Ísafold - 02.02.1910, Blaðsíða 1
Komui út tvisvar í viku. Verö Arg. (80
arkir ininst) 4 kr., eriendib 6 ki eða l1/*
dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis
fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin vib Aramöt, er
ðgild nnma komm sé til útgefanda fyrir
1. ofct. aanpandi aknldlans vib blabib.
Afgreibsla: Anstnretrnti 8.
XXXVII. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 2. febr. 1910.
7. tölublað
I. O. O. F. 91248Va
Forngripasafn opib sunnud., þrd. og fmd. 12 2
íslandsbanki opinn 10—2 */» og 6 */« 7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstbfa frá 8 érd. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* siödegis
Landakotskirkja. Guðsþj. 9'/» og 6 4 helgu“
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 'It—U og é -5
Landsbankinn 11-2>/., Bankastj. vib 19-2
Landsbökasaín 12—8 og 5-8. Utlfm 13
Landsskjalasaínið A þrd. fmd. og ld. 12 1
Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12
Néttúrugripasafn opið l>/.-2>/. á sunnudögum
Tannlækning ók. Pósth.str.U, 1. og 3.md. 11-1
Danskur rógur
Og
íslenzkur ódrengskapur.
Stórhnekkir sjálfstæðis-
baráttu vorri.
Látlaus og óstjórnlegur er áaust-
urinn og ósannindauppspuninn 1
dönskum blöðum um oss íslendinga,
aðallega ráðgiafann, sem nú er, og
meirihluta þjóðarinnar, þann, er glæp-
inn mikla framdi þ. io. sept. 1908:
að þýðast ekki innlimunar-»uppkastið«
danska frá millilandanefndinni, heldur
senda á þing eindregna andstæðinga
þeirrar stjórnar, er slíka óhæfu studdi,
svo marga, að nær 3 urðu gegn 1
(25 : 9), með þeim árangri, að stjórn-
in sú varð að hröklast af stóli og
»uppkastið« steindrepið, — kveðið
niður með svo römmum formála og
lagt svo stálhertum iljagöddum, að
það mun aldrei ganga aftur að eilífu.
Þeim forlögum frumvarpsins mátti
auðvitað eiga víst, að Danir mundu
reiðast allmjög. Þeir höfðu búist við,
að vér íslendingar mundum ganga
fram kengbognir og kyssa á hönd
þeim fyrir þann ómetanlega velgern-
ing, er þeir hefðu oss veittan með
jafnhöfðinglegri gjöf.
En þá svöruðu þeir svonal
Reiðin bitnaði eðlilega óvægilegast
á þeim manni, er meirihlutinn á þingi
fal forustu fyrir sér og vísaði á í
stjórnarsessinu.
Hann hefir verið ofsóttur alla stund
upp frá því í dönskum blöðum með
taumlausri ofstæki. Hann hefir verið
niddur þar og rægður á alla lund, á
hann logið lýtum og skömmum, flest-
ar stjórnarathafnir hans bendlaðar við
óhreinar og illar hvatir, þar á meðal
ekki sízt óslökkvandi Danahatur, og
haugað yfir hann hvers konar svívirð-
ingum.
Algengt er vitanlega, að samlend
^fjórn verður fyrir ómildum dómum
og óbilgjörnum árásum. En hún get-
ur jafnan borið hönd fyrir höfuð sér,
ef henni lízt og henni þykir taka þvi.
En hér, í þessu dæmi, er slikum að-
förum og þeim í svæsnasta lagi beitt
við stjórn eða stjórnanda í öðru landi
svo fjarlægu, að ókleift er að koma
þar við nokkurri vörn, er lið sé í.
Þar er því framið beint það, er kall-
að var í fornum lögum nor-
rænum níðingsverk: vegið að
vopnlausum manni.
Það er hverjum manni sýnilegt,
að í þvi er engin vörn, að taka til
máls i dönsku blaði héðan norðan af
íslandi mánuði eftir, að níðið hefir
þar birt verið, — ef það fæst þá
einu sinni. Því það er mjög undir
hælinn lagt. Eins víst, að þvl sé
neitað, eða dregið að hleypa svarinu
að svo vikum skiftir. Jafnvel þótt
öðru visi standi á, og hægra sé um
vik, getur orðið töluverð tregða á því.
Svo var t. d. í haust, er viðskiftaráðu-
nauturinn (B. J. frá Vogi), staddur i
Khöfn, þurfti að svara eða tók að sér
að svara árás dansks þingmanns á oss
(Schacks höfuðsmanns) — þá fekk
hann ekki svarið tekið fyr en eftir
16 daga, þótt blaðið kæmi út á
hverjum degi allan þann tíma.
Þetta hraklega stöndum vér að vígi.
Það mæla sumir menn, að vel meg-
um vér láta oss í litlu rúmi liggja,
hvað um oss er talað og ritað suður
í Danmörku, á öðru tungumáli. Eng-
in þörf að vera hörundsár við því.
Vér ráðum vorum málum það mikið
þó, að jafnréttir stöndum alt um það.
Þetta má vel vera yfirleitt. En
öðru vísi veit við um eitt mál, stór-
málið um sambandstilhögunina við
Dani. Það mál þurfum vér einmitt
að fá flutt vel og rétt frammi fyrir
Dönum, og ennfremur ekki hvað sízt
varast að gera þjóðinni dönsku að
óþörfu, ilt í geði við oss með rógi
um oss i hennar eyru, Dana-h a t u r s-
brigzlum út í bláinn og þar fram
eftir götum.
Oss stendur h á s k i að þeim
óþokka-milliburði.
Því að sambandsmálinu eru því
minni horfur á að ráðið verði til góðra
lykta i bráðitia, því kaldara sem Dön-
um er gert í geði til vor.
Fyrir þ v í vinna dönsk blöð ilt
verk, þau er kenna lesendum sínum
að hata oss og fyrirlíta með því að
flytja þeim tómt níð og róg um þá
vora menn, er forustu hafa fyrir þjóð-
inni. Og það er fals og hræsni, ef
þau látast eigi að síður vilja efla og
glæða gott samkomulag milli þjóðanna.
Fyrir þ v í eru þar næst þeir íslend-
ingar réttnefndir þjóðníðingar, er ljá
sig til að bera óhróður um þjóð sína,
meirihlutann, og nið um hennar helztu
menn í dönsk eyru í blöðum og á
málfundum þar syðra.
Heift sinni í þessum efnum geta
þeir svalað í íslenzkum blöðum. Þar
er enginn húsnæðisskortur fyrir þess-
háttar góðgæti!
En þeir ættu að bera þá þjóðrækni
í brjósti, að vera ekki að ata sjálfra
sin hreiður frammi fyrir Dönum.
Danskur rógur og islenzk-
u r ódrengskapur er fyrirsögnin
fyrir þessari grein.
En það er hæpið, hvort rétt er að
orði komist alveg, að nefna róginn
d a n s k a n .
Hann er danskur að því leyti, að
dönsk blöð flytja hann lesendum
sínum.
En hann er að öðru leyti a 1 í s-
1 e n z k u r.
Hann er mestallur íslenzkur að
uppruna. Faðerni alíslenzkt.
Svo úrkynjaðir erum vér, að fjöl-
margir íslendingar innan lands og
utan hafa gert sér beint að atvinnu
að ófrægja þá landa sina og svívirða,
í eyru Dana, sem ráða eiga hér fyrir
lögum og landsstjórn um þessar
mundir 1
Þeim ófögnuði eigum vér við að
sjá á þessum síðustu og verstu tímum.
Þann íslenzkan ódrengskap verðum
vér kinnroða fyrir að bera og hann
meiri en lítinn.
Það er forynja, er vér þurfum að
ganga af dauðri, ef oss á eitthvað
ágengt að verða um fult frelsi í sam-
búðinni við Dani.
Hitt stefnii beint á bráðan skilnað
eða þá innlimun!
Og að skilnaði vinna beina leið
þau dönsk blöð, sem hirða og gæða
lesendum sínum á níði am oss, þ ó
a ð íslenzkt sé faðernið.
Það hljóta þau að skilja, ef þau
vita, hvað þau eru að gera.
Það eru þau, sem eru að kveikja
hér Danahatur með því háttalagi.
Oss sjálfstæðismönnum er enginn
akkur 1 því, að ,cali til Dana aukist
hér á landi. Síð ir en svo!
En oss dylst ekki, að framferði
danskra blaða gagnvart oss, hvort sem
af dönsknm eða íslenzkum rótum er
runnið, gerir sízt að draga úr kalanum.
Hve lengi eigum vér að þola það,
að íslenzkir þjóðníðingar stórspilli
fyrir sjálfstæðisbaráttu vorri með hátta-
lagi sínu?
er
Af Balkanskaganum
---- Kh. »/j ’IO.
að frétta róstur á Grikklandi.
Beita liðsforingjar sem áður hinu versta
ofbeldi við þingið og banna meðal
annars nýárshlé.
Krítverjar eru að hugsa um að kjósa
fulltrúa á gríska þingið við næstu
Hakke Bey
hinn nýji yfirráðgjafi Tyrkja.
kosningar, en stórveldin hafa látið
það boð út ganga, að þau mundu taka
það óstint upp.
A Tyrklandi urðu ráðuneytisskifti
nýlega. Fór Hilrni, pasja frá en við
tók Hakke Bey. Einhver merkasti
maðurinn i nýja ráðuneytinu er ann-
ars Shevket pasja, hershöíðingi.
Hermann Trier,
sem nýlega varð konungkjörinn þingmaðnr
í Danmörku.
Tvö skáld.
Andvðkur. Eftir Stephan
G. Stephansson. 1868—
1907, I—II. Reykjavik
1909.
V.
Það væri auðveldara að skrifa rit-
gerðir um einstök kvæði Stefáns, en
rita um bók hans í heild sinni; hann
kemur svo víða við og vekur svo
margar hugsanir
Hann yrkir um alla þá dýrð á
himni og jörðu, sem birtist hinum
langsýnu augum útiverumannsins, eink-
um þegar þau eru líka næm skáld-
augu. Hann er glitmáll framar flest-
um ef ekki öllum íslenzkum skáldum,
og þarf ekki annað en minna á hin-
ar mörgu samsetningar skáldsins af
orðinu »blár«, fleiri óefað en til eru
í nokkurri annari bók íslenzkri.
Hann kveður um mannlífið, um
ýmsa þá viðburði nútimans, sem eru
einsog eftirtektarverðustu sjúkdóms-
einkenni hins auma mannkyns, Búa-
stríðið, Dreyfusmálið, hin viðbjóðslegu
verkalýðsv’g í Pétursborg.
í meinfyndnum stökum stundum,
hendir hann ýmsa hugsun sem íloft-
Carlsberg skattleysingi
ljós og dimmur
Beztu tegundar bindindisöl
Undir alkohólmarki
inu liggur; og úr fornum sögum og
sögnum fær hann efni í nýja speki
eða þá afbragðs lýsingar eins og i
kvæðinu landnámsmaðurinn, sem vísa
Önundar tréfótar vekur honum:
Kröpp ern kaup ef hreppik
Kaldhak en ek læt akra
Og hin mesta uppgötvun, sú sem
eiginlega gerir mennina að mönnum,
að það er til framtíð, er honum vel
kunn:
Eg i hnga sé og syng
sumar-drauma alt nm kring,
út að fjarsta alda-hring
yztu þar sem vonir blána.
En varla er að furða, þótt stund-
um vakni efi um, að þessi uppgötv-
un sé rétt. Svo margt minnir enn-
þá í mannfélaginu á, þegar steinaldar-
menn mættust forðum og ekki var
nema tvent fyrir, að sigra óvin sinn
og éta hann eða falla og vera étinn
af honum.
VI.
Hvílíkur snillingur Stephan G. Step-
hansson er að lýsa, kemur hvergi
betur fram en í kvæðabálkinum «á
ferð og flugi«, sem prentaður var fyr-
ir nokkrum árum og verður tekinn
upp í 3. bindi kvæðabókarinnar. Hygg
eg, að það muni vera bezta ferðasaga,
sem til er á íslensku, að undantekinni
einungis hinni ódauðlegu frásögn um
ferð Þórs til Útgarðaloka.
Það má hér minna á lýsinguna á
Ragnheiði litlu:
sem vormorgnns sólskin um hélaða hæð
o. s. frv.; á kaflann »daginn eftir
hlákuna« og á þessi orð úr VI kafl-
anum:
í hungóttri fjalfellu af bláhvitri mjöll
var byrgt niðri völlur og gróf
Og hrimþakin trén voru svipleg að sjá
sem sálir úr heifrosnum skóg;
En módökkur náttkólguhringurinn hár
við heiðloftið svellgráa bar
Það var einsog himininn héngi við jörð
og hefði’ orðið samfrosta þar.
í skýlansa hvelfing var skuggaop blátt
svo skimulaust, ginandi hljótt
Sem loftshliðið opnaðist langt nppi’ i geim
að ljóslausri gjöranðn og nótt.
Og þessi orð úr lýsingunní á
bæjarbragnum í Golden eiga liklega
að sumu leyti við um fleiri en einn
bæ þar sem menn hafa haldið, að
gull væri í jörðu:
Mig hagar það álikt, að örfáir menn
sér eigna hér hústað og jörð;
Mér finst eins og hærinn sé fjárhúsa krans
og fólkið sé erfðamerkt hjörðt
Öll framhoðna varan sé skröksögu skreytt,
hver skoðun af flokksdrætti höll,
Og stórgrúðans aðferð mér strandhöggsleg
og stelvisleg gjaldþrotin öll. [finst
VII.
Rim Stefáns verður hér nokkuð að
minnast á, þó j að öðrum væri það
efni sjálfsagt betur hent. Hann hefir
það til, og það eigi sjaldan, að kveða
dansandi hringhendur, sem minna á
Sigurð Breiðfjörð eða Þorstein Erlings-
son:
Tungan löngum létt og hvell
lék og söng á stuðlum.
Hann kveður líka ágætlega og nær
einmitt þeim tónum, sem koma við
hjörtun í þeim «brjóstum sem geta
fundið til« í kvæðum sem minna
ekki á neinn annan en einmitt Stephan
G. Stephansson. Mætti þar nefna t.
a. m. »heimförin« og kvæðið »minni
íslands, þar sem er þetta erindi:
Legg þú auðna ár og frið
íslands ver og grundnm.
Hitt veit enginn einsog við
Að oss langar stnndum
Hörpu að lokka Orfeif af
Inn á frónska móa
Syngja austur yfir haf
Akra vora og skóga.
og mörg fleiri kvæði mætti nefna
sem eru snildarlega kveðin. En þó
er ýmislegt, sem bendir til þess, að
eyra skáldsins sé ekki jafn frábært
og augað; hann rímar »gróf« á móti
«skóg« og »bláu« móti «sváfu«, (í
hringhendunni »hreiðrum læðast fugl-
ar frá«, sem annars væri afbragð);
hann raðar ekki allsjaldan saman hljóm-
litlum orðum, og bragfæturnir vilja
stundum verða fleiri en bezt fer á,
einsog t. a. m. í kvæðinu »heimskauts-
fararnir:
Og iiér standa flet en allflest þeirra auð
og óbúin upp með veggjum fram i röð,
í nokkrum kúrir holdlaus hirðusnauð
í hel soltin mannsgrind lopablá og dauð.
Það væri heimska að ætlast til þess
af manni, sem hugsar miklu dýpra
en alment gerist, að hann sé hvergi
torskilinn eða myrkur í máli.
En sum myrkmælgi í kvæðum Ste-
áns virðist stafa af því meðfram, að
hugsunin er heft af rímfjötrunum.
Og eftirtektarvert er það, að hvergi
kveður skáldið dýrlegar en í kvæðun-
unum »á ferð og flugi«, sem ekki
eru dýrt kveðin.
Hér verður fyrir að minnast Heines,
sem er einsog menn vita allra ljóð-
skálda fyndnastur og hugkvæmdasam-
astur; yrkir hann mjög oft undir svo
éinföldu lagi að nær ekki er lagi likt,
heldur óbundnu máli; það eru ekki
stuðlaföllin og smellirnir heldur eins
og blíður ölduvaggandi i þessu erindi
úr Atta Troll (sem ég tek af því að
svo auðvelt er að þýða það nærri
orðrétt):
Trage mich durch atille Thiiler
Wo die Eichen ernsthaft ragen
Und den Wnrzelknorrn entrieselt
Uralt siisser Sagenquell
(Berðu mig um kyrra dali
Þar sem alvarlegar eikur
Gnæfa’ en nndan rótum liður
Fornra sagna ljúfust lind).
Það virðist nærri því mega ætla,
að þessi heimsmeistari ljóðlistarinnar