Ísafold - 31.07.1909, Síða 1

Ísafold - 31.07.1909, Síða 1
Kemui út ýmist oina sinni eöa tvisvar i vika. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eöa 1 x/a dollar; borgist íyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bandin viö áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaapandi skaldlaas vib blaöiö. Afgreibsla:* Aastarstrœti 8. XXXVI. árg. Reykjavík laugardaginn 31. júlí 1909. 49. tölublað I. O. O. F. 90869. ________________________ Aagnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spít.al Porngripasafn opið á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 ll% og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */a siöd. Landakotskirkja. Gtuösþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 10 V*—21/». F-ukastjórn við 12—1 Landsbókasafn 12—8 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þi*u, fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. 1 */a—21/*. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- Pétuf 1. ThorstÉsson Lækjartorg R eykjavík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einníg dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn I Muniö eftir aö ganga í Sjúkrasjóö iönaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10. Fanaflilfii IMSOLFUR fer til Borgarness ág. 3., n., 19., 29. Garðs og Keflav. ág. 5., 8., 16., 2ý Sandgerðis ág. 8., 16., 25. Alt staðfest. Anægja og vonbrigði. Ritsíminn færði oss þá gleðifregn í gær, að öll lög síðasta alþingis, þau er ekki höfðu verið staðfest áður, hefði konungur nú staðfest — auð- vitað að sambandslögunum undan- teknum, sem ekki hefði verið unt að staðfesta nú, þó að Danir ætluðu sér að gang^ að þeim. Það vekur áreiðanlega mikla ánægju út um alt land hjá öllum þorra manna. En til eru þeir menn, þvi er nú ver, sem finna til óánægju og vonbrigða út af því — eins og fregnin í síðasta blaði um, að landsjóðslánið væri fengið, var þeim lika vonbrigði. Þeir eru fáir. En til eru þeir. Það sýnir bezt, út á hve viðsjár- verða glapstigu sumir eru að komast, að þeir v o n a það, að lög þingsins verði að engu, að annaðhvort verði þeim synjað staðfestingar af konungs- valdinu, eða þau geti ekki komist í framkvæmd fyrir erlenda mótspyrnu. Þeir vona, að landi og þjóð farnist sem verst. Til eru þeir menn, sern vonuðu, að landinu mundi verða synjað um lán það, sem síðasta alþingi veitti heimild til að taka, vonuðu það svo fastlega, að þeir töldu sjálfum sér og öðrum trú um, að svo færi áreiðan- lega, og að e k k i rættist neitt fram úr peningavandræðum landsmanna. Sú hrakspá var flutt og fullyrt úti um alt land, nteð öruggum tilstyrk land- símans. Og til eru þeir menn, sem vonuðu og unnu að því af mætti, að fjárlög- in yrðu ekki staðfest. Þeir reyndu að fyfla Dani vonzku út af tveimur atriðum fjárlaganna: viðskiftaráðu- uautnum og sektum fyrir ólöglegar fiskiveiðar útlendinga, sem eiga hér eftir allar að renna í landssjóð, eins og þær gerðu þangað til 1906. Svo bagalítið sem það ætti að vera Dön- um, að vér kostum mann í útlöndum til þess að fræða aðrar þjóðir um landið okkar, og svo sjálfsagt sem það ætti að vera, að enginn geti bannað okkur annað eins, þá reistu menn á þessu miklar vonir um staðfestingar- synjun. Og svo gersamlega ástæðu- laust sem það er, að vér greiðum meira fyrir strandvarnirnar en þau miklu hlunnindi Dana að mega veiða hér í landhelgi — hlunnindi, sem Fær- eyingar meta afarmikils og aðrar þjóðir mundu fúsar á að greiða stórfé fyrir — þá gerðu menn sér líka vonirum, að konungur mundi setja þvert nei við f járlögunum fyrir það, að feld var burt greinin um það, að 2/3 sektanna skyldu renna í rikissjóð Dana. — Fjárlögunum verður synjað stað- festingar. Við v i t u m það. Þá verð- ur að stofna til nýrra kosninga, sögðu þeir. — Og saa skal De se Löjer! sögðu þeir, sem tamt er að nota dönskuna. ísafold feykti allri þeirri tilhlökkun út í buskann, þegar hún kom, 10. þ.m., með fregnina um það, að fjárlögin, ásamt 24 öðrum lögum, væru staðfest. Samt hættu mennirnir ekki að vona, að einhver vandræði hlytust af. — Hafið þið ekki heyrt, að hér fylgir böggull skammrifi? sögðu þeir. Vitið þið ekki um bráðabirgðalögin ? — Nei. Hvaða bráðabirgðalög ? — Þau, sem nema úr gildi ákvæð- ið um viðskiftaráðunautinn. Og þeir töidu sig þess sæla að vera þetta fróðari öðrum mönnum, sem hlógu að bráðabirgðalögunum. Þá kom næst fregnin um, að við- skiftaráðunautur væri skipaður. Svo að af þeirri hnútu var ekki annað að kroppa en jagið út af því, hver fyrir kjörinu hafði orðið. Allar vonirnar voru nú reistar á áfengisbannlögunum. Fyrir löngu hafði verið búin til sú hræða og bor- in út meðal lýðsins, að þau riðu bág við samninga, sem Danir hefðu gert við Frakka um viðskifti vor — auð- vitað þá í algerðu heimildarleysi. Dönum var skrifað um brotið á samn- ingunum, í því skyni að æsa þá. Og margsinnis hefir það verið borið út hér um höfuðstaðinn, ekki að eins að áreiðanlegt væri, að áfengislögun- um yrði synjað staðfestingar, heldur og að sú staðfestingarsynjun vœri peg- ar um garð gengin. Svo máttugar voru vonirnar. Og í gær urðu þær allar að engu. Alt er staðfest — áfengisbannlögin, ein merkustu lögin, sem nokkurum þjóðhöfðingja Norðurálfunnar hefir auðnast að staðfesta, og háskólalögin, jafnt og lög um mestu smáræðin. Mikill meiri hluti þjóðarinnar sam- gleðst Birni Jónssyni út af þvi, sem hann fekk framgengt þennan heilla- dag, 30. júlí 1909. Prcstaskóliim. Lögrétta hefir svarað grein vorri með því nafni, sem stóð i 45 Lfl. Isafold skyrir að sjálfsögðu enn ná- kvæmara frá því máli. En réttast virðist eftir atvikum, til þess að frá- sögnin verði sem nákvæmust, að fresta þeitn umræðum, þar til er ráðgjafi kemur heim aftur. Hann hefir með- al annars sjálfur talað við forstöðu- mann prestaskólans um þá ráðstöfun, sem hér er urn deilt. Astandið á Kiisslandi og Englendingar. Þess var getið fyrir nokkuru í sím- skeytum og öðrum útlendum fréttum safoldar, að hörð mótmæli hefðu romið fram á Fnglandi gegn því að Rússakeisari kæmi þangað í sumar og fengi þar glæsilegar viðtökur, eins og til stóð að sjálfsögðu, ef hann kæmi á annað borð. Mótmæli þau stöfuðu af þeim hörm- ungafregnum, sem heiminum hafa bor- ist af ástandinu á Rússlandi, kúgun- inni og harðneskjunni, sem þar er beitt af hálfu ríkisstjórnarinnar. Mörg- um Englendingum finst sem um í- skyggilega afturför sé að tefla með stjórn sinni í afskiftum af frelsismál- um veraldarinnar frá því er áður gerð- ist, þegar Bretar sendu flota sinn til Grikklands í frelsisstríði Grikkja, eða regar John Russell lávarður tók í strenginn í frelsisbaráttu ítala. En á síðari árum hafa Englendingar horft að- gerðalausir á ódáðaverkin, sem Tyrkja' soldán hefir látið frernja í Armeníu og Makedóníu, og mótmæli þeirra gegn aðförunum í Congo hafa enn orðið að árangurslausu hjali. Þetta svíður þeim Englendingum, sem mestan sam- hug hafa með öðrum þjóðum. Og þeim finst óþolandi, að yfirmanni rússnesku stjórnarinnar sé tekið með fagnaðarlátum á Englandi, án þess að minst sé rieitt á þá óhæfu, sem þeir telja þá stjórn vera að fremja í ýms- um efnum. Urslitin virðast eiga að verða þau, að Rússakeisari kemur ekki á land á Stórbretalandi, en að hon- um verður veitt viðtaka á skipum úti, enda telja sumir það ráðlegast. Krapotkin fursti, mestur merkis- maður Rússa, þeirra er nú eru í út legð, stórfrægur vísindamaður og rit- höfundur, hefir nýlega skýrt frá fang- elsunum á Rússlandi í einu Lundúna- blaðinu. Hann hefir þar farið eftir vitneskju, sem fram hefir komið á rússneska þinginu, mestmegnis frá fyrv. þingmönnum, sem hafa verið, eða eru enn, í fangelsum. Eftir því sem Krapotkin segist frá, er fangelsum Rússlands ætlað að taka 90 þúsundir manna. Fyrir fjórum ámm var meðalfjöldinn í fangelsunum daglega 85 þúsundir; 1906 var hann kominn upp í 111 þús.; 1907 138 þús.; síðastliðið ár 170 þús.; og í febrúar í vetur var mannfjöldinn þar orðinn yfir 180 þúsundir. í fangels- unum eru, með öðrum orðum, 2 menn í því rúmi, sem einum var ætlað að jafnaði. í sumum fangels unum eru þrisvar og jafnvel fjórum sinnum fleiri en til var ætlast. Menn- irnir sitja þar í óumræðilegum óhrein- indum, fæðið er skemt og mjög lítið, og almennum heilbrigðisreglum er nær því ekki sint. Nýlega var lögð fyrir rússneska þingið skýrsla um fangelsið í Moskvu. Þar eru 1,300 sakamenn, sem dæmd- ir eru til hegningarvinnu, helmingur þeirra fyrir afskifti af stjórnmálum. Hvert herbergi er 12 álna langt og fimm álna breitt, og í því eru 25 fangar. Þeim er ekki leyft að vera úti undir beru lofti nema fjórðung stundar á hverjum degi. Af sjúkling- um þar eru 65 af hndr. sjúkir af skyrbjúg. Þeir eru látnir vera innan um hina fangana, allir hafðir í hlekkj - urn og eru þrásinnis barðir af fanga- vörðunum. Þegar búið er að berja þá, eru þeir settir í myrkvastofu. Frá einum manni er sagt, sem hafði verið barinn 7 daga samfleytt; þá varð hann brjálaður og dó þrem dögum síðar, Dagana frá 15. til 20. febrúar í vetur lágu 70 af bandingjunum í þessu fang- elsi i taugaveiki. Og fullyrt er, að engu betur sé ástatt í fangelsunum yfirleitt Korolenko heitir nafnkendur rúss- neskur rithöfundur. Hann hefir skýrt frá meðferð á sjúkum bandingjum, sem hann hefir sjálfur horft á, og frásögn hans hefir verið tekin upp i Lund- únablöðin. Mennirnir voru sjúkir at taugaveiki. »Eg sá komið með tvo vagna inn í garðinn,« segir hann. »Hermenn fylgdu þeim. í vögnunum voru tauga- veiki-sjúklingar, sem verið var að flytja í bandingja-sjúkrahúsin úr fangelsinu. Mennirnir voru allir meðvitundarlaus- ir, Iágu eins og trjábútar í vagninum, og höfuðin lömdust við fjalirnar. Menn höfðu jafnvel ekki stungið hnefafylli af hálmi undir höfuðin. Mennirnir lágu nær þvi hver ofan á öðrum. Sumir voru í andarslitrunum. Tveir þeirra önduðust einni eða hálfri annarri stund síðar. Allir voru þeir í hlekkjum. Eg sá líkin borin í kappelluna — þau voru bæði í fjötrum. Verðirnir höfðu vanið sig á að berja fangana, og þeir héldu því áfram í sjúkrahúsinu, svo að yfirvöldin urðu að skerast í leik- inn; en eg er hræddur um, að það hafi orðið árangurslaust. Þeir héldu áfram sama athæfinu eins og í fang- elsinu, en voru ekki eins stórvirkir.* Pyndingum er mjög beitt í fangels- unum, einkum í því skyni að fá menn til að játa á sig glæpi. Tennur fang- anna eru oft brotnar. Járn eru skrúf- uð inn í hendurnar á þeim. Og sak- lausir menn og sekir eru hýddir hræðilega. Þeim pyndingum er með- al annars beitt við börn, til þess að fá þau til þess að koma upp um foreldra sína. Ungar konur eru af- klæddar að fullu, áður en lögreglu- mennirnir hýða þær, og nokkur dæmi vita menn þess, að þær hafi orðið brjálaðar af þessari óskaplegu með- ferð. Sjálfsmorð eru tíð. Fangarnir hengja sig og taka inn eitur, til þess að losna við hörmungarnar, og eitt dæmi vita menn þess að minsta kosti, að maður, sem tekinn hafði verið fastur fyrir stjórnmál, kveikti í rúminu sínu og brendi sig til ösku. Meðal sjálfsmorðingjanna hafa verið 14 ára drengir. Ein 22 ára stúlka hengdi sig í hári sínu, og önnur enn yngri réð sér bana með því að skera sig með glerbrotum. Líflátsdómar verða ekki kveðnir upp á Rússlandi eftir almennum hegning- arlögum; til þess að taka menn af lifi þarf herdóm. En svo mikið hefir því valdi verið beitt síðustu fjögur árin, að í því efni hefir verið sann kölluð ógnaröld á Rússlandi. Sam- kvæmt lögregluskýrslum, sem lagðar hafa verið fyrir þing Rússa, hafa af- tökurnar verið 2118 síðustu 3 árin; en menn eru sannfærðir um, að í raun og verú hafi þær verið miklu fleiri. Þær skifta þegar mörgum hundruðum síðan um nýjár í vetur. Margar fara þær fram eftir skipunum fylkisstjóranna, án þess að nokkur réttur sé settur. í einni sveit voru konur líflátnar fyrir að hafa hýst ræn ingja. Fylkisstjórarnir hafa líka vald til að láta flytja menn í útlegð til Síberíu eða annarra staða, án dóms og laga. Mennirnir, sem gerðir hafa verið út- lægir með þeirri réttaraðferð, eru sagð- ir vera 74 þusund að tölu. Og hörm- ungarnar, sem þeir lifa við í útlegð inni, enn óumræðilegar; meðal ann- ars er það tekið fram, að mat fái þeir fyrir 1 penny (nál. 7 aura) á dag. Það virðist ekkert undarlegt, þó að Englendingar hafi ekki geð til þess að taka keisara með tiltakanlegri ástúð, þegar slíkar sögur eru sagðar af stjórn hans. Raddir tímanna. Sérstaka athygli vakti það á um- ræðufundi um bannlögin, sem hér var haldinn í vetur, að þar tóku til máls tveir læknar og lýstu mjög gagn- stæðum skoðununr á notagildi, eðli og áhrifum áfengis. Annar þeirra var roskinn maður og farinn að grána fyrir hærum, upp- gjafalæknir og — »úr hinum eldri skóla«. Hann hélt því fram, að áfengi væri ekki skaðlegt; pað vceri ekki eitur_ Ef til vill mætti neyta þess í svo stórum skömtum, að það »yrði eitur*. En það eitt væri eitur, sem skaðlegt væn í smáskömtum, svo sem morfín eða ópium, og ekki væri þó talað um aðflutningsbann á þeim tegund- um. Það væri og hinn mesti barna- skapur að vitna í hagfræðiskýrslur um áhrif og afleiðingar áfengisnautnar, ekkert á þeim að byggja í því efni, og með öllu rangt að kenna áfenginu um glæpi og annan misverknað. Maðurinn virtist mæla af sannfær- ingu. Og tilhlýðileg virðing var hon- um sýnd, gráhærða öldungnum. Allir störðu á hann, og dauðaþögn varð í fundarsalnum. Það var sem lesa mætti á svip áheyrendanna þessa hugsun: Vér könnumst við hjáróma rödd hins liðna tíma; hún minnir oss á svo margar sorglegar raunir og afglöp liðinna kynslóða. En horfum ekki í villumyrkrið að baki oss, heldur á bjarma þess ljóss, sem fram undan er. Hinn læknirinn var maður á bezta aldurskeiði. Hann dirfðist að andmæla öldungn- um. Hélt því fast fram og með rök- um, að áfengið vari eitur. Um það væri ekki skiftar skoðanir lækna nú á tímum. Og hann beiddi öldunginn að nefna lyfjaskrá, þar sem áfengi (Al- kohol) væri talið annarstaðar en í flokki eiturtegunda. Orsökin til þess, að ekki hefði verið risið upp gegn ópíum og morfíni, væri auðvitað sú, að hér hefði ekki bólað á tilhneigingu til að vanbrúka þær tegundir, svo sem á- fengiseitrið. Það væri og viðurkent fullkomlega réttmætt, að telja áfeng- inu til saka þann misverknað og glæpi, sem framdir væri undir áhrifum þess, og að hinn mentaði heimur þekti engan öruggari grundvöll að byggja á dóma sína en hagfræðiskýrslurnar; í þeim væri að finna kjarnasafn dýr- mætrar reynslu og nákvæmustu þekk- ingar. Áheyrendurnir væntu andsvara öld- ungsins; en — hann var þá horf- inn.----------- En skoðun öldungsins er ekki með öllu undir lok liðin. Hún birtist sem sé í Ingólfi 22. þ. m., í öllum sínum fár- ánlegu uppgjafa-reifum. Nú þykir þó ekki hlýða að »þrátta um það við bannmennina, hvort á- fengi sé eitur eða ekki«. En hitt er víst, segir þar, »að afleiðingainar af nautn þess eru töluvert aðrar en af morfíns- og ópíum-nautn«. Og því er þá ekki bannaður inn- flutningur á þeim eiturtegundum ? — er spurt. »Á morfíni og ópíum geta menn drepið sig á svipstundu, að kalla, ef menn taka nógu stóran skamt.« En »til þess að drepa sig á áfengi þarf að minsta kosti mörg ár eða áratugi, og þó altaf vafasamt, hvort það hepn- ast« I — »Með áfengi er ómögulegt að drýgja dráp eða morðU Svona stendur það í blaðinu — svart á hvítu, þótt ótrúlegt kunni að þykja. Er það ekki sem oss virðist: — er ekki þetta ómur af rödd liðinna tíma? Eða misskiljum vér samtíð vora, að hún sé í raun réttri komin tölu- vert langan spöl fram hjá þessum vegarmerkjum og horfi í aðra átt, en hér er stefnt?

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.