Ísafold - 07.07.1909, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1909, Blaðsíða 1
* Kemui út ýmist eina sinni eöa tvisvar l vikn. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- londis 5 kr. e5a l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júl (erlendis fyrir fram). ISAFO] L1 D UppMÖgrn (skriflop) hundin viö Aiamót ar ÓRÍld noma korum eé til útgefanda fyri* 1. okt. og ^aapnndi skuldlans vih blahih. A fgreibsla: Austurstrœti H. XXXVI. árg. Reykjavík miðvikudaginn 7. júlí 1909. 42. tðlublað l. O. O. F. 90799. Augnlœkning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spital Forngripasafn opið á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 4/a og 6 x/a—7. K. F. U. M. Lostrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siM. Alm, fundir fsd. og sd. 8 x/a siód. Landakotskirkja. öuösþ). 9x/a og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10x/a—12 og 4—5 Landsbankinn 10 */a—2 x/a. F**nkastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6 -8. Landsskjalasafnið á þw., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i lroknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrngripasafn (í landsb.safnsh.) á sd. I1/*—2x/i. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogð.md. 11- Pétur I. Thofsteinsson Lækjartorg R eykj avík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn 7 Munið ©ftir að ganga i Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Svoinn Jónsson gjk. — Hoima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10. Faiafiinfl IHGOLFIIIl fer til Borgarness júlí 12., 16., 19., 26. Straumfj. og Akra júlí 12., 16. Keflavíkur og Garðs júíí 9., 14., 22. Prestastefnan á Tingvelli. Inngangur. Flestir munu hafa gert sér góðar vonir um þessa prestastefnu. Málin voru svo mörg, og þá ekki síður mikil- væg, sem biskup hafði sett á dagskrá. Og mönnum var kunnugt um áhuga hans sjálfs og ýmissa fundarmanna á því, sem til umræðu átti að koma. Og vonirnar brugðust ekki. Sam- koman var hin virðulegasta og merki- legasta. Málin voru rædd fjörlega og kappsamlega, en jafnframt bróðurlega og frjálslyndislega. Skoðanir voru nokkuð skiftar, að sjálfsögðu. Guð- fræðilegrar og kirkjulegrar ihaldssemi kendi nokkuð hjá sumum; en fram- sóknarandinn kom fram hjá miklu fleirum. Tíðindamaður ísafoldar varð áhug- ans greinilega var þegar kvöldinu á undan fundi, í Valhöll. Hann hafði hlotið herbergjafélag með einum af merkispróföstum landsins. Annar pró- fastur kom þar inn um háttatímann, og þeir embættisbræðurnir ræddu af kappi fram eftir nóttunni, hvort um þjóðkirkjuna væri liörmulega illa eða viðunanlega ástatt, hvort prestar henn- ar væru yfirleitt vaxnir sínu starfieða ó'tækir, hvort nú væri nokkuð annað tiltækilegt en skilnaður ríkis og kirkju o. s. frv. Agreiningur var mjög á- kveðinn með þeim. Annar þeirra sofn- aði ekki fyr en kl. 4 um nóttina, sum- part fyrir umhugsun um það, sem hann, hafði verið að tala um, sumpart vegna stöðugs umgangs og hávaða í húsinu, sumpart vegna kulda í rúm- inu. Margir kvörtuðu um, að þeim yrði ekki svefnsamt. Og einn prófastur varð að fara af prestastefnunni eftir einn dag, hafði ekki sofnað nokkurn dúr um nóttina, enda fengið eitt af úrgangsrúmunum, og engin von um rúm á bæjunum í sveitinni. En alt gerði fólkið í Valhöll, sem það gat, til þess að gera dvölina þar sem við- unanlegasta. GudsþjónuNta og fundarHetning. Einni stundu fyrir hádegi 2. d. júlí- mánaðar var gengið til kirkju á Þing- völlum. Kirkjan er lítil, og var full, mest af prestum og Reykjavíkurfólki. Þar var meðal annarra dr. Jón Þor- kelsson og hlustaði síðar á fyrirlestra og umræður af mikilli athygli. Og þangað var kominn, gangandi, stór hópur ungra stúlkna úr Ungmennafé- laginu í Reykjavík. Biskup prédikaði og lagði út af Jóh. 17, 20.—23. Auðheyrt var það á umræðum manna síðar á prestastefn- unni, að þeir höfðu ekki að eins hlust- að á orð hans með gaumgæfni, held- ur höfðu þau líka sér til leiðbeining- ar. Hvað eftir annað var á prédik- unar-ummæli hans minst, þegar um það var rætt, að aðalatriðið sé ekki lúterskan, heldur hitt, að mennirnir verði kristnir og »allir eitt«. Að guðsþjónustugjörð lokinni var gengið til Miklaskála. Biskup setti þar prestastefnuna með nokkrum orðum. Sagði meðal annars, að sér hefði fund- ist eitthvað þurfa að gera til þess að komast út úr margra ára fellingum þessarar samkomu, og að meðfram hefði hann fyrir þá sök stofnað til hennar á Þingvelli. Kveðju flutti hann fundinum frá Hallgr. biskupi Sveins- syni og símskeytis-árnaðarósk frá kirkjuþingi Vestur-Islendinga. Margar mjög hlýjar kveðjur kvaðst hann og hafa fengið í bréfum frá prestum, sem ekki hefðu getað komið. Þá mintist hann og á kirkjulega viðburði síðasta árs, og taldi þar merkilegasta hina nýju biblíuþýðingu, sem út hefði kom- ið, en fór jafnframt nokkrum orðum um kirkjuleg nýmæli frá síðasta þingi og þingsályktun neðri deildar um að- skilnað ríkis og kirkju. Ut af vígslu- biskupalögunum gat hann þess, að sá skilningur væri um rétt til biskups- kosningar, að hann hefðu þjónandi prestar, kapelánar og prestaskólakenn- arar. Atkvæðabréfin opnar biskup í votta viðurvist 6. sept. næstkomandi. Vigsla Skálholtsbiskups á að fara fram á þessu ári, en Hólabiskup verður vígður að ári. Prestseknasjóðurinn nam í árslok 1908 kr. 27,706,40 (1907 kr. 27,286,08). Tillög og gjafir á árinu höfðu verið kr. 191,64 (1907 kr. 248,08). Tillögur lagði biskup fram um skifting 900 kr. milli upp- gjafapresta og prestsekna, og vOru þær síðar á fundinum samþyktar með einhverjum breytingum. Skrifári prestastefnunnar var sírajón Helgason. Þessir prófastar og prestar sóttu prestastefnuna, flestir viðstaddir í fund- arbyrjun: Af Austurlandi: Sigurður P. Sívert- sen, Hofi. Af Norðurlandi: Björn Jónsson, Miklabæ; Eyjólfur Kolbeins Eyjólfs- son, Melstað. Af Vesturlandi: Ásgeir Ásgeirsson, Hvammi; Böðvar Bjarnason, Rafns- eyri; Magnús Þorsteinsson, Patreks- firði. Af Suðurlandi: Eggert Pálsson, Breiðabólsstað; Einar Pálsson, Reyk- holti; Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni; Halldór Jónsson Reynivöllum; Har- aldur Nielsson, Reykjavík ; Jens Páls- son, Görðum; Jóhann Þorkelsson, lleykjavík; Jóhann Þorsteinsson, Staf- holti; Jón Helgason, Reykjavík; Jón Sveinsson, Skipaskaga; Jón Thor- steinsen, Þingvöllum ; Kjartan Einars- son, Holti; Kjartan Helgason, Hruna; Kristinn Daníelsson, Útskálum ; Magn- ús Bjarnarson, Prestsbakka ; Magnús Helgason, Reykjavík; Magnús Þor- steinsson, Mosfelli; Ólafur Briem, Stóra-Núpi; Ólafur Finnsson, Kálf- holti; Ólafur Magnússon, Arnarbæli; OLafur Ólafsson, Reykjavik; Óíafur Sæmundsson, Hraungerði; Skúli Skúla- son, Odda; Stefán Jónsson, Staðar- hrauni; Valdemar Briem, Stóra-Núpi; Þorsteinn Benediktsson, Landeyjar- þingum. Vér setjum hér á eftir mál þau, sem prestastefnan fjallaði um i þeirri röð, sem ályktanir voru í þeim gerðar. SbllnaOur ríkis og kirk.jn. Sira Böðvar Bjarnason tók að sér að vera þar málshefjandi. Hann taldi 3 aðalástæður tilfærðar með skilnaði. Ein sé sú, að þjóðkirkjufyrirkomulag- ið hefti trúarfrelsi manna. En ekki sé hún á rökum reist. Öllum sé heim- ilt að dýrka guð eftir samvizku sinni. Önnur sé það ósamræmi, að söfnuð- um sé heimilað að kjósa presta, en ekki að segja þeim upp. En til lag- færingar á því þurfi ekki skilnað ríkis og kirkju. Þriðja ástæðan sé sú ó- sanngirni þjóðkirkjunnar, að til efling- ar henni séu teknir peningar af ókirkju- lega sinnuðum mönnum. Ástæða sé til að hugleiða vandlega, hvort ekki sé kominn tími til að lagfæra þetta. Það má gera án skilnaðar. Tillaga hefir komið fram á héraðsfundum um, að þeir, sem ekki játa sig kristna eða ekki heyra til lút. kirkju, verði undan- þegnir slíkum gjöldum. En þetta hafi menn ekki viljað aðhyllast annan veg en þann, að gjaldið yrði þá greitt til skóla í stað kirkju, segja, að margir mundu annars nota færið til að losna við gjöldin. En við slíka menn væri kirkjunni gott að losna. Enginn krist- inn maður fer að afneita trú sinni til þess að losna við lítilfjörlegt gjald. En þessi breyting væri réttlát og kirkj- unni holl. | Ræðum. taldi einkum eftirfarandi ástæður mæla gegn skilnaði: Kristni- haldi yrði með honurn teflt í hættu i fátæktinni, fámenninu og strjálbygð- inni hér á landi. Fátækir og fámennir söfnuðir mundu verða prestslausir. Auðvitað skifti miklu, hvernig fjár- hagsskilnaðurinn yrði. En ræðumað- ur hafði ekki trú á því, að kirkjan mundi fá ö 11 sín efni í hendur, ef skilnaður færi fram. Þá áleit hann og ekki. þjóðina vilja skilnað, og alveg fráleitt að rasa að slíkri breytingu í blindni. Fríkirkjuraddir séu að tölu- verðu leyti frá þeim, sem vilji losna við alla kirkju og kristindóm, en ann- ars muni þeir vera miklu færri, sem vilji skilnað. Vestra hefir hann fundið eins og komið við hjartað í mörgum, þegar fregnin kom um ályktun neðri deildar í málinu, og þeir töldu hrapal- legt, ef þetta væri alvara. Einstöku raddir hafasagt: Þið spill- ið fyrir ykkur, prestar, ef þið verðið á móti þessu máli. Þið eigið þess vegna að vera með því. En þetta er lokaráð. Það er ekki ráðlegt gagn- vart sjálfum sér né guði að berjast með neinu, sem menn eru ekki sann- færðir um að sé til góðs. Reynslan sýnir, að frjáls andi get- ur verið í þjóðkirkju, alveg eins og í fríkirkju. Og hún sýnir líka að ófrelsi getur verið i fríkirkju, alveg eins og í þjóðkirkju. Það er ekki ný föt, sem kirkjan, móðir okkar, þarfnast, heldur nýtt líf. Og séu prestarnir lifandi, hlýtur að kvikna eitthvert líf kringum þá. — Nefnd var kosin til að íhuga málið: Böðvar Bjarnason, Gísli Skúlason, Jón Sveinsson, Kjartan Einarsson, Ólafur Magnússon. Hún lagði degi síðar fram eftirfarandi nefndarálit. Vór höfðum fyrir oss nefndarálit neðri deildar alþingis 1909 um aðskilnað ríkis og kirkju. Ver könnumst við það, að nokkurt undanfarið árabil hefir talsvert verið ritað um aðskilnað ríkis og kirkju og það mál enda nokkuð komið til um- ræðu einkum á þingmálafundum og þar jafnaðarlega verið samþyktar tillögur um þetta efni; en hinsvegar dylst oss það ekki, að á slíkum fundarályktunum er fremur lítið að byggja, þar sem öll- um þorra þeirra, er atkvæði greiða, er naumast fullljóst, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef til framkvæmdanna kæmi. Og að minsta kosti er það víst, að meiri hluti vor nefndarmanna hefir aldrei heyrt á þetta mál minst innan safnaða vorra í þá átt, að þar í lægi ósk um að fá því framgengt — þvert á móti. Og það, að »verulegar raddir« — eins og nefndarálit alþingis kemst að orði — ekki hafa komið fram gegn aðskilnaðar málinu, er án efa vegna þess, að söfn- uðirnir hafa álitið málið svo fjarri þv; að koma til framkvæmda, að ekki þyrfti að hefja mótmæli. Vór getum eigi helditr viðurkent, að þjóðkirkja só óeðlilegt fyrirkomulag. Svo framarlega sem þjóðin viðurkennir þann sannleika, að siðgæði borgaranna só þýðingarmesta atriðið í hverju mann- fólagi og að trúin só öflugasti þáttur- inn í að efla það, þá er það ekki nema sjáifsagt, að hið opinbera styrki trúar- félögin og þá fyrst og fremst evangelisk lúterska kirkju, sem lang-mestur hluti þjóðarinnar nú telst til. Hitt er rétt athugað, að alþingi ætti engin afskifti að hafa af kirkjunnar málum, en því má kippa í lag með stofnun kirkjuþings. Vór erum í engum efa um, að sú skoðun alþingis-nefndarinnar er alveg röng, að ríkið geti með réttu lagt eignarhald á kirkjueignirnar. Því þótt mest af þeim hafi gefið vérið til hinnar katólsku kirkju, á meðan hún var þjóð- kirkja hér á landi, þá er það auðskilið, að tilgangur gjafanna var sá, að efla kristnihald í landinu, en tim afira trú en hina katólsku var þá ekki að ræða. Vór sjáum því ekki, að nokkur vafi geti á því leikið, að sú kirkjudeild, er á hverjum tíma hefir flesta áhangendur í landinu, só réttur arftaki katólsku kirkj- unnar að eignum hennar. Og að því er sölu kirkjuhúsanna snertir, þá getur varla komið til mála að taka þau af söfnuðum, er þegar hafa á löglegan hátt fengið þau til eignar og umráða. Af framangreindum ástæðum leggjum vér það til: að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja í sam- bandi við ríkið. Að öðru leyti leggjum vór til, að prestastefnan lýsi yfir því, að hún só algert mótfallin aðskilnaði rikis og kirkju. En ef skilnaður reyndist óhjákvæmileg- ur, þá verði hann þó að eins framkvæmd- ur með þeim skilyrðum, er hór greinir: 1. Að skilnaðurinn se borinn undir atkvæði þjóðarinnar, þar sem öllum 15 ára að aldri só gefinn kostur á að greiða atkvæði, og a/5 hlutar greiddra atkvæða samþykki skilnaðinn. 2. Að skilnaðarmálið só undirbúið af kirkjuþinginu. 3. Að öllum eignum kirkjunnar sé varið til viðhalds og styrktar kristnum trúarfólögum í landinu eftir ákveðinni tiltölu. Hinn naumi tími leyfir oss því miður ekki að taka meira fram þessu máli viðvíkjandi, svo mikil nauðsyn sem þó hefði á því verið að íhuga þar margt og mikið. Vór höfum aS eins bent hór á aðalskekkjuna í nefndaráliti neðri deildar og tekið fram í aðaldráttum þau atriði, er oss virðist prestastefnan ekki mega víkja frá. Þó viljum vór að síS- ustu taka það fram, að vór fáum ekki séð, að þjóðkirkjufyrirkomulag í sjálfu sór þurfi að hafa deyfandi áhrif á kirkjulífið í laudinu, só því viturlega Og frjálslega beitt, og þeir menn fái um kirkjuunar mál að fjalla, er mestan áhuga hafa á þeim. Og vór höfum heldur ekki sannfærst um, að fríkirkju- fyrirkomulag hafi þá kosti fram yfir þjóðkirkju, að það só eftirsóknarvert fyrir oss. Og þótt það fyrirkomulag hafi gefist allvel, t. d. í Ameríku, þar sem kirkjan hefir frá því fyrsta starfað án sambauds við ríkið, þá er það ekki víst, að það gæfist vel hór á landi, þar sem þjóðkirkjufyrirkomulagið er jafn- gamalt kristninni og staðhættir og allar kringumstæður svo gagnólíkar; enda virðast þær tilraunir í fríkirkjuátt, sem gerðar hafa verið í sveitum hór á latidi, ekki hafa gefist vel. Það er og jafnan varhugavert að breyta því fyiirkomu- lagi, sem orðið er jafu samgróið þjóð og þjóðlífi, eins og þjóðkirkjan er hér á landi. Við umræðurnar um þetta nefndar- álit kom það fram, að töluverður meiri hluti prestanna var beiní mót- fallinn fríkirkju. Ekki samt nærri allir. Sumir vildu heldur fríkirkju en það fyrirkomulag, sem nú er. En nay því allir vildu að minsta kosti sætta sig við þjóðkirkjufyrirkomulagið, ef kirkjuþing það fengist í þjóðkirkj- unni, sem getið verður um síðar. Sumir höfðu litla von um, að það fengist, alþingi mundi telja slikt fyrir- komulag »ríki í ríkinu«. En aðrir bentu á, að fríkirkja yrði engu sfður ríki í rikinu, ef hún gengi undan ríkisvaldinu með allar eignirnar. Þá var það og tekið fram, og presta- stefnan sýnilega þar öll sammála, að ef leitað yrði atkvæðis þjóðarinnar, yrði að leggja málið fyrir hana eitt, út af fyrir sig, eins og áfengismálið, en ekki mætti láta sér nægja það, sem kæmi fram við altnennar kosn- ingar efrir stjórnarskrárbreytingu. Síra Eggert Pálsson bar fram svo- hljóðandi breytingartillögu við álykt- unarorð nefndarálitsins: Á eftir orðunum »frjáls þjóðkirkja í sambandi við ríkið« komi: Só það fyrir- komulag ekki fáatilegt, telur fundurinn ekki annað fyrir hendi en að ríki og kirkja skilji, þó með þeim skilyrðum, er bér greinir. Þessi tillaga var feld með öllum þorra atkvæða. Prestunum þótti sýni- lega með henni fríkirkjuhugmyndinni gefið of mikið undir fótinn. Þá voru ályktunarorð nefndarálits- ins borin upp í tveim liðum. Fyrri liðurinn (um að kirkjan verði frjáls þjóðkirkja) var samþyktur með 25: atkv. gegn 2. Síðari liðurinn (skiln- aðar-skilyrðin) með 22 atkv. gegn 4. Uppsagnarvald safnaða. Um það urðu ekki sérstakar um- ræður. En á það var minst einbeitt- lega í umræðum um önnur mál: kenningarfrelsi presta (sjá síðar) og skilnaðarmálið. Síra Har. Níelsson vakti máls á því, að vald safnaða til þess að segja prest- um sínum upp væri bein r.fleiðing af kenningarfrelsi, auk þess sem fleira mælti með því valdi. En hann vildi ekki gera söfnuðunum kost á að hrapa að því að beita slíku valdi. Biskup yrði að fá tækifæri til þess að leita um sættir, og presturinn yrði að fá tíma til þess að jafna málin við söfnuðinn, ef þess væri kostur. En það væri ekki nema sjálfsagt, að færi presturinn að flytja kenningar, sem söfnuðurinn þýddist ekki, þá ætti hann að eiga rétt á að losna við prestinn. Síra Kjartan Helgason tók það fram í ræðu, sem hann hélt í skilnaðar- málinu, að sér fyndist nefndarálitið gera of lítið úr þeim kröfum um skilnaðinn, sem fram hefðu komið hjá þjóðinni. Eg er þess ekki full- vís, sagði hann, að hér sé svo miklu meira saman komið af mannviti, en á öllum þeim fundum, sem samþykt hafa skilnaðinn, að við eigum að líta smáum augum á þær samþyktir. Menn finna, hvar skórinn kreppir; menn finna hver hörmung kirkjan er að verða sumstaðar á landinu. Kirkjurnar standa tómar hér og þar ár eftir ár. Þess vegna vilja menn fá breytingar. Sum- ir vilja fækka prestunum. Aðrir segja: Burt með þá! Þetta kemur af því, að prestarnir duga svo lítið. Oánægj- an með þjóðkirkjuna er vantrausts- yfirlýsing til prestanna, eins og neyð- aróp frá þjóðinni út af lélegum prest- um. Eg vil, að við reynum að mæta þessum kröfum með nærgætni. Eg vil, að við sýnum þá nærgætni okk- ar með því að samþykkja uppsagnar- vald safnaðanna. Mér finst vel við eiga, að við verðutn fyr til að bjóða það, en fjandmenn kirkjunnar til að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.