Ísafold - 16.04.1910, Síða 1

Ísafold - 16.04.1910, Síða 1
Kemm út tvisvar í viku. VerÖ árg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendi» 5 ki elDa l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ITppsÖgn (gkrifleg) bundin viö áramót, ar ógild noma komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. eg aanpandi sknldlaas vib blabib Afgreiösla: Anstnrstrœti 8, XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 16. apríl 1910. 23. tölublað I. Q. O. P. 914881/, Forngripasafn opiö sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og B */•—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/» síödegis Landakotskirkja. Guösþj. 91/* og 6 á belgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 ^/s, B^/s-61/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsf'óhirMr 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. í læknask. þriöjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str. 14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. u—12 og 4—5. Stjórnmálahugvekja. Hvað hefir unnist á? Höfam vér gengið til góðs götuna fram eftir veg ? EJ þess væri kostur, að kjósendur þessa lands vildu um stund leggja af sér flokkshaturs-æsingahjúpinn ogrenna óvilhöllum dómgreindar-augum yfir landsmálavöllinn, — ej þeir vildu varpa af sér flokksagafarginu, dusta af sér persónukalann, »breiða feld yfir höf- uð sér« og hugsa rólega um það, sem gerst hefir í landsmálum, síðan flokk- ur sá og stjórn tók við völdum, er sigurinn mikla vann hinti 10. sept. 1908, — væri það tnikils um vert og hagræði stórkostlegt meirihluta þeim og stjórn, er nú ræður í landi hér, því að pá er eg ekki í smáagnar- vafa um, hver flokkurinn mundi skjöld- inn bera, í hugum langflestra lands- manna. Það er nú eigi liðið meira en rúmt ár, síðan er stjórn sú, sem nú höfum vér, tók til starfa. Hún hefir eigi átt verulegt færi á því enn, að koma hug- sjónum sínum og áformum fyrir í lagasetningum, með því að ekkert þing hefir enn háð verið, sem hún hefir undirbúið. — Hannes Hafstein drýgði þá höfuðsynd, að hanga við völd fram á þing, enda þótt þjóðin með kosningunum, 5 mánuðum á undan þingi, væri búin að lýsa á honum vantrausti sínu, og hann notaði meira að segja tímann, eftir að hann var búinn að missa traust þjóðarinnar, til þess að veita gæðingum sínum em- bætti og margs konar vegtyllur (sbr. krossanirnar allar ejtir kosningarnar). Með þessu móti vann H. H. mikil vandræðaverk: Hann svifti Sjalfstæðis flokkinn, sem átti að baki sér mikinn meiri hluta þjóðarinnar, sjálfsögðum, tvímælalausum rétti hans til að undir- búa þingið þann veg, er h a 11 n ósk- aði, gera úr garði stjórnarfrumvörp, er h a n n vildi hafa fram, ræða sam- bandsmálið við danska stjórnmálamenn jyrir þing. — í þess stað smelti H. H. sínum áhugamálum og veiði- brellutillögum inn í stjórnarfrum- vörpin, valsaði sjálfur til Dan- merkur og ræddi við Dani um sam- bandsmalið, 1 óþökk þjóðarinnar. Af hans völdum var það og, að þing- vinnan tafðist að óþörfu og drógst úr hömlu, vegna forsetafararinnar, um miðjan þingtímann. Hefði hann hag- að sér svo sem vera bar og sagt af sér þegar eftir kosningahrakfarirnar, mundi hafa verið hægt að koma öllu í kring, sem þörf var á vegna stjórn- arskiftanna, löngu fyrir þing og hin nýja stjórn haft nægan tíma til að undirbúa þingið í anda Sjálfstæðis- manna. En þrátt fyrir þessar brellur H. H. tókst Sjálfstæðisflokknum á þinginu að koma ýmsnm mjög mikilsverðum laganýmælum fram og kippa fótum undan skaðræðistillögum Hafsteinsliða. Hið fyrsta og sjálfsagðasta verk, sem meirihlutanum var fyrirhugað að vinna, af miklum meiri hluta þjóðarinnar, var, aö koma Uppkastinu fyrir kattarnef. Það var og gert svo rammlega, sem tök voru á. Og mun mega fulltreysta því, að umskiftingur sá líti aldrei framar lífsins ljós. — En Sjálfstæðismenn létu eigi þar við lenda, heldur mótuðu þeir einnig skýrt og kyrfilega sjálfstæðishugmyndir og fullveldistakmark hinnar islenzku þjóð- ar í sambandssáttmála þeim, sem sam- þyktur var á þinginu. Fyrir það frum- varp eitt, þótt eigi væri annað, mun nafn alþingis 1909, skráð ljómandi stöfum í hug niðja vorra um kom- andi aldir. Svo megnug er hver einasta þjóð, hversu lítil sem hún er, að hún getur m ó t m æ 11 innlimun í annað ríki, ef hún hefir vilja á því. Þ a ð gerð- um vér í fyrra og fyrir það tilvik hljóta þeir, er þvt réðu, lof og bless- un — meðan íslenzk tunga er töluð. Enn er margs að minnast, er vel hefir skipast á dögum þessarar stjórn- ar. En eigi skal eg fjölorður, held- ur að eins drepa á hið helzta. Samgöngumálin hafa umskapast til hins betra á marga lund. Beitiar ferðir eru nú fengnar til einhverrar helztu miðstöðvar verzlun- arinnar í Norðurálfu. — Svo mikið hefir verið skráð um hlunnindi þau, er sú samgöngubót veitir þjóðinni, að eigi gerist þörf að víkja frekar að þeim. En sjálfskaparviti eru það vor íslendinga, ef eigi verður úr því fram- faraflug í verzlun vorri. Þá eru á öðru leytinu samgöngu- bæturnar heima fyrir, auknar strand- ferðir og bættar, ný strandferðaskip fyrirtaksgóð, með margs konar þæg- indum, bæði fyrir mannflutninga og vöruflutninga. Og loks margfölduð tala reglubund- inna ferða landa í milli. Þarf sízt að fara út í þá sálma, hve miklu, miklu betri samgöngum þess- ari stjórn vorri hefir tekist að koma á en nokkurn tíma áður hefir verið kostur. Og var þó lítt til sparað úr ýmsum áttum til að vinna stjórn- inni tálma i þeim efnum, — svo sem áður hefir verið bent á ítarlega í ísa- fold. Þvi meiri þakkir allra góðra íslendinga á stjórnin skildar fyrir dugnað sinn. í sambandi við samgöngumálin er og rétt að minna á viðskijtaráðunaut- inn. Sama hugsunin felst í þeirri ráðstöfun og í samgönguráðstöfunum þings og stjórnar: að halda eigi áfram tjóðurbandstilveruninni, einangr- unarsambandinu við eina þjóð heldur komast í náið samband við umheim- inn yfirleitt, auka kynni vor af hon- um og hans af oss. — »Heimskt er heimalið barn«, segir máltækið. En mundi eigi mega segja um oss ís- lendinga: Heimskir verðum vér yfir- leitt, i verzlunarmálum, menningu, iðnaði o. s. frv., meðan vér höfum ekki af öðrum áhrifum, af annari sambúð að segja, en dönskum áhrif- um og danskri sambúð ? — Arangursins af starfi viðskiftaráðunautsins eigum vér ejtir að njóta, en það er trúa mín, að hann verði oss hollur og góður á marga lund. Enn er eitt velferðarmál landsins, sem endír hefir verið bundinn á, fram- ar öllu öðru fyrir tilstilli þess manns, er nú skipar ráðherrasæti vort. Það er aðflutningsbannið. Það hefir að vísu eigi verið flokks- mál og sú lagasmíð því eigi einvörð- ungu meirihlutanum að þakka. En svo mikið mun þó óhætt að segja, að eigi mundu svo skjótar hafa orðið framkvæmdir þess, ef eigi hefðum vér notið þeirrar stjórnar, er nú höfum vér Það mun flestum kunnugt, við hve ramman reip var að draga, áður þau lög náðu staðfestingu. Og hefði eigi verið um harðfylgi að tefla af hálfu ráðherrans, er eigi fyrir að synja, að lát hefði orðið á framkvæmdum þjóðarviljans í því máli. Þá er ótalið eitt þjóðþrifaverkið, sem miklar menjar og ávexti mun bera í þjóðfélagi voru, er stjórn vor hefir unnið þenna stutta tíma, er hún hefir farið með völdin. Eg á við Landsbankarannsóknina og frávikn- ing bankastjórnarinnar. Með því kjarklega tilviki barg stjórn- in eigi einungis mjög mikilsverðri þjóðstofnun úr bersýnilegum voða, heldur vanu hún það, sem miklu meira er um vert, er til lengdar læt- ur. Hún braut í bága við aldagróna venju: að hlifa þeim, sem hafast við í háþrepum þjóðfélagsins og breiða yfir brek þeirra. Hún vann það heilla- verk að ríða á garðinn þar sem hann var hæstur til þess að vinna jafnrétt- islögmálinu drottinvald um allar lendur þjóðfélagsins. Þetta verk mun henni og þakkað, er stundir líða, þótt augna- bhksfásinna hafi i svipinn gripið ýmsa mæta menn fyrir rammar blekkingar og moldviðursþeyting þeirra manna aðallega, er undir urðu í Uppkasts- bardaganum og því leita hefndarfæris í hvívetna. — Þess er sem sé vert að gæta, að innlimunarmennirnir frá 1908 hafa snúist pví nœr einróma móti stjórninui í bankamálinu — þeir gert bankamálið að sínu flokks- m á 1 i. Það er hamraveggur sleifaralags, kæruleysis og óreglu í embættisstörf- um, sem stjórnin hefir ráðist á með bankaráðstöfunum sínum. — A móti henni vega »höfðingjarnir« flestir i þjóðfélaginu, af því að þeir sjá, að núverandi stjórn er ekki »hold af þeirra holdi«. — En athvarf stjórnar- innar í bardaganum er dómgreindar- góð og réttsýn alþýða. Fyrir hana er stjórnin að vinna, og hennar fylgi hlýtur hún og. Eg hefi nú drepið á nokkur helztu stórmálin, sem stjórnin hefir beitt sér fyrir og þegar komið í höfn. — En hitt er og vitanlegt, að hún hefir mörg nauðsynjamál önnur á prjónunum, sem enn eru ókomin í framkvæmd, en eru á leiðinni. Peningamál landsins hefir hún t. d. lagt mjög mikla rækt við — og munu heillavænleg afskifti hennar af þeim koma i ljós, sjálfsagt áður en langt líður. Það vita kunnugir. Það mun fátítt, þótt leitað sé um víða veröld, að andófsflokkur stjórnar hafi þurft að beita fyrir sig öðrum eins ósannindum og bellibrögðum til þess að vera ekki aðgerðalaus — eins og minnihlutinn íslenzki hefir orðið að gera í vopnaviðskiftum sínum við stjórnina. Það eitt í sjálfu sér er góður vott- ur um vel unnið starf af hálfu stjórn- arinnar. Tel eg því víst, að þróttmikið, hiklaust já kveði við frá miklum meiri- hluta þjóðarinnar við spurningu þeirri, er eg hóf mál mitt með. — Haldi stjórnin áfram í sömu átt sem hingað til — mun hún eiga langa og blóm- lega lífdaga fyrir höndum. Karl í koti. Roosevelt fyrverandiBandaríkjaforseti er nú kom- inn til Evrópu úr veiðiför sinni um miðbik Afríku. Fór hann þangað eins og menn muna til þess að hvíla sig eftir forsetastörfin. Hann hefir lagt þar að velli ógrynni villidýra og kom- ist í ýmsar hættur. Fundið hefir hann og, að þvi er símað er, nokkr- ar nýjar dýrategundir. Forsetinn mikli er nú staddur á It- Roosevelt Jorseti. alíu, en heldur bráðlega norður í álf- una og flytur erindi á leið sinni. Til Norðurlanda kemur hann og í þeirri ferð og í Khöfn eru nú að mynd- ast samtök qm að bjóða honum að flytja erindi í ráðhúsinu þar. Að þessu öllu loknu fer forsetinn heim til Bandaríkja og er ekki óhugs- andi, að hann verði þar forseti við næstu kosningar. Litlu verður Vöggur feginn. Norðmenn ófrægðir til að þóknast Dönum. Einhvern tíma í vetur hafði Arni í Höfðahólum lagt þann skerf í guðs- kistu innlimunarflokksins, að rita grein í hafsteinska málgagnið á Akureyri um Norðmanna-daður hér á landi ásamt óhróðri um Norðmenn og að- dróttun um, að þeir séu að seilast hér til valda, beiti undirróðri í þá átt. Eða svo gerir Dagbladet i Kristjaníu grein fyrir innihaldi samsetnings þessa eftir »Árna Árnason í Höfðahölum*, í frásögn um viðtal við viðskiftaráðu- nautinn (B. J.), 18. f. m. Þetta hafa þeir séð undir eins, flokkshöfðingjarnir, að dönsku mömmu mundi koma vel og því snarað greininni á dönsku eða þeim kafla hennar, er þar að lýtur. Sent síðan einhverju dönsku blaði og klausan ekki einungis þegin þar með miklum þökkum, heldur gengið staf- laust blað úr blaði nær um alla Dan- mörku, ef ekki víðar. Því að »litlu verður Vöggur feginn«. Ekkert spurt um, hve merkur er höfundurinn að þessum samsetningi, né málgagnið mik- ils metið og víðlesið, sem það flytur. Sjálfsagt að gera þetta að almennings- áliti á íslandi. Viðskiftaráðunauturinn mótmælir ein- dregið öllum þeim heimskuvaðli. Segir, að því fari mjög fjarri, að Norðmenn hafi kynt sig illa á íslandi. Vér höf- um þvert á móti mikið gott til þeirra að segja. Nefnir svo sem dæmi þess Otto Wathne, sem hafi kent íslend- ingum að veiða síld og örvað þá til meiri atorku og framtakssemi en áð ur þektist. Vottur um álit íslendinga á þeim Norðmanni sé minningarmark það, er Seyðfirðingar hafi reist honum þar í kaupstaðnum. Þá minnist hann á, að fjöldi Norð- manna hafi unnið að símalagning hér á landi og kynt sig mætavel við það starf. Hann hælir sérstaklega yfir- manni landssímans (Forberg). Innlimun Finnlands. Hneykslisfrumvarp. Pjóðartortíming(?) ---- Kh. */4 1910. Þess var getið hér í fréttum fyrir nokkru síðan. að 67 austurríkskir og þýzkir vísindamenn hefðu sent Rússa- stjórn áskorun út af meðferðiuni á Finnlandi — og enn síðar, seinast sem skrifað var héðan, að 8 lögvitr- ingar úr ýmsum löndum hefðu samið álitsskjal um rétt?rstöðu Finnlands þar sem sú varð niðurstaðan, að landið væri sjálfstætt ríki að lögum. Rússar hafa svarað þessu núna á dögumím. Svarið er á þá leið, að Stolypin, yfirráðgjafi Rússa — maður- inn, sem hefir látið sér það um munn fara, að réttur mætti sín meira en vald á Rússlandi — hefir lagt fyrir rúss- neska þingið frumvarp um algerða innlimun Finnlands. Lagajrumvarp- inu er trygður Jyrirjram meiri- hluti í pinginu, svo að nú á \að höggva sundur sjáljstjórn pá, er Finnar haja hajt í 100 ár. I frumvarpinu eru talin upp mál þau, er telja beri til löggjafar ríkisins og Rússar eigi einir að ráða, án íhlut- unar finska þingsins (landdagsins). Það eru þau mál, er nú skal greina: Hluttaka Finnlands í ríkiskostnað- inum, og þar að lútandi ákvæði um fjárgreiðslur Finnlands til ríkissjóðs Rússlands, skatta og gjöld; herþjón- fStolypin yjirráðgjafi. usta finsku þjóðarinnar og aðrar jkvað- ir, er að ófriði lúta; réttindi þau, er Rússum bera, þeim er búsettir eru á Finnlandi, en hafa ekki öðlast finskan þegnrétt; ákvæði um mál þau, er vegna ríkisins skulu numin undan finsku dómsvaldi; ákvæði um félög, fundi og og þess háttar; prentfrelsis-lög fyrir Finnland og ákvæði um innflutning á prentuðu útlendu máli; tollsambönd milli Finnlands og annara hluta Rúss- lands; myntarmál Finnlands, póst- og símastjórn; ákvæði um loftskipaferðir; járnbrautastjórn Finnlands í sambandi við samgöngur ríkisins og við sam- göngur við aðra hluta Rússlands og við önnur lönd; réttindi útlendinga á Finnlandi. Ennfremur eru í frumvarp- inu ákvæði um hluttöku Finnlands í »ríkisráðinu« og þjóðþinginu. Finski landdagurinn á að kjósa einn fulltrúa í ríkisráðið til 9 ára og 5 á þjóðþing- ið; eiga 4 þeirra að vera finskir borg- arar, en sá fimti rússneskur maður, sem heima á í Finnlandi. Eigi má kjósa þá, er eigi hafa rússneska tungu á valdi sínu. Af sérmálum Finnlands verður eft- ir þessu sama sem ekkert eftir. Stjórnarskrárbaráttan á Finnlandi. Þegar Finnland kormst undir Rúss- land árið 1809, gaf Alexander I. Rússa- keisari út yfirlýsingu, í Borgá, þess efnis, að Finnland skyldi hafa sjálf- stjórn, sérstaka stjórnarskrá og um- boðsvald. Rússar höfðu ekkert á hendi nema utanríkismálin. I hásætisræð- unni í landdeginum í Borgá sagði keisarinn, að upp frá þessu væru Finn- ar »teknir í tölu þjóðanna*, »að þeir hefðu sín lög fyrir sig« og »væru

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.