Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.04.1909, Blaðsíða 1
Kemui út ýmist einu sinni eöa tyiavar i viku. VerS árg. (80 arkir minst) i kr., er- lendis 6 kr. eDa 1 ‘/« dollar; borgist fyrir mibjan júl (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsðgn (skrifleg) bundin rib dramót, er ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus við blabib, Afgreibsla: A usturstræti 8. XXXVI. árg. Beykjavik fimtudaginn 15. apríl 1909. 21. tðlublað I. O. O. F. 894i68y2._____________________ Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spital Forngripasafn opió á mvd. og ld. 11—12. íslandsbanki opinn 10—2 */* og 61/*—7. K. F. D. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siód. Alm. fnndir fsd. og sd. 8 V* si6d. Landakotskirkja. Guösþj.Ö1/* og 8 A helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6 Landsbankinn 10lí%—21/*. J^akastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og i -6. Landsskjalasafnið A þi^i., fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, NAttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) A sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók.i Fósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- Iðnaðarmenn I Muniö eftir að ganga i Sjúkrasjóö iönaóarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e, m. — Bókhlöðustig 10. Kveðjuávarp konungs til hins nýja íslandsráðgjafa (B.J) á fyrsta ríkisráOsfundi hans 1. april 1909 Aður en umraður hejjast l dag í ríkisrdðinu, finst Mér Eg purja að biðja islenzka ráðgjaja Vorn hinn nýja að vera hjartanlega velkominn. Að vísu haja oldurnar risið Jidtt d Islandi við alpingiskosningarnar, og pd komið um- mæli Jram, sem kunna að haja verið misskilin Jrd ýmsum hliðum. F.n pað er sannjcering Mín, sú er viðtal Mitt við yðar hágöfgi hefir staðjest, að öld- urnar muni lœgja og misskilningur- mn hjaðna, sem upp Jiefir risið, svo að pað muni verða athugað með meiri gætni, hvernig sambandinu verði ntí sem bezt komið i pað horf, er bless- unarríkast verði Islandi og Danmörku. Til pess er eg jafnframt viss um, að yðar hágöfgi muni vilja gera alt sem yður er unt. Með peim orðum bið Eg yður vera hjartanlega velJcominn í rikis- ráð Mitt. Ræðustúf þennan flutti Hans Hátign í viðurvist ráðgjafanna allra (10) og konungsefnis um leið og hann setti ríkisráðsfundinn, lfkt og siður mun vera jafnan, er nýr maður eða nýir menn bætast í ríkisráðið, og hlýddu ráðgjafar máli hans Htandandi, en sá þakkaði allra lotningarfylst, er ávarp- aður var. f>á var sezt á ráðstefnu, undir stjórn konungs, er til tók dagskrá málanna, þeirra er hann lét upp borin, en þau voru allmörg, flest döDsk lög nýsam- þykt á rfkisþingi, þar með fjárlögin dönsku frá J/é 1909—1n/g 1910, og flutti hver ráðgjafi þau mál, er hann hafði til meðferðar. Innan um dönsku mál- in bar íslandsráðgjafí, eftir dagskrár- fyrirmælum konungs, upp þau 2 mál fslenzk, er að hans embætti lutu, en það var staðfesting tollhækkunarlag- anna nýju og konungsúrskurður um lenging þingtímans alt að 4 vikum. Framanskráður ræðustúfur var bók- aður í rfkisráðsfundarbókina og eftirrit af ræðunni látið í té ráðgjafanum ís- lenzka til birtingar á fslenzku, með sérstaklegu leyfi konungs. Hornafjarðarverzlun, eign Thor E. Tulinius’, hefir ný- keypt Þórhallur Daníelsson faktor fyrir henni. Utanför alþingisforsetanna. Ferðasaga. Sjójerðin. Við höfum frétt, síðan heim kom, að vikuna, sem við vor- um á leiðinni til Hafnar, hafi Reyk- víkingar verið alt af að dást að veður- blíðunni, dag eftir dag — ávarpa hver annan, er þeir hittust, með þeim orð- um, að gott fengi forsetarnir veðrið, ja, því lík blessuð blíða! Við fengnm hægt veður út fyrir Garðskaga, en úr því stórviðri austan- landsunnan, því nær beint um hnýfil, og stóð það tvo daga. Þá hægði nokkuð, en hélzt þó við áttina eða því sem næst, aldrei öðru vísi en á móti. Og þegar kom undir Lfðandis- nes, gerði á okkur kafaldsbyl, á aust- an, og hélzt langt suður i Jótlands- haf. Þá setti einn okkar upp græn- lénzk selskinnsstígvél eða selskinns- sokka, réttara sagt, með sólum undir, tilbúin þó suður í Danmörku, að mér er nær að halda, að minsta kosti fengin að láni hjá dönskum kunningja hans, en sá hafði hlotið þau að brúðargjöf, er hann ætlaði til íslands, norður á eyðihjarnið það úr sólsælum Sjólundi. Skinnsokkar þeir hinir loðnu voru mesta þing að vaða i snjókrapið á þiljum uppi, einkar hlýir og voðfeldir. Við sögðum svo kunningjum okk- ar í Khöfn, að við værum komnir sunnan frá íslandi norður á snævi þakta og hjarni drifna mörkina þar (Danmörk). Þar, í okkar landi, hefði verið á þorranum einu sinni til dæmis að taka io (tíu) stiga hiti á Seyðisfirði sama dag sem var 14 st. frost í Ham- borg og 12 í París. Hitamunurinn með öðrum orðum 22—24 stig. Þeir gláptu á okkur eins og tröll á heið- ríkju. Sumir héldu að við værum að ljúga að ganmi okkar. Fyrir öðrum, þeim er betur voru að sér, rofaði eitt- hvað inst og aftast í þeirra virðulega heilabúi um, að til væri eitthvað ein- hverstaðar »þar uppi«, sem héti Golf* straumur. Föstudagskvöld hafði stýrimaður spáð Sterling í Khöfn. Það hefði verið á 6. sóiarhring vatt hálfnuðum frá því er við lögðum á stað frá Reykja- vík. Skipstjóri (Em. Nielsen) lagði þar fátt til að visu, en drjúgur var hann sýnilega undir niðri, og heldur íbygginn. Enda ekki vanur að tala margt og sízt af sér. Við urðum sólarhring seinni en það, stigum á land í Khöfn um háttatíma laugardags- kveldið (2,. marz). Og sagði skip- stjóri svo, að þetta væri einhver hin versta ferð, er hann hefði farið milli landa, íslands og Danmerkur, en á því ferðalagi hefir hann verið 16 ár samfleytt. Viðtökurnar Margt var mannaáToll- í Khöjn. búðarbryggjunefinu að taka á móti okkur, vinir og vandamenn, — við áttum og eig- um auk annars allir börn eða fóstur- börn þar í Höfn, — og þar næst nokkur hópur alþjóðagesta, er nefndir eru jafnaðarlega blaðasnatar og safnast eins og hrafnar i hestskrokk þangað sem er ætis von, þ. e. eitthvað á ferð- um, sem þykir tíðindum sæta eða þeir vita að lesendum þeirra muni vera forvitni að heyra frá sagt. En um fyrirhugaða för vora á konungs fund hafði verið allmikið ritað og rætt með Dönum undanfaraar vikur, og það fæst .gott. Margt manna þar i landi var þess fulltrúa, að hér lægi beint við uppreist og væri varlega ann- að aðhafst í ræðu eða rili en að níða og smána Dani á alla lund. En fremstur í flokki allra þeirra, er það gerðu að iðju, væri þessi sem þeir nefndu þá þegar ráð- gjafaefni (B. J.). Hann væri höfuð- paurinn og var af honum gerð ófög- ur lýsing í flestum dönskum blöðum. En það er eins og blaðamönnum þeim, er ruddust út í Sterling óðara en bryggju var á land skotið, hafi orðið furðubilt, er þeir litu ófreskju þá augliti til auglitis. Að minsta kosti getur hann (B. J.) ekki gert sér aðra grein fyrir því en eigna það einhvers konar óskiljanlegu viðbrigðafáti, er blaða- menn þessir sögðu svo frá á prenli morguninn eftir, að ráðgjafaefnið is- lenzka væri ekki einungis mikið við- feldinn maður og einkar-vingjarnlegur og kurteis í viðbót, heldur maður fríður sýnum! En það minnist hann ekki hafa heyrt um sig mæit fyr á æfinni, og kominn þó nokkuð á sjö- tugs aldur. Þeir fréttu okkur um margt, blaða- mennirnir, eða reyndu það. En við svöruðum allir á eiua lund, að á stjórn- mál vor mintumst vér ekki við nokkurn mann fyr en haft hefðum tal af konungi, er okkur hefði kvadda látið beint á sinn fund til skrafs og ráðagerða um þau mál. Ekki komst þó ráðgjafaefnið svo nefnt alveg und- an þeim, þótt lítið græddu þeir á því tali. Þeir höfðu sagt svo áður við vini okkar og vandamenn þar niður við skipið, að hann (B. J.) gæti með engu móti látið það um mig spyrjast, svo gamall blaðamaður sem eg væri, að virða þá ekki viðtals, stéttarbræður sina. En kurteisir voru þeir einstak- lega og gerðu þá þegar það gagn í blöðum sínum, að almenningur tók til að líta á oss öðrum augum en verið hafði. A konungs Með því að sunnu- Jund. dagur var að morgni, bjuggumst við alls ekki við að ná konungsfundi fyr en á mánudag i fyrsta lagi. Þann dag, mánud. í hverri viku, veitir konung- ur almenningi viðtal í höll sinni, og fer til þess all-langur tími. En um miðjan dag á sunnudaginn fáum vér þau orð frá konungi, að hann óski vtðtals við okkur þá samdægurs stundu fyrir nón. Þá var ekki nema einn okkar heima þar sem við gistum (Hotel Kongen af Danmark); í annan náðist í talsíma, lengst út í bæ; en hinn þriðji var ófinnanlegur. Úr þeim vanda var þann veg leyst við hirðina, að vér skyldum reyna að koma kl. 4x/2. Það tókst, nauðulega þó, með þvi að við vorum ekki allir vel við- búnir að klæðaburði; höfðum enga rúmhelga stund í borginni dvalið ut- an blánóttina. Þess þarf ekki að geta við þá er til konungs vors þekkja, að hann tók okkur með hinni mestu ljúfmensku og kurteisi. Hann þakkaði okkur fyrir, að vér hefðum orðið við til- mælunum um að koma á hans fund, og ekki lagst þá löngu ferð undir höfuð, á harðviðrasamasta tima árs og svo örðug sem hann hefði frétt að hún hefði orðið okkur. Hann lýsti þessu næst ótakmörkuðu trausti sinu á trúlyndi þeirra, bað þá muna eftir nú, er umræður tækist um vanda þann og örðugleika, er hér væri um að eiga, hve torleyst væri þar úr mál- um, og visaði þeim i bráð til yfir- ráðgjafa síns til skrafs og ráðagerðar. Að fullræddu máli á þeirri ráðstefnu vildi hans hátign gjarna hafa tal af þeim félögum aftur. Loks óskaði hans hátign góðs árangurs af för þeirra. Samtal við yfir- Það fór fram þriðju- rdðgjajann. daginn eftir, 30. marz, i embættishúsnæði flotamálaráðgjafans; — yfirráðgjafinn, N. Neergaard, er bæði flotamála ráð- gjafi og hermála —, og stóð i1/^ stund. Um þá ráðstefnu og árangur af henni sömdu þeir sjálfir allir 4 i sam- einingu svofelda skýrslu og létu birta almenningi, til þess að verjast öllum blaðamissögnum: — Eftir að alþingisforsetarnir þrír höfðu lýst fyrst stuttlega kröfum sín- um, þ. e. kröfum meiri-hluta alþingis, þeim er meginatriðið í er konungs- samband við Danmörku, og yfirráð- gjafinn hafði svarað þeim því, að slíka tilhögun yrði stjórnin að telja ófáanlega með öllu, þá var tekið til nánari íhugunar um einstök fyrirmæli nefndarfrumvarpsins (Upp- kastsins). Þar báru stjórnmálamenn- irnir íslenzku fram tormerki þau er þeir töldu á þeim, svo framt að hugs- að væri til að öðru leyti frekari samn- inga á þeim stofni, þ. e. innan endi- marka Uppkastsins. Það voru einkum sameiginlegu málin, þau er til eru tekin í Uppkastinu, sem ítarlega var um rætt, og forsetar vildu vera láta sem fæst og smæst. Þegar þá kom í Ijós, að mjög fór á tvenna leið um skoðanirnar, ekki að eins um undirstöðu-atriði frum- varpsins, heldur að Danir héldi sér ekki fært að ganga að neinum eftiis- breytingum í texta Uppkastsins, með því að því var eindregið haldið fram, að danskur meiri-hluti nefndarinnar hefði farið svo langt, sem unt var með nokkru móti, þá varð niðurstaðan sú, að sem stæði væri engar horfur á viðunanlegum framgangi þessa máls. Hins vegar lýstu bæði alþingisfor- setar og yfirráðgjafi beztu vonum sín- um á því, að með tímanum tækist að finna ráð til að samrýma skoðanirnar þann veg með tilhliðrun af beggja hálfu, að hagkvæmur árangur hlytist af samningunum, sá er trygt gæti og eflt gott samband milli landanna. / konungsboði. Þann dag hinn sama Ráðgjaja- sátum vér forsetar í skijtin. konungsboði i dýrleg- um fagnaði, sem lög gera ráð fyrir eða svo er kallað, og þarf sízt að draga úr ljúfmensku þeirri og alúð, er vér nutum af kon- ungs hendi og drotniugar og fólks hans alls. Þá er borð voru upp tekin, átti konungur allrækilegt viðtal við ráð- gjafaefnið (B. J.) og tjáði honum það skifti, að hann hefð ráðið með sér að fela honum embætti það, er H. Haf- stein hefði beðist lausnar frá, upp frá þeim mánaðamótum. Fór jafnframt um það mörgum fögrum orðum, að hann treysti hinum nýja ráðgjafa til alls hins bezta í þeirri stöðu. Embættisskipunarbréfið var skráð eða út gefið daginn eftir, 31. marz, og ritaði hinn nýi ráðgjafi undir það með konungi, en fráfarandi ráðgjafi (H. H.) hafði ritað sjálfur nafn sitt undir lausnina, er konungur setti sitt nafn undir samdægurs (31. marz). Rétt þar á undan höfðum vér verið allir þrír boðaðir á konungsfund og hjalaði hann þá við oss stundarkorn daginn og veginn því líkast sem ekk- ert væri erindið annað. / ríkisráði Daginn eftir, 1. apríl, m. m. þurfti að fá staðfesting á ýmsum lögum frá ríkis- þinginu, þar á meðal fjáriögum Dana, og var þá skotið á ríkisráðsfundi, þar sem þau voru upp borin til konungs- staðfestingar, svo og tvö mál íslenzk, þau er fyr um getur. Þess vegna sat íslandsráðgjafi þann ríkisráðsfund. Um kveldið var hann aftur í kon- ungsboði, ásamt hinum ráðgjöfunum öllum, hálfu fjölmennara en hið fyrra skifti. Brottbúnaður Fátt gerðist tiðinda i og heimjör. för vorri eftir þetta og kvöddum vér konung laugardaginn 3. þ. mán., en léttum akkerum á Sterling sunnudagsmorg- uninn eftir i fögru veðri, með allmörgu föruneyti á skipsf jöl er komtil að kveðja oss, þar á meðal Neergaard yfirráðgjafa. Sumt vina vorra og vandamanna fylgdi oss á leið til Helsingjaeyrar. Ferðin gekk hið greiðasta, með fögru veðri og blíðu yfirleitt, og komum vér við í Skotlandi. Margt var farþega, karla og kvenna, nær 30 í efra farrými, flestir íslenzkir, en nokkrir danskir, norskir eða enskir; og voru samvistir þær mikið ánægjulegar. Viðtalsgreinar Um þær mætti vel blaðamanna. rita allangan kapítula í ferðapistil þenna og hann allfróðlegan, fyrir það þó eigi sízt, hve þar kom fram íslenzkur drengskapur í sinni dýrlegri mynd, er »vinir« vorir í hinum herbúðunum hér létu síma sér mjög dyggilega og dreifðu frá sér af mikilli atorku úr lagi færðar fréttir af því, er dönsk blöð höfðu eftir hinum nýja ráðgjafa, ef verða mætti til að auka honum frægð og vinsældir á fósturjörð hans, meðan eigi fengi borið hönd fyrir höfuð sér. En því þykir eins vel hlýða að vinda fram af sér að þ e s s u sinni og láta duga hér að niðurlagi mótmæli þau gegn blaðaranghermi, er eg (B. J.) lét Ritzau birta frá mér morguninn sem eg lagði af stað frá Khöfn: Viðtalsjrétta í sumar hinna mörgu mótmœli. viðtalsfrétta, er hafðar hafa verið af mér með- an eg hefi staðið við hér í bænum, hefir slæðst inn, svo sem ekki er að furða, ýms ónákvæmni og misskiln- ingur. í dag hefir t. d. verið vakin athygli mín á viðtalsfréttum í Kriste- ligt Dagblad frá 1. april, þar sem mér er ætlað að hafa sagt: að það hafi eingöngu verið tilgangur flokks- blaða vorra í sumar að koma fyrv. ráðgjafa H. Hafstein frá völdum, a ð oss íslendinga skorti menningarþroska til að gerast lýðveldi; enn fremur (í öðrum viðtalsfréttum): að vér hefð- um að eins barist móti nefndar- frumvarpinu sakir ósamræmi textanna. Þessi ummæli get eg alls ekki kann- ast við. Um það, sem mér er enn fremur ætlað að hafa sagt, að líkt væri á komið um afstöðu Danmerkur við ísland eins og væri um herragarð og þurrabúð, þ. e. Danir herramenn, ís- lendingar þurrabúðarmenn, þá er þetta vitanlega risið upp af algerðum mis- skilningi, með því að eg hefi hagnýtt mér samlíking milli höfuðbóls (ekki herragarðs) og þurrabúðarheimilis ein- göngu til þess að tákna s t æ r ð a r- muninn á þjóðunum, enlagði jafnframt áherzlu á, að búðsetufólkið fyndi sig vera alveg jafn sjálfstætt og óháð sem fóikið á höfuðbólinu. Að lokum langar mig til — til þess að bægja frá misskilningi — að lýsa stefnuskrá minni í þessum fám orðum: Markið sem eg og fylgismenn mínir í stjórnmálum stefnum að, er það, að ísland geti staðið í konungssambandi við Danmörku svo sem sjálfstætt ríki. Skilnað við Danmörku tel eg sem stendur hugarburð. Eg vil styðja að því, að sambandið milli Danmerkur og íslands verði sem bezt að unt er, og eg vona að smám saman muni oss takast, íslendingum, að sannfæra Dani um að kröfur vorar séu réttmætar og að hvorir skilji þá aðra. B.J.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.