Ísafold - 11.05.1910, Síða 2

Ísafold - 11.05.1910, Síða 2
112 IS A F 0 L D ■^vvvvvvvvvy^- Hvítasunnu- og fermingar 3 skófatnaður er nýkominn, feiknamiklar birgðir, margar nýjar tegnndir, t. d.: Kvenstígvél skinandi falleg á kr. 7.00 og 7.50. Karlm.stígvél, sem >Zeppelin« heita, afarvönduð og falleg, kr. 8.00. Unglinga- og barnaskófatnaður, óþrjótandi úrval. Strigaskór og brúnn skófatnaður handa fólki á öllum aldri. Legghlífar (Gamascher) af 12 teg., verð frá 2.25. Munið að hjá mér er úrvalið stærst, gæðin mest, verðið lægstl LárusG.Lúðvígsson Þingholtsstr.2 -4-4.^4»4~4~4 4^ halda áfram; það mun aðöðrumkosti hafa mikið við að styðjast. Vér erum sannfærðir um, að þessi aðferð mundi reynast ekki einungis hyggilegust, heldur og samkvæm hugs- unarhætti þjóðarinnar dönsku. Fyrir því gerum vér oss von um, að ríkis- þingið muni ekki einungis taka frum- varp alþingis til meðferðar, heldur og fallast á það. En kjósi danskir stjórn- málamenn sér annað lag, munum vér skjóta málinu undir dóm danskra kjós- enda. Þar munum vér eiga vísan sig- ur, með því að Danir eiga svo hægt með að setja sig í vor spor. Það er hugsanlegt, að vér eigum fyrir oss langa baráttu við þá menn, er lögum ráða í Danmörku, áður en málið nær þvi að verða borið undir þjóðina. Því ríður íslendingum á, að dómi meiri hlutans sem nú er, að verða sammála og vera sammála. Mótbár- urnar, sem eg hefi nefnt, eru alþektar afturgöngur frá sjálfstæðisbaráttu allra þjóða, því að óviðeigandi hræðsla leit- ar hér sem jafnan ella að stöðva alla góða og drengilega viðleitni. Þess vegna verður oss íslendingum stór- mikils virði sá siðferðislegur stuðning- ur, sem samúð Dana, Norðmanna og Svía getur veitt oss. Og þótt svo sé, að þær þjóðir eigi ekki tiltakanlega mikið upp að inna kynslóðinni (ís- lenzku), sem nú er uppi, þá er öðru máli að gegna um forfeður vora, því satt að segja á öll þjóðleg endurreisn hér í Skandinavíu kyn sitt að rekja til fornbókmentanna íslenzku. Eg fyrir mitt leyti er ekki hræddur við neina af mótbárum þeim, er hald- ið hefir verið fram af stjórnmálastefnu þeirri heima í mínu landi, sem eg fylgi, sem sé landvarnarstefnunni, en hún er konungssamband svo sem hið minsta sjálfstæði, er íslendingar geta gert sér að góðu. Og eg er ekki hræddur, af því að eg hefi óbifandi traust á mannúð dönsku þjóðarinnar. En þótt svo færi, að alt legði sam- an í móti oss, þá veit eg fyrir víst, að íslendingarhalda baráttuni áfram, með fullum þegnskap og eftir þingræðis- reglu, en seigt og örugt, því að sjálf- stæðisþráin er orðin hold af þeirra holdi og blóð af þeirra blóði, og sjálfstæði er lífsskilyrði fyrir þjóðerni vort. Slysfarir. Á sumardaginn fyrsta týndist bátur úr Bolungarvík vestra. 3 menn drukn- uðu: formaðurinn Jason Jónsson, Bene- dikt Halldórsson og Björn Björnsson. Maður féll útbyrðis af vélarbát þ. 20. apríl norður á Eyjafirði á leið frá Svalbarðsströnd út í Hrfsey. Náðist lifandi, en dó eftir nokkra klukku- tíma. Hann hét Eiríkur Guð- mundsson. Loftskeytin. Marconi er búinn að koma á reglu- bundnu lofskeytasambandi tnilli Eng- lands og Canada, segir í færeyska blað- inu Dimmalætting. Þetta er marg- falt meiri fjarlægð en milli íslands og Danmerkur. Andlát Björnsons. Björnson var meðvitundarlaus síð- ustu 8 dagana, sem hann lifði. Allur líkaminn máttvana, nema hægri hönd- in. Kvöldið 25. apríl kl. 7 leið yfir Björn- son. Þá voru hjá honum kona hans, dætur og tengdasonur, Sigurður Ibsen. Nokkrum sekúndum áður en hann dó lagði hann hendina á brjóst sér og sagði veikum rómi: . Það er úti (Det er slut). Hluttekningarsímskeyti flugu hvaðan- æva úr heiminum til ekkjunnar. Hákon Noregskonungur símaði: Hjartanlega tökum eg og drotningin þátt í hinu óbætanlega tjóni, sem þér, Noregur og vér öll höfum orðið fyrir. Lík Björnsons var flutt í eimlest frá París þegar daginn eftir andlát hans. Sú er lögvenja þar í landi, að flytja verður lik þau, er fara eiga yfir landa- mærin innan sólarhrings eftir andlátið. Fyrir því varð ekki herskipið frá Nor- egi látið fara til Frakklands, heldur tók það kistu Björnsons í Kaupmanna- höfn þ. 29, f. mán. Dregin inn seglin. Verzlunar-skýrslur Islands árið 1908 eru nýlega komnar út. Þær geyma í sér mjög mikinn fróðleik, sem alla varðar, er fýsir að kynnast ástandi landsins. — En með því, að margir eru þeir, sem eiga miður greið- an aðgang að skýrslunum mun ísafold í næstu blöðum segja frá hinu helzta í þeim. Skýrslurnar þetta ár (1908) eru óvenju-fróðlegar, með því að að verzl- unin það árið stingur svo mjög í stúf við árin næstu á undan. — Aftur- kippurinn hefst þetta árið. Seglin eru dregin inn á öllum svæðum. Vér höfðum ofreynt oss — spent bogann altof hátt árin eftir aldamótin og hæst árið 1907. En 1908 skifti líka heldur en ekki um. Verzlunarmagnið það árið var nær-ri 6 miljónum króna minna en árinu á undan. ---— Svend Hðgsbro, sá er var atvinnumálaráðgjafi Dana 1905—1908 og síðar dómsmálaráð- gjafi frá 1908—1909 — dó á upp- stigningardag, 55 ára gamall. Hvað elskar sér líkt! Innlimunarblaðið færeyska, Dimma- lætting, er auðvitað samdauna Heima- stjórnar(l l)blöðunum hérna. Það berst hnúum og hnefum móti sjálfstæðismönnunum færeysku, kemur út d dönsku og mælir eindregið bót tillögunum um að hafa móðurmálið ekki skyldunámsgrein í færeyskum skólum og kenna það í síðustu timun- um á degi hverjum — sbr. ísafold um daginn. Systurkærleiki þessa málgagns til Heimastj.(l !)gagnanna hér er hjartnœm- ur. Alt sem Heimastj.(l I) hér lætur gert, er rómað og lofað á allar lundir; það sem sjálfstæðismenn gera, dregið í sorpið. Nú er innileikinn orðinn svo mik- ill, að innlimunarblaðið Dimmalætting prentar upp skammagreinarnar heilar, úr innlimunarblaðinu Lögréttu. Hvað elskar sér líkt! Slúðursögur sannsögliriddarans. Grein þá, er hér fer á eftir, hefir hr. sildarmatsmaður Jón Bergsvemsson beðið ísafold fyrir. Hún er Bvar við illgiörnum rakalausnm samsetningi, eftir J. Ól. i Rvik Ritstj. í 18. tölublaði »Reykjavíkur« er byrj- un á grein eftir hr. Jón Ólafsson alþing- ismann, með yfirskriftinni: »Spyr sá sem ekki veit«. Þar eð grein þessi snert- ir mig að nokkru leyti og ferð mína til útlanda síðastliðinn vetur, þá ætla eg að svara því í henni, sem mér kemur við og eg álít svara vert. Eg vona að al- þingismanninum, sem er að leita sann- leikans, standi á sama þó svarið komi frá mór, þar sem mór hlýtur að vera eins kunnugt um málið og ráðherranum. Svarið verður þá þetta: Eg hefi e k k i fengið 800 kr. eða alla fjárveitingu síð- asta þings, sem ætluð var tveim síldar- matsmönnum, til þess að sigla fyrir til að kynna sér verkun og mtðferð síldar á þeim stöðum, sem helztur er markað- ur fyrir hana. Eg fór e k k i til Nor- vegs síðastliðinn vetur, nema að því leyti að skipið sem eg sigldi með, »Vesta« kom við í Kristjánssand og stóð þar við aðeins nokkra tíma, hélt svo áfram til Kaupmannahafnar og fylgdist eg með henni þangað. Eg hafði því enga ástæðu til þess að skrifa ráðherranum þaðan og gjörði það ekki. Eg hefi e k k i komið til Hollands síðan 1906 og gat því ekki heldur skrifað ráðherra þaðan og beðið hann um peninga til Ameríku ferðarinuar. Það er satt, að eg fór til Ameríku, eftir að eg hafði ferðast um í Danmörku, Svíþjóð og Þýzkalandi og dvaldi eg þá í New-York, Chicago og Boston. En þótt eg hafi eytt 1700 kr eða rúmlega það á þessu ferðalagi þá hefi eg e k k i fengið ávísaðar 1700 krónur úr landssjóði til hennar eða neins annars ferðalags síðan Björn Jónsson varð ráð- herra. Eg vona nú til, að hr. alþingismaður- inn láti sór þetta svar nægja, viðvíkjandi ferð minni, þar eð öllum spurningunum er svarað, sem málefninu koma við. Eg hefi svarað honum af því eg álít eins og hann, að þetta só mál, sem »kem- ur ekki aðeins þingmönnunum við — öllum þingmönnum —, heldur þjóðinni allri«. En þó svarið só þannig lagað, að ekki aðeins þingmennirnir allir — að hr. Jóni Ólafssyni meðtöldum —, heldur þjóðinni allri só með því gjört vitanlegt, að greinin í Reykjavíkinni »Spyr sá sem ekki veit«, er götuskáldskapur, — höf- uðstaðarins að líkindum, — sem einhver sögufróður gárungi hefir fengið einn af alþingismönnunum — einn f u 111 r ú a þjóðarinnar — til þess að hlaupa með út um allan bæ í »Reykjavíkinni«, þá verður hr. Jón Ólafsson að kenna sjálf- um sór um, því vorkunnarlaust var hon- um að fá að vita það rótta, hefði hann viljað spyrja mig um þetta áður en hann ritaði greinina. En-það þykist eg vita, að ekki aðeins þingmennirnir allir, held- ur þjóðin öll ætlist til þess og viti það, að ráðherra íslands hefir öðrum og þarf- ari störfum að gegna, en að svara slúð- ursögum götudrengjanna, þó alþingis- þingismaður só fenginn til að skrifa þær og fá þær prentaðar. Reykjavík 2. maí 1910. Jón Bergsveinsson, (síldarmatsmaðtir á Akureyri). Skepnufellir. f Eftir því sem Isafold hefir haft fregnir af, mun enn sem komið er lítið um skepnufelli, þrátt fyrir óskapa- tíðina í vor. A Vesturlandi segir Dagurinn lítils háttar skepnufelh orðinn, en alt í voða, ef ekki breyti mjög bráðlega til batn- aðar. Einkum fóðurvant við ísa- fjarðardjúp. Aj Norðurlandi er og lítið gert úr skepnufelli, en þar, sem annarsstaðar, búist við öllu illu, nema bráður bati fáist. A Austurlandi er ástandið verst. T. d. var í apríllok búið að skera 11 stórgripi af 14 á Eiðum og 5 (?) í Vallanesi. Hér nærlendis heyrist alls ekki neitt um niðurskurð. Batinn virðist nú vera á leiðinni og fyrir því má búast við, að betur rætist úr en á horfðist. Nýr fiskur norðanlauds. Norðurland kvartaryfirþví,að ekki skuli neitt sent af nýjum fiski með strandbátunum norður á land. Þar fiskilaust. Telur nýjan fisk munu sel- jast mikið vel þar nyrðra. Ártíðaskrá. Góðar undirtektir. Ekki er hægt annað að segja en að hugmyndinni um ártíðaskrá Heilsu- hælisins hafi verið allvel tekið hér í bænum. I hana eru þegar skráðar 11 manns og borist hafa alls 18 minningargjafir og nema þær 124 kr. Við jarðarför frú Karítasar sál. Mark- úsdóttur sendu allmargir minningar- gjafir 1 stað kransa, svo sem lands- höfðingi M. Stephensen, landlæknir- inn o. s. frv. Manndau^i hér í bæ mun vera eitt- hvað kringum 2 af hverju hundraði eða heldur undir ef til vill. Á ári hverju fara því liklega fram nálægt 200 jarðarfarir. Það mun ekki fjarri sanni, að kransa- gjafirnar hafi numið ca. 15 kr. að meðal- tali; sennilega er það of lágtreiknað, meira að segja: Við eina jarðarför í vetur námu kransarnir t. d. um 300 kr. En gerum meðaltalið 15 kr. Þá haja 3000 kr. verið lagðar útáhverju ári í kransa. Væri þeim nú ekki betur varið í sjóð Heilsuhælisins ? Líýöháskólinn á Hvítárbakka. Honum var sagt upp síðasta vetrar- dag. Þar hafa verið að námi í vetur 38 nemendur: 12 stúlkur og 26 piltar í 2 ársdeildum. Aldur nemenda hefir verið æði mis- jafn; yngsti nemandinn 13 ára, en sá elzti 27, en flestir um tvítugsaldur. Úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslu voru 11 nemendur og úr Húnavatnssýslu 12. Hinir voru úr 9 sýslum landsins. Skóli þessi hefir nú staðið 8 ár, en 5 ár eru siðan hann hóf starf sitt að Hvítárbakka í Borgarfirði, þar sem áður hét Bakkakot. Á hverju ári hefir formaður skólans látið byggja þar meira og minna, svo húsakynni eru þar orðin allmikil. Og nú í sumar verður þar gert steinsteypuhús og mun það bæta úr húsrúmsskorti þeim, er borið hefir mikið á i seinni tíð vegna hinnar miklu aðsóknar að skólanum undanfarin ár; hefir jafnan á hverju hausti orðið að vísa mörgum frá. Skipaferðir. Vestri kom í gærkveldi norðan og vestan um land með um 50 farþega. Kom einum degi á undan áætlun, þrátt fyrir ill veður. Meðal farþega: Chr F. Nielsen kaupm., Andrós Guðmundsson umboðssali, Kristján Jónasson kaupm. Þorl. Bergsveinsson, Rúgeyjum. Sterling fór frá Leith í gær síðdegis. Væntanlegur hingað á laugardaginn snemma. Prospero kom í gærkveldi seint frá Noregi og Færeyjum með eitthvað af farþegum. ' Botnía fór hóðan áleiðis til Khafnar 9. þ. mán. Farþegar: Yfirhjúkrunar- kona Harriet Kær, frú Erika Gíslason, frk. Kielstrup hjúkrunarkona. Til Vestur- heims fór Þórður Thorsteinsson (rektors) og 3 menn aðrir. Til Vestmanneyja: Þorv. Krabbe verkfræðingur. Gufuskipið Schweigaard (hvalabát- ur) kom frá Patreksfirði á sunnudaginn og fór aftur vestur f gær. Fjöldi Patreks- firðinga notaði skyndiferð þessa til að bregða sór til Rvíkur, m. a. síra Magn. Þorsteinsson Patreksfirði, Guðm. sýslum. Björnsson, Björn Ólsen kaupm. o. m. fl. Kong Helge fór frá Leith (á leið frá Hamborg) í gærmorgun. Kemur hingað fyrri hluta laugardags, að líkindum. Vendsyssel fór frá Khöfn í gær á leið beint til Víkur, Vestmanneyja og Reykjavfkur. Vesta kom á mánudaginn til Fáskrúðs- fjarðar á útleið, Pervie kom þangað sama dag. Farþegaflutningur. Það er naumast vanvirðulaust fyr- ir þenna bæ, hvernig farþegaflutning- ur af skipsfjöl og á gengur. Hvern- ig sem veður er, má heita, að það sé ókleift fyrir farþega að komast hér milli skips og lands, án meiri eða minni hrakninga. Þeir verða oft hold- votir, fötin stórskemd o. s. frv. og ber við, að það er hreinn og beinn lífsháski. Þessu dugir ekki hlíta. Væri það ofætlun Hafnarsjóði að láta smíða góðan flutningsbát og sjá svo um, að hann væri altaf til taks þegar farþegaskip eru á ferðum hér og flutningstaxtinn ákveðinn? Sennilega mundi báturinn borga sig á fáum árum, og enginn sem til þekk- ir mundi álíta þeim peningum illa varið. Þvert á móti mundu allir, sem hlut eiga að máli, verða Hafnarnefnd- inni mjög svo þakklátir, ef hún gæti ráðið einhverja bót á því sleifarlagi, sem nú er á farþegaflutningnum hér í höfuðstaðnum. Ferðalangur. Uppspuninn um landssjóðsláns-vanskil. Nýjasta skáldsaga hinna sannsöglu. Frásögn »sannsöglismálgagnanna« þeirra Hafsteiðsliða um vanskil af landsstjórnarinnar hálfu við Lands- bankann á nokkru af landssjóðsláninu frá í fyrra (il/2 milj. kr. alls) er alveg tilhæfulaus ósannindi, eins og við mátti búast úr þeirri átt. Það hefir ísafold gengið úr skugga um bæði hjá landsstjórninni og Lands- bankanum. Bankinn hefir fyrir margt löngu feng- ið sér greitt alt landssjóðslánið, hvern eyri. Var meira að segja búinn að fá mikið af því áður en gamla banka- stjórnin fór frá. Henni var hjálpað um það um alla skyldu fram, áður en hún gat staðið í skilum af sinni hálfu. En það er nú kunnugt orðið, hve ráðdeildarlega hún hefir farið með bæði það og annað lánsfé, er henni var trúað fyrir, að meira eða minna leyti! Að pví býr Landsbankinn enn, svo sem vonlegt er. Þeim væri ráð, fyrnefndum sann- leiksmálgögnum, að reyna að sjá ofur- lítið betur forráð fótum sínum áður en þeir hleypa næstu »skáldsögu« sinni af stokkum. Mannalát. Stefán J ónsson, verzlunarstjóri Gránu- fólagsins á SauSárkrók, varö bráðkvadd- ur snemma morguns þ. 5. þ. m. Hann hafði um nokkuð langan tíma kent hjarta- sjúkdóms. Stefán varð 53 ára, fæddur 27. okt. 1856 og sonur Jóns prófasts Hallsson- ar og konu hans Jóhönnu Hallsdóttur. Hann stjórnaði mörg ár verzlun Gránu- fólagsin8 og þótti mjög dugandi kaup- maður. — Tvígiftur var hann; mistl fyrri konu sína, Ólöfu Hallgjrímsdóttur, 1901. Árið 1903 kvongaðist hann í annað sinn Elínu Eggertsdóttur Briém og lifir hún mann sinn. — Einn sonur af fyrra hjónabandi lifir: cand. phil. Jón Stefánsson, en með seinni konunni átti hann ekki börn. Fósturdóttir hans er frú Lovísa Sveinbjörnsson, kona Guðm, Sveinbjörn8Son, Heimili Stefáns á Sauðárkrók var ann- álað um alt land fyrir sakir gestrisni og myndarskapar. Og munu þeir, sem þar hefir að garði borið seint gleyma höfð- ingsskap húsbónda og ljúfmensku. Hór í bænum lózt þ. 5. þ. mán. Ólafur Jónwson bæjarfógetaskrifari, eftir lang- vinna vanheilsu. Hann var fæddur 14. júlí 1851, að Máfahlíð í Neshreppi innri á Snæfellsnesi. Faðir hans var Jón Guð- mundsson óðalsbóndi í Máfahlíð. — Hann ólst upp í heimahúsum. — Varð sfðar sýsluskrifari hjá Skúla sýslumanni Magn- ússyni. Fíuttist svo að Máfahlíð og bjó þar nokkuy ár, þar til hann brá búi og

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.