Ísafold - 04.08.1909, Side 3

Ísafold - 04.08.1909, Side 3
ISAFOLD 199 öldum eign niðja Ingólfs. V i ð e y áttu niðjar hans þar til hún var gefin til klausturs á öndverðri i^.öld. Hof á Kjalarnesi áttu þeir frændur fram á ofanverða 13. öld. Bessastaði áttu þeir frændur fram & 13. öld, þar til Snorri Sturluson, sem var ágjarn til lausafjár og landa, náði eign á þeim. Þ i n g v ö 11 áttu þeir fram á 13. öld. N e s við Seltjörn var eitt af höfuðbólum þeirra frænda og þar bjuggu þeir fram á 14. öld. Voru þeir síðastir er menn þekkja: Hafur- bjsrn riki Styrkársson í Nesi, sem lifði um 1284, þá Gissur i Nesi, son- ur hans, sem andaðist 1305 og eftir hann Styrkárr Gissurarson í Nesi, sem lézt 1341. Laugarnes og E n g e y virðast hafa verið eign þess- ara ættmanna allar götur fram á ié. öld. Og Brautarholt að vísu fram á 15. öld. Hverir bjuggu í R e y k j a v í k á fyrri öldum er ekki fullljóst, en þar má ætla að niðjar Ingólfs hafi lengi ráðið heimkynnum. Á það bendir ræktin við menjar hans. í máldaga Vikurkirkju frá 1379, er Oddgeir biskup hefir sett Þorsteinsson, er svo komist að orði: »Þar skal vera heim- ilisprestur, ej bóndi vill«. Þar ráða þá svo rikir fyrir garði, að biskup- inn þorir ekki skilyrðislaust að segja, að þar skuli vera heimilisprestur. Það er ekki vilji biskupsins, sem þar hefir kirkjuvaldið. ÞaÖ er vilji bónd- ans í Vík. í máldaga Vilkins biskups frá 1397 er tekið svo til orða, að þar skuli vera graftarkirkja, og hefir því biskup enn ekki þorað að, skipa að þar skyldi vera heimilisprestur. Þá hafði um hríð búið í Reykjavík bóndi sá er Þorlákur hét. Aðalkirkja var þá í Nesi við Seltjörn, en kirkjur voru einnig í Engey og Laugarnesi. Á 15. öld fara litlar sögur aí Reykja- vík, og vitum vér það íyrst af henni á þeirn tímum, að þá eru 20 hndr. úr jörðinni orðin eign Munkaþverár- klausturs í Eyjafirði. Ekki vita menn á hvern hátt það hefir mátt verða. En þenna hluta jarðarinnar selur Ein- ar ábóti ísleifsson hins beltislausa Árna bónda Höskuldssyni 1478. En dóttir Árna, er Ragna hét, og gift var Þorvarði syni Steinmóðar ábóta Bárðarsonar í Viðey, erfði þenna hluta jarðarinnar eftir föður sinn. 1487 selja þau Þorvarður og Ragna Ólafi Ásbjarnarsyni þessi 20 hndr. í jörð- inni Vík fyrir búland í Skaftártungu. 15_o 5 býr meðal annars sá bóndi í Reykjavík, er Ólafur hét Ólafsson, þá er Stefán biskup hafði þar kirkju- skoðun, og er Ólafur sá að líkindum einmitt sonur Ólafs Ásbjarnarsonar. Hafa þeir frændur átt þennan part jarðarinnar og búið á honum fram til 1569. Þá kaupir Narfi Ormsson af Þórði og Jóni Ásbjarnarsonum, Jóns- sonar, einmitt 20 hndr. í jörðinni Reykjavík. Að öðru leyti bjó í Reykja- vík (án efa á 30 hndr., því öll jörð- in var 50 hndr. að dýrleika) um og eftir miðja 16. öld gildur maður Orm- ur Jónsson sýslumaður í Árnessýslu, er lézt 1566. Það eru rök fyrir því að hann hafi haft á sér fyrirmanns- brag og haldið sig rikmannlega, því það er skjalfast, að hann hélt vikivaka á jólanótt 1555 og hafði þá í boði sinu Pál Stígsson, höfuðsmann á Bessastöðum. Eftir Orm bjuggu í Reykjavík og áttu Reykjavik mðjar hans, alt þar til konungur náði eign á jörðinni. Eftir að konungs- valdið tók að magnast hér í landi eru deili til þess, að þeim hafi leikið sérstaklega augastaður á Reykjavik. Því svo segja sagnaritarar, að Lauritz Kruus höfuðsmaður hafði með ofriki og ólögum neytt Narfa Ormsson 1590 til þess að gefa upp eign og ábúð við konungsvaldið á nokkrum hluta jarðarinnar. En ekki náði þó kon- ungsvaldið kaupum á Reykjavík fyr en 19. apríl 1616 í makaskiftum af Guðrúnu Magnúsdóttur ekkju Narfa Ormssonar og sonum hennar. Og voru þá goldnar fyrir jörðina i Reykja- vik jarðirnar Bakki, Laugarvatn i Laug- ardal og Kiðafell í Kjós. Ummerki eða landamerki jarðarinn- ar Reykjavíkur voru þessi: »Milli Vikur og Erfæriseyjar frá Grandahöfði út í gegnum miðja hólma, frá Grandahöfði og fram að Eiðskarði hinu minna, þaðan og vestur í grjót- garð fyrir sunnan Eiðstjörn og ofan þar sem garðurinn gengur suður í sjó fyrir austan Lambastaði, þaðan og austur með sjó alt að Hangahamri, þar sem varðan stendur, þaðan sjón- hending upp á Hlíðina (Eskihlið) að þúfunni þeirri, er þar stendur. Það- an sjónhending í ofanverðan Fúla- tjarnarlæk, og sjónhending þaðan i móts við Rauðará vestur í sikið fyrir vestan Rauðarárgrafir. Þar ofan í grófina og fram í sjó«. Eftir að konungur var orðinn eig- andi að Reykjavík, þá má sjá að far- ið hefir að magnast kaupstaður sá sem kallaður var í Hólmi, sem var í Örfirisey og hólmunum i grendinni. Vist er það, að kaupstaður er þar og sigling þangað 1627. Þegar »innréttingarnar« svo nefndar eða verksmiðjur komust á hér á landi á 18. öld, þá lágði konungur 1752 Reykjavik til »innréttinganna«. En »innréttingarnar« liðu undir lok seint á 18. öld, eins og kunnugt er. Þá var og tekið að brjóta mjög fyrir sjó kaupstaðarstæðið í Hólmi, svo að sýnl þótti, að þar mundi ekki geta haldist við verzlun til frambúðar. Var því lagt land úr Reykjavíkurjörðu undii nýjan verzlunarstað. Fór útmæling sú fram árið 1786 og framkvæmdi það verk Vigfús Þórarinsson, sýslu- maður í Kjalarnesþingi. Eg hefi að vísu ekki fyrir mér útmælinguna nú sem stendur, en lóð sú sem lögð var til verzlunar var þar sem nú er kall- að Miðbærinn, frá Lækjarmynni, upp í Lækjarbotn, þaðan vestur í Tjarnar- botn og síðan norður fyrir neðan Grjóta og niður í Grófina. Eftir ummerkjum Reykjavikur að dæma, muudi hún annarstaðar á land- inu vera kölluð landlítil og jafnvel kotjörð, þó að hún hér á þessum stað væri haldin 50 hndr., og þar við er enn að athuga, að Arnarhóllinn virðist ekki vera talinn með í þessu mati. Því að 1535 og síðan hefir hann verið talinn sérstök jörð. Ann- ars var Arnarhóllinn lagður til Tyft- unarhússins 1764, en 1819 var upp úr Tyftunarhúsinu gert Stiftamtmanna- húsið (nú Stjórnarráðshúsið) og þá var Arnarhólsjörðin lögð Stiftamt- mönnum til ábýlis og síðan hefir hún jafnan verið ætluð til afnota æðstu valdsmönnum þessa lands alt fram til 1904. Síðasta hluta 18. aldar og fram um 1800 urðu miklar breytingar hér á landi, sem allar hnigu að því að vald- stjórn öll og mentastofnanir drægist hingað suður á bóginn og síðan hefir, eins og Sveinn biskup komst að orði um Skálholt, Reykjavík sföðugt saukist og elfst með herradæmi«. Skálholt skyldi leggjast niður sem biskupsset- ur og biskup eiga aðsetur fyrir neð- an Heiði. Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur 1786, Hólaskóli slíkt hið sama 1802, þó að ekki yrði hér fast skólasetur fyr en 1846, eftir að Bessastaðaskóla var lokið. Reykjavík dró að sér alþingi frá Þingvöllum tveim árum áður en það var lagt nið- ur. Klerkaþing var hætt að halda á Þingvöllum um sama leyti og tekið að halda það í Reykjavík. Landsyfir- réttur kom hér 1800. Einnig land- fógeti hafði tekið hér aðsetu. Land- læknir hafði búið í Nesi við Seltjörn, en fluttist einnig hingað, þegar fram i sótti. Hér varð og biskupssetur alt fram til 1823, að biskiípi var ætlað aðsetur í Laugarnesi, sem þó var lagt niður af litlum manndómi 1855. Stiftamtmenn tóku hér og aðsetur eftir 1806, að Ólafur Stefánsson lét af embætti. Bæjarfógeti varð hér fyrst 1804. Siðan hefir Reykjavík hlaðist svo, sem kunnugt er, að þar eru nú allar helztu þjóðstofnanir lands- ins. Lengi vel þótti hún óþjóðleg og dönsk. Kaupmannastéttin og embætt- ismannastéttin voru þar aðalstéttirnar. Kaupmenn voru flestir danskir og sumir af embættismönnum líka. Al- þýðu manna gætti þar lítt. Danskan þótti sitja þar í fyrirrúmi, bæði um mál og háttalag. Hver maður sem nokkurt mannsmót var að, mátti hafa það, að vera kallaður sen eða jafnvel scns og flcira því um líkt, sem gamlir menn þeir, er upp aldir er hér í þessum bæ og langt muna, mega kunna betri grein á en eg. Með árinu 1874 ætla eg að hafi gerst algerð umskifti í þessum bæ eins og raunar á öllu landinú. Þá tókum vér í rauninni við oss sjálfum og voru eigin forræði. Og nú ætla eg sé óhætt að fullyrða það, að eng- um detti í hug að kalla Reykjavík lengur óþjóðlega. Án efa er hún þjóðlegasti kaupstaður landsins. Og eg er ekki viss um það sé ofsagt þó eg segði hún væri þjóðlegasti staður- inn á landinu. Heldur margt til þess. Hér eru nú þjóðsöfn vor, til- tölulega auðug. Hér er og saman komið mannval úr öllum áttum lands- ins. Og hér er miðstöð allrar ment- unar í landinu. Reykjavík er óþekkjanleg nú frá því sem hún var fyrir 30—40 árum. Hér hafa verið miklar framkvæmdir á marga vegu. Gatnalagningar hafa hér stórum batnað frá því sem áður var, þó að margt þyki mönnum þar í misgert nú, því alt af sjá menn betur á eftir en fyrirfram. Húsabyggingar hafa aukist afarmik- ið og tekið afarmiklum framförum, bæði til fegurðar og hægræðis. Fyrir frekum mannsaldri síðan var allur þorri húsa hér svartur fyrir tjöru og bærinn yfirlits-ófagur. Þessu er nú snúið á annan og betri veg. En ekki er það svo að skilja, að eg geti að öllu hælt þeim byggingarhætti, sem nú hefir verið rekinn svo hörðum hönd- um hér um mörg ár, að margir menn hafa sjálfsagt »bygt óþægilega yfir sig«. Á eg við það, að hér hefir verið hróflað upp hverju timburhúsinu eftir annað, en steinhús sjást varla. Bygt úr einum saman viði i landi þar sem ekki vex ein hrísla raftlæg landshorn- anna á milli, en við fótum troðum daglega hið bezta býggingarefni, sem við eigum sjálfirl Við höfum nú á hinum síðustu áratugum kastað svo miljónum króna skiftir út fyrir húsa- efni frá útlöndum, sem við eigum betra og getum tekið hjá sjálfum oss. En vér höfum ekki einungis borgað útlendingum efnið, við höfum svift um leið sjálfa okkur atvinnunni af því að vinna okkar eigin efni, en borgað útlendum mönnum og veitt atvinnu í staðinn. Á meðan farið er svo að ráði sínu, að seilst er svo um hurð til lokunnar, er hvorki von á að vér þrífumst né heldur að þess sjáist af niðjum vorum nokkur merki, er vér höfum framkvæmt og aðhafst. Timburhúsin verða aldrei varanleg- ur minnisvarði meðal niðjanna né yfir kynslóð vora. Að visu mun ekki vera full reynsla komin um það, hversu lengi bárujárn, það er nú er notað hér svo mjög, kann að verja húsfúa, en bezt er að treysta sem minst á það, sem engin vissa er um. Og fyrir eldi er það víst, að það getur ekki varið til hlitar, ef almennur eldsvoði kæmi hér upp. Og svo er vátryggingin útlenda á öllum innanstokksmunum og lausafé manna hér í timburhúsum að drepa okkur. Steinhús í einhverju formi v e r ð u m vér að taka upp hér í bæ sem allra-fyrst. Og þyrfti að leggja lögbann sem bráðast á timburhúsagerð hér i bæ. Til eflingar bænum horfir það, að tala bæjarmanna hefir margfaldast á síðustu árum (nú nær 11 lj2 þús.) Menning er það og að vér erum nú að fá vatnsveitu til bæjarins úr ágætu vatnsbóli. Einnig er það menn- ing, að nú stendur til að vér fáum gas í bæinn. Misjafnt er að visu um það dæmt og mörgum þykir sem yfir það hefði átt að hlaupa, en taka upp raflýsing. Hvernig gasinu kvöld- ar er bezt að láta reynsluna skera úr. Það sem vantar hér tilfinnanlega eru lokræsi um bæinn. Einnig brúlagn- ing gatna. Að vísu hefi eg heyrt menn segja, áð brúlagningar þurfum vér ekki nú svo mjög við, úr þv vatn sé fengið, því nú sé hægt að væta götur og slá niður moldriki þv:. sem i þurkum hefir oft reynst hér bæjarplága. Eg játa það, að þessu er borgið. En hinu er ekki borgið, að fá komist þurt um göturnar þegar rigningar ganga, því að með vatns- veitunni mun ganga erfitt að þurká göturnar og þar ætla eg að brúlagn. ing sé sú eina lækning sem dugir. Auk þess væri brúlagning bæjarmönn- um atvinna góð og hentug á öðrum eins tímum og þeim sem nú standa yfir. Samgöngur hafa hér stórum batn- að frá því sem flestir af oss muna lýrst. Ekki mun öllum úr minni liðið ívert nýjabrum var á mönnum við fyrstu skipakomur hér á útmánuð- um fyrrum, þegar menn flyktust upp í efsta húsglugga til þess að skoða »siglinguna«. Ekki mega þó sam- göngur vorar heita góðar fyr en Keykjavík er orðin miðstöð þeirra. Sama er að segja um verzlun. Hún kemst hér ekki í rétt horf að mínu áliti fyr en Reykjavík er orðin upplagsstaður og miðstöð allrar verzl- unar vorrar. Eg veit að nú eru þungir tímar á marga lund fyrir bæjarmenn. Pen. ingaþröng yfirgnæfandi, sjávarútvegur nú í fám höndum og í ólagi, fiskur í lágu verði, verzlunin i kreppu og útlitið á marga vegu skuggalegt. Margir munu kvíða skuldadögum haustsins og hætt við að einhverjum verði erfitt að byrgja sig upp til vetr- arins. En, eins og gamla sálmaskáld- ið kvað: »Enginn örvænta skyldi*. Menn hafa oft siglt og ekki séð til landa, og skilað þó á land. Og eina aðal-ráðið er að láta aldrei hugfallast við neitt. Og útlitið er að mínu áliti ekki svo, að menn hafi ástæðu til þess að örvænta. Nú er ár mikið í landi, svo að kalla til lands og sjávar. Og það hlýtur að vera öllum gott. Og má eg nú spyrja? Hvers vegna halda menn að Reykjavik, jafn-land- lítil jörð, hafi jafnan verið lögð svo dýrt sem gert hefir verið? Og hvers vegna skyldi Ingólfur, faðir þessa bæ- jar, haf abygt útnes þetta — eins og Karli félagi hans brá honum um er þeir höfðu farið um góð héruð — ? og hvers vegna skyldu niðjar þessa mikla landnámsmanns hafa verið svo hagspakir hér á þessum slóðum um margar aldir? Hvers vegna skyldi enn fremur konungsvaldið hafa verið svo fíkið eftir að ná í einmitt þessa jörð, að það jafnvel braut lög á mönn- um til þess að eignast hana? Vitanlega hafði Ingólfur þá trú, að þar skyldi hann setjast að, sem önd- vegissúlur hans bæri að landi. En hann var líka úr Fjörðum í Noregi, án efa vanur sjósóknari og hefir séð hvernig Reykjavík lá við sjónum. Þeir félagar munu og allir hafa verið sjó- menn miklir, því enn iifa sagnir um sjósóknir Vífils frá Vífilsstöðum. Það er einmitt lega Reykjavikur við hin auðugustu fiskimið heimsins, sem hefir orkað þess, að niðjar Ingólfs undu sér hér vel, að þessi jörð var jafnan metin í hæsta gildi, og að konungs- vaidið vildi fyrir hvern mun ná eign- arráðum á henni. Á meðan Reykjavík hefir þessagull- námu við hliðina á sér —, um hinar gullnámurnar ætla eg ekki að tala — hugsa eg hún þurfi ekki svo mjög að kviða komandi dögum. Faxaflói hefir frá aldaöðli verið ein hin fiski- sælasta veiðistöð sem dæmi eru til. Og hafa menn nokkurn tíma heyrt getið um nokkura gullnámu sem jafn- ist á við sjóinn ? Eg hefi að vísu heyrt þess getið, að botnvörpungar ættu að vera búnir að þaulskafa svo Englandshaf, að þar verði nú ekki lengur vart, og að nú hugsi þeir sér að koma hér og gera íslenzku fiski- miðunum sömu skil. En eg hefi enga trú á, að það hermdarverk eigi fyrir neinum að liggja. Það er í mörgu sem oss ríður á að gæta vor vel. Oss ríður á því að nota gæði landsins sjálfs, og kaupa ekki af öðrum það sem við getum veitt okk- ur sjálfir. Egg eru flutt hér inn hrönn- um saman og þó skilst mér ekki bet- ur en að hér mætti hafa takmarkalausa hænsarækt. Hey hefir og verið flutt hér inn, og — okkar eigið saltket erum við farnir að flytja inn aftur. En það sem mest á ríður af öllu hér við sjávarsiðuna — og með þvi stendur og fellur þessi bær — er að sjávarútvegurinn komist í sæmilegt horf. Eg er að vísu ónýtur til þess að kenna þar nokkur ráð. En svo hefir mér skilist, að það sem hefir orðið honurn að hruni sé það, að hver einstakur hefir togað í sína eigin hags- muni. Þeir sem að útgerðinni hafa starfað, hafa gerst svo ásvellir við þá, sem útgerðina hafa kostað, að á end- anum bar hún sig ekki og alt hlaut að fara yfir um. Hér skilst mér, að iver einstakur og aliir þurfi að gæta sameiginlegra hagsmuna. Til þess að refja sjávarútveginn þarf það tak, sem ekki er hægt að taka nema með samvinnu og sameiginlegum kröftum. Til þessa benti einnig síðasta þing, og er vonandi, að allir þeir, sem sjávarútveg stunda og á honum hafa áhuga, gefi vel gætur að þessu. Á iví ríður líf og velferð ekki einungis manna í þessum bæ, heldur og hér við alla sjávarsíðuna. Nú liggur undir Reykjavík mikið land hjá því sem fyrrum var. Þó efast eg ekki um, að það eigi fyrir henni að liggja að verða en víðlendari. Það getur ekki verið nema stundarbið þar til hin gömlu höfuðból Ingólfs ættar, Viðey, Engey, Nes við Seltjörn og Seltjarnarneshreppur, leggist undir Reykjavik. -----s*se------ I hámessunni í dómkirkjunni á sunnudaginn var mintist síra Haraldur Níelsson sérstak- lega þeirra tíðinda, sem gerðust á síð- asta kirkjuþingi Vestur-íslendinga, er minnihlutinn sá sig til neyddan að fara burt, þar sem skoðanir hans voru fyrirdæmdar og honum neitað um rétt til þess að halda þeirn fram eftirleiðis, sbr. ísafold 48. tbl. Guðspjallið var: Gætið yðar jyrir jalskennendum. Ræðu- maður minti á, að Kristur hefði ætlað sínum iærisveinum að verða eitt, en í stað þess hefði kirkjan sundrast í margar deildir, sem hver fyrirdæmdi aðra út af kenningaratriðum. Hann hélt því fram, að kirkjan gæti naum- ast »orðið eitt« i skoðunum, og við því hefði Kristur fráleitt búist; til þess væri lifið of margbreytilegt, utan við mennina og hið innra með þeim. En til hins hefði hann ætlast, að þeir yrðu »eitt« í kærleika, þeim kærleika, sem þyldi skoðanamuninn. Postularnir sjálfir og aðrir höfundar Nýja-testa- mentisins hefðu engan veginn verið að öllu sammála i skoðunum, en hefðu samt ekki látið skoðanamuninn rjúfa einingarbandið. Þeim mundi aldrei hafa getað komið til hugar að fara að víkja hver öðrum úr kristilegum söfn- uði eða kirkjufélagi með neins konar fyrirdæmingar-samþyktum. Kristur hefði líka beint sagt, að mennirnir verði ekki dæmdir að lokum eftir neinum trúarskoðunum, heldur ein- göngu eftir miskunnar- og kærleiks- verkunum, hvort þau hafa verið unnin, eða ekki unnin. í kærleika Krists geta allar kirkju- deiidir og sértrúarflokkar orðið eitt, sagði ræðumaður. Kærleikurinn er einingarmarkið. Engin tegund rétt- trúnaðar er þessari betri. í kærleik- anum hefir trúin alls nægtir; enda er trúin ekki annað en kærleikssamband- ið við guð. Þetta eru trúarbrögð Jesú, þetta er hans kristindómur. Þetta hlýtur að verða trúarbrögð komandi kynslóða, þeirra kristindómur. Og þetta er sannur kristindómur. Og hann hefir í raun og veru aldrei verið neitt annað. HOLLANDSKG SHAGTOBAKKER Golden S h a g med de korslagte Piber pa grön Advar- seletiket R h e i n g 0 I d, Special Shag, Brillant Shag, Haandruilet Cerut 5>Crowu« Fr. Christensen & Philip. Köbenhavn. Ung kýr sern á að bera um rétt- ir fæst keypt Ritstjóri vísar á. Islenzk frímerki gömul og ný kaupir eða tekur i skiftum Philipp Strasser Salzbuig, Oesterreich,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.