Ísafold - 14.05.1910, Side 3

Ísafold - 14.05.1910, Side 3
18 AFOLD 115 Strandferðabátarnir. Mikið vel er af þeim látið aS flestu leyti nú eftir þeirra fyrstu ferS. Þeir urSu á u n d a n áætlun hingaS báSir, svo ill veSur sem þeir hreptu. Komu þ ó viSar viS en til var ætl- ast, Vestri á NorStirfirSi í norSurleiS meS mikiS af útlendum vörum, sem komu sér mjög vel þar, og Austri á Eyrar- bakka og viS Kópasker. Eugiu áætl- unarhöfn fóll úr, nema Blönduós í norS- urleiS; var ófært veSur; en suSur í leiS hepnin sú, aS hittist þar á eina af ör- fáum hægviSrisstundum í allri ferSinni, og komst alt á land þá, er þangað átti aS fara. Hinn danski skipstjóri á Vestra fær bezta orð. Maður mjög samvizkusamur, viðfeldinn, þótt fámáll sé, ýtinn og gæt- inn. Stýrimeun íslenzkir báSir, honum samvaldi'r, hafa hlotið hvers manns hylli. Hásetar, sömuleiðis íslenzkir, liprir og kurteisir, og sýnilega beztu sjómenn. Vólmeistarinn efri er danskur, en hinn ísleuzkur, sonur SigurSar prófasts í Flat- ey. LeiðsögumaSur í ferðinni Hrólfur Jakobsson skipstjóri, afbragbsmaður til þeirra hluta og þaulkunnugur. Fyrir Austra ræður íslenzkur skip- stjóri, Júlíus Júliníusarson, eyfirzkur. Fyrri stýrimaður er SigurSur Pótursson frá Hrólfskála, en síðari danskur, rosk- iun rnaður. Hásetar íslenzkir. Mjög vel látiS af þeim öllum. Vélstjórar báðir danskir, og leiðsögumaður sömuleiðis, Olsen að nafni og vel kunuugur hór við land. Miður látið af brytum á báSum bat- um. Þeir eru báðir danskir og hafa danskt þjónustulið. Brytinn á Vestra allstirður og mjög naumgjöfull, með dönskum þóttasvip viS þá, sem eru ekki því betur búuir. Austrabrytinn likur, en þó viðfeldnari. Frarnreiðsla öll síðri og matarútlát órífari en títt var a Skal- holti og Hólum. Rúm milcið góð í báðum bátunum og þægileg. Farþegum fiust fara miklu betur um sig í svefni og sessi en í gömlu bátunum. SkemtigönguþiIfariS bætir og mikið. FundiS er að lýsingu á bátunum. Bú- ist við rafljósi; en enn eru steinolíu- lampar, sem leka sumir og kerti, sem tolla illa. K æ 1 i r ú m i n komu að notum nú þegar í fyrstu ferðinni. Smásíld nóg á EyjafirSi og flutti Vestri hóg af henni kældri til ísafjarðar eftir pöntun 1 sím- anum, meS því að þar var beitulaust. ÞaS kom sór mjög vel. (Þessa skýrslu hefir glöggur íslendingur, 8em ferðaðist á bátunum látið ísafold í té). -•=A\v=_. Skipaferðir, Sterling kom í morgun með um 50 farþega. Meðal þeirra: C. Trolle kap- teinn með fjölskyldu sinni, Emil Schou bankastjóri og frú, Tang kaupm, og frú, Coplaud meS sinni frú, Gunnar Þorbjörns son og hans frú, Chr. Johnasson kaupm., Richard Riis kaupm., Jshöj deildarstjóri hjá Bryde, frú Kr. Torfason (kona síra Richards), jungfrú Kristín Pétursson, Þórður Jónsson verzlm., Þ. Jóakimsson, hr. Opheim o. fl. o. fl. Kong Helge væntanlegur í dag síðd. Gainbetta aukaskip frá Thorefólagi væntanlegt á þriðjudaginn. Hey frá útlöndum hefir ein sýslu- nefnd á landinu látið panta á þessu vori, 8amkvæmt heimildinni í sveitar- stjórnarlögunum nýju (10/u 1905), 70. gr., um ráðstöfun til að afstýra hallæri, e i n u lagaheimildinni, sem vór höfum til þess kyns ráðstafana af stjórnarvalda hálfu. ÞaS er sýslunefndin í Húnavatnssýslu. Oddviti hennar, Gísli sýslumaður ís- leifsson, befir pantað meS Ceres, sem nú er á ferð hingaS til lands, 20 þús. pd. af heyi frá Skotlandi hingað á Skaga- strönd. Þar kvað vera mikið heyleysi úti á ströndinni. Þar er ekki yfir fjall aS fara að nálgast þaS úr kaupstaðnum, og þvf líkur til, að tilraun þessi, sem er í sjálfri sér góðra gjalda verð, komi að haldi, e f það er ekki alt um seinan. Reynist þetta vel, gæti það orðið til þess, að farið væri aS panta hey handan um haf að haustinu, áður en snjóa leggur, hafi heyjast illa aS sumrinu. Og er harla mikilsvert, ef það yrSi á- samt öðru (kornforðabúrum í sveitum) til þess, aS hætt væri a 1 v e g aS tefla í tvísýnu með skepnur sínar, heldur láta aldrei bregðast að hafa handa þeim nægar fóðurbirgSir, hvernig sem árar. Úr kjördæmi ráðherra. » Ur kjördeemn og »riki ráðherrans« hafa þeir sent greinar í blöðin, Ing- ólfur hreppstjóri og sýsluskrifari Krist- jánsson í 20. bl. Lögréttu og bakar- inn — nei, Patrekur vildi eg sagt hafa — i 17. bl. Reykjavíkur. Hinn síðarnefndi spyr aðallega um, hvað þingmaður Barðstrendinga hafi gert fyrir kjördæmi sitt; fyrir hvað hann eigi þakldf skilið. Ennfremur segir hann, að kjörfundi hér hafi hann lofað hinu og þessu en ekkert efnt. Þessu vil eg svara frá mínum bæj- ardyrum. Um leið og hann (þingm.) væntan- lega hefir unnið landinu í heild sinni stórgagn með framkomu sinni í sam- bandslagamálinu, aðflutningsbannsmál- inu og bankamálinu, þá hefir hann vitanlega einnig unniÉJ kjördæmi sínu gagn, miklu meira gagn heldur en þó hann hefði útvegað Barðastrandarsýslu nokkur hundruð eða jafnvel þúsundir króna til eins eða annars, og hann á um leið fyrir það skilið þakkir, ekki einungis okkar, kjósenda sinna, held- ur og ailrar þjóðarinnar. Út af loforðunum, sem Patrek- ur nefnir, duttu mér í hug orð skáldsins: »Þú ærusveit, sem aldrei sefur, ef efni i sögu fiska má, og dregur meira’ en drottinn gefur* 0. s. frv. Eg minnist alls ekki neinna þess- ara loforða, og það fer víst eitthvað á milli mála hjá hr. Patreki, að þing- maðurinn hafi gefið þau á kjörfundi, því að þá (10. sept.) var hann alls ekki staddur hér, heldur í Reykjavík. A almennum fundi, senr þingmað- urinn stefndi hér til, mun hann hafa minst eitthvað lítillega á, að hann væri því mótfallinn, að sýslufélög yrðu krafin styrks til landsíma, og vegir okkar væru slæmir o. þvíuml., en að hann hafi gefið nokkur ákveðin loforð þessu viðvíkjandi er fjarstæða, enda var hann alls ekki kosinn vegna neifina smáloforða, heldur af því, að það var alkunnugt, að hann í stór- málunum — landsmálunum — sigldi ekki undir fölsku flaggi. Þá vil eg minnast lítið eitt á Lög- réttugrein sýsluskrifarans. Hann segir, að vantraustsyfirlýs- ingarundirskriftaskjal stjórnarandstæð- inga hafi einnig verið sent hingað í vetur, en þeir, er það var sent, hafi ekki hréyft því, af því að þeim hafi ekki þótt rétt að gera tilraun til að safna undirskriftum, meðan menn ekki hafi getað myndað sér neina sjálfstæða skoðun á málinu. Það er áreiðanlegt, að þetta skjal var frá sýsluskrifstofunni sent og sýnt þeim, sem nokkrar likur þóttu til, að mundu fást til að skrifa undir það, en þeir voru sárfáir, sem þóttu á- rennilegir og af þeim fáu voru margir, sem brugðust vonum sýsluskrifarans. Það er engum vafa bundið, að hefði sýsluskrifaranum tekist að fá meiri hluta kjósenda til að skrifa undir vantraustsyfirlýsingu á hendur ráðherra, þá hefði honum fundist undirskriftirnar góðar og gildar og bera vott um stjórnmálalegan þroska. Þegar undirskriftum undir trausts- yfirlýsingu til ráðherra var safnað hér, voru »athugasemdir og andsvör* frá- viknu bankastjórnarinnar þegar kornin hingað fyrir löngu og almenningur gat þá — ef annars nokkurn tima — af blöðum, skýrslu og andsvörum verið búinn að mynda sér sjálfstæða skoðun i bankamálinu. Hann sagðist vita það, hreppstjór- inn — og ætti líka að vita það, —- að hér í hreppi hafi þó nokkrir undir- skrifað, sem ekki standi á kjörskrá. Þetta er ósatt. H\er einn einasti í Patrekshreppi, sem hefir undirskrifað traustsyfirlýsinguna stendur á kjörskrá. Hann veit ekki, sýsluskrifarinn, hvers vegna engir fundir eru haldnir og gefur það honum ástæðu til að ætla, að okkur hafi þótt álitlegra til sigurs að vinna í myrkrinu. Eg fyrir mitt leyti veit ekki, hvaða gagn - það hefði gert stjórnarandstæðingum, þótt fundur hefði verið haldinn hér, hygg að útkoman hefði orðið svipuð /og með undirskriftunum eða jafnvel engu lakari í garð ráðherra, eins og t. d. sýndi sig á Bíldudalsfundinum. Flest fara nú að verða myrkraverk, ef það eru myrkraverk, að 52 kjós- endur af 75 alls skrifa undir trausts- yfirlýsingu. Nei, sýsluskrifari góður, hér hefir ekkert pukur átt sér stað, eins og hjá ykkur með laumuskjalið í vetur. Út af niðurlagi greinar minnar í 9. bl. Fjallk. dregur hr. Ingólfur Krist- jánsson þenna vísdóm: »Mér skilst á orðum læknisins, að allir þeir, sem ekki eru ánægðir með allar gerðir ráðherra séu á móti honum af per- sónulegu hatri;en það sér hver mað- ur, jafnvel læknirinn líka, að engri átt nær.« Já, Ingólfur, eg sé það vel, en það lakasta er, að eg hefi hvorki hugsað, talað né skrifað neitt þessu líkt, sem yður skilst, eða með öðrum orðum, að skilningur yðar á orðum mínum er mein-vitlaus. Eg kalla, að þeir menn séu blindir af hatri til Björns ráðherra og stjórn- ar hans, sem ekki mega heyra honum lagt liðsyrði, ekki geta séð eða fundið að hann hafi gert neitt nýtilegt, hvað þá heldur stórgagnlegt sem ráðherra, heldur þvert á móti, að flestar, ef ekki allar hans stjórnarathafnir hafi verið og séu landinu til bölvunar. Einn af þeim allra fremstu í þess- um flokki mun vera sýsluskrifarinn. Það hatur hans kom víst jafnvel til, áður en Björn varð ráðherra, já, áður en hann varð þingmaður, það fór að bera talsvert á þvi Jyrir kosningar 10. sept. 1908. Eg hefi heyrt, að hann hafi fyrir kjörfund beðið einn verka- mann hér á staðnum að koma og kjósa, en hann vonaði, að hann yrði ekki svo vitlaus að kjósa »helvítið hann Björn«. Þetta mun tæplega vera eina dæmið upp á velvild hans til B. J. um það leyti. Gásalöppuðu rúsínuna í pylsuend- anum hans Ingólfs sendi eg honum aftur, eg get ekki melt hana. Patreksf. 29. apríl 1910. Sig. Magnússon. Ferðaraenn og Sjómenn! Gleymið ekki að lita inn í Brauns búð, áður en þið festið kaup annarstaðar, og þið munuð spara mikla peninga. ' Cð *? 05 09 3 o i.5 co ctj o) ,_r c «0 aa c l_ •O 3 S « Hjá mér fást: Fðt handa fullorðnum frá kr. 15.00. Fðt handa unglingum frá kr. 9.50. Fðt fyrir drengi frá kr. 3.75. Enskar regnkápur frá kr. 10.00. Fatatau frá r.40—8.00 pr. al. tvíbr. Nærföt, peysur og verkmannaföt, alþekt, bezt og ódýrust. Munið eftir reiðfataefninu fallegasta og ódýrasta á Islandi. Sumarfrakkar komnir í stóru úrvali. 3 = £L ö> 3 -• 3 3 K* ».3 co 0:“ <D» jr 1 “i g°5 ff 3 í =. — 5, w .= 3 » 0:*2 — ’ B 1 (Ji #«♦ »P> H Brauns Yerzlun „Hamborg“ H Meiðyrðamál. Tvö af málum þeim, sem risu út af dónarithætti Heimastjórnar(l) höfð- ingjanna í vetur, í bankamálsæsingun- um voru dæmd af undirdómara, Jóni Magnússyni í fyrradag. Það voru mál, er ráðherra höfðaði á hendur þeim félögum Iryggva Gunnarssyni og Jóni Ól. Tryggvi var dæmdur i 200 kr. s e k t og meiðyrðin dæmd dauð og ómerk, en J. ÓI. í 1 50 kr. s e k t ogöll greinin »Vitfirring ráðherr- ans« dæmd dauð og ómerk, frá upp- haji til enda. Öðru máli móti J. Ól. var vísað frá, af því að meiðyrðin, sem í þeirri grein fólust, voru ekki sérstaklega tilnefnd. Stöku orð í greininni hefir dóm- arinn með öðrum ekki talið meiðandi; en stefnt hafði verið fyrir greinina alla, eins og hún lagði sig. Tíðarfar og skepnuhöld. Einlægur bati hófst snemma í vik- unni þessari, með nokkurra stiga hita víðast um land, jafnvel 9^/j á Akureyri i fyrra dag að morgni (kl. 7). En lengi verður snjóa að leysa, eftir þá ódæmafannfergju, er vera munu mest brögð að í uppsveitum austanlands (Hór aði og Eiðaþinghá m. m.) og á Vestfjörðum norðantil, svo sem Hornströndum, við Djúp og alt suður að Dýrafirði. Yfir fjárhús skefldi svo eitt sinn í Furufirði, að leit varð úr. Líkt sagt af Langadalsströnd utanverðri og Snæ- fjallaströnd. Fjögurra álna klaki á göt- um í kauptúninu Bolungarvik. Heyskortur mikill víða, en vandræði þó minni yfirleitt en orð hefir verið á gert. Skilorður strandbácafarþegi kring- um land segir svo frá, að kvörtun hafi engin heyrst veruleg fyr eu kom á Eyjafjörð austan um land. Þar talað um vandræði á Fljótsdalshéraði. Og þar í Eyjafirði mikil þröng orðin í út- firðinum; farið að kaupa korn handa skepnum, en um seinan gert — hin gamla alþekta óforsjálni, að fara ekki til þess fyr en hey eru alveg þrotin. Hagar höfðu verið í framfirðinum öðru hvoru í allan vetur; bændur þar birgir fyrir sig og aflögufærir fyrir sína sveit- unga, þá fáu, er tæpt voru staddir. Ekki látið illa af ástandinu í Skaga- firði og Húnavatnssýslu. Engin jarð- bönn þar að staðaldri í vetur nema sumstaðar. Fullyrt hiklaust, að þar muni bændur bjargast alment fyrir skepnur sínar, nema hestar víða magrir, ekki þó farnir að falla nema á einum bæ í Húnavatnssýslu. Miður látið af ströndum, einkum norð- an til. Af Selströnd og úr Bjarnarfirði sauðfé flutt út í Grímsey á Steingríms- firði upp á guð og gaddinn, sem kallað er; hún þó auð að sjá. Hjá einum hefðarmanni í suðursýsl- unui löngu skift upp öllum fénaði á hjálpfúsa nágranna betur stadda. Sex- tán hestar höfðu verið á gjöf frá því með þorra á einum bæ í Hrútafirði (Kollsá). Við Inn-Djúp eru bændur feiknatæpir orðnir og sumir farnir að fella. Farið að skera á 2 býlum í Bolungarvík, og 1—2 í Onundarfirði. Matvöru nóga að fá í kaupstöðum, en of seint til hennar tekið. Miklu vægara um vesturfirðina. Næg- ir hagar þar á útnesjum. Þar gekk fó úti. Hafís hvergi að sjá nær en IU/4 mílufjórðunga undan Horni. Haldið meira um hann austar; sú áttin stríðust og kalsamest. ■I Aðalstræti 9. i pfl Allir ættn að kaupa veggíóður (Betræk) híá Jóni Zoega, Bankastræti 14. Stutt og laggott. Rúmar 500 kr. voru nýlega gefnar fyrir spánskt frfmerki frá árinu 1867 á uppboði i Lundúnum. í Danmörku er árlega framleitt 24.000.000 mælar af brennivim (c. 24500.000 potta). Það telst svo til, að hver fullorðinn maður drekki að meðaltali 4 »snapsa« á dag. í Sviss hafa nýlega verið samþykt lög, : er ákveða, að gift kona, sem ekki hefir neina sjálfstæða atvinnu skuli eiga kröfu til */„ hluta af tekjum heimilisins (o: manns- ins). Búnaðarfélag eitt á Suðurenglandi veitti bónda einum fyrir skömmu viðurkenningar- verðlaun fyrir að hann hafði i 2 hjóna- böndum eignast 32 börn, sem öll lifa. Elzta blaðið i Kína hélt nýlega 1000 ára afmæli. í Ástraliu norðvestanverðii hefir fundist tré eitt, sem sérfræðingar telja 8000 ára gam- alt. Ameriskur verkmaður vann nýlega i veð- máli 1800 kr. fyrir að fara kringum hnött- inn, peningalaus með öllu, án þess nokk- urntima að hafa grænan eyri i vasanum. Halleyhalastjarna var næstsólunni þ. 19. april, en siðan hefir hún stefnt að jörðinni með 54 rasta hraða á sekúndunni. Næst jörðunni verðnr hún 19. maí í heimsrikinu brezka voru 1881 ca. 304 miljónir ibúa, en 1908 ca. 385 milj. Veðráttan i vor hefir verið lik i Jórsöl- um og hér á landi. Snjóhríðar og kuldar mestalt vorið. í Bretlandi eru hjónaskilnaðir fátiðir: sem svarar 2 hjónaskilnuðum á h^erja 100.000 ibúa, en I Frakklandi er hlutfallið 32 á hverja 100.000, og i Ameriku 72. Eftirlaunamenn i Bandarikjunum eru alls 1 miljón — og 540 miljónir króna fara i þá á ári. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. ísafold hefir fengið skýrslu um afla skipa þeirra, er H. P. Duusverzlun gerir út, bæði þann i fyrra og eins þetta ár. Vér setjum þessa skýrslu hér sem gott dæmi þess, hver munur er á aflanum þessi tvö ár: 1909: 1910: Ása 33000 43500 Björgvin 23000 27500 Haraldnr 14000 17500 Keflavik 18000 28000 Svannr 17000 27000 Signrfari 1050» 24000 Sæborg 24500 34500 Milly 12000 21000 Alls: 150000 222500 í næsta blaði væntum vér að geta flutt réttar skýrslur af afla Reykjavikurskipana allra. Brunabótavirðingar samþ. á bæjarstjórnar- fundi i gær: Húseign Jóh. Jóhannessonar Langv. 9 3,024 Sigurbjarna Þorkelssonar Njálsg. 44 3,785 Samúels Jónssonar Skólavörðust. 35 16,529 Th. Thorsteinssop Kirkjusandi. . . . 2,466 Fundarsköp fyrir bæjarstjórnina voru sam- þykt við siðustu umræðu í fyrradag. Guðsþjónusta um Hvítasunnuna: Hvitasunnudag kl. 12 Dómk.pr. (Altarisg.). — kl. 5 sira Fr. Fr. 2. hvitasunndag kl. 12 sira Fr. Fr. (Ferming) — kl. 5 Ástv. Gislason. í Fríkirkjunni: Hádegismessa báða hvita- sunnudagana. Hafskipabryggjur. BæjarBtjórn samþyktii gær að leyfa Garðari Gislasyni kaupmanni að láta smiða hafskipabryggju fram af Frostastaðalóð austur í bænum og hf. Völ- undi sömuleiðis aðra bryggju íram undan verksmiðjunni á Klapparstig, með þessum skilyrðum aðallega: 1.) Bryggjurnar eiga að ná svo langt fram i sjó, að póstskipin geti notað þær á stórstraumsfjöru. 2.) Öllum skipum og bátum skal heimilt, eftir þvi sem rúm leyfir, að nota bryggjurnar, fyrirgjöld, sem bæjarstjórn verður að leggja samþykki á, svo að gild verði. 3.) 20°/0 af bryggju- gjaldinu skulu renna í bafnarsjóð frá þeim tima, að hafnarsjóður, eða aðrir, sem bæjar- stjórn hefir leyft hafnarvirkjagerð, tekur gjald af sinum eigin bryggjum. En til þess tima skal ekkert gjald greitt af bryggjun- um. 4.) Heimilt skal að leggja vatnsæð eftir bryggjunum til þess að afhenda skipum, er við þær liggja, vatn. 5.) Bæjarstjórn skal hafa rétt til að kaupa bryggjurnar þeg- ar, er byrjað er að taka gjald af bryggjum bæjarins. 6.) Bryggjusmiðin skal hafin vorið 1911, og henni lokið árslok s. á. Hjuskapur: ísleifur Jónsson frá Kothús- um i Garði og ym. Júliana Bjarnveig Bjarna- dóttir. Vélameistari Thomas Thomsen frá Bol- ungarvlk og ym. Sigurlaug Jónsdóttir, 11. mai. —^OTIÐ AÐ EINSna Öll rit Björnsons Gyldendals bókverzlun ætlar að gefa út minningarútgáfu af ritum Björnsons í 66 heftum á 30 aura hvert, eða ölT ritin á 19 kr. 80 a. Rit hans í ein- stökum bókum kostuðu um 80 kr. og alþýðuútgáfan, sem nú er uppseld, kost- aði með viðaukum yfir 40 kr. — þessi nýja útgáfa verður því afaródýr. Bókverzlun ísafoldar tekur við áskriftum. Peir sem sf, sinum hafa lagt skipum á land á Gufu- nesi og Eiðsgranda eru beðnir að borga hið á- kveðna gjald fyrir það til kaupm. Jóus Þórðarsonar í Reykjavik. Eigendurnir,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.