Ísafold - 17.07.1909, Side 1

Ísafold - 17.07.1909, Side 1
Kemm út ýmist eina sinni eíla tyisvar i vikn. Verð úrg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l‘|s dollar; borgist í'yrir mifljan júl (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uvpsögn (skrifleg) bandin við úramót sr ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaapandi skuldlaas við blabib. Afgi eiðsla: Ansturstræti 8. XXXVI. árg. I. O. O. F. 907239. Attgnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal Forngripasafn opið & v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 */* og 51/*— K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 siM. Alm, fundir fsd. og sd. 81/* síöd. Landakotskirkja. Guösþj. 91/* og 0 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V*—12 og 4—5 Landsbankinn 10‘/s—2>/a. P>*nka8tjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 ogr 6 -d. Landsskjalasafnið á þui., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12 Náttúrugripasam (i landsb.safnsh.) á sd. I1/* —21/*. Tannlækning ók.i róathússtr. 14, l.og3.md. 11— Pétuf I. Thofsteinsson Lækjartorg Reykjavík kanpir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. i af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn I Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bóknlöðustíg 10. Fanaiaifii IKGOLFIIII fer til Borgarness júlí 19., 26. Keflavíkur og Garðs júíí 22. Prestaskólinn. Lögrétta gerir ráðstöfun stjórnar- innar á 2. kennaraembættinu við prestaskólann að umtalsefni, finnur að þvi, að síra Har. Níelsson skuli hafa verið settur til að þjóna því, en ekki annar maður, sem um embættið hefir sótt, og einhver »kjósandi« þar ónotast yfir því, að síra Haraldur skuli hafa tekið það að sér samhliða prests- embættinu. ísafold er sæmilega kunnugt um málið. Og hún hyggur réttast eftir atvikum öllum að segja sögu þess. Aður en núverandi biskup slepti embætti sínu við prestaskólann í haust, sendi hann (29. sept.) stjórnarráðinu umsögn um embættaskipun þar, þeg- ar hann væri farinn frá skólanum. Eftir er hann hefir bent á síra Jón Helgason sem sjálfkjörið forstöðu- mannsefni, segir hann í umsagnar- skjali sínu: Þá kemur til að setja mann í sæti BÍra Jóns Helgasonar, og þar er maður- inn til, að mínu leyti ákjósanlegastur, guðfræðiskandídat frá háskólanum, Har- aldur Níelsson, búsettur hér í bænum. Hann er nú fertugur að aldri, tók hann guðfræðispróf með 1. einkuun í ársbyr- jun 1897, og hefir síðan verið aðalmað- urinn við hina nyju þýðingu gamla testamentisins. Með þvf hefir hann unnið mjög svo þýðingarmikið verk fyr- ir kirkju vora, og þori eg jafnframt að fullyrða, að hann hefir leyst það verk mæta vel af heudi. Önnur minni rit- störf guðfræðisleg hafa og gert hann að góðu kunnan, og hann hefir sýnt ágæta hæfileika bæði sem kennari og pródikari. Mór er kunnugt um að guðfræðis kandidat Haraldur Níelsson vill fúslega taka að sór þjónustu þessa embættis, sem ráða þarf mann til, er nýr forstöðu- maður verður settur við skólann, sá er nú var nefndur, og er það virðingar- fylst tillaga mín, að hinu háa stjórnar- ráði megi þóknast að setja nefndan kandídat 1. dócent við prestaskólann við byrjun skólaársins 1. næsta mánaðar. Ekki var það neitt leyndarmál hér í bænum í haust, að þáverandi ráð- herra, Hannes Hafstein, hafði hug á að setja annan mann í 1. kennara- embættið, síra Eirík Briem. En hann hvarf frá því ráði, fór eftir tillögum núverandi biskups og setti Harald Ní- elsson til þess að þjóna embættinu til Reykjavlk laugardaginn 17. júlí 1009. 45. tölublað bráðabirgða. Oss er kunnugt um það, að biskup og forstöðumaður presta- skólans litu báðir á þá ráðstöfun sem trygging þess, að sami maður fengi að sjálfsögðu veitingu fyrir embætt- inu, þegar að því kæmi. Rúmum þrem mánuðum síðar (7. jan.) var lokið umsóknarfresti um þetta embætti. Tveir höfðu sótt: síra Ei- ríkur Briem og síra Haraldur Níels- son. Forstöðumaðurprestaskólans sendi stjórnarráðinu umsögn sína um um- sækjendurna 10. janúar. v Hann talar fyrst um síra Eirík, bendir á, að hann sé kandidat frá prestaskólanum eftir að eins e i n s árs nám þar, og að hann hafi ekki verið skipaður í kennaraembætti við prestaskólann vegna guðfræðiþekking- ar sinnar, heldur aðallega vegna þess að hann hafi verið álitinn þeirra hæf- astur, sem þá var völ á, til þess að takast á hendur kensluna í heimspeki- legum forspjallsvísindum,- Aðalstarf hans hafi líka alt af verið kenslan í þeim, og hann muni hafa þá kenn- arahæfileika, sem til þess þurfi að gera forspjallsvísinda-námið nemendum arð- berandi. Þá víkur forstöðumaður prestaskól- ans orðum sínum að hinum umsækj- andannm á þessa leið: Síra Haraldur Níelsson hefir síðan 1, október í haust gegnt 'æðra kennaraem- bættinu við prestaskólann sem settur kennari. Hann er maður prýðilega gáf- aður, lauk embættisprófi við Kaupmanna- hafnarháskóla eftir 6 */2 árs guðfræðis- nám með hærri lofseinkunn (1 a u d a b i 1 i s í öllum námsgreinum) en nokkur annar íslenzkur guðfræðingur, sem nú er á lífi, og stundaði auk þessa sem kandídat, um eins árs bil, guðfræðileg vísindi við háskólana í Halle á Þýzkalandi og í Cambridge á Englandi til undirbúnings því hinu ágæta starfi, sem biblíufélagið íslenzka hafði ráðið hann til, — starfinu að nýrri og tímabærri þýðingu gamla testamentisins úr fruinmálunum. Að þessu starfi hefir hann unnið í samfleytt 11 ár, unz því með prentun hinnar nýju þýðingar biblíunnar var lokið á næst- liðnu hausti. Hve arðberandi jafn mik- ilfenglegt starf og þetta hlýtur að vera anda þess manns, sem um svo mörg ár lifir í því og fyrir það, Iiggur í augum uppi, ekki sízt þar sem vandvirknin og hin vísindalega nákvæmni hefir verið jafnmikil og hér gefur raun vitni, enda er það sannfæring mín, bygð á nánasta persónulegum kunnugleika, að í biblíu- legum fræðum só nú engin honum lærð- ari á landi hór. Um sjálft biblíuþýð- ingarstarfið hefir biskupinn herra Þór- hallur Bjarnarson í bréfi til stjórnarráðs- ins frá 29. septbr. í haust farið þessum orðum : »Með því hefir hann unnið mjög svo þýðingarmikið verk fýrir kirkju vora, og þori eg jafnframt að fullyrða, að hanu héfir leyst það verk mæta vel af hendi.<( Það mátti því teljast happ fyrir prestaskólann, er jafn mentaður og mikilhæfur maður og síra Haraldur er var settur af hinu háa stjórnarráði, sam- kvæmt tillögum fyrirrennara míns, til að gegna æðra kennaraembættinu við skóla vorn, enda hefir hann ekki aðeins rækt starf sitt á skólanum með lofs- verðri alúð, heldur og sýnt það berlega að hann er gæddur ágætum kennara- hæfileikum. Þegar nú litið er til embættis þess, sem hór liggur undir veitingu, æðra kennaraembættisins við prestaskólann, þá dylst mór ekki, að það er guðfræð- isþekking umsækjendanna, sem fyrst og fremst ber að líta á, þegar til veitingar* innar kemur, þar sem guðfræðis- kenslan hefir ávalt verið og er enn að- alhlutverk 1. kennarans. Að svo hafi verið litið á hingað til bæði af fyrir- rennurum mínum í forstöðumannsem- bættinu og af veitingarvaldinu frá því er skólinn var stofnaður, er auðsætt af því, hvernig skipað hefir verið í þetta embætti, ekki sízt er það var veitt árin 1886 og 1894 og alveg eins stóð á og nú, að heimspekiskennarinn sótti um sððra kennaraembættið, enda gerir sjálf ReglugjöíC prestaskólans frá 15. ág. 1895 ráð'fyrir því hinu sama, þar Bem hún tekur það beint fram í 11. gr. um tvær af prófgreinunum, að um þær »skuli forstöðumaður og 1. kennari dæma með biskupic, ákvæði, sem væri með öllu meiningarlaust, væri þar ekki gert ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að guð- fræðiskenslan só aðalhlutverk 1. kenn- arans Eg fæ því ekki betur sóð en að það beri að skoða sem fasta og ófrá- víkjanlega frumreglu, að í æðra kennara- embættið, ekki síður en í forstöðumanns- embættið, sóu eingöngu skipaðir háskóla- mentaðir kandídatar með góðri einkunn fyrir lærdóm og vísindalegan þroska, meðan nokkur völ er á slíkum mönnum. Og frá þessari meginreglu álít eg, að ekki beri heldur að víkja nú. Það er nauðsynlegt vegna prestaskólans sjálfs, eigi hann að geta haldið áliti sínu sem æðri vísindastofnun, að til þess að hafa á hendi guðfræðiskensluna veljist þeir menn einir, sem hafa öðlast fullkomna vísindalega guðfræðismentun, — en þetta er þó sórstaklega nauðsynlegt á nálæg- um tíma, þegar litið er til hinna feikn- armiklu umbrota á svæði hinnar vís- indalegu guðfræði: Guðfræðiskennarar prestaskólans verða að vera svo vel mentaðir menn, að full trygging sé fyr- ir, að þeir geti fylgst með í vísinda- grein sinni og gert þær nýjungar, sem þar verða landfastar, arðberandi fyrir prestaefnin, sem á skólann ganga. Með hliðsjón á þessu, sem nú befir verið tekið fram, get eg ekki verið í neinum vafa um, að svo góðs maklegur sem docent Eiríkur Briem er, beri þó alla nauðsyn til þess að síra Haraldur Níelsson sé hér látinn ganga fyrir og leyfi mór því virðingarfylst að gera það að tillögu minni, að honum verði æðra kennaraembættið veitt. Af þessu umsagnarskjali lektors má sjá þau þrjú aðalatriði: 1. hann telur síra Harald Níelsson sérstaklega vel hæfan til embættisins. 2. hann telur bráðnauðsynlegt, að í embættið sé skipaður maður með vís- indalegri guðfræðimentun; 3. hann sannar það, að eftir reglu- gjörð skólans sé 1. kennara ætlað að vera aðal-guðfræðikennarinn, annar en forstöðumaður sjálfur. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu umsögn lektors, veitir fyrv. ráðgjafi sira Eiríki Briem embættið — og það án þess að kveðja nokkurn tima lektor til viðtals. í þessu horfi er málið, þegar nú- verandi ráðgjafi tekur við. Hann á ekki að ráðstafa nema hinu óæðra kennaraembætti, þvi embættinu, sem heimspekikenslan hefir hingað til verið tengd við. Hann lítur svo á, sem með öllu sé rangt að ráðstafa embættinu annan veg en með hliðsjón á hinum væntanlega háskóla. Þegar háskólinn tekur til starfa, á að greina heimspekikensluna alveg frá prestaskólanum. Og háskól- inn getur komið eftir tvö ár. Fyrir þyí virtist ráðgjafa langeðli- legast, að embættið væri ekki veitt, heldur maður s e 11 u r í það til bráða- birgða, maður, sem búast mætti við, að vel væri fallinn til að vera prófessor í heimspeki við háskólann. Svo sem kunnugt er, eiga íslendingar völ á tveimur slikum mönnum nú, mönn- um, sem fengið hafa þá heimspeki- mentun, sem hvarvetna mundi . vera talin góð og gild. Ráðgjafi gekk að því vísu, að síra Eirikur mundi hætta við heimspeki- kensluna og fara að kenna guðfræði eingöngu. Hann vissi það, sem allir vita, að þess eru engin dæmi hér á Iandi, að manni sé veitt embætti og hann jafnframt leystur frá skyldustörf- um embættisins og látinn gera annað. Svo að hann færði í tal við for- stöðumann prestaskólans þá tilhögun, að sérstakur heimspekikennari yrði settur til bráðabirgða, en guðfræði- tímakensla yrði fengin'að, sem þv. svaraði, er síra Eiríkur hefði kent ut- an heimspekinnar, 6 stundir á viku. En þar tók lektor af skarið, mót- mælti þeirri tilhögun gersamlega, af því að síra Eiríkur væri ekki fær urn þá kenslu í guðfræði, sem honum væri ætluð með því lagi. Enda voru þau mótmæli í fullu samræmi við um- sögn lektors, þá er getið er um hér að framan. Það varð þá að samningum með ráðgjafa og lektor, að síra Eiríkur skyldi íalda áfram heimspekikenslunni, en síra Haraldur Níelsson skyldi settur í embættið með hálfum launum sem guðfræðikennari — þó með þeim fyrir- vara, að lektor og 1. kennari tækju að sér þriðjung kenslustundanna, sem síra Haraldi væru ætlaðar. Hann treyst- ist ekki að taka að sér meira en 8 stundir á viku meðfram prestsembætti sínu. Með þeirri tilhögun fæst því tvennu framgengt: a ð heimspekiskennara-embættið við rrestaskólann er óveitt, og veldur eng- um örðugleikum, þegar háskólinn tek- ur til starfa; og að sá maður er trygður presta- skólanum til bráðabirgða, sem þeir báðir, biskup og lektor, telja skólan- um mestan feng að fá. Þeim bráðabirgða-úrslitum virðist oss að allir ættu að geta unað sæmilega. Ekki ætti landsmönnum að vera nein mótgjörð í þvi, að embætti, sem þeir kosta, sé skipað þeim mann- inum, sem færastur er, að dómiþeirra, sem langmest vit hafa á þeim málum biskups og lektors) — allra sízt, þeg- ar þeir greiða ekki fyrir starfið nema relming þess, sem þeim hefði annars borið. Ekki ætti söfnuðinum, sem kosið hefir síra Harald, að vera neinn ami að þvi, að prestaskólinn fái að njóta lærdóms hans og kennarahæfi- leika. Þá fyrst væri tilefni til óánægju, ef söfnuðurinn misti nokkurs í fyrir vanrækslu prestsins. En þeir sem þekkja manninn gera ekki ráð fyrir tilfinnanlegri vanrækslu af hans hálfu. Og ekki hefir neinn u m s æ k j - a n d i orðið fyrir neinni rangsleitni, eins og Lögrétta er að sakast um. Enginn getur átt tilkall til þessa em- bættis, nema hann sé sérstaklega vel til þess fallinn og öðrum fremri, sem völ er á. Og að umsækjendunum með öllu ólöstuðum, kemur víst engum kunnugum til hugar — og þeim ekki sjálfum — að halda þvi fram, að þeir jafnist við síra Harald í þeim efnum, sem sérstaklega koma til greina, þeg- ar ráðstafa skal vísindalegu guðfræðis- embætti. Iiögreglustjóri á siglufirði í sumar hefir verið sett- ur yfirréttarmálfærslumaður Kristján Linnet hér í bænum. Hann leggur af stað norður eftir vikutíma. Gasstööiu. Eins og sjá má nákvæmar af Reykjavíkur-annálnum hér í blaðinu, var gasstöðvarmálinu ráðið til fullra úrslita á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi, svo að rtú verður sjálfsagt tekið til starfa. Úr mótspyrnu þeirri, sem brytt hafði á gegn málinu, varð ekk- ert verulegt. En kært hafði verið út af lóðarkaupunum til stjórnarráðsins. Gasnefndinni var falið að semja um- sögn um það mál. Sögusafnið. Frönsku smásögunum, sem ísafold hefir flutt neðanmáls undanfarið, er nú lokið með þessu blaði. En ný saga byrjar í næsta blaði eftir norska skáldið AlexanderL. Kielland, sem góðkunnur er hér á iandi sem víðar, þótt lítið sé til eftir hann í íslenzkri þýðing. Af meiri háttar skáldsögum hans er þessi styzt, Elsa, en stórum vinsæl og ágætlega sögð. Síldarmatsmenn. Síldarmatsmaður á Akureyri er skip' aður^Jón Bergsveinsson skipstjóri í Hafnarfirði, en á Siglufirði Jakob Björnsson kaupmaður á Svalbarðseyri, Tjóðernismetnaður Og skólarnir. Nú liður vonandi ekki á löngu áður hætta má að kvarta yfir kjörunum þeim, er móðurmálið hefir átt um lang- an aldur í æðsta mentaskóla landsins: verið alger hornreka útlendrar tungu, sem þar hefir átt sér öndvegissæti alt fram á þennan dig — dönskunnar. Móðurmál vort íslendinga hefir orðið að þoka þar fyrir móðurmáli Dana. Á því höfum vér orðið að læra flestar greinir. Vér höfum numið á því og hugsað, og töluð íslenzka og rituð varð að gjalda. Engum dylst, hve mentamenn vorir rita fáir lýtalausa islenzku. Flest- um dylst, að íslenzku-kenslan sjálf á þar minsta sök. Hvað góður kennari sem væri gæti ekki látið 4 íslenzku- stundir á viku hamla neitt á móti hinum 20—30, sem nemandinn býr sig undir á dönsku. Enda verður hann þess sorglega var. Sveitapiltur f r. bekk gæti komist svo að orði; Volga sprettur upp í Úralfjöllum; en i 3. bekk hefði hún áreiðanlega upp- tök sín í Úralfjöllunum. í 1. bekk mundi hann segja að Gírondínar hefðu verið kendir við bygðarlagið Gironde, en mikið líklegt i 3. bekk, að þeir hefðu fengið nafn sitt eftir héraðinu. Frá kenslubókunum dönsku sprettur það i upphafi, sem kallað er í skóla að »vera slæmur í stílc, en í ritdóm- unum að »skrifa hrognamálc, »vera illa að sér í málinuc o. s.frv. Nem- andinn lærir á dönsku. Og hann á að segja frá á íslenzku. Frásögnin verður grautur úr báðum málum. Lítið af hádönskum orðum, urmull af dönskum talsháttum og orðskipunin aldönsk, eins og hann lærir hana. Svona verður íslenzkan — það er meinið; hún geldur. Nú hefir síðasta alþingi loks ráðið bót á þessu með fyrirmælum um, að allar kenslubækur þar verði á íslenzku. Það er þjóðernismetnaðurinn, sem er orðinn viðkvæmari en áður. Einmitt af þvf er ástæða til að minn- ast á annað mál hér, sem verið hefir á baugi: barnaskólastofnanir bæjarins tvær hinar helztu, Barnaskóla Reykja- víkur og Landakotsskólann. Vér teljum Barnaskólanum þá sam- kepni ekki nema holla. Til þess að gera meira en að standast hana, verð- ur hann að taka sér fram. Og hann v e r ð u r að gera meira en að stand- ast hana. Samanburðurinn á skólunum veldur deilum, sem ilt er að bræða í sam- mála skoðun. Það er vegna þess að boiið er saman það, sem verst er að dæma um: kenslan í þeim. Getur vel verið að hún sé betri í Landa- kotsskólanum, að stjórnsemi og reglu- semi sé þar meiri, eins og orð fer af, að nemendum þyki þar vistin miklu skemtilegri, o.s.frv. Það er ekki nema ánægjulegt, og ýtir því meir undir hinn skólann. En aðal-munurinn er auðsær. Og hann er þessi: Annar skólinn er islenzkur. Og hinn er d a n s k u r. í öðrum skólanum fer öll kensla fram á íslenzku. í hinum skólanum fer öll kensla fram á dönsku. í öðrum skólanum eru allar kenslu- bækur islenzkar. í hinum öllum danskar. % Hér grefur um sig sama átumeinið fyrir móðurmál nemendanna eins og i Mentaskólanum. Þeir læra alt af

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.