Ísafold - 16.04.1910, Side 2
86
ISAFOLD
frjálsir inn á við«. Síðan hafa allir
rússneskir keisarar unnið eið að stjórn-
arskrá Finnlands. Jellinek prófessor,
frægur sérfræðingur í ríkisrétti, segir
um þetta: »Öil aðferðin við staðfest-
ingu finsku stjórnarskrárinnar og á-
réttingu hennar af seinni keisurum
sannar, að réttarstjórn Finnlands í
rússneska ríkinu er ekki hugsanlegt, að
breytt verði, nema með samþykki þess
sjálfs (d: Finnlands); annars væru allar
þessar fullyrðingar um réttindi Finn-
lands og áréttingin á þeim við hver
keisaraskifti óskiljanlegar með öllu».
Framan af voru eigi brotin lög á
Finnum og þeir tóku nú að blómg-
ast og nú eru þeir fyrir framúrskar-
andi atorku komnir í tölu menningar-
þjóðanna, svo að margar stærri þjóð-
ir mega líta upp til þeirra. Fram-
förunum hefir miðað áfram stórum
skrefum og jafnaðarmenn eru nú fjöl-
mennastir allra flokka í þinginu. Þessu
hefir rússnesku stjórninni geðjast illa
að, svo afturhaldssöm sem hún er.
Svo hófst stjórnarskrárbaráttan, eða
stjórnarskrárárásin réttara sagt, árið
1899. Þá kom út boðskapur, þar sem
»ríkislögin« voru fyrst nefnd, þ. e. a.
Si lög, sem gerð voru á Rússlándi og
gilda áttu fyrir allt ríkið og Finnland
líka, án samþykkis landdagsins. Síðan
hófust hinar verstu deilur. Rússar
skipuðu argvítugan harðstjóra land-
stjóra á Finnlandi, en hann var myrtur
af stúdent einum, svo sem kunnugt er.
Arið 1905 var síðan gefinn út nýr boð-
skapur, nóvemberboðskapurinn svo-
nefndi, ogjþar afnumin öll ákvæði, sem
sett höfðu verið um Finnland, án sam-
þykkis landdagsins.
En þetta var ekki nema stundarlétt-
ir. Stefna Rússa, þeirra er gera vildu
Finna að Rússum, tók sig upp aftur
og stjórnin gekk ötullega fram með
tilstyrk afturhalds- og íbalds-manna.
Nú kom sú skýring, að fyrri boðskap-
urinn (frá 1899) væri ekki úr gildi
numinn með öllu, heldur til bráðbirgða,
meðan verið væri að koma þeim mál-
um fyrir með lögum, er þar voru
nefnd. Nú var farið að fara með ýms
finsk mál á bak við landdaginn eða
honum þröngvað til þess að sam-
þykkja. Nefnd var og skipuð, sem í
sátu bæði Rússar og Finnar; átti hún
að semja tillögur um »ríkislöggjöfina«,
en það fór auðvitað svo, að lausnin
varð tvenskonar, önnur finsk, en hin
rússnesk.
Og altaf tók að herða og herða að
Finnum. í fyrra var þar skipaður
landstjóri, Seyn, hinn versti harðstjóri
og aldavinur Bobrikoffs. Boðskapur
var gefinn út, sem bannaði Finnum að
koma fram sem sérstök þjóð á alþjóða
vísindafundum; áttu finskir vísinda-
menn að kallast rússneskir. Til Finn-
lands var sendur rússneskur maður,
sem hafa átti umsjón með járnbraut-
arstjórn landsins og hann gat sagt
finska yfirjárnbrautarstjóranum fyrir
verkum. — Og nú er þessi að verða
endahnúturinn á óhæfunni.
Athugasemdir stjórnarinnar.
í athugasemdum stjórnarinnar er
lögfræðingum, sem áður er getið svar-
að óbeinlínis. Stolypin segir, að Al-
exander I. hafi ekki gert neinn samn-
ing við finsku þjóðina í Borgá um
framtíðarstöðu landsins, heldur hafi
þetta verið gefið af keisaralegri náð
og velvild — og að yfirleitt byggist
sjálfsstjórn Finna á velvild rússneska
ríkisvaldsins. í athugasemdum þess-
um er sagt, að Finnland eigi að hafa
samskonar sjálýstjórnarrétt í innanlands-
málum sem rússneskt hérað og að finska
pingið eigi aðeins að vera ráðgjajarping
i ðllum oðrum málum en peim, sem
peim kemur við einum.
í athugasemdunum er það og full-
yrt, að ekki eigi að tortima menningu
Finna og að lögin verði ekki látin
koma til framkvæmda öll i einu. Mun
þetta sjálfsagt gert til þess að friða
mótstöðumennina, en það hefir mis-
tekist, því að menn hlægja að þessu
kuldahlátur og allir sjá tilganginn á
bak við. Og hneyksli petta hefi vakið
alheimsgremju.
Finnar eru sjálfir sem þrumulostn-
ir og nú ætla þeir að samþykkja ann-
að frumvarp um rýmkun á valdi land-
dagsins.
Alstaðar hefir þessu verið illa tekið
þar sem til hefir spurst og Rússar
orðið fyrir þungum átölum fyrir nið-
ingsverkið: að myrða finsku menn-
inguna og finsku þjóðina yfirleitt.
----eee---
Strandferðabátarnir.
Snotrustu skip.
Hr. Þórarinn Tulinius bauð fjölda
bæjarbúa á fimtudaginn var um borð
í strandferðabátana Austra og Vestra
til að skoða þá.
Er það skemst af að segja, að ljóm-
andi vel og haganlega er frá þeim
gengið.
Eitt er það m. a., sem þessir bátar
hafa fram yfir hina eldri: það er stór
pallur á þiljum uppi (Promenadedæk),
sem öllum ferðamönnum þykir mjög
vænt um.
Fram í skipunum er frystivélin og
allmikið geymslurúm í sambandi við
hana.
Skipshafnir á bátunum eru að miklu
leyti íslenzkar. Eriendir eru aðallega
vélamenn og brytar.
Skipstjóri á Austra er Júlíus Júlin-
íusson ættaður af Akureyri, stýrimaður
Sigurður Pétursson frá Hrólfskála og
undirstýrimaður Þorvaldur Jónsson úr
Reykjavík.
Á Vestra er skipstjóri Hansen, sá
er verið hefir stýrimaður á Sterling,
en stýrimaður er Guðm. Kristjánsson
frá Haukadal.
Þegar boðsgestir voru búnir að
skoða skipin söfnuðust þeir saman í
borðsalnum öðrum. Mælti þá Þór.
Tulinius nokkur orð fyrir minni ís-
lands og síðan fyrir minni Reykja-
víkur. Kvað hann það fá sér mikillar
gleði, að hafa orðið til þess að útvega
löndum sínum ný og — að hann
vonaði — vönduð og hentug strand-
ferðaskip. En Klemenz Jónsson land-
ritari bað menn drekka velfarnaðar-
minni hinna nýju skipa, og drap sér-
staklega á, hve gleðilegt það væri, að
þau væru að svo miklu leyti ment
íslendingum.
Skipin eru eins og sagt var í ísa-
fold um daginn, en bornar brigður
á í Lögr., 500 smálestir (brutto), en
talan, sem Lögr. nefnir (250) er netto
registertons.
W athn esfélagið.
Afgreiðsla Wathnesfélagsins hér í
bæ hefir tjáð ísafold, að skip félagsins
haldi áfram ferðum sínum samkvæmt
áætlun, þrátt fyrir gjaldþrot þau, er
félagið hefir hent.
9
Artíðaskrá Heilsuhælisms.
Kona sú, er ísafold flutti eftirmæli
um í síðasta blaði, Ólöf Sigurðardóttir,
verður fyrsta manneskjan, sem skráð
verður í Ártíðaskrá Heilsuhælisins. Hún
var móðir A. J. Johnson, sem hug-
myndina átti og gaf hann, svo sem
getið var, 50 kr. til minningar um
hana til Heilsuhælisins.
Skipstrand.
Skipið Víkingur, eign Ásgeirs kaup-
manns Péturssonar á Akueyri, strandaði
nýlega fyrir norðan. Óvátrygt.
Laus sýslan.
Póstafgreiðslumannsstarfið í Stykkis-
hólmi. Laun 700 kr. Umsóknarfrest-
ur til 25. maí.
Glí muþrí m e nningar nir
eru um þessar mundir að sýna list
sína í Amsterdam á Hollandi. Hol-
lenzkt blað frá 4. þ. mán., sem vér
höfum séð, lýkur lofsorði á þá. Eink-
um hefir sjálfsvprn þeirra gegn hníf
og skammbyssu vakið aðdáun. Hol-
lendingar, sem reyndu við þá, báru
allir lægra hlut.
Hrólfur
gufubátur frá Seyðisfirði fórst þ. 30.
marz suður við Selvogsgrunni, á heim-
leið úr Reykjavik. Skipshöfnin og
farþegar komst yfir í enskt botnvörpu-
skip og á því til Vestmanneyja.
Fiskkaupaeinokunin.
íslandsbanki og stórverzlanirnar, P.
I. Thorsteinsson & Co., Edinborg,
Bryde og Duus taka þvert fyrir það
(sbr. yfirlýsingarnar í síðustu ísaf.),
að þau séu nokkra lifandi vitund rið-
in við samtök þau til fiskkaupaein-
okunar, sem orð hefir verið gert á
hér í bænum að undanförnu.
Aðrar verzlanir munu naumast hafa
bolmagn til hring-myndunar.
Vér þurfum því eigi að óttast
það að þessu sinni, að fiskkaupaein-
okunarhringur gíni yfir fiskkaupum
hér á landi og vinni landsmönnum
tjón.
Og svo eru þær orðaðar yfirlýsing-
arnar, að það virðist mega ráða af
þeim, að verzlanir þær og banki, sem
hlut eiga að máli, muni ekki heldur
framvegis eiga þátt í þesskonar sam-
tökum.
Það kemur ótvírætt fram í bréfi
Schou bahkastjóra til J. Ól., að hann
telur slík samtök skaðræði íslenzkri
verzlun. Hann segir, að hann hefði
sízt cetlað, að J. Ól. mundi festa trún-
að á kviksögurnar um, að Islands-
banki væri við samtök í þessa átt
riðinn fpar sem yður er kunnugt um
hve mjög íslandsbanki hefir lagt sig
jram urn að styðja verzlun lands-
manna«. (Leturbreytingin vor).
Þetta er gleðilegt! — Fiskkaupa-
einokunarhringur mundi illur vargur
í véum, ef hann kæmist á. Það má
því aldrei verðal
Bókafregnir.
Eimreiðin XVI ár, 2. hefti er nýkom-
in. í henni er áframhald af fróðlegri
ritgerð eftir próf. Þorv. Thoroddsen:
Vísindalegar nýjungar og stefnubreyt-
ingar nútímans, kvæði eftir Steingr.
Thorsteinsson, smágrein eftir dr. Helga
Póturs: Við gröf Napóleons. Hin íbú-
andi forsjá, ritgerð þýdd af Matthiasi
Jochumssyni. — Þá er grein eftir Guðm.
Friðjónsson »Sjálfsmenskan olskar og
sjálfstæðin«,gallagripur, sem ísafoldvænt-
anlega athugar síðar. Næst er saga eft-
ir Sig. Nordal: síðasta fullið og loks
ritsjá og hringsjá.
Minningar feðra vorra, I bindi eftir
Sig. Þórólfsson lýðháskólastjóra, frásagn-
ir úr íslandssögu, allmikil bók, rúmar
300 bls. og mun minst frekar við tæki-
færi í ísafold.
Sögur herlæknisins, VI og síðasta
bindið í þýðingu Matth. Jochumssonar
og með mynd höfundarins, Zakaríasar
Topelíusar, hefir verið send ísafold. —
Stórvirki unnið með því að koma þeim
snildarskáldskap á íslenzku.
Skipaferðir.
Kong Helge kom hingað 12. þ.
mán., frá Hamborg, fyrstu ferð,
hlaðinn vörum.
Vestri fór héðan f gærkveldi fyrstu
strandferð sína. Fjöldi farþega m. a.: Kr.
Ó. Þorgrímsson konsúll til Sauðárkróks,
síra Bjarni Símonarson með fjölskyldu
sinni o. fl.
Austri fór í morgun austur um land-
Farþegar margir, sem komu á Barðanum
suður, þeirra á meðal, síra Jóh. L. Svein-
bjarnarson.
Ingolf fór frá Sauðárkrók í gær á leið
til ísafjarðar. Sighv. Bjarnason banka-
stj. fór með honum til ísafjarðar frá
Akureyri.
Pervie fór frá Khöfn 14. þ. mán.
beina leið hingað til þess að taka við
Suðurlandsstrandferðunum.
Ceres fór vestur á fjörðu 11. þ. mán.
með allmarga farþega, en Sterling fer
vestur í dag.
f Etazráð Bryde látinn.
Símskeyti barst hingað á miðviku-
dag, er flutti andlátsfregn J. P. T.
Brydes stórkaupmanns.
Hann var 79 ára að aldri og hafði
rekið verzlun hér á landi í herrans
mörg ár — íyrst í Vestmanneyjum,
og frá 1883 einnig hér í Reykjavík.
Sonur hans, Herluf Bryde, hefir á
seinni árum haít stjórn verzlunarinn-
ar á hendi, Önnur börn Bryde eru,
Helga, er áður var gift fóni konsúl
Vídalín heitnum og frú Elben í Khöfn.
Nota flest' i nanðuin skal.
Gamla bankastjórnin hefir látið
Lögréttu prenta bréí, er hún hefir
fengið frá einum bankastjóra Land-
mandsbankans, hr. Emil Glúckstadt
(ekki aðalbankastjóranum, ísak Glúck-
stadt) og er svar við bréfi, er hún
hefir skrifað Landmandsbankanum h.
11. marz. En hulin ráðgáta er það
hverjum manni og henni sjálfri sjálf-
sagt líka, hvaða gagn henni er í
því bréfi. Enda fæst blaðið ekki við
að reyna að sýna íram á það, heldur
hnýtir aðeins aftan við bréfið, að það
þurfi engrar skýringar.
Er það að vísu satt, að það þarf
engrar skýringar, að hinni gömlu
bankastjórn er ekki nokkurt minsta
gagn í bréfinu, það dregur ekki
agnarögn úr nokkuru orði
í yfirlýsingu bankastjór-
anna, heldur staðfestir hana
i öllum greinum.
Eitt atriði hefir farið eitthvað milli
mála hjá hr. E. Gliickstadt, sem sé,
er hann gefur í skyn, að stjórnin
hér hafi látið í ljósi mjög sterkar
óskir um að fá yfirlýsinguna frá
bankastjórunum. En vitaskuld skiftir
þetta litlu eða engu máli, því að yfir-
lýsingin er jafngóð og gild fyrir því.
Það sýnir og sannar betur en mörg
orð, hversu varnargögn hinnar gömlu
bankastjórnar eru að þrotum komin,
er hún í varnarskyni lætur prenta svo
algerlega engisnýtt bréf, sem engin
varnartutla felst í.
— En því lætur hún eigi prenta
bréfið, sem hún skrifaði stjórn Land-
mandsbankans þ. 11. marz? Það er
óefað ólíku fróðlegral
En ef til vill ekki ætlað almenn-
ingsaugum?
Norðangarður og hafís (?)
Sunnanlands hefir geysað napur
norðangarður mestalla vikuna þessa.
Margir verið hræddir um, að hafísinn
væri að leggja leið sína að landinu.
ísafold hefir haít símtal og símfregn-
ir af Akureyri, Sauðárkróki, Blöndu-
ósi og Borðeyri i gær og í dag, en
á þessum stöðum hefir ekki orðið vart
hafíss. — Aftur hafði sú lausafregn
borist til Blönduóss, að allmikill hafís-
hroði væri út af Horni. Að svo
stöddu ekki hægt að henda reiður á
því, en skipið Ingolf, sem er á leið
þar um til ísafjarðar mun kunna af
því að segja áreiðanlega, er til ísa-
fjarðar kemur.
Frá Jan Mayen kom skip til Akur-
eyrar í gærmorgun með veikan mann
— og sögðust skipverjar engan ís
hafa séð á þeirri leið.
Lagnaðarís er um mestallan Hrúta-
fjörð. — Mikil harðindi í Húnavatns-
sýslu — gengur á hriðum jafnan,
öðru hvoru.
Láruuppboðið
á Skagaströnd er að fara fram þessa
dagana. Þar nyrðra seld kol og eitt-
hvað af matvöru, en mikið af vörun-
um kemur Nordlyset (eign D. D. P.
A.) með hingað suður og verður hald-
ið uppboð á því hér í Reykjavík.
Heiðursmerki.
Þeir Ketill Ketilsson óðalsbóndi í
Kotvogi og Ólafur Ketilsson á Kal-
manstjörn, ásamt Jóni Jónssyni skóla-
stjóra í Kirkjuvogi hafa nýlega verið
sæmdir þýzku arnarorðunni
r a u ð u af Þýzkalandskeisara fyrir
björgun úr lífsháska og aðhjúkrun á
þýzkum skipbrotsmönnum.
Eljan strönduð.
Eljan, eitt af gufuskipum Wathnes-
félagsins strandaði skamt fyrir vestan
Bergen í miðri vikunni þessarri. Var
að leggja á stað til íslands. Búist
við, að hún náist út og tefjist að eins
um nokkra daga. — Vörurnar í henni
voru óskemdar. í kring um mánaða-
mót má gera ráð fyrir, að hún komi
hingað.
Hnífsdalsslysið.
Erlend hugulsemi.
Hinn góðkunni sænski íslandsvinur,
Ragnar Lundborg ritstjóri í Uppsölum
hefir enn sem fyr ekki látið góðvild
sina án vitnisburðar. Hann hefir óð-
ara en hann frétti um snjóflóðsslysið
í Hnífsdal í vetur efnt til samskota
þar meðal lesenda sinna og haft sam-
an 165 kr., er hann hefir sent ráð-
herra íslands.
Héðan hefir gjöf þessi verið send
yfirvaldinu á ísafirði, til útbýtingar
meðal þeirra, er lakast eru staddir
eftir slysið.
Stutt og laggott.
Kóróna Rússakeisara er 22 miljóna króna
virði.
20 miljónum króna er varið á ári hverju
til þess aú halda strætunum og torgunum
i Lundúnum hreinum.
í Kina kostar tepundið að eins 10 aura.
í Búdapest höfuðstað Ungverjalands er
skóli, sem hefir það verk eitt með höndum
að kenna fólki að et.a.
Fyrstu dagana i april var 22 stiga frost
i héraðinu kringum Loirefljótið á Frakk-
landi. Viðar kalt en á íslandi.
Roosevelt forseti verður gestur Vilhjálms
keisara meðan hann dvelst í Berlin. í
Christjaniu verður hann gerður heiðurs-
doktor við háskólann, en i Lundúnum ætlar
Neðrimálstofan að halda honum griðarmikla
veizlu.
Friðarþing alþjóða er áformað í Jerú-
salem árið 1912.
Þrjú eru riki í veröldinni, sem ekkert
fulltrúaþing hafa: Kína, Marokkó og
Monaco.
Englendingur einn þykist hafa uppgötvað
verkfæri, er geti mælt hve heitt sé i kolun-
um milli karls og konu. — Mýmargir munu
vilja eignast það verkfæri!
Á veiðiför sinni um Afriku bragðaði
Roosevelt forseti aldrei áfengi.
Sjötugur klerkur einn á Póilandi drap
fyrir skömmu konu sina með 12 hnifstung-
um. Afbrýðissemi olli.
Einn af læknum Parisarhorgar er 103
ára, en gegnir eigi að síður lækningastarí-
semi sinni daglega.
Stærsta kirkja í heimi er Sankti Páls-
kirkjan í Lundúnum. í henni komast fyr-
ir 54000 manns.
Rafurmagnsjárnbraut ein gengur milli
New-York og Philadelfíu á einum teini.
Hún fer svo hart, að hún gæti farið á 12
minútum austur að Þingvöllum.
Aðflutningsbannið.
Svar frá Magnusi Einarssyni
III.
Kórvilla bannmanna.
Hún er fólgin i því, að þeir telja
áfengisbölið vera áfengið sjálft.
Til þessarar röngu hugmyndar má
rekja allan þeirra öfuga hugsunaferil
og af henni stafar breyting sú, sem
orðin er á markmiði bindindismanna.
Bannvillan er skilgetin dóttir »kór-
villunnar*, því að ef sú skoðun væri
rétt, að áfengis-bölið væri ekkert ann-
að en áfengið sjálft, drykkjuskapurinn
væri áfenginu að kenna, þá væri bann-
ið eigi aðeins rétt leið, heldur sjálf-
gefið takmark.
En eins og öllum óbannsettum mun
vera kunnugt er áfengið ekkert annað
en dauður hlutur, sem nota má eigi
aðeins til ills, heldur og opt og ein-
att tii mikils góðs. Áfengið er í sjálfu
sér hvoiki illur hlutur né góður. Dóm-
ar vorir um þann hlut sem aðra, fara
eingöngu eftir því, hvernig hlutirnir
eru notaðir. Það er verknaðurinn, sem
framinn er með hlutunum, er vér með
réttu getum kallað illan eða góðan.
En allur verknaður stýrist af ákveðn-
um hvötum, meira eða minna ljósum,
og af illum hvötum koma ill verk, og
af góðum góðverk. Með sama hlutn-
um má vinna illt og gott, en öllu um
veldur, hver á heldur.
Það nær því engri átt að skella allri
skuld á hlutinn fyrir illvirkið, sem
með honum er unnið. Skuldin er