Ísafold - 12.02.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.02.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 35 Mjólkurskólinn H vítárvöllum. Kenslaskeiðið næsta, 1910—1911, stendur yfir frá 15. okt. til 15. maí. Námsmeyjar greiða fyrir fæði 16 kr. 50 a. um mánuðinn. Þær sem nokk- uð langt eru að fá ferðastyrk. Umsóknir sendist Búnaöarfó- lagi Islands. Slátrunarnám. Eftir samningi við Búnaðarfélag ís- lands veitir Sláturfélag Suðurlands nokkrum mönnum kenslu í slátur- störfum í haust, 1910. Námstíminn verður frá 15. sept. til 15. nóv. Þó geta tveir nemendur fengið 3 mánaða kenslu, frá x. sept. til 30. nóv. Slátur- félagið greiðir hverjum nen.anda 30 kr. á mánuði í fæðispeninga, en bún- aðarfélagið námsstyrk, xs kr. á mán- uði, og ferðastyrk, 10—50 kr. Þeir verða látnir ganga fyrir, sem ráðnir eru til sláturstarfa framvegis eða fá styrk til námsins anjxarstaðar að. Um- sóknir sé sendar Búnaðarfélag- inu fyrir x. júlí og þess getið í umsóknunum, ef óskað er 3 mánaða kenslu. Úr andþófsherbúðunum. Lögréttu-sannleikur. »Það er hreinasti Lögréttu-sannleiknr« — yarð einum rseðutnanninum i Iðnaðar- mannahúsinn að orði. Hann var að segja frá einhverjum ósannindum. Hvort orðið Lögréttu-sannleikur bolair orðinu »ósannindi« úr málinu, er ekki unt að fullyrða neitt um. En ósleitilega er að þvi unnið i málgagni þvi, að söm verði hugmynd lögð i bæði orðin af alþýðu hálfu. Eregnmiða-ósannindin og rangfærslurnar um hotnvörpusektirnar, viðskiftaráðunaut- nn og samb andsmálið — skirrist Lögrétta ekki við að selja sem góða og ósvikna vöru i síðasta blaði, þrátt fyrir það, að ráð- gjafi, i eyru ritstjórans, skýrði frá hinu rétta á Iðnaðarmannahúsfundunum. Atkvæðin, sem greidd voru á Iðnaðar- mannahúsfundunum gegn tillögunum þar, telur ritstjórinn að réttu lagi eiga að beet- a«t við atkvæðin á Framfundunum, með þvi að mennirnir, er svo greiddn atkvæði, mundu hafa samþykt Pram-tillögurnar *ef þeir hefðuverið d fundi þar.« Nú veit ritstjórinn, að hérumbil allir, sem atkvæði greiddu á Iðnaðarmannahúss- fundunum gegn tillögunum þar, voru búnir að greiða atkvæði á Framfundunum. Þvi hefði að réttu lagi annaðhvort átt að draga, mótatkvæðin í Iðnaðarmannahúsinu frá Fram-atkvæðunum, eða reikna þau alls ekki i Iðnaðarmannahúsinu. Hér er tvær sannanir fyrir þvi, að Lögréttu-sannleikur er ósannindi eða útúrsnúningur. Samvizkusemi (!) Jón 01 kvað segja i Rvik i dag, að stjórnarmenn sé að bera það út um H. H. að hann skuldi 120 þúsund i Landsbank- anum. Nýstárleg aðferðl Enginn sjálfstæðismaður hér i bee mun hafa heyrt þessa getiö. Skýringin kynni að vera þessi: Þeir Heimastj. búa til ósannar sögur um sina eigin menn og skrökva því síðan, að sjálf- stæðismenn búi þær til og beri ut. Samvizkusemin (!) er 1 margra kvikinda liki i herbúðunum þeim! -----.f------ Úr sveitinni. (Kafli úr bréfi). Veturinn befir verið óvanalega harður núna um tima, Jarðleysi og víða allhart i búi. Skuldir miklar og kröggur manna á milli . • • Núna heyri eg að sumir eru að reyna að að fá hændur og búalið til þess að æskja eftir aukaþingi. Hvilik fásinnat Hvað þurfum vér með aukaþing ? Htur ekki út fyrir, að peninga skorti, ef menn vilja fleygja út fé í aukaþing. Það væri réttast að jafna aukaþingskosnaði niður á þá, sem eru svo gálausir með fé landsins. Mikið þarf nú að gera vegna þessarar hlessaðrar gömlu bankastjórnar. Hún hefir nú kostað landið milli 30 og 40 þúsund kr. á hverju ári siðan Tryggvi tók við, og svo þarf endilega að bæta 40 þúsundum ofan á úr landssjóði. Margir hafa gert minna fyrir sér og þó engnm dottið i hug að reisa þeim minnisvarða (aukaþing), er kostaði um 40 þúsund krónur. Hér i kringum mig eru menn alment algerlega á móti auka- þingi og vér venum fastlega, að stjórnin láti sér ekki detta slikt i hug . . . . . ' ----.*.----- Sauðárkróksfundurinn 8. janúar þ. á. Litlu fyrir jólin rituSu alþingismenn Skagfirðinga, umboðsm. Ólafur Briem og Jósef kennari Björnsson, öllum oddvit- um sýslunnar og skoruðu á þá, að boða til fundar hver í sínum hreppi, og sjá um, að 2 fulltrúar yrðu kosnir fyrir hreppinn á allsherjarfund fyrir alla sýsl- una, er þeir kváðust ætla að halda á Sauðárkrók 8. janúar þ. á. Verkefni þessa fundar ætti að verða ræða um síðustu ráðstöfun stjóruarinnar í banka- málinu, sórstaklega frávikningu banka- stjórnarinnar og þá hættu, er af því kynni að stafa fyrir viðskiftalíf bankans. Þegar þessi bróf alþingismannanna urðu heyrinkunn, róðu Heimastjórnar- menn sór ekki fyrir kæti, og lofuðu al- þingismennina á hvert reipi fyrir tilvikið Þeir litu svo á, að nú — einmitt nú — byðist ágætt tækifæri til þess að velta Birni Jónssyni ráðherra úr valdastólnum, sem þeir þrá út af lífinu, og uú riði um fram a!t á að sækja vel hreppa- fundina, og fá úr sínum flokki valda fulltrúa á alisherjarfundinn á Sauðár- krók. Skyidu fulltrúarnir fá þar sam þykta aunaðhvort duglega vantrausts- yfirlýsingu á ráðherra, ’eða áskorun um að boða nú þegar til aukaþings. Þeir vonuðu, að nú kæmist það los á Sjálf- stæðisflokkinn á næsta þingi, að þeirra flokkur kæmist að völdunum aftur. Sjálfstæðismenn litu aftur á móti á annan veg á málið. Þeim virtist al- þingismennirnir nokkuð bráðir á sór, og óskuðu helzt, að ekkert yrði aðhafst fyr en nægur umhugsuuartími væri fenginn og mönnum hefði gefist kostur á að kynna sór skýrslu rannsóknarnefndar- innar um það efni. Þeir litu einnig svo á, að engu þyrfti að hraða hinnar frá- viknu bankastjórnar vegna; og sízt sæti á Skagfirðingum að verða fyrstir til að tortryggja gjörðir ráðherra. Næsta þing mundi veita bankastjórninni fulla leið réttingu mála sinna, þar á meðal fult kaup, ef afsetningin reyndist ranglát og ástæðulaus, en ráðherra makleg mála- gjöld. Hór þyrfti að eins litla biðlund. Væri ráðherra á hinn bóginn að taka fyrir megna óreglu og trassaskap, sem ýmislegt virtist benda á, en yrði eigi fullsannað fyr en skýrsla rannsóknar- nefndarinnar væri fengin, þá ætti hann lof skilið, og ósvinna, að taka fram fyrir hendur þess manus, sem æðsta eftirlit ætti að hafa samkvæmt lögum, hvort heldur væri með banka eða öðru, og þagga með því niður lofsamlega skyldu- rækni í embættisfærslu. í sumum hrepp- um sýslunnar lótu Sjálfstæðismenn sór því hægt, sóttu eigi fundi og vildu bíða eftir sönnunum eða frekari vitneskju; en þetta varð til þess, að stjórnarandstæð- ingar urðu í meirihluta á fundunum í þeim hreppum og fengu fulltrúa kosna úr sínum flokki. Svo þegar kom á Sauðárkróksfundinn, urðu 15 atkvæði með því að skora á ráðherra að boða til aukaþings, en 11 á móti. Sýndu þessir 11 og fleiri glögg- lega fram á, að þetta væri fásinna ein, því aukaþing gæti, hvernig sem færi, ekki komist á fyr en nær væri komið fram að tíma þeim, er reglulegt þing kæmi saman, og yrði þá að eins til kostnaðarauka fyrir landið, en engis gagns. Þeir litu einnig svo á, að engin hætta gæti stafað að því fyrir bankann og hina fráviknu bankastjórn, þótt nán- ari rannsókn þessa máls biði til reglu- legs þings. Nokkrir bentu og á, að ráð- herra hefði eigi gengið feti framar í bankaráðstöfun sinni en skýr og ákveðin lög hefðu heimilað honum. Eins og hór að ofan er getið, urðu þeir að nafninu til 15, er aukaþing vildu fá, en hinir, sem móti mæltu, að eins 11. En þegar betur er rannsakað, verða allmörg af þessum 15 atkvæðum marklaus, svo sem nú skal sýnt verða. Hér á Sauðárbrók sóttu Heimastjórn armenn einir undirbúningsfundinn, en við Sjálfstæðismenn höfðum fund þenna að vettugi og komum þar ekki. Þeir gátu því kosið i næði sína menn. Eg efa ekki, að við hefðum getað komið okkar mönnum að, ef við hefðum smalað eins og þeir. í Staðarhreppi var áhuginn á fundin- um af beggja flokka hálfu ekki meiri en það, þrátt fyrir lífróður Jóns á Haf- steinsstöðum, að einir 7 menn komu að sögn til kosninganna, og var þá uýárs- dagur notaður til fundarhaldsins; annari var talið líklegt, að enginn mundi koma nema Jón og oddvitinn, er boðað hafði fundinn. Að eins 4 af fyrnefndum 7 mönnum kusu síðan Jón hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og 4 eða 5 Arna son hans, bónda í Vík, og á þessu fjögra- maunafari flaut svo Jón hreppstjóri inn SauðárkróksfuDdinn sem fulltrúi. Þetta Styðjið íslenzkan iðnað! Útgerðarmenn og liásctar kaupið Islenzka öngla velstilta með ágætu lagi, sem með síld kosta aðeins 0,20 pr. stk. minna ef mik- ið er keypt. Pöntun utan af landi afgreidd gegn fyrirfram borgun eða eftirkröfu. önglarnir fást aðeins hjá Verzlun Ásg. G. öunnlaugsson & Co Austurstræti 1 og Kristófer Egilssyni járnsmið Vesturgötu 52. Síðustu fregnir. Þjóðfundm’ ákveðinn. Konungur hefir áformað, að stefnt skuli til þjóðfundar og jafnframt hefir Mauromichalis sagt af sér. Draqumis erfalið að mynda embættisstjórn til bráðabirgða. sýnir, að á atkvæðum fulltrúanna úr Staðarhreppi er ekkert mark takandi. í Seiluhreppi hafði verið skotið á fund- um að aflokinni messu í Glaumbæ og á Víðimýri. Þar höfðu þeir Þorvaldur Arason og Tobías bóndi Magnússon í Geldingaholti verið kosnir fulltrúar með : 15 atkvæðum Heimastjórnarmanna, sumir segja ekki nema 13, því Sjálfstæðismenn þar hirtu ekkert um fundi þessa, en sendu síðan í talsverðum meirihluta skrif- lega áskorun til fundarins á Sáuðárkrók þess efnis, að aðhafast ekkert að svo stöddu í tilefni af bankaráðstöfun ráð- herra, unz nánari skýringar væru fengnar. Fellshreppur sendi enga fulltrúa á fundinn. Sjálfstæðismenn eru þar í mikl- um meirihluta; en vegna einhverra örð- ugleika, sem mér eru ekki kunnir, gat enginn þeirra farið, enda munu þeir hafa talið Sauðárkróksfundinn markleysu. Tveir menn, báðir Heimastjórnarflokkn- um fylgjandi, höfðu boðið sig til farar, en hinir vildu heldur hafa autt rúm en illa skipað. Hvernig kosningar hafa gengið í Skefils- staðahreppi, er mór enn þá ekki kuun- ugt, en næsta ólíklegt þykir mór, að margir Skagabúar hafi kosið síra Arnór Árnason fyrir fulltrúa sinn í þessu máli, því þeir hafa í stórum meirihluta fylgt hingað til Sjálfstæðisflokknum að málum við kosningar. Hinu gæti eg betur trú- að, að síra Arnór hafi flotið inn á fund- inn á nauðafáum atkvæðum, og að þeir Skagabúarnir sóu í raun og veru fleiri, sem vilja ekki hlaupa á sig í þessu máli. Þegar rétt er aðgætt, eru þeir Skag- firðingar í raun og veru m i k 1 u f 1 e i r i, sem vilja ekki aukaþing, held- ur láta tímann skera úr, hvað rétt er í málinu. Vór vonum, að sannleiki og réttvísi fái að lokum borið sigur úr býtum i þessu máli sem öðrum. Skagfirðingui’. Kúgun Finna. 67 þýzkir og austurriskir visindamenn senda ávarp til rússnesku stjórnarinnar. ---- Khöfn: 8VX ’IO. 67 þýzkir og austurriskir vísinda- menn hafa nýlega sent stjórn Rúss- lands ávarp, þar sem því er lýst yfir, að atferli Rússa gegn Finnlandi sé svo dæmalaust, að það hljóti að vekja óvild og furðu í öllum menningar og réttarlöndum. Síðan geta þeir þess, að það sé auð- vitað fjarri þeim að skifta sér af inn- landspólitík Rússlands. Hinsvegar geta þeir þess, að til þessa sé Finn- land sjálfstætt riki í sambandi við Rússa og því segi þeir það, sem hér fer á eftir og telja það sannfæringu Þjóðverja yfirleitt: Eftir nærri einróma áliti fiestra málsmetandi réttarfræðinga af öllum menningarþjóðum skipaði Alexander I. Finnlandi þannig vaxna stöðu, ár- ið 1809, þegar Rússland og Finnland sameinuðust, að það yrði sjálfstætt ríki. Eyðing eða þó ekki sé nema skerðing á pólitisku sjálfstæði Finn- lands er brot á helgum loforðum og afnám réttarskipunar, sem er viður- kend óraskanleg í marga ættliðu. Ef Finnar ættu að missa sjálfstæði sitt, mundi oss taka það mjög sárt, því að þá mundi að sjálfsögðu öll sérkennileg finsk menning líða undir lok, sú er þjóðin hefir aflað sér af eigin rammleik — með miklum erfiðismun- um, sú menning sem nú er orðin mjög mikilsverður liður í menningar- lífi nútímans. í ávarpinu er að lokum sagt, að menn geti ekki trúað því, að rúss- neska þjóðin og sérstaklega þjóðkjörn- ir þingmenn geti aðhafst það nú. Þjóðin er að byrja að öðlast stjórn- málaréttindi — að drýgja augljóst stjórnarskrárbrot og tortíma dug- legri þjóð og trúlyndri eins og Finn- ar hafi altaf verið. Af þeinx er undir hafa ritað má nefna þessa nafnkunnu menn: Hans Dclbrúck, (Berlín), Gemperz, þingmann og prófessor (Wien), Haeckel, pró- fessor (Jena), Jellinek prófessor (Heidel- berg), Max Klinger (Berlín), Meyer Lubcke (Wien), Wilamowitz-Moellen- dorff (Berlín), lögfræðisprófessorana i Beúin,Gerhard Anschútz og Otto Gjercke, Rúdolý Eucken prófessor i Jena (þann er hlaut Nobelsverðlaunin í fyrra fyrir bókmentir)- Ástandið á Grikklandi. --- Kh. 2*/i ’10 Tillögur urn þjóðfund. Dettur herforingjasambandið úr sögunni? Sinnaskifti. Alt virðist enn í óreiðu á Grikk- landi. Herforingjasambandið hefir gengið svo hart að þinginu, að það hefir orðið að vinna dag og nótt til þess að ræða allan þann fjölda af frumvörpum, sem herforingjarnir hafa samið og lagt fyrir þingið. í raun og veru hafa herforingjarnir haft á hendi löggjöf landsins og stjórn, þó að aðrir hafi skipað hana að nafninu. En nú er svo að sjá, að herfor- ingjasambandið muni fara að lognast út af — og það af fúsum vilja her- mannanna sjálfra. Einhver helzti stjórnmálamaður Krítverja Venizelos kom nýlega til Aþenuborgar og stakk þar upp á að kveðja til þjóðfundar, til þess að ráðgast um og sam- þykkja stjórnarskrárbreytingar þannig vaxnar, að þær leiddu til lykta flokka- drættina í landinu og jafnframt harð- stjórn herforingjanna. Herforingja- sambandið aðhyltist strax tillögur þess- ar, enda virðast þeir sjá, að einveldi þeirra getur ekki verið til frambúðar, Auk þess mundi nýjum þingkosning- um verða frestað, ef stofnað yrði til þjóðfundar og þá fyrst um sinn séð við hættu þeirri, er af því leiddi, að Krítverjar færu að senda fulitrúa á gríska þingið. Þenna þjóðfund mundi og verða ilt að samrýma stjórn skipun landsins — en þar er nú ekki hvítu að velkja hjá Grikkjum. Þá er þessi tillaga var kunn orðin, varð breyting mikil á flokkaskipun þingsins. Andstæðingaforingjarnir Theotokis og Rhallys tjáðu sig hlynta tillögunni, en Mauromichalis yfirráð- gjafi andmælti henni harðlega. Taldi hann slíka grundvallarlagasamkomu mundu valda hinni mestu umturnun og kvað yfirleitt stjórnina og þingið geta komið fram hverskonar stjórnar- bót, sem vera skyldi. Nú varð fullur skilnaður með þeim yfirráðgjafa og herforingjasambandinu Hann hafði hugsað sér dauða herf.- samb. alt öðruvísi. Hann ætlaði að fá formann þess, Zorbas hershöfðingja til þess að gerast ráðgjafi í ráðuneyti sínu og láta sambandið deyja á þann hátt — en Zorbas og aðrir sambands- foringjar vildu ekki hætta félagsskapn um fyr en stofnað væri til alþjóðar- samkomu, sem gæti haldið áfram og lokið starfi sambandsins. Nýlega átti Venizelos tal við Theo- tokis og þá lýsti hann (Teot.) yfir því fyrir hönd flokks síns, að hann léti konung ráða um það, hvortkvatt yrði til þjóðfunar. Ef konungur fellst á þetta, verður ekki þegar ákveð- inn viss dagur, hvenær samkoman eigi að hefjast, heldur það eitt ákveð- ið, að hún eigi að halda fundi áð ur en nýja þingið komi saman. Konungur er þessa dagana að semja við flokksforingjana um þetta — og liklegast er talið, að hann fallist á þjóðaíundinn, því að þá dettur her mannasambandið úr sögunni. Það er þvi og undir konuhgi komið, hvort Mauromichalis situr áfram að völdum eða ekki. Leikfélagið leikur i fyrsta sinni i kvöld sjónleikinn Sinnaskifti eftir kinn nafnfræga rússneska höfund, nihilistann Stepníak. Leikurinn er í 4 þáttum — og aðalinni- hald i stuttu m&li þetta: Rikur kaupmaður (Árni Eiriksson), mikil oddborgarasál er að reyna að gifta dóttur sína gjafvaxta (Guðrún Indriðadóttir) her- foringja einum (Þorst. Jónsson), sem er ná- frændi eins ráðherrans (Herbert Sigmunds- son). Er þetta af fordild einni og hégóma- skap, að kaupm. fer þessu fram. Herfor- inginn er að engu leyti samhoðinn stúlkunni. Hún er honum og afhuga, en aftur komin i mikil kynni við stúdent einn (Helgi Helga- son) af nihilistaflokki og farin að drekka í sig skoðanir hans. Herforinginn vill vinda hráðan bug að kvonfangi sínu og kaupmannsdóttur, venur þvi komnrsinar á heimilið og frændi hans, ráðherrann, gerir slíkt hið sama. Eitt kvöld eru þeir frændur háðir staddir hjá kaupmanni — og vill herforinginn nú l&ta hrökkva eða stökkva um bónorðið. Stú- dentinn er þar einnig. Þ& her svo undir, að ráðherrann finnur af tilviljun ávarp frá nihilistaflokknum inni i nótnahók heima« sætunnar og verður æði hvumsa við og fer heldur en ekki að segja kaupmanni til syndanna — en verður þá litið i eigin harm og viti menn — þar i vasa hans hefir einnig læðst samskonar ávarp. — Verður hann þá að nema staðar i reiði- lestrinum yfir kaupmanni — og snýr öllu upp i hrós um nihilista fyrir það, hversu sniðugir þeir séu að útbreiða kenningar sínar. — Ávarpið í nótnahókinni er auð- vitað komið frá stúdentinum Norov. — Norov er einnig húinn að gera meira. Hann hefir sagt kaupmannsdótturinni Katíu frá því, að herforinginn hafi verið nihilisti en svikið skoðanahræður sina i trygðum og ofurselt þá lögreglunni til þess að sleppa Bjálfur. Katía fyllist þegar fyrir- litningu á foringjanum— og slettir þessu I hann. Foringinn verður að játa & sig svi- virðinguna, en til þess að frænda hans, ráðherrann, gruui ekki neitt, slær hann þvi fram, að hann geti ekki farið lengra I hón- orðinu fyrr en skýring sé komin á þvi, hvernig ávarpið sé komið í nótnahók Kat- iu. Þeir frændur fara hurt frá kaupmanni í fússi. Kaupmaður verður hamstola af sorg yfir þessu og brigzlar Katíu nm, að hún sé nú húin að eyðileggja lif sitt. — Þannig endar 1. þáttur. Annar þáttur fer fram 2 árum seinna. Katia hefir stungið af frá heimahúsum, hattur hennar finst á bökkum Nevafljótsins. Foreldrar hennar telja hana dauða og syrgja hana fram úr öllu hófi, gefa eigur sinar til guðshúss i minningu hennar. En Katía er ekki dauð — heldur hefir hún farið i flokk nihilista. Nú i þessum þætti kemur hún aftur heim til foreldranna i þjónustustúlku- gerfi — og biður þau athvarfs fyrir lög- reglunni, sem er á hælum hennar. Athvarfið fær hún. En einu sinni er hún svo óvar- færin að fara að syngja úti i glugga. Gamli biðillinn hennar, herforinginn, er orðinn lögregluþjónn — hann er þarna á götunni. Þykist þekkja Katiu, kemur upp í húsið. Hittir hana fyrst, siðan föður hennar. Hann krefst af honum offj&r til þess að segja ekki lögreglunni frá Katiu, fær það, en kaupmaður ræður það af orð- um hans, að hann eigi að siður muni ætla að ofurselja Katiu, gerir sér litið fyrir og skýtur hann með skammbyssu. Móðir Katiu (Emilía Indriðadóttir) verður svo mikið um, að hún fær hjartaslag og deyr. Kaupmaðurinn selur sig i hendur réttvísinni. Síðasti þátturinn fer svo fiam i fangels- inu, þar sem kaupm. er. Katia vill endi- ega fylgja honum til Síheriu — i útlegðar- vistina þar. En kaupmaður tekur þvert fyrir. Hann gerir þá játningu, að hann hafi nú haft algerð sinnaskifti, sé nú kom- inn á skoðun nihilista og telji hann Katiu svikja það helga málefni, ef hún fylgi sér, og krefst þvi, að hún verði eftir á Rúss- landi og taki þ&tt i baráttunni gegn kúg- uninni. »Hún er gjöfin min til málefnis okkarc segir kaupmaður — og tjaldið fellur. Þetta er innihaldið i stórum dr&ttum. En margt er það, sem kemur fram i leikn- um, um ástandið i Rússlandi, sem ekki verður sagt frá, en er æði fróðlegt. Lyndis- einkunnir sterkar, öflugar hugsjónir og lág- ar og svívirðulegar hvatir — krydda leikinn. Verði frammistaðan af leikenda hálfu hærileg — er enginn vafi á þvi, að Reyk- víkingar eiga i vændum góða og holla skemtun i leikhúsinu. Búiiaðarnáinsskoiðið. í grein hr. EU- iða G. Norðdals hafa slæðst 2 prentvillor. í 9. gr. 6. línu að ofan: »ekfct« falii bnrt, i 10. línu: dilkar les dilkcer. Embættisprófi lauk Gisli Sveinssm á dögunum lögum með II einkunn hinni betr

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.