Ísafold - 20.11.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.11.1909, Blaðsíða 3
ISAFOLD 303 llr andþófsherbiiönnum. Salan á Hálsi. Svo ófeimið er blað land.æknis & Co., að það lýair söluua 4 H'lsi ólögmæta í sömu greininni og það prenUr upp lagagrein þá, er beimildina veitir og lesa má í nsestsíð- ustu ísafold. £>ar stendur m. a., að þvi að eins þurfi sérstaka lagaheimild til kirkju- jarðasölu, að sýslunefnd telji Uklegt, að kauptún o. s. frv. — risi upp innan skamms. Þegsr sýslunefud telur þetta ekki liklegt, — þá er salan heimil. — Svo var um þessa jöið. Sala þessi er þvi algerlega réttmæt og Þórði á Hálsi kefir sannarlega ekki verið sýnd neín eftirlátssemi, því að stjórnin setti jarðarverðið æði miklu hærra, en virðingin var. Ófeimni blaðsins og barsmiði á sannleik- anum fer úr þessu að verða iskyggileg. Eina blaðið. Mótmæli br. Þórarins Tuliníusar gegn ó- Bannindum þeim og illkvitni, er minnihluta- málgögnin hafa hrúgað á hann og félag bans, hafa ÖU Rvíkurblöðin flutt —■ nema eitt. Það er blað landlækuisins & Co. Hvað mundi valda? Skyldi blaðið blygðast sín fyrir að láta iesendur sina sjá það i sinum eigin dálk- um, hverBU afskaplega það hefir ranghverft réttu máli — i árásum sínum á stjórnina út af Thoresamningnum? Ef til vill skammast blaðið sin. Einhvern tima verður alt fyrst! Rtjykjavikur annáli. Dánir. Guðmundur Lýðsson skóswiður, Hverfisg. 2 B. 18. nóv. í franska spital- annm. Fasteignasala. Þingl. lö. nóv. Jón Magnússon l Krisuvik selur skósmið Jósef S. Húnfjörð hálfa húseignina Hraun- tún við Laugaveg fyrir 1900 kr. Dags. 17. nóv. Páll Guðmundsson trésm. Njg. 11 selur Hannesi Ólafssyni í Hvg. 24 húseignina nr. 14 við Njálsgötu m. tilh. fyrir 4500 kr. Dags. 15. nóv. Sigurbjörg Halldórsdóttir, kona Helga Gíslasonar skipstjóra, selur Jóni Magnús- syni i Krlsuvik húseign nr. 25 við Njáls- götu m. tilh. Dags. 17. nóv. Sigurbjörn Giuðmundsson selur Jósef S. Húnfjörð hálfa hÚBeignina Hranntún við Laugaveg m. tilh. fyrir 1900 kr. Dags. 17. nóv. , Sami selur Jóni Magnússyni í Krisuvík hinn helminginn með sama verði. Dags. s. d. Hjúskapur. Benidikt Eyvindsson Lv. 72 og ym. Guðný Guðmundsdóttir. 13. nóv. Sveinn Gunnlaugsson bóndi frá Móabæ á Miðnesi og ym. Þorgerður Guðlaugsdóttir. 16. nóv.' Sauðaþjófnaður. Guðm. nokkur Erlends- son tók í fyrri viku kindur nokkrar (19) úr girðingu i Ártúnslandi. Hann rak þær heim til sin, slepti 10 þeirra, en skar hinar 9 og fór að selja kjötið af þeim. Hann var búinn að selja kjöt i 3 staði, þegar Þorvaldnr lögreglumaður hafði upp á hon- um. Maðurinn hefir áður gert sig sekan i smáþjófnaði. Skóli Ásgrims Magnússonar. í ísafold nm daginn var þess getið, að i honum væru 46 nemendur. En þeir eru í kvöld- skólanum, en i dagskólanum eru 85 nem- endur. Vatnsveitan. Aukafund átti bæjarstjórn með sér í fyrrakveld, um skil á vatnsveitu- skurðgreftinum m. m. ofan frá Gvendar- brunnnm niður i bæ. Um efri kaflann, milli Gvendarbrunna og Elliðaánna, var samþykt með 13 atkv. gegn 3, að verkskilin voru tekin góð og gild, þó svo, að haldið sé eftir umfram á- skilinn ábyrgðartima 2^00 kr. af verðinu fyrir verkinn, og skuli taka af þeirri fjár- hæð það, er þarf til að endurbæta skemdir þær, er kunna að koma fram og orsakast af þvi, að of stórt grjót hefir verið látið i skurðinn. Veðinu fyrir óaðfinnanlegum frágangi á hinum kaflanum, frá Elliðaám að Rauðar- árholti, var samþykt með Uma atkvæða- mun að halda öllu eftir, til að standast kostnað af endurbótum af því á næsta rori. Gallarnir þeir helztir: viða ekki nóg fyll- ing ofan á vatnspipunnm og ekki gengið frá yfirborði haugsins eins og á að vera. ------98*3------ Guðsþjónusta i dómkirkjunni 4 morg un: Á hádegi: sira Fr. Friðriksson. Siðdegis: sira Jóhanu Þorkelsson. í Fríkirkjunui: hádegismessa. Stjórnmálahorfur i Sigluflrði. í blaðinu »Reykjavík« — 32 tlb: er þakkarávarp til fyrverandi ráðherra H. Hafsteins frá 28 Siglfirðingum. Ekki sóst af blaðinu, hvort þetta eru alþing- iskjósendur eða svona hinir og þessir. Hefur mörgum, sem eg hefi átt tal við þótt þetta ávarp lýsa of einhliða skoð- un Siglfirðinga, ef ekkert væri frekara sagt hóðan en í nefndu ávarp kemur fram því óhætt er að segja, að alþ/ða manna hór var mjög á móti sambands- lagafrumvarpinu, eins og það kom frá nefndinni og eins og herra Hafstein út- skyrði það; herra H. Hafstein á sjálf- sagt þakkir skyldar fyrir sumt, er hann hefir fengið framgengt á sínum stjórn- arárum, en það, sem sneri almenningi frá honum, var fyrst kapp hans með nefndu frumvarpi, og svo, hvernig hann snerist í lið með bannlagaandstæðingum, þegar hann einmitt sá þjóðarviljann í því máli; þessi tvö mál hafa snúið fjölda góðra manna frá honum, og hann mist það traust, sem ýmsir föðurlandsvinir báru til hans upphaflega. — Mörgum hór fanst einnig fátt um framkomu hins þingmanns okkar hr. St. Stefánssonar, — en mikið bætti úr fyrir honum, að hann var eindreginn bannvinur, og á hann þökk fyrir staðfestu sína í því máli. Samt hafa sóst opinber- lega, hnjóðsyrði til hans fyrir fylgi hans við bannlögin, en það eru raddir frá mótstöðumönnum bannlaganna (miuni- hlutanum). En hvernig sem alt veltist, urðu þó þau málin, sem mönnum yfirleitt voru mest nauðsynjamál ofaná í þinginu. Á þar núverandi ráðgjafi Björn Jónsson, mestan og beztan þáttinn í, að frumv. sambandsl.nefndarinnar ekki varð sam- þykt óbreytt og að bannlögin náðu kon- utigs staðfestingu, þrátt fyrir magnaða mótspyrnu utan lands og innan, því ytra höfðu auðkýfingar og fleiri gjört sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á mál- ið, svo bannlögin næðu ekki staðfest- ingu. Ollum er kunnugt um aðfarirnar hór heima, og þarf ekki að fara lengra en lesa sumt af 'því, sem ritað hefur verið móti banniögunum, t. d. að Good- Templarar hafi farið alt of langt í kröf- um sínum, er þeir heimtuðu aðflutnings- bann á áfengi, en þetta vita allir G. T. og víst fleiri, að er ekkert annað en raus út í loftið, því grundvallaratriði G. T. oru: Skýlaust forboð gegn til- búningi, innflutningi og sölu áfengis- vökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar, framkomnum í róttu lagaformi o. s. frv. Þessi kafli sýnir, að ef G. T. hefðu ekki barist fyrir framkvæmdum nefndra atriða, þá hefðu þeir svikið loforð sín, og eytt fó landssjóðs óráðvandlega, því styrk þeim, er G. T. Reglan hefur fengið þaðan, varð að verja samkvæmt lögum og fyrirmælum hennar; og þar á meðal að skapa almenningsálit, er andstætt yrði allri áfengisnautn; þetta vissu löggjafar vorir, og hafa veitt styrkinn til G. T. R. einmitt í þeim tilgangi; hvort sumir þeirra hafa ætlast til, að svona færi, sýnist jafnvel nú, efa buttdið, — en G. T. Reglan, hefir aðeins gert skyldu sína með því að vintta að bauttlögum, ásamt öllum bannvinutn, og bindindismönnum þessa lands. Mikið gjöra mótstöðumenn bannlag- antia úr væntanlegum lögbrotum (á þing- lögum), en við Siglfirðingar mættum vera þakklátir, ef banulögin gætu lagt eitthver höft á hinn ósæmandi áfengis- gjafastraum, sem hór rennur óstöðvandi, sérstaklega til norskra sjómanna, og yfirvöldin og aðrir geta engan hemil haft á, því víst myndi mun hægra að draga úr þessum gjöfum með strang- ari lögum en nú gilda, því ekki er hægt að sjá, að eldri lögin gjöri hór nokkurt gagn, þar eð enginn fæst til að kæra, þó fullur grunur leiki á um sölu, en ekki gjöf. Vér Siglfirðingar megum því, eins og mörg önnur kauptún, vera síðasta al þingi, og þá sórstaklega núverandi ráð- gjafa þakklátir fyrir battnlögin, þó seint komi þau til framkvæmda, og ber eg það traust til íslenzku þjóðarinnar, að hún fylki sér um bannlögin, eins og hún gjörði með atkvæði sínu 10. sept. 1908, og engum fólagsskap eða einstakl- ing takist að snúa henni aftur frá tak- markinu, því það væri sannarlega til að setja þroskaleysis mark á hana, er myndi gjöra hatta að viðundri heims, — en að halda sitt stryk, er nú um að gera, þvt með því vinnunt við okkur hrós og virð- ingu allra mannvina heimsins. — Vel er látið yfir samningum þeim, er 8tjórnin hefur gert við Thore og Sam- einaða gufuskipafólagið, sórstaklega hafa mertn góða von um gagnsemi skipanna með kælirúmunum, ef áætlanir verða hentuglega samdar, svo hvað geti gripið inn í annað. Einnig gjöra menn hór mikið úr því, að símasamband kemst á hóðan, en það verður vonandi á næsta sumri; nú í sumar hafa norskir og sænskir síldarút- gerðarmenn, haldið tvo sendiboða, sem farið hafa annanhvorn dag til Ólafsfjarð- ar með símskeyti, er svo áttu þaðau að fara til útlanda. Þessar sendiferðir hafa kostað viðkomandi mikið fó, svo að ef hór væri sími, myndi hann mikið notaður, sórstaklega af útlendingum um sumartímann. — Siglfirðingur. Talsímar. Þeir eru nær 800(000 í Þýzkalandi. Þá kemur Bretland hið mikla með nær 540,000, Frakkland með um 190,000, Rússlaud með nær 100,000 og Danmörk með um 72,000, þótt lítil só. Hreindýr á tslandi. í 73. tbl. ísafoldar er minst á rit- gerð mína í Fjallkonunni um kynbætur hreindýra hér á landi, og er eg henni þakklátur fyrir, þareð hór er um mikil- vægt málefni að ræða að dómi allra skynbærra manna, er nokkuð þekkja til þess. Hinir ættu að sneiða hjá því að ræða málið eða rita um það — að sinni. Eðlilega legg eg mesta áherzlu á fyrra atriði greinar minnar, kynbætur hreindýra, enda er það fyrsta sporið. Er það atriði ótvírætt öllum þeim, sem hugsa vilja og skilja, og mun eg þar fara svo nærri róttu máli, sem framast er unt — og alls ekki ýkja! Hitt atriðið um notkun hreindýra til vetrarferða er einnig svo mikils virði, þótt reynd skorti á í því efni hór á landi, að enginn íslendingur, — hve »skynsamur« sem hann kann að vera, — hefir neinn rétt til þess að dæma um það úrslitadóm að svo stöddu. — Ætt um vór því að geyma sleggj udómana, þegar um einhverjar framfarir er að ræða, og hætta þeim íslenzka ósið að rífa niður alt, sem vill upp á við og — merja lífið úr hverjum vísi, er gægist í framfaraáttina. Það hefir lengi verið þrándur í götu vor íslendinga. — — — ísafold kveðst hafa átt tal við tvo menn um mál þetta. — Hefir annar verið í Þrándheimi og heyrt sögur af hreindýrum. Það má segja um Þrændur líkt og um aðra kaupstaðarbúa í Noregi — að undanskildum Finnmerkingum, — að þeir þekkja engu meira, en heldur miuna til hreindýra, en allflestir íslend- ingar. Segja þeir oft mestu »tröllasög- ur« af Löppum og hreinum þeirra. Frásögn manns þessa bendir líka greinilega í þessa átt, og skal honum eigi gefið það að sök. Hann mun segja frá, eins og hann hefir heyrt það sagt. Hann segir, að hreindýr taki illa tamningu og ráði oft á ökumennina —, og þ v í hafi Lappar sleðana með báta- lagi og kasti þeim yfir sig, þegar æði hleypur í dýrin (!) — — — Satt er það, að hreindýr taka illa tamningu og verða aldrei gæf eins og t. d. hestar, enda er það einmitt aðal- kostur þeirra til vetrarferða o: að tamn- ingin drepur eigi fjörið. Eins er og hitt alkunnugt, að hreindýr, sórstaklega hrein tarfar, eru mann/gir með köflum og hafa það til að ráða á menn. Þó kveður mjög lítið að því og venjulega snara Lappar dýr sín um hornin (með »Lassó«), t. d. hreink/rnar, o g h e 1 d - ur þeim eitin maður, meðan þær eru mjólkaðar. Sleðar Lappa (»Pulk«), sem eru meiða- lausir og líkjast hálfum bát með fram- þiljum, hafa því alls eigi fengið lögun sína sökum þess, að þeim só ætlað að vera »björgunarbátar« Lappa gegn ilsku ökuhreinanna, heldur sök- um þess, að sleðar þessir eru sniðnir eftir þörfum mannanna, er r,ota þá, og staðháttum í Finnmörku. Þeir eru lótt- ir mjög og fleyta sér vel, jafnvel þótt snjór só fremur laus, og svo er auðvelt að snúa þeim við, þótt þeim hvolfi, sem oft vill til á veglausum fjallaflák um. Fyllilega er eg sammála frásögumanni ísafoldar í því, að hreindýr (og sleðar þessir) reynist bezt á góðu hjarni. Enda var það ætlun mín, að þeim yrði komið við upp til fjalla, þar sem oflangt væri sveita milli með hesta, — Inni á óbygð- um vorum og öræfum er einmitt oft á vetrum óslitið harðfenni víða vegu. Þá verður þingmannaleiðin leikur einn á hreinsleða. — — — Annar maður, skynsamur mjög, kvað hafa talið tillögur mínar í máli þessu »stofuvísdóm«, er lítið væri byggjandi á, og er eigi margt um það að segja, — þótt auðvitað só, að s k y n s e m i n ein veitir engum manni e i n k a 1 e y f i til að fella órökstudda sleggjudóma um málefni, er þeir þekkja ekkert. En þetta er einmitt einkenni »stofulærðra« manna, og kvað vera ærið nóg af þeim hór á landi. — — — Gaman væri að heyra t i 11 ö g u r mætra manna um mál þetta! Helgi Valtýsson. Amerísk Nýlega gengu svo hljóðandi lög. lög í gildi í ríkinu Missouri : í blöðunum má ekki birta fregn- ir nó aðrar greinar, sem geta komið af stað hjónaskilnaði. Eigi má drepa önn- ur dýr en húsdýr. Það er bannað, að verzla með villidyrakjöt, og komi það fyrir í matsöluhúsum, að borln só á borð villisvínasteik, skal veitiugamann- inum, þjóninum og gestinum refsað harð- legar en fyrir þjófnað. (Bændur í Missouri eru í meiri hluta í löggjafarþlngiuu og leggja mjög stund á svínarækt. Þá fer þetta að verða skiljanlegra). Löggjafar- þingið í Oklahama hefir og samþykt nokkur kynleg n/mæli, sem spáð er þó um, að synjað verði staðfestingar af lands- höfðingja. Lögin eru þessi : Sódavatn má ekki selja í ríkinu, því að það hefir sannast, að margir sódavatnsgerðarmenn hafa selt vín í laumi. Eigi má tala af léttúð eða óvirðing um konur. Konur mega ekki ríða tvívega, þær verða að vera í söðli. Fótboltaleik má ekki iðka við háskólana af því að of mikið er gert að þeirri íþrótt. í ríkinu Minneapolis hefir prestur nokkur tekið að sór að berjast gegn »óþarfaprjáli, tízkuhógóma og lóttúð kvenna«. Hann hefir haft þá aðferð, að hann hefir tekið af þeim myndir úti á strætum og gat.iumótum, haldið síðan fyrirlestra og sýnt þar þess ar myndir. »Svona er hún til fara þessi, svona er hún í göngulaginu, svona held ur hún upp um sig kjólnum«, segir hann, og allir þekkja vitanlega af hverri myndin er. Konurnar eru stórreiðar, sem von er, og bræður þeirra og menn segja, að presturinn hafi tekið upp á þessu til þess að láta bera á sér, en ekki til þess að bæta mannkynið. fæst fyrir i—2 menn í Hverfisgötu 19. VERZLUNIN DAGS8BÚN REYKJAVIK Mikið af ný.jum vörum með s/s Láru og Sterling Fallegum og ódýrum að vanda, t. d.: YETRAR- og REGNKÁPUR handa dömum og unglingum. Nokkrar vetrarkápur handa herrum. Blúsur, ull og silki. Dömu-flibbar — Hálsskraut Nærföt — Sokkar — Millipils Silkisjöl og klútar. Blúnduefni — Legg- ingar — Hnappar o. fl. sem kjólasaumi tilheyrir. Alt af mikið af vefnaðarvörum. Fatnaðir handa konum, körlum, börnum. Silki í svuntur og kjóla. Slifsi, mjög smekkleg, o. m. m. fl. í Dag-sbrún. Matur og drykkur í Uppsölum, Aðalstræti 18. r Urval af slaufum á kransa og kransa- efnum, sömuleiðis krönsum. Sophia Kr. Heilman, Óðinsgctu io. Steinsmiðir! Tilboð um grjótvinnu óskast. Upp- lýsingar Hverfisgötu 6. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins: Einar Hjörleifsson flytur erindi um mhtt mannsandans (framh. af síðasta erindi) sunnud. 21. nóv. kl. 5% síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 10 aurar. Bæ.j arins beztu pönnukökur í Uppsölum, Aðalstr. 18. Hreinar verksmlðjur og hrein og ómenguð sápa standa i nánu sambandi við hrein föt. Þaö stafar engin hætta af Yetrar-Hattar ianda d ö m u m, að eins nokkrir eítir, sem seljast með 15% afslætti í DAGSBRUN. Verulega gott tpr fæði -«a geta nokkrir meun fengið nú þegar eða frá 1. desem- ber í Uppsölum, Aðalstræti 18. Smjörverzlunin Laugaveg22. Talsími 284. Margarini frá 43 aura pd. Smjör ísl. 80—85 — — Geitasmjör 65 a. pd. (betra en ísl.). Egg stimpluð og glæný. Palmin og svínafeiti. — Ó d ý r - asta sérverzlun hér á landi. Smjör og egg keypt fyrir peninga út í hönd. Hjörtur A. Fjeldsted. Að eins næstu viku sel eg frönsk kvenslifsi afar ódýr; lítið á þau, áður en þér kaup- ið annarsstaðar. Sophia Kr. Heilman, Óðinsgötu 10. S. SYeinbjörnsson fasteignasali, Bergstaðastr. 40 kaupir, ef um semur, góðar húseignir fyrir góðar jarðir. Tals. 268, Yiðskiftabækur (Kontrabækur) fást í Bókverzlun ísafoldar. ÍÖRÐEST Neðrilág í Eyrar- sveit, ásamt hjáleigunni Króki, að niati 16,5 hndr., fæst til kaups og ábúðar i næstu far- dögum. Tún jarðarinnar er ákaflega grasgefið, útheysslægjur miklar og beitiland mikið og gott. Útræði er á jörðinni og lending í túnfæti. Lysthafendur snúi sér til Einars Markússouar í Ólafsvík. Leikfélag Reykjayikur Laugardag 20. nóv., kl. 8 síðd. ÁSTIí^ o& MIDJÓNII^ Iðnaðarmannahúsið opnað kl. 7 % Nýmjólk fæst keypt daglega í Skólastræti 1. Nýmjólkurútsölustaðir ósk- ast. Upplýsingar í Bergstaðastr. 45. Vönduð og dugleg stúlka, sem getur staðið fyrir veitingaveizlun (Re- stauration), getur fengið atvinnu nú þegar. Upplýsingar í Bergst.str. 45. Pakkhus til leigu í Lækjar- götu. — Sigurjón Sigurðsson snikkari ávísar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.