Ísafold - 16.04.1910, Side 3
87
ISAFOLD
þess, sem verkið vann. Það er ekki
krónunnar sök, að henni er stolið og
ekki er böl þjófsins fólgið í buddu
náungans, heldur í þeirri illu hvöt eða
ástríðu, sem rekur þjófinn til glæps-
ins. Og böl drykkjumannsins á ekki
rót sína í brennivínsflöskunni, heldur
í þeirri illu hvöt eða ástriðu, sem knýr
hann til að skemma sig á áfenginu.
Afengið gjörir honum ekkert ilt, ef
hann ekki drekkur það.
Upphaflega var bindindismönnum
ljóst, að drykkjuskapurinn var ekki á-
fenginu að kenna. Þeir vissu, að hann
var siðferðislöstur, sem orðinn var
all-algengur fyrir þá sök, að menn
þektu ekki nógu vel dökku hlið áfeng-
isnautnarinnar. Fyrir því hófu þeir
baráttu sína með því að fræða fólkið
um skaðsemi áfengisnautnar úr hófi
og gjörðu jafnframt tilraunir til þess
að fá almenningsálitið til þess að leggj-
ast á móti henni, dæma hana áfellis-
dómi frá siðferðis-sjónarmiði.
Fyrir þetta urðu þeir stöðugt fleiri
og fleiri, sem sigrað gátu áfengisfýsn-
ina, náðu því valdi yfir sjálfum sér,
að þeir gátu haldið sér Jrá ájenginu.
og nú getur þetta allur þorri almenn-
ings, enda er nú almenningsálitið á
drykkjuskap gerbreytt frá því, er áður
var.
Meðan eingöngu var unnið að frjálsu
bindindi, var öllum Ijóst, að það var
áfengis/ýíwzw, sem varð að hnekkja.
En þetta fór smátt og smátt að breyt-
ast eftir að bindindismenn höfðu fengið
löggjafarvaldið í lið með sér. Með
sölubannlögunum er stigið nýtt spor,
sem verður að víxlspori hjá templ-
urum. Með þeim er það ráð löghelg-
að, að létta að nokkru leyti af ein-
staklingnum baráttunni við eigin fýsnir
sínar. í stað þess, að baráttan áður
var eingöngu »aktiv«, verður hún nú
að meira eða minna leyti »passiv«. I
stað þess að áður hélt fólkið sér frá
áfenginu, er með sölubanninu gjörð-
ar ráðstafanir til þess að halda ájeng-
inu jrá Jólkinu.
Það er einungis þá, þegar farið er
að halda áfenginu frá fólkinu, að bar-
áttan fer að snúast um áfengið eitt út
af fyrir sig. Og þá er það, að það
fer að fá vind í seglin, fer að vaxa
svo templurum í augum, að þeir eigna
því ýnisa undarlega eiginleika og kenna
þ\í um allan drykkjuskapinn. Upp
frá þessu fer sú skoðun að ryðja sér
til rúms, að í baráttunni við áfengis-
fýsnina sé vilji manns ekki eins mik-
ils virði sem áfengið sjálft. Ef ein-
hver drakk sig fullan, þá var það í
raun og veru ekki honum að kenna.
Það var miklu fremur að kenna, að
áfengið var á boðstólum og freistaði
hans. Og smátt og smátt umhverfð-
ust hugmyndir bannmanna um áfeng-
ið svo mjög, að þeir nú telja það
sjálfstœðan Jreistara, sem leggur snörur
sínar út fyrir mannfólkið, er aftur á
móti hefir lítil eða engin tök á að
verjast brögðum þess. Þeir eru með
öðrum orðum komnir svo langt, að
þeir hafa flutt hvötina úr brjóstum
mannanna til að láta í sig áfengi, yfir
til áfengisins og eignað því hvöt til
að Játa sig í fólkið.
í augum bannmanna er áfengið orð-
ið að lifandi veru.
Þessu til sönnunar mætti tilfæra ó-
tal dæmi úr skrifum bannpostulanna,
en eg læt mér nægja að nefna tvö,
ný af nálinni.
Eftir því sem Þjóðólfur segir n.
marz þ. á. er áfengið af sænskum
bannmönnum talið »sviksamlegt eit-
ur« og verður það, eins og á stendur,
ekki skilið á annan hátt, en að þeir
telji það hugsandi veru, er sitji á svik-
ráðum við fólkið!
Og ekki má gleyma því, sem hr.
Jóh. Þorkelsson leggur hér til mál-
anna. Að vísu fer hann ekki eins
langt og Svíinn, en enginn efi er á
þvi; að hann telur áfengið lifandi veru;
annars mundi hann ekki leggja það
að jöfnu við lifandí sóttkveikjur.
Auðvitað mætti gera ráð fyrir þvi,
að hr. J. Þ. sé ekki svo lærður, að
hann viti, að sóttkveikjur þær, er hann
nefnir, séu lifandi. En ef hann telur
bæði þær og áfengið dauða hluti, þá
verður hann þó samanburðarins vegna
fyrst að sýna fram á, að hér á landi
sé álíka þorsti eftir kýlapest og bólu-
sótt sem eftir áfengi.
Þetta hefir hann ekki getað færst í
fang, og var raunar ekki við því að
búast, enda telur hann alt lifandi, bæði
sóttkveikjur og áfengi, þegar betur er
að gáð. Hann lætur sér sem sé ekki
nægja samanburðinn á áfengi og nefnd-
um pestum, hann tekur fjárkláðann
líka — til allrar hamingju, svo að þá
þarf enginn að efast um skoðun hr.
Jóh. Hann veit sem sé áreiðanlega,
að kláðamaurinn er lifandi, hefir ef-
laust séð hann skríða og veit, að hann
getur jafnvel skriðið á féð, án þess
að það eða eigendur þess sækist í
minsta máta eftir honum.
Hr. J. Þ. þekkir kláðamaurinn, og
þegar hann fullyrðir, að áfengið sé
slíkrar tegundar, þá rná ganga að því
vísu, að hann hafi einhvern tíma orð-
ið fyrir þvi slysi, að brennivins-
»padda« hafi skriðið á hann og helt
sér í hann nauðugan.
Að hann hafi þessa kynlegu reynslu
frá öðrum, er næsta ótrúlegt, enda
mjög erfitt að sannreynajaað, að »pödd-
unni« sé engin hjálp veitt, þegar aðr-
ir eiga hlut að máli. Væri það sann-
arlega ómaksins vert, og margur mundi
óska þess, að hr. Jóhs. vildi opinber-
lega skýra nánar frá þessu fyrirbrigði,
því að enn munu þeir ekki vera fáir
utan fylkingar bannmannanna, sem
hættir við að vefengja slíkt, og víst
er um það, að fyrir nokkrum árum
hefði ekkert mannsbarn trúað þessu
hér á landi.
En því miður munu þeir menn vera
til nú, og víst er það sorglegt tímans
tákn, að tekist hefir að tæla meiri
hluta kjósenda til þeirrar heimsku, að
greiða atkvæði með banninu, ráðstöf-
un, sem byggist á þeirri ferlegu fjar-
stæðu, að áfengið sé ekki lengur dauð-
ur hlutur, heldur lifandi vera, sem —
eins og sóttkveikjurnar — taki sér
bústað í oss nauðugum, til þess að
sjá lífi sínu borgið.
Er nokkur ástæða til að efast um,
ef slíku á fram að vinda, að kutinn
verði brátt lifandi í höndum morð-
ingjans, svo að hægt verði að kenna
honum um öll morð og sjálfsmorð,
og verðum vér frjálsar, skynsemigædd-
ar verur ekki brátt að verkfæri »í
höndum« þeirra dauðu hluta, sem vér
nú köllum verkfæri vor?
Þetta mun bannmönnum álíka ljóst
og svo margt annað. (Frh.)
-x-.
Raddir hvaðanæfa.
Norðan undan Snæfellsjökli 24. fébr.
Fátt er héðan i fréttnm að skrifa, all-
góð líðan almennings til þessa tima. Snm-
arið og hauetið ágætt til aflafanga, hæði
til lands og sjávar, grasspretta var i sum-
ar allgóð eftir því sem hér er um að gera
og sömuleiðis hagstæð tið svo nýting á
heyafla var allgóð. Sjávarafli var í sumar
heldur rýr, en ágætur i haust til jóla eink-
um á sandi — meðalhlutir þar 80—90 kr.
eftir blautfiskverði, sem var 'þó ekki hátt.
Pundið af blautfÍBki stf. 0.4’/a, smf. 0,3*/s,
ýsa 0,2‘/j. I janúar var einnig góðnr afli,
en mjög lítið það sem af er febrúar, sök-
um ógæfta. Landveðurátta ágæt fram yfir
nýár, en síðan fannkoma mikil, enda jarð-
laust fyrir útigangsfénað síðan um miðjan
janúar. Óvanaleg hér utan til á Nesinu
jafnmikil snjóþyngsli.
Pólitik hefir sjaldan átt hér stöðugt heim-
ili, enda litur út fyrir, að hún hafi alveg
kafnað i vetur undir snjónum. Þó hafa
hlöðin gert sitt til að halda mönnum vak-
andi í þeim málum, er þjóðina varðar miklu.
Bankamálið virðist hafa haft töluverð
áhrif á hugi manna, en fáir munu i fyrst-
unni hafa þózt því vaxnir að taka það
til nákvæmrar yfirvegunar að svo stöddu,
eður fella afhrópunardóm yfir ráðherra
vorn; miklu fremur skildist það á mörgum
fyrst þegar hankastjórnarfrávikningin frétt-
ist, að hann, ráðherrann, mundi hafa það
fyrir sér, er hann gæti fært fyrir góð og
gild rök eftir fyrri framkomu hans i lands-
málum, enda styrkjast menn betur og betur
í þeirri trú, eftir þvi sem fregnir koma
ljósari um það mál. Ekki hefir orðið vart
við áskorun stjórnarandstæðinga um van-
traustsyfirlýsing til ráðherra. Annaðhvort
hefir hún ekki verið send hér i ytri hlut
sýslunnar eður hafi hún hingað verið send,
þá lögð á sér hæfilegar náfjalir. Hvort
tveggja getur verið sennilegt, þar eð hér
var lítils sigurs að vænta i þvi máli frem-
ur en' við siðustu þingkosningar, og kann
vera, að okkar fyrverandi yfirvald og þing-
maður hafi af gömlum kunningsskap imynd-
að sér hið rétta í þvi falli. Tillögum um
aukaþing hefði vist ekki verið gaumur
gefinn.
Berufirði 7. marz 1910,
Fáeinar línur til þln, gamla, góða ísafold,
Sumarið siðastl. var arðsamt hér kringum
fjörðinn hvað heyskap snerti. En aflinn
var sama sem enginn og muna engir hann
svo lítinn, hér við Berufjörð. Verzlunin
slæm. Útlend vara feikna dýr, ull i lágu
verði o. fl. af innlendri vöru. Þess er að
vænta. Kaupmenn ráða lögum og lofum
um það alt. Með ósvinnu hamast nú sum-
ir, þegar loks stjórn og þing vill fara að
reyna leita uppi betri markaði í heiminum.
Nei. Stjórn og þing hafa harla smátt skift
sér af verzlun landsins liðnu árin. Land-
námsmenn skiftu sér meira af, að sem minst
okur ætti sér stað. Verzlunin, eins og hún
er nú, er léleg lyftistöng menningar og
framfara.
Louis Zöllner var hér í sept. á Eriðþjóf
slnum. Hann keypti alt af verzlunarfélag-
inu Austra hér, og var sanngjarn í samn-
ingum. Það vill elda af því, að islenzha
verzlunin haldist i höndum útlendinga.
Líklega fast að tólf hundruð tunnum af
keti hefir fluzt út, af svæðinu frá Breiðdal
á Hornafjörð í haust.
Það Bem af er vetrinum hefir tíðarfarið
verið fremur stirt. Frost mikil framan af.
Snjór nokkur með nýári og sjóbleytur.
Alt einum kopar yfir steypt í 7 vikur.
Þrengdi því að ýmsum mjög með hey.
Nú hláka góð komin, og hagar sumBtaðar.
Ekki köfnum við i Berunesshrepp i prest-
þjónustunni. Illfært oftast fyrir presta þó
yfir fjörðinn. Við slíku mátti altaf búast,
og lítið vit i að sameina þannig, þar sem
jafnmikill og veðrasamur fjörður er í milli.
Við verðum því að gjalda fyrir nauða
litla þjónustu. Slikt er óhæfilegt ranglæti.
Ssjórn og þing verða að taka það til
greina. Ef við getum verið án prestþjón-
ustu, svo geta alíir verið það á iandi voru.
Undirskriftasmali var einn í sveit hér í
vetur. En illa beit á krókinn, að eins 3
drættir og þeir þunnir. Það er annars
sómasamlegt eða hitt heldur af fulltrúnm
þjóðarinnar, að vera sí og æ með þessar
fiflalegu æsingar, og lokka þekkingarsljófa
og skilningslitla menn, að skrifa undir það,
sem maður ekki almennilega skilur.
Reykjavikur-annáll.
Aðkomumenn : Konráð Hjálmarsson kaup-
maður, sira Ásgeir Ásgeirsson Hvammi,
bærdurnir Bjarni Jensson Ásgarði, Benedikt
Magnússon Tjaldanesi.
Aflabrögð. Sœborgin (eign Duusverzlun-
ar) kom inn i gær með 14000. íslending-
ur (botnvöfpungurinn) einnig i gær með
15000. Marz kom um daginn með nærri
30,000 og hélt með þau tíl Englands.
Dánír: Kristján Wíum Halldórsson, Njáls-
götu 62, 22 ára. Dó 8. apríl.
Sigríður Tómasdóttir ekkja. Vesturg. 22,
62 ára. Dó 7. april.
Sveinn Ingimundarson gamalmenni, Berg-
staðaBtræti 41. Dó 16. apríl.
Sæmundur Jóelsson sjóm., Hverfisgötu
30, 20 ára. Tók út af skipinu Seagull og
druknaði.
Guðsþjónusta á morgun.
í Þjóðk.: kl. 12 sira Fr. Fr.
kl. 5 dómkirkjuprestur.
í Frikirkj.; Hádegismessa.
Fasteignasala. Þingl. 14. apríl.
Björn Gislason útgerðarmaður selur Jóni
kaupmanni Þórðarsyni húseign nr. 50 B við
Laueaveg með tilheyrandi fyrir 6000 kr.
Dags. 11. april.
Eirikur H. Sigurðsson trésmiður selur
þeim Páli Arnasyni lögregluþjóni, Helga
Hannessyni úrsmið og Gruðm. Guðmunds-
syni á Vegamótum húseignnr. 12 við Skóla-
vörðustig (»Heysi«) með tilh. fyrir 7000 kr.
Dags. 7. apríl.
Garðar Gíslason & Hay selja Agli skó-
smið Eyólfssyni i Hafnarfirði V* úr hús-
eigninni ur. 10 við Ingóifsstræti með tilh.
fyrir 6000 kr. Dags. 18. april.
Lárus Benediktsson fyrv. prestur selur út-
gerðarmanni Birni Gislasyni húseign nr. 50
B við Laugaveg með tilh. fyrir 6000 kr.
Dags. 2. april.
Þórarinn Bjarnason skipstjóri i Hafnar-
firði selur Finnhoga Finnhogasyni skipstjóra
i Rvík húseign nr. 24 við Ránargötu með
tilh. fyrir 7(X)0 kr. Dags. í april.
Hjúskapur: Þorbergur Guðmundsson
bóndi úr Kjósinni og ym. Ingibjörg Katrin
Guðmundsdóttir, 2. apríl.
Hljómleikar. Hr. Oscar Johansen efndi
til hljómleika í veitingasalnum i Hótel ís-
land í gærkvöldi. Góð skemtun.
Hringskemtanirnar á miðvikudag og fimtud.
voru mikið vel sóttar. Stúlkurnar, sem léku,
voru jungfrúrnar, Elín Matthiasdóttir, Elín
Stephensen, Halldóra Matthíasdóttir, Ingibj.
Brands., Laufey Vilhjálmsdóttir, Margrét
Bjarnadóttir, Sigriður Björnsdóttir og Þór-
dís Björnsdóttir. — Áhorfendur virtust
skemta sér vel. — En það sem mestu skifti
var það, að Hringurinn fekk laglegan skild-
ing til liknarverka sinna.
r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ rn>r'* r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^ r^
k.J KJ ±J ±J I.J KJ Ki k.J ki ki ki k.J k.J k.J k.J KJ ki ±J k.J k.J k.J k.J k.J k.J
Hiö allra nyjasta!
Klæði, margar tegundir, hver annari fallegri: 2.50, 3.00, 3.25,
3.50, 4.00, 4.25, 4.75.
Dömunáttkjólar frá kr. 2.60—4.00. Hvít pils frá kr. 1.80.
Dömuskyrtur 1.35—3.75. Hvitar smekksvuntur frá 1.20.
Nátttreyjur 1.40—3.50. Barnasvuntur frá 0.40.
Millipils 1.10, 2.25, 2.75, 3.50, 4.00, 5.00, 6.00. Hörlök 1.90.
Svört
Gerið
Svart ullarsaxoni í svuntur frá 0.45 al.
Ljómandi falleg sjöl frá 6.00—25.00.
Cachmersjöl 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 13.00,
1 vel að líta á vörurnar! Þér ið:
15.00, 18.00.
ekki eftir það.
Brauns verzlun Hamborg,
Aðal-
str. 9
ri ri-r'i r^ ri r^ r^ r^ r^ r^ n ri.ri r^ ry r^ r^ m m r^ r^ r^ r^ r^
k.j k.j k.j k.j k.j k.j ^.j k.j k.j k.j k.j k.j k.j k.j ±j k.j k.J k.j k.j k.j k.j k.j k.j k.j k.j
Verzíun B. Ji. Bjarnason
fekli með Sterling og Kong Helge
mestu kynstur af alls konar vörum og skal hér aðeins
fátt upptalið af mörgu:
Tltjíenduvörur af öllu tagi, þar á meðal grænar
baunir, gott merki í 2 pd. dós 75 a., í 1 pd. dós 45 a.
Lax á 50 a. Sardínur frá 25 a. dósin.
Jiaffibrauð og Tekex, íjölda teg.
Pijísur og alls konar Osíar, sem seldir eru með
bæjarins lægsta verði. TTlargarine, 4 teg., hver
annari betri. Jjppeísínur, 2 teg.
Jiartöfíur, Lauhur og Jiödbeder.
Posfutíns-, Leir- og Glervörur.
Btómsturpottar, mjögódýrir.
Byggingavörur og Etdtjúsgögn alls konar.
JJldíaravörur af öllu tagi, sem eru beztar og ódýr-
astar í þessum bæ.
Hegnfatnað af öllu tagi, treyjur, buxur og sjóhatta.
Jfjótreiðarvörur alls konar, þar á meðal ekta Cycla-
lakk, Pumpur, Stýri, Bjöllur, Lykla, Handtök, Töskur.
Vega mjótkurskilvindurnar heimsfrægu.
Túnastrokkar og Skitvinduofía.
Vín og Tóbak með bæjarins lægsta verði.
Gtysvarningur ýmiskonar o. m. fl.
Ljáblöðin, sem eru orðin landsfræg fyrir hið góða bit
og hina sérstaklega finu herzlu, sem er alveg sérstök,
koma, sem venja er til, i júní næstk. og verða, sök-
um hinna afarstóru innkaupa, í ár, sem að undanförnu,
langódýrust í fjá
Verzlun B. Ji. Bjarnason. Q.
Haídið borðlíni og há^líni
yöar jafnan hvífu sem snjó
með þvt að nota ávallt
Sunlight sápu.
Lei&beiningar viðvikjandi notkun
sápunnar fylgja hverri sápustöng.
Blóm
t. d. Pálmar, Araliur, og fleirí
blaðplöntur; einnig allsk. blómstur
og matjurtafræ
Stýrimannastíg 9.
(Aígreiðsla kl. n — i og 4—5 síðd.).
Oskast keypt nú þegar
tvær búðargluggarilður stórar (2X3 al.
eða þar um).
Þeir sem kynnu að hafa slíkar rúð-
ur, eru beðnir um að láta # mig vita
sem allra fyrst. D. östlund.
Alveg nýtt
áreiðanlegt meðal gegn blaðlús fæst á
Laufásveg 17.
Kristín Meinholt.
Ungmennafélagsskemtun fjölbreytt var
haldin á mánudagskvöld. Þar var karla-
söngur, einsöngur (Gisli Guðm.), glimur,
sjónleikar og skrautsýningar. Fnlt hús og
♦gleði i höll«. — Ágóðinn rennur í húshygg-
ingarsjóð félagsins.
Otsvarskærur: Fresturinn til að kæra
yfir útsvarinu er útrunninn á morgnn. Síð-
nstu forvöð að senda kærnna til niðurjöfn-
unarnefndarinnar fyrir annað kvöld.
Leikfél. Rvíkur
ímyndunarveikin -
I kveld laugatdag 16. og sunnudag 17.
apríl kl. 8V2 í Iðnaðarmannahúsinu.
Til leigu frá 14. maí 2 herbergi
með eldhúsi og geymslu í kjallara,
aðgang að þvottahúsi. Afgr. vísar á.
Til leigu verzlunarbúðin, Lauga-
veg 6. Gísli Þorbjarnarson.
Duglegur maður, vanur jarða-
bótum, óskast t vorvinnu.
Páll Halldórsson.
Ibúðir til leigu 10—25 kr. um
mánuðinn, upplýsingar í verzl. Jóns
Þórðarsonar.
Til leigu frá 14. maí 2 lofther-
bergi, eldhús og geymsla á Hverfis-
götu 48.
Guitar er til sölu með mjög
lágu verði, upplýsingar i Tungötu 2
kjallaranum.
Stota með svefnherbergi (hús-
gagnalaus) í eða sem næst miðbæn-
um, óskast 1. mai. Tilboð merkt
»Sólvík« sendist afgreiðslu blaðsins.
Peningabudda fundin, vitja
má í Bergstaðastræti 7.
Drengur óskast til smávika dag-
stund, strax.
Stulka óskast til morgunverka.
Hátt kaup.
Herbergi til leigu, fyrir ein-
hleypa, frá 14. mai, Grettisgötu 11.
Flnclrnr hreinar 3^ pts- eru
nUwlllll keyptar í verzlun
B. H. Bjarnason.
Liíandi blóm
af mörgum tegundum, mjög ódýr,
enn fremur alls konar matjurta-
og gulrófufræ fæst hjá
Kristinu Meiuhoit
Laufásveg 17
Til leigu frá 14. maí góð íbúð
á móti suðri á Bókhlöðustíg 7. í
sama húsi til leigu búð í kjallara.
Upplýsingar gefur Eggert Briem skrif-
stofustjóri, Tjarnargötu 28. Telefón
25 5-_________________________
Til leigu stofa með sentral hit-
un og húsgögnum ef óskað er.
Upplýsingar á Amtmannsstíg 4.
Silkisvunta fundin í leikhús-
inu á sunndaginn. Eigandi vitji henn-
ar á Skólavörðustig 6 C, og borgi
auglýsingu þessa.