Ísafold - 10.07.1909, Page 2

Ísafold - 10.07.1909, Page 2
171 ISAFOLD Lagastaðfestingar. Þessi 25 lög frá síðasta alþingi stað- festi konungur í gær, 9. jiilí: X. Fjárlög fyrir árin 1910 og 1911. 2. Fjáraukalög fyrir árin 1908 og 1909. 3. Fjáraukalög fyrir árin 1906 og 1907. 4. Um samþykt á landsreikningn- um fyrir árin 1906 og 1907. 5. Um styrktarsjóð handa barna- kennurum. 6. Um almennan ellistyrk. 7. Um fiskimat. 8. Um breyting á lögum um kosningar til alþingis 3. okt. 1903. 9. Um viðauka við lög 14. des. 1877 nr. 28 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og lög 10. nóv. 1905 nr. 53 um við- auka við nefnd lög. 10. Um breyting á lögum um fugiaveiðasamþykt í Vestmannaeyjum. 11. Um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs. 12. Um breyting á lögum nr. 63 frá 22. nóv. 1907, 3. gr., um kenn- araskóla. 13. Um breyting á lögum um bann gegn innflutningi á útlendu kvikfé. 14. Um breyting og viðauka við lög um hagfræðiskýrslur nr. 29, 8. nóv. 1905. 15. Um stækkun verzlunarlóðar- innar i ísafjarðarkaupstað. ié. Um sérstaka dómþinghá í Keflavíkurhreppi. 17. Um sölu á þjóðjörðinni Kjarna í Hrafnagilshreppi i Eyjafjarðarsýslu. 18. Um að leggja jörðina Naust í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir Akureyrarkaupstað. 19. Um að stofna slökkvilið i Hafnarfirði. 20. Um viðauka við lög 22. nóv. 1907 um bæjarstjórn i Hafnarfirði. 21. Um heimild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út 3. flokk (seríu) bankavaxtabréfa. 22. Um gagnfræðaskólann á Ak- ureyri. 23. Um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólahússbygging. 24. Um breyting á lögum um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 m. m. 25. Um heimild fyrir landsstjórn- ina til að kaupa bankavaxtabréf Lands- bankans. Líh tam an n asj óður. Hann var stofnaður fyrir þrem ár- um af nokkurum borgarbúum hér, í þeim tilgangi, að styrks af honum nyti á sinum tima ungir listamenn og rithöfundar, styrks til að fara utan og fullkomna sig i list sinni. Stofnendur fengu menn til að skrifa sig fyrir ár- gjaldi og æfigjaldi í sjóðinn. Fengu inn þá um um 700 kr., sem nú eru á vöxtum. En með þvi að stofn- endur fóru margir úr bænum skömmu síðar, hefir lítið verið að gert til þessa. Nú er hafist handa á nýjan leik. Fegurri liðveizla er ekki til, en veita fulltingi ungum listagáfum til að njóta sín, svo að aðrir njóti. Og mikið er ekki heimtað af hverjum, en vænst af mörgum. Féhirðir sjóðsins er Þorkell Þorláks- sott skrifari. Þýzkir ferðamenn. Oceana, skemtiskipið þýzka, sem hingað kemur á hverju sumri, er vænt- anleg í nótt með yfir 200 ferðamenn frá Þýzkalandi. Konsúll D. Thomsen sér þeim fyrir skemtunum eins og vant er. Þeir standa hér við sunnudag og skoða bæinn. Samsöngur verður hald- inn fyrir þá í Bárubúð kl. 4 síðdegis, en kappreiðar á Melunum kl. 5,15. Skipið fer héðan mánudagsnótt norður um land áleiðis til Spitzbergen. Brúðkaupsgleðin. Nýlega hefir verið sérprcntuð og gefin út í heimahöguni »Bnkkusar- félagsins« svonefnda ein af prédik- unum síra Jóns Bjarnnsonar í Winni- peg — úr húslestrabók hans. Það er prédikunin annan sunnudag eftir þrettánda, um Brúðkaupið i Kana. í »eftirmála« er það tekið fr.am, að ræðan sé prentuð »í þeim tilgangi, að leiðbeina mönnum í bindindismál- inu«, og sérstaklega er hún nú talin orð í tíma toluð. Vér skulum eigi neita því, að svo sé, og því gerum vér hana hér að umtalsefni. Þó er það kunnugt, að sumt er það einmitt i þessari ræðu sira Jóns, sem mun hafa hneykslað marga — ef ekki alla bindindismenn, þá er ræð- una hafa lesið. Og að því leyti má telja það tvísýnt, að hún verði til þess að »auka og efla bindindi«, eins og nefnt félag flaggar með að fyrir því vaki. Og eftir öðrum veðramerkj- um verðum vér að telja það sanni nær, að val þessarar ræðu sé ein af mörgum sönnunum þess, að félagið, sem stráir henni út sem flugriti, sé i hug og hjarta andvígt öllu sönnu bindindi. — Þvi tjáir ekki að reyna að vefja um sig bindindisfána, því að Bakkusareyrun standa hvarvetna út undan hjúpnum. Áfengisvinum þykir sira Jón held- ur en ekki tala máli þeirra i þessari ræðu. Og því er ekki nð neita, að hann virðist sumstaðar gefa þeim töluvert undir fótinn — jafnvel rneira en góðu hófi gegnir, að vorri hyggju. Aðallega það, að tvímælalaust hafi verið um áfengt vin að ræða í brúð- kaupinu i Kana og við helgar kvöld- máltiðir i hinni fyrstu kristni. Og í annan stað, að Kristur hafi sjálfur miklu fremur hvatt þess en latt, að neyta áfengis. — Það sé því ekki einungis leyfilegt, heldur jafnvel kristi- leg dygð að hafa það um hönd og neyta þess. Ekki skal um það þrátta hér, hvað rétt sé hermt um veizluvínið í Kana. Vér treystumst ekki til að leggja dóm á það; enda ekki við því að búast, þegar snjalla guðfræðinga greinir á um það. Segir sitt hver: sumir að það hafi verið áfengt, aðrir óáfengt, og er þá hverjum heimilt að skilja sem liklegast þykir, með sérstöku til- liti til þess, að Kristur var sjálfur einn gesturinn. En það teljum vér oss óhætt að fullyrða afdráttarlaust, að þar hafi ekki verið að ræða um áfengi líkt því, er mest tíðkast hér á vorum tímum, Ekkert svipuð ölvunaráhrif þess »á- fengis«, sem þar kann að vera átt við, og þess, sem hér er haft um hönd. Afskifti Krists af því máli og ná- vist hans er fullkomin trygging fyrir að svo hafi ekki verið. Eða hver vill að athuguðu máli trúa þvi, að Kristur hefði breytt vatni í vín — að hann hefði útvegað vin, haft það um hönd og fremur hvatt aðra til þess, ej áhrif þess vins hefðu verið eins og þau áhrif eru, sem vér þekkjum af áfengi? Hver trúir þvi, að hann hefði farið svo með vin, sem sagt er, ef margra alda reynsla og vísindalegar rann- sóknir hefðu pá verið búnar að kveða upp jafn-skýlausan áfellisdóm yfir nautn pess áfengis, eins og nú er upp kveðinn yfir áfengiseitri vorra tíma? Vér hljótum að efa, að nokkur kristinn maður trúi sliku um Krist. — Það væri að vorri hyggju að eigna honum illar og ósæmilegar hvatir — draga hann inn i drykkjusvall vorrar margspiltu aldar. Vér diríumst að mótmæla því ein- arðlega, að nokkurt orð eða atvik í breytni hans gefi heimild eða átyllu til þess. Vér berum ekki brigður á það, að Kristur hafi »breytt vatni í vín«. En það út af fyrir sig er ekki nema »hálfur sannleikurc, — allra-sízt þegar það er tekið inn i áfengisdeilur vorra tíma. Og þar sem hér er um ásteyt- ingarefni að ræða, þá var siðferðislega skylt að segja sannleikann allan, svo að ekki yrðu misskilin orð Krists og athafnir og þeim snúið til verri vegar. Ekki svo að skilja, að vér grunum síra Jón um að hafa vísvitandi látið hér ósagt, það er segja þurfti. Því fer fjarri. Heldur er hitt, að hann hefir að þessu leyti eigi gætt nægrar varúðar við meðferð þessa mikilvæga máls. Hann mun og sízt hafa grunað og enn síður til þess ætlast, að orðum hans yrði beitt til að viðhalda áfeng- isokinu á þjóð vorri undir því yfir- skini, að það helgaðist af orðum og athöfnum Krists. Ræðumaðurinn talar um tvens kon- ar bindindi, kristilegt og ókristilegt. Og vafalaust er ræða hans nú gerð að flugriti í þeim tilgangi að sýna fram á, að Goodtemplarreglan og bindindisstefnan hér i landi, eins og henni er nú komið, sé í raun réttri Ókristilegt bindindi. En gætum þess, hvað ræðumann- inum er í huga, er hann talar um ókristilegt bindindi: Það eru »villulærdómar«, fólgnir í því, »að menn af fláræði kenni lygar og sé brennimerktir á samvizkum sínum, banni mönnum að giftast og neyta fæðuc (bls. 8—9). Höf. tekur það fram, að hér sé reyndar ekki nefnt »bindindi með tilJiti til víns«; en vafalaust megi telja það með, »því að matur og drykkur er hvarvetna i ritningunni hafður undir sama númeri«, segir hann (bls. 9)- En einmitt petta: að matur og drykk- ur er sett í sama númer, bendir hvað skýrast á það, að þar er ekki átt við drykk, sem spillir andlegum og lík- amlegum hæfileikum þess er neytir. Þar hlýtur að vera átt við óskaðvæn- an drykk, hollan og nærandi sem fæðu. í þvi sambandi má og minna á það, að óvildarmenn Krists, sem kölluðu hann »vinsvelg«, munu ald- rei hafa fengið svo mikið sem átyllu til að bregða honum um ölvun. Vín- ið sem hann neytti, hlaut því að vera óskaðlegt. Og vér skulum með ljúfu geði samsinna því, að það væri ekki ein- ungis fásinna og öfgar að amast við slíkum drykk, það væri blátt áfram »ókristilegt bindindi« að afneita hon- um. Og vér getum tekið undir það með ræðumanninum og postulanum, að það sé »djöflalærdómur, þegar einhver kennir slíka föstu eða slíkt bindindic, sem afneitun hjónabands og hollrar fæðu. En mun þá nokkur vilja verða til þess að beina því að Goodtemplar- reglunni eða starfsemi hennar hér á landi, að hún fari í þá átr, sem hér er lýst? — eða með öðrum orðum: að hér sé um »ókristilegt bindindi« að ræða, er réttmætt sé að rísa upp í móti og eyðileggja? Vér hyggjum að því megi hiklaust svara neitandi. Vér hyggjum að enginn samvizku- samur maður vilji bendla Goodtemplar- regluna við »villulærdóma«, né beina því að forgöngumönnum bindindis- málsins að þeir »af fláræði kenni lygar«, gangi með »brennimerkta samvizku og banni mönnum að gift- ast og neyta fæðu.« Til annara vopna verður að taka, því með þessum verðum vér ekki sóttir. Það er sem sé þvert á móti viður- kent, að Goodtemplarreglan hefir frá öndverðu verið og er Kristilegt bindindi. Viðurkenningu fyrir því hefir Regl- an hlotið hjá öllum merkustu og mætustu mönnum kirkju vorrar og kristindóms. Og það hefir meira að segja verið sagt um Regluna hér á landi, að hún hafi á 25 ára starfskeiði sínu bjargað fleiri mannslífum en allir læknar landsins, og að hún hafi gagn- að siðferði þjóðarinnar meir en allar p'rédikanir prestanna, enda enginn fé- lagssknpur alt frá landnámstíð verið þjóðinni til slíkra heilla sem Good- templarreglan. Hún er reist á kristilegum grund- velli. Og á þeim grundvelli vinnur hún að því takmarki, sem hún setti sér í öndverðu: algerri útrýming á- jengis. Trúin á guð er styrkur hennar. Og kærleikur til meðbræðranna er hennar æðsta boðorð. Og »æðsta opinberun kærleikans er sjálfsafneitun — bindindi*: afneitun og útrýming þess, sem reynslan hefir margsýnt og sannað, að mannkyninu er háskalegt. »Ef eg með nautninni hneyksla bróður minn, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo að eg hneyksli hann ekki.« Goodtemplarreglan hefir tekið þessa kærleiksríku yfirlýsing Páls postula upp á stefnuskrá sína—að því er áfengis- nautnina snertir, og hún vill fá alla menn til að þýðast þá kenningu. Hún hefir fyrir sér skýlausa dóma, marg-staðfesta af reynslunni og öllum dómstólum, — dóma um það, að á- jengisnautnin hneykslar. Og reynslan hefir gert hana trega til að undanskilja hér hina svonefndu hófsemdarmenn. Því að þótt þeir ef til vill falli ekki sjálfir, þá flaska svo ótalmargir á dæmi þeirra. Þeir færast undan sjálfsagðri sið- ferðislegri samábyrgð — hinni gull- vægu meginreglu kærleikans og mikil- vægustu skyldukvöð, sem hvílir á hverjum þeim, er nýtur mannfélags- verndar. — Þeir eru hrælogar á leið siðmenningar vorra tíma. Um þetta fer síra J. B. svofeldum orðum í ræðu sinni (bls. 13): »Ef þú hefir hugmynd um, að þú getir ekki neytt víns nema þér til syndar eða skaða, — þá átt þú auð- vitað sjálfs þín vegna að taka alveg fyrir þá nautn.« Og enn fremur: »«/ pú hefir hug- mynd um, að pú munir leiða einhverja aðra i hcettu með vínnautn pinni, pá ert pú líka að sjáljsögðu í Jesú najni skyldur til að gerast bindindismaður peirra vegna«. Mundu þeir ekki vera fáir, sem eftir vandlega íhugun gcta vottað með hreinskilni fyrir guði og samvizku sinni, að áfengisnautn þeirra — þó enn sé við hóf —, sé þeim með öllu syndlaus og skaðlaus? Og mundu þeir ekki vera enn miklu færri, sem með sama hætti geta fullyrt, að öðrum geti engin hætta stajað aj ájengisnautn peirra — hún sé þeim með öllu óviðkomandi? Höfuðvilla áfengisvina er þegar aug- ljós í kjörorði þeirra: »Sjáljur leið pú sjáljan pig« = sjái hver um sig. Hugsjónin sú er alt í senn: ómann- úðleg, kærleikssnauð og óframkvæm- anleg. Þar er látið horfa þveröfugt við stefnu tímans. Og þess vegna verða þeir að láta sér lynda að tekið er í taumana. Þeir eiga á hættu að skaða sjálfa sig og stofna öðrum i ógæfu. Þeir horfa á hætturnar til beggja handa. Þeir sjá samferðamenn sína — máske vini og vandamenn — týna ýmist gæfu, fé eða fjörvi eða öllu saman í þessar hættur. Og samt vilja þeir með engu móti inna af hendi þá »sjálfsögðu skyldu« að gerast bind- indismenn. Þess vegna er tekið til bannlaga. Þau eru þá réttmæt og sjálfsögð vernd gegn þeim, er þann veg skor- ast undan að gegna þegnfélagsskyld- um sínum og hlíta þeim reglum, sem heildin telur sér hollar og hagfeldar. Með öðrum orðum: Þeir skapa sér sjálfir bannlög, með því að hafna bindindi og breyta í bág við það. Afskramdar >skepnur«. »011 skepna guðs er góð, og eng- in burtkastanleg*. Vafalaust er til þess ætlast af út- gefanda flugritsins, að menn skilji svo þessi orð postulans, að með þeim sé lýst velþóknun og blessun yfir á- fenginu — og þá jafnframt yfir fé- lagsskápnum nýja, sem risinn er upp áfenginu til verndar. Já, er það ekki notalegt, að geta t. d. tekið sér teig af dönsku korn- brennivíni eða sprittblöndu eða hverju helzt öðru brendu áfengiseitri, og kingt því með þessum postullega lofsöng: »öll skepna guðs er góð« I En gæti það nú ekki orkað tvímælis, hvort þessi orð Páls postula eiga hér við ? Er það ekki öllu líklegra, að þeir menn, er þann veg hyggja, dragi sjálfa sig á tálar? Fjarri sé það oss að neita þvi, að öll skepna guðs sé góð — alt sé það gott, sem guð hefir skapað, dautt og lifandi. Vér trúum því, að það sé alt gott á sinn hátt — hver einstakur hlutur dauður og lifandi heyri á ein- hvern hátt inn í hina aðdáanlegu heild sköpunarverksins og sé þar góður og gagnlegur. En vér fáum hins vegar eigi þýðst þá skoðun, að guð hafi skapað hvað sem heitir og er, í þeirri mynd sem því hefir hlotnast og eins og það er um hönd haft, og enn síður að hann ætlist til að það sé alt notað á þann hátt, sem gert er. Oss greinir eigi á um það, að hann hafi skapað kornið á akrinum. En hinu viljum vér eigi samsinna, að brennivínsbrensla úr korninu sé guðs verk, eða að hann ætlist til að þann veg sé með kornið farið, — al- veg eins og vér teljum það rangt að kalla hann skapara morðtóla og höf- und synda, þó skapað hafi hann þau efni, sem morðtól eru gerð úr og þau tæki, sem syndin er drýgð með. Þœr »skepnur« eru ekki »skepnur guðs«. Það eru ajskrœmdar skepnur og því »burtkastanlegar«, enda geta þær ekki orðið »þegnar með þakkargjörð*, né heldur »helgast af guðs orði í bæn«, eins og að orði er komist um hina góðö »skepnu guðs«. Vér minnumst þess eigi, að því hafi verið haldið fram af hálfu bind- indismanna eða templara, að »vín sé í sjálfu sér vondur hlutur eða van- heilagur«, eða að það beri að skoða sem »illa sending frá djöflinum«, eins og ræðumaðurinn kemst að orði. Við hitt er að kannast, að vér telj- um það vont og skaðlegt á sama hátt og hverja aðra eiturtegund, og vér krefjumst þess, að með það sé farið sem annað eitur. Mundi hann — ? Mundi hann, sem helgaði líf sitt því starfi, að efla farsæld og frið, lífsgleði og kærleika með mönnum, — mundi hann hafa gerst því andvígur, að reist- ar væri hinar öflugustu skorður við slíku fjárhagslegu og siðferðislegu þjóð- arböli, sem áfengisnautnin veldur með þjóð vorri? Mundi hann hafa hvatt til uppreist- ar gegn þeim verndarlögum, sem þjóð- in hefði sett sér gegn áfengisbölinu? — Eða mundi hann hafa hvatt til löghlýðni þar sem ella? Mundi hann hafa hallast á sveif með höfðingjalýð og sælkerum, sem engu vilja fórna af svonefndum »lifsþæg- indurn* á altari sjálfsafneitunarinnar? — Eða mundi hann hafa hrópað með alþýðunni: burt með áfengið! Mundi hann hafa sezt meðal »læri- feðra« vorra og bundist samtökum með þeim um að ljá Bakkusi lausan taum? — Eða mundi hann hafa fylt þann flokkinn, sem vill kosta kapps um að varðveita hina ungu, og þá ekki sízt hinn uppvaxandi mentalýð, frá tælandi og banvænum áhrifum á- fengra drykkja ? Mundi hann ekki telja sannri gleði vorri og farsæld bezt borgið með því, að breyta áfengiseitri voru í vatn? Skoðanirnar um hann virðast vera svo undur mismunandi. — Því er bezt að hver svari þessum spurning- um fyrir sig — i einrúmi. Á. Jóhannsson. Guðsþjónusta á morgun i dómkirk- jnnni. Bisknp vigir þá cand. theol. Þor- stein Briem aðstoðarprest að Görðum á Álftanesi. Engin siðdegisgnðsþjónnsta. Sira Jóhann Þorkelsson er ekki í bænnm, og verður eitthvað að heiman. Meðan hann er fjarverandi, verður að eins ein guðsþjónusta í dúmkirkjunni, á hádegi. Af ráðgjaía fréttist með Vendsyssel, að hann hefði verið eitthvað lasinn eftir að hann kom til Kaupmannahafnar, og þess vegna leitað sér hvíldar norður í Gilleleje, baðstað á norðurodda Sjá- lands. Hann hefir sýnilega verið á ríkis- ráðsfundi í gær, þar sem lögin voru staðfest, þau sem getið er um á öðrum stað hér 1 blaðinu.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.