Ísafold - 31.07.1909, Side 2

Ísafold - 31.07.1909, Side 2
194 ISAFOLD Vér spyrjum samferðamennina til beggja handa. Og þeir eru oss sam- dóma allflestir. Erum vér þá allir viltir ? Vér leitum lengra, leitum til er- lendra visindamanna, heimsfrægra lækna og annara merkismanna og heyr- um hvað þeir segja um þessi efni. Og vér viljum mega treysta því, sem mælt er og staðhæft, að þeir reisi dóma sína á hinum kostgæfilegustu og öruggustu rannsóknum, sem föng eru á, og láti ekki annað ilppi en það, sem reynsla og vísindi haja sannað með ómótmalanlegum rökum. Og hvað segja slíkir menn um notagildi og eðli áfengisins og af- leiðingar af nautn þess? Eru þeir samdóma öldungnum, þeim er nefnd- ur var? Doktor M. Helenius hinn finski segir (í bók sinni: »Alkoholspörgs- maalet«, sem hér er vitnað til), að Kroepelin prófessor í Heidel- berg haji sannað pað með margítrek- uðum rannsóknum, að jafnvel örsmáir skamtar af þyntu áfengi (Alkohol) deyfi andlega hæfileika mannsins, og það stafi af eitrun taugakerfisins. — Er þetta ósatt? Pippingskjöld prófessor, finskur háskólakennari í læknisfræði fer svo- feldum orðum um þá menn, er dag- lega neyta áfengis »/ hóji<a: »Mætti þeim auðnast það látnum, að vera við vísindalega rannsókn á lifrum þeirra, mundu þeir flestir sannfærast um, að þeir hefðu stytt sér aldur; og þeir mundu að líkindum bregða við og hvisla að sonum sínum þeim lifsregl- um, er þeir höfnuðu sjálfir í lifanda lífi. c - Dr. Helenius segir, að eitursöjnunin í iikama þess manns, er áfengis neyt. ir, valdi ákveðinni breytingu á tauga- kerfi hans. Breytingin sé að vísu hægfara hjá þeim, er áfengis neyta »í hófi«, en hún fari þó smám saman vaxandi og valdi ákveðinni veiki. »Þess vegna ryður sú sannfæring sér æ ineir og meir til rúms meðal lækna, eftir þvi sem þeir athuga þetta mál vand- legar, að það eru ekki ofdrykkjumenn einir, sem verða fyrir skaðlegum á- hrifum áfengisins, heldur og fjöldi þeirra manna, er taka mundu það illa upp, ef nefndir væru því nafni.« — Sé hér ekki um hégómamál að ræða, þá er það auðsætt, að »hófsemdar- mennirnir* fara glapstigu. Sænskur vísindamaður, Selden að nafni, gefur þessa eftirtektarverðu skyrslu um afleiðingar áfengisnautnar: »Ef rann- sakaðar eru smáæðar á líki manns, sem lifað hefir án áfengis og við góða heilsu, má sjá, að þær eru teygjanlegar, mjúkar og jafnar og láta undan, ef við þær er komið; þegar tekið er á þeim, eru þær hálar, slímkendar og snerpulaus- ar. En í drykkjumanninum eru þær aftur á móti óteygjanlegar, harðar við- komu, ójafnar og hrukkóttar, eins og börkur. Hver verður nú afleiðingin, þegar blóðið rennur hægt og seint um þessar óteygjaniegu og ójöfnu æðar frá máttlausu og útslitnu kvap- hjarta ? Það getur þá auðveldlega komið fyrir, að litlar blóðagnir festist í hrufunum; og þegar blóðkornin eru ekki hál og slétt eins og þau eiga að vera, heldur hrufótt og ójöfn, er hætt við að þau loði saman á göddunum, eins og kambar. Smám saman bæt- ast fleiri við, þangað til blóðkökkur- inn er fullger — blóðaðin stíjluð. — Og þetta er ajilangt meiu. Þvi að þegar æðin er stífluð, gerist eitt af tvennu: Annaðhvort yfirvinnur hjartað þessa mótspyrnu og sprengir aðina, en það getur valdið hættulegum blóðmissi; — ef slík æð springur í heilanum, er sagt að sjúklingurinn deyi af slagi; springi hún i lungunum eða magan- um, deyr maðurinn af blóðspýju. — Þetta var annar möguleikinn. En sitji blóðkökkurinn í æðinni og sé hún nógu sterk til að standast þrýsting hjartans, þá lýist hjartað að lokum og drykkjumaðurinn deyr aj hjarta- bilun.« — Mikils væri um vert að fá það sannað, ef lýsing þessi er röng i veru- legum atriðum. Sé hún hinsvegar rétt — og það efum vér ekki —, ætti hún að vera alvarlegt íhugunar- efni þeim mönnum, er telja áfengið holt og háskalaust og berjast með oddi og egg gegn útrýming þess. Það virðist óþarft að lengja þennan pistil með þvi að skýra frá því, hve afarmikinn þátt áfengið á i glæpum og misverknaði, að dómi hins ment- aða heims. Enda má hvarvetna finna skýrslur um það efni. Og útkoman er þar alt önnur en hjá lækninum gamla. Urkynjunin er þó talin ein hin allra skuggalegasta hlið áfengismálsins. Fjöldi vísindamanna hefir komist að þeirri niðurstöðu, að mikill meiri hluti drj kkjumanna hafi orðið það að meira eða minna leyti vegna erjðaspillingar. Börn drykkjumannsins eru oft geð- veil eða fábjánar frá móðurlífi. Legrain, frægur frakkneskur læknir, segir, að barn drykkjumannsins sé úrkynjað, veiklað, vínsýrt og geðveilt. »Og fyrir þá sök ber að skoða áfeng- ið megin-orsök úrkynjunar, tálmun á eðlilegri mannfjölgun, mannfélagsvoða, og uppsprettulind ónauðsynlegra út- gjalda.* Prófessor Bunge í Austurríki fer um þetta svofeldum orðum: Sé faðir- inn drykkjumaður, þá missir dóttirin atgervi til þess að geta nært barn á brjóstum sér, og það atgervi er þá horfið öllum afkomendum hennar. Og við það magnast úrkynjunin frá einni kynslóð til annarar. Þrátt fyrir þetta er enn verið að berjast við að halda fram þeirri löngu úreltu kenningu, að áfengið sé ekki eitur, það sé óskaðlegt með öllu, jangt að eigna því nokkurn þátt í misverkn- aði, glæpum eða nokkuru mannfélags- meini o. s. frv. Wolseley lávarður taldi áfengisnautn- ina skæðasta óvin Bretlands. Andrew Clark, liflæknir Viktoríu drotningar og yfirlæknir við sjúkrahús Lundúna, lýsti því yfir eitt sinn, er hann hafði rannsakað sjúkdómsorsakir sjúklinga sinna, að sér væri skapi næst að leggja niður embætti sitt, leggja af stað í krossferð og flytja heiminum þennan boðskap um áfengið: Varið yður á pessum skaða óvin kynslóðar vorrar. Friðrik Vilhjálmur IV. Prússakon- ungur taldi það hina mestu heill og blessun, er hlotnast gæti á ríkistjórn- arárum hans, ef takast mætti að losna við áfengisbyrðina. Og Óskar kon- ungur I. sagði eitt sinn, að hann vissi ekki af neinu, sem hann væri ekki fús að leggja í sölurnar til þess að frelsa sænsku þjóðina frá þeirri spillingu, sem af áfengisnautninni stafar. Þann veg mætti lengi halda áfram að vitna í skýr rök og ákveðna dóma, þar sem áfenginu er ekki einungis skipað í röð með öðru skaðvænu eitri, heldur er og talið meginþáttur hins argasta böls og spillingar, sem heim- urinn þekkir. Og petta er einmitt hin bjarta hlið málsins: að augu manna eru óðum að opnast og peir að Jesta sjón á pessum sannleika. Það er gleðiefnið mikla. Og þeim mönnum, er þetta sjá, þeim blandast ekki hugur um, að stífla beri áfengiselfina umsvifalaust og svo rammlega, sem föng eru á. Sjálfs- afneitunin, sem í því felst fyrir þá, hún er þeim gleðileg nautn, því að hún bætir þó ofurlítið brot af fyrrj yfirsjónum. Og hin hjartfólgnasta ósk þeirra er sú, að allir fái séð þetta og reynt, — öllum verði ljúft að skipa sér um hina björtu hlið málsins, þar sem ljós samúðarinnar og sannleikans nær til að verma, svo að enginn þurfi að úrkynjast eða verða að steingjörv- ingi undir skuggahliðunum. Á. Jóhannsson. Veðrátta vikuna frA 25. til 31. júli 1908. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þk. Sunnd. 9.4 8.0 Hfi 6,8 6,0 8,2 10,0 Mánnd. 10,3 9,3 8,0 7,8 6,8 7,5 9,6 Þriðjd. 11,0 12,0 10,7 10,7 0,4 7,0 8,6 Miðvd. 10,1 10,4 12,0 15,0 12,2 6,6 7,7 Fimtd. 10,0 10,0 11,6 13,0 11,2 7,7 7,6 Föstd. 11,0 12,0 96 9,2 110 8,5 9,1 Laugd. 11,0 10,1 9,8 8,5 9,7 10,0 Ev. = Reykjavlk! lf. = Isafjðrður J Bl. = Blðnduós; Ak. = Akareyri; j Gr. = Grimsstaðir; Sf. = Seyðisfjörðar; Þh. = Þórshðfn 1 Fœreyjum. Erl. ritsímafréttir til íssfúldar. --- Khöfn 31. júlí. Flogið yfir Ermasund. Breriot, franskur maður, hefir fiogið yfir Ermarsund; öðrum hefir mistekist það. Upphlaup á Spáni. A Spáni er upphlaup út af Afríku- ófriðinum. Dðnsk blöð reið. Dönsk blöð eru stórreið út af skipa- göngunum til Bamborgar, áfengisbann- lögunum og viðskiftaráðunautnum. Stjórnarskifti i Danmörk. Neergaard yfirráðgjafi segir bráðlega af sér. Samfagnaðar-símsbeyti. Svofelt samfagnaðarsímskeyti út af bannlagastaðfestingunni i gær er ráð- herra íslands sent í dag frá stórstúku Svía: Visby 31. kl. 96 órd. Hin sænska stórstnka Goodtemplar- reglunnar sendir stjórn Islands og pjóð sína virðingarfylsta og hjartanlega ham- ingjuósk ítilejni aj staðjesting á aðjlutn- ingsbanninu. Lagastaðfestingar. í gær, 30. júlí, staðfesti konungur þessi lög. 1. Um stofnun háskóla. 2. Um laun háskólakennara. 3. Um brt. á 26. gr. 1. lið í Jög- um nr. 46, 16. nóv. 1907 um laun sóknarpresta. 4. Um meðferð skóga og kjarrs og friðun á lyngi o. fl. 5. Um stofnun vátryggingarfélags fyrir fiskiskip. 6. Námulög. 7. Um breyting á ákvæðum laga 19. febr. 1886 að því er kemur til lýsinga (birtingar) á undan borgara- legu hjónabandi. 8. Um aðflutningsbann á áfengi. 9. Um lífsábyrgð fyrir sjómenn á íslenzkum þilskipum. 10. Um breyting á lögum um fræðslu barna 22. nóv. 1907. 11. Um tvo vígslubiskupa. 12. Um skipun læknishéraða o. fl. 13. Um kosníngarrétt og kjörgengi í málefnum kaupstaða og hreppsfé- laga. 14. Um námsskeið verzlunarmanna. 15. Um girðingar. 16. Um friðun silungs í vötnum. 17. Um undanþágu frá lögum nr. 18, 8. júlí 1902 um breyting á lög- um 6. apríl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. 18. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishér- aða o. fl. 19. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishér- aða o. fl. 20. Um breyting á lögum nr. 3, 4. febr. 1898 um aðgreining holds- veikra frá öðrum mönnum og flutn- ing þeirra á opinberan spítala. 21. Um viðauka við lög nr. 80, 22. nóv. 1907. 22. Um löggilding verzlunarstaða. 23. Um verzlunarbækur. 24. Um breyting á lögum um inn- heimtu og meðferð á kirknafé 22. maí 1890. 25. Um löggilding Dalvíkur. 26. Um sóknargjöld. Þá eru öll lög síðasta alþingis stað- fest, að sambandslögunum undanskild- um. Guðsþjónustnr i dómkirkjnnni á morg- nn: Sira Haraidur Níelsson, á hádegi. Sira Jóh. Þorkelsson, síðdegis. Hvert stefna prestarnir? Herra ritstjóri I Má eg biðja Isafold fyrir þessar linur? Rétt í þessum svifunum rakst eg á ísafold frá 7. þ. m. Þar er allítar- leg skýrsla um gjörðir prestastéttar- innar, sem haldin var á Þingvelli á dögunum. Mér brá svo við það sem þar stóð, að eg greip til pennans og ætla að reyna ná í póstinn, þótt seint sé, og verður því að virða mér til vorkunnar, þótt þetta verði flýtisverk. Það þarf, sem betur fer, ekki að fara að byrja á því, að sanna það, að til eru fríkirkjumenn heima, og þeir margir, né heldur ástæður þeirra fyrir skoðun sinni. Það þarf ekki annað, en að vísa til þess, sem einn fundarmanna sagði þar (síra Kjartan Helgason). Eg leyfi mér að endurtaka það hér, sem ísa- fold hafði eftir honum: »Eg er þess ekki fullviss«, sagði hann, »að hér sé svo miklu meira saman komið af mannviti, en á öllum þeim fundum, sem samþykt hafa skilnaðinn, að við eígum að líta smáum augum á þær samþyktir. Menn finna, hvar skórinn kreppir; menn finna hver hörmung kirkjan er að verða sumstaðar á land- inu. Kirkjurnar standa tómar hér og þar ár eftir ár. Þess vegna vilja menn fá breytingar. Surnir vilja fækka prestunum. Aðrir segja: Burt með þál —« Allir vita að þetta er satt, og marga grunar að ástæðurnar, eða orsakirnnr til skilnaðarhreyfinganna séu bæði fleiri og alvarlegri, en dugleysi prest- anna, sem þessi prestur vill skella allri skuldinni á. Og hitt grunar menn ekki siður, að drjúgum fleiri muni vera skilnaðarmenn inn við beinið, en þeir sem bera það utan á sér. Hvað ætli þeir séu margir af þeim, sem ekki vilja aðflutningsbann- ið, sem þöra að rísa gegn því opin- berlega? Hvað margir skyldu vera sannarlega evangelisk-lútherskir, af þeim, sem taldir eru þeirrar trúar í manntalsskýrslunum ? Hvað margir þora yfirleitt að segja sannfæringu sina, þegar gömul eða ný tízka er annars vegar? Þetta vita prestarnir líka, ekki síður en aðrir, og það er fróðlegt að taka eftir því, hvað þeir leggja til málanna. Þar sem eg þekki til, hafa prestar sjaldan tekið illa á skilnaðinum í við- tali við menn. Hafa líklega kveinkað sér við að játa vanmátt kirkjunnar til þess að lifa stuðningslaust, og skort rök á móti skilnaði. En hins vegar voru þeir í smalamensku fyrir sjálfa sig til þess að komast á landssjóðinn. Þeir áttu hægt með að sýna mönn- um fram á það, hve illa þeir voru settir, að þurfa að heimta inn gjöld sín sjálfir, en allir sjá, hvort þetta var spor í skilnaðaráttiua. Þá kom nú þingið 1907, og þar mátti kalla að prestunum væri selt sjálfdæmi. Þar var hreint og beint gerður aðsúgur að einum manni (G. B. landlækni), sem ekki þótti sýna þeim og áhugamálum þeirra tilhlýði- lega lotningu. Þetta sjálfdæmi not- uðu þeir svo til þess að hlaða upp fjallháírti launalagabálk (m. m.), og var ekki skilnaðarbragur á þeim þá, þótt vel megi vera að þeir þykist eigi hafa gengið í berhögg við þá hugmynd svona í orði. En nú hafa prestarnir látið til sin heyra, og það greinilega. Prestafundurinn á Þingvelli hefir nú lýst yfir því, að hann vill halda sambandinu, en engan skilnað gera. Og ekki nóg með það. Hann treyst- ir ekki alþingi meira en svo til þess að stjórna kirkjumálunum, en vill að kirkjan eignist sitt þing út af fyrir sig, og þótt ekki sé farið fram á að það verði löggjafarþing beinlínis, þá má þó ráða í það, að ætlast er til þess, að alþingi geri svo vel að fara að tillögum þess, þar sem máli þykir skifta. Manni verður það ósjálfrátt, að minnast þess, hvernig katólska kirkjan fór að berjast til valda á mið- öldunum, og árangursins af þeirri baráttu. Jafnhliða þessu gerir hann kröfu til meira landsfjár í þarfir kirkju- málanna (sjá samþ. um undirbúnings- mentun presta og kirkjuþing). Til þess að menn verði nú ánægðir með þetta og hætti að rella um skilnað, á svo að stinga þeirri dúsu upp í fólkið, að söfnuðirnir eiga að geta afsagt þá presta, sem þeir geta á eng- an hátt tætt við, og er þó ekki ætl- ast til að það gangi greiðlega heldur. En svo gera þeir ráð fyrir því versta, klerkarnir. Því nefnil., að fólkið þekki ekki sinn vitjunartima, og vilji ekkert annað en skilja ríki og kirkju, og þá ætla þeir sér heldur en ekki sjálfdæmið um skilmálana fyrir þeim skilnaði. Þeir hafa þegar sagt upp dóminn, og skilmálarnir eru þessir: Fyrst og fremst á enginn skilnaður að fást, nema yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna (3/6 greiddra atkv.) heimti hann; svo á kirkjuþing- ið fyrirhugaða að undirbúa skilnaðar- málið; þar liggur sjálfdæmisfiskurinn undir steini, alþ. á að fara eftir tillög- um kirkjuþ., með öðrum orðum kirk- jan á að ráða ein í skiftum sínum og ríkisins. Og svo er mönnum sýnt í síðasta skilmálanum, hvernig ætlast er til að kirkjan noti sér sjálf- dæmið: Ríkið á ekki að fá einn eyri af þeim eignum, sem það, að fróðra manna sögn, hefir eignast eftir kaþólsku kirkjuna og lánað síðan eftirkotnanda hennar, í sinni þjónustu og sambandi við sig. Nú er margs að spyrja í senn. Hvar er biskupinn og allir þeir prest- ar, sem talist hafa og taldir hafa ver- ið hlyntir fríkirkju? Að vísu voru 3—4 atkv. á móti sumum samþykt- unum, en er það alt og sumt? Skilst mér það rétt, að allur þorri íslenzkra presta þykist nú vel niður kominn við landssjóðsjötuna og ætli sér nú að berjast í fylkingu gegn aðskilnaði ríkis og kirkju og storka þar á ofan ríkinu með vaxandi fjárgræðgi og valda fyrir kirkjunnar hönd? Eg get ekki skilið fundarsamþyktirnar á ann- an veg. Og ef þetta er rétt, þá vil eg ekki einungis spyrja þá, er fylgja fram aðskilnaði ríkis og kirkju, held- ur og hina, er ekki hafa látið það mál til sín taka, en unna þó frelsi og réttsýni: Hvernig lízt ykkur á þetta atferli prestastéttarinnar ? Er ráðlegt að láta þá eina um að skýra þetta mál, önnur eins tök og þeir hafa á því, að halda sínum skoðun- um að alþýðunni? Er ekki mál að hefjast handa áður en búið er að naga ræturnar undan þessu velferðar- máli þjóðar vorrar? Hver vill bera Iram merkið? Margir munu fylgja því fast. Khöfn 17. júlí 1909. A. B. [fsafold muu siður minnast & efni þess- arar greinar. — Ritstj.]. Símskeyti til konungs og ráöherra. Stórstúka íslands (Ó. R. G. T.) sendi konungi eftirfarandi símskeyti í gær: Til konungs, Kaupmannahöfn. Fyrir hönd allra bindindisvina og hinnar íslenzku þjóðar þökkum vér Yðar Hátign, Friðrik konungur áttundi, hjartanlegast staðfesting bannlaganna, og samfögnum jafnframt Yðar Hátign út af því, að þér hafið orðið fyrstur allra þjóðhöfðingja í Norðurálfu til þess að gefa þegnum Yðar Hátignar lög, sem eru jafn-blessunarrik og heilla- vœnleg fyrir land og Jjjóð, Þ. J. Thoroddsen, Halldór Jónsson, stórtemplar. stórkanzlari. Indriði Einarsson, fyrv. stórtemplar. Ráðherra sendi Stórstúkan líka þetta samfagnaðarskeyti: Bravó, ráðherra !

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.