hann merkir hér ráðgjafann frónska, húsbóndann, hirðstjórann, höfuðsmann- inn, konungs-staðgengilinn (á sumra manna rnáli, íóstbræðra hans). Hvað hann ætlar fyrir sér um völd- in, að halda þeim eða halda þeim ekki, — halda þeim enn, hvað sem á dynur, halda þeim fram á þing eða jafnvel fram yfir þing. Og ef hann heldur þeim fram yfir þing, þá fram til næsta þings jafnvel, tvö árin enn. Halda þeim, hvort sem þjóð og þingi líkar betur eða ver. Halda þeim meðan hann getur með nokkuru móti látið konung sætta sig við það, — getur talið h o n u m trú um, að hann, Hannes Hafstein, sé eini maðurinn íslenzkur, sem sé takandi í mál í þá stöðu. Enginn sé honum jafnsnjall í hvívetna, jafn-drottinhollur og Dana- hollur, etiginn jafnvitur né málsnjall, enginn jafn-glæsilegur, enginn jafn- ástsæll af öllu »fólkinu« »þar uppi« (þ. e. á íslandi). Meðan hann getur gert konungi skiljanlegt, að hve nær sem bólar á einhverju öðru en ein tómum feginleik í »fólkinu«, þá sé það ekkert annað en lítils háttar g o 1 u- þ y t u r, vakinn af fáeinum óhlut- vöndum æsingaseggjum og öfundar- mönnum hans (H. H.) og hjaðni óð- ara niður aftur. Þeim og þvílíkum fortölum er hann sýnilega byrjaður á. Þvi enginn þarf að ímynda sér, að hann tali annað konungs eyru en hann hefir látið birta i Berlingi og hraðskeyti greindi nýlega. Þar lætur hann Alberti-hneykslið hafa valdið miklu um kosninga-úrslitin, þó að ekki hefði 20. hver kjósandi á landinu nokkra hugmynd um það á kjördegi, og þ ó a ð þeir örfáu, sem fengið höfðu fréttina þá, hafi verið alráðnir fyrir löngu að greiða svo atkvæði, sem þeir gerðu. Og þar lætur hann stjórnarand- stæðinga klofna í sambandsmálinu þ ó a ð enginn maður viti til þess hér á landi! Hvernig hann ætlar að hafa sitt fram, hvað sem þingið segir vetur t. d.? Þar munu sumir stjórnarliðs-spek- ingarnir hafa látið á sér skilja þá ráða gerð, að r j ú f a þ i n g og efna ti nýrra kosninga óðara en meiri hlut inn hagar sér öðru vísi en honum íkar, »húshóndanum«, eða öðru visi en »þóknast hezt þjóð við Eyrarsund«. 3eir segja það skifta engu máli, þó að ekki tiðkist þau hin furðu-breiðu spjót annarstaðar, að stjórn rjúfi ný- tosið þing. Þess gerðust jafnvel eigi dæmi í D.mmörku í tíð Estrúps gamla; en lengra þykir annars naumast mega til jafna en þeirrar hinnar veg- egu fyrirmyndar um, hvernig lægja beri goluþyt i fólkinu afvegaleiddu, — afvegaleiddu af öfundarmönnum vald- íafanna. Hvernig þjóðin muni taka því, þing- rofinu, þeim kinnhesti fyrir djörfung rennar i sumar, þá, að kjósa aðra á úng en gæðinga húsbóndans. Þeir búast við, að ekki verði mikið úr henni, þjóðinni, er í þá harðbakka slær. Það megi hleypa henni upp allrasnöggvast, hleypa upp skyndileg- um »goluþyt« rétt í svip. En lengi standi hann aldrei. Þolið bili fljótt. Þá skorti og afl þeirra hluta sem gera skal, stjórnarandstæðinga. Þá muni skorta auk annars fé til að standast nýjan kosningaleiðangur beint ofan í hinn fyrri, ef til vill ekki fullu ári eftir, — skorta fé í bráðnauðsynlegan kostnað til að flytja sitt mál fyrir kjós- endum í ræðu og riti, með þeim miklum ferðalögum, er því starfi fylgja, en auðvaldið sama sem alt hinna megin, stjórnarliða, hvort heldur eru há emb- ættislaun, eða aðrar fjárlindir, auk þess sem ekki væri nema fjöður af fati danskra auðkýfinga, danskra ríkisheildar- föðurlandsvina, að leggja í þá guðskistu tífalt eða jafnvel hundraðfalt á við það, sem stjórnarandstæðingar gætu á sig lagt í kosninga þarfir, hversu nærri sem þeir gengi sjálfum sér. Þar er svo sem engu að kviða fyrir þá, stjórnarliða. Þeir höfðu i sumar meðal annarra húsbóndann sem slíkan á látlausum þeysingi fram og aftur um kjördæmi landsins, ýmist eimandi í vélarbátum, þar sem ekki varð við komið herskip- inu eða strandferðaskipunum, eða akandi í konungsvagninum dýra, eða með marga gæðinga til reiðar, þar sem fara v a r ð á landi og akvegi þraut. Eitt- hvað hefir þ a ð kostað, þó að þénar- inn, fylgdarmaðurinn, hafi fengist fyrir litið, með því að það var einn af sýslunarmönnum landsins og því lands- sjóðslaunaður — það var sjálfur lands- dyravörðurinn. En hvað mun verða, ef hefja þarf nýjan leiðangur, eftir þingrof? Mundi þýkja af veita þá, að hann riði helzt »inn á hvert heimili« á landinu, meira að segja jafnvel marg- faldur i roðinu, t. d. með föruneyti nokkurra stórhöfðingja, er danska mamma hefði léð í þá för? Þá tæki í hnjúkana. Faaes oOeralf. Er þá meira að gera það 1909? Hafi það léð sig til snattferða með húsbóndanum í kosningasmalamensku hans sumarið 1908, hví skyldi það þá láta á sér standa til hins, að vera við látið, ef á einhverri ósvinnu bryddi i garð húsbóndans, þeirri er nauðsyn bæri til að skifta sér af með hervaldi. Til eru loks þeir menn í hóp stjórnarspámanna, sem kalla þetta alt tóman heilaspuna og höfuðóra, og full- yrða, að maðurinn, húsbóndi þeirra, hugsi alls ekki til að hokra lengur en fyrsta mánuðinn af nýja árinu. Hann fái þá nokkuð meira í eftirlaun en ella, þ. e. ef hann slepti embætti fyr en það, fyr en frá 1. febr. 1909. Það sé alt og sumt sem fyrir honum vaki. Eða þá í hæsta lagi hitt um leið, að sjá farborða við embættakjöt- katlana eða eftirlauna fáeinum þurft- ugum flokksmönnum sínum eða öðr- um vinum og vandamönnum. Þ e s s vegna hafi hann séð um, að losnuðu í tíma skrifstofustjóraembættin, tvö af þremur. Bitarnir þeir megi ekki komast í ómildra hendur, sízt ómak- legra stjórnarandstæðinga. Þ e s s vegna verður að sækja um sýslumanns- embættið í Strandasýslu ekki seinna en nútia um áramótin, þó að það eigi ekki að losna fyr en þrem mánuðum siðar, 1. april 1909, — bróðirinn sem sé vel fær um að þjóna embættinu vetrarlangt, þó að ekki geti hann það að sumrinu; hann hefir sem sé fengið lausn sakir alveg þrotinnar heilsu eftir 9 ára strit í erfiðri sýslu og ekki nema rúmlega fertugur að aldri. En — hvað hefir honum þá gengið til fréttaburðarins í Berlingi um dag- inn? Bendir hjalið það ekki á það eindregið áform, að hreyfa sig hvergi úr ráðgjafastólnum ? Hvaða gagn er í því, að vera að tjá sig fyrir Dön- um um, að engin á s t æ ð a sé til annars en að sitja kyrr, ef ekki er á f o r m i ð að gera það ? N e m a svo sé, að hann hafi alls ekki talað þetta við Berling setn ráð- gjafi né sem þingmaður og jafnvel ekki sem Hannes Hafstein, heldur að eins sem skáldl Enn má nefna ráð, sem einhverjum hefir hngkvæmst, einhverjum hinna mörgu á'byrgðarlausu ráðgjafa ráðgjaf- ans, og ekki þurfti raunar mikið hug- vit til, með því að það hefir verið notað áður. Það var notað þjóðfundarárið, 1851. Það er að hafa herskipið danska, strandgæzluskipið, ekki of fjarri höfuð- st:.ðnum, ef þingið gerði sig liklegt til einhverrar frekju við husbondann. Það hreif raunar ekki 1851. En hver veit, hvort sama blóð rennur í æðum íslenzkra þingmanna 1909, sem 1851? Það var í almæli og jafnvel eitt- hvað tæptað á því í einhverju stjórn- arblaði, að menn minnir, að eitthvað mundi hafa verið orðað við yfirmann- inn hér á strandgæzluskipinu, þegar bændafundurinn var í aðsigi 1905, að halda sig nærri höfuðstaðnum þá, hvað sem í kynni að skerast. Um seiuan —? Hér fer á eftir grein um ísland eft- ir danska skáldið Hermann Bang, sú er símfregnin gat um á dögunum, og út kom í blaðinu Köbenhavn 4. f- m. Mitt í öllu því, er hertekur hugann innan vorra þrengstu endimarka, er eitt mál, sem litið eitt er fjær oss, en við kemur þó öllum Dönum og vér getum ekki gleymt: íslenzka málefnið. Langan tíma ýttum við því frá oss, eins og oss stæði á sama um það. Nú látum vér það afskiftalanst, afþví að langt of mikið annað hefir borið oss að höndum. En einn góðan veð- urdag mun það gefa sig fram til úr- slita, og hvernig erum vér undir þ a ð búnir ? Því miður — það verður að byrja a því að spyrja: Hvernig er o s s s kýrt f r á? Hvað eða hve mikið vitum vér um hugi manna á íslandi í raun og veru ? Um vöxt sérhreyfingarinnar? Um síð- ustu rætur sjálfstæðisviðleitninnar ? Um arðveg þeirra í íslenzku þjóðinni'1 Því er auvirðilega auðvelt að svara. Vér vitum minna en ekki n e i 11. Árum saman höfum vér eingöngu notið frásagnar íslenzka ráðgjafans. Hr. Hannes Hafstein vill áreiðanlega Danmörku alt hið bezta. En hann er þó ekki n e m a e i n n maður, og úrslitin hafa sýnt, að þessum e i n a manni hefir skjátlast í dómum sínum og skoðunum. Auk þess er þó hr. H. H., svo góðviljaður Danmörku serq hann er, líka Islendingur, þeg^ ar öllu er á bolninn hvolft. Það spm hann hefir skýrt frá, hefir verið séð með íslenzkum [?] augum, og það ís- lenzkum f'okks-augum. Hann hefir sjálLagt skýrt konungi frá því eftir beztu samvizku. En að öllum hans hæfileikum og samvizkusemi ó- lastaðri, hefir skýrslan komið frá is- lenzkum flokksforingja, svo sem hr. H. H. er. Og því hefir — Danmörk verið illa frædd. En það er sjálfum oss að öllu leyti að kenna. — — Frá þvi fyrst, er ísland fekk ís^ lenzkan sérráðgjafa, er eigi skyldi teljast til ráðuneytisins danska, heldur vera viðstaddur umræður ríkisþingsins í stjórnarerindrekastúkunni — spurðum vér ákaft og látlaust: Hver verður við' staddur umræður alþingis í þess stjórn arerindreka-stúku svo sem fulltrúi dönsku stjórnarinnar? — — Svona hefir alt farið á íslandi, eins og raun er á — að eins fyrir það, að vér áttum engan mann, sem stöðugt fræddi oss um að vorum hluta, hvern- ig öllu liði þar, hvernig öllu væri far- ið. Vér áttum ekki neinn fulltrúa á íslandi, danskan mann, sem gæti veitt dönsku stjórninni jafnaðarlega og skýra vitneskju um hljóðið í íslendingum, óskir þeirra, hreyfingar þar og aðstöðu flokkanna. — Og það hlaut að draga dilk á eftir sér. Þegar nefndin loks var skipuð, hef- ir dönsku nefndarmennina vantað alt, sem vita þurfti. Þeir hafa rætt og ráð sín gert í blindni. Þeir hafa haldið sér við orð og lagagreinar. Aðstöð- una alla, eins og hún er raunrétt,hafa þeir ekki séð fyrir sér. . . Og nefndar- mennirnir íslenzku? íslendingar eru fátalaðir og sagðir vera menn kænir að eðlisfari. Þeir hafa rætt og ráð sín gert og þeir hafa — ekki sagt sinn hug allan. Að minsta kosti ekki látið uppi alt það, er íslendingum býr niðri fyrir. — Það er óhætt að segja, að þessi kosn- ingaúrslit hafa komið eins og skrugga úr heiðríkju yfir alla þá Dani, sem ísland og samband þess við kon- ungsveldið stendur lifandi fyrir hug- skotssjónum, það samband, er eigi að halda við og varðveita (en, því mið- ur, þeir Danir eru víst ekki ýkja- margir) — þeim Dönum öllum, segi eg, hafa úrslit alþingiskosninganna á- reiðanlega verið lík og sprengikúla beint framan í andlitið á þeim. Þsssu var ekki búist við að minsta kosti. En nú er það orðið, og islenzka þjóðin hefir talað — og það mjög glögt.----------- Mundi nokkurn mann furða á því, þó að vér, eins og nú stendur á, sæjum fram á það einhvern daginn, að nú væri alt orðið um seinan? En ef vér ættum stjórnmálamenn, sem eru stjórnvitringar, en ekki ein- göngu flokksforingjar — og það er mín sannfæring um Neergaard yfir- ráðgjafa, að hann sé slíkur stjórnmála- maður —, þá munu þeir snúa sér að íslandi í síðustu forvöð og sjá þvi borgið af sambandinu við konungs- veldið, sem enn erutök á að fá borgið. Oskandi væri, að þeir menn hefði glögga sjón og góð handtök. Ing-ólís-málið. að en Ingólfsnefndin hefir leitast við verja gerðir sínar í ekki minna átta-dálka-romsu í Lögr. síðast. í allri þeirri mærð ber hún ekki við að leysa sig undan ámælum með öðru en vífi- lengjum eða þá beinum ósannindum. Nefndin s e g i r, að aðalástæðan til ósamlyndis sín og höf. út af greypi- myndunum sé kostnaðurinn. Hún v e i t, að hún segir þetta ósatt. Hún veit það fyrst af þvi, að þann kostnað, sem greypimyndirnar hleypi fram, hefir hr. E. J. tjáð sig um í bréfi til neíndarinnar 9. jan. þ. á., áð hann skuli greiða aj sínu Jé. Og í öðru lagi veit hún það af því, að eirsteypumaðurinn sjálfur, hr. L. Ras- mussen, hefir gefið yfirlýsing um það 27. ágúst þ. á., að eirsteypa af Ing- ólfs-líkneskinu kosti jajnmikið með greypimyndum sem án þeirra, eins og bent var á hér í blaðinu 21. f. m. (Eiginhandar yfirlýsing L. R. til sýnis hjá umboðsm. E. J. hér í bæ, Sveini Björnssyni yfirréttarmflm). Svo að nefndinni eru allar bjargir bannaðar að klína framkomu sinni við E. J. á kostnaðaraukann. Skeytasendingunni til Rasmussens, því hinu dæmalausa flani sínu og ekki sem hollustu í Einars garð, gerir nefndin ekki aðra grein fyrir en þá, að L. R. hafi að vísu eirsteypt líkneskið á Einars ábyrgð, en fyrir hennar fé, nefndarinnar. Þetta er lokleysa, sögð í ógöngum. Láti E. ]. steypa líkneskið á sfna ábyrgð, þá er það líka gert fyrir hans Jé. Steypumaður getur aldrei komið fram neinni ábyrgð á hendur nejnd- inni þó að E. J. standi ekki í skilum við hana. Nefndin segir sjálf í bréfi til E. J. 29. okt. 1907, að hún eigi við Einar einan um alt, en ekki við i menn, sem vinna fyrir hann. (Bréfið til sýnis hjá hr. Sv. B.). Hvað varðar nejndina um einka- viðskifti L. R. og Einars ? Hvað er hún að gera þar? Ekkert annað en að tortryggja Einar, gera hann að minna manni, vara R. við að trúa honum, spilla fyrir hans mesta áhugamáli það skifti: að koma Ingólíi eirsteyptum á höggmyndasýn- inguna í vor (—08). í yfirlýsingunni 27. ág. kveðst R. hafa tekið að sér eirsteypuna á Einars ábyrgð eins, og segist mundu hafa lokið við hana, ej formaður nefndar- innar hefði ekki tortrygt Einar fyrir sér. Svarið við röksemdum nefndarinnar um útlit líkneskisins á ekki að vera deila um það, að hve miklu leyti skoðanir hennar eru réttmætar. Svo skýlaust sem listnæmir menn og list- fróðir sjá, að hún á þar alveg rangt mál að verja, þá er þó til enn beinni leið skilningi þorra manna: sú, að nefndina varðar ekkert um pessa hlið málsins, myndargerðina sjálfa. Það tjáir ekki, þótt nefndin nefni til Jón- asarmynd og Konungsmynd. Jónas var gerður eftir pöntun fyrirfram

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.