Ísafold - 28.05.1910, Page 1

Ísafold - 28.05.1910, Page 1
» Kemm út tyisvar i vikn. Verf) Arg. (80 arkir minst) 1 kr., erlendis B kr efta 11 /a dollar; borgist fyrir miftjanjúli (erlendis íyrir fram). ÍSAFOLD Dppsögn (skrifleg) bnndin vift áramót, er ögild nema komln sé til úteefanda fyrir 1. okt. r(5 aanpandi sknldlaus vift blaftift Afireiftsla: Anstnrstrieti 8. XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 28. maí 1910. 34. tðlublað I. O. O. P. 916109 Forngripasafn opib sunnud., þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 x/* og Bx/*— K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibdegis Landakotskirkja. Gubsþj. 91/* og 0 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 LandAbankinn 11-2 V*, B1/*-^1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 1. 8. 10. 15. og 20. júní - - Straumfjarðar 1. 10. og 15. júní - - Akra 10. og 15. júní - - Keflavíkur og Garðs 3. 13. 24. og 29. júní Ýms erlend tíðindi. ----- Kh. ’IO. Peary, heimskautsfari er um þessar mundir staddur í Evrópu, og flytur haun erindi víðsvegar um för sína norð- ur. Eins og menn muna, höfðu félagar hans ráðgert leiðangur til suðurpólsins á næsta ári og ætluðu sér að keppa við Scott höfuðsmann hinn brezka. Nú er afráðið, að ekkert verður úr förinni. Er það þvf að kenna, að eigi fekst nóg fó til útgerðarinnar. Leiðangrinum er því frestað um óákveðinn tíma. Innlimun Finnlands vekur gremju mikla um alla Evrópu, sem von er til. Nú er í aðsigi að senda rússneska þing- inu ávarp útaf þessum aðförum, frá þingmönnum ríkisþingsins þyzka. Ávarp- ið er þegar undirskrifað af flestum þing- mönnum úr framsóknarflokkunum og öllum jafnaðarmönnum. í ávarpinu er þess vænst fastlega af fulltrúum rúss- nesku þjóðarinnar, að þeir láti Finn- land halda óskertu frelsi og róttindum. Samskonar ávörp til rússneska þingsins er í vændum frá London, Briissel, og Amsterdam. En hætt er við að þetta hafi lítið upp á sig — líkt og aðrar áskoranir um sama efni fyr í vetur, frá merkum mönnum víðsvegar um álfuna. 1‘ingkosningar á Frakklandi eru nýlega um garð gengnar og er til þess tekið, að þær hat'i verið háðar af litlu kappi og kjörsóknin slæleg í alla staði. Kosningarnar hafa farið svo, að alt 'stendur nærri í stað og stjórnin hefir viðlíka mikinn meirihluta í nýja þiug- inu eins og f þvi gamla. Alls verða stjórnarmenn nú 370, en andstæðingar 221. Frá Englandi berast margar fregnir daglega um landsorgina út af dauða Játvarðs konungs. 20. þ. m. fer jarðar- förin fram og á konungur að hvfla í St. Georgskapellunni í Windsor. Hróp- un hins n/ja konungs fór fram < fyrra dag (8. maí) með mikilli viðhöfn og fornlegum siðvenjum. Riðu kallarar um borgina í miðaldabúningi og hrópuðu nafn konungs. Hverjar breytingar dauði Játvarðs hefir í för með sór í brozkum stjórn- málum, er enn óvíst. Blöð íhaldsmanna vilja fyrir hvarn mun að þingið hætti við að leiða til lykta að þessu sinni frumvarpið um neitunarrétt efri mál- stofunnar, en á hinn bóginn er svo að heyra á framsóknarmönnum, að því verði eigi frestað til næsta þings, og telja þeir hinn nýja konung, Georg V,. svo vel búinn undir stjórnarstörf, að málið (útnefning lávarðanna) só berandi undir hann. Margir vilja nú að samkomulag takist milli flokkanna, en hætt er við, að sú verði aldrei raunin á, því að í þessu máli er ilt að rata meðalveginn, þar sem hvað er á móti öðru. Samkv. ósk Játvarðs konungs verður einkabróðir hans, hertoginn af Connaught,. gerður að alls- h e r j a r 1 a n d s j ó r a í Kanada mjög bráðlega. Er það í fyrsta sinn, sem prinz af konungsættinni ger- ist landsstjóri í enskri nýlendu. Mikils háttar afmælisfagnaður. Áttræðisafmæli Geirs Zoega. Fjölmennasta samsæti í Reykjavík. Heiðursborgari mundi hann hafa kjörinn verið á áttræðisafmæli sínu, 26. þ. m., hefði ekki verið búið að því áður, fyrir löngu, svo fremi til væri í lögum eða bæjarsamþyktum heimild fyrir þeim sæmdarvott. Hitt gerðu þeir, samborgarar hans, að fagna deginum, er fæðst hafði hann hér fyrir 8o árum, með þeim vinsemdar vott og virðingar, er þeir áttu framast kost á. Þeir héldu honum, konu hans og börnum, svo veglega afmælisveizlu, sem föng voru á, í langstærsta samsætishúsnæði bæjarins, hótel Reykjavík, með svo miklu fjölmenni, sem þar komstfyrir, 230 manns, karla og kvenna. Og veifa var á hverri stöng í bænum frá morgni dags snemma. Þeir vissu það, sem alkunnugt er, að afmælisbarnið er enn það, sem verið hefir hann alla æfi: hverjum manni árrisulli. — Uppi yfir sæti heiðursgestsins i veizlusalnum var allstór ljósmynd af honum, og fyrir neðan hana mynd af Reykjavik fyrir 80 árum og önnur af henni eins og hún er nú. Forseti samkvæmis, Páll Einarsson borgarstjóri, sem hafði konu heiðursgestsins scr við hægri hlið, en hann (G. Z.) ráðherrafrúna, mælti fyrir minni hans á þessa leið hér um bil: Hann kvað Reykjavík vera nú næsta ólika því, sem hún var fyrir 80 árum, að öðru en fjallasýninni, er hefði verið alla tið jafn-fögur frá því er Ingólfur leit hana fyrstur manna. En fyrir 80 árum hefði engin skip sést á höfninni. Nú væri hún jafnan alsett skipum í vertíðarlok, og þeim meira að segja íslenzkum, — íslenzkum fiskiskút- um og ísl. fiskibotnvörpungum. Þá hefði og hús verið hér bæði fá og smá. Borgin hefði bygst aðal- lega á æfiskeiði heiðursgestsins. Það væri vitaskuld margra manna verk og að þakkka margra góðra manna sam- vinnu, sumra framúrskarandi atorku- manna, og væri heiðursgesturinn einn í þeirra tölu, sjálfsagt meðal hinna fremstu. Fæddur væri hann í Reykjavík og þar hefði hann átt heima alla æfi. Alt starf hans þar unnið, margt og mikils- vert — hefði verið í bæjarstjórn og við mikilsverðar framkvæmdir riðinn í bænum til nytsemdar og framfara, þótt mest bæri á og mest kvæði að þilskipa- útveginum. Þar hefði hann verið braut- ryðjandi. Byrjaði á Fanny (1866). Með henni hefst nýtt tímabil í fiskiveiðum við Faxaflóa. Afspringur hennar orðinn all- stór fiskifloti með íslenzkum, dugandi fiskimönnum. Þar með vísað leið að auðsuppsprettu, sem eigi þrýturogbyggja má á fiamtíð bæjarins. Gæfumaður hefði heiðursgestur verið ekki síður i heimilislífi sínu en ella. Börn hans mundu halda nafninu uppi um langan aldur, að vér vonum. Það (nafnið) væri útlent að uppruna, en væri nú orðið alíslenzkt, — íslenzkara en margra með hérlendu heiti — einkum reykvískt. Hann væri barn sinnar borgar; henni ann hann hugástum og hún honum, sem sjá mætti meðal annars á þessu afarfjölmenna fagnaðarsamsæti. Þökk fyrir langt og óvenju-nytsamt æfistarf. Heillaóskir (er samkvæmið tók alt undi'r með níföldu húrra). G. Zoega kaupmaður. Að þeirri ræðu lokinni mælti heiðursg. nokkurum þakkarorðum, og af- henti landritara, formanni Heilsuhælisfélagsins, skjal nokkurt, er hann las fyrir þingheimi og var gjajarbréj það hið( fyrra, er hér birtist á öðrum stað í blaðinu og mikill rómur var að ger. % Því næst seldi heiðursg. ráðherra í hendur annað skjal og bað hann kunnugt gera samsætinu; en það var síðara gjafarbréfið, er ráðherra las í heyranda hljóði og bætti þar við fáorðu þakkarávarpi til gefenda allra, og bað votta þeim fyrir Heilsuhælisins hönd alúðarþakkir með lófataki að forn- um sið (þingheimur klappaði). Þessu næst flutti Þórhallur biskup ræðu fyrir minni konu heiðursgestsins og barna þeirra, en hann þakkaði. Síðar i samsætinu flutti Borgþór ]ósefsson bæjargjaldkeri þakk- ir fyrir ágætt fóstur, kom til hans 19 vetra og var hjá honum 29 ár, og lýsti nokkuð mannkostum hans. En kona Borgþórs, frú S t e f a n í a G u ð- mundsdóttir leikkona, hafði yfir kvæði það eftir G. M., sem prentað er hér á eftir og var sungið i samsætinu síðar, I. kaflinn, svo og kvæði Matth. Jochumssonar. Samsætið fór hið bezta fram; stóð fram á nótt. Með mynd af G. Z. í Sunnanjara x/5 1900 hefir B. J. (ráðherra) ritað meðal annars: Gervilegur vaskleikamaður var G. Z. á yngri árum, og eldist vel. Ar- vekni og röggsemi, elja og hyggindi hafa gert hann að einhverjum hinum nýtasta manni þessa bæjarfélags, og þótt lengra sé leitað. Hann er sjálfsagt og hefir lengi verið einna mestur atvinnuveitandi á landinu. Að baki sér hefir hann langa sæmdarbraut, og fram undan ánægjulegt og nytsamt æfikvöld, að vér vonum og óskum, sambæjarmenn hans og samlandar. — Enn má segja, 10 árum síðar, að hann eldist vel, furðulitil ellimörk á honum að sjá, til þess að gera. Allar horfur á, að óskin rætist sú, að æfi- kvöldið verði ánægjulegt. Það styður auk annars einkar-ánægjulegt heimilis- líf, með ástríkri konu og efnilegum börnum þeirra, 1 syni og 3 dætrum, á aldrinum frá 12—16 ára. Einkabarn hans eftir fyrri konuna er frú Kristjana Thorsteinsson f. kon- súls. Þar á hann 5 barnabörn, mjög mannvænleg, þeirra á meðal ungan Geir rúmlega tvítugan. Meðal hinna mörgu fósturbarna hans er Geir T. Zoega yfirkennari og Helgi Zoéga kaupmaður, báðir bræðrasynir hans. >"■ ■ tS) ■ '<- Á áttræðisafmæli Geirs Zoéga. I. Lag: Þjóðsöngur Norðmanna. Þig, sem einn af óskasonum, ísland heiðrar nú. — Fair hafa fegri vonum fleytt til lands en þú. Það sem tindar íslands eygja yfir bláan ver, 8egl, er vindar hlýir hneigja, heilla óska þór. Höfuðbærinn hátíðlega hefur sigurlag; af hans geugi víða vega varpast skin í dag. Hór stóð vaggan, — hór stóð vorið, — hér stóð sérhver raun. E n g i n n hefir bænum borið betri fósturlauu. Nú, er fjórir fimtu aldar faruir eru hjá, margar stundir mótgangs, kaldar, mætti benda á. En það hverfur. Afreksverkin að eins lýsa hór. Bærinn enn um aldur merkin æfi þinnar ber. Njóttu lengi heilla handa; hór þarf ráð og dáð. Lengi’ í þinnar orku anda enn mun framsókn háð. Líf þitt var að lýsa, gleðja, lyfta allra hag. — Þúsundrödduð þakkarkveðja þór er send í dag. II. Þór brosir vorsins himinn, hár og fagur, og helgar geislum öll þín förnu spor; því sórhver genginn stríðs og starfa dagur, hann stefndi að því að skapa líf og vor. Það vonarsæla vor, sem hjá oss er, á völd sín ekki minst að launa þór. Þór fylgdi bláísun, bæði á sjó og landi, sem bar til sigurs öll þín miklu störf, því í þeim lifði hreinn og flekklaus andi, og hugsun, sem var skýr og snjöll og djörf. Það blessar enn þinn bjarta vinnudag sem bjarmi undir fagurt sólarlag. Það skapar lotning, ennið ítra, bjarta, og ern er lundín, fjörug, glöð og teit; en undir slær þar hreint ogviðkvæmt hjarta, sem hefir starfað meira’ en nokkur veit. Þótt hópur stór þig heiðri á þessum stað, í hljóði gera langtum fleiri það. Já, hjartans þakkir þór er ljúft að tjá; — vór þökkum fyrir hverja heillastund; þín hnitnu orð — og hvöt, sem í þeim lá; hvern hlýjan geisla af þinni framtakslund; þín hollu ráð og hjálp í allri þraut, og hvern þann mann, er hófst á rétta braut. Guð blessi alla elli þinnar daga og æfikvöldið geri lótt og blítt; þar hnýtir blóm sín öll þín æfisaga um öldungshöfuð, silfnrhærum prýtt. Og þó að stirðni og þyngist æfispor, í þfnum augum brosir eilíft vor. Já, eilíft vor i verkum þínum býr, það vor, sem leiðir sumarblómans til, það vor, sem öllu vel til heilla snýr, það vor, sem glæðir hjartans kærleiks-yl; það vor, sem saman æsku og elli leiðir og opinn faðm við hverri sálu breiðir. G. M. III. Fyrir öll þín afrek háð, æfilanga snild og dáð færir bær og borgarráð beztu þökk í lengd og bráð. Fyrirmynd þeim fósturb/ fögur varst, sem lifðir í, sýndir oss að »honesty« er hin bezta »policy«. Aðrir þágu máske meir menta frægð og gyltan leir, en þú hefir, góði Geir, gagnað melra en flestir þeir, Æru kr/na öll þin hár áttatíu sæmdarár, friður guðs og gleðitár gulli sveipi þinar brár. Blíðu gengi bóndi, frú, börn og engi, hjú og bú. 0, að fengist óskin sú, enn þá lengi að dveljir þú. Matth. Jochumsson. Heilsuliælið og kransarnir. Her á dögunum ritaði landlæknir um það í blöðin, að láta gjafir til Heilsuhælisins koma í stað kransanna á líkkistum látinna manna. Síðan hefi ég heyrt ýmsa menn ræða þetta sín á milli. Yfir höfuð heyrist mér hug- myndinni vel tekið. Einstaka maður hefir jafnvel sagt: »Héðan afskaleg aldrei gefa krans á kistu, heldur skulu þær krónurnar fara til Heilsuhælis- ins«. Kransarnir eru orðnir einn liðurinn í jarðarfararsiðunum, að minsta kosti hér í Reykjavík. Fyrir því kunna sjálf- sagt einhverir því illa að þar sé gerð breyting á. Jarðarfararsiðir hafa með öllum þjóð- um verið taldir helgisiðir. Þeir eru samfléttaðir guðsdýrkun mannanna. Þess vegna kann fólk alment svo illa við breytingar í þeim efnum. Helgi. siðavenjum eru menn ófúsari á að breyta en öðrum venjum. Væri fast- heldnin þar ekki eins mikil og hún er, mundi þegar sumt af því hafa verið lagt niður, sem enn tíðkast með oss, svo sem það að moka ofan í gröfina að allri líkfylgdinni viðstaddri, söngur í kirkjugarði, hvernig sem veður er o. fl. Þá mundu menn og hafa áttað sig á því, að ein ræða er nægjanleg við flestar jarðarfarir, og að grafskrift- ir eða erfiljóð eru oft til þess eins að gera jarðarförina dýrari. Vegna þessarar fastheldni við helg- ar venjur kann sumum að þykja það óviðfeldin breyting, að koma af kransa- gjöfunum. En þá ber þess að gæta, að krans- arnir eru tiltölulega nýr siður hjá oss og mest tíðkaður í kaupstöðum, en sjaldan í sveitum. Þeir eru útlendur siður, eins og landlæknirinn benti á, enda kransarnir beinlínis útlend verzl- unarvara. ag fæstir kransar eru hér úr lifandi blómum. Mestur hluti ágóðans af kransaverzlumnni lendir þvíhjá útlendum kaupmönnum. Raun- ar hafa örfáir íslendingar nokkura at- vinnu af henni, einkum konur. Legð- ust kransagjafirnar niður, mistu þær þá atvinnu. En ekki verður við öllu séð. En mikil ástæða er til að óska þess, að kransagjafirnar breytist í eitthvað betra. Við sumar jarðarfarir hér í bæ keyra þær fram úr hófi. Ekki nærri því allir kransarnir komast á kistuna, heldur verður að bera þá á stöngum í líkfylgdinni. Og það er ekki smálítið fé, sem í þetta fer. Sjálfsagt koma þær jarðarfarir hér fyrir, þar sem gefn- ar eru 200—300 kr. í kransa á kist- una. Og þótt slíkt sé undantekning, þá eru jarðarfarirnar hinsvegar margar árið um kring. Og safnast þegar saman kemur. En allir eru kransarnir gefnir af góð- um hug og af ástúðarþeli til hins látna og samhug með syrgjandi ástvinum. Og sízt ber að telja eftir ástúðarvott- inn. Af ástúðarþelinu er aldrei of mikið meðal vor mannanna, en oft of lítið. Fráleitt hefir hinn látni nokkra unun af krönsunum, þótt þeir prýði kistuna, þar sem líkaminn hvílir, sá sem hann er nú farinn úr. Astúðarþelið vill hann aftur á móti fráleitt missa, geti hann með nokkurum hætti orðið þess var. Hitt vita og allir, sem reynt hafa ást- vinamissinn, að samúð annarra er þá flestu öðru betri. Samúðin og samúðarvotturinn mega því ekki missast úr jarðarfararsiðven- junum. En svo þarf heldur ekki að fara, þótt kransarnir breyttust í minningar- gjafir til Heilsuhælisins. Hvorttveggja getur haldist eins fyrir því. í stað þess að fara með 3 eða 4 krónur eða meira og kaupa blómsveig á kistuna, getum vér farið með krónurnar til fulltrúa Heilsuhælisins og gefið hælinu þær. Afhendir hann oss þá- kvittun á

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.