Ísafold - 07.07.1909, Síða 2

Ísafold - 07.07.1909, Síða 2
167 ISAFOLD kúga okkur til þess. Eg hygg, að því tilboði mundi verða tekið með fögnuði, og líklegast að með þeim hætti yrðu skilnaðar-raddirnar þaggað- ar niður. Greiði eg atkvæði gegn skilnaði, þá er það í þeirri von, að uppsagnarvald safnaðanna verði sam- þykt. Þessir ræðumenn töluðu skorinorð- ast um málið. Og auðheyrt var á fleirum, að þeir litu líkt á það. Þang- að er sýnilega stefnt af prestunum, þeim til mikils sóma. Ekki fór samt prestastefnan lengra að þessu sinni en að samþykkja með 25 samhl. at- kvæðum eftirfarandi tillögu frá biskupi: Prestastefnan telur nauðsynlegt, að biskup beitist fyrir því að fá prest leyst- an frá embætti, þar sem þorri safnað- ar af réttmætum ástæðum vill losna við hann og ítrekaðar tilraunir til að bæta samkomulagið hafa reynst árangurs- lausar. Kirkjuþing þjóðkirkjunnar. Síra Sig. P. Sívertsen flutti það mál með ítarlegu erindi. Minti fyrst á frv. kirkjumálanefndarinnar, að stjórn- in hefði lagst á móti því og alþingi 1907 ekki sint því. Þeir sira Einar Þórðarson hefðu svo tekið að sér að gangast fyrir að vekja það upp aftur. Við getum alls ekki látið okkur nægja, að alþingi fjalli um kirkjunnar mál. Kirkjan er lifandi stofnun, og starfsaðferð hennar og ytri búningur eru breytingum háð. Kyrstaða er ó- hugsandi. Kirkjan hlýtur að krefjast breytinga. En eigi líkur að vera til þess, að breytingarnar verði annað en skaðlegt kák, verður að vera einhver trygging þess, að þeir menn fari rreð kirkjunnar mál, sem hafa vit á þeim og góðvild til kirkjunnar. Þann inæli- kvarða getum vér ekki lagt á alþingi. Þar geta setið sértrúarmenn, vantrúar- menn og óvinveittir menn kirkjunni. Á alþingi er líka um margt. annað að hugsa, og kirkjumálin eru látin sitja á hakanum. Enda fæstir ánægðir með gjörðir alþingis í kirkjumálum. Yms mál eru líka þess eðlis, að þau heyra ekki undir aiþingi; en á kirkjuþingi ættu þau heima (innri mál kirkjunnar). Sumir halda, að ekki sé hægt að koma á kirkjuþingi í þjóðkirkju. Ræðu- maður tilfærði ýms dæmi þess frá öðrum þjóðum, að sú viðbára væri hugarburður einn. Gagnið er auðvitað enn meira að kirkjuþingi í fríkirkju, af því að þar hefir það meira vald. En stórt spor stigi þjóðkirkjan í sjálfstæðisáttina með því, og því meiri þroska nær hvert félag, sem sjálfstæðið er meira. Gagn- ið taldist honum fernskonar: Kirkju- leg löggjafarmál fengju betri undir- búning en nú er kostur á. Ákvæði um innri kirkjuleg mál yrðu hag- kvæmari. Meiri samvinna og kynni yrðu milli presta og annarra áhuga- mestu manna kirkjunnar. Not þeirra manna, sem mestan hafa áhugann yrðu víðtækari. Til þess að tefja ekki tímann vildi hann ekki tala um fyrirkomulagið, enda hefði kirkjumálanefndin lagt þar svo góðan grundvöll. Að eins vildi hann taka það fram, að leikmenn ættu að eiga sæti á kirkjuþinginu. Sumir væru því mótfallnir, og segðu, að prestar hefðu mest vit og mestan á- huga á kirkjumálum. En það væri skakt. Hentugast hlyti að vera, að sem bezt sé séð fyrir rétti beggja aðila, presta og leikmanna. En er þetta framkvæmanlegt ? Hvert kirkjuþing er áætlað mundi kosta um 3000 kr., tæpa 4 aura á mann, 2 aura á mann árlega, ef þingið yrði haldið annaðhvort ár. Ekki gæti það farið með landsmenn, hvort sem féð ætti að taka úr landssjóði eða með frjáls- um samskotum presta og leikmanna. Ræðum. trúði því ekki, að á fénu mundi standa, ef áhugi væri á mál- inu á annað borð. Nefnd kosin í málið : Haraldur Ní- elsson, Kjartan Helgason, Kristinn Danielsson, Valdemar Briem, Sig. P. Sívertsen. Eftirfarandi tilaga nefndarinnar var samþykt með 26 samhljóða atkv. Prestafundurinn álítur, að vor kirkju- Jegu mein stafi ekki af því, að kirkjan er í sambandi við ríkið, heldur af öðr um orsökum, meðal annars af því, að sambandi ríkis og kirkju er óhaganlega fyrirkomið, og að kirkjan hefir ekki nægi- legt frelsi til þess að ráða sínum eigin málum. Fundurinn skorar því á alþingi, að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi sam- an annaðhvort ár, só skipuð prestum og leikmönnum, hafi fult samþyktarvald í sínum eigin innri málum og tillögurótt í öllum þeim almennum löggjafarmálum, er snerta kirkjuna, og só kostað af land- sjóði. Undirbúriingsmentun presta. Síra Gisli Skúlason flutti um það mál byrjunarerindi. Eftir töluverðar umræður voru samþyktar með öllum atkvæðum eftirfarandi tillögur, 2 hinar fyrri frá flutningsmanni, hin 3. frá síra Kristni Daníelssyni. I. Þar sem fundurinn lítur svo á, að afnám grískukenslunnar sé til mikils hnekkis fyrir guðfræðinámið, skorar hann á landstjórnina að hlutast til um það, að frjálsri grískukenslu yrði haldið uppi að minsta kosti í efsta bekk menta- skólans, þannig lagaðri, að nemendur byrjuðu þegar á að lesa Nýja Testa- mentið með málfræðinni. II. Fundurinn skorar á Alþingi að veita guðfræðiskandídötum ríflegan styrk í eitt ár til dvalar erlendis, þeim til fullkomnunar í ment sinni. III. Prestastefnan telur það mjög æskilegt, að komið yrði á við prestaskól- ann í sumarleyfinu stuttu vísindalegu námsskeiði fyrir presta með fyrirlestrum og samræðum, og væntir fjárframlaga til dvalarkostnaðar prestanna. Forstöðumaður prestaskólans lýsti yfir því, að kennararnir væru fúsir á að flytja fyrirlestra, án nokkurrar borg- unar, nokkurn tíma að sumrinu fyrir prestum. Auðheyrt var, að fundar- mönnum gazt fyrirtaksvel að tilhugs- uninni til þeirrar nýbreytni. Handbókarmálið. Um það var samþykt þessi tillaga frá biskupi: Prestastefnan væntir þess, að hand- bók presta verði fullbúin til prentunar á næsta hausti. Prestastefnan heimilar endurskoðunarnefndinni að bæta manni við sig í stað Hallgríms biskups Sveins- sonar, og álítur að una megi við tilvitn- anirnar einar í pistla og guðspjöll, ef þörf gerist vegna útgáfunnar. Biskup tilkynti, að nefndin bætti við sig síra Har. Níelssyni. Kveðja til kirkjufólags Vestur-lslendinga. Þessi kveðja til kirkjuíélags Vestur- íslendinga var samþykt með öllum atkvæðum eftir tillögu biskups: Prestastefnan á Þingvelli 1909 þakkar sem bezt árnaðarÓBkina frá síðasthöldnu kirkjuþingi Vestur-íslendinga, og sendir löudum sínum og trúarbræðrum vestan hafs bróðurkveðju og blessunaróskir. Jafnframt minnist prestastefnan þess, að næsta sumar, á Jónsmessudag, er kirkjufélag Vestur-íslendinga 25 ára gamalt, og felur prestastefnan biskupi, ef minningardagurinn fer á undan næstu prestastefnu íslands, að tjá kirkjuþing- inu vestra heillaóskir sínar. Kenningarfrelai presta. Um það efni hélt lektor Jón Helga- son einkar fróðlegt og snjalt erindi, sem væntanlega verður prentað í Skírni. Vér látum oss nægja til bráðabirgða að geta þess, að ræðumaður taldi rangt að binda presta með heiti við játning- arritin, af því að þau eru ekki samin í þeim tilgangi að verða regla og mæli- snúra fyrir trúarkenningunni; af því að játningarritunum hefir verið neytt upp á íslenzka kirkju, að henni fornspurðri, af hinu veraldlega valdi; af því að rit þessi eru ófullkomin mannaverk, og bera með ýmsum hætti á sér fingraför sinna tíma; og af því að það er gagnstætt frum- reglu hinnar ev. lútersku kirkju, sem telur heilaga ritningu einu reglu og mælisnúru kenningar og trúar. Alt þetta rökstuddi ræðumaður af miklum lærdómi. Um þetta mál urðu fjörugar um- ræður. Og hjá flestum ræðumönnum kom fram sama skoðun eins og frum- mælanda, að það væri rangt að binda prestana með heiti við játningarrit. Það drægi úr gildi þess, sein prestarn- ir segðu, að almenningur héldi, að þeir væru skyldtr til að segja einmitt það sem þeir segðu, og sumir höfðu fundið óþægilega til heitbandsins á prédikunarstólnum. Mikla eftirtekt vakti það, að biskup kvaðst hafa talað við einn af beztu lögfræðingum lands- ins um málið, og hann hafði sagt, að hann gæti ekki hugsað sér þann dóm- stól, sem dæmdi eftir trúarjátningum. Er maður ekki að vega að dauðum? sagði biskup. Játningaritin eru dauð í samvizkum manna. En hitt er víst, að prestaheitið, eins og það er nú, er hér orðið í ósamræmi. Eins tóku menn og vandlegu eftir því, að síra Valdimar Briem taldi sig með öllu mótfalinn prestaheiti. Lýst var yfir því í umræðunum, að prestaheitið næði alls ekki til prestaskólans, fræðslan þar væri ekki lögbundin, að því er til kenningar kæmi, kennurum þar væri ekki ætlað að fara eftir neinu öðru en þvi, sem þeir vissu sannast og réttast. Þó að skoðanamunur væri nokkur, kom öllum ræðumönnum sam- an um það, að játningarritin væru ófullkomin. Og mikill meiri hluti ræðumanna var því gersamlega mót- fallinn, að stofnað yrði til nýrra játn- inga, enda tók frummælandi skarið af í því efni, þær yrðu ekki annað en ný höft á samvizkur manna og skiln- ing á Kristi. Þessi tillaga var að lokum samþykt með öllum atkvæðum: í tilefni af fyrirlestri lektors Jóns Helgasonar (Prestarnir og játningarritin) skorar prestastefnan á biskup í samráði við handbókarnefndina að undirbúa breyt- ingu á prestaheitinu og leggja fyrir næstu prestastefnu. Kristindómskensla ungmenna, Slra Magnús Helgason, forstöðumað- ur kennaraskólans, flutti um það mál einkar rækilegt og ljóst erindi, gerði grein fyrir þeim frumreglum, sem nú væri farið eftir við alla unglingafræðslu, þar sem menn eru ekki orðnir á eftir í þeim efnum, og heimfærði þær regl- ur til kristindómsfræðslunnar. Hann lauk máli sínu með eftirfarandi aðal- reglum, sem hann vildi að kept yrði að: 1. í stað þess að hingað til hefir kverið verið eina fastákveðna náms- efnið í kristnum fræðum undir ferm- ingu, þá verði það hér eftir biblíusög- ur, trúarjátningin og nokkrir valdir sálmar. 2. Námsefnið sé jafnan útlistað fyrir börnunum áður en þeim er sett fyrir að læra það. Orðrétt nám sé að eins heimtað á trúarjátningunni, völdum ritningarstöðum og ljóðum. 3. Að öðru leyti verði prestum alveg frjálst, hvernig þeir haga undir- búningi barna undir fermingu. 4. Ef kver er notað til kenslunn- ar, séu yngri börn en 12 ára alls eigi látin læra það. Prestarnir voru mjög þakklátir ræðu- manni. Sumir rosknir prestar létu þess getið, að þó að þeir teldu þá kenslu- aðferð í raun og veru bezta, sem hann hafði haldið fram, þá treystu þeir sér naumast til að hverfa frá þeirri að- ferð, sem þeir hefðu farið eftir, sízt alt í einu. Nokkur efi kom og fram um það, að barnakennarar mundú reyn- ast færir um að kenna kristindóm kver- laust. Þessi tillaga var samþykt með öllum atkvæðum: Fundurinn lysir sig hlyntan stefnunni í fyrirlestri síra Magnúsar Helgasonar, og skorar á biskup aS annast um, að út verði gefnar biblíusögur við hæfi yngri barna, og síðar stærri biblíusögur, ætlaðar þroskaðri börnum. Presteknasjóður. Um hann var samþykt í einu hljóði þessi tillaga frá biskupi: Prestastefnan minnir alla presta lands- ins á það að greiða árstillög til prestekna- sjóðsins. Afengismálið. Síra Magnús Bjarnarson og síra Sig. P. Sívertsen fluttu tillögu um það. Hún sætti nokkurum andmælum. Einn prestur tjáði sig mótfallinn áfengis- banni. Tveir aðrir töluðu á móti því, að prestastefnan léti það mál til sín taka, þar sem það væri ofið inn i stjórnmáladeilurnar í landinu. En all- ur þorrinn leit svo á, sem prestarnir ættu að sjáifsögðu að láta uppi skoð- un sína á máli, sem væri svo nátengt siðferðishögum þjóðarinnar. Tillagan var þessi: Prestastefnan treystir áfram fylgi hinn- ar íslenzku prestastóttar við bindindis- málið og aðflutningsbannið. Hún var borin upp í tveim liðum, hinn fyrri: aftur að tveim síðustu orð- unum, hinnsíðari: orðin »og aðflutn- ingsbannið*. Fyrri liðurinn var sam- þyktur með 20 samhljóða atkvæðum, síðari liðurinn með 17 atkv. gegn 4. Jafnrétti kreima. Sira Haraldur Nielsson og sira Olajur Olajsson fríkirkjuprestur fluttu þessa tillögu um það mál: Prestastefnan lýsir fylsta samhug með jafnréttiskrötum kvenna. Tillagan varð fyrir sams konar and- mælum eins og tillagan um áfengis- málið, og biskup lét greiða a'.kvæði um, hvort hún skyldi borin upp. Fundurinn samþykti það með öllum þorra atkvæða, og því næst tillöguna sjálfa með 18 samhljóða atkvæðum. Sálmabókar-viftbœtir. Nefnd var skipuð af biskupi eftir till. síra Sig. P. Sívertsens, til þess að hugleiða, hvort tiltækilegt væri að gefa út viðbæti við sálmabókina: Gisli Skúlason, Kristinn Daníelsson, Sig P. Sívertsen. Þakkir og kveftja. Með fundarályktun var landstjórn- inni þakkaði lán á húsnæði prestastefn- unnar, Miklask., og jafnfr. látin uppi sú ósk, að húsið mætti standa áfram á Þing- velli til fundarhalda og mannfagnaðar. Viðstöddum blaðamönnnm var þakkað fyrir að hafa lagt á sig erfiði og kostn- að við að sækja fundinn. Og Hall- grími biskupi Sveinssyni var send al- úðarkveðja. Pyrirlestur um altarissakrame ntift. Enn er ógetið tveggja fyrirlestra, sem fluttir voru og engin ályktun gerð í sambandi við þá. Annan þeirra flutti sira Har. Niels-\ son um altarissakramentið. Hann benti fyrst á það, að handbókin léti þess sjálf getið, með athugasemd, að hún hefði innsetningarorðin öðru visi en nokkurt rita nýja testamentisins hefði þau eftir Kristi. Þetta gæfi oss til- efni til að spyrja: Hvað vitum vér sannast um stofnun heil. kveldmál- tiðar? Menn tala mikið um skoðun kat. kirkju, Lúters, Calvins og Zwing- lis á altarissakramentinu, en um hitt er meira vert að vita, hvað nýja testam. segir sjálft um þetta efni, og hvernig Jesús sjálfur muni hafa ætlast til, að innsetningarorðin yrðu skilin. Ræðum. gerði nákvæma grein þess, hvað biblíufræðin nýja hefir leitt í ljós í þvi efni. Fjórar frásögur eru um þetta í n. testam., og hver ann- arri að einhverju leyti frábrugðnar, svo að ekki verður einu sinni séð með vissu, hvort brotning brauðsins hefir farið fram á undan kaleiknum, eða drukkið hefir verið af kaleiknum áður en brauðsins var neytt. Við samanburð þessara frásagna og með hliðsjón á stórmerkilegu fornriti öðru (íKenning þeirra 12 postula*) virðist sannað mál, að tvær skoðanir hafi verið i fornkirkjunni á altarissakra- mentinu. Önnur setur vínið i sam- band við fórnardauða Krists; hin gerir það ekki. En sammála hafa báðar stefnurnar verið um það, að altaris- sakramentið væri til þess að efla sam- Jélagið við drottin og með kristnum mönnum. Ræðum. benti á, hve alt- arisgöngum hafi hnignað, og eini veg- urinn til viðreisnar væri sá, að ein- skorða ekki skilninginn, eins og gert hefði verið í vorri kirkju, og Ieggja aðaláherzluna á samfélagið. Menn hlustuðu hugfangnir á fyrir- lesturinn. Umræður um hann fóru fram í kirkjunni fyrir lokuðum dyr- um. Hinn fyririesturinn flutti cand. Sig- urbjörn A. Gislason um sálgæzlu. Fundarslit. Um dagmál á sunnudaginn 4. júlí sleit biskup prestastefnunni með nokkr- um hlýjum kveðjuorðum. Hann lét þess þá getið, að hann hefði hugsað sér preslastefnu að ári að Hólum í Hjaltadal, og að þá mundi frani fara vígsla Hólabiskups. Eftir tillögu síra Valdemars Briems þakkaði prestastefnan að lokum biskupi stjórn samkomunnar. Á hádegi gengu prestarnir til tíða í kirkjuna. Síra Bggert Pálsson var fyrir altari, en síra Valdemar Briem prédik- aði. Flestir prestarnir voru til altaris. Að guðsþjónustunni lokinni lögðu menn af stað heimleiðis. Apelaiitl heitir h.tnn, — en ekki Oppeland, — og er efnabóndi og prédikari, — en ekki prestur, — Norðmaðurinn, sem Isafold getur um 3. júlí að talað hafi um óregluna á Siglufirði. Hann er starfsmaður heimatrúboðsins meðal sjómanna í Noregi (»Den norske sö- rnands indre mission«), en ekki neins sérstaks félags í Haugasundi, enda þótt jörðin, sem hann býr á, sé ekki alllangt frá þeirn bæ. — Samverka- maður hans á Siglufirði, sem kvartaði um óreglu og ólöglega áfengissölu á Siglufirði við iandsstjórn vora fyrir tveimurárum, er prestur, heitir Scheen, og er studdur af »trúboðinu meðal Norðmanna í erlendum höfnum«. S. G. ÞýðingaK Bjarni Jónsson frá Vogi hefir ný- lokið við þýðing á einni frægustu skáldsögu Björnsons: Paa Guds Veje (A. guðs vegum), er kemur út með haustinu, og Drykkju, skáldsögu eftir Hall Cain. Hálfnaður er hann með þýðing á ljóðsögunni: I Hellieimi, eftir Garborg, framhald Huliðsheima. Enn fremur byrjaður á Ingva hrajni, sögu eftir Gustav Freytag, framhald af Ingva konungi. Mannslát. Hinn 4. þ. m. andaðist hór í bænum Ingunn Magnúsdóttir, tengda- móðir GuSmundar Jakobssonar trósmiðs, 83 ára að aldri. Hún var ein eftir lífs af 11 systkinum, er upp komust, börn- um Magnúsar Audréssonar alþingism. á Syðra-Langholti. Hún var ekkja eftir Þórarinn Árnasou jarðyrkjumanu, syst- urson síra Tómasar Sæmundssonar. Þau hjón bjuggu fyrst í Götu í Hrunamanna- hrepp og síðan á Stóra-Hrauni. Fyrir 42 árum misti hún mann sinn eftir 11 ára Bambúð; sat hún þá eftir með 8 börn, sitt á hverju árinu, fólaus að kalla og heilsulítil. Hún fluttist þá til Reykja- víkur í þeirri von, að þar mundi sór helzt verða auðið að koma börnum sín- um til manns. Sú von rættist. Að því búnu dvaldi hún til skiftis hjá börnum sínum 25 hin síðustu ár æfi sinnar. Nú var hún nýkomin hingað til dóttur sinnar og ætlaði sór að dvelja hór það sem eftir væri; vildi hún helzt hvílast hór að lokum, þar sem hún hafði mest barist. Ingunn sál. var afbragðs kona fyrir margra hluta sakir. Hún var bráðgáfuð og námfús þegar á unga aldri, en þá var það eigi siður að setja stúlkur til menta, sízt bændadætur; þó nam hún þau fræði, er hún náði í, ættvísi og ljóðmæli, og var stálminnug á þau efni. Hún var stórhuga og metnaðargjörir, en einkar viðkvæm og hjartagóð; mátti vel segja um hana eins og Bjarni sagði um Odd, að hún hafði konungshjarta með kotungs efnum; var þar einatt heilsulítilli einstæðings ekkju þungt að etja við fátæktina; en hversu þröngt sem var um hagi hennar, varð henni aldrei ráðafátt, og hversu sárt sem hún kendi til undan raunum sínum, bilaði aldrei táp hennar og trú. Það er satt að segja, að i þeim efnum kleif hún margan hamarinn, er fár mundi eftir leika. Börn hennar voru 4 dáin á undan henni, eitt nýfætt, hin 3 uppkomin: Jórunn, veik frá barnæsku, en yndis- lega góð stúlka, Magnús, trósmiður, og Auna, kona Páls kaupmanns Eggerts. Þessi lifa: Bjarni, prestur í Vestur- heimi, Þuríður, kona Guðm. JakobBsonar trósmiðs í Reykjavík, Ágúst, verzlunar- maður í Stykkishólmi, Árni, prestur á Stóra-Hrauni í Huappadalssýslu og Þóra, kona Póturs verzlunarm. Þórðarsonar frá Rauðkollsstöðum í Ölafsvík. M.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.