Ísafold


Ísafold - 11.08.1909, Qupperneq 2

Ísafold - 11.08.1909, Qupperneq 2
206 ISAFOLD sjálft á í yfirsjónum einstakling- anna. Vafalaust eru þeir, sem þyngst- ar bera byrðir sorgar og syndar, æfin- lega að mjög miklu leyti að rogast með sekt, sem heyrir öðrum mönn- um til. Vér sjáum það sjálfsagt hvert sinn sem vér athugum vandlega ein- hverja yfirsjón eða einhvern langvinn- an breyskleika. í engu máli er það ljósara en því siðferðismálinu, sem einna mest hefir verið rætt með þjóð vorri um undanfarinn tíma, og kent er við áfengið. Er sektin i raun og veru hjá drykkjumanninum, sem læt- ur undan freistingunni — ef til vil bugaður af erfða-fargi margra kynslóða, ef til vill af vonlausri baráttu fyrir sæmilegum hag sínum og sinna, ef til vill af háskalegum félagsskap, eða þá af einhverju öðru? Eða er hún hjá því mannfélagi, sem egnir fyrir freistinguna, leyfir að búa til gryfjur handa vegfarendum til að detta ofan í, þegar mótspyrnuaflið er minst? En sjaldnast athuga menn þau efni vandlega, enda upptökin að öllum jafnaði í meira lagi vandfundin. Menn vita ekki. Og fyrir því eru menn ósanngjarnir og ranglátir. Og ekki bætir það úr skák í sam- búð mannanna hvers við annan, hve margir þeirra vilja ekki vita, og vilja varna öðrum þess að vita. Eins og öllum er kunnugt, sem nokkuð at- huga það mál, er það að verða alltíð bardagaaðferð hér á landi að loka vandlega augunum fyrir öllu þvi, sem andstæðingarnir hafa fram að færa með sínum málstað, og reyna að fá alla aðra til þess að loka þeim líka, þegja um alla verulega vitneskju í deilumálunum, rangfæra þá vitneskju, sem með er komið, og jafnvel búa það til, sem er ósannindi frá rótum. Hvað þetta hlýtur að draga úr vitsmunum mannanna — að vér nú ekki nefnum sannleiksástina og sið- gæðismeðvitundina I Hvað það hlýtur að hauga upp miklu af illindum og óvild og ranglæti í hugum mannanna. Þér vitið ekki; þér vitið ekki, sagði glæpakvendið í fangelsinu í Lundún- um. Hið sama gætum vér sagt í öllum vorum deilum og dómum hver um annan. Og ef vér hefðum það hugfast og hefðum einlægan vilja á að bæta úr þeim skorti, þá yrði lífið áreiðanlega margfalt veglegra og göf- ugra en það er að jafnaði. Erl. ritsímaíréttir tiJ íiafold&r. Khöfn 16. ágúst. Friis er Jalið að stojna nýtt ráðu- neyti. Sláttuvélar. Búnaðarsamband Suðurlands hefir ráðið Jón Jónatansson plægingamann til þess að leiðbeina bændum austan fjalls í notkun sláttuvéla, þeim er þess kynnu að óska. Margir höfðu lagt drög fyrir að fá hann, bæði þeir sem eiga sláttuvélar og ýmsir aðrir, er láta reyna, hvort því verði við komið að slá með vél. Heyverfeunarkensla fer fram hér sunnanlands í sumar að tilhlutun Landsbúnaðarfélagsins, i til 2 menn ráðnir í hverri sýslu, er tekið hafa að sér súrheys- og sætheys- gerð til fyrirmyndar og kenslu út frá sér. Þeir ætla flestir að hafa þetta með höndum 4 árin næstu að for- fallalausu. Mennirnir eru: Guðm. Jóns- son búfr., Ferjubakka, Mýrasýslu; Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri, Hvann- eyri, Borgarfjarðarsýslu; Eggert Finns- son, Meðalfelli, Kjósarsýslu; Agúst Helgason óðalsb., Birtingaholti og Sig, Ólafsson sýslum., Kallaðarnesi, Ar- nessýslu ; Grímur Thorarensen hrepp- stjóri, Kirkjubæ, og Guðjón Jónsson plægingam., Ási, Rangárvallasýslu; Guðm. Þorbjarnarson hreppstj. Hvoli, V.-Skaftafellssýslu. Bókmentir og listir. Skírnir, 83. ár 1909, 2. hefti. í þessu nefti Skírnis er efni það, er nú mun eg greina. 1. Pundið, kvæði eftir Einar Bene- diktsson. Eg verð að játa, að eg er eigi til þess fullfær, að dæma um kvæði þetta, en eg þykist mega fullyrða, að allmargir muni þeir vera, er eigi skilja kvæðið til hlítar, og fyrir þá sök muni almenn not þess minni verða en ósk- andi væri. Eg hefi borið kvæðið undir nokkura menn, þá er eg hugði að gott skyn mundu bera á skáldskap, og voru bæði lærðir menn og vitrir. Einn kvaðst hafa komist aftur í mitt annað erindið, og þá hætt við að lesa. Ann- ar hafði lesið alt kvæðið, en taldi ýms atriði og orðtök all-þungskilin. »Hvað þýðir«, sagði hann: »kerjjötruð veröld takmarks og tíma? Hver er sú ver- öld, og hver er hugsunin í þessum orðum ?« Margt annað mælti hann af skynsamlegu viti, en eg gat engu svar- að. Þriðji maðurinn, er eg átti tal við um þetta efni, kvaðst skilja kvæðið vel, — »eða skilur þú það ekki« ? mælti hann. »Jú«, sagði eg, og roðn- aði um leið, því að mér datt í hug sagan um nýju fötin keisarans. Eg hefi átt tal við ýmsa fleiri um kvæð- ið, og er eg kominn að raun um, að það sannast hér sem oftar, að »sínum augum litur hver á silfrið*. Eg hefi lesið kvæðið margsinnis, og eg tel það ágætt að mestu. Það byrjar glæsilega: Sólbjarmans fang vefst um alt og alla; æska og fegurð á loftbránni hlær. Moldarundrið glitrar og grær, gullbros af náð yfir jörðina falla o. s. frv., og sami tignarblær er yfir kvæðinu öllu. Skáldið dottar aldrei. Kjarni og kraftur er æ hinn sami. Skáldið lýsir fyrst unaðsljóma hinnar ytri náttúru, er Ljósherrann breiðir á lífsins brautir, liljuprýði og eikarþrótt — en síðan kemur það, er gagnstæðilegt er: en myrkrið felur sig helkalt og hljótt í hjarta mannsins með nagandi þrautir, þar dagsins ásýnd er eins og gríma, herfjötruð veröld takmarks og tíma. Aðalefni kvæðisins kemur fram í 3. erindinu: Eitt skipbrotsJíf starir í sorgasæinn, sökkvir augum í hjarta síns eymd, þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd. Hann á ekki neitt, sem vermist við daginn. Skáldið ætlar að lýsa myrkri, sem felur sig í hjarta mannsins, og þetta tekst. Hann sýnir oss — ekki hálf- rökkur, heldur — algert myrkur, hið svartasta myrkur, er svo er komið, að horfist í augu við svip sín sjálfs og sór að eins skuggann af glataðri æfi. Það yrði of langt mál, að taka hér upp margt úr kvæðinu. Eg verð að vísa mönnum á kvæðið sjálft, og biðja menn að láta það eigi fæla sig frá lestrinum, þótt fáein orð eða orðtök virðist nokkuð kynleg eða lítt skiljan- leg í fljótu bragði. Kvæðið er sett saman af eintómum máttarviðum. Það er djúphugsað og orð og efni fellur vel saman. Það er hljómmikið og kveð- andi fögur, og er það mikill kostur, en það mun engum á óvart koma, þeim er nokkuð þekkir kvæði eftir Einar Benediktsson. Slíkt kvæði sem þetta yrkir enginn mundangsmaður að skáldlegri atgervi. Eg ræði eigi meira um kvæði þetta, en minni að síðustu á orð þau, sem höfð eru eftir Ben. Gröndal: »Mitt er að yrkja, ykkar að skilja*. Það er skylda vor, að fleygja eigi frá oss kvæðum góðskálda, þótt eitthvað í þeim sé myrkt eða þung- skilið. 2. Um sjúkrasamlög, eftir Guðmund Björnsson landlækni. Þessi grein er að minni hyggju í alla staði einkar- góð. Það efni, er hér ræðir um, er mjög mikilsvert. Eg ætla að allir hljóti að fallast á, að slíkur félagsskapur sé næsta þarflegur, og mundi mjög gott af Ieiða fyrir fátæklinga, er eigi geta undir risið kostnaðinum, er sjúkdóma ber að höndum. Það er satt, að sjúkra- samlög verða einn beinasti vegurinn til að bjarga persónulegu sjálfstæði fjölda mannaoglétta af sveitaþyngslum. Hér er eigi rúm til að ræða margt um þetta mál, en eg vil að eins taka upp þessi orð úr greininni: Eina lijálp- in . . úr torjœrum lijsins, eini vegur- inn til sjáljstaðis, er sá, að hver leiði annan, allir leiðist saman. Við þessa meginreglu styðjast röksemdir hötund- arins. En einkunnarorð greinarinnar er þetta: Berið hver annars hyrðar. Greinin er Ijóst og skipulega samin og fróðleg, að því er við kemur sjúkra- samlögum í öðrum löndum. Eg get vel ímyndað mér að mál þetta eigi langt í land hjá oss, því að oss er margt annað betur gefið en samtök og félagsskapur, en eg vona, að hinn heiðraði höfundur láti eigi letjast að reyna að hrinda fram þessu máli eftir megni, þótt árangur verði lítill fyrst um sinn. Hér á landi er ekki nema eití sjúkra- samlag, það er »Sjúkrasamlag prentara í Reykjavik«, stofnað árið 1897, og hefir dafnað vel ár frá ári. Óskandi væri að eigi yrði þess langt að lúða, að fleiri yrðu sjúkrasamlögin á landi voru. Málið á grein þessari er gott, og að stafsetning þarf eigi margt að finna. 3. Síðustu minningarnar, stutt saga eftir Jóhannes Þorkelsson. Eigi fiast mér mikið koma til smásögu þessarar, og vænti eg betri sögu innan skamms frá höfundinum. 4. Ur Jerðasögu eftir Helga Péturss. Greinir þessar eru fremur skemti- lega ritaðar, en í raun réttri er ekki mikið á þeim að græða. Málið er liðugt, en þó eigi svo gott sem ósk- andi væri. Það eru lýti, hve komm- ur eru settar víða reglulaust, að því er virðist. Rangt er að rita jajn heið- hjartur, jajn glœstur, jajn arðsamur, jajn Járanlegur, jajn greinikgur, jajn mikill í tveim orðum. Eg fæ eigi skilið, hví svo er ritað. Hér er þó ritað jajn- vel í einu orði, svo sem rétt er. Hér er og ritað í einu orði, svo sem rétt er: hráðjjörugur, allmikill, allsótugur, alljátt, Jullsnyrtilegur, og er hér um sams konar samsetning að ræða sem í lýsingarorðum þeim, er byrja með samstöfunni jajn. Ritað er aðal berg- göngin, en á að vera annaðhvort eitt orð eða tengt saman með bandi (aðal- berggöngin). Ritað er allsstaðar, alls- konar nokkurskonar, en þó líka alls konar, nokkurs konar, og er það rétt- ara miklu. Ritað er (hástig af hár) hœzt. Hvaðan er sú z runnin ? Ritað er ranglega ennpá, framá, uppejtir, en þó Jram hjá. Talað er um djarjbygð- ar brýr; jarðlagabygging; bygging = hús; bygging = líkamsskapnaður. Mítur er látið vera karlkynsorð. í orðabók- um er orðið talið hvorugkyns-orð. Tel eg þetta alt lýti, er auðvelt var hjá að sneiða, og eigi ættu að vera í tíma- riti, því er vel á að vanda. 3. Mœrin frá Orleans, alþýðuer- indi, eftir Þóru Friðriksson. Greinin er vel rituð, skemtileg og fróðleg. Málið er gott og látlaust og stafsetn- ingin lýtalaus. A einum stað er þó ranglega að orði komist: sagðist . . . mundi deyja í trú sinni; mundi er eigi rétt hér; á að vera mundu (nafnh. þál. tíma); sagðist hefir með sér nafn- hátt. 6. Hitt og petta um drauma, eftir Guðmund Friðjónsson. Þessa grein tel eg all-skemtilega. Höfundurinn segir frá nokkurum all-merkum draum- um, er hann og aðra hefir dreymt. Auðvitað skýrir hann eigi eðli drauma og hefir eigi ætlað sér að gera það. Útgefandinn hnýtir við greinina lítilli athugasemd, »að höfundurinn hafi eingöngu litið á málið frá alþýðlegu sjónarmiði, og ekki tekið til greinar rannsóknir á því, sem gerðar hafa verið með vísindalegri nákvæmni«, og heitir því, að »þegar tími vinst til og rúm í Skírni, mur,i verða gerð dálítil grein þess, hverjar ályktanir skynsamlegt virðist að draga af þeim athugunum«. Þessu verður gott að taka, er það kemur. Málið á þessari grein er all-gott. Eg rek mig þó á þetta: »vill ekki einu sinni rifja þá upp fyrir sér«; man ekki einu sintá hvað hann dreym- ir«; pví er haft sem spurnarorð, í stað hví, og er það samkvæmt dag- jegu tali. Eg vildi halda hví í riti. Hér rek eg mig og á ritháttinn jajn auðvelt, sem eg hefi minst á áður. 7. Grikkir og Páll postuli, þýtt hefir Matthias Jochumsson. Greinin hefir á sér hin venjulegu einkeuni, er koma fram, er M. J. ritar sundur- laust mál. Eg get eigi sagt, hvort orðblærinn á grein þessari svarar til þess málblæs, sem er á hinu enska riti, en eg efast um að svo sé. Eg vil láta menn fá ofurlítið bragð, með þvi að taka upp nokkurar línur. Á fjöllum þess (0: Grikklands) settu frelsisins guðir hásæti sín, helguðu sór hafsins öldur og blósu yfir þær ógn og storkun móti harðstjóranna óvígu her- fylkingum. Þar lóku við lýðinn listir og íþróttir, er fyltu hús og heimkynni hverskyns prýði, stráðu lífsveginn rós- um, buudu um brár manna ljósgrænum laufsveigum, smíðuðu lífræn líkneski, skreyttu torg og tún mjallhvi'tum mar- marahofum, fyltu skynfæri manna feg urðarunaði og breiddu loks blæju friðar og indælis á látinna leiði. Þessi er blærinn á greininni allri. Stuðlar eru í setningunum eins og einhvers konar reginnaglar, og á slíkt líklega að vera til fegurðarauka, en um það mundi mega segja eitthvað likt því, er í vísunni stendur: »»Edda prýðir,« allir lýðir segja; en hana’ að brúka of mjög er, eins og tómt að jeta smér —« (Svb. Eg.), og er þetta ekki annað en skortur á tilfinningu fyrir þvi, er vel samir, þótt vera kunni álög, er skáldgyðjan hafi lagt á þýðandann. Finnur há- skólakennari Jónsson segir um þýð- inguna á Guðmundarsögu Arngríms ábóta: »Oversætteren anvender bog- stavrimede forbindelser í eti afskræk- kende mængde* (Litt. Hist. III. 70). Hvað mundi hann þá segja um rits- hátt þann, sem kemur fram í þessari þýðingu eftir M. J.? Málið er óeðli- legt, sérvizkulegt og um of íburðar- mikið og tilgerðarlegt. Er það harm- ur mikill mörgum þeirra, er unna »skáldinu af guðs-náð«, og vilja sóma hans í öllu, og kannast við, hvílíkur snillingur hann er á íslenzka tungu í ljóðum sínum yfirleitt, að þessi skuli blærinn vera á því, er hann ritar á sundurlausu máli. En það hlægir oss, að þessa muni enginn minnast, er stundir líða, en hróður hans sem skálds Jara með himinskautum um langan aldur. Um einstök atriði i þessari grein mun lítt tjá að tala. Gaman væri að fá að vita, hvað endanleg listasmlði er. Eg hefi spurt ýmsa menn, og meðal þeirra einn listasmið, en enga skýr- ingu fengið. »Binda um brár manna ljósgrænum laufsveigum« — er það venjan, að binda um brár manna, eða eru það stuðlarnir (binda — brár), er hér ráða? »Að ganga gegnum Aþenuborg í almætti hennar« — hví er svo að orði komist? »Lífræn lík- neski« — þá fer að vandast málið. Eg hefi spurt marga: »Eru til lljrcen líkneski« ? Allir hafa kveðið nei við því. 8. Síðast eru erlend tíðindi, er skráð hefir Þorsteinn Erlingsson. Eg vildi óska, að höfundurinn tæki sögumál vort hið gamla og góða til fyrirmynd- ar, segði frá blátt áfram og tilgerðar- laust, og eg þykist vita, að svo muni honum sjálfnm þykja bezt fara. Janus Jónsson. * * Dálitlar athugasemdir við ofanprent- aðan ritdóm koma í næsta blaði. Ritstj. Skemtiskipið Oceana kom hingað annað skiftið í sumar á sunnudaginn var með hátt á þriðja hundrað ferðamenn, þýzka flesta. Hún stóð hér við sunnudaginn, með- an ferðagestirnir skoðuðu bæinn og nærhverfið. Samsöngur var haldinn þeim í Bárubúð og kappreiðar á Mel- unum, með fleira, er Thomsen kon- súll sá þeim fyrir að vanda. Skipið hélt héðan mánudagsnótt, ætlar að koma við víðar á landinu. Kvennaskölinn í Reykjav<k og írú Th. Melsteð. Meö því að kona sú, er ritir grein með þessari fyrirsögn í s/Sasta tölublaði Isafoldar, virðist vera ein af þeim mörgu, sem lesa blaðagreinar eins og sagt er, að fjandiun lesi biblíuna, þá verð eg að biðja yður, herra ritstjóri, ab Ijá stuttri leiöróttingu rúm í blaði yðar. 1 grein þeirri í Óðni, sem hún vi'sar til, er h v e r g i sagt að frú Finsen hafi s t o f n a ð kvennaskóla Reykjav/kur. Mér er það fullkunnugt, að frú Th. Melsteð átti með öllu hugmyndina um þessa skólastofnun, og eg er ein af þeim mörgu, sem dáist að lífsstarfi þessarar merkiskonu, en þv/ skyldi eg ekki geta einnig daðst að irú Finsen, sem svo drengilega hljóp undir bagga með henui til þess að koma þessari hugmynd / framkvæmd? í merkilegri bók stendur, að menn eigi að gefa keisaranum það, sem keis- arans er, og guði það, sem guðs er. í stuttri blaðagrein um frú Finsen átti ekki við að skýra frá öðru en því, sem h ú n gerði fyrir kvennaskólann, og það hefi eg gert eftir beztu vitund og eftir þeim upplýsingum, sem þeir hafa látið mór í tó, er kunnugastir eru þessu máli. Eg er þess líka fullvís, að frú Melsteð sjálfri er það ljúft, að frú Finsen, þótt seint só, hafi fengið ofurlitla opin- bera viðurkenningu fyrir, hvað hún vann í þarfir skólans á hinum erfiðu upp- vaxtarárum hans. Eg skal ekki fetta fingur út f smá- ónákvæmni í tilvitnun til orða eftir frk. Friðriksson, með því að það kemur ekki málinu neitt við, þótt æfinlega só það óviðkunnanlegt þegar tilvitnanir eru mishermdar. Öll er greinin fremur ó- liðlega samin, bezti kaflinn er auðvitað sá, sem þessi »eina« tekur orðrótt upp eftir grein Steingríms rektors Thorsteins- sonar 1 15. tbl. Skólablaðsins, þar sem hanu útskýrir (!!) að nafn frú Finsens hafi verið sett fremst undir ávarpið í kurteisisskyni. Þysir mór vænt um að fá tækifæri tii að þakka honum fræðsl- una, þó að hr. rektorinn, sem þekkir mig persónulega, muni fara nærri um, að mór sóu nokkurnveginn kunnar hin- ar einföldustu kurteisireglur. Auðvitað var það ekki annað en sjálfsögð kurteisi, að nafn æðstu konu landsiris væri skráð efst á blaði — en »vandi fylgir vegsemd hverri« og hin göfuga og hámentaða stiftamtmannsfrú hlaut að taka kurteisiua svo, að úr því að nafn hennar væri f r e m s t, þá ætti hún líka að vera f r e m s t til að hrinda fyrirtækinu áfram, og það gerði hún með heiðri og sóma. Skólablaðið sá eg fyrst fyrir nokkur- um dógum og sá þá einnig, að ritstjóri þess hefir þegar fyrirfram svarað þess- ari ísafoldargrein. Eg vona þv/, að umræður um þetta efui sóu nú á, enda. Þóra Friðriksson. rleykjavikur annáll. Aukaútsvar. Bæjarstj. samþykti á fundi 5. þ. m. að gefa bláfálækum ómagamanni Einari Sveinssyni (frá Þjóðólfshaga) eftir 20 kr. af aukaútsvari hans 1908. Barnaskólinn. Bæjarstj. ákvað 5. þ. m. að stofna 2 ný kennaraembætti við skólann með 1000 kr. launum hvort og 30 stunda skyldukenslu á viku. Laun Sigurðar kennara Jónssonar hækk- uð upp í 1500 kr. á ári frá 1. okt. næstk. að telja. Brunabótavirðing á Mentasafnshúsinu, 195,984 kr., samþykti bæjarstjórn 5. þ. m. Dáinn er Eiríkur Eiríksson málari, Lauga- veg 24 B, kvæntur, fertugur. Dó 1. ág. Fasteignasala. Sigurður E. Sæmundsson kaupm. selur H. S. Hanson kaupmanni sinn hluta í húseign nr. 29 við Laugaveg með verzlun og útistandandi skuldum. Dags. 31. júlí, þgl. 5. ág. Sveinn Jónsson trésmiður selur bæjar- stjórn Reykjavíkur austurhluta Elsumýrar- bletts 12293 ferálnir, fyrir 11063 kr. Dags. 6. júlí, þgl. 5. ág. Lóðarnám. Nefnd kaus bæjarstjórn i fyrra dag til að meta lóöir, er hún kaun að þurfa að taka eignarnámi: Kl. Jónsson, Kr. Jónsson og L, H. Bjarnason. Skrautgarð leyfði bæjarstjórn Eiriki járn- smið Bjarnasyni að gera fyrir sunnan ibúð- arhús sitt og port á bogaldguðu svæði. Vatnsveitan. A fundi bæjarstj. 5. þ. m. var tilkynt bréf stjórnarráðs um heimild til vatns'töku úr Gvendarbrunnum, I landi landssjóðsjarðarinnar ílólms gegn bótum úr bæjarsjóði, er greiða kunni þurfa ábúanda Hólms eða öðrum. Ennfremur tilk. bréf stjórnarráðs, 27. f, m., um að Eggert Briem skrifstofustjóri sé nefndur til að taka sæti i nefnd þeirri, er meta á landspjöll af vatnsveitunni.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.