Ísafold - 27.06.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.06.1909, Blaðsíða 1
Koraui nt ýmist einu sinni efta tvisyar i viku. Verfi árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1 */s dollar; borgist íyrir mibjan júl (erlendis fyrir fram). Uppnðgn (st 'ifiog) bnndin vib úramót. sr ógild nema komln sé til útgofanda fyrir 1. okt. og aanpandi skuldians viö blaðift. Afgreiftsla: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Reykjavlk laugardagmn 27. júní 1909. 40. tölublað GuiÉrinn Inyollur fer til Borgarness dagana 27. júní, 6. júlí, 12. júlí. Af sérstökum ástæðum er fargjaldið þessa daga afas* Ódýrt (sbr. aug- lýsingu í siðasta blaði. Odýr og þægileg ferð fyrir kaupafölk Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga i Sjúkrasjór) iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. fer til Borgarness júni 27.; júlí 6., 12., 16. Stranmfj. og Akra júlí 12., 16 Keflavíkur og Garðs júni 30. Sandgerðis júní 23., 30. Stokkseyrar júní 30. Péluí I. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kaupir gegn peuingum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Næsta blað ísafoldar kemur laugardag 3. julí. Frakkar og aðflutningsbannið. Tvenns konar ótta við Frakka hefir bólað á hér út af áfengisbanninu, og þess ótta verið látið getið á prenti. Eða öllu heldur: Frakkar eru not- aðir á okkur sem tvöföld grýla í áfengisbannmálinu. Því er að öðru leytinu haldið fram, að frönsku fjármagni muni með öllu verða lokað fyrir oss, engin von vera um að fá nein peningalán frá Frakk- landi, hvað sem oss kann á að liggja, ef vér lokum fyrir vínum þaðan. Oss þykir engin ástæða til að ótt- ast það. Vín það, sem vér íslendingar kaup- um af Frökkum, er svo örlítið, að um það munar Frakka ekki minstu vitund. Það getum vér sannað þeim hvenær sem vill. Svo að það er alt að því óhugsandi, að þeir færu að hefnast á oss, þó að hin fyrirhugaða breyting kæmist á. Vér getum sýnt Frökkum góðan hug vorn til þeirra með alt öðrum hætti en þeim, að kaupa vín þeirra, sem vér hqfum aldrei gert að neinu ráði. Vér getum reynst vel fiski- mönnum þeirra, sem hingað leita. Og það ættum vér ávalt að gera. Um það er miklu meira vert en um vin- kaupin. Og fráleitt dylst það Frökk- um sjálfum í annan stað er því haldið fram, að dönsk utanrikisstjórn hafi skuld- bundið sig til þess að sjá um að toll- ur skyldi ekki verða aukinn á frönsk- um vínum í hinu danska ríki. Frakkar muni telja jafnvel tolllagabreytingu síð- asta alþingis samningsrof við sig, eins og vikið var að í ísafold snemma i þessum mánuði. Og þeim muni þykja skörin vera farin að færast upp í bekkinn, ef ekki eigi að eins að auka tollinn í nokkurum hluta hins danska ríkis, heldur og að banna með öllu innflutning víns í þann ríkishluta — þrátt fyrir þessar skuldbindingar danskrar stjórnar. Því er, eins og allir sjá, fljótsvarað. Hafi Danir gefið nokkurar skuld- bindingar um tollmál vor eða verzlun — hvort sem það hefir verið í því skyni gert að fá greiðari aðgang að peningaláni handa sjálfum sér, eins og fylgir sögunni, eða í einhverju öðru skyni — þá hafa þeir samið um það, sem þeir hafa ekki haft neinn rétt til að semja um. Um það getur enginn ágreiningur orðið. Verzlunarmál vor og skattamál eru sérmál íslands samkvæmt stöðulög- unum, lögum, sem Danir hafa sjálfir sett oss og sett oss einir. Séu Danir að binda hendur vorar í þeim málum, þá brjóta þeir á oss skýlausan rétt, og auðvelt að sanna það öllum heiminum. En hafi þeir í fljótræði gefið ein- hverjar slikar skuldbindingar, þa er það einsætt, að þær koma oss ekkert við. Danir verða að greiða úr þeim flækjum. Og vér trúum því ekki fyr en vér tökum á, að þær flækjur séu annað en hugarburður. Kæmi það upp úr kafinu, að Danir væru að semja um sérmál vor við aðrar þjóðir sér til hagnaðar, mundu öllum mönnum verða ljósir þeir agnúar á sambandinu við þá, er Dönum mundi sjálfum verða í meira lagi ógeðfelt að hafðir væru í hámæli. Olalur Halldórsson konferensráð, forstöðumaður ís- lenzku stjórriarskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn, er hættulega veikur um þessar mundir. Prestaskólinn. Síra Haraldur Níelsson er settur þar fyrst um sinn í stöðu 2. kenn- ara með hálfum launum. Hingað til hefir 2. kennari þar kent heimspeki- leg forspjallsvísindi. En síra Eiríkur Briem, sem orðinn er 1. kennari, á að kenna þær fræðigreinar áfram, og síra H. N. guðfræðilegar námsgreinar. Lögréttu-sannleikur af alveg venjulegu tægi er það, að Hannes Hafstein sé hvorki stofnandi né foringi né félagsmaður í félagi því, sem stofnað hefir verið til þess að vinna á móti aðflutningsbanninu, og hafi ekki verið. Ingólfur, sem 'nú er tekinn að koma út aftur, og gefinn er út af félagi þessu, tekur af öll tímæli um það. »Hannes Hafstein bankastjóri« stendur á 1. bls. undir Avarpi því til íslendinga, sem gefið var út í vor og skorar »á alla góða og Jrjdlshuga mcHn og konur i landi voru að ganga i allsherjarsamband« gcgn djengisbann- inu. Eftir Lögréttu-frásðgninni ætti H. H. ekki að hafa orðið við áskorun sjálfs sín I Vér efumst um, að hann kunni Lögr. neinar þakkir fyrir slíka vemd. Frðnsk heidursmerki. Læknarnir við frönsku sjúkrahúsin hér á landi, Matthias Einarsson í Reykjavík og Halldór Gunnlaugs- son í Vestmanneyjum, hafa verið sæmdir frönsku heiðursmerki, »Officier d’academie«, og er það vitanlega gert eftir tillögum franska konsúlsins hér á landi. Djöfulstrúiii í Sviþjóð. Þess var getið í ísafold fyrir skömmu, að sænskur prestur, Hannerz að nafni, hefði neitað tilveru djöfulsins, verið kærður fyrir þetta og sýknaður. Síðan hafa komið nákvæmari fregnir af þessum málaferhim út af kölska, sem þykja allmerkileg. Þeim er, eins og það ber með sér, sem hér fer á eftir, alls ekki lokið. Frásögnin er tekin eftir Göteborg Ilanddstidning: Aldrei síðati Chr. J. Boström leið (hann var nafnkendur heimspekingur, sænskur; dó 1866) hefir annað eirts verið rætt um djöfla- og helvítiskenn- inguna eins og nú. Flestir muna víst, hvernig Boström hóf um 1860 mjög sterka árás á djöflatrúna, æsíur af hræðilegum trúarærslum, sem afhenni leiddu. Siðan hefir kirkjan gert það sent hún hefir getað til þess að draga fjöður yfir hugmyndina, með því að setja »helju« í staðinn fyrir »helvíti« í trúarjátninguna. En nú er þetta mál vakið á nýjan leik og rnikið haft fyrir að fá kirkjuna til að láta uppi skoðun sína á málinu. Það hófst þann veg, að Dr. Anton Nyström í Stokkhólmi hélt fyrirlestur, lýsti djöflatrúnni sem einu aðalein- kenni á kristindóminum og hélt því fram, að þeir prestar, sem ekki væru á sama máli, ættu ekki að þjóna inn- an þjóðkirkjunnar. Einn af áheyrendum, N. Hannerz prestur, svaraði lækninum þegar, hrakti staðhæfingu hans og lauk máli sínú með þessum orðum: »Minn trúar- skilningur getur alls enga grein gert sér fyrir djöflinum«. Og hann lét ekki þar við lenda. í grein einni i »Stockholms Dagblad« skoraði sira Hannerz á lækninn að sanna réttmæti staðhæfingar sinnar, með því að stefna sér fyrir prestaráð (æðsta dómstól rík- isins í andlegum málum). »Eg afneita trúnni á djöfulinn, og bíð þess, að þér sýnið mér, hverjar afleiðingar það hafi. Ef prestaráðið dærnir mig fyrir villukenningu, þá hefir Dr. Nyström á réttu að standa. Verði eg ekki dæmdur, fer læknirinn með rangt mál.« Dr. Nyström lét ekki segja sér þetta tvisvar, heldur kærði prest- inn fyrir ráðinu. Ráðið kom sér ekki saman um djöflakenninguna. En mikill meiri hluti áleit ekki, að hún væri í þunga- miðjunni i trúarjátningu kirkjunnar, en vildi mjög ógjarna láta nokkuð uppi. Það kom sér út úr klipunni með þeim útúrdúr, að ekki væri hægt að dæma um annað en það, hvort í greininni — og um annað en hana var ekki stefnt — væri farið lengra en prentfrelsið leyfði. Og það fanst því ekki. Ráðið vonaði, að málinu væri nú lokið, en því varð ekki að því. Að- stoðarmaður einn við blaðið »Dagens Nyheter* stefndi presti aftur fyrir ráðið og skírskotaði nú til þess, er hann.hafði sagt á fundinum. Að því voru mörg vitni. Málið var tekið fyrir á nýjan leik og síra Hannerz lýsli því yfir vífi- lengjulaust, að orðin væri rétt höfð eftir sér og hélt þvi jafnframt fram, að skoðun sú, sem fram hefði komið þar, riði ekki bág við kenningu sænsku kirkjunnar. Nú varð ráðið að segja annaðhvort af eða á. Það sagði þá, að síra Han- nerz hefði verið mjög óvarkár í máli þessu, en þó væri eigi unt að beita hann lögunum um embættismissi, með þvi að ummæli hans hefði ekki komið við »undirstöðusannleikann í kenningu sænsku kirkjunnar eða kristindómsins*. Um þessa rökstuðning urðu að eins fimm af tólf félögum ráðsins ásáttir. Aðrir fimm björguðu sér með því að segja, að enn væru ekki fullnægjandi sannanir fyrir því, að síra Hannerz hefði gerst sekur um villutrú i em- bœttisstörjum sínum, en tveir úr ráðinu vildu, að honum yrði gefin áminning. Nú er sagt, að Dr. Nyström muni ætla að kæra hann fyrir hirðrétti og hæstarétti, og sira Hannerz virðist ætla að gera honum málfærsluna sem auð- veldasta. Hann hélt á annan í hvíta- sunnu ræðu á fjölmennum fundi í Bollnás, og afneitaði þar mjög kröftug- lega djöflinum og hvatti menn til bar- áttu gegn kenningunni um hann. Málið mun því án efa brátt verða til lykta leitt, segir blaðið, og því þykir mjög leitt, hve mikið hugleysr kirkjunnar menn sýni, þar sem þeir þori hvorugu megin að vera. Bankastjóraskiftin, í illindagrein, sem Lögr. flytur út af því að bankastjóra Tryggva Gunn- arssyni hefir verið sagt upp stöðu sinni við Landsbankann, lætur blaðið þess meðal annars getið, að ef þessi ráðstöfun hefði verið kunn orðin áður en ráðherra lagði af stað, mundi hann hafa verið kvaddur nieð óvildarópum á bryggjunni. Þetta má vel vera. Það er lítill vandi að æpa. Og sumum minni- hlutamönnum er þ’ð svo tamt, að þeim er vel til þess trúandi. Annars virðist oss, að langsæmi- legast hefði verið minnihlutamönnum að vera ekki að æsa upp neiriar um- ræður út af því máli. Það ætti að vera mönnum geðfeldast, að Tr. G. láti af störfum sínutn á gamals aldri í fullum friði. Vér hirðum ekkert um það að tala, hvort hann hefir nokkuru sinni verið vel til þess kjörinn að hafa banka- stjórn með höndum. Um það eru vafalaust skiftar skoðanir, jafnvel meðal beztu vina hans. En úr því að farið er að gera þetta mál að deilumáli á annað borð, virðist oss ekki óeðlilegt að benda á það, að Tr. G. er nú orðinn gamall maður, og öllum er kunnugt, sem nokkuð þekkja til, að á aldri hans er mikið farið að bera. Vér efumst ekki um, að um banka- stjóra hefði verið skift innan skamms, hver sem við stjórnina hefði verið. Það er alkunnugt, að minnihlutamenn hafa nú hvorki viljað hafa hann í bæjarstjórn né láta hann bjóða sig til þingsetu fyrir þá sök eina, að elli- mörkin eru farin að verða svo auð- sæ. Enda bendir öll sú aðstoð, sem Landsbankinn hefir orðið að fá frá íslandsbanka á síðustu tímum — stofnun, sem Tr. G. barðist á móti af því ofurkappi, sem flestum er kunnugt, — á það, að bankastjóra hafi verið um megn að reka erindi bank- ans svo, sem hann mundi sjálfur hafa bezt kuunað við. Svo að það er meira en óliklegt, að hinn fráfarni ráð- herra hafi hugsað sér hann til fram- búðar v'ð bankastjórn úr þessu, þó að hann hefði haft yfirráðin. Og rneð þeirri breytingu, sem nú er væntanleg á bankanum, er slíkt enn fjær sanni. Hvorki mundi Tr. G. sjálfum hafa orðið ánægjulegt að sæta þeirri breytingu, né heldur lík- legt, að fáanlegur væri nokkur sam- verkamaðui með honum, samkvæmt fyrirmælum bankalaganna frá síðasta þingi, sá er núverandi stjórn hefði komið til hugar að skipa í þann sess. Illindi út af þessari ráðstöfun við bankann væru skiljanleg, ef skilið væri við Tr. G. með einhverri harð- neskju, þegar hann lætur af störfum sinum. Slíkt verður naumast sagt með santii. Hann hefði 1300—1400 kr. eftirlaun, ej bankastjórastaðan væri eftirlaunaembætti, samkvæmt núgildandi eftirlaunalögum — sem hún er ekki. En hann á að fá 4000 kr. Fáir af embættismönnum landsins fa jafn-mikil laun fyrir starfa sinn eins og hann fær, einhleypur, tii þess að njóta ellihvíldarinnar. Ekki svo að skilja, að vér lítum svo á, sem þetta eigi eftir að telja. Tr. G. hefir alla sína æfi verið starfs- maður mikill. Og hann hefir vafa- laust ávalt viljað þjóð sinni alt hið bezta, þó að dómarnir hafi stundum verið misjafnir um árangurinn af starfi hans, eins og gengur. Það á að vera öllum gleðiefni, að hann geti lifað elliár sín áhyggjulaus. Hitt er með öllu fráleitt að láta svo, sem eitthvað illa sé með hann farið. Afengisyerzlun og áfengissiðir. Stjórnmálamaður og háyfirdómari frá Nýja Sjálandi segir sina skoðun. Sir Robert Stout er talinn einn af allra mestu mönnum Nýja Sjálands, ef ekki mestur maður þar. Og Nýja Sjáland er eitthvert mesta framfara- land heimsins, það landið, sem jafn- vel Bandaríkjamenn líta á sem fyrir- myndarlandið í mörgum greinum. Hug- sjónir nútímans um ýmsar hliðar mann- félagsskipunarinnar hafa betur komist þar í framkvæmd en í nokkru öðru landi. Sir Robert hefir verið ráðgjafi þar, forsætisráðherra,setturlandstjóri, og nú síðast háyfirdómari. Það er hann enn. Öllum þessum embættum þykir hann hafa gegnt með viturleik og skör- ungskap. Hann er í Englandi um þessar mund- ir. Mr. Stead ritar um hann langa grein í Review og Reviews. Hann segir þar meðal annars frá samræðu, sem hann hefir átt við hann í síðasta mán- uði, og eitt af því, sem á góma hefir borið, er ájengismdlið. Stead heldur því fram í tímariti sínu, að eini vegurinn til þess að létta að einhverju leyti af Brelum áfengis- bölinu sé eftir atvikum sá, að ríkið leggi undir sig áfengisverzlunina. Hann ber þetta undir Sir Robert Stout. — Eg er á móti því, svarar Sir Ro- bert, algerlega á móti því. Eg vil enga samninga og ekkert vopnahlé við eitursöluna, ekkert fremur fyrir það þó að sett sé á eitrið einkennið djengi. Eg sé, að Halsbury lávarður hefir verið að rita í Times um það að umbætur þurfi að gera á veitingahús- unum. Einu réttu umbæturnar eru þær að koma áfengisdrykkjunum alveg út úr þeim. Hitt, að gera umbætur á veit- ingahúsunum, án þess að varpa út áfengis- drykkjunum, verður ekki til annars en að fjölga önglunum, sem draga aum- ingjana að áfenginu. Nemið burt á- fengið, og enginn maður mun vera fús til að gera gagngerðari ráðstaf- anir en eg vil gera, til þess að full- nægja félagslífs-þörfum lýðsins. Stead kveðst hafa dirfst að vekja máls á því, hvort hann héldi ekki,að svo væri um þetta mál sem önnur umbótamál, að betra sé hálfur hleifur en enginn. — Getur verið, sagði hann. Það sem hér er þörf á er gagngerð breyt- ing á siðum þjóðarinnar. Það er ekki annað en vitleysa, þegar verið er að segja, að samkvæmislíf geti ekki þrif- ist vínlaust. Þegar eg varð forsætis- ráðherra á Nýja Sjálandi, var mér sagt, að eg yrði að halda uppi risnu, og að eg kæmist ekki hjá því að veita gestum mínum vín og sterkara áfengi. Eg svaraði, að ekki vildi eg fyrir nokk- urn mun reynast ógestrisnari en fyrir- rennarar mínir; en að með öllu væri ókleift að koma mér til þess að veita gestum mínum áfenga drykki. Og svo fór, að mér varð að trú minni. Við héldum alls konar samkvæmi — mið- degisverði, dansleika, hljómleika, mót- tökusamkomur, en veittum aldrei nokk- urn dropa af áfengi. Fólkhafnaði ekki boðunum vegna áfengisleysis hjá mér,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.