Ísafold - 11.09.1909, Síða 1

Ísafold - 11.09.1909, Síða 1
Keimn út ýmist oinu sinni e»a tvisvar 1 vikn. Yerft úrg. (80 arkir minst) 1 kr., er- lendis 5 kr. eOa 1 ■/> dollar; borgiut íyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögrn (skrifleg) bundin yiö á.ramót, er ópild nema komln só til útprefanda fyrir 1. okt. og Kaupandi sknldlaas viö blaðiö. Afgreiösla: Anstarstrœti 9. XXXVI. árg. Reyk,iavík laugardaginn 11. sept. 1909. 59. tölublaö I. O. O. F. 909179. Augnlækning ók. 1. og8. þrd. kl. 2—3 Tjarnarg. 18 í’orngripasafn opió A virkum dögum 11 1 íslandsbanki opinn 10—2"/! B'/a-Y. K. K. TJ. M. Lestrar- og skrifstbfa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 >/s síðdegis Landakotskirkja. Guösþj. 9>/s og 6 á belgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10>/s—12 og 4—B Landsbankinn 10>/s-2>/s. Bankastjórn viö 12-1 Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 12 8 Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12 1 Lækning ók. 1 iæknask. þriöjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið l>/s—2>/s á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, i. og d.md. Iðnaðarmenn I Muniö eftir aö ganga í Sjúkrasjóð iönaðarmanna — Sveinn Jónssor gik. — -' kulöð Heima kl. 6 e. m. BókhlöDustíg 10. lltlJl fer til Borgarness sept. 12. Ákra sept. 12. Nýtizku bardagaaðferð. í fyrra vetur, er fullvíst varð, að stjórnarskifti yrðu hér á landi og að núverandi meirihluti myndi komast til valda, var hafin nýtízku bardaga- aðferð í íslenzkri stjórnmálabaráttu. Það var byrjað á þvi að ráðast á meiri hlutann og helztu menn úr honum í dönskum blöðum. Síðan hefir svo ógeðsleg barátta gegn hinni nýju stjórn og flokknum, er styður hana, verið háð í dönskum blöðurn, að hverjum óspiltum manni hlýtur að sárgremjast það og væma við því. Dönsku afturhaldsblöðin hafa verið fylt með meira og minna lognum svívirðuaðdróttunum gegn núverandi ráðgjafa og helztu mönnum stjórnar- flokksins. Taðköglunum, sem Lög- rétta og Reykjavík eru látnar hreyta að mótstöðumönnum sínum — þess- um líka gersimum — hefir verið sáldr- að um þvera og endilanga dálkana í afturhaldsblöðum Dana. Undir af- bökuðu nafni Njáls gamla var t. d. einu sinni í vetur verið að fræða Dani á því meðal annars í dálkum Berlíngsku tíðiuda, að Karl Einars- son sýslumaður væri snndlegur og likamlegur undirmálstyrfill*, að við- skiftaráðunautainir væru að eins bún- ir til í því skyni að útvega þurftug- um þingmönnum bitlinga, að þiuginu yrði ekkert úr verki, af því að þar sætu eintómsr ónytjungar, o. fl. á sömu bók lært. Þetta væri nú sök sér, ef Danir tækju þessi skrif upp hjá sjálfum sér og stæðu sjálfir á bak við. — En svo er eigi. Það eru forsprakkar úr göýugmenna flokki peim, er sig kallar Heima- stjórnarmenn, setn standa d bak við skriftn í dönsku blöðunum. Mennirnir, sem hæst hafa hrópað um heimasýórn, um að fá íslenzk stjórnmál heitn til Islands — þeir eru ekki fyrr komnir i minni hluta hér á landi, en þeir taka til að ráðast á stjórnina íslenzku og mikinn meirihlutaflokk íslenzkra kjósenda á dönskum vigvelli, í blöðum þjóðarinnar, sem vér eigum í höggi við um sjálfstæðisrétt vorn I Mikil hefir nú alvaran verið — eða hitt þó heldur I í þokkabót gera þeir þessa ógeðs- legu nýtizku bardagaaðferð sína enn viðbjóðslegri með þvi, að þeir, er skrifin eiga, þora ekki fram í dags- birtuna, heldur dyljast þeir nafna sinna, og vega aftan að i dularhjúp. »Heimastjórnar«mönnum er ekki til neins að reyna að neita því, að það séu þeirra menn sem standa fyrir þessum óþverraskrifum I Svo mikil gögn eru fyrir þeim sannindum. Aðalleiðtogi hins virðulega »Heima. stjórnar<flokks, hr. Hannes Hajstein, talaði margt um jair play í ræðu einni í sumar. í þeim efnum þarf hans eigin flokkur allrar þeirrar brýningar við, sem H. Hafstein getur i té látið — og efasamt, hvort hrekkur til, því að sé nokkuð unjair play, þá eru það skrifin í dönsku blöðin, sem tiðkast lafa upp á síðkastið. Aldrei kom það fyrir, að andstæð- ingar fyrverandi stjórnar beittu hana slikum brögðum. — Að vísu birtist einu sinni þýðing af íslendingabrag og óþverragrein úr blaðinu »Rvík« í kstrablaðinu dans'ka, en vér minn- umst þess, að þegar á eftir lýstu þá- verandi stjórnnraudstæðing.ir i Höfn fyrirlitningu sinni á því tiltæki. — En »Heimastjórnar«mPnn — þeir þegja nú og láta þar með í Ijósí, að þeim þyki ekkert fyrir. Og »Heimastjórnar«göfugmennin hafa ekki látið lenda við dönsku blöðin ein! Þan hafa og snúið sér til norskra blaða með sams konar góðgæti. En þar feiigu þau — einu sinni í sumar það svar frá einu blað- inu, að það vilái ekki taka bréf héðan heiman að, vegna þess, að það væri íslenzkri blaðamensku og íslandi van- virða að hafa eftir og flyija satiryrða- forða þann, sém í bréfniu stóð, úr blöðunum Lögréttu og »Rvík«. Sjá nú ekki allir heiðvirðir íslend- ingar óþokkaskap þann, sem »Heima«- stjórnarmennirnir hafa hér í frammi? Sjá ekki allir skynberandi menn, án flokksgreinarálits, hvilikt öjugstreymi það er að fara að heyja islenzka stjórn- málabaráttu í dönskum blóðum. Menn, setrt beita svo niðingslegri bardagaaðferð, sem hér er lýst að framan, þeir eiga, að voru áliti, skilið bráðan pólitískan bana i fyrirlitningar- fossi allra góðra manna. Oss dettur i hug vísa, sem velmet- iun klerkur einn vestanlands orti einu sinni um landseta sinn, og vel á við þessa herra. Hún hljóðar svo: Þótt allmargt finnist út um haug innan um sorp til vonar, enginn finnur ærutaug Ásmunds Þorsteinssonar. Bústaður Jóns Sigurðssonar í Khöfn. Hús það, er Jón Sigurðsson bjó í um mörg ár við Ostervold i Kaup- mannahöfn stendur enn alveg óbreytt. Meðan Forsetinn bjó þar, var hús- ið aðalsamkomustaður landa í Höfn og miðstöð bæði menta og stjórn- málalífsins íslenzka þar. Vér hyggjum, að mörgum íslend- ingi muni forvitni á og þykja varið í að eiga mynd af þessu merkilega húsi og höfum því gert gangskör að því að fá hana á myndaspjöld. Þau verða til í bókverzlunum í haust. Ritstj. ísaf. hefir einu sintii af til- viljun rekizt á eiganda húss þessa, gamla konu. Hún bjó þar í húsinu, lofti hærra, en Jón Sigurðsson. Henni varð mjög tíðrætt um gestaganginn hjá Forseta og fanst nóg um. Svo mikið hafði stundum verið reykt niðri í stofunum þar, sagði hún, að reyk- urinn hafði sogast gegnurn loftið inn í salakynni kerlingar — og þótti henni i meira lagi ilt. Bald húsasmiður sá er stóð fyrir smíðum á alþingis- húsinu, holdsveikra spitalanum, frakk- neska spítalanum og vitum nokkrum, hér á landi, dó í Kaupmannahöfn i ágústmánuði. Hafði legið veikur lengi. Ávarp til íslendin r Góðir Islendingar / Menn og konur! Dr. I»orvaldur Thoroddsen prófessqr hefir í sumar verið á ferð um Þýzkaland. Hann var á landfræð- inga fundi miklum í Leipzig. Dagurinn í dag er orðinn einn af mestu merkisdögunum i sögu þjóðar vorrar. í dag fyrir ári síðan reit islenzka þjóðin þenna dag í árbók stórviðburðanna með glæstu letri ódauðlegrar sæmdar. í dag fyrir ári síðan sýndu íslendingar þann þroska, að þeir eiga skilið það sæmdarnafn, að heita siðuð pjóð. í dag fyrir ári síðan máðu íslendingar þann blett af þjóðinni, sem um liðnar aldir hefir þar einna dökk- astur verið. í dag fyrir ári síðan leystu íslendingar fóstúrjörð sína úr þeim læðing, sem öld eftir öld hafði haldið henni og börnum hennar í þungri ánauð og djúpri niðurlægingu. Öld eftir öld hafði Bakkus teygt veldissprota sinn yfir þetta land. Öld eftir öld hafði sú ranga skoðun vertð ríkjandi hjá þjóð vorri, að brennivinsflaskan væri uppsprettulind gleði og ánægju, fjörs og hreysti. Öld eftir öld voru íslendingar að læra að drekka / hóji, en jafnau endaði lærdómurinn á þá leið, að fjöida margir lærðu að drekka úr hóji. Öld eftir öld hröpuðu ótal margir efnilegustu og mannvænlegustu synir þjóðarinnar í brennivínsbrunninn og létu þar fjármuni, lif og sæmd. Öld eftir öld urðu árlega ótal slys á sjó og landi af völdum ofdrykkjunnar. Öld eftir öld úrkynjuðust sutnar beztu ættir landsins af völdnm áfengisins. Öld eftir öld grétu eiginkonur og mæður þungum tárum yfir eymd þeirri og ógæfu, sem áfengið skapaði eiginmönnnm þeirra og sonum. Öld eftir öld eyddi þjóðin, þrátt fyrir fátækt sina, ógrynni fjár, miljónum króna, til að kaupa ólyfjan þá, er skapaði henni meira tjón en allur hafis, eldgos og landskjálftar til samans. Öld eftir öld steypti brennivinið mörgu heintilin.i í '.olæði og mörgu sveitafélaginu í fátækt. Öld eftir öld hefir áfengisnautnin staðið í vegi fyrir framföruiu þjóðarinnar og dregið úr mönnum dug. í dag fyrir ári síðan var þjóðin spurð, hvort hún vildi búa frarnvegis undir þessu forna ánauðaroki Bakkusar. Þjóðin svaraði skýrt og skorinort: Nei. Svaraði með yfirgna. nlegum meirihluta greiddra atkvæða. íslendingar dæmdu á allsherjar-þingi áfengið útlægt um endilangt ísland. Annað eins hreystiverk, annað eins þarfaverk, annað eins kærleiksverk hafa íslendingar aldrei unnið. Því er dagurinn í dag, 10. dagur septembermánaðar, stór-hátíðisdagur íslendinga. Ófæddar kynslóðir munu blessa minningu allra þeirra manna, sem þann dag í fyrra greiddu atkvæði með algerðu banni á innflutningi allra áfengra drykkja. Síðan þessi tíðindi gerðust, hefir alþingi farið að vilja þjóðatinuar og samið bannlög og konungur staðfest þau. En — svo hafa og önnur tíðindi gerst, sem fara í gagnstæða átt. Margir höfðu við því búist, að Bakkus mundi taka fjörkipp, um leið og hann fengi banasárið. Sú hefir líka raunin á orðið. — Það hefir komið í ljós, að þeir eru allmargir, sem ekki þykir við það unandi, að ísland verði brennivíns- laust. Líta þeir svo á, sem sæmd íslendinga sé í veði, ef brennivínsflaskan er numin burt úr skjaldarmerki ís- lenzku þjóðarinnar, og öll ánægja og lífsgleði verði landflótta, ef menn eiga ekki kost á að drekka frá sér vitið ein- stöku sinnum. Telja þeir þá þjóð skrælingjum líka, sem ekki Vill leyfa mönnum að neyta áfengis. Óvinir bannlaganna hafa þegar hafist handa, stofnað félagsskap og komið á fót blaði, alt í þeim tilgangi, að starfa móti því, að aðflutningsbannslögin komist til framkvæmda; vilja þeir annaðhvort, að þeim verði breytt, eða þau á sínum tíma numin úr gildi. Félag sitt nefna þeir Þjóðvörn og málgagn þeirra er blaðið Ingólfur. Góðir íslendingar! Menn og konurl Ungir menn og gamlir! Fyrir hönd stórstúkuþings þess, sem háð var í síðastliðnum júnímánuði hér í Reykjavík, skorum vér undir- ritaðir, sem kjörnir vorum á nefndu þingi til þess að ávarpa þjóðina, á alla góða menn um endilangt ísland, að láta ekki flekast af fortölum þeirra, sem halda vilja þjóðinni undir ánauðaroki áfengra drykkja. Vér skorum alvarlega á hvern góðan íslending i hverri stétt og stöðu sem hann er, að líta á velferð lands og þjóðar í þessu nauðsynjamáli. Vér skorum á sýslumenn, presta, lækna og kennara, að vera ráðhollir leiðtogar alþýðunnar í leiðangrinum móti Bakkusi og öllum þeim, sem styðja vilja ríki hans á íslandi. Vér skorum á alþýðumenn til sjós og sveita, að standa fastir í fylkingu og verja landið og um leið börn sín og niðja fyrir öllnm áhlaupum þeirra, sem vilja vinna landið aftur undir áfengisógæfuna. Vér skorum á hin mörgu félög um land alt, að gera sitt ýtrasta til að sigur sá, sem nú er unninn, verði ekki með neinum fortölum eða blekkingum dreginn þjóðinni úr greipum. Vér búumst við, að mótstöðumenn bannlaganna muni neyta allrar orku þau árin, sem enn eru óliðin, þar til er lögin ganga í gildi. Eins og gefur að skilja, mun áfenginu ekki hvað sízt verða haldið að þjóðinni af þeim mönnum, sem mikinn hagnað hafa af að selja henni það. En er ekki kominn tími til, að íslendingar hætti að eyða fé sínu fyrir danskt brennivín og aðrar útlendar áfengistegundir ? Öllum góðum íslendingum ætti að vera það ljóst, að nú varðar miklu að hopa hvergi á hæli frá því marki, sem þegar er uáð. Vér snúum einkum máli voru til ungra manna og uppvaxandi. Til þeirra tekur mál þetta mest. Unga kynslóðin sker upp mesta og bezta blessunarávextina, ef svo ræðst, sem nú horfir. Á henni bitna líka bölvunargjöldin, ef ógæfa íslands yrði að þessu sinni svo rík, að Bakkusarvinum tækist að endurreisa hásæti hans á fósturjörð vorri. Ungir menn og uppvaxandi! Sveinar og meyjar! Verjið nú vasklega vígið, sem unnið er. Hefnið með því hinna mörgu ungu og pfnilcgu manna, sem á liðnum timum hafa fallið fyrir vélum Bakkusar. — Látið ekki strá sandi í augu yðar með löngu hröktum lokleysum, en kynnið yður vandlega það, sem fróðir menn og mannvinir hafa um áfengismálið ritað. Óhætt mun að treysta því, að samvizkusemin sé ekki minni hjá þeim, en hinum, sem áfengið styðja. Gætið þess vel, hverjum þér ljáið fylgi í máli þessu. Látið eigi nöfnin ein ginna yður. Tíminn mun sýna, að það verður engum til heiðurs, að nafni hans er otað fram ti! þess að lögfesta áfengisbölið í landinu. Reykjavik, 10. dag septembermánaðar 1909. Þórður y. Thóroddsen. Haraldur Nielsson. ólafur Olafsson. (Önnur blöð, sem styðja vilja bannlögin, ern vinsamlega beðin að birta ávarp þetta. — Þ. J. Th, H. N. Ó. Ó.).

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.