Ísafold - 09.04.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.04.1910, Blaðsíða 1
Kcmui út tvi?var l viku. Verí) árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlondi» E* ki eöa 1 */* dollar; borgist fyrir miftjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (akrifleg) bundin vib úramót, or ógild nema komxn sé til út.gefonda fyrir 1. oirt. ng aaupandi skuldlaas vib blabib Afgreibsla: Auaturstrœti 8. XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 9. apríl 1910. 21. tðlublað I. O. O. F. 914881/,____________________ Forngripasafn opib sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 x/i og 6 */*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstoía frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* sibdegis Landakotskirkja. Guðsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10V*—^ Landsbankinn 11-2 4/«, 51/*-©1/*. Bankastj. viö 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 5—8. Útlán 1 3 Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12 1 Lækning ók. í læknask. þriöjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö 1 »/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Skærur í Austurlöndum. Rússland, iapan og Kína. ---- Kh. 2S/a 1910. Nú upp á síðkastið eru alt af við og við að heyrast sögur af herbúpaði og vopnabraki í Austur-Asiu og stjórnmálamönnnm á Rússlandi stend- ur stuggur af fapönum. Menn eru hræddir um, að nýr ófriður gjósi upp, þegar minst vonum varir og það mun sanni næst, að við honum hefir verið hætt þá og þegar eftir friðar- samninginn i Portsmouth 1905 þá er lyktaði stríðinu milli Rússa og Japana, því að báðir aðilar voru óánægðir yfir úrslitunum. Rússar mistu völd sín í Austur-Asiu og auk þess varð vegur þeirra í augum heims- ins fyrir þungu áfalli. Japanar fengu Liaotangskagann, tækifæri til þess að leggja undir sig Kóreu og stórum meiri fótfestu í Mantschuríinu, en upp í herkostnað fengu þeir ekki eyri. Fjárhagur landsins er hinn örðugasti og nú vilja þeir leggja út í nýjan ófrið til þess að vinna nýjan sigur. Hvorirtveggja, Rússar og japanar hafa verið að hervæðast síðan 1905. Rúss- ar eiga nú 200,000 manns undir vopnum í Austur-Asíu og geta aukið hann upp í 300,000 á skömmum tima. Wladivostok hefir verið gerð að rambygðum kastala með föstu setu- liði. Rússneska þingið hefir veitt stórfé til þess að lúka við Austur- Asíujárnbrautina — og á fám árum verða Rússar búnir að koma sér upp herskipaflota. Japanar hafa í annan stað 250,000 undir vopnum, á ófrið- timum 550,000 og ef vel er leitað geta þeir haft eina miljón manna á að skipa. Flota eiga Japanar mikinn, bæði gamla flotann og skip þau, er þeir tóku frá Rússum og auk þess hafa þeir smíðað sér allmörg stórskip á síðustu árum. Það er gert ráð fyr- ir að landið eigi eftir 2 ár fjórða mesta flotann í heimi, næstan í röð- inni eftir Englandi, Þýzkalandi og Bandaríkjunum. En hversvegna hafa Japanat ekki sagt Rússum stríð á hendur? Þar munu miklu ráða fjárkröggur landsins og auk þess afstaða þess gagnvart öðrum ríkjum. Milli Bandaríkjanna og Japans er urgur mikill, mest út af gróðavegum þar eystra og auk þess er kynhatrið mikið milli þjóð- anna. >að er þvj við, að Banda- menn láti það ekki viðgangast, að Jap- anar nái frekari uppgangi en orðið er og hefjist því handa áður en mik- il brögð verða að því. >ar að auki búast Japanar ekki við, að Evrópurík- in, sízt England og Þýzkaland, verði jafnafskiftalaus í nýjum ófrið eins og raun varð á síðast. En Japanar geta búist við að eiga einn hauk í horni — og það eru Kínverjar. Samkomulagið milli þeirra frændþjóðanna hefir þó oft þótt all- skrykkjótt og ekki er þar alt með feldu enn. Endurbótahreyfing sú, sem hafin er í Kína á síðustu árum og stjórnað er af stórvitrum foringjum, snýr broddinum að Japönum engu síður en Evrópumönnum. Hreyfing þessi hefir fyrir markmið, fyrst og fremst að steypa úr völdum keisara- ætt þeirri, er nú ræður ríkjum í Kina og þar hefir setið að völdum síðan um 1650, en ætt þessi er ekki af óblönduðum kínverskum uppruna. Til þess að ná þessu takmarki hefir end' urbótaflokkuriun unnið að því af kappi að skapa sameiginlega kínverska þjóðarmeðvitúnd, og er nú sagt ?ð þetta hafi tekist. En svo hefir verið ástatt þar í landi, að Norður-Kína og Suður-Kína hafa átt í langvinnum deil- um, því að Sunnlendingarnir hafa þózt vera hinir sönnu Kínverjar. En nú er þetta tekið að jafnast með aukn- um viðskiftum. Nú er konungsættin tekin að hallast á umbótasveifina og alt bendir á, að Kínverjar séu í hinum mesta uppgangi. Sem stendur er gott á milli Kínverja og Japana og þvi ekki ólíklegt, að þeir gerist fóst- bræður í væntanlegum ófriði — og þar fá Japanar öfluga stoð, sem Kín- verjar eru. Eftir ófriðinn við Japani 1894—95 hafa Kínverjar unnið að því af alefli að koma nýju skipulagi á herbúnað sinn að dæmi Evrópu- manna. Þeir hafa náð sér í nýtízku- vopn (einhverstaðar hafa þeir náð í þau, 'þó að það sé bannað með lög- um frá alþingi að flytja vopn frá Is- landi til Kína!) og komið aga á her sinn. Það er gert ráð fyrir, að Kín- verjar hafi árið 1912 360,000 útlærðra manna undir vopnum og á skömm- um tíma eiga þeir að geta komið sér upp og æft um 1 miljón hermanna. Þessir menn yrðu auðvitað í dreifð- um hersveitum, en nú fjölgar járn- brautum óðum í landinu og jafnframt skilyrðum til þess að safna hersveit- unum á einn stað. Flotalausir eru Kínverjar með öllu, en það á ekki að gera þeim neitt til í ófriði við Rússland ef þeir eru í sambandi við Japana. Hinsvegar er þetta þjóðinni til mikillar fyrirstöðu e£ hún vill beita sér gegn Japönum. Þó eru Kinverj- ar nú á síðustu árum teknir að reisa virki með ströndum fram. Það eru miklir fjörkippir uúna í gula kyninu og ekki ólíklegt, að það- an heyrist tíðindi áður en langt um líður. Heimsskautsfundur Pearys. ---- Kh. i®/g 1910. í þinginu í Washington kom ný- lega fram frumvarp um að gera Peary að admíráli í heiðursskyni fyrir þrek- virki hans. Nefnd sú, er skipuð var í málið óskaði þess, að Peary léti sér í hendur athuganir sínar til rannsókn- ar áður en honum yrði sýndur þessi sómi. Þessu hefir Peary neitað og ber fyrir sig samning við forleggjara sinn. Út af þessu eru menn farnir að efast um, að Peary hafi komist á pól- inn. Einn af nefndarmönnum (í þessari nefnd, er sett var af þinginu til þess að íhuga frumvarpið um að sýna Peary • viðurkenningu) Macon að nafni, efast sterklega um, að Peary hafi verið á heimsskautinu og ber það fyrir sig, að síðustu dagleiðir hans til og frá pólnum eru taldar í ferða- skýrslu hans langtum lengri en aðrar, eða 26.4 enskar mílur á dag að með- altali (stundum alt upp í 44 mílur) frá því er hann skildi við síðasta hvíta förunautinn, Barílett. Macon benti á að 10—12 mílna dagleið (Shakleton o. fl.) væri það, er hraðast yrðikom- ist á heimskautsisnum. Ennfremur segir Macon forleggjara Pearys ekkert hafa við athuganir hans að gera og Því sé það ekki nema fyrirsláttur að neita að láta þær af hendi þess vegna. Flestir trúa þó enn á Peary og telja ástæður Macons veigalitlar og samanburður við för Shackletons ekki réttur, því að Peary hafði hunda, en hinn ekki og svo sé það og eðlileg't að förin hafi gengið betur þá er sleð- arnir fóru að léttast. Annars þykir mörgum ekki nema eðlilegt að þingið heimti sannanir. Otto Sverdrup, norski norðurfarinn, sem nú er staddur í Ameríku trúir á Peary, en þykir þó sanngjarnt, að þingið fari fram á sannanir eftir reynsluna með Cook. Annars sagð- ist hann ekki enn hafa mist alla trú á Cook. Kvaðst hann ætla að hafa tal af John Bradley, þeim er styrkti Cook til fararinnar og jafnvel halda til Etah síðar til þess að ná í vitnis- burð Eskimóanna tveggja, sem með Cook voru. Bæjarstjórnarkosningin. Stjórnarráðið úrskurðar hana gilda, en viðni’kennir, að lögleysa hafi verið frainin við undirbúning hennar. I Hinn 31. f. mán, kvað stjórnarráð- ið upp úrskurð út af kæru þeirri yfir síðustu bæjarstjórnarkosningu, er nokkrir kjósendur höfðu áfrýjað þang- að eftir það, að bæjarstjórnin hafði engu viljað sinna henni. I úrskurði stjórnarráðsins segir svo: (Leturbreytingar gerðar af ritstj.): »A kjörskrá þá fyrir Reykjavikur- kaupstað, er samin hafði verið af þar til nefndri kjörstjórn til undirbúnings bæjarstjórnarkosning á öndverðu ári 1910 og lá frammi almenningi til sýnis eins og lög mæla fyrir dagana 12.—24. jan., reyndist vanta oll vinnu- hjú í bœnum. Skrdin hajði með oðrum orðum ver- ið samin alveg eins og ekki vceri til í Bgum nein heitnild Jyrir kosningarrétti vinnuhjúa peirra, er greiða %jald í bæjarsjóð. En slík lög, dagsett 30. júlí 1909, voru þá nýlega gengin i gildi, sem sé 1. janúar 1910. Þetta ber hið framlagða kjörskrár- frumrit svo greinilega með sér, sem framast má vera. Að öðrum kosti gat ekki öllum vinnuhjúum hafa ver- ið slept þar. Til þess að bæta úr þessu var það ráð tekið, að tind voru saman eftir niðurjöfnunarskrá nöfn svo margra vinnuhjúa, er kosningarréttur ber eft- ir áminstum lögum, sem hægt var yfir að komast, og kært fyrir kjör- stjórninni, að þeim væri íanglega slept á kjörskrá, og nam tala þeirra 4—500. Þessa málaleitun, sem var dagsett 18. jan., tók kjörstjórnin að miklu leyti til greina með úrskurði 24. janúar, eftir að kærufrestur var útrunninn, og lét setja nöfn þeirra á aukaskrá, er svo var nefnd, ásamt fleiri ranglega sleptum kjósendanöfn- um, er kæra mun hafa gerð verið um. Þessi aukaskrá var prentuð og eftir henni farið þegar kosið var, 29, janúar, jafnhliða aðalskránni. Framangreind lögleysa: að ganga alveg Jram hjá dllutn vinnuhjúum, er kjdrskrá var satnin, eins og ekkert peirra hefði kosningarrétt, var kærð fyrir bæjarstjórn, ásamt fleiri göllum á undirbúningi bæjarstórnarkosningar- innar 29. janúar. En bæjarstjórn úrskurðaði kosning- una gilda (17. febr.). Þeim úrskurði hefir síðan verið áfrýjað til landstjórnarinnar«. Stjórnarráðið telur það þó ekki nægilega upplýst, að kosningarúrslit- in hefðu orðið önnur þótt undirbún- ingurinn hefði verið lögmætur; endá muni flest hjú, þau er kosningarrétt áttu, hafa verið sett á hina svonefndu aukaskrá, og þeim ekki meinað að kjósa, er þau gáfu sig fram til þess. Og fyrir því lætur það kosninguna standa óhaggaða. En væntanlega vinst það á við kæruna, að kjörstjórnin man eftir hjúunum næsta skifti. Eftirlit meö embættismönnum. Embættisstéttar lífsúbyrgðarfélag. Húnvetningur einn ritar í síðustu Fjallkonu nokkur orð um það mál á þessa leið: Alþýða manna hefir lengi fundið til þess, að embættismönnum hefir hald- ist flest uppi. Ofmargir af þeim hafa fengið að slæpast í embættum til að hirða launin, þó þeir afgreiði seint og illa fjölda mála, sem almenning varða. Menn hafa vitað, að ekki var til neins að kvarta, etnbcettismenn eiga i hlut; þeir hafa verndarengla, hærra setta embættismenn, sem halda fyrir þeim skildi. Kvartanir alþýðu bara »goluþytur«, sem að engu er hafandi. í stuttu máli: Alþýða finnur vel, að hún hefir lengi staðið réttlítil gagn- vart embættisvaldinu. Embættisstéttin er nokkurs konar líjsábyrgðarjélag, sem bara sér um sig — sín laun. Sú landstjórn, sem breytti til, — skerpti ejtirlitið — auðvitað réttlátlega, mundi vinna hið mesta þjóðþarfaverk og verða þakkað um síðir. Vegna viðbrigðanna — óvanans — yrði hún auðvitað óvinsæl í fyrstu, af embætta- lýðnum og þeim, sem hægt væri að æsa í svip. En — sagan og þjóðin mundi þakka á sínum tíma, og þaö eins og engu síður fyrir því, þótt það yrði stjórninni að falli. Svona eru hugleiðingar margra um þessar mundir, frá »almennu sjónar- miði,« en ekki frá embættis-sjónar- miði, og líklega ekki frá reykvísku sjónarmiði. Franskur Alberti, Svik Duez. Þegar gerðar voru upptækar kirkju- og klaustureignir á Frakklandi fyrir nokkrum árum, skipaði stjórnin vissa umboðsmenn til þess að telja saman og reikna út kirkjueignirnar. Meðal þessara manna var Duez, er eitt sinn hafði verið innanbúðarmaður hjá kaup- manni einum, en síðar komið sér áfram fyrir kunningsskap við máls- metna menn. Honum voru faldar stóreignir til þess að reikna saman og koma í peninga fyrir ríkið. Fyrir 2 árum fór menn að gruna, að ekki væri alt með feldu í reikningum Duez. Það komst til orða að setja hann frá em- bættinu, en hann hafði þá sagt því af sér áður, í marz 1909, og var þá um leið veittur ákveðinn frestur til þess að leggja fram reikningana. En Duez tókst með allskonar vífilengjum að draga tímann og fresta því að sýna reikningana þangað til á dögunum, að hann varð að meðganga, að hann hefði svikið ríkið um 4 miljónir franka. Hann var þegar handtekinn og situr nú í fangelsi. Er nú verið að fara yfir reikninga hans og kanna sjóðinn, og telst mönnum nú svo til, að svikin muni nema um 10 milj. franka. Mál þetta hefir vakið athygli mikla og er ilt fyrir stjórnina að verða fyrir þessu áfalli svona rétt á undan kosn- ingum. Það hefir verið ætlun þeirra manna, er nú sitja við völd á Frakk- landi, að ná inn fyrir kirkju- og klaust- ureignir stórfé til þjóðþrifa, almenns elhstyrks o. fl. En úr þessu stórfé hefir orðið minna en stjórnin ætlaði og stórfjárhæðir farið í súginn upp í kostnað. — Og ofan á þetta bætast nú svik Duez. Mál þetta hlýtur að verða til stór- hnekkis baráttunni gegn kirkjunni og klerkavaldinu og gott augnabliksvopn í höndum andstæðinganna við kosn- ingar þær, er nú fara í hönd á Frakk- landi. Frávikning bankastjórnarinnar. Dönskum fjármálamönnum fullkunnugt um réttmæti hennar. Prá Khöfn er ísafold skrifað 26. f. m. Nú hefir yfirlýsing dönsku banka- stjóranna birzt í blaðinu Politiken og vekur hún hér allmikla athygli, þó að árangurinn af rannsókrv þeirra hafi raunar þegar verið mörgum kunnur hér við heimkomu bankastjór- anna, þá er Glúckstadt birti yfirlýs- ingu sína um, að Landmandsbankinn héldi áfram að skifta við Landsbank- ann eftir sem áður. Þá vissu fróðir menn hér að sú yjirlýsing átti eigi að skiljast á pann veg, að ekkert væri at- huqavert í bankanutn, heldur hið gagn- stceða. Það var sem sé kunnugt hér meðal fjármálamanna, að stjórn Landmands- bankans hafði átt fund með sér áður en bankastjórarnir voru sendir af stað og samþykt þá að slíta viðskiftum við Landsbankann, ef rannsókn sendimann- anna leiddi í ljós, að bankinn væri ekki gjaldfær (solvent), og einnig, ef stjórnmálajiokkslegar eða persónulegar hvatir hejðu ráðið ajskijtum stjórnar- innar aj bankanum, þ. e. frávikning bankastjórnarinnar. Yfirlýsing dönsku bankastjóranna kom því eigi öllum á óvart, því að fjármálamönnum hér, sem þetta vissu, var hin fyrri yfirlýsing (sem sé Land- mandsbankans) fullnægjandi. — — Hér er því sama sem fengin yfir- lýsing Landmandsbankans um það tvent, að sendimönnum hans, dönsku bankamönnunum, hafi reynst Lands- bankinn vera gjaldfær, þrátt fyrir alt ólagið á stjórn hans; og að þeir hafi sannfærst um, að frá- vikning bankastjórnarinnar stafaði alls ekki af neinum óréttmætum hvötum. Hefði slíku verið að gegna, öðru hvoru eða hvorutveggja, mundi eftir þessu Landmandsbankinn hafa þegar slitið öllum viðskiftum við Landsbank- ann, samkvæmt þar um fyrir fram gerðri ályktun, þ. e. áður en banka- mennirnir voru hingað sendir. Alt, sem talsmenn hinnar fráförnu bankastjórnar hafa smíðað í gagnstæða átt, er því markleysa, átyllulaus heila- spuni eða vísvitandi ósannindi, til þess eins saman sett, að verja illan mál- stað eða fegra hann í fáfróðra manna augum eða ókunnugra. Erfðaskrá Kristjáns laknis Jrá Armóti birtir Lögberg 17. f. m. Kristján hefir samkv. henni gefið lceknaskólanum hér l Reykjavík lcekna- áhdld sín oll og bókasajn. Tveim sjúkrahúsum i Clinton hefir hann gefið 1000 dollara hvoru, og dönskum söfnuði þar í sveit 500 doll- ara. Aðrar eignir hans námu 50000 doll- urum (c. 180,000 kr.) og eiga 3/4 þeirra, eða 135000 kr., að renna til systkina hans þriggja hér á landi, þeirra frú Helgu Zoega, síra Halldórs á Reynivöllum og Sigurjóns verzlm. hér í bæ, enj/ú (45,000 kr.) til skrifara bans, Miss. Eckström. Gunnsteinn Eyólfsson vesturíslenzki rithöfundurinn og tón- skáldið, er dáinn. Hann lézt i sjúkra- húsi vestur í Rochester í Minnesota eftir holskurð, sem á honum hafði verið gerður vegna gallsteinaveiki. Gunnsteinn varð tæpra 44 ára (f. 1. apríl 1866). ísafold minnist hans ef til vill frekar síðar. Landar erlendis. Formannaskifti eru nýorðin í fólögum íslendinga í Khöfn. Formaður Stúdentafólagsins er nú Guðm. Skúlason Thoroddsen, en íslendiugafélagsins Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.