Ísafold - 12.02.1910, Page 1

Ísafold - 12.02.1910, Page 1
Kemtu út tvisvar l viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., eriendn, 5 ki oDa l1/* dollar; borgiat fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Upp«ðgn (akrifieg) bundin yib Aramót, ar ógild nema komln aé til útgefanda fyrir X. okt. etg aanpandi skoldlaaa vi6 bla6i6. Afgrei6ala: Ansturstrœti 8. XXXVII. árg. Beykjavík laugardaginn 12. febr. 1910. 10. tðlublað l. O. O. F. 912118V2 Forngripasafn opið sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstðía frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* siðdegis Landakotskirkja. öuðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—B Landsbankinn 11-2 V*, öVí-61/*. Bankastj. við 12-2 Landsbókasaín 12—3 og 5—8. Útlán 1—B Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þriðjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opið 1 V*—2 */* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 3. md. 11—1 Isafoldar, Austurstræti 8. Alls konar band fljótt og vel af hendi leyst. — Verð hvergi lægra. Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Framtíðarhorfur um sambandsmáliB. því mun varla uokkur rnaður hafa búist við, er unninn var sigurinn mikli í kosningunum 10. sept. 1908, að landið fengi á sköm.mum fresti lögleidda þá tilhögun á sambandinu við Danmörku, er meirihlutinn taldi eina viðunandi til frambúðar. Sigurinn var sá aðallega, að rekið var af höndum innlimunartilræði það, er gert var með »Uppkastinu« írá millilandanefndinni og stjórninni, sem þá var, í samráði við Dani. Hitt var sjálfsagt alt að einu, sem þingið nýkjörna gerði, er það kom saman, að gera ekki einungis að hafna innlimunarfrumvarpinu, heldur og að láta uppi skýrt og skorinort, hverja tilhögun það vildi hafa á sambandinu, hversu litla von sem meirihlutinn gerði sér um, að Danir mundu að því ganga þegar í stað. Meirihlutinn taldi sér jafnskylt að gera það, sem hann gerði, hvað sem því leið. Hann lét það ekki aftra sér, þótt hann byggist við, að una yrðum vér svo árum skifti við það, sem er. Það þótti honum fýsilegra miklu en að láta á sig leggja þann Gleipni, er »uppkastið< fal milli klæða sér. Það hið sama ráð hafði alþingi tekið í upphafi fyrri stjórnarskrárbar- áttunnar eða aðallega þjóðfundurinn 1851, með forustu Jóns Sigurðssonar. Því eigum vér það að þakka, að vér urðum ekki þá sama sem hreppur í Danmörku eða þvi sem næst. Einurð vorri þá er það að þakka, að Danir hurfu brátt frá svofddri innlimun. Þeir komu með síðan ný »uppköst« hvað eftir annað, stórum mun nýti- legri vitaskuld; en þingið sat við sinn keip og ávann að lokum stjórnar- skrána frá 1874. Meira en tvo tugi ára tók sá róður, og mun enginn sjá nú eftir þeirri bið. Vér höfðum engin ráð þá og höf- um engin ráð enn til að komast hjá allri bið eftir réttarbótum, er vér eig- um undir öðrum en sjálfum oss, og honum meiri máttar. Vér höfum engin tök á að þröngva Dönum að gera að vorum vilja. Vilji þeir ekki lita við því, sem vér förum fram á, ekki anza því einu orði fremur en einhverri ódæma fparstæðu, svo sem nú má heyra á þeim um sambandsfrumvarp vort frá þinginu í fyrra, þá er ekki á voru valdi að fá þá ofan af því hátterni í skjótu bragði. Frumvarpinu því hefir stjórn vor gert það, sem hún mátti við koma, til að koma á framfæri. Ekki gat hún lagt það fyrir þing Dana, ekki fremur heldur en Danir geta lagt frumvörp fyrir alþingi. Það er stjórn- in danska og danskir þingmenn, sem sambandsfrumvarp vort gátu og geta lagt fyrir ríkisþingið. Aðrir ekki. Ráðgjafi vor lét, eins og hann skýrði frá á þingmálafundinum hér 8. þ. mán., snara frumvarpinu á þeirra mál, Dana, og fekk því útbýtt meðal þingmanna. Og hann leitaði hófanna bæði við stjórnina dönsku um, að hún legði það fyrir og spurðist fyrir um, hvort þingmenn fengist til þess. Þar var þvert afhögg. Og það var rök- stutt á þá lund, að þetta sem »upp- kastið« fór með, væri sameiginleg stefnuskrá allra danskra þingflokka í því máli, sambandsmálinu. Þeim yrði engum þokað feti lengra. Þótt furðulegt sé, virðast sumir stjórnarandstæðingar, þeir er um mál- ið ræða eða rita, hafa enga hugmynd um annað eins og þetta. Þeir mundu að öðrum kosti ekki geta atyrt stjórn vora (ráðgjafann) svo sem þeir gera fyrir fjróplega vanrækslu um að koma frumvarpinu á framfæri við Dani — öðru vísi en mót betri vitund. Simfregnin síðasta af ummælutn yfirráðgjafans nýja (Zahle) er ekki annað en staðfesting þessa, sem hér er frá sagt. Við það getur því eng- inn kunnugur látið sér bilt verða. Hann stýrði sjálfur einum þingflokkn- um, þeirra, er bornir eru fyrir áminstu samkomulagi. Enda kemur það alveg heim við samtal, er hann átti við ráð- gjafa vorn í sumar. Hitt er annað mál, að uppreistar- fréttirnar héðan, svo úr garði gerðar, sem minnihlutablöðunum er lagið, hafa líklega ýtt nndir hann að kveða upp úr um fyrirætlan sina. Um fyrirsjáanleg forlög málsins þarf ekki mörgum orðum að eyða að svo stöddu. Eina leiðin til að hrinda því áleiðis v a r og e r að þjóð og þing skipi þar fasta, óklofna fylking að baki og láti engis ófreistað að koma Dönum í skilning um, að oss sé full alvara, og að það sé oss vel veitanda af þeirra hálfu, er vér förum fram á. Tíma má búast við að það taki nokk- urn. En ekki hlýðir að leggja irar í bát fyrir það. Höldum vér hina leiðina, sem nú er hafin, frá því á þinginu síðasta og raunar fyrri, að mjög stór minnihluti, hátt upp í þriðjung þings og þjóðar gengur beint í lið með Dönum og vinnur af enn meira kappi en þeir að því að hnekkja sjálfstæði voru, en smeygja á oss innlimunarhelsi því, er »uppkastið« í sér fól, og það með ó- vandaðri ráðum en dæmi eru til áður í stjórnarbaráttu vorri, þá er oss ó- farnaður vís og engrar viðreisnar von. Eitt ráðið þess kyns er aukaþings- farganið, sem minnihlutinn hefir hleypt á stað og mótstöðumenn vorir sunn- an hafs skilja mjög vel, hvert stefnir, enda fagna heilhuga. Þ e i r skilja vel, hvar þar liggur fiskur undir steini, — að það er ekki að útkljá nokkrum mánuðum fyr en ella, hvað eigi að verða um 1—2 hjáverksbitlinga, held- ur hitt, að kljúfa meirihlutann, sem nú er, og ónýta eða afturkalla at- kvæði síðasta þings í sambandsmálinu. X— nn: Guðsþjónusta i dómkirkjunni 4 morg- Á hádegi: sira Fr. Friðribsson, sjómanna- prédikun. Síðdegis: S. Á. OMslason kand. Messað i frikirkjunni 4 h&degi & morgnn. Kosningarnar á Bretlandi. Framsóknarmenn sigra. íhaldsmönnum vex fylgi. ---- Khöfn 81/i ’IO. Þá er loks ensku kosningunum lok- ið, eða sama sem, eftir hörðustu bar- átta frá beggja hálfu, sem sögur fara af. 7 kjördæmin eru að vísu eftir, en eigi verður útkljáð um þau fyr en í miðjum næsta mánuði. Það eru sem sé kjördæmin á Orkneyjum og Hjaltlandi — en um þau skiftir engu. Menn vita nú með vissu, að stjórn- in hefir sigrað, þó að mjög hafi gengið saman lið hennar frá því er síðustu kosningar fóru fram árið 1906, undir forustu Campbell-Banner- manns. Stjórnin eða framsóknarmenn hafa enn sem komið er hlotið 272 þingmenn, en fyrir kosningar höfðu þeir 364. Verkflokksþingmenn eru nú 40 en voru 53 fyrir kosniugar. írskir þjóðflokksmenn eða heimastjórn- armenn eru nú 80, en voru 83 fyrir kosningar. íhaldsmenn eru nú 271, en ekki nema 168 fyrir kosningar. Þeir hafa unnið 127 kjördæmi, fram- sóknarmenn 19 og verkflokksmenn 1 atkvæði. Búist er við að tala fram- sóknarmanna og íhaidsmanna verði nokkurnveginn jöfn í kjördæmum skyldi, geta þær aðeins í hæsta lagi orðið til þess, >að takmörkun efri mál- stofunnar verði frestað um stundar- sakir, því að hitt er algerlega óhugs- anlegt, að lávarðar geti nokkurn tíma unnið sigur. Annars sker timinn úr því, hvað nú verður aðhafst. Yfir roo atkvæði er öflugur meiri hluti, en hann er ósamstæður. írar eru beggja handa járn. Þeir hugsa um sig eingöngu og land sitt og láti stjórnin ekki að vilja þeirraí þeim efnum, er ekki að vita hvað þeir kunna að taka til bragðs. Efri máístofuna hata þeir raunar, því að hún hefir tvisvar felt lög um heima- stjórn fyrir írland ))(home rule), sem neðri málstofan hafði samþykt. Marg- ir þeirra greiddu atkvæði gegn síð- ustu íjárlögum vegna áfengisskattsins, en nú ætla þeir að greiða þeim at- kvæði til þess að klekkja á lávörðun- um. En hitt er meira vafamál, hvort stjórnin getur hafið harða baráttu gegn efri málstofunni meðan svona stend- ur á. ý miðjum febrúarmánuði kemur þingið saman. Það má ganga að því vísu, að Asquith og neðri málstofan heimti, að efri deild afgreiði fjárlögin á stjórnskipulegan hátt. Geri efri málstofan skyldu sína, þá er sú spurn- Rœðustóll d*hjólum. (íhaldsmennirnir brezkn keyptn, meðan 4 kogningaundirbáningnum stóð, stóreflis vagn, er þeir létu aka um stræti Lundúnaborgar; voru & hann festar brennheitar ásbor- anir og hvers konar æsinga-auglýsingar. En nppi 4 vögnunnm töluðu ræðugarpar til lýðsins.) þeim, sem eftir eru, svo að þing- mannatala flokkanna verður hin sama eða því sem næst. þegar öllu er á botninn hvolft. En gagnvart efri málstofunni fylgja framsóknarmönnum verkaflokksmenn- irnir 40 og sjálfsagt mikill meiri hluti íra, svo að óhætt er að segja með vissu, að stjórnin verði í 100—130 atkvæða meiri hluta í því máli. Horjur. Hvað tekur stjórnin til bragðs. Kosningar þessar hafa að sjálfsögðu komið framsóknarmönnum nokkuð áó- vart og þeir eflaust búist við öflugri meiri hluta þegar um slíkt stórmál var að tefla sem takmörkun efri mál- stofunnar. En eins og áður er getið, mintust lávarðar naumast á fjárlögin i kosningabaráttunni, heldur notuðu alt önnur vopn, vemdartoll þar sem hann átti við, ófrið við Þjóðverja o. s. frv. Stjórn, sem setið hefir lengi að völd- um, á og jafnan örðugt uppdráttar við nýjar kosningar. Stjórn þessi hefir verið skipuð hinum mestu stjórn- málamönnum og framsóknarskörung- um, en hinsvegar hafa þeir fæstu komið fram af því, er þeir vildu, vegna efri málstofunnar. Þjóðin eða kjósendurnir líta á ávextina en gæta ekki að því, að það eru lávarðarnir, sem alstaðar eru Þrándar í Gölu — og skuldina láta þeir bitna á stjórn- inni. Ekki hefir stjórnin látið neitt uppi j um það núna, hvað hún ætli að gera. i Þó að kosningarnar hafi farið ver en | ing úr sögunni, en hin óleyst eftir sem áður: hvað gera eigi við efri málstofuna. Afstaða stjórn arinnar verður auðvitað undir því komin, hvað lávarðarnir gera nú við fjárlögin og hvort þeir láta sér nú lynda að leggja verndartollsfrumvörp Chamberlains á hilluna. Felli þeir fjárlögin í annað sinn, þá verður annaðhvort að hrökkva eða stökkva, Þá getur Asquiths stjórnin heimtað, að konungur útnefni nægilega marga lá- varða úr framsóknarflokki til þess að samþykkja fjárlögin — eða þá lagt niður völdin og neitað að taka við þeim aftur, nema vald efri málstofunn- ar verði takmarkað. Þá verður Bal- four, foringi íhaldsmanna, að taka við stjórnartaumunum. Hann getur ekki stjórnað, þar sem hann er í minni- hluta í neðri deild og verður þvi að efna til nýrra kosninga aftur, en til þess er engin von, að hann geti sigr- að þá, frekara en nú. — Og yfireitt mun nú svo sópað um kjördæmin, að íhaldsmenn hafa ekkert eftir skilin af sínum mönnum við þessar kosn- ingar. Fullnaðarúrslit. Flokkaskipunin. Brezkt blað frá 6. febr. höfum vér séð. Það hermir svo frá, að þá eigi að eins eftir að kjósa 3 þingmenn — og muni 2 verða íhaldsmenn, en 1 framsóknarmaður. Flokkaskipunin í parlamentinu, sem kemur saman þ. 15. febr., verður þá þessi: Framsóknarmenn...............274 Verkflokksmenn ...... 40 Þjóðflokksmenn (írar) ... 82 Stuðningsm. stjórnarinnar alls 396 íhaldsmenn..................271 Meirihluti stjórnarmanna " TT25 Stjórnarskiftin í Noregi. Konow yfirráðgjafi. Khöfn 31. janúar 1910. Eins og menn mun reka minni til, varð Gunnar Knudsens stjórnin í Noregi í minni hluta við stórþingskosning- arnar í haust. Sambræðingur hægri- manna og miðlunarmanna, eða frjáls- lyndra vinstrimanna, eins og þeir nefna sig, unnu mikinn sigur yfir gerbóta- og jafnaðarmönnum. Þrátt fyrir þetta fór Knudsensráðuneytið eigi frá fyr en núna um daginn, skömmu eftir að þingið kom saman. Konow yfirrdðgjafi. K jSamkvæmt tillögum meirihlutaflokk- anna fór konungur fram á það við Michelsen, fyrverandi yfirráðgjafa, — skilnaðarráðgjafann fræga — að hann myndaði nýja ráðuneytið, en Michel- sen varð að hafna því boði, sakir heilsuleysis Þá sneri konungur sér til Wollert Konows stórþingisforseta og fól hon- um myndun nýrrar stjórnar og er hann að því þessa dagana. Konow er 62 ára að aldri og hefir verið forseti stórþingsins í rúm 30 ár. Hann er íhaldsmaður (vinstrimaður) í stjómmálum, en lærður er hann tal- inn og sérstaklega vel að sér í utan- ríkismálutn. Hefir hann oft verið sendur af stjórn Noregs til annarra landa — meðal annars á friðarþingið í Haag. — Hann er dóttursonur danska skáldsins AdamOehlenschlágers. =®= Ný halastjarna fundin. Khöfú 30. jan. 1910. 17. janúar fundu stjörnufræðingarnir Innes og Werssell í fohannisburg í Oranjeríkinu í Suður-Afriku nýja hala- stjörnu. Síðan sáu hana aðrir, og hefir hún nú sést með berum augum hér í Höfn. (Það var þessi stjarna, sem sást hér i Rvík á dögunum). Halleyhalastjarnan, sem von er á bráðum, eins og áður er sagt frá hér í blaðinu, fer að sjást með berum augum með vorinu og verður það óvenjuleg sýn þegar hún »stefnir beint á sólina og kleppur mikill austur af«, eins og stendur í Heljarslóðarorustu. Stjörnufræðingar hafa sagt, að blá- sýra mikil sé í halanum og muni hún geta orðið hættuleg fyrir andrúms- loft þegar stjarnan er næst jörðunni. Úr hættunni hefii þó verið dregið síðar. ______ Cook ófundinn, Vasabókin einkis virði. Khöfn 10. jan. 1910. Cook gersamlega horfinn. Margar sögur ganga um, hvar hann sé niður kominn, en allar reynast þær ósannar. Háskólanefndin hefir látið frá sér heyra enn út af þessari vasabók, sem Cook sendi, og varð niðurstaðan hin sama, sem sé, að alt væri einkis virði. Annars ganga sögur um, að nefndin hafi fundið falsanir í bókinni, en vilji ekki segja frá því strax, til þess að það berist ekki til eyrna Cook. Það er sem sé ekki loku fyrir skotið, að Cook fari til Etah og segist sækja þangað gögn sín, en láti í raun og veru falsa útreikninga annarsstaðar, og þá er gott að geta haft fölsunar- gögnin í höndunum fyrir háskólann.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.