Ísafold - 26.03.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.03.1910, Blaðsíða 3
I8AF0LD 71 Laura gereyðilögð. Á fimtudagskvöldið gafst björgunar- skipið Geir upp við að ná Lauru út. Hafði þá verið að fást við að bjatga henni í 6 daga. Óveður mikið á köflum, er smátt og smátt liðaði skipið sundur og mun nú botninn algerlega undan Lauru. Vörur þær, er hún hafði innanborðs munu og að mestu eyðilagðar. Geir lagði á stað hingað suður á fimtudagskvöld og hafði með sér far- þega og póstflutning úr Lauru á Isa- fjörð og Patreksfjörð. Geir kom hing- að til bæjarins í dag kl. 2. Nákvæmar fregnir af Laurustrand- inu koma í næsta blaði. Skólahúsið á Hólum. Alþingi síðasta veitti 18500 kr. til byggingar skólahúss á Hólum. Gerði ráð fyrir, að það yrði timburhús, hefir búist við, að steinhús yrði alt of dýrt. Þegar byggingaráðunautur stjórnar- innar,hr. llögnv. Ólafsson húsameistari, fór að undirbúa þetta mál eftir þing, komst hann að þeirri niðurstöðu, að steinsteypuhús mundi aðeins kosta nokkrum þúsundum meira en timb- urkús. En timburhús gengur fljótt úr sér. Steinsteypuhús stendur hins vegar um aldur og æfi. Ráðunauturinn réði þvi stjórninni eindregið til að láta heldur byggja steinsteypuhús. Þótt það yrði nokk- uð dýrara að koma því upp, væri það þó miklu meiri sparnaður, er til lengd- ar léti. Stjórnin félst á tillögur Rögn- valds, en vildi hinsvegar eigi ráðast í að byggja steinsteypuhús, fyrr en al- þingi hefði um málið fjallað, með því að um nokkurra þúsunda meiri fjár- útlát er að tefla en alþingi gerði ráð fyrir. Fyrir því ákvað hún að fresta skyldi byggingu skólahússins til næsta árs — eða til byrjunar næsta þings. Hún hugsaði sem svo: Ur því að. komið er upp úr kafinu, sem þinginu var ó- kunnugt um, að iosinnum endingar- betra hús verður bygt fyrir litln meira verð, get eg ekki varið það fyrir þingi og þjóð, að þjóta til og byggja timb- urhús. Það væri óðs manns æði. — Skagfirðingum er á öðru leytinu eigi vorkunn að bíða eitt ár enn eftir skóla- byggingunni, úr þvi að öll líkindi eru til þess, að þeir fái pá miklu, miklu betra hús. Hver einasti ráðdeildarsamur ein- staklingur mundi hafa farið eins að ráði sínu og stjórnin hefir gert. — Hver sanngjarn maður og heilskygn kannast við, að það, sem stjórnin hefir gert, sé hið eina rétta. En minni hluta blöðin, pau ausa hana skömmum fyrir tilvikið. Meira af svo góðu! ségjum vér. Því meira sem stjórnin er skömmuð af andstæðingum sinum ’fyrir svona tilvik, því meiri verður andstygð góðra manna á bardagabragnum af þeirra hálfu, en fylgi stjórnarinnar eykst að sama skapi. Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Pétur Á. Olafsson kon- súll frá Patreksfirði kom með Geir að vestan i dag. Bjarni Jónsson, hinn nýi prestur Reyk. vikinga er væntanlegur hingað um miðjan júni. Hann getur ekki fyrr skilið við skóla þann, er hann nefir veitt forstöðu á ísa- firði. Síra Friðrik Friðriksson þjónar fyr- ir hann til þess tlma. Dáinn: Arngrlmur Gnnnlaugsson, gamal- menni. Dó i Landakotsspitala 20. marz. Guðsþjónusta. Paskadag kl. 8 árd. Dómkirkjupresturinn. kl. 12 hád. Biskupinn. kl. 5 siðd. síra Fr. Fr. (Dönsk guðsþjónusta). 2. páskad. kl. 12 hád. síra Fr. Fr. kl. 5 Ástv. Gfslason. F r i k i r k j a n: Hádegismessa báða páska- daga: Fríkirkjuprestunnn. Hjúskapur: Sigurjón Markússon hæjar- fógetafulltrúi og ym. Sigr. Þorbjörg Björns- dóttir, 12. marz. Sigurþór Sigurðsson og ym. Halldóra Ingibjörg Halldórsdóttir, 19. marz. Jón sagnfræðingur flytur alþýðuerindi sögu- legs efnis i Iðnaðarmannahúsinu 2. páska- dag og 4 næstu sunnudaga. Látin er hér i hænum þ. 20. marz frú Ragnhildur Þorsteinsdóttir Briem, ekkja slra Eggerts Ó. Briem (f 1893), en systir frú Torfhildar Holm skálds, 67 ára að aldri. Sýning Ásgríms. Nú eru seinustu forvöð fyrir þá, er sjá vilja málverk Asgrims. Sýn- ingunni verður hætt annan páskadag um kvöldið. Páskadagarnir einir eftir. ísafold r æður lesendum sínum, þeim, er enn hafa eigi kotnið á sýninguna, að nota tækifærið þessa daga, sem eftir eru. Svar frá Jóh. Jósefssyni. Hverjum gat til hugar komið, að hin meinlausa grein mín í ísafold þ. 27. nóv. f. á. yrði notuð af þeim hin- um gömlu félögum mínum og Neve til þess að ausa á mig óþverra lygum og skömmum, svo sem raun varð á í ísafold þ. 19. febr. þ. á. í áður umgetnum bréfkafla mínum frá Pétursborg reyndi eg eins og unt var að draga svo alla beiskjuna úr sannleikanum viðvíkjandi félögum mín- um og framferði þeirra gagnvart mér, að það gæti engan sært, hvorki þá né aðra þeim nákomna. Ástæður þær, sem hvöttu mig til þess að búa svo um bréfkafla þennan hinn fyrnefnda, að hann særði hlutað- eigendur sem minst, voru þær, að mér g a t ekki staðið á sama um þá, þar eð þeir höfðu verið félagar mínir svo lengi, og eg þolað með þeim súrt og sætt. Ennfremur hélt eg, að þetta væri ef til vill óhugsuð fljótfærni þeirra, sem ’þá myndi fljótlega iðra, og alt getað orðið gott aftur. Svo og það, að mér hefir ekki hlotnast sama þýlyndi, sem þeir nú hafa sýnt að í þeim býr. Því saur sá, er Neve sendir mér í Isafold þ. 19. febr., hlýtur að vera soðinn saman að undirlagi þeirra, eins og líka bréfsneplar þeir benda á, er eg hefi fengið frá þeim félögum. En auðvitað stendur þeim opin leið til þess að hreinsa sig af þeim áburði mínum, að þeir hafi staðið bak við grein Neve. Enda myndu þeir þá álitnir menn að meiri. Því flestum íslendingum mun finnast það ófagurt verk, að landar séu að æsa útlendinga til þess að bera níð á íslendinga. Neve byrjar ósannindagrein sina í ísafold 19. febr. á því, að reyna að telja ísl. trú um, að hann hafi gjört góðverk á okkur félögum eða einkum á mér, og færir til þess þær ástæður, að hann læzt vera svo mikill íþrótta- vinur, að hann hafi viljað hlynna að glímunum, vegna þess, að þær væru svo fögur íþrótt. En eg hefi hans e i g i n o r ð fyrir því, að hann hafi gjörst leiðtogi okkar e i n u n g i s til þess að græða fé. Ekki mun honum of gott að sanna það, að »öll sund hafi verið lokuð« fyrir okkur, bæði utanlands og innan, því til þess tíma höfðum við starfað og fengið atvinnu án hans hjálpar. Jafn- langt frá sannleikanum er og hitt, að við höfum fyrst farið að tala um fé- lagsskap eftir að við höfðum unnið í Khöfn, því áður en við byrjuðum að vinna í Cirkus Varieté hafði piltur þessi komið til mín og boðist að gjörast leiðtogi okkar. En þá gat eg eigi sint því í bráð, þar eð eg var samn- ingum bundinn við annan mann. Ennfremur segir hann í grein sinni, »að hann hafi nolað hina næstu tvo mánuði til þess að bæta því við sýn- inguna er þyrfti og koma í kring aug- lýsingum um okkur um alla Norður- álfu o. s. frv.«. Mér er forvitni á að vita hverju hann hefir bætt við sýn- ingu okkar! Þann tíma er Neve á hér við vorum við að vinua í Cirkus Roberto í héraðsbæjum í Dan- mörku og Cirkus Olschansky í Noregi. En þann tíma allan sat garpurinn Neve í Khöfn og kom hvergi nærri íþrótta- sýningum okkar. Enda var þá sjálfs- varnarkerfi mitt samansett að fullu. Hvert einasta bragð I því hafði eg fundið upp sjálfur og ekki einu sinni félagar mínir bætt þar neinu við, svo nærri má geta, hversu miklu Neve hefði getað »bætt við sýningu okkar«, sem sjálfur þekti ekki eitt einasta ís- lenzt glímubragð. En með hverju hann hefir bætt »númerið« eftir að við skyldum, er mér ekki kunnugt. En það sagði okkur íþróttamaður, er samtímis þeim vann í Cirkus Ciniselli í Warschau, að þá hefðu þeir verið 6, 3 isl. og 3 útl., að sýna ísl. glímuna og sjálfsvörn mína. Að láta útlendinga sýna isl. glímu- íþrótt getur mér eigi skilist að auki veg íþróttarinnar. Enn hærra tyllir Neve sér á ósann- indatær sínar, og hlakkar auðsjáanlega yfir þeirri »fyndni« sinni, »að eg hafi verið svo hræddur í hvert sinn, er eg hafi átt að glíma við erleudu heljar- mennin, að orðið hafi að bera fé á þá til þess að falla fyrir mér«. Oft hefir mér verið brugðið um ýmislegt um æfina — þótt ekki sé hún löng — en aldrei það, að eg væri kjarklaus eða deigur. Það hélt eg satt að segja að væri »list«, sem eg væri ekki gæddur. Ef einhverir hafa orðið til að trúa þessu, geta þeir sannfært sig um sann- leikann af bréfi því sem hér fylgir frá Cirkus Busch: »Herra Paul Neve o. s. frv.1 *) Ur blaðinu »ísafold« sjáum vér yfir- lýsingu frá yður, þar sem þér haldið þvi fram, að þegar glímuflokkur yðar sýndi sig í Hamborg ar-cirkus vorum hafi hver glímumaður, er gllma átti 1) Þetta bréf sendi stjórn Cirkus Bnseh umboðsmsnm Jóhannesar í Berlín og bað hann sjá um, að þessi mÍBsögn yrði leiðrétt t Isafold. — En frá hr. Neve höfum vér ekkert heyrt um það. Ritstj. við jósefsson, verið keyptur til að falla. Vér verðum allra skorinorðast að beiðast þess, að eigi séu slíkar rangar fregnir bornar út af stofnun vorri. Oss hefir aldrei til hugar komið að múta glímumanni, og vér teljum það sérstaklega þegar við Jósefsson var að eiga algjörlega óþarft, með því að eftir vorri skoðun átti t. d. glímumað- ur eins og Winzer, sem Jósefsson glímdi við, alls enga sigurvon í glimu, eftir orðum Winzers sjálfs. Vér getum eigi hindrað að þér með öllum meðulum vinnið gegn fyrver- andi félaga yðar Jósefsson, en verðum þó eindregið að biðja yður að láta nafn vort ónotað til þess. Virðingarfylst Stjórn Zirkus Busch. W. Schmidth. Það hlýtur að vera leitt, að standa þannig sem ber ósannindamaður fyrir heilli þjóð eins og Neve nú, eftir að hann hefir boðist til að v i n n a e i ð að ósannindunum. En líklega verður slíkum mönnum eigi bumbult af óþverranum. Til þess ennfremur að sýna sann- indi(l) þau, er hr. Neve fer með. læt eg ein nig fylgj a hér m eð vottorð frá C i r k u s B u s c h, sem eg neyddist til að biðja um, þar eð Neve og félagar hans (d: þrímenningarnir) voru búnir að dreifa þeim ósannindum út um alt, jafnt til leikhússtjóra sem annara, að það hefði verið Jón Pálsson, sem verið hefði fyrir glímuflokknum hjá Busch, að eg væri ekki og hefði aldrei verið til neins nýtur, að eg væri féglæframaður og annað ekki. V o 11 o r ð. Hér með gefum vér herra Jóhannesi Jósefssyni vottorð um, að hann haustið 1909 var ráðinn i stofnun vorri í Hamborg og Berlín, þar sem hann var glimukappi og aðal- maður hins svo nefnda glimuflokks. íþróttir hans voru eflaust beztar af því, sem flokkurinn hafði að sýna. Berlin 1. febr. 1910. Stjórn Zirkus Busch. W. Schmidth. Að þeir félagar hafi beitt mig þess- um brögðum, sést á meðfylgjandi grein úr »Lodz Zeitung«, sem auð- vitað er skrifuð af Neve eða eftir hans undirlagi, meðan þeir voru þar að sýna fyrir eigin reikning: »Útlend blöð fara um þetta (þ. e. ísl. glímuna) svofeldum orðum: Meðal fremstu íþróttamanna heimsins, er sumarið 1908 tóku þátt í ólympisku leikunum í London, var og lítill flokk- ur íslenzkra glímumanna undir forustu ungs manns, er Jón Pálsson heitir«. Síðar í greininni stendur: »Jón Pálsson vakti því með félög- um sínum geysimikla athygli, og drógu þeir svo mjög að sér almennan áhuga, að hin ensku dagblöð og tímarit rit- uðu dálklangar greinar um þessa nýju glímuaðferð«. Viðskiftapappír (bréfhausar) þeirra sýnir og, að Jón Pálsson nefnir sig: Heims-gUmu-meistara, eða á þýzku: »WeltGlíma-Meister«. Meðhvaðarétti hann gjörir það, er víst engum kunn- ugt nema honum og Neve. Hvað viðvíkur umsögn Neve um viðureign okkar Pílakows, þá er það auðvitað sami sannleikurinn og hitt annað, er hann ber mér á brýn. Mér þykir leitt, að eg er enn ekki búinn að fá vottorð frá Ciniselli leikhússtjóra í St. Pétursborg viðv. þessu atriði, sem og öðrum, er Neve drepur á þar. En eg vona að fá það innan skamms, og þá sendi eg það auðv. stax til ísaf. Að láta sér það um munn fara, að Pílakow hafi skelt mér 3 á r/4 minútu — minna mátti nú gagn gjöra — það eru svo auðsæ ósannindi, að eg get varla ímyndað mér, að nokkur hafi fest trúnað á slíkt. Eins og líka hitt, að Pílakow hefði svo — ofan á það að vera búinn að skella mér 3 á r/4 mínútu —• lofað mér fyrir 20 rúblur einar 20 rúblur — að skella sér — og eiga pó heimtingu á joo rúblum. Hvílík bíræfnis-ósannindi! Að bera slíkt á borð fyrir heila þjóð í viðlesnu blaði! Hann heldur víst að íslenzka þjóðin sé ekki meir en í meðallagi vel viti borin eða góðgjörn, ef hann ætlast til að hún fallist á þetta. Getur nokkrum manni komið til hugar, að Pílakow — sem er heims- meistari — léti kaupa sig fyrir 20 rúblur til þess að hafna sigri sínum og 500 rúblum, ef hann í raun réttri hefði unnið? Nei, honum mun vera sárara um heiður sinn en Neve. Mér voru afhentar 500 rúblur á sýningarsviðinu, svo að Neve og hinir félagarnir horfðu á. Það var síðasta kvöldið, sem við vorum saman. Að eg eða konan mín höfum nokkru sinni komið svo fram við Neve, að við höfum þurft að friðmælast við hann, það er helber Neve-sannleikur (= ósannindi), sem hann sjálfsagt er reiðubúinn að vinna eið að ! 1 Hitt er satt, að konan mín fór heim til hans til þess að fá hjá honum kaup mitt, en hann kvaðst ekkert ætla að borga mér. Og þegar hún lét í ljósi, að við myndum reyna að ná því með aðstoð laganna, hló hann að eins og mælti: »Reynið pað. Eg er ómyndugur*. Þá bað eg Cirkustjórann — þ á f y r s t — um liðveizlu, sem hann og hét mér og efndi einnig. Seinna í greininni er Neve að basl- ast við að reyna að láta það skína milli línanna, að hann álíti mig minst- an glímumann okkar fjögra. Ekki þorir hann þó að segja það berum orðum — hefir líklega þótt hæpið að íslendingar myndu fá melt þann sann- leik(I) Eða mundi hann halda að glímuþrek Jóns Pálssonar hafi aukist svo við titilinn, sem hann gaf honum, að hann sé orðinn þess megnugur, að leggja mig að velli(!) Það sést á sin- um tíma. Nú fara menn ef til að renna grun í, hver samið hefir söguna í »Politik- en« um »handleggsbrotna manninn« í Odessa. Reyndar hefir Jón nokkur Helgason skrifað bréf til Hafnar (til frú Dahlmann Ole Suhrsgade 163) og hælst um það, að það hefði verið hann, sem handleggsbraut manninniOdessa. Hvað segja félagar hans um það? Ennfremur segir Neve í grein sinni, að eg hafi átt að hafa þau ummæli: »Að eg gjöri auðvitað alt til að skaða þá«. Þetta hefi eg aldreitalað! En hann hefir framkvæmt þessi orð s í n í verk- inu gagnvart mér. Það sem hann líkiega á við, en hefir auðvitanlega snúið við, eru orð mín i ísafold 27. 'nóv., þar sem eg segi, »að eg auðvitað reyni að koma í veg fyrir að þeir, haldi áfram að tjalda nafni mínu á auglýsingum sínum og líklega á leiksviðum líka«. Svo endar Neve grein sina á þvi, að sér þyki leitt að eg skuli fara í hundana, af því að hann sjálfur hafi skapað mig« !! Áumingja maðurinn! Svo ímyndun- arveikan hugði eg hann ekki. Eg var löngu »skapaður« og orðinn maður — og meira að segja þektur íþrótta- maður, áður eg kyntist honum. En sízt of gott, að vona, og telja sjálfum sér trú um, ef hann hefir ánægju af því, »að eg fari í hundana« af því hans misti við. En eitthvað fram eftir verður það þó væntanlega ekki nema v o n i n. Þótt hann reyndar gjöri alt, sem i hans valdi stendur til þess að koma mér þangað — og meira en það. Að endingu legg eg það ótrauður á vald allra réttsýnna landa minna heima, að dæma milli min og fyrv. félaga minna, þeirra Jóns Helgasonar, Jóns Pálssonar og Kristjáns Þorgils- sonar, eftir þeim staðreyndu gögnum, sem nú liggja fyrir og síðar munu verða áréttuð. Við Guðmund Sigurjónsson þykist eg ekki þurfa að eyða orðum. Hann hefir að sjálfsögðu hlaupið þar á streng- inn, sem hann fann sér bezt hæfa. Og þá er honum líka svarað með því, sem að framan er sagt. Þó vil eg enn visa til meðfylgjandi bréfs frá hr. Fr. Willutin, Lodz, 25. des. f. á., sem tjáist hafa verið sjónarvottur að því, að Nevesveitin notaði bæði í Warschau og Odessa auglýsingar með myndum af mér og með mínu nafni. Hið sama ber og stökkmannahópur (»Max Frank- lin Truppe«), sem þar var þá áamtímis, enda margar þúsundir manna til vitnis, ef með þarf. Og þá er Jón Pálsson gerður aðheimsmeistara í ísl. glímu, aðalmaður í Lundúnaför- inni 1908, honum tileinkaður sá orðstír, sem e g hlaut þar o. s. frv. Eg hefi ekki trú á því, að orðstír þeirra Neve og sveina hans verði svo mikill, að vanfiöif verði þar á liðsinni Guðmundar Sigurjónssonar, og því segi eg honum — fyrir mitt leyti — velkomið að fylgja þeim að málum. P. t Miinchen, 13. marz 1910. Jóh. Jósefsson. Aths. Vottorð þau, og bréf og blaða- úrklippur þær, er Jóh. Jósefsson getur um í grein sinni, eru í fórum ritstj. Isafoldar og til sýnis hjá honum á frummálinu og í frumriti. Skipaferðir. Botnia kom hingað þ. 23. þ. mán. og hafði verið 4 r/2 sólarhring frá Færeyjum, svo var veðrið ilt. Far- þegar: jungfrú Hendrikka Finsen, Einar Benediktsson, Sigurður Magn- ússon læknir, Kofoed-Hansen skóg- ræktarstjóri, Egill Jakobsen og Garðar Gíslason kaupmenn. Frá Vestmann- eyjum: Pétur J. Thorsteinsson kaupm. Friðrik Kristjánsson, hinn horfni utbússtjóri, er ófundinn enn. Hvað muni valdið hafa hvarfi hans er og ókunnugt enn. Aukaútsvör í Reykjavík. ---- Nl. 180 kr. Daníel Bernhöft, dr. Jón Þor- kelsson. 175 kr. Bj. Guðmundsson kaupm, Egill Jacobsen, Hannes Thorsteinsson, Jón Herinannsson skrifstofustj., Sveinn Jónsson, Trolle kapteinn. 150 kr. Albert Þórðarson bókari, Ari Jónsson alþ.m., Björn Símonarson kaupm., Chr. Zimsen afgreiðslum., Gíslason & Hey kaupm., Gunnar Gunn- arsson kaupm., Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Jóh. Jóhannesson bóksali, Jónatan Þorsteinsson kaupm., Kofoed- Hansen skógr.stjóri, Lárus G. Lúðvíks- son skósm., Ludvik Kaaber kaupm., Ólafur Johnsson kaupm., Pálmi Páls- son adjunkt, Sameignarkaupfólag Rvík- ur, Schoepke gasingeniör, Sig Krist-' jánsson bóksali, Sophie Thorsteisson ekkjufrú, Sveinn Hallgrímsson banka- fóhirðir, Sveinn Sigfússon kaupm., Thorvald Krabbe verkfr., Þorl. H. Bjarnason adjunkt. 140 kr. Björn M. Ólsen prófessor, Jón Helgason lektor, Jón Jensson yfirdóm- ari, Lárus Benediktsson emeritprestur. 135 kr. Vilh. Bernhöft tannlæknir. 130 kr. Jón Jakobsson landsbókavörður. 125 kr. A. Bertelsen verkfr. Bjarni Sæ- mundsson adjunkt, Eyólfur Eiríksson tapetseri, Guðm. Helgason prófastur, Hannes Thorarensen, Knud Zimsen verkfr., Magnús Helgason skólastjóri, Morten Hansen skólastjóri, Paternoster verkfr., Pótur Brynjólfsson Ijósmynd- ari, Rögnvaldur Ölafsson húsameistari, Schmidt correspondent, Sæm. Bjarn- hóðinsson læknir, T. Frederiksen timb- urkaupm., Vilhjálmur Bjarnarson Rauð- ará. 120 kr. Carl Olsen verzl.fulltr.. Einar Arnórsson lagaskólakennari, Magnús Einarsson dýralæknir, Matthías S. Þórðarson fornmenjavörður, Nathan agent, Þórður Sveinsson læknir. 115 kr. Geir T. Zoega adjunkt. 110 kr. Halldór Þórðarson bókbindari. 100 lcr. Ásgeir Torfason efnafræðingur, Elína Sveinsson ekkjufrú, Friðrik Jóns- son kaupm., Gísli Finnsson járnsmið- , ur, Guðm. Jakobsson trósm., Guðm. Olsen kaupm., Halldór Briem bóka- vörður, Hjalti Jónsson skipstj., John Fenger, Jóhann Þorkelsson dómkirkju- prestur, Jóhannes Hjartarson trésm., Jón Helgason kaupm., Jón Pálsson organisti, Karl Krautwurstmontör, Kr. 0. Þorgrímsson konsúll, Lorentz Miiller verzl.stjóri, Magnús Benjamínsson úr- smiður, Magnús Magnússon kennari, Mattías Einarsson Læknir, Paul Smith símamaður, Pótur Halldórsson bóksali, Pótur Hjaltested úrsmiður, Ólafur Jónsson vólamaður, Ól. Ólafsson frf- kirkjupr., Sápuverzlunin, Steingrímur Guðmundsson snikkari, Þorsteinn Guð- mundsson yfirfiskimatsm., Þórður Thoroddsen læknir. --------------- Tilkynning frá stjórnarnefnd hafrannsóknanna. (Kommissionen for HavundersSgelser). Frá ómunatíð hafa frakkneskir sardínu- veiðendur brúkað söltuð þorskhrogn (gotu) við veiðar sínar, á þann hátt, að hrogn- in eru mulin og þeim kastað f sjóinn f nánd við netin. Þegar hrognkornin sökkva nú hægt og seint, eitt og eitt, lokka þau sardínuna að, því að hún er mjög sólgin í fiskahrogn, en um leið g;engur hún í net, sem fyrir hana eru lögð, og festist í þeim (ánetjast). Með þessari aðferð fást stærstar og beztar sardínur, og það eru nú eigi aðeins frakkneskir fiskimenn, er hafa hana, held- ur fer hún einnig í vöxt meðal spánskra og portúgiskra sardínuveiðenda. Við þetta hefir eftirspurnin eftir agninu — söltuðu hrognunum — vaxið svo mjög, að framleiöslan fullnægir henni akki lengur. Sökum þess, að málefni þetta er mik- ilsvarðandi fyrir sardínuveiðendur á Frakk- landi, hefir stjórnin þar skipað nefnd manna, er á að vinna að því, að fram- leiðsla saltaðra hrogna verði aukin sem mest má verða. Nefndin hefir snúið sór til manna, er hafa á hendi stjórn fiski- veiðamála í ýmsum löndum, skýrt frá málavöxtum og bent á, að hrognfram- leiðslan yrði eigi aðeins frakkneskum sar- dínu veiðendum til góðs, heldur einnig framleiðendum á Norðurlöndum, sem að líkindum geta gert sór von um mikla sölu á söltuðum hrognum með ábatavæn- legum kjörum. Af þessari ástæðu vill stjórnarnefnd hafrannsóknanna eigi láta hjá líða, að vekja með þessum línum athygli ís- lenzkra útgerðarmanna og fiskimanna á því, að æskilegt væri, að framleiðsla saltaðra hrogna (gotu) yrði aukin. Nánari upplýsingar má fá með því, að snúa ser til mín undirritaðs. Hór skal að eins tekið fram, að áríðandi er, að meðferð, söltun og aðgreining hrognanna sé sem vönduðust, og að þær hrognategundir, sem komið getur til greina, þegar um íslenzk hrogn n að ræða, eru, auk þorskhrogna, ufsa-, löngu-, ýsu-, síldar-, og ef til vill einn- ig keilu-hrogn. Johs. Schmidt, dr. phil. forstöðumaður fisbirannsóknanna við Færeyjar og Island. Jens Koefoedsgade 2. Kjöbenhavn. I Baukastræti 14 fást 3 her- bergi fyrir einhleypa til leigu. Tvö þeirra með húsgögnum. Forstofuað* gangur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.