Ísafold - 15.09.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD
239
Hneyksli þetta hefir vakið alheims-
athygli og það er með réttu, að því
hefir verið líkt við aðfarir réttinda-
kvenna í enska þinginu þó að aldrei
hafi þær komist inn í sjálfan þingsal-
inn.
Talað var um í fyrstu, að konunni
yrði hegnt fyrir þetta tiltæki, en þeg-
ar til kom, var ekki hægt að koma
þessu heim við neina grein þinglag-
anna. Hins vegar gátu þingmenn
höfðað mál gegn henni, hver fyrir
sig. Þó varð ekkert úr því. En
heyrst hefir, að dyranna sé gætt og
eigi að gæta betur framvegis.
Marie Westenholtz hefir hlotið
frægð mikla fyrir þetta. Meðal ann-
ars hefir flokkur danskra kvenna farið
heim til hennar, í Folehave á Sjálandi,
og þakkað henni frammistöðuna.
Uppreist gegn Cnristensen.
Mótmœli, leiðangur og
undirskriftir.
Eins og getið var um síðast þykir
mönnum það hneyksli mikið og smán
fyrir landið, að J. C. Chrisensen skuli
vera kominn aftur í ráðuneytið, hann,
virktavinur Albertis og heiðrari, sem
ekki hefir einu sinni hreinsað sig frá
vitorðssök fyrir ríkisdómi.
Þetta hefir komið fram á margan
hátt, bæði í blöðum og þingræðum
og svo manna á milli. En það hefir
komist lengra. Á sunnudaginn var
gengu 20 þúsundir manna fánaskrýddri
fylkingu hér á götum Kaupmanna-
hafnar til þess að mótmæla Christen-
sen í valdastólnum. Þetta voru menn
af öllum flokkum, alveg utan við allar
stjórnmálaþrætur. Fyrst var það ætlunin
að fara til konungs, en hann neitaði fyr-
irfram að veita þeim áheyrn og kvað
það koma í bága við þingbundna
stjórn landsins. Það var og rétt svar,
þvi að það var ekki konungurinn sem
réð því að Christensen var tekinn í
ráðuneytið. Þá var ætlunin að fara
til forseta fólksþingsins. En það fór
á sömu ieið. Hann neitaði að taka
við þeim. Þá varð þaó úr, að mann-
söfnuðurinn skaut á fundi og þar var
það samþykt í einu hljóði að skora á
konung og þing að stefna Christensen
strax fyrir ríkisdóm. Jafnaðarmenn
héldu og fund á öðrum stað og þar
var samþykt áskorun til formanns
hægriflokksins, próf. Ellingers, þess
efnis að hann léti hægrimenn í
þinginu greiða atkvæði með ríkisdóms-
kröfu. En atkvæði hægrimanna ráða
þar úrslitum.
Þetta var að mestu bundið við Höfn
þó að margir væru af sveitamönnum
í förinni. Þetta var því nefnt bæjar-
uppþot af mörgum, meðal annars af
Holstein yfirráðgjafa í þingræðu. Því
hefir það verið til bragðs tekið, að
smala undirskriftum um alt land und-
ir áskoranir líks efnis. Það kvað
ganga vel. Hver árangurinn verður
er ekki gott að segja. Christensens-
menn á Jótlandi eru og að ráðgera
að safna nöfnum undir annað skjal,
sem á að vera traustyfirlýsing til
Christensens.
Báðgjaíinn
kom heim ofan úr Kjós í gær, eftir
hálfs mánaðar dvöl þar upp frá. Hann
er nú mikið vel hress.
Einar Helgason garðyrkju-
maður
kom með Sterling úr utanlandsför
sinni. Hann hefir verið á ferðum í
21/2 mánuð, sumpart í Danmörku og
sumpart á Orkneyjum og Hjaltlandi
til þess að kynna sér búnaðarháttu
þar. — ísafold mun síðar flytja nán-
ari skýrslu um ferðir hans og árang-
ur af þeim.
Strandbátarnir nýju.
Thorefélagið hefir nýverið gert
samning við skipasmíðastöðina í Hels-
ingjaeyri um smíði á strandferðabát-
unum nýju, austan- og vestanlands.
Þeir verða 160 fet á lengd, 26J/a
fet á breidd, með tvöföldum botni,
— kælirúm í báðum, eins og fram
hefir verið tekið.
Á fyrsta farrými verða rúm fyrir
36 farþega, á öðru farrými fyrir 42
farþega.
Hraði skipanna verður 10 tnílur.
Aðalsorpritari Islands
og
saurblaðainaðar,
riddarinn L. H. Bjarnason lagaskóla-
stjóri veður svo sóðalegt sauryrðaflag
í dálkum siðustu »Rvíkurc, að eng-
in leið er fyrir nokkurn veginn hrein-
lega menn að elta hann út í það.
Þess skal að eins getið, að orð þau,
er hann með bláu letri leggur ráð-
gjafa í munn eftir danska blaðinu »Kr.
Dagblad«, hefir ráðgjafi aldrei talað.
Þetta veit Lárus, svo oft hefir það
verið tekið fram, og því fer hann hér
með v í s v i t a n d i ósannindi.
Til frekari áréttingar skulum vér
prenta upp kafla úr bréfi til ritstjóra
ísafoldar Jrá blaðamanni peim, er sam-
reeðan í Kr. Dagblaði var tekin ejtir:
•Báögjafinn hofir alveg rétt fyrir
sér, er hann neitar að kannast við
samtal það, er Kr. Daghlað hefir
eftir honum. En eg get ekki held-
ur kannast við, að samtalið í Kr.
Dagbl. só rétt eftir mór haft . . . ,
Eg hefi líka tekið það mjög skýrt
fram við alla, sem eg hefi átt tal
við um blaðasamtöl þessi, að sam-
talinu í Kr. Dbl. hefir verið um-
turnað á óheppilegan hátt(afblað-
inu) án þess að eg œtti þátt i þvi
eða hefði séð það<!
---mmrn ■ —
Sæmundnr Bjarnhéöinsson
holdsveikralœknir kom með Vestu á
sunnudaginn úr ferð sinni á holds-
veikisfundinn í Björgvin.
Gufuskipið Sterling
kom í fyrrakvöld frá Höfn og aust-
urlandinu. Með skipinu voru m. a.
Björn Sigurðsson stórkaupmaður, Egg-
ert Briem frá Viðey (úr ferð um Spán,
Frakkland og England), Trolle kapteinn,
ungfrú Laufey Vilhjálmsdóttir frá Rauð-
ará, frú Helga Bertelsen, frk. Bertel-
sen, Nathan vörubjóður, Thaulow stór-
kaupmaður, frú Marta Öz'ursdóttir (frá
Flateyri), frökenarnar Elín Lárusdóttir,
Auðbjörg Bjarnadóttir og Guðrún Blön-
dal, nokkrir skólapiltar, fjöldi kaupa-
fólks o. fl.
Strandbáturinn Skálholt
kom í fyrra dag. Með skipinu m.
a. Guðmundur Eggerz sýslum., Guðm.
Guðmundsson læknir, Jón A. Egils-
son kaupm.
Kommandör Nielsen
forstjóri í H./F. P. J. Thorsteins-
son & Co, dó í Edinborg aðfaranótt
mánudags. Hann fór dauðveikur með
Ceres um daginn. í Leith kom á
móti honum læknir hans frá Kaup-
mannahöín og gerði þegar á honum
holskurð. Nóttina eftir dó hann.
Smjörsalan.
Símskeyti 14. þ. m. frá G Davídsen
smjörsala í Leith skýrir frá að smjör
það, sem sent var með s/s Ceres 7.
þ. m. hafi alt selst fyrir 97—100—
shilling pr. centner að öllum kostnaði
Jrádregnum.
Herra J. V. Faber & Co. í New-
castle símar 14. þ. m. Smjörið, sem
sent var með s/s Ceres, kom hingað
í dag og er þegar selt.
Verðið varð 4—3 krónum hærra
en síðast fyrir hundrað pundin. Mark-
aðurinn er fastur.
Sambandslagafrumvarpið.
Danska blaðið »0stsjællands Folke-
bladt. skýrir frá því þ. 21. ágúst, að
ríkisdagur hafi móttekið sambandslaga-
frumvarp síðasta alþingis. Blaðið skýr-
ir frá innihaldi þess og bætir því við,
að ráðgjafinn íslenzki hafi í bréfi til
forsætisráðgjafans danska bent ræki-
lega á, að frumvarpið, í pessari mynd
feli í sér óskir meirihlutans íslenzka.
Glímumeniiirnir íslenzku
i Arósum og Hamborg.
dömuhattar og höfur
Jóhannes JóseJsson og félagar hans
sýndu íþróttir sinar í Árósum í Circus
Fischer Reifíart í vikutíma frá n.—18.
ágúst og vöktu almenna aðdáun eftir
blöðum að dæma. Jóhannes bauð
hverjum þeim er staðist gæti fyrir
sér í 3 mínútur 1000 kr. verðlaun.
Hver kappinn á fætur öðrum úr borg-
inni, freistaði þess. En þeir lágu all-
ir fyrir Jóhannesi því nær á augna-
bliki. Eitt kvöldið var Jóhannes
sæmdur lárviðarsveig, og þessi orð
letruð á: Frá íþróttavinum í Árós-
um fyrir framúrskarandi íþróttasýn-
ingar.
Frá Árósum héldu þeir félagar til
Hamborgar og glímdu þar i 3 kvöld
í Circus Busch og var forkunnarvel
tekið. Jóhannes glímdi þar við mest-
an glímukappa í borginni, Winzer að
nafni og lagði hann að velli, áður 2
mínútur voru liðnar. Þýzkum blöð-
um, er vér höfum séð, svo sem Neue
Hamburgerzeitung og GeneralAnzeigar
finst mjög mikið til um íslenzku
glímuna, hve lipur og falleg hún sé.
En einkum eru blöðin gagntekin af
kyngikröftum og lipurleik Jóhannesar
Jósefssonar.
MannBlát.
Þann 8. þ. m. andaðist að heimili sínu
í Stykkishólmi frú Soffía Emilía
R i c h t e r , kona Samúels Richter, fyrr-
um verzlunarstjóra í Stykkishólmi um
fjölda ára, eftir langa og þunga bana-
legu, 58 ára gömul; hún var systir hinna
góðkunnu, merku bræðra: Davíðs hór-
aðslæknis á ísafirði, Th. Thorsteinsons
kaupmanns í Reykjavík, Guðmundar Th.
umboðssala í Kaupmannahöfn og hálf-
systir Póturs Thorsteinson kaupmanns
frá Bíidudal.
Auk manns hennar lifa hana 3 börn:
frú Guðrún á Hellissandi, frú Kristín,
kona Ingólfs verzlunarstjóra Jónssonar,
og einn sonur, Reinhold. Tveir upp-
komnir synir, Þorsteinn og Samúel eru
dánir, svo og kornung dóttir.
Frú Soffía var ágætiskona fyrir vits-
muna og mannkosta sakir; hún var og
kvenna fríðust. Að hjartagæzku átti
hún ekki meira en sinn líka. Sjúk-
dómsþrautir sínar bar hún með stillingu
og undirgefni heittrúaðrar, kristinnar
konu. Allir, sem kyntust henni, elsk-
uðu og virtu hana.
Tengdamóðir frú Soffíu heitinnar, Guð-
rún Richter, er enn á lífi, nálega hálf-
tíræð, ótrúlega ern.
8
Veðrátta
vikur a frá B. til 11. sept. 1909.
Rv. if. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh.
Sunnd. 7,6 2,7 4,7 4,0 6,6 8,0 6,0
Mánud. 7.6 4,8 4,0 6,5 5,0 6,7 6,0
Þribjd. 6,0 2.4 6,7 6,8 2,0 1,0 7,5
Miðvd. 10,1 10,‘2 12,7 12.8 9,0 8,2 5,2
Fimtd. 8,0 6,5 8,2 9,5 68 8,8 11,0
Föstd. 8,5 4.0 6,0 6,0 5.3 9,3 10,2
Laugd. 7,2 9,7 81 10 6 9,9 9.4 8,7
Kv. = Reykjavik; íf. = ísafjðrDur;
Bl. = Blöuduós; Ak. = Akureyri;
Gr. = GrimsstaBir; Sf. = SeyBisfjörður ;
Þh. = Þórshöfn 1 í'æreyjum.
Mannslát vestan hafs.
Einhver anðugasti íslendingur í
Winnipeg, Glsli Ólajsson, fyr fóður-
sali, varð bráðkvaddur 8. ágúst 54 ára
gamall. Hann var ættaður úr Þing-
eyjarsýslu, var eitt sinn ráðsmaður á
Héðinshöfða hjá Benedikt heitnum
Sveinssyni. Hann fór vestur 1886,
og græddist þar svo mikið fé, að
hann fyrir 2 árum lét af verzlun og
lifði nú á eigum sínum.
Sálmabókin
(vasaútgáfan) fæst í bókverzlun ísa-
foldarprentsm. með þessu verði:
1.80, 2.25,
gylt i sniðum og i hulstri 3.50 og 4.00,
í flauelisbandi og gylt í sniðum
og í hulstri 6.50.
fyrir veturinn; ennfremur
barnaMfur, húfur og kaskeiti o. fl.
Mikið úrval
er nú komið til
Kristínar Biering- Laugaveg 6.
Nýlegur sófi óskast til kaups
ódýrt.
Stíllka óskast í vetrarvist. Upp-
lýsingar Frakkastíg 13.
Dugleg stúlka getur fengið vist
nú þegar í Miðstræti 6 uppi.
Herbergi, stórt og gott, með
húsgögnum og sérinngangi, og 2 tóm
loftherbergi eru til leigu 1. október
í miðbænum. Upplýsingar i Lindar-
götu 36.
Herbergi með húsgögnum, handa
einhh, til leigu ■ Lækjargötu 10C.
Ein stofa með húsgögnum og
forstofuinngang til leigu hjá Guðjóni
Jónssyni, Fischersund. ___________
Taekifæriskaup. Eftir miðjan
ágúst sel eg mjög ódýr lítið brúkuð
reiðtygi. Samúel Olajsson.________
Stofa með forstofuinngangi til
leigu 1. október, Afgreiðslan ávísar.
Undirrituð veitir tilsögn í þýsku.
Áherzla verður lögð á, að kenna að
tala málið, — K. Pétursson, Smiðjust. 5.
I»ú drengur, sem fluttir 2 koffort
merkt sKristjana Kristjánsdóttir Rvík«
eitthvað austur í bæ, skilaðu þeim
strax í Þingholtsstr. 11 1»Ú pekk-
ist.
EilfiíHr
allskonar nýkomnir, þar á meðal 3^/4
al. breiður dúkur gegnummunstraður
að eins 2.70 alinin. Einlitir dúkar í
þrem litum. Rósaðir dúkar í öllum
breiddum.
Stærsta og ódýrasta úrval í bænum.
Jónatan Þorsteinsson,
Kensla
Við undirritaðar
tökum að okkur að
kenna ungum stúlkum eftirfarandi
námsgreinar: frönsku, ensku, dönsku-
reikning, fortepíanospil og hannyrðir.
Gjald lægra fyrir þær sem taka þáttí
mörgum af námsgreinunum.
Lára 1. Lárusdóttir. Bennie Lárusd.
Þingholtsstræti 23.
Barnaskólinn
Bergstaðastr. 3
byrjar 1. okt., í enn fullkomnari
stil en nokkru sinni fyr:
Ný skölaborð, endurbætt
kensluáhöld og auknir kenslu-
kraftar.
Jörðin Brú
í Biskupstungum 17 hndr. að dýrleik,
fæst til kaups eður ábúðar frá næstu
fardögum (1910). Lysthafendur snúi
sér til
B, H. Bjarnason
kaupm. i Reykjavík.
UlfifPOIll
selur nú:
Appelsínur, Bpli
Banana, Melónur
ágætar Kartöflur
Hvítkál, G-ulrætur
Purre, Piparrót
Selleri, Lauk.
Talsími 43.
2 herbergi
með húsgögnum til leigu fyrir ein-
hleypa á Stýrimannastig 9.
Blómstur
t. d. Pálmar og ýms önnur blóm til
sölu með lágu verði. Stjrimannastíg p.
Stúlka
óskast í vist, helzt strax. Afgr. ávísar.
Lampar og búsáhöld
fást hvergi ókeypis — en því sem
næst, ef keypt eru í
verzlun B. H. Bjarnason.
Verzlunarmaður.
Duglegur, áreiðanlegur og reglu-
samur verzlunarmaður, helzt einhleyp-
ur sem fær væri að veita verzlun for-
stöðu, getur fengið atvinnu við verzl-
un á Norðurlandi frá 1. desember n.k.
Kaup 1000—1200 kr. og húsnæði
ókeypis. Tilboð merkt: »Verzlun
1910« óskast afhent ritstjóra Isafoldar
fyrir 15. október n.k.
Foreldrar skólaskyldra barna þurfa
ekki að sækja um undanþágu fyrir
börn sín, en eru vinsamlega beðnir
að gefa sig fram við undirritaðan
fyrir 20. b- m.
Asgr. Magnússon.
NYTT
Epli
Melónur
Bananar
Laukur
Ostar, Biscuit 30 teg.
Avextir í dósum, óvenjul. ódýrir
og m. m. fl. kom með Sterling til
verzl. B. H. Bjarnason.
í Ölfusi í
Árnessýsln
er til kaups
og ábúðar frá næstu fardögum (1910).
Hún er með betri jörðum í sýslunni,
mjög hæg, ágæt heyskaparjörð, má
heyja þar alt að 2000 hestum. Lax-
veiði fylgir jörðinni. Semja ber við
yfirréttarmálaflutningsmann Boga Bryn-
jólfsson, Reykjavík, er gefur nánari
upplýsingar.
Eg finn mér skylt að þakka innilega
öllum þeim á ísafirði, sem reynst hafa vel
frú Elísabet heit. Ottesen, ljósmóðnr, míg-
konu minni; vil eg sérstaklega nefna Davið
Scheving Thorsteinsson héraðslækni og konu
hans, og ennfremur Arna Jónsson kanpm.
°g A. Asgeirsson, sem ásamt konum þeirra
hafa oft reynst henni og börnum hennar
svo mannúðlega — Mennirnir þekkjast oft-
ast bezt á því hvernig þeir koma fram við
þá, sem bágstaddir eru.
Skólavörðustíg 11, Reykjavik 15. sept. 1909.
Guðný Jönsdóttir,
(einnig fyrir hönd barnanna).
Eiahleypir
geta fengið herbergi með vönduðum
húsgögnum á Stýrimannastíg nr. 14.
Umsóknir um styrk úr alþýðustyrkt-
arsjóði sendist borgarstjóra fyrir lok
septembermánaðar.
Fæði og liúsnæði geta 2 stúlk-
ur fengið með góðum kjörum í Ing-
ólfsstræti 21.