Ísafold - 23.01.1909, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar l
viku. Ver?) Arg. (80 arkir rainst) 4 kr., er-
lendis 5 kr. efta 1V* dollar; borgist fyrir
miftjan júli (erlendis fyrir frara).
Uppsðgn (skriíleg) bundin vib áramót. er
ógild neraa korain só til útgefanda fyrir
1. okt. og kaupandi skuldlans vib blaðið.
Afgrei^sla: Austurstrœti 8.
XXXVI. árg.
Reykjavík laugardagino 23. jan. 1909.
4. tölublað
1. O. O. F. 8912y3y2.
■Vugnluíkning ók. 1. og 3. prd. kl. 2--3 1 spital
íTorngripasafn opi?í á mvd. og ld. 11—12.
jilutttbankinn opinn lu—2 */* og o1/*—7.
»4. P1. C. M íiestrar- og skritstofft frAS4rd.ti«
>0 si?)d. Alni, fumiir fsd. og sd. 8 J/a Ȓod.
Landakotbkirkja. Ouðsþj. 81!* og 6 á helgidögam
Urtndakotsspitali f. 8)úkravitj. 10l/a—12 og 4 -5
Ijandsbankinn 10 — */s, **-r.Kastjórn vió 12--1
Landsbókasafn 12—3 og Á -o.
Landsskjalasafnid A þia.., lmd. og Id. 2—1.
Lœkning Ok. í læknask. þrd. og t’sd. 11-12.
Náttúrngnpasarxi (i landsb.safnsh.) h ad. 1 x/«—**/*•
Tannla?kniug ók. í Pósthússtr. 14. l.ogB.md. II-
Piano útvega eg frá
Keisl.-Hof-verksm. C. Mand} Coblenz
O. Heyl. Borna, [verksm.80 ára gml.]
Emil Felumb, Kaupmannahöjn
og Orgol-Harm. frá
Einar Kaland, Bergen.
Órengjanleg reynsla ura niarga Aratugi hefir
sannað. að þesai hljóðfæri eru hin vönduðustu
að gerð og efni, sem unt er að fá.
Aöalumboösm. lyrir ísland
Ásgeir Ingimundarson
Adi.: Pósthólt 101. Reykjavik. Telefon 243
Sj íil fstæðisin etnaðnr
áhrif danskrar tungu.
Það er tru vor, að í höfuðstað
landsins sjálfum eigi íslenzkt þjóðerni
fyrir sér að festa dýpstar rætur. Ekki
af því, að viðnámsþróttur við útlend-
um ábrifum sé mestur í Reykjavík;
hann er það e k k i, sem betur fer.
Heldur af hinu, að hér verður hæg-
ast að sameinast um málefni; hér
verður fylking undir fána þjóðernis-
ins ósveigjanlegust; hér verður mest
framsóknaraflið á einum stað.
Sá greiði, sem því er mi gerður
hér í bæ, er verða má að meini þjóð-
erni voru, stafar ekki af óþjóðrækni;
hann stafar af hugsunarleysi og ófor-
sjálni.
Skólarnir v i 1 j a ekki íslenzkuna
feiga; siður en svo. Þeir vilja
hreinsa hana af öllum dönskublend-
ingi, þessu sem lýtir hana langmest
enn bæði í riti og ræðu. Þeir vita,
að af dönskunni stafar máli voru mesta
hættan. Og engin hætta af neinni
tungu annari enn sem komið er.
Þ ó er svo, að í helzta skóla lands-
ins, Mentaskólanum, eru allar kensiu-
bækur e n n — á dönsku.
Þ a ð a n, frá dönsku bóka náminu,
er sú raun runnin, hvað þorri íslenzkra
stúdenta ritar móðurmál sitt hörmu-
lega. Þaðan, en ekki frá móðurmáls-
kenslunni. H ú n getur aldrei verið
svo fullkomin, að hún vinni nokkuð
á til muna meðan alt annað nám er
á dönsku. Og að eiga þar við m a r g-
f a 11 meiri liðsmun. Sama hvar gripið
er niður: í náttúrusögu, landafræði,
mannkynssögu, stærðfræði, eðlisfræði
— alt er lært á danskar bækur, skólann
á enda. A dönsku lærir nemandinn
að hugsa í öllum þessum greinum,
og henni e i n n i; og er allsendis
ófær um, margur hver, að koma orð-
um að þekkingu sinni á stórlýtalausri
íslenzku, hvað þá að meira sé —
eins og von er til.
Meðan ekki eru komnar íslenzkar
kenslubækur í öllum þessum greinum,
eins og lifs-nauðsyn er á að verði
sem fyrst, bæðivegna tungunnar sjálfrar
og vegna þess sjálfstæðismetnaðar, sem
vér æ 11 u m að bera í brjósti: að láta
ekki lengur alt nám i helzta menta-
skóla landsins vera á útlendri tungu,
en láta móðurmálið sjálft vera horn-
kerling hennar, — meðan ekki er
komið svo, kynni þó að mega draga
ofurlítið úr gagnsýring dönskunnar
og fullveldi þar með þvi, að sumar
námsgreinir séu lærðar á ö ð r u út-
lendu máli, t. d. á ensku. Enskan
er nú loks ætlast til ineð nýju reglu-
gerðinni að verði numin þar jafn-vel
og danska. Og hún er ekki hóti
tornumdara mái oss Islendingum, ef
henni er jafnmikill sómi sýndur.
Danskan ætti að þykja farin að verða
oss býsna-nærgöngul úr þessu.
Þar sem eg nefndi íslenzkar kenslu-
bækur, þá átti eg við bækur á al-
mennilegri islenzku, með nýtilegu is-
lenzku orðfæri, en ékki réttnefndu
hrognamáli. eins og séð hefi eg á
einni slíkri kenslubók fyrir nokkrum
árum. Mig minnir að höf (kennar-
inn) befði verið raunar svo forsjáli,
að setja á titilblaðið, að hún væri
prentuð s e m h n d r i t. En litil
bót fanst mér það vera. Höfundin-
um hefir gengið það til sjálfsagt, að
forða sér við aðfinslum á prenti.
En nærri má geta, hvort orðfærið
hefir ekki haft jafnspillandi áhrif á
nemendur þrátt fyrir þann varnagla.
Eg skal og taka það fram, að þeg-
ar eg tala um almennilega íslenzku,
á eg alls ekki við það, að öllum vís-
indalegum (iðnfræðlegum) orðum sé
snarað á íslenzku viðstöðulaust; það
er flestum ofvaxið, svo að við megi
una. Heldur hitt, að orða ekki hverja
setningu svo, að alt af grisji í dönsku
nærklæðin, sem höf. hefir fært í
hverja hugsun jafnóðum og hún fædd-
ist hjá honum.
Annað má minnast á, sem er ekki
ræktarmeira við tungu vora, og ber
vott um ekki minni skort á þjóðernis-
metnaði en hitt.
Það er dönsku-tal isienzkra Reyk-
vikinga við Dani, sem hér hafa ilenzt
og eru taldir vera íslenzkir borgarar.
Það er orðinn mikill fjöldi slíkra
jiianna hér, verzlunarmanna, umboðs-
sala, iðnstjóra o. fi. o. fl. Og það
er eins og allir, sem fengið hafa ein-
hverja nasasjón af dönsku, geri sér
að skyldu, að tala pá tungu við menn-
ina, en kemur ekki til hugar, að þ e i r
eigi að nema og temja sér sömu
tungu og landsmenn tala sjálfir, ef
þeir ætla sér að ílendast hér.
Það er ekki nokkurrar þjóðar æði
annað eins sinnuleysi um sjálfstæðis-
metnað sinn og síns þjóðernis, eins
og þetta er, auk þess sem það sér
hver maður, hvort danskan muni ek'lci
skafa drjúgum af eik islenzkunnar,
þegar hún er höfð í þetta meiri há-
vegum en hin.
Það er ósvinna, að láta þetta leng-
ur haldast uppi; ósvinna, sem o s s
er að kenna, en ekki Dönum.
Þeir danskir menn eru til hér, þótt
fáir séu, nauðafáir, sem tala íslenzku
litlu miður en sitt móðurmdl og
hreinna mörgum íslendingi. Það er
að vísu ekki annað en vér verðum
að gera, ef vér förum til Danmerkur,
verðum að læra þ e i r r a mál, Dana.
Það er ekki annað en hver maður
verður að gera, er sezt að i öðru
landi, að hann verður að tala þeirrar
þjóðar tungu, sem hann er með.
Hví skyldi ísland eiga að vera eina
undanþágan?
Er ekki óþaríi að vera að bera á
sér danskt hjálendumark, sem vér
g e t u m vel þvegið af oss, þegar vér
höfum sjálfir manndáð í oss til að
vilja það ?
Það er raun að vita undirlægju-
ástriðuna í þessu efni vera svo ríka,
að vilja jafnvel ekki gera það f y r i r
bænastað danskra manna hér, að
tala við þá heldur íslenzku en dönsku.
Það ber sem sé við um Dani, þótt
algengt sé það ekki, að þeir vilja
nota sér greiðustu leiðina sem til er að
nema tungu vora, þá, að heyra hana
talaða daglega og bera jafnframt við
að tala hana sjálfir. En sú bæn er
þeim alls ekki veitt nema stundum.
Þess er meira að segja dæmi hér, að
enskur maður, sem hér dvaldist um
hríð í því skyni auk annars, að nema
islenzku, fekk ekki mötunauta sína
né borðhalds-húsráðendur til að mæla
við sig á jslenzku, heldur þurftu þeir
að tala við hann — d ö n s k u, þótt
hana kynni hann lítt eða ekki, og
hirti alls ekki um hana að nemal
Fyr má nú vera andhælis-háttur I
Fræðslumál.
Um fræðslu barna i sveitum.
Skólaskyidan.
Fyrir skömmu hefi eg bent á þnð,
að barnafræðslan eftir fræðslulögun-
um 2‘2/xl 1907 yrði bæði óhagfeld og
auk þess óframkvæmanleg út um land-
ið vegna kostnaðarins.
Slík aðferð mundi draga æskulýðinn
og hina eldri með sér burt úr sveit-
unum, burt frá jarðræktinni, burt af
einu öruggu eigninni, sem þjóðin á tij
í eigu sinni, og kæmi meginhluta
þjóðarinnar út i ráðleysisflan og ring-
ulreið.
Skólaskyldan, sem svo margir hafa
ritað um og talið óhjákvæmilega.
Hún getur verið nauðsynleg eða
óhjákvæmilegt neyðarúrræði að minsta
kosti i kaupstöðunum hér á landi.
Án skólaskyldu og góðrar kenslu yrði
par margur unglingurinn að réttnefnd-
um götuskril og vandræðagrip fyrir
þjóðfélagið.
Færri yrðu vandræðamennirnir og
fleiri hinir nytsömu, ef nokkuru væri
slept af skyldunum bóklegu, en þess
í stað kæmi skylda til að taka of-
urlítinn þátt í alls konar störfum, bæði
inni og úti. Þeim störfum sem al-
gengust eru og nytsömust fyrir þjóð-
félagið. — Meðal annars á fyrirmynd-
arbúunum í kaupstöðunum og um-
hverfis þá, nokkur börn í einu.
Sama er að segja um kauptún og
sjóþorp. Þar mun líkt háttað og í
kaupstöðunum: börnum lítið kent al-
ment á heimilum þeirra, og fæst þeirra
læra þar að gera annað en að leika
sér inni eða úti. Er þeim þar af
leiðandi hætt við því, að verða óstað-
föst og eirðarlítil, og taka ýmislegt
óþjóðlegt og ósiðlegt hvert eftir öðru.
Nokkuð líkt þessu getur verið hátt-
að í mjög þéttbýlum sveitum. Þar
kann að vera þörf á skólaskyldu, og
þar getur hún verið framkvæmanleg
á einhvern hátt.
Oðru máli gegnir til sveita alment,
því fremur sem strjálbýlla er. Þar er
miklu minni pörj á skólaskyldu, og þar
er hún algcrlega ómöguleg um langan
tima, vegna kostnaðar og erfiðleika.
Heimiliskenslan.
Til að réttlæta þörfina á skóla-
kenslu i sveitum og skólaskyldu
hefir þvi verið haldið fram, að þá
sem ættu að kenna á heimilunum
vanti þekkinguna til þess, tímann,
húsrúmið, áhöldin og ef til vill vil-
jann lika. Og börnin læri þar því
lítið eða ekki neitt annað en að
»ganga í skítnum.«
Að visu er talsvert hæft i þessu.
En athugum það samt nánara.
»Ganga í skítnum?«
Það er satt; börnum og unglingum
í sveitum hefir verið kent það hing-
að til, að vinna. Vinna jafnt alla
vinnu algenga, einnig það, að vera í
fjósi og vinna að áburði (skit). Börn-
in eru þvi auðvitað, eins og eldra
fólkið í sveitunum, einatt í óhreinni
fötum og forugri um hendur en pað
af kaupstaðarfólkinu, sem hugsar mest
um að vera hreint og fágað til út-
sjónar eða á úthverjunni.
Þrátt fyrir skítinn á yfirborðinu læra
sveitabörnin að fága rétthverjuna og
fullkomna hana. Læra að meta gildi
vinnunnar; læra að bjarga sér sjálf;
læra að unna blettinum, sem þau
rækta, gripunum sem þau gegna, og
fólkinu, þessu fáa, sem þau kynnast.
— Þarna eru börn á réttri leið til
manndáða, ættjarðarástar og þjóðrækni.
Á kveldin sitja unglingarnir við
vinnu sína og hlusta á frásagnir um
söguhetjurnar íslenzku og afreksverk
ágætustu manna þjóðarinnar, meðan
börn í kaupstöðum sitja í leikhúsinu
og horfa á útlenda sjónleiki eða stund-
um skripaleiki, eða eru á dönsum og
á öðrum opinberum gróðrarstóðum Jyrir
berkla og annað sóttnæmi.
Á sveitaheimilum, sérstaklega i
strjálbýli, er börnum kent að tala
móðurmálið hreint og ósaurgað af út-
lendum ambögum og dönskuslett-
um. Einnig kent að lesa móðurmál-
ið, að skrifa læsilega hönd, og nokk-
uð í reikningi á flestum heimilum.
Af fornsögunum kynnast unglingarn-
ir nokkuð sögu þjóðarinnar, landa-
skipun, tímatali o. fl. Af blöðum,
tímaritum, fræðibókum og með til-
sögn þeirra sem eldri eru komast
greindir unglingar einatt furðu-langt
í ýmsum fræðigreinum.
Trúfræðiskenslan og siðfræðis mun
að kjarnanum jafnast á við skólakensl-
una.
Höfuðkostur heimilisfræðslunnar er
þetta:
Börnin lcera bóknám og vinnu sam-
tímis.
Hvorttveggja temst og fullkomnast
í einu, sálargáfurnar og iíkamsþróttur
urinn. Börnin læra að hjálpa sér
sjálf, bæði við bækurnar og vinnuna,
en varpa ekki allri áhyggjunni á aðra.
Þau læra yfir höfuð að vera ötulir
menn og þarfir þjóðfélaginu. — Hitt
er þeim ekki kent par, að verða ósjálf-
bjarga sníkjudýr á þjóðiíkamanum, eðia
lifa á þvi að bíta til blóðs þjóðina sína.
Sjaldgæft mun það, að börnin séu
ofþreytt við neina námsgrein eða bók
á heimilum, nema spurningakverið.
Þau grípa í námið eins og til hvild-
ar eða tilbreytingar milli gegninga o.
s. frv. Mörg þeirra vilja halda þess-
um vana áfram, og læra þá sjálf og
lesa ýmislegt, þó að hætt sé að segja
þeim til. Læra eftir föngum, t. d.
fagurletran, stafsetning, reikning, nátt-
úrufræði, landafræði, mannkynssögu
og tungumál. Þess eru mörg dæmi,
að gáfaðir unglingar í sveitum hafa
orðið furðuvel að sér i nokkrum náms-
greinum, án sérstaks kostnaðar eða
kenslu, að eins með hjálp bókanna,
er þeir hafa náð til. Meðan hafa
æskumenn þessir unnið fyrir sér og
einnig fyrir kaupi vanalega. Þó hafa
þeir stundum komist lengra — skilið
betur og munað lengur — en sumir,
er setið hafa i skólum árum saman,
og litið hafa gert annað en eyða þús-
undum króna.
Er heimilisfræðslan þá engis virði?
Er það engisvert, að fá öruggan
fræðslugrundvöli og notasælt nám,
án nokkurs almenns kostnaðar?
Sé heimilunum trúandi fyrir barna-
fræðslunni til 10 ára aldurs, þvi þá
ekki lengur?
Mér sýnist ekki líklegt að foreldrarn-
ir sjálfir eða nánustu vandamenn þeirra
leggi minni alúð við að kenna börn-
unum það, sem horfir til manndygða
og nytsömustu framfara, en vanda-
lausir menn, sem takast þetta á hend-
ur. — Sumir ef til vill þvert um geð,
og helzt í þeim tilgangi, að afla sér
peninga.
Eftir þvi sem alþýðan mentast
smitt og smátt, eftir þvi ættu heim-
ilin að verða færari um að kenna
undirstöðuatriði alþýðufræðslunnar.
Þó mannfæð og erfiðleikar geri
kensluna örðuga á mörgum heimilum,
þá er vafalaust, að flestir heimilisfeð-
ur vildu heldur reyna að fullnægja
kröfum, er þeim væru settar um
kenslu barnanna á heimilum, þótt nokk-
uð strangar væru, heldur en hitt, að
við þá sé bætt jafnmiklum örðugleik-
um — með þvi að taka börnin þeg-
ar er þau geta hjálpað til við heimil-
isannirnar — og verða svo að rýja
sig inn að skyrtunni í ofanálag. taka
beztu bitana frá munninum og —
fara á sveitina.
Árangurinn af kenslu ungra barna
í skólum sýnist mér svo lítill, að
ekki svari nærri kostnaðinum. Tel
eg þá mjög óráðlegt að taka börnin
aí heimilunum til sveita, fyr en þau
eru 12 ára, nema í stöku kringum-
stæðum að eins. Væri og nóg að
krefjast hins sama af börnum 12 ára,
sem nú er af þeim krafist 10 ára í
fræðslulögunum.
Ef öll heimili, sem gætu, önnuðust
fræðslu barna sinna til lykta, þá yrði
hægara að halda farskóla og viðun-
andi húsrúm fyrir fá börn á helztu
heimilum sveitanna.
Hjálp við heiniilisf ræðsluiin.
Þó eg telji heimilisfræðsluna betri
að mörgu leyti en skólafræðsluna, og
öllu leyti miklu ódýrari fyrir heimil-
isfeður, sveitarsjóði og landssjóð, þá
er hún alls ekki einhlit, nema með
góðri hjálp og eftirliti.
Fyrsta hjálpin þarf að vera kenslu-
bækur í öllum námsgreinum, mjög
auðveldar og ódýrar. Svo er og, að
slíkum bókum fjölgar nú óðum, og
gerast líka auðveldari en áður.
Vér eigum nú orðið góð stafrófs-
kver, og erum að eignast góða les-
bók, að eg vona, þótt eigi liki mér
1. bindið alls kostar vel. Fyrsta byr-
junin verður að vera hin bainalegasta
í öllum greinum, og hana á að miða
við það, sem börnin sjá og skilja, t.d.
landafræðin byrja á sveitinni og sjón-
deildarhringnum, dýrafræðin á búpen-
ingnum, grasafræðin á sóleygjum og
fíflum i varpanum, líffærafræði og
heilsufræði á blóðdropanum, sem sést,
eða bitanum, sem látinn erímunninn;
sagan á afa eða langafa, sem átti
margar skepnur og undi vel á óðals-
jörð sinni o. s. frv.
Forskriftarbækur J. Þ. og M. H.
eru ágætar, þvi börnum er auðvelt
að byrja að skrifa í þær svo að kalla
án tilsagnar eða tafa hinna eldri.
Reikningsbók mun vanta nógu ein-
falda, með dæmum af því, er börnin
sjá daglega, og svörum. Kristindóms-
fræðsluna mundi hyggilegra að byrja
með frásögn um elsku og almætti
föðurins, bróðurkærleik og bænrækni
sonarins, heldur en á ströngum skip-
unum (boðorð), játun þess er þau finna
enn lítið eða skilja (trúarjátning), og
hjálparráð, er börnin skilja enga vit-
und í (sakramenti).
Enga bók þekki eg þannig lagaða,
og virðist mér þó æðimikil þörf á
henni, á undan spurningakverinu.
Kver H. H. er víst tæplega ætlandi
yngri börnum alment en 12 ára.
Nákvæmar útlistanir og vísindaleg rök
eru ekki við hæfi ungra barna, sizt
í þeim atriðum, sem eru ofvaxin full-
þroskuðum skilningi.
Auðveldara mun öllum börnum að
læra ljóða-kver V. Br. Auk þess tel
eg það kost á því, að dregið er þar
nokkuð úr hinu hryllilegasta og dul-
arfylsta. — MikiII kostur er það líka
á Klavenesskverinu, hve lítið þarf að
læra og kunna utan bókar, en það
útheimtir aftur sérstaklega mikla út-
skýring og kynni af biblíunni.
Ohæfilegt er að fara lengur með
kristindóminn eða trúfræðiskensluna