Ísafold - 03.03.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.03.1909, Blaðsíða 1
Kemur ýmist eina ainni e?>a tvisvar í vikn. Yerð Arg. (80 arkir minst,) 4 kr., er- lendia 6 kr. eða 1 '/* dollarj borgiat fyrir miðjan júli (erlendia íyrir fram). 1SAF0LD UppBðgn (akrifleg) hnndin við &ramót. er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kanpandi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla: Anstnrstrœti 8. XXXVI. árg. Reykjavík midvikudaginn 3. marz 1909. 14. tölublað I. O. O. F. 8921287,._____________________ Angnlækning ók. 1. og B. þrd. kl. 2—3 í spítal Forngripasafn opib A mvd. og ld. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2J/« og K. F. D. M. LeBtrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 sibd. Alm. fnndir fsd. og sd. 8 V* siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgidögum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10ll*—12 og 4—5. Landsbankinn 10ll*—ill*. F-akastjóm við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og i -d. Landsskjalasafnid á þia., fmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrngripasaio (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*— 2*/s. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14. l.ogð.md. 11- Iðnaðarmenn 7 Munið eftir aö ganga i Sjúkrasjóð iönaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bóknlöönstig 10. Konungs- orðsending. Utanför þingforsetanna. Ráðgjafinn fekk sunnudagskveld 28 f. mán. eftirfarandi hraðskeyti frá Hans Hátign konunginum, og tilkynti það samstundis forseta sameinaðs þings (B. J.): Dimissionen mod- taget med stor Bekla- gelse. Beder Dem fun- gere til Efterfolger ud- nævnt, og bedes Althin- gets Præsidenter, d’Her- rer Redaktor Björn Jóns- son, Justitiarius Kristján Jónsson og Redaktor Hannes Thorsteinsson snarest komme herned for at forhandle med mig om Situationen. Frederik R. Þetta er á íslenzku: Lausnarbeiðnin veitt, pótt mér falli pað illa. Bið yður gegna embattinu par til er eýtirmaður er skipaður; og eru jorsetar alpingis, peir herrar Björn ritstjóri Jónsson, Kristján háyjirdómari Jónsson og Hannes ritstjóri Þorsteins- son beðnir að koma hingað sem fyrst og rceða við mig utn ástandið. För þessa munu forsetarnir ekki undir höfuð leggjast. En ferð fellur engin fyr en 20. þ. mán., og stendur til að þá fari þeir, eða þá 21. á e/s Sterling, sem fer beina leið til Khafnar, og er því fyr þangað komin en Laura, þótt degi fyr leggi á stað héðan. Héð- an fór að vísu í d.ig aukaskip, Vendsyssel, frá Samein. félaginu, til Leith; en enginn tímasparnaður hefði verið að fara þá, heldur þvert á móti, þótt þess hefði verið kostur fyrir tíma- naumleika sakir, með því að lítil eða engin von var um að komast fljótara heim aftur fyrir það, — langtum of hæpið að ætla sér að ná í e/s Ceres 12. þ.m., — og htfði þá farið til ferð- arinnar alls um 6 vikur, í stað þess að komast má af með 3 með hinu laginu, með því Sterling leggur á stað hingað aftur 2. apríl og er hér kominn io.—11. s. mán. Tvent þykir vera til um það, hvað átt er við með viðtalinu um ástandið (Situationen). Sumir lita svo á, að þar sé eingöngu átt við, hver eigi að taka við af Hann- esi Hafstein. Aðrir telja pað naumast geta á svo miklu staðið í augum konungs né annarra, að þurfa þætti að kveðja al- þingi á konungs fund, — það er gert óbeinlínis með því að tilnefna til þess Jorseta þingsins, einmitt þá og ekki aðra. Þeim mönnum þykir því miklu líklegra, ef ekki vafalaust, að hér sé átt við viðræðu um þ a ð ástand, sem sambandsmálshorfurnar eru nú kotnn- ar i, er svo fór, að stjórnarandstæð- ingar reyndust allir (24) sammála og samtaka, er þeir komu á þing, sammála u.n að uppkastið sé óhafandi, og sam- taka um, að láta þá skoðun sína geta af sér vantraustsyfirlýsing til ráðgjafans, samþykta i einu hljóði, auk annarra saka, er meiri hlutinn taldi sig eiga á hendur honum. Þetta hefir komið konungi og öðrum þar syðra mjög á óvart, með því að þar hafði verið borin sagan öll á aðra leið — gefið í skyn, að satneiginleg mótspyrna mundi líti! vera eða engin meðal meiri hlutans gegn sambandsfrumvarpinu, heldur væri flokkurinn þríklofinn o. s. frv. Þetta hefir komið m j ö g flatt upp á alla þar suður við Eyrarsund, og , , * þvt vertð tekið það ráð, sem nú segir og þessi konungs orðsending með sér ber, og hefir hián að öllum líkindum verið rædd og ályktuð í ríkisráði á laugardaginn 27. f. mán. En hvort sem heldur er af þessu tvennu, er nú var á vikið, eða þótt svo væri, að það hefði verið haft hvort- tveggja í huga, þá mun enginn sann- gjarn rnaður og óhlutdrægur geta ann- að sagt en að þetta sé vel og vitur- lega ráðið af konungi. Hann skortir nægan kunnugleika á því, hvað hér hefir gerst og er að gerast, og er því í nokkurum vanda staddur. Fyrir því óskar hann viðtals við sjálft þingið, alþingi, fyrir munn forseta þess. Bet- ur verður ekki séð að hann hafi átt hægt með að ráða fram úr þessu. En tvær eru þó hliðar á þessu máli. Hin er sú, að slík kvaðning þing- manna utan á miðjutn þingtíma get- ur orðið því að miklu óliði á ýmsa lund, dregið stórbagalega úr vinnu- þrótt þess og meira að segja valdið því, að réttmætur meiá hluti þess, — til þess sendur á þing af kjósendum landsins, að neyta þingvalds sins til þess að koma fram sínum vilja, en ekki minni hlutans, sem berst undir öðru merki, — hann getur orðið fyr- ir bragðið að minni hluta og þar með þess ómáttugur, að gegna skyldu sinni við kjósendur. Ekki þarf annað en að hugsa sér, að meiri hlutinn hefði verið á þessu þingi 22 og minni hlutinn 18. Nú eru kvaddir utan 3 af þessum 22, og séu þeirra meðal deildarforsetarnir báðir, eins og nú hefir verið gert. Frá þinginu og atkvæðagreiðslu miss- ast þá ekki að eins þessi 3, heldur 2 að auki, þ. e. 2 varaforsetar, sinn úr hvorri deild. Séu. nú þessir 5 allir úr sama flokki, meiri hlutanum, er hanVi genginn saman úr 22 niður í 17, og afl atkvæða orðið hinna meg- inn, þessara 18. En nú er ekki við það bundið, að taka 3 menn eina af þingi og láta þá fara í annað land, heldur geta þeir eins vel verið 5 eða 7, og þar við bæzt það, að enn væri 2 orðnir reyrð- ir niður í forsetastól sem varaforsetar og sviftir atkvæðisrétti með þeim hætti. Með því lagi mætti breyta miklum meiri hluta i minni hluta. Og það liggur í augum uppi, að þann leik mundi óhlutvandur ráðgjafi ekki horfa í að leika, þ. e. ráða þjóðhöfðingja sínum til að leika hann, ef hann sæi sig geta komist þann veg í meiri hluta á þingi og þar með haldið völdum. Það liggur hverjum manni í aug- um uppi, hver háski þar með gæti búinn verið réttmætu og vel undir komnu þingræði. Hér er e k k i verið að gefa í skyn, að neitt þess kyns leynist bak við þessa utankvaðning 3 þingmanna, for- seta þingsins, neldur verið að eins að benda á, hvað gera m æ 11 i með slíku tiltæki, ef svo bæri undir. Enginn lifandi maður fer að væna hans hátign konung vorn, sem nú er, slikra launráða til höfuðs meira hluta þeim, sem nú ræður gerðum alþingis. Engum lifandi manni kemur í hug, að houum gangi annað en gott til, — að hann hafi nema hreinar og göfugar hvatir, svo góðvildarmikill sem hann er í vorn garð. Vér tökum þau orð upp aftur, að hér hefir hann vafalaust ráðið vel og viturlega, er hann réð af að kveðja forseta þingsins á sinn fund. En hitt þarf öllum að skiljast alt um það, — skiljast það, að þetta gæti orðið hættulegt fordæmi, og mjög fjarri því, að vera svo meinlaust, sem marg- ur mundi hyggja í fljótu bragði. En svo óhætt sem er því að treysta, að hér búi ekkert óheilt undir, þá er alt um það hið eina rétta og sjálf- sagða, að þingfundum sé frest- að meðanáutanför forset- anna stendur. Þingvaldi meiri hlntans má ekki tefla i neina tvísýnu. Það væri að svíkja kjósendur hans, bregðast því umboði, er þeim hefir verið i hendur fengið. Það segir sig sjálft, að þetta eykur alþingiskostnaðinn í þetta sinn um lík- lega 4—5 þús. kr.; meira verður það ekki. En í það er alls ekki horfandi, móts við það, sem getur verið í húfi, ef hætt er sér út á þá hála braut, sem slíkar utankvaðningar geta Ieitt út á. Enda má vel vinna þann nalla upp með þeim hætti t. d., að prenta ekki umræður þingsins í þetta sinn eða hætta alveg við prentun þeirra. Og hverjum er að kenna slikur aukakostnaður? Hverjum nema hinum fráfarandi ráðgjafa, drættinum hans að fara frá völdutn fram á þingtíma, eins og var margtekið fram og útlistað hér í blaðinu í haust. Þarna er komin fram ein afleiðing- in, og hún þó nokkuð dýr. Það þarf að fresta þingfundum seg- jum hálfan mánuð, frá 21. marz fram í páskaviku; hún bætir við þvi sem á vantar í 3 vikurnar til utanfararinnar. Þá er öllu borgið. Adflutningsbann. Frumvarp um það, um aðflutnings- bann gegn áfengum drykkjum, báru þeir upp í neðri deild 27. f. mán., Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Sig. Gunnarsson og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi. Frv. er að miklu leyti samhljóði að efni til þvi sem borið var upp á þingi 1905, en látið daga þar uppi. Þó nokkuð ítarlegra og strangara. Það er í 22 greinum. Að umræðum loknum þá, miklum og allfjörugum, var samþykt nefnd í málið með flestöllum atkv. Þessir voru kosnir i nefndina: Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Jón frá Múla, Jón frá Hvanná, Jón Þorkelsson, Sig. Gunnarsson og Stef- án frá Fagraskógi. Björn Jónsson er formaður í nefnd- inni, og Sig. Gunnarsson skrifari. Aðflutningsbannið Raða aðalflutningsmanns pess Björns Jónssonar ritstjóra í neðri deild 27. J. m. Ræðnrnar voru raunar tvær, fyrst stutt inngangsræða (I), um leið og mál- ið var borið upp í deildinni; og svar- aði ráðgjafi henni í löngu máli. Þar næst tóku ymsir til máls, með og móti, og stóðu umræðurnar hátt upp i 3 stundir. Síðastur talaði flutnings- maður (B. J.) annað sinn (II). Eftir það var kosin 7 manna nefnd í málið og 1. umr. frestað. I. Ræðum. (B. J.) kvað sér vera fagn- aðarefni, að eiga kost á að flytja þetta mál á þingi: Iagafrumvarp um bann gegn aðflutningi áfengra drykkja, — um að losa land og lýð við mein- semd þá, er ekki ómerkari maður en W. E. Gladstone hefði kallað meira heimsböl en allar styrjaldir og allar drepsóttir, er yfir mannkynið hefði gengið. Mál þetta hefði nú verið betur og rækilegar undirbúið en nokkur lög önnur hér á landi, með því að kjós- endur landsins hefðu, samkvæmt álykt- un alþingis 1903, verið látnir greiða beint atkvæði um það, í síðustu al- þingiskósningum, 10. sept. 1908, og með því orðið þá nær 4900, en nær 3250 móti. Að réttu lagi hefði átt að bera slíkt mál undir landslýð allan, konur sem karla, unga og gamla. En það hefði þess í stað verið borið að eins undir nokkurt brot af karlmannalýðnum, þrítuga menn og þaðan af eldri, og þá eina þar á meðal, er hefði kosningar- rétt til alþingis; og hefði það brot orðið að miklum meiri hluta til m e ð aðflutningsbanninu. Hvað mundi hafa orðið, ef kvenþjóðiti öll og nokkurn veginn fulltíða unglingar hefði fengið að eiga þátt í þeirri atkvæðagreiðslu ? Nýmæli þetta, yfirleitt samhljóða frumvarpi á þingi 1905, en þó vand- legar frá því gengið nokkuð, með meiri strangleik o. s. frv., væri ekki annað en sóttvarnarlög gegn hinu mannskæðasta ólyfjani, er jafnrétt- mætí væri að vernda þjóðfélagið fyr- ir eins og næmum sóttum. Þetta land stæði betur að vígi að verjast því en flest lönd önnur í heimi, vegna þess, að það er svo af- skekt og sævi girt alt umhverfis. Margfalt örðugra þar sem land liggur inni krept milli annarra landa og sam. fast við þau á alla vegu. Hann bjóst við, að aðalmótbáran gegn málinu mundi verða sú á þessu þingi, en landssjóður stæðist ekki tekjumissi þann, er fylgdi aðflutnings- banni á jafntekjudrjúgri vöru. Flutningsmenn hefðu nú gert það af ásettu ráði, að ætlast til, að hin fyrirhuguðu lög gengi ekki i gildi fyr en með nýári 1912, til þess að hafa fyrir sér nægan tíma til að und- irbúa ný lög um að fylla tekjuskarðið; og kvaðst hann hafa hugsað sér þá aðferð til þess, er gerði umskiftin þau mjög léttbær og hagfeld, þótt ekki hirti hann um að gera grein fyrir henni að þessu sinni. Það væri haft eftir Gladstone, hinum mesta fjármálastjórnskörungi á öldinni sem leið, að það væri vandalítið að sjá borgið fjármálum þjóðar, sem neytti ekki áfengis. II. Eg get ekki annað sagt, en að mér hafi þótt vænt að heyra röksemdir hæstv. ráðgjafa í þessu máli, — þótt það mjög vænt. Þvi að hann hygg eg að muni vera hinn langsnjallasti og rökfimasti mál- svari Bakkusar á þessu þingi og á þessu landi. Eg hygg að í hans ræðu hafi verið tjaldað því sem til er af vörn í þvi máli; hann sé sjálfkjörinn fulltrúi þess málstaðar. Því var það, er mér þótti vænt að heyra röksemdir hans. Mér þótti vænt að sjá, hve margar af þeim grýlum, er upp hafa verið vaktar f móti aðflutningsbanns-hugsjóninni, hve margar af þeim eru steindauðar. Eg geng að því svo sem sjálfsögðu, að þær séu komnar undir græna torfu, úr því að hann hreyfði ekki við þeim. Eg minnist þess, að um þetta mál hefir ekki verið rætt svo hér áður á þingi, að ekki væri bannlög á vín- flutningi talið óbærilegt haft á per- sónulegu frelsi manna Þá grýlu mintist ekki hæstv. ráðgjafi á einu orði. Hann veit að sjálfsögðu, að líf í lög- bundnu mannfélagi dregur þá mörgu dilka á eftir sér, er grunnhygnir menn, sérgóðir og ófélagslyndir kalla margir höft á frelsi sínu. Enn ineira gladdi það mig, að hon- um þótti það engin röksemd í mál- inu, að landssjóður biði tjón af því, ef bannlög kæmust á. Enda ætti hver maður að sjá, að hér er of fjár fleygt í sjóinn. Hvað kemur þess í stað? Ekki neitt? Jú, það er of gálauslega til orða tekið. Vér fáum í stað þess ólyfjan, eitur, siðspilling, heimilis- bölvun, þjóðfélagsmein. Hans aðalröksemd, ráðgjafans, var — Spánarmarkaðurinn I Eg ætla að svara smá-atriðunum fyrst, og koma síðast að þessari megin- stoð hans málstaðar. Hann kvað svo að orði, að vér færum að gera oss sjálfir að Eski- móum, ef vér færum að votta það fyrir öllum heimi, að hér væri þeir vesalingar, er ekki gætu stjórnað þess- ari fýsn sinni, áfengis-ilönguninni, nema með svo ströngu banni. Eg verð að leyfa mér að segja, að eg ætla að þjóð vorri sé ekki sérlega mikil læging gerð, þó að hún komist í þ e i r r a Eskimóa tölu. Eg veit ekki betur en að allar þjóðir um norðan- verða álfuna og víðar þó miklu (í N.- Ameriku t. d.) vildu fegnar gera sig að s 1 í k u m Eskimóum, ef þeir sæi nokkur tök á því, sjálfsagt 9/10 af hverri þjóð. Hverir eru þeir, sem berjast gegn því? Ekki drykkjumenn. Þeir vildu fegnir losna við það böl mjög margir hverir, ef þeir gætu; þeir finna þörfina á því manna bezt. Ekki hófsmenn heldur nærri því allir. Að minsta kosti þeir engir h y g n i r hófsmenn. Þ e i r hugsa á þá lund, að sá tollur, er þeir eigi litla sök á að sé til, hann komi raunar jafnt niður á saklausa og seka, á alt þjóðfélagið, geri allar álögur á almenningi þyngri en ella, þegar öllu er á botninn hvolft, með því að þyngslin af þeim mönn- um, er sig gera ófæra af áfengisnautn, komi ekki hvað sízt niður einmitt á þeim, hófsmönnunum, reglumönnun- um, og sé meira en tilvinnandi að neita sér um þann lítilvæga munað til þess að komast undan þeim álögum. Nei, mótspyrnan er veitt af hendi auðvaldsins, ölgerðarmann- anna, eigenda áfengistofn- ananna. Þeir eru aðal-þröskuld- urinn erlendis. Nú er engri slíkri mótspyrnu til að dreifa hér á landi. Slíkir menn eru hér engir til. Atvinna þeirra er landræk gerð hér fyrir löngu (1901). Það eru þessir menn, sem látnir eru ráða í öðrum löndum. Tökum t. d. England. Þar mun ekki vera ofmælt, að 9/10 þjóðarinnar vilji af- nema áfengisnautn i landinu. En x/10 er látinn ráða. Og fyrir hvað er það ? Mest fyrir þá sök, að þeir búa undir því böli, að hafa tvískift þing, þessu, er hér var rætt um lítils háttar á dögunum og eg vona um, að eigi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.