Ísafold - 11.08.1909, Page 3

Ísafold - 11.08.1909, Page 3
ISAFOLD 207 Falsskeyti til Norðurlands. í gærtriorgun, io. þ. mán., var rit- stjóra þessa blaðs tilkynt aí landsíma- stöðinni, að beðið væri um símasam- tal við hann af Akureyri. Það sam- tal fekst ekki fyr en eftir dálitla stund. En meðan á þeim drætti stóð, sim- talaði Eggert Stefánsson á landsima- stöðinni við ritstjóra ísafoldar, spurði hann hvort hann hefði daginn áður sent nokkurt blaðasímskeyti til Norð- urlands. Ritstj. kvað nei við. E. S. sagði, að daginn áður hefði verið veitt viðtaka mjög grunsamlegu blaðasím- skeyti til Norðurlands og það verið sent. Hann (E. S.) hefði ekki verið viðstaddur, þegar það hefði komið inn á stöðina, og, ekki vita, hver komið hefði með það; en sér væri mjög hugleikið að geta komist að því. Rétt á eftir fekst samband við Ak- ureyri. Ritst. Norðurlands hafði beðið um það. Ritst. ísafoldar spurði hann að fyrra bragði, hvað væri um blaða- símskeyti, sem hann hefði fengið í gær. — Hvernig veizt þú um það? Eg hefi ekkert um það getið, sagði ritst. Norðurl. Ritst. ísafoldar sagði, hvaðan hann hefði fengið vitneskjuna. Ritst. Norðurl. sagði þá, að hann hefði fengið blaðasímskeyti um sam- bandstnálið, og tafarlaust séð, að það hefði ekki verið annað en blekldngar- tilraun. Síðar um daginn las hann skeytið fyrir ísafold í símasamtali. Það var á þessa leið: Stór siqur við unnið ýrnmvarpið sam- pyktar vonir Oceana lojtskeyti fregn- miðafréttir hraðaðu. Eins og allir sjá, er þetta tilraun til þess að fá Norðurland til að gefa út fregnmiða þess efnis, að skemti- skipið Oceana, sem hér var á sunnu- daginn, hafi fengið loftskeyti um það, að sambandslögin yrðu staðfest. Til jafn-klunnalegrar og ósvífxnnar blekkingar-tilraunar er landsíminn not- aður, látinn flytja þetta sem blaða- símskeyti, fyrir hálft gjald. Vonandi legst ekki yfirstjórn sim- anna undir höfuð að rannsaka þetta mál. Blöðin eiga heimting á því og öll alþýða manna á heimting á því, að gert sé það sem unt er til þess að afstýra þvi að slíkt athæfi haldi áfram. Séu allir starfsmennirnir á síma- stöðinni hér með öllu saklausir, þá getur þeim ekki orðið nein skotaskuld úr því að segja, hver með þetta skeyti hefir komið til þeirra. Reglugjörðin, sem þeir eiga eftir að fara, rnælir svo fyrir, að sendandi blaðasímskeytis skuli votta, að það sé í heild sinni ætlað til birtingar í blöðum. Viðtakandi á að vera við því búinn að sanna eftir á, að skeytið hafi verið birt, og sé það ekki birt, annaðhvort alls ekki eða þá ekki nema að nokkuru- leyti, »þá er sendandi skyldur til þess sam- kvæmt kröfu landssímastjórnarinnar, að greiða fult gjald eins og fyrir einkaskeyti,« segir reglugjörðin. Svo að það er sýnilegt og ómót- mælanlegt, að símastarfsmenn mega ekki veita viðtöku blaðasímskeytum frá mönnum, sem þeir vita ekki hverir eru. Vér göngum að því vísu, að það hafi símastarfsmennirnir ekki gert, heldur sé þeim, eða einhverjum þeirra, fullkunnugt um, hver skeytið hafi sent. Það er beint þeirra skylda. Vér ger- um ekki ráð fyrir því að óreyndu, að þeir hafi brugðist henni. Þá geta þeir tilkynt símastjórninni, hver sendandinn er. Með því einu móti geta þeir losnað við það, að grunur lendi á þeim sjálfum. Sann- ast að segja er lítt skiljanlegt, hvernig nokkur maður hefir getað simað slíkt skeyti sem þetta, án þess að láta sér til hugar koma, að eitthvað mundi vera bogið við það. Mogens Christian Frijs. Hinn nýi yfirráðgjafi Dana. Mogens Christian Frijs lénsgreifi, hinn nýskipaði yfirráðgjafi Dana, sá er við hefir tekið af Neergaard, er fædd- ur 4. maí 1849, góðseigandi og land- þingismaður. Faðir hans var hinn nafnkunni og mikilsmetni yfirráðgjafi Dana, Christian Emxl Frijs, lénsgreifi (dáinn 1896). Arfleifð hans er ein með mestu búseignum dönskum; hún er í greifadæminu Frijsenborg í Gjern- héraði, 3 mílur norðvestur frá Arósum. Mogens Frijs varð stúdent og cand. phil. og fekk síðan stöðu í hinni dönsku erindrekasveit i Lundúnum. 1880 var hann kosinn þingmaður á landsþingið, þegar faðir hans lagði niður þing- mensku, og hefir setið þingið æ sið- an. 1882 tók hann við stjórn á nokkr- um hluta greifadæmisins, en við þvi öllu eftir föður sinn látinn. Frijs lénsgreifi hefir verið atkvæða- maður á þingi, og jafnan þótt tillögu- góður. Hann lagði drjúgan skerf til stjórnmála-sambræðslunnarí Danmörku 1894. Og Danir hafa lengi haft auga- stað á honum í ráðgjafastöðu, en hann verið hlédrægur þar. Síðast nú í haust er Neergaard varð yfirráðgjafi, en þá vildi hann sem minst afskifti hafa af stjórnarathöfnum eftir Alberti-hneyksl- ið. Hann er forvígismaður frjálslyndra ihaldsmanna (Frikonservative), sem er grein af hægrimannaflokki, og næsti fylkingararmur við vinstrimenn. Frijs er fyrsti hægrimaður, sem tekur við völdum síðan stjórnarskifti urðu 1901. Listamannasjóðurinn. Eitt af þeim málum, sem ýmsir af hinum yngri mönnum bera fyrir brjósti er hinn svo kallaði listamannasjóður. Menn hér í bænum, og ýmsir menta- vinir í Höfn og annarstaðar hafa kom- ið sér saman um það að stofna sjóð til þess að styrkja listamenn, skáld, málara, leikendur, myndasmiði, tón- skáld, o. s. frv, á ýmsan hátt. Sjóð- urinn, sem nú nemur 700 kr. hér um bil, er orðinn til með árstillögum frá ýmsum mönnum; bæði karlar og kon- ur hafa gefið til hans, flestir hafa skuldbundið sig að gefa vissa fjárhæð á ári. Féð sem inn kemur mun svo eiga að ávaxtast án þess að nokkur styrkur sé veittur úr sjóðnum fyr en hann nemur 25000 kr. Frá stofnend- anna hálfu er ætlast til þess, að veitt sé úr sjóðnum verðlaun, ferðastyrk- ur, og stuðningur gömium og fátæk- um listamönnum. Stofnendurnir ætla að samþykkja skipulagsskrá fyrir hann á laugardagskvöldið kemur. Öllum sem í þetta mál hafa gengið, er sérlega ant um, að sem flestir vildu taka þátt í því með þeim, og hver sem vildi greiða árlegt gjald til sjóðsins og ekki hefir gert það enn, er hjartanlega vel- kominn á samkomuna næsta laugar- dag. Gjaldkeri sjóðsins er Þorkell Þor- láksson skrifari í stjórnarráðinu, og mun veita viðtöku öllu, sem til sjóðs- ins ætti að ganga. I landi, sem á jafnmarga listamenn eins og ísland, þá er það eðlilegt að reynt sé að koma upp stofnun af þessu tægi. Hér eru ekki auðmenn til að gefa þeim fé, hvorki í lifanda lífi né'með dánargjöfum, þess vegna verða hinir sem minni hafa máttinn til þess háttar að taka sig saman, og koma því í verk með samtökum, sem hinir gætu gert einir, ef þeir væri til í landinu. R. -----ESSG----- Bankastjjórastöður. Stöðurtveggja bankastjóra við Lands- bankann eru auglýstar lausar og verða veittar af ráðherra frá 1. jan. næstk. Bankastjórarnir eiga að hafa í árslaun 6000 kr. hvor, en mega ekki hafa embættisstörf á hendi né aðra atvinnu. Umsóknarfrestur til 30. sept. næstk. Smjörbúin. Rekstur þeirra gengur með bezta móti í sumar austanfjalls, segir Freyr. Stærstu búin höfðu 400—300 pd. á dag, þegar smjörið var mest. Fyrir siðustu mánaðamót, 26. og 27. júlí, voru sendar rúmar 700 tunnur smjörs héðan til útlanda. Langmestur hlut- inn var frá búunum í Árnes- og Rang- árvallasýslum. t Einar Zoega veitingamaður. Hann lézt' í fyrra dag úr krabba- meini eftir langa og þunga legu, 67 ára að aldri. Hann er fæddur í Reykjavík i.jan. 1842, sonur Jóhannesar Zoega, en hálfbróðir Geirs kaupmanns. Hann kvæntist ungur Astríði Jensdóttur Skram, fósturdóttur Helga biskups Thorder- sen og náskyld honum, en þau voru fá ár í hjónabandi, eignuðust þrjú börn og tvö lifa: Helgi, kaupmaður hér í bæ, og Ragnheiður, gift í Ame- ríku. Fyrir rúmurn 28 árum kvæntist hann síðari konu sinni, frú Margréti Zoega Tómasdóttur, (Steingrímssonar frá Ráðagerði), er nú lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjár dætur, sem nú eru allar giftar: Valgerður elzt, gift skáldinu Einari Benediktssyni, Sigríður, gift E. Jacobsen kaupmanni í Rvík, og Ingigerður, gift Newmann, enskum loftskeyta.-verkfræðing, er var um tíma fyrir Marconi-stöðinni við Rauðará og er hér góðkunnur siðan. Einar Zoéga dvaldist hér í Reykja- vík allan sinn aldur, nema fjögur ár sem hann var erlendis (Englandi). Hann var fjörmaður á yngri árum, maður tryggur og hreinn í lund. Kaldur á manninn, en ráðvandur maður og umtalsgóður. Ekki vin- margur, en vinfastur. Ekki fastleit- inn, en fastur fyrir. Ekki mjúkmáll, en mjúkhentur. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa i þrb. Sigurðar kaupm. Guðlaugssonar í (ferðum í Garði fyrir skiftaráðanda í Gullbr. og Kjósassýslu á 12 mánaða fresti frá 5. þ. mán.; í þrb. Guðmundar trésmiðs Hallssonar fyrir skiftaráðanda i Reykjavik á 6 mán. fresti frá s. d.; dbú Sigurðar trésmiðs Jónssonar frá Fjöllum fyrir sama skiftaráðanda á 6 mán. fresti frá s. d.; þrb. Gisla kaupm. Sigurðssonar á Patreks- firði fyrir skiftaráðanda í Barðastrandar- sýslu á 12. mán. fresti frá s. d. Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst í bókverzlun ísa- foldarprentsm. með þessu verði: 1.80, 2.25, gylt í sniðum og í hulstri 3.50 og 4.00, í flauelisbandi og gylt í sniðum og í hulstri 6.50. Barnaskólinn Bergstaðastr. 3 byrjar 1. okt. með sama fyrirkomulagi og að undanförnu. Foreldrar barna á skólaskyldu-aldri þurfa ekhi að sækja um undanþágu, en eru beðnir að gefa sig fram við undirritaðan fyrir 20. næsta mán. Deild fyrir stöfunar-börn byrjar 1. september. Reykjavík 10. ágúst 1909. Asgr. Magnússon. LÍBtamaiinasjóðurinn. Gjafir til sjóðsins. Áður auglýst í blaðinu Ingólfi (árin 1906 og 1907)...................kr. 641,0» Frá Pétri Halldórssyni stúdent (greitt 1907)..................— 6,00 — Á. (greitt 1907) .... — 10,00 — Hólmfr. Rósenkranz ungfrú (greitt 1907)..................— 5,00 — Þórunni Finnsdóttur ungfrú (greitt 1907)..................— 5,00 — Bjarna Jónssyni frá Yogi (tillög 1907 og 1908) . . — 20,00 — Þorkeli Þorlákssyni gjaldk. (tillög 1907 og 1908) . . — 10,00 — Rich. Torfasyni bankaritara — 5,00 — Þorv. Þorvarðssyni prent- smiðjust. (till. 1907 og 1908) — 10,00 — Indriða Einarssyni skrif- stofustjóra (tillög 1906, 1907 og 1908)..................— 15,00 — Jóni Magnússyni bæjarfóg. (tillög 1907 og 1908) . . — 10,00 — Sigfúsi Einarssyni söngk. . — 5,00 — Guðm. V. Kristjánss. úrsm. — 5,00 — Þuriði Sigurðardóttur leik- mær (tillag 1907) ... — 5,00 — Emelíu Indriðad. leikmey . — 5,00 • Samtals kr. 656,00 Skilagrein. Tekjur: 1. Meðt. gjafir...............kr. 656,00 2. Vextir................... — 76,28 kr. 732,28 Gjöld: 1. Innlán í Landsbankanum samkvæmt viðtökuskirteini nr. 54.....................kr. 630,49 2. Kostnaður...................— 7,77 3. í sparisjóði Landsbankans. — 94,02 kr. 732,28 Reykjavík 11. ágúst 1909. Þorkell Þorldksson p. t. gjaldkeri sjóðsins. Blekbyttur fást í bókverzlun Isaíóldar. P0STK0RT lituð og ólituð fást í Bókverzlun ísafoldar. Noregskonungasögur fást í Bókverzlun ísafoldar. Viðskiftabækur (Kontrabækur) fást í Bókverzlun ísafoldar. Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. 10—i2xl% og 4—5. Gamalt jarn kaupir fyrstu daga næstu viku Timbur & kolayerzl. Reykjavík. 36 bætti hún við með stillingu: — hún ar ekki nema seytján ára, og því hélt eg einmitt að henni yrði bjargað. |>ví að eftir þeim félagsskap að dæma, sem hún vex upp í, virðist mér það nærri því óhjákvæmilegt, að hún falli og sökkvi — eins og vór sjáum svo oft um stúlkur í henDar stöðu. — Já — frökin — þar til svara eg, að eg er í fyrata lagi ekki á þessari nútíðar skoðun um hið óhjákvæmi- 1 e g a. Eg að mínu leyti trúi, — og eg er — jafnvel þó hin nýja speki vorra tíma skopist að — eg er sæll þeirrar trúar, að jafnvel þar, sem mannlegt auga Bér vísan, ó h j á - kvæmilegan veg til glötunar, jafn- vel þar sé rúm fyrir guðs kærleiksríku ráðstöfun. Ög svo eg snúi mér að málefniuu sjálfu, bætti kapelláuiun við og litaðist um í samkomunni, — þá verð eg að endurtaka það sem eg hefi haft þann heiður að benda á áður hér í þessum hóp: — að — eíns og við höfum talið það skyldu vora að fara ekki með Btarf vort út fyrir tiltekinn söfnuð, eins verðum við að standa fast við hitt, að hjálpræðisstarfi vor 37 uái til alveg tiltekins fiokks náunga vorra. Bnda höfum vér viljað sýna þetta með nafninu, sem vér höfum kosið: Félag fyrir fallnar konur — sem sé að eins fyrir þá aumingja, sem vór nefnum fallnar konur — í St. Péturs söfnuði. Að þessu máli var gerður lágur, en ákafur rómur með öllum dömunum kringum borðið; og til margra heyrð- ist: »náttúrlega«; — »það er auðvitaði; — lanuað kemur vitaulega ekki til mála«. Stundarkorn var að sjá sem frökin Falbe mundi veita hörð andsvör, — það var margoft svo lítið á hana að ætla. Bn hún stöðvaði sig og lét Ienda við fálega afsökun; »á því að henni hefði skjátlast* — eins og hún komst að orði. Síðan gekk hún af fundinum. — Svona er það alt af með frökin Falbe, mælti frú With, þegar hurð- inni var lokað, — æfinlega fylgir henni eitthvað ógeðfelt 1 — Hún er svo undarlega hörð, mælti frú Bentzen. — Eg er hræddur um hana vanti 40 nokkuð ólíkur hinum mörgu trúboðs- og góðgerðafélögum, þar sem vant er að bera svo mikið á guðrækninni. Flestar hérstaddar frúr áttu yfirleitt ekki þátt í þeim; og það hafði ein- mitt verið tilgangur kapelláns, að ná saman í félag sitt fínustu frúnum, sem létu sér annars nægja að lóta af hendi fjárframlag. Hann ætlaðist þó engan veginn til, að með þessu yrði félag sitt meira höfðingjafólag eða fráskildara en önn- ur félög í bænum. En hann var þeirr- ar skoðunar, að prestar vorra tíma leituðu langt of mjög til meðalsléttar- innar og legðust undir höfuð að hafa áhrif á þá, sem efst standa í mann- félaginu og ætla sig hafa mesta meut- unina. Og þessari skoðun vildi hann halda fram. Bn bærinn skildi hann ekki, því miður. Og eins og alt af er í milli hinna óteljandi félaga fyrir alls kyns trúboð og í gegndarlausum aragrúa bazarnefnda í öllu hugsaulegu augna- miði, að samkepuin var æði sterk, eins komu sér allir samau um að líta 33 en það gat þó verið henni þætti mið- ur, ef gengið væri fram hjá henni; það er aldrei á að ætla, Og svo var mjög vafasamt, hvort hann ætti ekki að réttu lagi að bjóða frú sóknarprests síus þessa ritarastöðu. Síra Martens hafði tekið fyrir hönd konu sinnar boðinu til að taka þátt i félagsskapnum. En hanu hafði reynd- ar bætt við, »að þó hún Lena sín hefði brennandi áhuga á málinn, væri hún því miður svo heilsutæp, að hún hefð- ist helzt við svo sem hæglát kona innan notalegs heimilis-gerðisins*. Enda var hún ekki við stödd fundinn. Kapelláni fór að verða órótt; hann var avo að kalla nýkominn í aöfnuð- inu; og stofnun félagsins fyrir fallnar konur í St. Póturs söfnuði átti að verða hans fyrsta frægðarverk. Nú faun hanu strax til örðugleikanna; þessi ritarastaða — h v a ð átti hann að gera við hana? En mitt í þessum vandræðum hans var barið að dyrum, og frökiu Falbe gekk inn. Hún varp lauslegri kveðju á frú With, sueri sór að samkomunni og mælti skýrt og skorinort: — Eg hefi

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.