Ísafold - 11.09.1909, Side 2

Ísafold - 11.09.1909, Side 2
234 ISAFOLD Dtsalan hjá Th. Thorsteinsson aö Ingólfshvoii heldnr áfra Munið --15. sept. -- bíðið! Langstærsta, fjölbreyttasta og verðbezta ntsalan, sem enn hefir verið haldin hér i bænnm, verður i ár i verzluninni Edinborg, Sóknargjöldin nýju. ii. Um það hefir verið þráttað, þó lítið hafi það verið gert á íslandi, og ugg- laust verður ekki þráttað minna um það á ókomnum öldum, hvort kristin kirkja hafi eflt menningu norðurálf- unnar eða spilt henni. Þeir, sem eitthvað hafa um þetta talað á íslenzku, hafa nær því allir gengið að þvi sem sjálfsögðu máli, sem engum manni dytti í hug að efa, að kristin kirkja heíði ekki einungis eflt menningu Norðurálfu, heldur væri hún meginstoðin undir menningu allrar ver- aldar og eina stoðin undir siðgæði voru. Rök þurftu þessir merin eðlilega ekki að færa. Það er sjaldan nauð- syn á að sanna það, sem allir eru sam- mála um. Síðast hefir Einar Hjörleifsson tek- ið í þennan sama streng í ísafold, einkanlega nú í sumar, og að því er mig minnir, sérstaklega í skjóli Har- alds Höffdings prófessors. Eg nefni þetta sérstaklega af því það sem þeir fara með tekur sig dálítið út úr hinu masinu, en eins er það að því leyti, að þeim finst ekki þörf á að sýna sannanir eða líkindi á þessu. Svo hár- vís er Einar, að minsta kosti, um sitt mál. Þetta telja þessir menn allir svo sjálfsagt mál, að einskis samanburðar þarf við á siðgæði suðurlanda að fornu né norðurianda við miðaldirnar eða vora tíma. Eg man ekki betur en Dr. Helgi Pétursson sé eini maðurinn hér, sem hefir véfengt menningarbót eða siða- bót kristinnar kirkju og miðað þar þó sérstaklega við það, sem hér varð á íslandi. Hann er og eins undan- tekning að því leyti, að hann einn allra skrifar með ríkum og glöggum rökum. En þó hann geri þatta, þá hefir enginn sá andæft honum, sem neinn maður þarf að taka mark á, nema eg man ekki um N.kbl. Þó rök Dr. Helga séu svo löguð, að þau eru beinlínis voði fyrir hina almennu kenningu og þó fróðir menn viti, að annars staðar hefir brytt ekki svo lítið á þeirri skoðun, að kristin kirkja hafi einmitt orðið nær eingöngu til niðurdreps menningu og siðgæði svo vitt sem hún hefir náð yfir, þá hafa þeir auðsjáanlega talið víst, að al- menningur hér á landi teldi kirkjuna svo vafalausan grundvöll undir sið- gæði sínu og menningu, að um það þyrfti ekki orðum að eyða. Því hins er síður getandi til, að þeir haldi það nú jafnvel sjálfir, að þessi skoðun sé svo hæpin og allur almenningur hér á landi treysti svo lítið á kristna kirkju sér til menningar og siðbóta, að bezt sé að eiga sem minst við það fen, og lofa síra Matthíasi að stika djúpið ef hann slarkar ekki yfir það á Pegasusi. En hvað sem um almenningsálitið er og hefir verið, þá er það víst, að löggjöf þessa lands hefir frá öndverðu talið kirkjuna menningarstoð og hana sterka, og þetta hefir löggjöfin gert frá því árið iooo og alt fram að anno domini 1909, og fram á þa& ár þó. Hér mætti safna rökum að eins og bylgjum hafsins, en hér er nóg að benda á það eitt, að gjöld til hennar hafa verið lögð á þjóðina um langan aldur nákvæmlega á sama hátt eins og gjöld til allra annara menn- ingarstofnana, sem löggjöfin taldi sér lífsskilyrði að vernda og menningu landsins, svo sem var embættismanna- mentun, réttarfar, löggjöf, löggæzla, heilbrigðisvarðveizla og fleira. Að kirkjan hefir notið jafnhliða nokk- urra einstaklinga gjalda, sem varð að kvöðum eða nefskatti á ýmsar stéttir f landinu, skiftir hér engu máli. Af ríkisins hendi naut hún að öl!u sama skilgetins barns réttar, sem hinar menn- ingarstofnanirnar og aukabitlingarnir stafa sumpart frá þeirq, tíma, þegar allar tekjur ríkisins stóðu á öðrum rundvelli en nú, og sumpart frá þeim tímum, þegar kirkjan var svo sterk, að hún gat rænt menn fé og kúg- að þá eftir velþóknan sinni og hefir svo fengið að halda því fé síðan. Þetta gat hver önnur stofnun gert í rikinu öldungis eins, ef hún hefði haft afl til, og eg veit enga, sem eg hefði ekki trúað til þess. Hvað landið sem ríki og löggjöf þess telur sér menningar- eða nauð- synjastoðir, verður einmitt helzt dæmt um eftir því, hve mjög það styrkir þær stofnanir að fé eða vernd, og hvernig það gerir það. Því það er auðséð á öllu, að ríkið telur hverjum borgara, háum og lág- um, skylt að styðja menningarstofn- anirnar eftir öllum kröftum sínum, ekki miðað við það, að nefin séu jafn- mörg á hverjum þeirra, heldur er mið- að \ið þá krafta, sem hver maður á til, að bera menningu landsins með, og þar fer ríkið jafnan, eða þykist fara, eftir efnakraftinum nær einum saman. Þetta hefir nú verið svo um kirkjuna alt þangað til nú i vetur, að alþingi tætir í sundur þennan grundvöll svo gjörsamlega og staðfestir svo mikið djúp milli kirkjunnar og annara menn- ingar- og siðgæðisstofnana, og setur slikt heljarhaf milli skyldu borg- aranna við kirkjuna og þær, að nú þarf mesti fjöldi manna ekki að styðja kristna kirkju hér nema með öðrum litla fingrinum einum og lög- gjöfin lætur sig það engu skifta þó aðrir verði að ofbjóða til þess veikum kröftum sínum. Þegar alt þetta er ihugað, sem hér hefir verið sagt, dettur manni fyrst i hug, að þingið hafi viljað lýsa því hér á sem glöggvastan og ótvíræðastan hátt, að landið geti með engu móti talið kirkjuna menningar- eða siðgæðis- stofnuu, sem því sé skylt að styðja, úr því það tekur hana svo vandlega út úr þeim. En af því hér sýnist farið i svo miklu ringli og stefnuleysi, þá þorir maður varla svo mikið sem að treysta þessu, þar sem hinn dint- inn er verið að lögskipa tillag félags- mannanna til þessarar stofnunar. Það væri þá sama fásinnan, eins og ef þingið færi að hækka eða lækka með lögum tiilag Bókmentafélagsmanna, til að mynda, og þó styrkir þingið það félag sem mentastofnun. Þegar þessi vandræða sorgarleikur löggefandi þings er athugaður, verður ekki betur séð, en þingið hafi lent hér með kirkjuna í sömu náttmyrkrunum og á sama skipbrotinu eins og presta- stefnan á þingvelli,þar sem menn hugsa sér þjóðkirkju, sem ríkið heimti enga kenningartryggingu af aðra en þá, að hver kennimaður megi skilja og skýra eins og hann vill jafn sundurleita trú- arbók eins og nýja testamentið, þar sem hveitið og illgresið vaxa svo þétt saman, að þar þarf mjúka hönd, manni liggur við að segja móðurhönd, til þess það sé ekki rifið upp, sem mest Iiggur á að fái að standa. Þingið, eða fjölda manna þar, lang- ar auðsjáanlega til að varpa þjóðkirkj- unni fyrir borð; það sýnir þingsálykt- unin meðal annar; en stjórnarskrár- hlekkurinn heldur, svo alt draslið lafir við þá, og til þess að fara ekki á höf- uðið á eftir, er gripið til þessa lög- gjafarlega óbótaverks, sem eg hefi iýst í fyrri hluta þessarar greinar og er svo svartur blettur, að hann gæti jafnvel orðið bæði þingi og kirkju til skaða og skapraunar. Út úr ummælum Jens prófasts Páls- sonar, sem ísafold prentar í síðasta tölublaði, skal eg láta þess getið, að þó eg hefði aldrei séð þau og ekki vitað stefnu hans í málinu, þá þekki eg hann nóg til að vita það, að þessi lög eru þveröfug við hugsjónir hans, bæði sakir kirkjunnar og ranglætis þeirra. Eg skal og gjarnan bæta því við, að eg þyrði að nefna hér nöfn fleiri presta og gæti tekið upp á mig að á- byrgjast, að þeir lofa ekki þessi lög, þó eg hafi ekki talað við þá né séð eitt orð frá þeim um lögin. Þorsteinn Erlingsson. V. Bache, yfirmaður 0rum & Wulfs verzlana hér á landi varð bráðkvaddur á Fá- skrúðsfirði í sumar. Lík hans var flutt til Hafnar. Líklegastur til að taka við starfi hans mun vera Steýán Guðmundsson, áður verzlunarstjóri á Djúpavogi, en síðan eftirlitsmaður (Disponent) 0rum & Wulfs verzlana. Bæðan í þjóðþinginu danska, sú er fröken Marie Westen- holz hélt þ. 19. ágúst og getið var um í ísafold um daginn, hljóðaði svo, orði til orðs: Aður en þér byrjið á störfum yðar í dag, skuluð þér vita, að á meðal yðar í þessum sal situr maður, sem gert hefir ættjörðinni svívirðing, (um leið benti hún á J. C. Christensen). Hér sitjið þér, danskir menn, gagn- teknir af valdafíkn og eigingirni, hélt hún áfram, og eruð að fara í hrossa- kaup um heill og heiður fósturlands- ins. En nú skuluð þér fá að heyra frá þessum stað, að konur þessa lands fyrirlíta yður og brennimerkja yður sem »óalandi og óferjandi* hyski, sem er að svíkja fósturjörð sina«. Fröken Westenholz er roskinn kven- maður (52 ára) af beztu ættum. Dagana eftir þetta afreksverk sitt fekk fröken Westenholz ógrynnin öll af fagnaðar -— og þakkar — símskeyt- um og blómum úr Danmörku. Gremjurokið móti J. C. Christen- sen er nú svo magnað í Danmörku, að hann sjálfur treystist sjálfsagt ekki til að spyrna móti. Minsta kosti hef- ir hann flýtt sér að láta blöðin flytja af sér þær fregnir, að hann hafi ein- ungis af einlægri skyldurækt við fóst- urjörðina tekið ráðgjafastarfið í mál og að hann muni láta af því starfi, þegar er landvarnarmálinu er ráðið til lykta. Islenzkur læknir í Vesturhafseyjum. Kristinn Björnsson, kaupmanns Guð- mundssonar, er ráðinn hreppslæknir (Kommunelæge) á Sankt Thomas, einni af þrem Vesturhafseyjum Dana. Hann verður þar í 2 ár. Fór frá Kaup- mannahöfn í ágústbyrjun. Þá ný- kvongaður danskri hjúkrunarkonu. Guðsþjónustur í dómkirkjunni 4 morgun: A hádegi: síra Haraldur Nielsson. Siðdegis: sira Runóifur Runóifsson. Jarörækt og framleiösla, Mjög eftirtektarverð grein með þess- ari fyrirsögn, eftir Pál Jónsson búfræðis- kandídat frá Reykhúsum, er í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands 1908. Höfundurinn heldur því þar fram, að jarðargróði rœktaðs lands á Islandi eigi að geta sexfaldast, ef vel sé á haldið. Svo óumræðilega mikilsvert er þetta, ef rétt reynist, að vér skiljum eigi annað, en að lesendum ísaf. muni forvitni á að vita, á hverju höf. byggir skoðun sína og tökum því upp aðalatriðin úr grein hans. Islenzkur landbúnaður, segir höf., byggist á kvikfjárrækt. Afurðir hús- dýranna, mjólk, kjöt og ull eru aðal- tekjustofnar búanna. Meiri búpening- ur = auknar tekjur bænda. En hvernig á að auka búpeninginn? Til þess er að eins einn vegur: að auka heyaflann. En hvernig verður hann aukinn? Með þvi að auka og bæta túnræktina I í búskap öllum á sér stað hring- ferð efna. Grasið á jörðunni tekur til sín ýms efni úr jarðveginum. — Þessi efni þarf að bæta jarðveginum upp aftur. Ella fellur hann í órækt. Uppbótin fæst með þeim hætti er nú skal greina: Heyið er gefið skepnunum. Þær breyta því sum- part í áburð — sumpart í afurðir, sem mennirnir neyta og gefa aftur frá sér að nokkru leyti. Mestur hluti efnanna kemur þannig aftur á jörðina og byrjar nýja hringferð. Af frumefnum náttúrunnar, sem taka þátt í þessari hringferð er að eins þurð á 3—4 efnum: köjnunar- ejni, fosfórsýru, kalí — og stundum kalki. En þessi efni eru svo mikil- væg, að vanti þau, getur heyskapur aldrei orðið nema lélegur. Það skiftir því miklu, að vel takist að varðveita þessi efni. Erfiðast er að varðveita köfnunarefnið. En hinsvegar er það dýrasta efnið. (Höf. kallar köfnunar- efnið »möndul jarðræktarinnar«.) Fyrir því ber að gæta þess, að viðskiftum lands- ins sé svo hagað, að sem minst af köfn- unarefni sé í þeim vörum, sem út eru fluttar,en sem mest í innfluttum vörum. Þannig hafa Danir komið þvi fyrir í sínum búskap. Þeir flytja út smjör og flesk o. s. frv., og í því er litið köfnunarefni, en fá fyrir það og flytja inn m. a. skepnufóður, sem mikið köfnunarefni er í. Þeir halda þannig eftir geysimiklu köfnunarefni og til þess á hinn blómlegi búskapur þeirra að miklu leyti rót sina að rekja. Inn flytja Danir */5 hluta af öllu köfnunarefni áburðarins í landinu og tekst með þvi að halda ræktun lands- ins í sífeldri framför. Nú segir höf., að hjá oss íslend- ingum sé svo ástatt, að köjnunarejni pað, sem er í útheyinu megi óbeinlínis skoða sem innflutt, vegna þess að útheyið fáist af óræktuðu landi, sem hvorki þarf né fær neinn áburð og litlu eða engu er til kostað. Efna- innihald þess er bein viðbót við þau efni, er taka þátt í hringferðinni á ræktaða landinu. En hvað er nú köfnunarefnið mikið árlega í útheyi hér á landi í saman- burði við köfnunarefnið i afurðunum af ræktaða landinu (töðu, jarðeplum, rófum) ? Hér fer á eftir tafla er sýnir aðal- niðurstöðuna hjá höfundinum: Pund köfnunarefnis í af- urðum ræktaðs lands (töðu, jarðeplum og róf- utn)....................1885 þús. Pund köfnunarefnis í út- heyi (er reiknast sem árleg viðbót).............2393 — Samanborið við Danmörk, þyrftum við íslendingar ekki nema 377 pd. til viðhalds ræktuninni, en höfum 2393. Munurinn er 2016 pd. Það er hér um bil 6 sinnum meira köfn- unarefni, en við þurfum til þess rækt- aða lands, er nú eigum vér. Með öðrum orðum: Vér höfum í landinu nóg köfnunarefni til að sexfalda jarðargróða ræktaðs lands. Áburð kveður höfundurinn vera nógan til að viðhalda sex sinnum stærra landi í góðri rækt, ef allur jr.rðargróði landsins væri notaður til fóðurs á heimilunum sjálfum og út- heysskapur jafnmikill og nú er. Hann telur því gróðaveg mikinn fyrir at- orkusama hönd að auka út túnin og bæta þau og ávaxta þannig féð, sem í áburðinum sé fólgið og nemi stórri fjárhæð á hvert heimili landsins. Átumeinið versta og aðalorsök til þess, að jarðargróðinn sé miklu minni, en skyldi, telur höf. »eldinn í búi bónda« 0: að sauðataðinu skuli vcra brent. Meiningarlaust að brenna á- burði, þegar allar framfarir jarðrækt- arinnar velti á auknum áburði. Þess- vegna miklu réttara að kaupa kol og hlífa áburðinum. Sé það ei gert verði að kaupa áburð. En eigi um það tvent að velja: að kaupa áburð eða kaupa kol, sýnir höf. fram á, að hyggilegra sé að kaupa kolin. Niður- staðan á reikningum höf., sem hann byggir á reynslu erlendis, er, að á heimili með 100 fjár, þar sem hverri kind eru ætlaðir 2 hestar af töðu, muni eytt 1 eldivið 180—300 kr., ef öllu sauðataðinu er brent. í lok hugvekju sinnar segir höf., að hann hafi betur og betur sannfærst um, að það sé á engum rökum bygt, að áburð vanti í landinu, og að rækt- un landsins því þurfi að stranda á því. Að eins þurfi að hirða mykjuna bet- ur og takmarka taðbrensluna; þá sé, sem áður greinir, hægt að margfalda jarðargróðann. Hún er sannarlega þess verð, þessi hugvekja, að henni sé gaumur gefinn. Oss brestur þekkingu til þess að dæma um, hvort hr. Páll Jónsson hefir rétt fyrir sér. En Isajold mun með á- nægju veita viðtöku athugunum frá þeim, er betur vita. íslenzkir læknar ekki allfáir stunda nú lækningar í Danmörku. Við sjúkrahús í Kaup- mannahöfn eru nú þessir íslenzkir læknar: Skúli Bogason, Páll Egilsson, Ólafur Þoisteinsson, Sigvaldi Stefáns- son, Þórður Guðjohnsen (frá Borg- undarhólmi). — Auk þeirra eru m. a. Gísli Brynjólfsson læknir á Vestur- brú í Khöfn og Stefán Stefánsson í Aars á Jótlandi. — Við Boserup heilsu- hæli hefir Pétur Bogason verið að- stoðarlæknir undanfarið, og er sagt hann hafi þar gert allgóða uppgötvun (viðvíkjandi rannsókn hráka?) Mannfjöldi á íslandi var þ. 31. des. 1907 nálægt 82,yon segir í Landshagsskýrslunum síðustu, sem eru nýútkomnar, en i árslok 1906 var mannfjöldinn nálægt 80,800. Af þessum 82,500 manns bjuggu í kaup- stöðum og verzlunarstöðum d: bæj- um nálægt 26,700, en í sveitum ná- lægt 55,800. í Reykjavík voru 10,) 18 íbúar, á Akureyri 1748, á ísafirði 1620, í Hafnarfirði 1351. íbúatala annarra bæja minni en 1000. í s a f o ld mun í næstu blöðum flytja helztu aðalatriðin úr Landshags- skýrslunum — og ef til vill smáveg- is bollaleggingar út af þeim.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.