Ísafold - 17.11.1909, Blaðsíða 2
298
I8AF0LD
Frá Thore-félaginu.
Það ætti reyndar ekki að vera þörf
á að mótmæla annari eins vitleysu
og þeirri, sem Reykjavíkurblöðin tvö
hafa reynt að útbreiða um það, að
ráðherrann hafi lánað Thore félaginu
úr landssjóði, eða látið Landsbankann
lofa því hálfrar miljónar króna láni,
eða meira.
Til þess þó að stemma stigu fyrir
þess háttar rógburði í eitt skifti fyrir
öll, skal eg hér með lýsa yfir því,
að pað er tilhajulaus lyqi, að Thore-
jtlagið hafi tekið á móti eða Jengið loj-
orð um eins eyris lán, eða jyrir Jram
borgun i nokkurri mynd, enda hefir
félagið eigi þurft á því að halda. Sér-
hver, sem hér eftir flytur slikar lygar
um félagið, til að vinna því tjón,
verður látinn sæta ábyrgð, og hefi eg
þegar gert ráðstöfun til málshöfðunar
gegn blaðinu »Lögréttu« fyrir grein
þess 13. okt.
Eg hafði ekki búist við því, að
landar mínir þökkuðu mér með skömm-
um það starf, sem eg hefi árum sam-
an unnið að því, að bæta íslenzkar
samgöngur, og eytt til tíma og fé,
og án þess að eg vilji gjöra of mikið
úr sjálfum mér, finst mér þó, að enda
þótt eg fái engar þakkir fyrir það fé,
sem eg hefi sparað íslandi með því,
að færa niður flutnings- og fargjaldið
með gufuskipunum, þá ætti það þó
að leysa mig undan því, að vera
skammaður og svívirtur í íslenzkum
blöðum.
A meðan Sameinaða gufuskipafélagið
réð eitt öllu um íslenzkar samgöngur,
var flutningsgjaldið 25 % hærra á
sumrum en nú, og á haustum 40%
hærra.
Ef talið er, að flutningsgjald af vör-
um með gufuskipum til og frá íslandi
sé nú hér um bil 1200,000 kr. á ári
— Thore hefir síðustu tvö árin feng-
ið i flutningsgjald hér um bil 670,000
kr. að meðaltali, þar af nálægt þriðjung
um vetrarmánuðina, — þá nemur
niðurfærslan ár ári:
25% af kr. 800,000 = kr. 200,000
40% af — 400,000 = — 160,000
Alls kr. 360,000
Þegar hér við bætist, að farþega-
gjaldið er sett niður um nál. 30% og
fæðispeningar jafnmikið, þá eru það
engar ýkjur þótt eg segi, að landið
grceði nú sem svarar 400,000 kr. ár-
lega i samanburði við eldra verðlagið.
Og þó blygðast menn sín eigi fyrir
að ausa það félag auri, er smám saman
hefir sparað landinu fé svo miljónum
skiftir; eg hefi nú rekið gufuskipa-
ferðir til Islands í 13 ár, og einatt
gjört það styrklaust.
Eg skal, í sambandi við þetta, leyfa
mér að gera nokkrar athugasemdir út
af þeim gersamlega ástæðuiausu árás-
um, sem beint er að stjórnarráðinu
út af samningnum við Thore. Gamla
máltækið, að »margur heldur mann af
sér«, sannast hér, því að svo tamt
virðist sumum mönnum vera orðið
gerræðið, að af því að ráðherra er í
vináttu við framkvæmdarstjóra Thore-
félagsins, þá geta þeir ekki, eða vilja
ekki, trúa því, að hann láti hagsmuni
landsins sitja fyrir öllu öðru.
Sannleikuriun var þó sá, að stjórn-
arráðið var svo óvægið í samningun-
um við Thore, að mér hlaut að þykja
nóg um. Menn geta að eins borið
samninginn við Sameinaða gufuskipa-
félagið undanfarin ár saman við samn-
inginn við Thore. Mér virðist það
beinlínis ganga næst því að vera
móðgandi, er stjórnarráðinu þótti
nauðsyn á að taka það fram í samn-
ingnum, að framkvæmdarstjóri Thore-
félagsins mætti eigi láta sínar eigin
vörur ganga fyrir annara, og eigi
heldur hagnýta sér meira en þriðjung
af farrými skipanna, Eg er mér þess
sem sé meðvitandi, að eg hefi jafnan,
undantekningarlaust, látið annára hags-
muni og annara vörur ganga fyrir
mínum, og tel eg slíkt vantraust
óþarft af hálfu stjómarráðsins.
Það fyrirkomulag, sem stjórnarráð-
inu hepnaðist að fá framgengt, er svo
haganlegt fyrir ísland, að mikla blindni
þarf til þess, að geta ekki séð það.
Sérstaklega vil eg benda á hver hagn-
aður það er fyrir landið, að stjórnin
hefir hönd í bagga með millilandajerð-
um beggja Jilaganna, án pess að sam-
kepnin milli Jilaganna hætti, og að
trygging er jyrir pví, að Thore heldur
lslandsjerðunum ájram í 10 ár, þar
sem ella gat hugsast, að félagið sæi
sér haganlegra að taka að sér aðrar
siglingar, er betur horfðist á um vöru-
flutninga.
Til þess að hægt væri að ætlast til
að félögin gerðu nokkuð til að bæta
ferðirnar, var óhjákvæmilegt að semja
við þau bæði fyrir 10 ár í senn. Eða
mundi nokkurt félag láta smíða tvö
ný strandferðaskip, og eiga svo á
hættu, að samningnum yrði sagt upp
eftir 2 ár og skipin ónýt?
Tillagið, sem Thore, er lætur smíða
2 ný strandferðaskip, fær, er einmitt
jafnhátt og það sameinaða vildi hafa
fyrir að halda ferðunum áfram með
gömlu skipunum. Það vildi hafa
100,000 kr. fyrir allar ferðirnar —
40,000 kr. fyrir millilandaferðirnar, og
60,000 kr. var áskilið fyrir strand-
ferðirnar. — Fyrir siðari upphæðina
tekur Thore eigi að eins að sér strand-
ferðirnar með nýjum skipum með
kælirúmi m. m., heldur veitir það
einnig tryggingu fyrir minst 20 milli-
landaferðum, er stjórnarráðið hefir
áhrif á hversu hagað verður, og tekur
þar að auki að sér Hamborgarferðirnar,
en jyrir pcer einar, og pað að eins tvœr
á ári, áskildi Sameinaða gujuskipaje-
lagið sir yooo kr. aukreitis.
Hvað það snertir, að reynt hefir
verið að ráðast á stjórnarráðið fyrir
það, að Thore-félagið hefir i samn-
ingnum áskilið sér sömu þóknun sem
að undanförnu fyrir póstflutninga út
úr landinu (að Hamborgarferðunum
undanskildum), sem sé 6000 kr. á
ári — en þar af gengur reyndar ná-
lægt helmingnum til ábyrgðargjalds
m. m. — þá lýsir þetta svo mikilli
vanþekkingu á því, hvaða endurgjald
íslenzku póstlögin ákveða fyrir póst-
flutning með millilandaskipunum, að
furðu sæfir.
Hin lögákveðna borgun er 10 aurar
fyrir hver 3 pund fyrir hverjar 50
sjávarmílur (þ. e. 12^/2 milu) af beinni
fjarlægð, og sé fjarlægðin talin 1200
sjávarmilur að meðaltali, þá verður
flutningsgjaldið um 80 aur. fyrir pund-
ið. Milli ísafjarðar og Kaupmanna-
hafnar yrði það t. d. 1 kr. fyrir pd.
A seinni árum hefi eg aldrei látið
fara minna en 40 póstferðir á ári og
póstflutningurinn hefir í einstökum
ferðum verið yfir 7000 pd. Það þarf
ekki miklar gáfur til þess að sjá hversu
óhæfilega lágt endurgjaldið er.
Oss skal því vera það hin stærsta
ánægja, að taka við borgun eftir taxta,
eða að láta alveg vera að flytja póst,
því að þar sem vér fáum engan styrk
til millilandaferðanna (nema Ham-
borgarferðanna), þá er oss það alveg
í sjálfsvald sett, að neita að flytja
póstinn fyrir minni borgun. Eg gerði
það í bezta tilgangi, til að spara land-
inu stærri útgjöld, að sýna þá ósér-
plægni, að láta mér nægja hina sömu,
alt of lágu borgun frá íslandi, sem
að undanförnu. En nú er þetta einnig
notað til árása. Engin vopn virðast
of léleg, þegar um það er að gera,
að ráðast á félag, sem á 10 árum
hefir tvöfaldað gufuskipaferðirnar styrk-
laust, og Jorðað Islandi Jrá peirri ógxju,
að eiga allar millilandajerðirnar imdir
einu Jilagi, með öðrum orðutn, láta pað
haja einokun á samgömgunum.
Þar sem Thore lætur nú langt um
meira í té fyrir tillagið, en mögulegt
var að fá hjá því sameinaða, þá er
óskiljanlegt, að á það skuli vera ráðist
með skömmum og vanþakklæti.
Eg fel það þó rólegur heilbrigðri
dómgreind landa minna, að meta þess-
ar árásir að verðleikum, og skal eg
jafnframt taka það fram, að þetta
verður i fyrsta og síðasta skifti, sem
eg tek þátt í blaðadeilum um þetta
mál.
Khöfn 1. nóv. 1909.
Þórarinn Tulinius,
framkvæmdarstj. Thore-félags.
Kirkjum'alin
á
Synodus.
Eg vildi að einhver hefði getað svarað
spurningunum í grein minni um presta-
stefnuna í ísafold í sumar á þann veg,
að eg sannfærðist um það, að sam-
þyktirnar þar væru eigi jafnills viti,
og eg óttaðist. Það varð nú ekki.
Herra ritstjóri Einar Hjörleifsson, hefir
fundið töluvert að greininni, en ekki
sannfært mig um neitt.
Hr. E. H. hlýtur að kunna afarilla
við rithátt minn, þar sem hann bregð-
ur mér um ósvinnu, jafn-gætilega og
hann stillir orðum sínum vanalega.
Eg hefi, að visu, eigi lag á þvi, að
fara svo varlega með það, sem eg
vildi sagt hafa, að vefja það alt innan
í þykkar og voðfeldar aukasetningar,
svo að hvergi sjái í það bert. — Og
vil það ekki heldur. — En eg þykist
þó ekki hafa beitt jafnmikilli fúlmensku
og ætla mætti af dómi E. H. um mig.
Eg er ekki neinn kolsvartur presta-
hatari. Mér þykir einmitt innilega
vænt um þá fáu presta, sem eg hefi
haft náin kynni af, og það eru að
eins gjörðir þessa síðasta prestafundar,
sem eg hefi ráðist verulega á.
Eg þurfti ekki að láta segja mér
það, að nauðsyn bar til þess, að bæta
kjör prestanna. Allir, sem vita vildu,
hafa lengi, vitað það, að allflest em-
bættalaun heima eru að verða of lág.
Að minni hyggju átti einmitt þetta
að ýta undir prestana í fríkirkjuáttina,
eða mundu eigi launin verða betri
og síður eftir talin, ef þeir einir skulu
gjalda, er það vilja, og ekki gætir
andróðurs þeirra, er annari trú fylgja,
eða engri? Nú sagði hr. E. H. í
ísafold á dögunum, að fyrverandi stjórn
hefði fylgt þjóðkirkjunni, og því hafi
prestunum verið nauðugur einn kost-
ur, að fá umbæturnar innan hennar.
Látum svo vera. Þá hafa fríkirkju-
hlyntir prestar fallist á lagabálk alþing-
is 1907 út úr neyð, því að fæstum
mun blandast hugur um það, að held-
ur tefur það, en flýtir fyrir fríkirk-
junni, að sletta þeirri nýju bót á
gamla fatið. — En nú er komin ný
stjórn og, eins og Sig. Lýðsson hefir
sýnt fram á, getur hún eigi verið and-
víg fríkirkju. Hún væri þá andvíg
meiri hl. neðri deildar, en slíkt er
óhugsandi í öðru eins stórmáli. Þá
yrði hún að fara. Því nota þeir þá
eigi tækifærið nú, prestarnir, sem áð-
ur sögðust vilja fríkirkju, heldur þegja
við samþykt prestastefnunnar ? Hvern-
ig geta þeir komist hjá því, að sú
þögn eða skoðanaskiftin, sem hún
táknar, séu sett í sambandi við þá
breytingu, sem nú er orðin á hög-
um þeirra? Það er enginn að taka
til þess, þótt þeir haldi fram þjóð-
kirkjunni enn sem fyrr, sem ætíð
hafa gjört það, heldur hins, að nú
skuli vera brugðið svo við, að tals-
manna fríkirkjunnar gætir lítt, eða
ekki meðal prestastéttarinnar. Auð-
vitað má vel vera, að nú sé eitthvað
fram komið, sem eg hefi eigi séð
ennþá.
Prestaskólinn er elztur og skárst
stæður efnalega af hinum æðri menta-
stofnunum vorum, og námið við hann
kostar minst. Hitt eru frumbýlingar
í samanburði við hann, og eiga örð-
ugt uppdráttar. Nú á að fara að reyna
að koma upp háskóla, og verður þá
í mörg horn að líta, er styrkja skal
námsmennina. Eg held, að margir
verði mér samdóma um það, að ann-
að standi nær, en að heimta fé handa
guðfræðisnemunum, öðrum fremur,
meðan svo stendur. Það getur verið,
að fjárgræðgi sé svo Jjótt orð, að hr.
E. H. þoli ekki að heyra það, en
ætli hann geti ekki verið mér sam-
dóma um það, að samþykt prestastefn-
unnar um þetta efni sé að minsta
kosti alveg ótímabær fjárkrafa fyrir
kirkjunnar hönd? Að minsta kosti
verður hann að fyrirgefa, þótt vér
lítum svo á, sem helzt vildum að rík-
ið skifti sér ekkert af þeim málum
kirkjunnar, fremur en öðrum, og könn-
ums eigi við, að guðfræðin sé vísinda-
grein, að öðru en því, er henni má
skipta meðal annarra vísindagreina svo
sem sagnfræði, siðfræði o. s. frv.
Þá komum við nú að valdafíkninni
í kirkjuþingskröfu prestanna. Ef eg
hefi skilið orð hr. E. H. rétt, þá er
hann nú ekkert hrifinn af þeirri kröfu,
fremur en eg. Að minsta kosti álft-
ur hann, að þjóðkirkjan verði að sætta
sig við það, að ríkisvaldið hafi töglin
og hagldirnar í málefnum hennar?
En skyldu nú þeir, er samþyktina
gjörðu, hafa ætlast til þess? Mér
virðist hið gagnstæða. Ef mig minn-
ir rétt (þvi miður hefi eg ekki blaðið
hjá mér núna), var það ein af ástæð-
unum fyrir kirkjuþingskröfunni, aó
kirkjan gæti ekki sætt sig við það, að
alþingi sé látið eitt um að stjórna
málum hennar. Þar geti setið menn,
er ófróðir séu i kirkjumálum, eða
jafnvel fjandsamlegir kirkjunni. Gjör-
um nú ráð fyrir því, að þingið yrði
einhverntíma skipað slíkum mönnum,
að dómi meiri hluta klerkastéttarinnar.
Hvað getur þá verið ætlast til, að
kirkjuþingið gjöri, annað en að leið-
beina hinum fáfróðu, svo að þeir hagi
löggjöfinni eftir þeirra höfði, sem vit-
ið hafa [y. klerkanna) og að koma í
veg fyrir skaðsamleg áhrif hinna fjand-
samlegu á málefni kirkjunnar? Með
öðrum orðum: hvað annað, en að
setja sig upp á móti, eða upp yfir
alþingi? Ef þetta er ekki valdafíkn,
þá veit eg ekki hvað á að kalla það.
Eða hvor á að vera húsbóndinn á
heimilinu, alþingi, eða kirkjuþingið
fyrirhugaða? Eg held alþingi. Eg
verð að álita, að hver sú tilraun sé
stórskaðleg, sem gjörð er til þess, að
draga úr alþingisvaldinu, sem starfar
i umboði allrar þjóðarinnar. Og fari
svo, að þjóðin skipi þing sitt þeim
mönnum, sem afnema þjóðkirkjuna,
þá verða hennar menn að láta sér
skiljast það, að þeir eiga að beygja
sig fyrir vilja þingsins, en ekki gjöra
sig að dómara þess.
Hr. E. H. talar mikið og víða um
þekkingarskort og þar af leiðandi
stefnuleysi þeirra manna, sem rætt
hafa og ritað um mál þetta. Eg verð
nú að játa, að eg mundi eigi hafa átt
hægt með það, að afla mér fastrar skoð-
unar af því sem hr. E. H. hefir skrif-
að um það í Isafold, ef eg hefði enga
haft áður. Þar sem E. H. skrifar
um mína grein virðist hann að vísu
vera þjóðkirkjusinni, heldur en hitt,
og heldur einkum fast að mönnum
skoðunum Höffdings prófessors, þar
sem hann réttlætir styrk þann, er rík-
ið veitir kirkjunni, með því að benda
á það, hvílíkt menningarafl hún hefir
löngum verið þar sem hún hefir átt
djúpar rætur. Þegar »góður vinur
ísafoldar« minnist á öflugustu mót-
báruna gegn þjóðkirkjunni, vitnar E. H.
enn til þessarrar skoðunar Höffdings.
En svo spyr hann auðvitað sjálfan
sig að þeirri spurningu, sem næst lá
i þessu sambandi: En er kirkjan
nokkurt verulegt menningarafl hér á
landi? Og hann verður að taka und-
ir með mér og öðrum, sem segja:
Nei, því er nú ekki að heilsa. En
svo bætir hann því við, að hún geti
orðið það og eigi að verða það.
Eftir skoðun Höffdings (og E. H.?)
er þá tilveruréttur þjóðkirkjunnar kom-
inn undir því, að hún sé verulegt
menningarafl. Þetta skilyrði vantar
hana hér á landi. En gjörum nú ráð
fyrir því, að hún geti eignast það.
Er þá þetta fyrirhugaða menningarafl
svo ómissandi, að það svari kostnaði,
að beita fjölda manns því misrétti,
sem þjóðkirkjan hefir í för með sér
(E. H. játar sjálfur, að það kunni að
mega telja það neyðarúrræði), til þess
að útvega henni tilveruréttinn ? Fyrr
á öldum annaðist kirkjan ein ung-
mennafræðsluna. Nú eru skólarnir
að taka hana að sér meira og meira,
og virðist henni ekki hraka við það.
Ekki mun vefa farið að skinna upp
þjóðkirkjuna til þess að taka við henni
aftur. Sjálfur hyggur E. H. þjóðina
í raun og veru bettrr kristna nú en
nokkru sinni, þótt kirkjan sé í niður-
lægingu; og þá veit eg nú ekki, hvað
fer að verða eftir, sem gjöri þjóðkirk-
juna okkar ómissandi.
Hr. E. H. er hræddur við þröng-
sýni og ofstæki »leikprédikara« frí-
kirkjunnar. En er það nú ekki, i
strangasta skilningi brot á kenningar-
frelsinu, sem E. H. ann svo heitt,
að ríkið reyni að hafa nokkur áhrif
á það hvað kent er, ef það ríður eigi
í bág við alment siðgæði?
Hr. E. H. hrósar á einum stað
Aristide Briand fyrir »góðan þátt í
þeirri menningarbaráttu móti kirkjunni,
sem franska lýðveldið hefir nú leitt
til sigurs*. Sú menningarbarátta var
skilnaður ríkis og kirkju. Hr. E. H.
segir ef til vill að þar hafi verið öðru
máli að gegna, franska kirkjan hafi
verið kaþólsk. En má eg spyrja:
Hvaða rétt á mótmælendakirkjan á
sér hér, fremur en kaþólska kirkjan
þar? A hún dýpri rætur, eða er hún
meira menningarafl? Við þurfum
ekki út fyrir Inndsteina íslands, til
þess að sjá hvað franska kirkjan er
börnum sinum, og okkar kirkju höf-
um við talað um.
Annars held eg að menn ættu ekki
alment að þurfa að brjóta til mergjar
sprenglærð rit um siðfræði eða félags-
fræði, til þess að komast að og kann-
ast við þann sannleika, sem fólginn
er í einu af orðtökum jatnaðarstefn-
unnar:
»Atrúnaður manns er eiukamál
hans«. Og hver maður, sem gjörir
sér glögga grein fyrir þessum sann-
leika og rökréttum afleiðingum hans,
verður hvorki ánægður í þjóðkirkjunni,
né ofstækisfullur í fríkirkjunni.
Khöfn 3. sept. 1909.
Andris Björnsson.
Cook og Peary.
---- Kh. 3. nóv.
Sama þjarkið og þófið. Borið á
Cook, að hann hafi logið til um að
hann hafi komist upp á fjall eitt í
Alaska fyrir nokkrum árum. Einn
förunauta hans hefir boðist til að
sverja, að Cook hafi aldrei komist
lengra en upp í miðjar hlíðar eða svo.
Cook neitar, segir manntnum mútað,
og kveðst hafa skilið efi .r ferðaskýrslu
uppi á fjallstindinum. Er nú i ráði
að stofna til nýrrar ferðar upp á fjall-
ið á næstunni, til þess að sækja skýrsl-
una.
Það mun vera von á dótinu frá
Cook hingað til Khafnar eftir 1—2
mánuði, nema því sem liggur norður
í Etah.
Austri og Vestri
eiga þeir að heita, strandferðabát-
arnir nýju frá Thorefélagi; og eru
það vel valin nöfn, stutt og laggóð,
og sá kosturinn tnestur, að nöfnin
segja mjög greinilega til hlutverks
þeirra hvors um sig.
Þriðji báturinn, sá er ganga á sunn-
an um land milli Austfjarða og Reykja-
víkur, hefði verið látinn heita Suðri,
ef nýr hefði verið. En til þeirra ferða
mun eiga að hafa Perwie fyrst um
sinn, og þykir eigi taka því, að láta
hana skifta um nafn.
Reykjavíkur-annáll.
Alþýðulestrarfél. Reykjavikur veitti bæjar-
stjórn á síðasta fundi 150 kr. styrk þ. á.
Brunabótavirðing staðfesti bæjarstjórn á
síðasta fundi á þessum húseignum, i kr.:
Bjarna Jónseonar Lindarg. 8 . . 5,717
Ingvars Guðmundssonar Vitast. . 4,965
Jóhannesar Kr. Jóhannessonar
Klapparst. 20 ................. 27,093
Sama Vitast.—Laugav..............11,298
Dáinn. ívar Ivarsson, 24 ára, frá Yorsa-
bæjarhjáleigu i Gaulverjabæjarhr., 10. nóv.
Fasteignasala. Þingl. 11. nóv.:
Einar Bjarnason járnsm. i Ási við Rvik
selur verzlunarmanni Cárl Möller i Hvg. 3
Akurgerðislóð, 1116 feriinir fyrir 350 kr.
Dags. 6. nóvbr.
Guðjón Sigurðsson úrsmiður selur Eggert
ClaeBsen yfirréttarmálaflutningsmanni 8/10 úr
húseigninni nr. 4 við Bókhlöðustig (i við-
bót við 'U) fyrir 460 kr.
Guðmundur steinsm. Guðmundsson fær
nppboðsafsal fyrir lóð við Grettisgötu 34 B
fyrir 200 kr. Dags. 2. nóv.
Jón Þorsteinsson söðlasmiður Laugav. 55
selur Þórði Jónssyni þá húseign með tilh.
fyrir 10000 kr. Dags. 2. nóv.
Kristján Þorgrímsson kaupm. og konsúll
fær upoboðsafsal fyrir húseign nr. 46 A við
Laugaveg fyrir 2400 kr. Dags. 4. nóv.
Olafur Þórarinsson selur Guðmundi Þór-
arinssyni á Lágafelli hálfa húseign nr. 54
við Njálsgötu með tilh. fyrir 1800 kr.
Dags. 8. okt.
Þórarinn Jónsson Holtsgötu 12 (Selsholti)
selur Jóhanni kaupm. Jóhannessyni þá hús-
eign með tilh. lóð, c. 1350 ferálnum, fyrir
1600 kr. Dags. 4. nóv.
Vatnsveitan. Rætt var á siðasta bæjar-
stjómarfnndi frumvarp til reglugerðar um
niðurjöfnun og innheimtu vatnsskatts, en
úrslitum frestað til næsta fundar.