Ísafold


Ísafold - 17.07.1909, Qupperneq 2

Ísafold - 17.07.1909, Qupperneq 2
178 ISAFOLD ........._ • ^ Verzlunin DAGSBRUN fekk með s/s Sterling mikið af góðum og fallegum vörum handa DÖMUM, Blúsur, Hálslín, Storm- og andlitsblæjur, Mótorhúfur. Ryk- og Reg’nkápur handa HERRUM, Fataefni, að eins i einn klæðnað af hverri tegund. Hattar harðir, mjög léttir, sérstök tegund, sem ekki meiða ennið; einnig linir hattar. Skyrtur með linum manschettum og fl. tegundir mjög smekklegar. Slifsi alveg nýir litir og m. m. fl. Af Vefnaðarvöru eru altaf nægar birgðir, einnig alls kouar Klæðnaði handa Konum, Kðrlum og Bðrnum. Allir velkomnir að koma og skoða vörurnar í DAGSBRÚN Hverfisgötu 4. Talsími 142. dönskum bókum. Nema hvað það grefst hér enn betur inn í hugskotið fyrir þá sök, að þeir eru yngri. Þann mikla kost hefir Landakots- skólinn reyndar meðal annars, að þar er danska kendljómandi vel. Vér ættutn vitanlega að taka upp i öllum skólum vorum tnngumálakenslu á tungumálinu sjálfu sem kent er, og engu öðru. Kenna ensku á ensku, þýzku á þýzku o. s. frv. Fyrir þessu hafa sumir menn gengist í Landakots- skólanum. En að kenna alt á einu máli útlendu, það dregur langt of mikið frá íslenzkunni. Vér löstum ekki skólann. Þvert á móti. En þetta metnaðarleysi um tungu og þjóðerni, að verða að njóta allrar sinnar barnafræðslu á útlendu máli, — það hneykslar. Ekki aðeins fyrir þá auðsæju sök, hvert afhroð móðurmálið verður að gjalda í þessum leik. Alveg eins vegna hins, að þetta er svo stórprentuð aug lýsing á metnaðarskorti og undirlægju- skap. — n. Bréfdúfa handsömuð við Arnarstapa. Eftir þriffgja ára utivist. Skeyti frá Rohert Peary? Fyrir hálfri viku, þriðjudaginn 13. júlí, var fiskigufuskipið Ixslie úr Hafn- arfirði (Edinborg) á leið vestur undir Arnarstapa. Skipið var ekki að fiski, svo að bátar voru á þiljum. Þá sjá skipverjar að fugl er seztur i einn bát inn á þilfarinu; það er dúfa. Hún er dauðspök, þreytt orðin og mögur. Þeir taka hana. Hún er merkt á báðum fótum. A vinstra fæti er silfurhring- ur og grafið á í P. 1906 og eitt hvað fleira, sem þeir gátu ekki lesið. En á hægra fæti er gúmmi-hringur, nær Va þuml. breiður, og af breidd- inni réðu þeir að eitthvað fælist inni í, en vildu ekki hreyfa við neinu fyr en á land kæmi. Aðlíkindum er skeyti innaní gúmmi- hringnum og fangamark Roberts Peary eru stafirnir, hins fræga norðurheim- skautsfara, er þá var einmitt í heim- skautsför. En dúfan segir sjálf frá eftir helg- ina. Þá er skipsins von til Hafnar- fjarðar. (Fregnina sagði ísafold daginn eftir fyrv. skipstjóri á Leslie (Jón Berg- sveinsson), er talaði við skipverja samdægurs). Danskar ferðamannahópnr kom hingað á Sterling 14. þ. m„ 43 menn alls, er danska blaðið Politiken hefir séð fyrir ódýru fari. Foringi leið- angursins er Andersen-Nexö rithöf- undur, en viðtökumaður hér konsúll D. Thornsen. Þessir eru í förinni: Hr. Andersen-Nexö rithöfundnr með frá; hr. Breuningherlæknir með frá; frb. Christen- sen; frá Christensen, Emelie; hr. Christen- sen, jástizr&ð; hr. Christensen, Laaritz; hr. Christensen, T. læbnir með frá; hr. Conradsen, direktor, Horsen; hr. Crome, A. provisor; hr. Ekmann, Th; hr. Halle, Sophns skólanmsjónarm.; hr. Han- heide, A.; hr Hansen, Niels; hr. Hansen, Simon; dr. Hartmann; hr. Hedegaard, kap- teinn; hr. Hinding; dr. med. Holm, Tn.; hr. Hvass, y.'irdómsmálflm. með frá; hr. Jensen, bástjóri; hr. Jensen, A. málflm.; hr. Jesper- sen, W. L. eldri; hr. Jespersen, W. L. yngri; hr. Jessen, P., kennari; hr. kanpm. Lund; hr. Mellgren, Oöteborg; hr. Meyer, Albert; hr. Nedergaard, C. N.; frk. Nielsen, Herdis; hr. Oldager, málflm.; hr. Orthved, verkfr., Berlin; lyfsalafrú Park; dr. Ralp, A., Ar- ósnm; frk. Renk, Rosali; hr. Schnltz, direk- tör með dóttnr; hr. hljóðfærasm. Thile, F. A.; hr. Wiinblad; hr. Wollenberg, Albert. Fimtudaginn bauð H/f P. J. Thor- steinson & Co. öllum ferðamanna- hópnum út í Viðey, og nær 200 bæjarmanna að auki. Farið þangað á e/s Ingólfi um kl. r. Þar var alt skreytt fánum í eynni. Forstjóri fé- lagsins þar, hr. Nielsen, sýndi þeim eyna og öil mannvirki þar, fiskverk- unarstöðvar félagsins, kolabirgðir danska herskipsins, Steinoliuhlutafélags- ins, Sam. Gufuskipafélagsins o. fl. Þaðan var gengið heim að bænum og þeim sýnd öll búsáhöfn. Þá var skot- ið upp tjöldum á túninu og veitt þar. Nielsen forstjóri hélt ræðu fyrir gest- unum. Einn þeirra, Hvass yfirréttar- málflutningsmaður þakkaði fyrir hönd félaga sinna og mælti fyrir minni íslands. Konsúll Thomsen þakkaði fyrir hönd Reykvikinga og mælti fyr- ir minni félagsins (H/f). Agætt hljóð, og skemtileg samvist. Kl. 6 V2 var komið inn til bæjarins. * Kl. 9 um kvöldið hafði D. Thom- §en konsúll boðið ferðamönnum að hlýða á samsöng í Bárubúð eins og Þjóðverjum áður, söngsveit hr. Sig- fúsai Einarssonar. Yfir þeirri sam- komu létu Danir stórvel. Nexo hélt ræðu á eftir, og þakkaði sönginn. Kvað þá félaga hafa heyrt fyr að vísu íslenzkan söng bæði á skipsfjöl og í Skotlandi. En þeir hefði ekki séð jafnmikið lýsa sér í söngnum sem nú. Fjörglampinn í augum hinna ís- lenzku söngmanna, hann lýsti þvi, að þjóðin væri í æsku og ætti fram- undan sér langt og óunnið starfskeið. Hann vissi, að sjálfstæðisþráin væri rík í brjósti hinnar íslenzku þjóðar. í Danmörku væri ekki gerður nærri nógur greinarmunur á ást til ís- lands og óvild til Danmerkur. Viðlökurnar hér sýndi bezt, að það þyrfti ekki að fara saman. Sjálfstæð- isþrá íslendinga þyríti ekki að draga úr góðu samkomulagi. Hann kvað þá fara úr bænum með hugann full- an af viðkvæmni og söng. Þau áhrif hefði viðkynningin. Eftir sönginn bauð konsúllinn ferða- mönnum til tedrykkju með sér í Klúbbhúsinu. Þar voru fluttar ræður, og gestirnir létu í ljós ánægju og þakkir fyrir vinsamlegar og góðar viðtökur. í gær lét Th. konsúll fara með þeim á söfnin, léði þeim hesta inn í Laugar og spitala o. s. frv. Nokkrir hinna dönsku ferðagesta fóru akandi til Þingvalla í gær og koma i kvöld. Ætla sér þá á Sterling vestur. En hinir fóru í dag ríðandi áleiðis til Geysis og Þingvalla og verða sex daga i túrnum. Koma sama kvöldið aftur og Sterling fer héðan til Hafnar. Bandalag’ið. Þeim leiðist ekki gott að gjöra, dansk-íslenzku bandamönnunum. Ein greinin héðan frá Reykjavik kom nú með Sterling í Vort Land, einhverju svæsnasta og illorðasta hægrimanna blaði Danmerkur, eins og kunnugt er, því blaðinu, sem gerir sér ósleitilegast far um að hnekkja sjálfstæðiskröfum íslendinga og gera sem minst úr íslenzkri þjóð. í þessari grein er fyrst talað um alþingistíðindin, mikið skopast að þing- mönnum íyrir það, hvernig þeir falsi umræðurnar með leiðréttingum sín- um eftir á. Eins og nærri má geta, er þess látið ógetið í þessu sambandi, að ráðgjafinn hefir barist gegn því að vera að kosta upp á prentun þessara þingræðna, sem hann telur svo lítils virði, vegna þess hvernig þær eru til orðnar. Og aliir vita hér, hvernig pað hefir verið lagt út. Með öðrum orðum: í Kaupmanna- höfn eru alþingistiðindin notuð til að svívirða alpingi. Á íslandi er það notað til að svívirða riíðgjafann, að hann telur alþingistíðingin ótæk I Hinn hluti greinarinnar er um ráð- gjafann, eins og búast má við: Meðalal annars, sem honum er fundið til foráttu, er þnð, að hann vfsi mönnum til landritara og skrif- stofustjóra, þegar þeir komi með málaleitanir til hans. Eftir því ætti hann þá ekki að vera mjög ráðríkur! Þá kemur japlið um húsgögnin, sem flutt hafa verið í ráðgjafabústað- inn, en hafi átt að vera í alþingis- húsinu. Að mennirnir skuli ekki vera orðnir uppgefnir á að fara með þá endileysui Þingið 190j veitta 50 þús. krónur til þess að búa út risnu- herbergi i alþingishúsinu og gera meira við húsið. Af þessu fé fór mestur hlutinn hjá hinurn fráfarna ráð- gjafa í húsgögn, veitingastofu-viðbótina við húsið og miðstöðvarhitunar-um- búnað. Og siðasta þing hvarf með öllu frá að hafa nokkur risnuherbergi í alþingishúsinu, keypti í þess stað ráðgjafabústað, sem meðal annais á að nota til risnu. Hvar ættu þá þessi húsgögn landsins að vera, annarstað- ar en i þeim herbergjum i ráðgjafa- bústaðnum, sem ætluð eru til risnu ? Og er ekki lítilmenskan meiri en í meðallagi, þegar menn leggja sig nið- ur við að fylla Dani vitleysum um annað eins mál. Þá er ekki gleymt að minna Dani á það, að blái fáninn — sem nú er orðinn grískur, en ekki eign Kriteyinga lengur — hafi verið dreginn á stöng á ísafoldar-húsinu. Dönum ætti að vera orðið það minnisstætt. Um það er alt af skrifað. Úm áfengisbannlögin segir bréfrit- arinn, að þau séu »beinlinis samnings- rofc (ligefrem traktatstridige). Ekki er þess samt getið, hvaða samningur það sé, sem með þeim eigi að vera rofinn. Sjálfsagt veit höf., að ekki getur þar verið um neinn samning að tefla, sem nokkur maður hefir haft rétt til að gera fyrir íslands hönd. Og ganga má að því visu, að sög- urnar um þennan samning séu ekkert annað en ósannindi. En sýnilega er þessu samningsrofi smeygt inn til þess að vera að minsta kosti fyrir fram á réttu hliðinni — Dana megin — ef til staðfestingarsynjunar kynni að koma. Og að lokum verður höf. skraf- drjúgt um botnvörpungasektirnar, sem nú eiga að renna í landsjóð eftir fjár- lögum næsta fjárhagstímabils, og við- skiftaráðunautinn, sem á að gera óþarf- an danskan generalkonsúl og sýna persónusambandið í framkvæmd, eftir því sem honum farast orð. Ummæli hans um þau atriði verða ekki annan veg skilin en að hann sé að panta staðfestingarsynjun fjárlaganna. Sjá má á eftirfarandi bréfkafla frá Khöfn, rituðum. 6 þ. mán., hvernig íslendingar þar líta á þetta bandalag: Bréf B. Kr. var símað heiman að, nær því orði til orðs, daginn sem ráðherra kom hingað. Tilgangurinn var bersýnilegur, þótt mér skildist svo, sem árangurinn hafi enginn orðið. Greinarnar í Berlingi og Vort Land eru Hka auðsjáanlega til þess ritaðar, að spilla fyrir staðfestingu þeirra laga, sem þingið hefir samþykt. í Lögréttu var nýlega grein, sem okkur skildist ekki vera rituð í neinum öðrum til- gangi en þeim að þýðast á dönsku og spilla fyrir staðfestingu laganna. Auð- vitað er það ekki ný bóla með Lög- réttu. Við íslendingar hér í Höfn fáum venjulega Lögréttu í tvennu lagi: fyrst á islenzku með póstinum; svo næsta dag á dönsku í Berlingi. Það virðist varla ástæðulaust að stinga þvi að Lögréttu-stjórninni að fara að láta blaðið koma út á dönsku. Hitt er ekki annað en tvíverknaður. íslendingar hér eru flestir sárgram- ir þessum islenzku skrifum i dönsk blöð — alveg án flokksgreinarálits. Enda er það sárgrætilegt, að flokkur, sem nefnir sig Heimastjörnar-menn, skuli verða til þess að flytja íslenzka stjórnmálabaráttu yfir í dönsk blöð, skuli vera að ráðast aftan að sjálf- stæðistilraunum sinnar eigin þjóðar, í dularhjúp og i blöðum þeirrar þjóð- arinnar, sem vér eigum i höggi við um sjálfstæðisrétt vorn. Þetta er svo tilfinnanlegur ósómi, að það hiýtur að vera hægt að fá þjóðina til að sjá það. Aðalfundur íslandsbanka. 16. júlí 1909 var haldinn aðalfnndur í íslandsbanka og fór þar fram: 1. Landritari Klemens Jónsson skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bnnkans síðastliðið ár og út- listaði helztu atriðin úr reikningi bnnk- ans það ár. Lýsti hann þvi jafnframt yfir fyrir hönd fulltrúaráðsins, að bankinn hefði unnið mikið og lof- samlegt starf árið sem leið, sem bankastjórnin ætti þakkir skilið fyrir af hálfu fulltrúaráðsins. 2. Framlögð endurskoðuð reikn- ingsuppgerð með tillögu um, hvernig verja skuli arðinum fyrir árið 1908 og var með öllum greiddum atkvæð- um samþykt að verja arðinum á þann hátt, sem lagt er til á 4. bls. reikn- ingsins. Fá hluthafar þá 6^/^f í arð af hlutafé sínu fyrir árið 1908. 3. Framkvæmdarstjórn bankans var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikn- ingsskilum. 4. Statsgældsdirektör C. O. A. Andersen, sem fara átti úr fulltrúa- ráðinu af hluthafa hálfu, var í einu hljóði endurkosinu. 5. Endurskoðunarmaður var í einu hljóði endurkosinn amtmaður J. Hav- steen. 6. Kaupmaður Ásgeir Sigurðsson stakk upp á að hluthafar vottuðu bankastjórninni þakkir sinar fyrir mjög góða frammistöðu sína í þarfir bank- ans árið sem leið. Var það samþykt með lófaklappi. Skýrsla landritara. í ársbyrjun 1908 voru almenn og óvenjumikil peningavandræði um alla Norðurevrópu, sérstaklega í ‘ flestum skandinavisku löndunum. Þar af leiðandi voru vextir framan af árinU óvenjulega háir. — Til allrar ham- ingju hepnaðist bankanum í febrúar- mánuði 1908, þegar peningavandræðin í Kaupmannahöfn voru í algleymingi sínum, að selja 1 njiljón í banka- vaxtabréfum fyrir 98% og mátti það heita óvenju góð sala eins og á stóð. Var það að miklu leyti fjárhagsstjórn- inni dönsku að þakka, að þessi banka- vaxtabréfasala gekk svona greiðlega, því að hún keypti mestan hluta bréf- anna. Af þessari sölu stafar tap það, 19800 kr., sem uppfært er i síðasta ársreikningi út af sölu bankavaxta- bréfa (mismunur á nafnverði og sölu- verði) Hefði að vísu mátt jafna þess- um halla niður á fleiri ár, en banka- stjórnin kaus heldur að færa hann til útgjalda allan í einu lagi, með því að rekstur bankans hafði að öðru leyti gefið góðan arð. Þrátt fyrir peninga þá, sem bankinn fekk við þessa banka- vaxtabréfasölu og sem að miklu leyti var varið til greiðslu upp í erlendar bankaskuldir, hefir bankinn alt síðast- liðið reikningsár átt við mikil vand- ræði að stríða, til að afla sér svo mikils starfsfjár, sem nauðtynlegt hefði verið, eins og ástatt var hér á iandi. — Eti peningaástandið hér fór fyrir alvöru að verða athugavert, þegar Landsbankinn tók til að auglýsa, að hann eigi keypti lengur bankavaxta- bréf þau, sem lántakendur í bankan- um fengu útborguð veðdeildarlán sín með. Stjórn íslandsbanka áleit sig þó neydda til að gera sitt-til að af- stýra þeim vandræðum, sem af því gætu hlotist, ef eigi væri unt að taka peningalán hér á Iandi, jafnvel þótt 1. veðréttur í fasteign væri í boði og íslandsbanki keypti því af I.andsbank- anurn ‘/2 í bankavaxtabréfum og auk þess um aðra hálfa miljón í slík- um bréfum af lántakendum Lands- bankans. Féð til að borga bréf þessi útvegaði íslandsbanki með til- tölulega góðum kjörum, sumpart á Bretlandi (London og Edinborg), sum- part í Noregi. — Þegar eitthvað veru- lega raknar úr ástandinu, væntir bank- inn að geta selt þessi bankavaxtabréf — þau, sem óseld eru — í Danmörku, sem er eina landið, að heita má, þar sem unt er að selja íslenzk verðbréf. Umsetning bankans var árið sem leið talsvert stærri en undanfarin ár, og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.