Ísafold - 31.07.1909, Page 3

Ísafold - 31.07.1909, Page 3
ISAFOLD 195 Sláturfélag Suðurlands Og starfsemi þess. i. Það hefir dregist lengur en vera har að minnast starfsemi Sláturfélags Snður- lands síðastliðið ár. Félag þetta er hið langstærsta í sinni röð hér á landi. Það tekur yfir all- an Sunnlendingafjórðung og Mýra- sýslu; nær með öðrum orðum frá Breiðamerkursandi að Hítará. Eðlilegt virðist því, að félagið veki eftirtekt, og að bændunt sé það Iiug- leikið. að vita um starf þess og fram- kvæmdir, því að félagið er eingöngu bœndafélag. Ekki vantar það samt, að misjafna dóma hefir Slátutfélagið fengið, bæði meðal bænda i einstökum sveitum og þá eigi síður í Reykjavík. Hefir ver- ið sagt um það og stjórn þess ýmis- legt, sem rniðað hefir að því að hnekkja áliti félagsins og spilla fyrir því. Meðal annars hefir það verið sagt, að stjórnsemin í sjálfu Sláturhúsinu um sláturtímann og eftirlitið þar væri sljótt. Sem dæmi þess hefir það ver- ið tilfært, að svo og svo mikið af kindahöfðum, sviðum og innmat hefði átt að skemmast og verið kastað í sjóinn. Vitanlega eru þessar sögur tilhæfu- litlar, ef ekki með öllu ósannar; en það hefir ekki verið sparað að gera þar »úlfaldann úr mýflugunni.« Meira að segja þá voru þessar hvim- leiðu skröksogur notaðar jafnvel á lög- gjafarþingi þjóðarinnar síðast til þess að spilla fyrir lánveitingunni til Slát- urfélagsins. En sem betur fór tókst það þó ekki. Eins og áður hefir verið skýrt frá, bæði í ísafold í fyrra og í Tímarit- inu fyrir kaupfélög og samvinnufélög (II. ár, bls. 63—69), var Sláturfélagið stofnað á fundi að Þjórsártúni i jan- úar 1907. Sláturstarfsemina hóf svo féiagið 1. október s. á. — Þá um haustið og veturinn var slátrað í slátur- húsi félagsins nálægt 10,000 fjár. Arið sem leið var aukið við slátur- húsbygginguna. í þessari nýju bygg- ingu eru: kjötsöluhús, pylsugerðarhús, reykingarhús, skrifstofa 0. s. frv. — Milli sláturhúsbygginganna, þeirrar, er reist var sumarið 1907 og hinnar, er nú var getið, er steinlímt port 30 X20 álnir á stærð. í Borgarnesi hefir og verið reist sláturhús. Er það einskonar útibú frá aðalsláturhúsinu hér í Reykjavík. Sláturhúsið í Borgarnesi er 52 álnir á lengd og 20 álnir á breidd. Veggir og gólf sementsteypt. Húsinu er skift í 6 stærri og minni rúm og klefa. — Slátrunin hófst þar 5. október síðast- liðinn og stóð til 4. nóvember. Húseignir félagsins í Reykjavík og Borgarnesi, ásamt lóð undir húsin, hafa kostað nálægt 95,000 kr. — En hús- in eru vönduð að allri gerð og hag- anlega útbúin. Það hefir kostað mikla erfiðleika, umstang og fyrirhöfn að koma hús- unum upp. Og eðlilega er félagið skuldugt mjög eftir alt þetta, er það hefir lagt í kostnað. Spurning getur verið um það, hvort ekki hefði verið hyggilegra að fresta seinni byggingunni eða eystri hluta sláturhússins um skeið. Peningaástæð- ur manna voru með lakasta móti þetta siðastliðna ár, og erfitt um að fá lán í bönkunum. Vitanlega hlaut það að valda ó- þægindum, ef byggingunni hefði ver- ið frestað, en sennilega hefði félagið þá staðið sig betur. Ekki svo að skilja, að félagið sé í neinurn sérstökum fjárkröggum að þessu sinni. En það hefir i mörg horn að líta og miklu út að svara. Hins vegar hefir verið kvartað und- an því, að bankarnir hafi verið stirðir mjög við það, þegar urn lánbeiðnir hefir verið að ræða. Litur svo út, sem þeim, er rnestu ráða við þá, hafi verið litið gefið um þessa bœndastojnun, og ekki talið sér skylt að styðja hana rneð hagkvæmum lánum. Hér áttu hlut að máli bœndur ofan úr sveit, stoð og stytta þessa lands, — en ekki reykvískir »húsaspekúlant- ar«; pað reið baggamuninn. II. Arið sem leið byrjaði fjárslátrunin í sláturhúsinu í Reykjavik 27. júli, en í Borgarnesi 5. október. Um sláturtímann var slátrað iReykja- vík................I39S3 fjár í Borgarnesi....... 7707 — Saml. 21,660 fjár. Eftirfarandi skýrsla sýnir hvað slátr- að var mörgu fé í sláturhúsinu i Reykja- vík úr hverrri einstakri deild eða hreppi innan hverrar sýslu, og verð þess. 1. Skaftafellssýsla. Fjártala. Verð. kr. au. Álftaveri .... 33S i OO 15 Kirkjubæjarhreppi 298 393 S 5i Hörgslandshreppi 372 4463 32 Skaftártungu . . . 124 1899 S2 Mýrdal S99 6817 r4 Sarnl. 1 728 20» S 9 3 64 2. Rangárva 11 a s ý s 1 a . Fjártala. Verð. kr. au. Austur-Eyjafjallahr 72 901 15 Vestur- — 272 3061 96 Austur-Landeyjahr 411 3974 7 6 V estur- — 184 2028 18 Fljótshlið .... 434 39” 65 Hvolhreppur . . 191 2078 03 Rangárvellir. . . 285 4077 08 Landmannahreppur 422 5126 S 5 Holtahreppur . . 303 3SIG 70 Ásahreppur . . . 391 4645 14 Saml. 2965 332S5 20 3. Á r n e s s ý s l a. Fjártal a. Verð. kr. au. Hrunamannahr. 645 8l82 73 Gnúpverjahreppur 420 S593 87 Skeiðahreppur . 3S3 4146 48 Biskupstunguhr. 471 6238 07 Grímsneshreppur . 671 8319 17 Laugardalshreppui 62 770 98 Þingvallahreppur . 107 1833 77 Grafningshreppur . 291 3 S43 77 Hraungerðishr. . . 301 3 S 3 2 49 Villingaholtshr. . . 160 1858 44 Gaulverjabæjarhr. SS S61 81 Sandvíkurhreppur 28 317 20 Olfushreppur . . 90 1113 52 Saml. 3717 46012 30 4. K j ó s a r s ý s 1 a. Fjártala. Verð. kr. au. Kjósarhreppur. . . 646 5677 83 Kjalarneshreppur • 174 1284 62 Mosfellssveit . . . 628 5192 30 Grindavík .... • 17 87 60 Saml. 1465 12242 3 s 5. Borgarfjs r ð a s ý s 1 a. Fjártala. Verð. kr. au. Hvalfjarðarströnd • 743 6924 71 Leirár og Melasveit 90 794 60 Andakílshreppur . 119 1806 57 Skorradal .... • 31 s 2798 92 Lundareykjadal . • 323 2800 80 Hálsasveit.... • 3 ss 4382 50 Reykholtsdal . . • 635 7718 23 Saml. 2 577 27226 33 Tala fjárins og verð þess í hinum einstöku sýslum hefir þá verið: Fjártala. Verí). kr. au. Skaftafellssýslu. . 1728 20593 64 llangárvallasýslu . 2965 33255 20 Arnessýslu . . . . 3717 46012 50 Kjósar- og Gullbringusýslu . 1465 12242 55 Borgarfjarðarsýslu 2577 27226 33 Saml. 12452 139329 82 Auk þessa var slátrað í Sláturhús- inu í Reykjavik í júli, ágúst og sept- ember úr ýmsum sveitum : 1428 fjár, kr. 16482,40 Keypt á fæti 73 — — 732,31 Saml. 1501 kind; kr. 17214,71 Hefir því verið slátrað samtals i Reykjavík svo sem áður segir, 13953 sauðfjár, er nemur verði kr. 156,544,82. Ennfremur hefir verið slátrað þar næstliðið ár nálægt 270 nautgripum, 15 kálfum og nokkrum svínum. í Borgarnesi var slátrað eins og fyr var getið 7707 kindum. — Mest a: fénu var úr Mýrasýslu, rneð þvi flest- ir bændur úr Borgarfjarðarsýslu höfðu rekið töluvert af sláturfé sínu til slát- urhússins í Reykjavik. Að því er snertir fjártökuna úr ein- stökum hreppum, þá var flest úr Þver- árhlið, nálægtNi400 fjár. Þar næst Hvítársíðan með um 1200 fjár, úr Borgarhreppi nálægt 1000 fjár o. s. frv. Úr Borgarfjarðarsýslunni kom flest úr Reykholtsdalnum. III. Kjötið i sláturhúsinu i Borgarnesi var saltað niður. Nam það alls ná- lægt 900 tunnum. — Af því var sent til Reykjavíkur 878 tunnur. Frá Reykjavík — sláturhúsinu þar og í Borgarnesi — voru sendar til sölu í Danmörku 730 tunnur af kjöti. — Þetta kjöt seldist sem hér segir: 186 tunnur á 68 kr. 222 — - 63 — 92 — - 60 — 9! — - 58 — 50 — - 56 — Afgangurinn seldist lægra. Nokkr- ar tunnur — 15 talsins — eyðilögð- ust, mest sökum þess, að ilátin höfðu lekið saltleginum. Auk þessa voru sendar til Noiegs og Færeyja 98 tunnur af kjöti. Seld- ust þar flestar á 55—60 kr. — Enn- fremur voru scndar út og seldar ytra 42 tunnur með lærum og »rullupyls- um«. Hafa þá verið sendar alls til útlanda 880 tunnur með kjöti og »rullupylsum«. Ákveðið hafði verið að borga út eins og í fyrra við móltöku */6 hluta af verði hverrar kindar. En sökum þess, hve illa gekk að fá lán í bönk- unum yfir sláturtimann eða þar til kjötið seldist erlendis, urðu nokkrar misfellur á greiðslu þessa hluta and- virðisins. — Félagið varð sökum pen- ingaleysis að borga minna út en ætl- ast hafði verið til. Af þessu leiddi megna óánægju i svip meðal félagsmanna og ýmsir not- uðu sér þessar kröggur félagsins sem ástæðu til þess, að selja öðrum fé sitt og þannig fara í kringum lög þess og brjóta þau. — Þegar kom fram í nóv- ember greiddist úr þessum vandræð- um, og gat þá félagið borgað út að fullu þessa 4/5 af andvirði fjárins eða það sem ógreitt var af þeim hluta. Af fimta partinum, sem þá var eftir, var félagsmönnum seinna u n vetur- inn greiddttr hann að 4/4 hluta; en annar fjórði hlutinn af þessum fimta parti var lagður i stofnsjóð félagsins. Var stofnsjóðurinn með því aukinn að góðum mun, og unt leið inneign eða stofnfé hvers einstaks félagsmanns, sem átti þar einhverja hlntdeild i. — Það, sem þá var eftir af fimta parti fjár- verðsins fór í reksturskostnað og til þess að lúka með öðrum útgjöldum félagsins. Fyrir gærur fengu félagsmenn upp- bót, 6 aura á hvert pund. Var borg- aður út af þeirri uppbót helmingurinn, en hinn helmingurinn lagður í stofn- sjóð. IV. Um það leyti, sem verið var að ræða urn sfifnun Sláturfélagsins, gerðu ýmsir sér vonir um, að verðið á kjöt- inu mundi hækka, ef sláturhúsið kæm- ist á fót. Þá höfðu nýlega verið gerð- ar tilraunir með sölu á linsöltuðu kjöti i Danmörku, er virtust lofa góðu. En þessar vonir manna um hærra verð fyrir kjötið, en verið hafði áður, brugðust að nokkru leyti. Markaður- inn fyrir linsaltað kjöt reyndist um of takmarkaður. Og kjötverðið i Reykja- vík hefir verið svipað þessi ár og næstu árin áður en félagið var stofnað. Út af þessu hafa svo ýmsir þózt verða fyrir vonbrigðum, og látið í ljósi, að Sláturfélagið eða sláturhúsið mundi eigi megnugt þess að bæta kjötsöluna. Það fengist jafnvel betra verð fyrir kjötið með þvi að vera ut- an félagsins, og það væri að eins skaði að skifta við Sláturhús Sunnlend- inga. Og svo hafa sumir reynt með öllu móti að fara i kringum lög félagsins, brugðist loforðum við það, og þann- ig gjört sitt til að eyðileggja þessa þörfu og nauðsynlegu bændastofnun. Er það illa íarið, er félagsmenn gerast sjálfir böðlar á sitt eigið félag, sem stofnað er til þess, að efla og bæta þeirra atvinnuveg. En svona er skammsýnin mikil hjá oss og misskilningurinn að sama skapi. Því misskilningur er það, ef menn halda að sláturhúsið hafi ekki bætt kjötsöluna, þó að það hafi enn ekki gert það eins mikið og sumir höfðu vænst eftir. Markaðurinn í Danmörku fyrir lin- saltað kjöt hefir reynst ónógur eða of lítill vegna þess, hvað mikið hefir verið flutt þangað af linsöltuðu kjöti. Eftirspurnin eftir því hefir ekki staðið í hlutfalli við það, sem boðið hefir verið fram af þessari vöru. Hins vegar hefir þó markaðurinn aukist þessi ár, kaupendunum fjölgað. Og kjötið frá Sláturhúsi Sunnlend- inga hefir yfirleitt reynst vel og selst betur en kjöt annars staðar hér landi. — Sláturhúsið hefir góð sambönd, og jað eru líkur til, að kjötverðið fari reldur hækkandi. Það tekur jafnan nokkuð langan tíma að ryðja nýrri vörutegund braut á erlendum markaði. Það er því eigi að vænta, að kjötsalan sé enn komin fast horf eða búin að ná föstum tökum á kaupendunum. En það lag- ast smátt og smátt, ef viðJeitni er töfð á því að ryðja vörunni til rúrns, og vanda alla meðferð hennar og flokkun. Kjötverðið í Reykjavík hefir verið svipað um nokkur ár. — Siðastliðið raust mundi það þó hafa lækkað, ef sláturhúsið hefði ekki verið. Að sama verð hélzt á kjötinu i fyrra og verið íafði áður, er því Sláturfélaginu að rakka- En þetta hafa þeir menn ekki athugað, sem viljandi eða óvilj- andi eru að spilla þessum félagsskap og skaða hann. Eigi er ólíklegt, að Sláturhúsinu tak- ist í framtíðinni að finna nýjar að- ferðir við sending og sölu kjötsins, er miða að því að hækka verð þess. Komið hefir til tals, að danskur maður geri nú i haust tilraun með að flytja út frá Sláturhúsinu frosið kjöt til sölu. Eu að þessu sinni er þó eigi hægt að fullyrða neitt um þetta. Oft hefir verið talað um það, að flytja kœlt kjöt til Englands, en fram að þessu hefir eigi tekist að fá menn til þess að gera slika tilraun. Æskilegt væri að slik tilraun yrði gjörð sem fyrst, enda þótt menn hafi gjört sér of háar vonir um árangur- inn af henni. Zðllner hefir ekki viljað taka að sér að gera þessa tilraun, með útflutning og sölu á kældu kjöti. Telur á því ýms tormerki og álítur, að nú sem stendur muni eigi verða markaður fyrir það á Englandi. Hér skal ekkert um það sagt, hvort svo muni vera eða ekki. En hitt er dálítið einkennilegt, að Zöllner skuli ekki lítast á að gera tilraun i þessu efni, ef um auðsæja hagsmuni við söluna væri að ræða. Það er þó mzð- ur, sem sagt er vilji eiga sitt. Og hingað til hefir hann ekki sétt sig úr færi með að ná tangarhaldi á sölu íslenzkra afurða, þar sem hann hefir getað komið því við. En hvað sem um þetta er að segja, þá mun því þó verða haldið fram hér eftir sem hingað til, að gjörð mundi tilraun með útflutning á kældu kjöti. Mér þykir ekki ósennilegt, að for- maður Sláturfélagsins hafi í vor minst á þetta við ráðherra, áður en hann fór utan, og talfært við hann að athuga þetta mál í utanför sinni. Ef ekki verður hægt að fá einstaka rnenn til þess að gjöra tilraun með þetta, verður landsstjórnin, í samráði við sláturfélagsstjórnina, að taka máiið að sér og hrinda því í framkvæmd. Sigurður Sigurðsson. Teykjavikur-annáH. Dánir. Elinborg Pétursdóttir, ógift. kona Vatnsstlg 8, 43 ára. Dó 23. júll í Landa- kotsepítala. Haraldur Georg Jónsson, barn 5ára, Lauga- veg 28, dó 27. júli. lngibjörg GuÖmundsdóttir Petersen óg., 77 ára, Laugaveg 41; dó 26. júli. Jón Hermmannsson verzlunarmaÖur, 25 ára, Brekkustig 3; dó 25. júli. Karítas Guðmundsdóttir, ekkja, Hverfis- götu 47; dó 30. júlí. Rannveig Eiríksdóttir, gift kona, 82 ára, Laugaveg 18 B; dó 23. júlí. Fasteignasala. Þinglýsingar 29. júli. Guðmundur Egilsson trésmiÖur selur Sig- fúsi konsúl Bjarnarson lóð i Melkotstúni, 1936 ferálnir fyrir 3872 kr. Dags. 29. okt. 1908. Jón Reykdal málari selui Jónasi Jóns- syni þinghúsveröi húlfa húseignina nr. 4 viö Miðstræti fyrir 7500 kr. Dags. 1. júni 1909. Jón ÞórJJarson renniimiÖur selur Jóhanni P. Guðmundssyni trésmiö húseign nr. 59 viö Grettisgötu fyrir 5000 kr. Dags. 1. júlí þ. á. Hjuskapur. Jón Sigurðsson trésmiður BergstaÖastræti 7 og ym. Guörún Felix- dóttir, 24. júli. kemur í „Asbyrgi" Sunnudaginn 1 Ág. Að gefnu tilefni lýsi eg hér með yfir að eg veiti ekki viðtöku, hvorki bréfum né reikning- um, sem ekki er með minu rétta nafni. Nafn mitt er Eyjólfur Jónsson en ekki Einar Jónsson. Eyjólfur Jónsson, rakari. Austurstræti 17. Reykjavík. Sjónleikar í Iðnaðarmannahúsinu sunnud. 1. ág. kl. 8 4/2 siðdegis. Fagra malarakonan í Marly Og Lygasvipir. Jarðarför Jóns Hermannssonar verzlunar- manns er ákveðin þriðjudaginn 3 águst, frá heimili hans Brekkugötu nr. 3. Húskveðjan byrjar kl. IO‘/a f. h. Hermann Einarsson. Sigríður Jónsdóttir. Hinn 26. júli andaðist Ingibjörg G. Petersen; jarðarförin er ákveðið að fari fram þann 3. águst kl. 12 á hádegi frá húsinu Laugaveg 41. það tilkynnist vinum og vandamönnum hinnar látnu. Rvík 30. júli 1909. Arinbj. Sveinbjarnarson. Ung kýr sem á að bera um rétt- ir fæst keypt Ritstjóri vísar á. Harmoniumskóli mst Stapfs öll 3 heftiu, 1 bókverz! 111 ísafoldarprentsm. iðeins vindia og tóbak frá B. D. Krflgemann tóbakskonungi i Amsterdam (Holland). Teiknipappír í örkum og álnum fæst i bókverzlun Isafoldarprentsmiðju. Toiletpappír hvergi ódyrari ei_ : bókverzlun lsa- foldarprenLsmiðm 8KAND1NAVI8K or'K ní'i-'-t 11 r o ** a t V. O f' Margarínið góða er komið aftur til Guðm. Olsen. 35 aura Ostinn í verzlun Einars Arnasonar ættu allir að reyna. Líkkransar úr lifandi blómum má panta með fyrirvara í Tjarnargötu 8 Guðrún Clauseu. Hotel Dannevirke i Grundtvigs Hus Stndiestrœde 38 v«d RaadhuupladBen, Köben* havn. — 80 herberfci meö 130 rúmum 4 i kr. 50 a. til 2 kr. tyrir rúmið meh 1 jdei op: hita. Lyfti- ▼él, raíraaguslýsÍÐjf, mröatöövarhitun, baö, góöur matur. Taisimi H M0. Viröincrarfylst Peter PeH«r. Ibúðir Þeir, sem hafa talað um að fá íbúðir i Þingholtsstr. i og 8, eru beðnir að afgera það sem fyrst. Ibúðirnar kosta frá io til 25 kr. Upplýsingar í verzlun Jóns Þórðarsonar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.