Ísafold - 04.08.1909, Page 1

Ísafold - 04.08.1909, Page 1
Komui út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Yerð á.rg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppnögn (skrífleg) bundin viö áramót, er ógild nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus vib blaöiö. Afgreiösla: Austurstrœti 8. XXXVI. árg. Keykjavík miðvikudaginn 4. ágúst 1909. 50. tölublað I. O. O. F. 908^9-_________________________ Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal Forngripasafn opiö á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 */a og 61/a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/a siöd. Landakotskirkja. Öubsþj.ð1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 10 ll*—2^/s. JVukastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þiu., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasarn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*— 21/*. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11 - Pélur 1 Thorsteinsson Lækjartorg R ey kj avik kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. i af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn T Munið eftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gik. — Heima kl. 6 e. m. — Bóknlöðustíg 10. fer til Borgarness ág. n., 19., 29. Garðs og Keflav. ág. 5., 8., 16., 23. Sandgerðis ág. 8., 16., 25. Snúa landinu móti sólinni. Minni íslands 2. ágúst 1909. Fræg og framtakssöm fornöld ligg- ur á bak við okkur í dag og eftir hana kom vetrarnóttin löng. Vetrarnóttin byrjaði með Svartadauða, sem geys- aði yfir landið tvisvar sinnum með 80 ára millibili, og fækkaði fólkinu niður í fjórða hlut þess sem það var. í stað skálanna, sem ef til vill rúm- uðu 100 manns, var nú reist bað- stofukytra fyrir 4—6 manns, og var nógu stór. Sóttvarnir þekti enginn í Norðurálfu, í þá daga var ekkert ann- að ráð til en að flýja undan pestinni, og að flýja undan henni var sama sem að breiða hana út. — Krafturinn í landsbúum var brotinn á bak aftur, útlenda valdið náði sér niðri, mót- staðan móti því þvarr, og vottur um kraft og dug blossaði ekki upp aftur fyrr en undir Jóni biskupi Arasyni. Þegar hann féll, var enginn, sem vildi taka upp merki hans, og merki Jóns Arasonar féll með honum. Vetrar- nóttin ríkti yfir landinu. Fáfræðin var skelfileg og drepsóttirnar geysuðu hver á fætur annari. Sólin er lukkan fyrir alt lifandi, og ísland sá ekki til sólar; það sneri móti heimskautsnótt- inni og hafisnum. Hannes biskup Finnsson, einhver bezti maðurinn, sem hér hefir verið uppi, skrifaði bók um þessa óendanlegu raunasögu, »um mannfækkun af hallærum« — hjarta hans hrærðist af sólarleysinu. Og setningin varð til, setn við öll höfum heyrt og sum af okkur sjálfsagt með hryllingi: »íslands óhamingju verður alt að vopni*. Ásatrúin var trú fyrir hetjur og hreystimenn; hún var sniðin eftir hugsunarhættinum hjá Germönum og Norðurlandabúum, enda höfðum við búið hana til sjálfir. Katólska trúin hafði suðrænan sólbjarma yfir sér, það var nokkurn veginn hægt að fá fyrirgefningu synda sinna hér j lífi; allur vandinn var að játa syndir sinar fyrir prestinum, og hann hafði vald til að fyrirgefa þær. Protestantisminn var myrkastur af þessum trúarbrögðum. Djöflarnir úðu og grúðu eins og mý- bit upp úr jörðinni frá Reykjanesi austur yfir Gerpir og sunnan yfir Vestmannaeyjar, og norður yfir Horn- strandir. Birtan af sólnanna sól gat ekki skinið inn í sálirnar fyrir skugg- unum af mýmekkinum í loftinu. Hlið helvítis stóðu galopin fyrir öllum. Djöflamýþysinn byrgði baðstofuskjáinn, og gerði sólarlaust. inni fyrir. Svona var trúin okkar framan af. A 18. öldinni byrjaði Skúli land- fógeti á því að gera ísland að iðnað- arlandi. Barátta hans var löng, ströng og karlmannleg. Jón Eiríksson fekk komið á verzlunarfrelsi við alla danska þegna; báðir ætluðu að snúa landinu betur á móti sólinni, en hvorugur þeirra sá nokkurn árangur af starfi sínu. Bólan var landplága. Stóra bólan drap 18,000 manns og fólkið var vanmáttugt og fáment, og alt sneri til norðurs móti sólarleysinu. — 1803 var bólusetningin lögleidd og bóluplágan hefir ekkert mein gert síðan, en fólkinu hefir fjölgað. Um 1830 byrjaði Baldvin Einarsson að skrifa um alþingi, og ráðgefandi al- þingi kom saman 1845. Þá yrkir Jónas Hallgrímsson »sól skin á tinda® Hann sér sólskinið á fjalltindum, en þess er enn að bíða að það kominiður í dalina, landinu hafði verið snúið svo móti sólu, að hún náði á tind- ana. 1835 fekst verzlunarfrelsi við allar þjóðir, og landinu var snúið svo móti sólu, að hver landsmaður, sem um það leytið hafði 3 kr. til að verzla með við önnur lönd, hafði 30 kr. árið 1907. Þið getið öll gert ykkur í hugarlund, hver sólskinsauki það sé fyrir landið, að búið er að snúa því svo mikið móti sólinni. 1875 feng- um við löggefandi alþingi, og höfum síðan verið okkar eigin lukkusmiðir, að svo miklu leyti, sem það verður gert með löggjöf og stofnunum, og síðan hafa margar sterkar hendur unn- ið að þvi að snúa landinu betur og betur á móti sólinni. Bretar segja um neðri málstofuna sína: Neðri málstofan getur alt, nema að gera karlmann að kvenmanni og kvenmann að karlmanni. Alþingiget- ur miklu meira en neðri málstofan á Englandi, því að það mun áður en langt líður gera alt kvenfólk að karl- mönnum, það er að segja, gefa kon- um kosningarrétt og kjörgengi og rétt til allra embætta. Eg hugsa með sjálfum mér, að alþingi geti ekki með neinu móti snúið landinu betur á móti sólinni, en með því að vera af- máttugra en parlamentið, og gefa konum part i löggjafarvaldinu. Ef maður þarf á lögum að halda, sem til dæmis bönnuðu að ganga með trefil um hálsinn í 20 gráða frosti, þá væru karlmenn einfærir um þá löggjöf, en ef þarf löggjafar um börn og barnauppeldi, eða ef við viljum fá milda mannúðarlöggjöf, þá vitum við, að kvenfólkið er betur fallið til þess en við. Öll löggjöf, sem á að veinda Htilmagnann, er litt hugsandi án þeirra aðstoðar. — Án þeirra aðstoðar snú- um við landinu aldrei algjörlega móti sólinni. Mikið höfum við samt getað snúið þvi. Velmegunin hefir vaxið mjög mikið; mannsæfin er nærfelt 30 árum lengri en hún var. Lífið er orðið ríkara, og tilbreytingameira. Fyrir hvern ungling er um fleira að velja en áður. Sólin er að koma ofan í dalina, listirnar blómgast. Hver mað- ur getur fundið til sín sem hann sé brot úr stjórnanda landsins, þegar þingræðið er fengið. Hér er svo margt gott og gleðilegt uppi. Eg skal nefna ungtnennafélögin. Þegar mað- ur hugsar um þau, þá veit maður, hverjir taka úpp merkið þegar við liggjum fallnir — við sem tölum á öllum mannfundum — og að merkið verður ekki borið lægra, þegar þeir taka við því. — Þegar eg hugsa um ungmennafélögin, þá koma mér í hug setningar úr fallegasta kvæðinu — nei, næstfallegasta kvæðinu er lík- lega réttara — sem eg las nýlega: •Frænka eldfjalls og ishafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers.i Mér kemur í hug ungt fólk náskylt sterkustu og mestu náttúrufegurð í heimi. Ef við ekki endumst til þess að snúa landinu algjörlega móti sólu, þá vitum við að þeim muni takast það,— það sem þarí er að snúa því svo að landið verði: • Nóttlaus voraldar veröld þar sem viðsýnið skín,« segir Stephán G. Stephánsson. Þar sem sólin skín, vildi eg sagt hafa. ísland blómgist! Indriði Einarsson. ----------------- 8kiliiaðarmál kirkjunnar Að því leyti var ísafold ánægja að flytja hina fjörugu grein eftir A. B. í síðasta blaði, að sýnilega er þörf á, að skilnaðarmál kirkjunnar sé rætt frá sem flestum hliðum, þar sem það er nú komið beint á dagskrá þjóðarinnar með þingsályktun neðri d. á síðasta alþingi og samþykt prestastefnunnar á Þingvelli í sumar. En óneitanlega virðist oss þessi grein A. B. gefa tilefni til at- hugasemda og mótmæla, sem að þessu sinni verða að eins á víð og dreif. Og getið skal þess, til þess að girða fyrir misskilning í því efni, þó að vel megi vera að þess gerist engin þörf, að enginn ber neina ábyrgð á því, sem hér fer á eftir, annar en núverandi ritstjóri ísafoldar. Honum er alveg ó- kunnugt um skoðanir Sjálfstæðisflokks- ins á málinu, en gengur að því vísu, að þær muni með mörgum vera á reiki. Og aðalleiðtogi flokksins, ráð- gjafinn, hefir ekki, oss vitanlega, neitt um málið sagt, til eða frá, og oss er ókunnugt um, hvernig hann lítur á það. Alveg ósanngjörn virðast oss þau ónot, sem í grein A. B. standa í garð prestanna. Brigzlin til þeirra um fjár- græðgi og valdafíkn ná, aðvorriskoð- un, engri átt. Það var margsannað, áður en lögin frá 1907 voru samþykt, að kjörin, sem allur þorri prestanna átti við að búa, var siðaðri þjóð ósam- boðinn. Þau voru alveg óboðleg mönn- um, sem varið höfð mörgum árum til náms. Og þau hlutu að gera mjög marga prestana óhæfa til þess að vinna það verk, sem þeim var ætlað, svo að þjóðin hefði þess veruleg not. Prestarnir urðu að fá breytingu á því ástandi. Og þeir áttu þess eng- an kost annan veg en innan þjóð- kirkjunnar. Þáverandi ráðgjafi var fríkirkjufyrirkomulaginu alveg mótfall- inn. Og það er að minsta kosti álita- mál, hvort ástæður hans hafa ekki ver- ið og eru ekki góðar og gildar. Þing- flokkur sá, sem studdi hann, gerði þetta ekki að ágreiningsmáli við hann, hvernig sem flokkurinn kann að líta á það mál nú, sem oss er ókunnugt um. Svo að prestarnir urðu að þiggja umbæturnar innan þjóðkirkjunnar, ef þeir áttu þær nokkurar að fá. Og ekki urðu þær umbætur höfð- inglegri en svo, að engum öðrum em- bættismönnum landsins er jafn-lítið boðið. Þrátt fyrir breytinguna mundu margir prestar betur farnir efnalega, ef þeir væru bókhaldar í búð eða skip- stjórar á þilskipum — að vér nú ekki tölum um það, ef þeir kveddu landið að fullu og leituðu sér atvinnu vestan hafs. Enginn gáfaður og vel ment- aður maður hefir gilda ástæðu til þess að búast við að fá jafn-lítið fyrir starf sitt eins og prestar hér á landi. Og samt er ekki meiri þörf á gáfum og góðri mentun í nein önnur embætti. Brigzlin um fjárgræðgi þeirra er ó- svinna, eftir því sem hér hagar til — skiljanleg og afsakanleg með rnjög fá- fróðum mönnum, sem ekkert vit geta haft á málinu, en þoiinmæðis-áreynsla, þegar þau koma úr munni eða penna mentamanna, sem sjálfir hugsa að sjálf- sögðu til þess að búa við mikið betri kjör en prestunum eru boðin. Þá er valdafíknin, sem þeim er bor- in á brýn. Sú ásökun er sprottin af tilmælum þeirra um kirkjuþing, og oss virðist hún alls ekki sanngjörn. Prestarnir sjá, að kirkjan í landinu er tiltölulega léleg. Menn kenna það ýmsum orsökum. Sumir hafa haldið, að það sé að kenna sambandinu við ríkið. Aðrir kenna öðru um. Á presta- stefnunni á Þingvelli varð sú skoðun ofan á í samþyktu nefndaráliti, sjálf- sagt langmest fyrir kappsamlegt at- fylgi eins manns, að mein kirkjunnar stöfuðu »meðal annars af því, að sam- bandi ríkis og kirkju er óhaganlega fyrir komið, og að kirkjan hefir ekki nægilegt frelsi til þess að ráða sínum eigin málum.« Hvernig sem menn annars líta á þá skoðun, er sú skýr- ing á henni alls ekki réttmæt, né á neinum rökum reist, að hún stafi af neinni óviðurkvæmilegri valdafikn, eða að fyrir mönnunum vaki nein yfir- drotnun svipuð þeirri, sem um var að tefla á miðöldunum. Krafan um kirkju- þing stafar af réttmætri löngun til þess að láta verða sem mestan andlegan arð af kirkju landsmanna. Fyrir því er engin ástæða til þess að taka henni með neinni vonzku. Annað mál er það, hvort nægar ástæður eru til að verða við henni. Sannast að segja virðist oss það nokkuð vafasamt. Vér höfum ekki getað sannfærst um það, að það sé ófrelsið, sem sérstaklega gengur að kirkjunni um þessar mundir. Vér skul- um ekkert um það fullyrða, hvortvið frekari umræður verða færð gild rök að því. En vér höldum því að minsta kosti fram, að það hafi enn ekki verið gert. Vér hyggjum ekki að nein stjórn mundi ófús á að taka eftir mætti til greina vilja prestastéttarinnar um hin innri mál kirkjunnar, og eigi presta- stéttin nokkur áhugamál í þeim efn- um, og sýni hún nokkura rögg af sér, er henni innanhandar að koma skoð- unum sínum á framfæri, án kirkju- þings þess, sem fram á er farið — og þá alveg eins tillögum um almenn löggjafarmál, sem koma kirkjunni við. Auðvitað er kirkjuþingi ætlað meira en að fjalla um þessi innri og ytri mál kirkjunnar. Því er líka ætlað að efla samvinnu og kynni presta og ann- arra áhugamestu manna kirkjunnar, eins og framsögumaður málsins komst að orði á prestastefnunni. En sé nokk- ur veigur og nokkurt líf í kirkjunni á annað borð, getur það naumast tal- ist henni ókleift að koma á samkom- um þeirra manna, sem áhuga hafa á málum hennar, annaðhvort með breyt- ingum á synodus-fyrirkomulaginu, eða með öðrum hætti. Og sé ekki sá veigur í henni, höfum vér veika von urn, að kirkjuþing muni verða sérlega áhrifamikil stofnun. Með þeirri til- breytni biskups að láta prestastefnuna flytja sig um landið, er sýnilega verið að stiga langt spor í samvinnu-áttina. Og vér sjáum ekki, hvað ætti að vera því til fýrirstöðu, að leikmönnum væri lofað að eiga þátt í þeim samkomum. Þá kæmu þangað þeir prestar og þeir leikmenn, sem fyndu hjá sér köllun ti að koma. Slíkar samkomur yrðu sjálf- sagteins fjölmennar eins og þau kirkju- þing, sem kirkjumálanefndin vildi láta stofna til. Mönnunum yrði ekki borg- uð ferðin, en þeir færu hana sér ti ánægju og andlegrar styrkingar. Og áhrifin af slikum samkomum hyggjum vér mundu verða alvegeins affarasæl, bæði á landstjórn og landslýð, eins og iað, er kirkjuþing gæti til vegar komið. Og i þessu sambandi verða menn íka þess að gæta, að eigi að halda ijóðkirkjufyrirkomulaginu, eigi kirkjan að njóta þeirra miklu hlunninda og sess mikla stuðnings, sem þjóðkirkja iær að sjálfsögðu, þá verður hún að sætta sig við það, að ríkisvaldið hafi töglin og hagldirnar í málefnum henn- ar. Máttur hennar til þess að koma fram vilja sínum fer þá eftir því, hve mikið hún leggur til málanna af viti og sanngirni, og hve ötul og lagin hún verður á að sannfæra menn um réttmæti þess, er hún heldur fram. í vorum augum er naumast sanngjarnt né æskilegt, að vald þjóðkirkjunnar sé á neinum öðrum stoðum reist í neinu máli. Þykí henni ekki það vald nóg, virðist oss mikið fara að mæla með því að hún segi skilið við ríkið, eða að ríkið segi skilið við hana. Sumum finst sá skilnaður æskileg- astur, þar á meðal þeim tveimur mönn- um, sem síðast hafa um málið ritað, A. B. í ísafold og L. í Þjóðviljanum. A. B. skrifar um það af nokkurri æs- ingu og algerðri óhlifni í piestanna garð, vegna þess að fundurinn á Þing- velli lagðist á móti fríkirkju. Hann bregður þeim um, að það atferli þeirra muni stafa af því, »að allur þorri ís- lenzkra presta þykist nú vel niður kominn við landsjóðsjötuna.* Slíkar aðdróttanir virðast oss mjög illa til fundnar. Þær stafa vafalaust af vanþekking á þeim rökum, sem fram hafa komið með þessum málstað prestanna frá ýmsum mestu vit- möununum. Þau hafa ekki ein- göngu komið frá þeim, sem að- hyllast skoðanir kirkjunnar. Þau rök- in eru engu veigaminni, sem komið hafa frá frihyggjumönnum. Vér lát- um oss nægja að benda á einn þeirra. Maðurinn er prófessor Höffding. í siðfræði hans er sérstakur kafli um ríkið og kirkjuna. Sá kafli byrjar á þessum orðum: »Kirkjan hefir ekki að eins á liðn- um tímum verið eitt af hinum mestu menningaröflum, sem starfa í lífi mann- anna, heldur er hún það enn og mun fyrst um sinn halda áfram að vera það. . . Þó að alls engin hliðsjón sé höfð á sjálfgildi þess grundvallar, sem kirkjan reisir skoðanir sínar á, er afar- mikils um það vert, að hún nái — innan réttra takmarka — að leggja þann skerf til framþróunarinnar, sem hún er fær um.« Þessi er undirstaðan hjá Höffding, þó að hann telji sig ekki heyra kirkj- unnitil. Hún er menningarafl. Eftir því verðum vér að haga oss. Síðar í kaflanum kemst hann svo að 01 ði: »í þeim löndum, þar sem kirkjan hefir fest rætur í þjóðinni og gagn- sýrt líf hennar öldum saman, er það eðlilegt, að ríkið haldi áfram að styðja hana; það lítur þá á hana sem félag, er veiti mestum hluta þjóðarinnar hina helztu næring fyrir sitt andlega líf«. »Styrkurinn, sem það veitir kirkjunni, réttlætist af sömu ástæðum eins og sá styrkur, sem veittur er vísindum og listum. Ríkið getur ekki beinlínis framleitt neins konar menningu. Starf- semi þess í þjónustu menningarinnar er ávalt óbein. Það getur hvorki fram- leitt né upprætt trúarbrögð; en það getur veitt trúræknissamfélaginu efna- legan stuðning og mótað það með lögum*. »Ekki getur rikinu staðið á sama um það«, segir prófessor Höffding enn fremur, »hvert fyrirkomulag kirkjan hefir. Það verður að vinna að því, að fyrirkomulagi hennar sé svo háttað, sem öllu lífi og þroska þjóðarinnar hentar bezt. Það getur ekki samþykt fyrirkomulag, er kæmi upp klerka- valdi, sem hefði ótakmörkuð andleg yfirráð yfir mönnum kirkjunnar. Það

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.