Ísafold - 11.08.1909, Page 1

Ísafold - 11.08.1909, Page 1
Komm út ýmist oinu sinni eða tvisvar i viku. Vorð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. oBa 1 x/a dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrideg) bundin vib úramót, er ógild nema komln só til útgefanda fyrir 1. okt. og aaupandi skuldlaus viö blaöib. Afgreibsia: Austurstrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 11. ágúst 1909. 52. tölublað XXXVI. árg. I. O. O. F. 908209. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—3 i spital Forngripasafn opiö á v. d. 11—1. íslandsbanki opinn 10—2 */a og 61/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 slöd. Alm. fundir fsd, og sd. 8x/a siöd. Landakotskirkja. Gubsþi.OVa og « á helgidögum. Landakotsapitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 10‘/a—21/*. P**akastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6 -d. Landsskjalasafnið á þiu., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasar'n (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók. i Fósthúwstr. 14, l.og3.md. 11- Péí I. Thorsteinsson Lækjartorg Reykjavík kaupir gegn peningum íslenzkar vör- ur, svo sem gotu, sundmaga og salt- fisk nr. 1 af öllum tegundum, ýmist fullverkaðan eða upp úr salti, einnig dún, selskinn o. fl. Iðnaðarmenn I Munib ©ftir að ganga í Sjúkrasjóð iðnaðarmanna — Sveinn Jónsson gjk. — Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustíg 10. fer til Borgarness ág. J9., 29. Garðs og Keflav. ág. 16., 23. Sandgerðis ág. 16., 25. Samgöngusámninguriim Samningur sá, sem ráðgjafi hefir gert við gufuskipafélögin, Thorefélagið og Sameinaða gufuskipafélagið, og getið var um í símskeyti í síðasta blaði ísa- foldar, verður vafalaust mörgum kær- kominn. Hann er, eins og^símskeytið skýrði frá, gerður til 10 ára, samkvæmt heim- ild síðasta alþingis. Sameinaða gufuskipafélagið tekur að sér millilandaferðirnar, að Hamborgar- ferðum undanskildum. Millilandaferð- irnar eiga að vera reglubundnar, því nær vikulegar, 48 alls. Tvö skipin, sem þær ferðir fara, eiga að vera með kælirúmum. Thorefélagið hefir Hamborgarferð- irnar og heldur þeim uppi samkvæmt skilmálum síðasta þings. Aðalstrand- bátarnir verða nýir og báðir með kæli- rúmum. Auk þessa hefir frézt, að Thorefé- lagið fái allan styrkinn, 60 þúsundir, sem alþingi veitti, og auk þess 13 þúsundir af þeim 40 þúsundum, sem lagðar eru til úr ríkissjóði Dana; en Sameinaða gufuskipafélagið 27 þús- undir. Sú fregn er ekki frá ráðgjafa komin, og vér getum ekkert um það fullyrt enn, hvort hún er rétt eða ekki. Þeim mönnum, sem sérstaklega er hugleikið, að landið sjálft eignist gufu- skipaútgerðiua að einhverju eða öllu leyti — og þeir eru margir — þeim þykir sjálfsagt þessi 10 ára samning- ur tefja óþægilega lengi fyrir því, að þessi hugsjón þeirra komist í fram- kvæmd. En við því verður ekki gert. Meiri hluti neðri deildar vildi ekki ráðast í útgerðina fyrir landsjóðs fé að þessu sinni. Og ókleift var að fá þær samgöng- ur, sem þjóðin þarfnast og biður um, nema með samningi til nokku^ langs tíma. Það var síðasta alþingi Ijóst. Þess vegna samþykti það 10 áraheim- ild þá, sem er undirstaða þessa samn- ings. Vér fáum nú væntanlega vel hent- ugar millilandaferðir. Vér höfum haft þær margar síðustu árin. En þær hafa verið svo óhentugar, að þjóðin hefir haft þeirra tiltölulega lítil not í samanburði við ferðafjöldann. Stund- um hafa komið hingað 5 skip i einu, eða því sem næst, og þá liðið langir timar, áður en nokkurt skip hefir komið aftur. Við þetta hefir ekki verið unandi. Og úr þessu á nú að bæta með reglubundnum, nær því vikuleg- um ferðum Meðal annars ætti það stórum að greiða fyrir ferðamanna- straum hingað. Löngu millibilin á sumrin hafa mjög aftrað honum. Alþingi er það mikið hagræði að þurfa ekki að brjóta heilann og þrefa um þessi samgöngumál fyr en 1919. Þau hafa jafnan verið því örðug og vandasöm. Og sennilega afstýrir það töluverðri óánægju bæði í Danmörku og hér, að Sameinaða gufuskipafélagið hefir náð samningum áfram, og það einmitt um þann hluta ferðanna, sem félagið hefir vitanlega viljað halda í, en losnar við þær ferðirnar, sem því hefir verið illa við. Dönutn er ant um þetta mikla félag sitt, sem von er. Og líklegast hefðu þeir talið það bera vitni um einhverja óvild til sín, ef ekki hefði verið við félagið samið, fyrst einhverjir þeirra gátu reiðst öðru eins og því, að vér viljum fá beinar ferðir milli íslands og Þýzkalands. Og þó að naumast verði sagt með sanni, að fé- lagið sé verulega vinsælt með alþýðu manna hér á landi — þrátt fyrir þá miklu kosti, sem það vitanlega hefir — þá á það sér mikilsmetna formæl- endur hér, sem jafnan hafa dregið þess taum. Svo að miklar líkur eru þess, að þeir menn allir, sem ekki eru alveg blindaðir af ofsíæki og flokksvonzku, muni verða ánægðir með þessi úrslit og þakklátir þinginu og ráðgjafa fyrir það, að málið er loksins komið í gott horf. Aristide Briand liinu nýl yflrráðgjafl Frakka. Aristide Briand, hinn nýi yfirráð- gjafi Frakka, er fæddur í Nantes 1862. Hann er einn af fremstu og röskustu forvígismönnum jafnaðarflokksins á Frakklandi og ritari í miðstjórn jafn- aðarmanna. Hann hefir urn nokkurn tíma ráðið sjórnmálastefnu blaðsins »La Lanterne*. Hann er þing- maður fyrir Saint-Etienne og árið 1903 bar hann fram í þingsalnum frumvarp um skilnað ríkis og kirkju. Hann var kenslumálaráðgjafi í ráðu- neyti Clémenceau’s. Bók hans, sú er hann reit til útbreiðslu skoðunum jafnaðarmanna, »L’action du parti socia- liste au Parlement et dans le pays«, er víða kunn. Briand er einbver snjallasti mælsku- maður með Frökkum. í stjórn- málum er hann einbeittur gerbreytinga- maður og jafnaðarmaður (radical sócia- listi) og hefir átt góðan þátt í þeirri menningarbaráttu móti kirkjunni, sem franska lýðveldið hefir nú leitt til sigurs. Hann er fylgismaður þeirrar sfefnu mannúðar og umbóta, sern Clémenceau kom af stokkum. Auk þess er hann mikill friðarvinur, eins og allur hinn franski jafnaðarmanna- flokkur og orð hans geta vegið mik- ið, eins og nú stendur á, til að halda uppi friðnum í Evrópu. Grasmaðkvir hefir gert mikið tjón í sumar í nokk- urum sveitum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum, sumstaðar farið í túnin, sumstaðar stórspilt bú- járhögum. A víð og* dreif. Góður vinur ísafoldar ritar oss á þessa leið: Mér þótti gaman að lesa greinar yð- ar, sem þér nefnið: Skilnaðarmál kirkj- unnar, í 50. tbl. ísafoldar. En hvernig stendur á því, að þér minnist ekkert á aðalmótbáruna gegn þjóðkirkjunni, rangs- leitnina, sem í því er fólgin að láta menn greiða fó til trúarbragðanna, þrátt fyrir það, að þeir kunna að vera þeim með öllu mótfallnir 1 Það er sú skoð- un, sem langmest hefir hrundið af stað fríkirkjuhugmyndinni. Og mér finst húu alveg róttmæt. ísafold mintist ekki á þessa mót- báru af þeirri einföldu ástæðu, sem hún tók líka fram, að ekki var til þess stofnað að ræða öll atriði þessa mikla og vandasama máls, en hún er fús á að minnast á þessa mótbáru nokkrum orðum nú. Viðurkenni ríkið það, sem prófessor Höffding og margir aðrir halda frarn, að kirkjan hafi verið, sé enn og muni um einhvern ókominn tíma verða eitt af merkustu menningaröflum mann- kynsins, þá er ekkert óeðlilegt að menn séu látnir styðja hana með fjár- framlögum, hverjar skoðanir sem þeir kunna að hafa á kenningum kirkjunn- ar að öðru leyti. Þetta kann að mega telja neyðarúrræði. En því neyðarúrræð- inu er beitt í svo mörgum öðrum efnum. Nærri lætur, að þjóðfélögin hangi saman á því neyðarúrræði. Fjöldi manna í öllum löndum er með öllu mótfallinn alþýðuskólum, að minsta kosti eins og þeir eru yfirleitt reknir, telja þá gera miklu meira tjón en gagn. Um það ern einkar vandaðar ritgjörð- ir i sumum helztu tímaritum heims- ins, og á þeirri skoðun hefir töluvert bólað hér á landi. Samt verða allir gjaldskyldir þegnar þjóðfélaganna að greiða til skólanna fé, beint eða óbeint. Mikill fjöldi manna hefir engan skiln- ing á háskólum né öðrum visinda- stofnunum, og er þeim alveg andvíg- ur. En þeir verða að greiða fé til þeirra samt, beint eða óbeint. Hér á landi hafa menn á hinum og öðrum þingmálafundum verið að gera sam- þyktir gegn öllum styrk til rithöf- unda og listamanna og öllu því yfir- leitt, sem fengið hefir nafnið bitlingar. En þegar á þing kemur, reynist eng- inn fulltrúi þjóðarinnar svo skamm- sýnn né smásálarlegur, að hann vilji að öllu fara eftir slíkum samþyktum. Þar sem menn líta svo á, sem um menningaröfl sé að tefla með þjóð- unum, þar telja menn stuðning ríkis- ins gagn og skyldu, ef þörf er á hon- um. En er kirkjan nokkurt verulegt menn- ingarafl hér á landi? Á því veltur auðvitað mikið í þessu máli. Vér vit- um, að þeir eru til, sem efast um það. Vér höfum heyrt haft eftir merk- um gáfumanni, sem nýlega hefirferð- ast um mikið af landinu, að fremur sé í aðsigi skilnaður pjóðar og kirkju en rlkis og kirkju. Hann sá kirkj- urnar standa tómar á sunnudögunum, jafnvel nýjar veglegar kirkjur í kaup- túnum, sem menn virtust hafa komið upp fremur af fordild en af nokkurri göfugri þörf. Og hann gat ekki orð- ið annars var, en að einhver mikill hluti þjóðarinnar væri því alveg frá- hverfur, sem með er farið í kirkjun- um, sá að minsta kosti lítil eða engin merki þess, að mönnum þætti neitt vænt um það. Kirkjan er um þessar mundir í til- tölulega mjög litlum metum hjá þjóð- inni. Á þvi er enginn vafi. Með því skal ekkert um það sagt, hvort trúar- brögðin eru það líka. Vér efumst um það. Vér hyggjum, að þjóðin sé í raun og veru betur kristin nú en hún hefir nokkuru sinni áður verið. En um það má deila. • Hitt getur naum- ast verið deiluefni athugulum og al- sjáandi mönnum, að fólki finst yfir- leitt kirkjan fullnægja lélega and- legum þörfum þess. Mikill hluti prestanna hefir verið látinn sökkva niður í fátæktareymd, eða þeim þá að minsta kosti verið gerður nauðugum einn kostur að verja öllum kröftunum til ýmis konar veraldarhyggju, ef þeir áttu að geta bjargað sér þolanlega. Þeim hefir verið útþvælt í alls konar arg, sveitarstjórnarstagl, kaupfélags- snúninga og hitt og annað, sem ekk- ert hefir komið starfi þeirra við. Þeir hafa ekki átt þess kost að lifa menta- lífi. Þeir hafa orðið viðskila við nýja hugsanaframrás hins mentaða heims, og fyrir því haft svo lítið að bjóða öðrum. Þetta á auðvitað ekki við um þá alla. En þetta er áreiðanlega rétt um mikinn hluta þeirra. Auðvitað verður prestunum að vera annan veg farið, ef kirkjan á að geta verið verulegt menningarafl til lengd- ar. Þá þarf að halda á vel mentuð- um hæfileikamönnum í þá stöðu, mönnum, sem skilja sína samtíð, mönnum, sem eru færir um að sam- þýða trúarbrögðin nýjum hugsunum og nýrri þekkingu og að taka þátt í hinu æðra mentalífi og mannúðarhreyf- ingum sinnar þjóðar. Ekki erum vér í neinum vafa um það, að það mundi margfaldlega svara kostnaði að koma upp slíkri presta- stétt. Vér höfum miklu meiri trú á að það takist í þjóðkirkju en í frí- kirkju. Og oss virðist þjóðkirkjufyrir- komulagið eðlilegast, meðan allur þorri þjóðarinnar telur sig hafa sömu trúar- brögð. En komi upp sértrúarflokkar, sem fái svo mikið fylgi, að þeir verði teknir til greina, mælir vitanlega öll sanngirni með þvi að þeir fái sams konar vernd og stuðning eins og þjóð- kirkjan, svo framarlega sem þeir verða við þeim skilyrðum, sem ríkið kann að sjá þörf á að setja, til þess að vernda þjóðina gegn mentunarleysis-firrum. Fríkirkjuhugmyndinni er nú hér á landi áreiðanlega mestmegnis — þótt ekki sé það eingöngu — haldið fram af mönnum, sem eru trúarbrögðunum andvígir. Fyrir þeim vakir ekki stojn- un fríkirkju, heldur ajnám þjóðkirkju. En þeir mega ekki gera sér í hugar- lund, að þeir þurki trúarbrögðin út úr þjóðinni með þeirri breytingu. Fengju þeir því framgengt, sem þeir auðsjá- anlega vilja, að trúarbrögðin séu látin stuðningslaus og afskiftalaus af ríkis- valdsins hálfu, er líklegt að þeir yrðu fyrst varir trúarbragðanna að marki. Og svo gæti farið, að þeir þættust þá ekki hafa skift um til betra. í vor- um augum er það hreinn og beinn háski þessari litlu þjóð, ef sendir yrðu á hana ómentaðir og ofstækisfullir leikprédikarar, þekkingarlausir í þeim fræðum, sem ráða hugsunum nútím- ans, skilningslausir á vandamál manns- andans, blindir á alt nema sínar eigin kreddur. Nóg eru sundrungaröflin með þjóð vorri, þó að ekki yrði gerður slíkur leikur til þess að efla þau. Og gegn slíkum ófögnuði er engin önn- ur trygging en þær kröfur, sem ríkið gerir til mentunar prestanna, og það færi, sem það gerir þeirn á að verða við þeim kröfum. Konur á Englandi hafa staðið í miklu stríði að undanförnu með kröf- ur sínar um jafnrétti í stjórnmálum. Þær þykjast sjá, að engu verði frarn- gengt í því efni, nema málið sé sótt af meira kappi en að undanförnu. Annarr, komi menn ekki auga á það í allri þjóðmálaþvögunni, og stjórn- málamönnunum geti haldist uppi að viðra það fram af sér. Svo miklu kappi hafa þær beitt, að þrásinnis hefir verið látið varða við lög, og þær hafa lent í fangelsi. Stundum hafa þeir varðhalds-dómar bersýnilega verið rangsleitni ein, konurnar dæmd- ar alveg saklausar, enda það fyrir komið, að láta hefir orðið mjög bráð- lega undan almenningsálitinu, og kon- urnar verið látnar lausar næstu daga eftir að þær hafa verið fangelsaðar. Svo fór, til dæmis að taka, ný- lega um eina mjög merka hefðarkonu, frú Despard. Hún er ekkja, 65 ára gömul, og hefir varið lífi sínu mest- megnis í þarfir annarra. Hún hafðist ekki annað að en það, að hún kom að þinghúsdyrunum og bað um að mega fá að tala við forsætisráðherr- ann, til þess að færa honum bænar- skrá. Lögregluþjónar vörðu henni inngöngu, sögðu, að þetta gæti hún ekki fengið, og skipuðu henni að fara. Hún hélt áfram að biðja, stillilega og kurteislega, um að sér yrði hleypt inn. Þá tóku tveir lögregluþjónar hana, hvor í sinn handlegg, og fóru með hana á næstu lögreglustöð. Dag- inn eftir var hún dæmd í 30 daga fangelsi. Þegar fregnin um þennan dóm barst út til þjóðarinnar, varð ó- ánægjan svo megn, að stjórnin sá sér ekki annað fært en láta konuna lausa. En algengast er það, að konurnar brjóta, af ásettu ráði, gegn hinum og öðrum lögreglufyrirmælum til þess að vekja sem víðtækasta eftirtekt á mál- stað sínum. Þær ganga að þvi með opnum augum, að fangelsishegning sé fram undan. Og engin þeirra hefir haft nein undanbrögð til þess að komast hjá henni. Margar þessara kvenna eru með hinum fremstu konum Englands, bæði fyrir sakir mannkosta, mentunar og ættgöfgi. Þær koma út úr fangels- unum með nýrri reynslu, aukinni meðaumkun með olnbogabörnum lífs- ins og staðfastari sannfæringu um það, að þjóðfélaginu sé engin vanþörf á aðstoð þeirra við að ráða fram úr vandamálunum. Ein þessara kvenna, Lady Constance Lytton, hefir sagt átakanlega smásögu úr fangelsisvist sinni. Hún var, ásamt hinum föngunum, í kirkju fangelsis- ins, og presturinn var að lýsa því, hvað syndir þessa safnaðar væru herfi- lega ljótar. Þá stóð alt í einu gömul kona upp úr sæti sínu, og sagði eitt- hvað, sem frúin heyrði ekki hvað var. Konan var sýnilega að ávarpa prest- inn, en talaði svo lágt, að ekki heyrðu aðrir en þeir, sem næstir voru. Ög hún var tafarlaust tekin af fangavörð- um og farið út með hana, ef til vill til þess að hegna henni fyrir þá trufl- un, sem hún hafði valdið í kirkjunni. Tárin streymdu ofan eftir kinnunum á henni, meðan hún var leidd fram kirkjugólfið. Frúin spurði á eftir, hvað það hefði verið, sem konan hafði sagt. Það var ekki annað en þetta: — Verið þér ekki svona harður við okkur, prestur minn. Þér vitið ekki; þér vitið ekki. Margt segist frúin hafa séð í fang- elsinu, sem mjög hafi fengið á sig. Og hún segir, að það knýi sig til þess að helga líf sitt af meiri alvöru hér eftir en hingað til þeim sem bág- ast eigi, lavort sem þeir séu taldir illir eða góðir. Þér vitið ekki; þér vitið ekki, sagði konan. Nei, það er meinið, að menn vita ekki. Meðal annars vita menn ekki, hve mikinn þátt mannfélagið

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.