Ísafold - 19.12.1908, Side 2

Ísafold - 19.12.1908, Side 2
314 ISAFOL’D og hlaut að verða- miklu dýrari, ef höf. hefði einn mátt ráða. Og um Konungs-líkneskið var samkepni. Ing- ólfur er tilbúin hugsmíðarmynd og verð- ur engu dýrari þótt höf. fái að ráða honum einn og láti ekki aðra skemma hann fyrir sér, og auk þess er fyrsta sím- skeyti nefndarinnar skýlaus pöntun á þ e i r r i Ingólfsmynd, sem E. J. hefir búið til, henni og engri annari. V e r ð i sú mynd ekki keypt, þá hefir E. J. verið svikinn með fögrum loforðum. Það og ekkert annað. Og sá, sem það er að kenna, ej það verður, það er Ingólfsnefndin. Nefndin segist aldrei hafa talað né ritað þau orð, sem ísafold hafði eftir henni (úr bréfi), að hún kvartaði um að hafa ekki fengið að sjá Ijósmynd af líkneskinu, svo að hægt væri að gera breytingar ef þyrfti. Hér er kafli úr bréfi til E. J. frá nefndinni, dags. 29. okt. 1907: Nefndin er yfirleitt óánægð með, að myndin skuli vera komin svona langt á leið [þ. e. fekk ekki að verða ónýt í leirn- um) an þess að hún hafi fengio tækifæri til að sjá 8vo mikið sem ljósmynd af henni, og þvi siður að henni hafi gefist kostur á að segja álit sitt um myndina með- an hœgt var að gjöra breytingar d henni. (Þetta bréf er til sýnis nefndinni og öðrum hjá hr. Sv. B.). Það er einn votturinn um algert skilningsleysi nefndarinnar á listaverki höf., er hún segir í grein sinni, að líkneskið sé alveg ó b r e y 11, þó að það sé sneytt greypimyndum og ein- kunnarorðum, — þótt skorið sé fiá því megnið af skáldskapnum og hug- sjónaþróttinum. — Nefndin hallar mjög máli þar sem hún leitast við að sýna fram á, að E. J. hafi hækkað verð á líkneskinu frá samningum. Henni telst svo til, að hann hafi fært verðið upp um 10 þús. kr., úr 20 þús. upphaflega upp i ^o. E. J. vill fá 10 þús. kr. fyrir sína vinnu (auk áður fenginna 2,200 kr.), en í þeim 10 þús. segir hann berum orðum að sé innifalið: gips- steypa, umbúðir, flutningskostnaður til íslands og ferð heim, uppsetning myndarinnar, cicelering, og ö 11 s í n v i n n a. Mest af aukakostnaðinum, sem nefndin telur fram til þess að geta hækkað fjárhæðina fyrir líkneskið upp í 30 þús. og fengið þar með átyllu til að hafna því, — mest af því er tvitalið, þ. e. fólgið í 12,200 kr. fyrstu. Yfirleitt er greinin ekki annað en viðleitni nefndarinnar á að fóðra ófóðr- andi gerðir sínar með því að skella skuldinni allri á E. J. Það er fjárhagsatriðið, sem hún er si og æ að tönlast á. Einarjónsson er bláfátækur maður. Hann hefir ekkert á að lifa nema það sem hann kemur af í þann svipinn. Og lífsstarfi hans er svo háttað, að hve nær sem byrja þarf á meiri háttar verki, þarf hann við mikils fjár. Fjár til smíðasalsleigu, leirkaupa, steypugerða o. fl. 0. fl. Og svo er um Ingólf. Veit nefndin það, að þ e 11 a er hún að nota til að varpa skugga á E. J., en ljósi á sig og sína framkomu í málinu ? — Tveir eða fleiri nefndarmenn lýstu yfir því á Iðnaðarmannafundi 25. f. m., að þeir fengist aldrei til að slaka til um það, að höf. réði einn myndinni. í fundarlok var þó samþykt sú tillaga, að höf. skyldi ráða. Samt sat nefndin. Nú þarf að berjast fyrir málinu af allri o r k u, berjast fyrir kaupum á Ingólfi. Og það á hún að gera, — það á að gera nefnd, sem er myndinni m ó t f a 11 i n ! — Nýjustu fregnir frá E. J. er svofelt simskeyti til Iðnaðarmannafélagsins fyrir fám dögum (13. þ. m.): Óska Ingólýsnejndin Jari strax. Samvinna ómöguleg. Einar Jónsson. Út af þessu skeyti var fjölmennur fundur haldinn í Iðnaðarmannafélag inu 16. þ. m. Hann fór ekki fram með meira samlyndi en svo, að full- ur helmingur, um 30 manns, gekk af fundi. Nokkrir hinna, sem eftir sátu, luku fundinum á því, að veita nefndinni traustsyfirlýsing. Úr pessu fer ekki að verða rétt að snúa ámælunum að nefndinni. Það er útséð um það, að hún eygi sóma sinn i þessu máli. Það var ærin sjóndepra þess kyns, að hún skyldi ekki segja af sér eftir fundinn 25. f. m. Nú kastar tólfunum, að hún skuli vilja halda áfram að gera E. J. visvitandí skapraun e f t i r jafngreini- legar óskir um að hún fari. Úr þessu er það Iðnaðarmanna- Jélagið, sem tekur við skellinum, ef það lætur lenda við þetta. Veðrátta viknna frá 13.—19. des. 1908 Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s fi-4.3 -3-4.1 -3-11.6 -3-14.0 -3-2.0 4.6 M -y6.0 -7-1.9 -3-4.0 -3-5.5 -rO.O 3.2 Þ -í-4.0 -3-6.0 —4.0 -3-7.0 -3-0.7 5.5 M -1-6.0 -3-5.5 -3-12.0 -3-10.0 -3-6.0 —0.7 F -r6.5 -3-4.3 -3-3.0 -3-6.0 -3-1.8 7.0 F ~6.0 -3-7.6 ”7*6.5 -3-8.0 —0.20 4.8 L -í-4.0 -3-7.9 -3-8.2 -3-11.0 -r6.3 2.0 Lýsingarmálið. Því var til lykta ráðið i fyrra kveld, þann veg, að bæjarstjórn samþykti með 10 atkv. gegn 3, að ganga að boði Carls Francke í Bremen að koma hér upp gasstöð og lýsa bæinn m e ð g a s i o. s. frv. — Firma það gefur og kost á rafmagnsstöð og raf- lýsing síðar, ef um semur. Ætlast er til, að hin nýja lýsing bæjarins komist á fyrir næsta haust. En ekkert fullsamið um það enn. Frá fyrirhuguðum samningi um þetta verður skýrt í næsta bl. ©®® © ©® ©©© Jólavörur með niðursettu verði í Nýlenduvörudeild Kdinborgar. SparilÉi LidsUais verður lokuð frá 22. þ. m. til 1. janúar 1909, að báðum dögum meðtöldum. Öðrum bankastörfum verður gegnt frá kl. 12—2 e. h. virka daga þessa tima- Glímur þreyttu í gærkveldi í Bárubúð 4 norðlenzkir kappar við 4 sunnlenzka (reykvíska) fyrir miklum áhorfenda- fjölda, bæði íslenzkar glímur og róm- verskar. Um íslenzku glímurnar fór svo, að Hallgrímur Benediktsson feldi tvívegis Norðlendinginn Kristján Þor- gilsson en Guðm. Sigurjónsson Norð- lendinginn |ón Pálsson sömuleiðis tvívegis. Grísk-rómverska glímu þreyttu þeir afarlengi Jóhannes Jósefsson glímu- kappinn frægi frá Akureyri, og Sigur- jón Pétursson Reykvíkingur, þrjár skorpur, er stóðu 14 — 15 mín. hver, en skildu sléttir í hvert sinn. Guðm. Sigurjónsson Reykvíkingur bar lægra hlut fyrir Jóni Pálssyni Norðlending. Jón Helgason Norðlendingur og Guðm. Stefánsson Reykvíkingur skildu slétt í 2 glímum rómverskum, og Hall- grímur og Kristján Þorgilsson (norðl.) í einni. — Sigurjón Pétursson er rétt tvítugur unglingur. Þeir hafa lítið sem ekkert iðkað grísk-rómverskar glímur, Reykvíkingarnir, en Norðlend- ingar mikið bils. JSanésGanRinn 16. óes. 1906. Til jólanna! Epli tvær tegundir, Vínber, Apelsínur, Sítrónur, Kartöflur, Laukur, Vlndlar, Kafflbrauð og Tebex fl. teg., Ostar, Síðuflesk reykt, Syltetau fl. tegundir, Kerti stór og smá, Spil. Vindlingar (Cigaretter), Kafflpokar stærri og smærri, Sleifar, Bollapðr með áletri: Gleöileg jól, Gleðilegt nýár og margt fleira, hentugt i jólagjafir fæst ódýrt í verzl. Vesturgatu 39. Jón Arnason. Skósmiöir! Ef einhvern ykkar vantar skóara- vélar, þá getið þið fengið þær nú þeg- ar góðar, ódýrar og með afarþægileg- um borgunarskilmálum. Það er áreið- anleg og velþekt verksmiðja, sem býð- ur þessi kostakjör og óskar að sem flestir vildu reyna vélarnar. Einnig geta saumakonur og allir sem vilja fá sér saumavélar fengið þær af öllum sortum með sömu kjör- um. Komið sem allra fyrst. Ritstj. vísar á. (3onsum*cRocolaée kostar aðeins kr. i.io pd. cTRomsens magasin. Rammalistar vandaðir og ódýrir. Myndir settar í ramma. Jónatan Þorsteinsson. Alþjóufræðsla Studentafélagsins. Jónas Guðlaugsson flytur fyrirlestur um skáklið Jón Thoroddsen sunnudaginr. 20. þ. m., kl. 6 í Iðnaðarmannahúsinu. i-?eykjavikur-annáll. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórn í fyrra dag á þessum húseignum, í kr.: Th. Thorsteinssons kaupm. Vg. 3, 35,194 Jóh. Kr. Jóhannessonar á Laugaveg. 10,117 Dánir engir fullorðnir þessa viku. Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Guolaug Jónsdóttir ekkjufrú selur 12. desbr. Davið Östlund trúboða hluta af hús- eign nr. 17 við Laugaveg á 9000 kr. Landsbankinn selur 7. desbr. Einari Jóns- syni og Jónatan Jónssyni húseign nr. 27 við Skólavörðnstíg með 632 ferálna lóð á 4700 kr. Hjúskapur., Axel Martin Nyström prent- ari og ym. Olafía Ragnhildur Ásmundsdótt- ir, 12. des. Einar Einarsson blikksmiður og ym. Margrét Jónsdóttir 17. des. öísli Guðmund8son og ym. Ingunn Olafs- dóttir, bæði frá Hafnarf., 12. des. Hjálmar Þorsteinsson trésm. og ym. Margrét Egilsdóttir, 12. des. Vemundur Frimann Asmundsson og ym. Jónanna Petrina Jónsd., 18 des. Glímuför utan. Fjórir glímukappar norðlenzkir, Jó- hannes Jósefsson, Jón Helgason, Jón Pálsson og Kristján Þorgilsson eru á ferð hér á Thoreskipinu Ingólfi áleið- is til Skotlands, ráðnir þangað að sýna list sína næsta mánuð, í Edin- borg og Newcastle. Þaðan halda þeir til Gautaborgar í Svíþjóð, vistaðir þar í sömu erindum allan febrúarmánuð. Gufuskipin. Thoreskip Sterling (Emil Nielsen) fór héðan til útlanda 15. þ. mán. Farþegar 15, þar á meðal kaupmennirnir Th. Thorsteinsson og Jón Björnsson, um- boðssalar A. Obenhaupt og Axel Andersen, verzlunarm. Fr. Warburg, Snæbjörn Norð- fjörð og Nielsen (Eyrarb.), stúdent Konráð Stefánsson (Sauðárkrók) 0. s. frv. Thoreskip Ingolf kom í íyrra dag norð- an um land og vestan. Farþegar: glímu- mennirnir eyfirzku 4. Fer á morgun áleið- is til Austfjarða og Khafnar. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Nauðungaruppboð á Fiskiskipinu Skutulsey 21. desbr. (á skrif- stofu Gullbr. og Kjósarsýslu). Húseign nr. 8 vio Vitastig i Reykjavík 28. desbr. Hálfri húseign nr. 16 við Barónsstíg í Reykjavik 29. desbr. Karlmunnsúr (cylinder) tapað- ist 17. þ. m. á götum bæjarins. Skil- ist i ísafold. Fundur i félaginu Aldan næst- komandi miðvikudag á vanalegum stað og tíma; allir meðlimir mæti. ______________________Stjórnin. Reiðtreyja týndist síðast liðinn septbr. frá Rvík austur í Flóa; skilist í Tryggvaskála, gegn fundarlaunum. Undirritaður tekur til viðgerð- ar kaffiáhöld, þvottaílát m. fl. gegn vægu gjaldi. S. Kristjánsson Hverfisgötu 50. Hangikjöt til jólanna hvergi betra en í verzlun Amunda Arna- sonar Hverfisgötu. U ndirritaðan vantar af fjalli jarp- an fola 3 vetra, vakran, geltan. Mark: standfjöður fr. hægra, standfjöður fr. vinstra. Hver sem hitta kynni nefndan fola, er vinsamlega beðinn að koma hon- um til mín, eða gera mér viðvart sem allra fyrst gegn góðri þóknun. Hvammi í Kjós, 15. des. 1908. Þórður Guðmundsson. AD ALKAFFIVERZLUN ÍO Laugaveg ÍO selur bezt og ódýrast jólatrésskraut, t. d. konfekt, át- og suðu-súkkulaði, marsipan- og súkkulaði-myndir, brjóstsykur, vínber, skeljamöndlur, konfekt-rúsinur, fíkjur, sykraðir ávextir, kókó, Berquitt, te. —1 Jólakaffi ágætt. = Flestallar tegundir mínar eru frá kgl. hirðsala «Brödrene Cloetta*. Virðingarfylst A. V. CARLQUIST- MÓTORBÁTURINN VALUR fæst leigður til að draga báta og skip og til aunarar notkunar. Menn snúi sér til VALENTÍNUSAR EYJÓLFSSONAR, Njálsgötu 48. Talsími nr. 229. Annan i jólum og milli jóla og nýárs verður fram- hald á myndasýningum Magn- Lisar Ólafssonar í hinum stóra samkomusal K. F. U. M. Hljóðfæra- sláttur undir stjórn hr. P. Bernburgs. Nánar á götuauglýsingum síðar. Til jólanna 12 tegundir af Ostum í verzlun Einars Arnasonar. Dakkarávarp. Síðan eg (Kr. J. Br.) misti heilsuna vorið 1907, hefir Þórður héraðslæknir Edílonsson veitt mér læknishjálp nær daglega fram á síðastl. sumar, án nokkurs end- urgjalds. Margsinnis hefir hann vit- jað barns okkar hjóna, og gefið okkur einnig alla þá fyrirhöfn og meðöl. Fyrir þessa mikilsverðu hjálp vottum við lækninum alúðlegustu hjartans þakkir. Hafnarfirði 15. des 1908. Kristjdn J. Breiðjjórð Guðbjörg Breiðjjórð Syltetöj til jólanna, margar tegundir í verzlun Einars Arnasonar. Marzipan. [Myndir úr kökum og sykri]. Til jólanna fæst í kökubúðinni í Kirkjustræti 8 nýtt heimatilbúið fyrir- taks marzipan, konfekt, brendar möndl- ur o. fl. — NB. Pantanir á kökum til jólanna beðið að komi í tæka tíð. Konar og menn! Þegar þið farið að kaupa til jól- anna gjörið þá svo vel og lítið inn i leið Einars Arnasonar. Reynið lukkuna! Til jólanna verða seldir lukku- böglar, er hafa inni að halda margar hentugar jólagjafir, mjög eigu- lega muni, sem allir eru miklu meira virði en böglarnir kosta. — Peningar í sumum. Verzlun G. Matthíassonar 7 Lindargötu 7. til jólanna mikið úrval hjá Einari Arnasyni. Kunningjum og vinum gefst hér með til vitundar, að eg undirritaður held brúðkaup mitt með fröken Betzy Berg laugardaginn 19. þ. m. Seyðisfirði 16. des. 1908. Virðingarfylst. l*ór. B. Þórarinsson. Ag-ætar jólagjafir fást hjá ljósmyndara Magnúsi Olajs- syni Aðalstræti 18: JÖn Sigurðsson (íramma), stækkaðar ljósmyndir (margar teg.), stereóskópmyndir 0. fl. Munið eftir, að hér er úr stærsta myndasafni landsins að velja. Gólfdúkar af ýmsum tegundum seljast með nið- ursettu verði hjá Jónatan Þorsteinssyni. cJCeilfibsRur keyptar háu verði í kjallaradeildinni í Thomsens Magasin. 15-205 afslátt á vetrarsjölum gefur M Agústa Syendsen frá þessum degi til nýárs. JÖiíffll 1.1 kostar 12 a. pd. og 2 pd. syltetauskrukkur 55 a. i Hinn 9. desember 1908 var dregið um fortepiano það, sem hald- ið var lotteri á til ágóða fyrir »Ekkna- sjóð Reykjavikur* og kom upp tölu- seðillinn 657. Handhafi þessa seðils gefi sig fram hið allra fyrsta við gjaldkera sjóðsins Gunnar Gunnarsson. l»akkarávárp. Við undirrit- uð vottum öllum þeim fjær og nær okkar innilegasta hjartans þakklæti er sýndu hlutteknmg í kjörutn okkar er við í fyrra haust mistum kú af slis- um. Sérstaklega viljum vér minnast Hraunhreppinga er fyrstir af vanda- lausum skutu saman fjárupphæð svo mikilli að skaðinn er okkur marg- bættur. Heiðurshjónin Jón S. Norð- fjörð og Guðrún J. Norðfjörð Lækjar- bug og Eggert Magnússon bóndi í Hjörsey hrundu þessu kærleiksverki í framkvæmd, nær allir búlausir bænd- ur jafnvel börn tóku þátt í þessu líknarverki. Þó nöfn gefendanna séu ekki hér skráð vonum við óskum og trúum að þau séu óafmáanlega skráð í fullkomleikans heim. Ytri-Skógum í Hnappadalssýslu. Guðrún Guðjónsdóttir Sigurður Þórðarson Samkvæmiskjóll mjög falleg- ur til sölu með miklum afslætti. Uppl. í afgreiðslu Isaf. Steinhrinffur fundinn á Batt- eriinu, vitja má að Höfn,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.