Ísafold - 28.05.1910, Side 2

Ísafold - 28.05.1910, Side 2
130 ISAFOLD . Hérmeð sendi eg beztu pakkir mínar til allra þeirra. sem með fjölmennu samsæti í gœr og á annan hdtt heiðr- uðu 80. afmœlisdag minn. Reykjavik 27. maí 1910. G. Zo'éga. laglegu spjaldbréfi (hvítur skjöldur í blárri umgerð, og gylt röndin). Þetta spjaldbréf, með árituðu nafni hins látna og minningargjöfinni, sendum vér því næst i umslagi heim á sorgarheimilið í stað kransins. Þann veg sýnum vér vinarþel vort til hins látna og samúðarvott syrg- jendunum alveg eins vel og með kröns- unum. En sá mikli munur er á, að þá gengur féð til eins hins þarfasta mann- úðar- og liknarstarfs, en með kransa- gjöfunum fer það beint í moldina, al- veg til ónýtis. Hver eyrir, sem Heilsu- hælinu er gefinn, á að verða til þess þess að létta böl þeirra manna, sem baráttu heyja við þungan sjúkdóm. Allar gjafir til þess eiga að verða til þess að færa þjáðum mönnum gleði og heilsubót. Með því að breyta krönsunum í minningargjafir, látum vér söknuðinn eftir hina dánu bera þann arð, sem vekur gleði í brjóstum þeirra lifandi manna, er hvað mest þarfnast þess — berklaveikra manna í Vífilsstaðahæl- inu. En þá aðfinslu má koma með, að með þessu sneyðist að nokkuru fegurð útfarar-athafnarinnar. Má vera að nokk- uð sé satt í þeirri mótbáru. Jafnvel þótt kransarnir séu gerðir af tilbúnum blöðum og blómum, þá prýða þeir samt kistuna. Mörgum finst þeir draga úr sorta hennar. Ber kistan er í aug- um margra svo eyðileg. Svarti iiturinn á kistunum á sinn þátt í þessu. Öld eftir öld hafa menn- irnir óttast dauðann. Og hinn ægi- legi dauði hefir ávalt verið svartur í ímyndun mannanna. Enn er hræðsl- an við dauðann rík hjá mörgum. Og enn minnir svarti liturinn svo á dauðann og sorgina. — En hætta ætti að auka á sorgartilfinninguna með jarðarfararsiðunum. Margir eru því hættir að hafa svarta litinn á kistunum. Sumum finst gul- brúni liturinn viðkunnanlegri. Þaðan af belur kunna aðrir við hvíta litinn, sem nú er farið að tíðka sumstaðar erlendis. Vel má vera að vér feldum oss bet- ur við kransalausa kistu, ef hún væri ekki svört, heldur gul eða hvít. En uni menn því illa að hafa enga kransa á kistunum, þá má t. d. fara þann meðalveg að reyna að koma þeirri venju á, að nánustu ættingjar einir gefi kransa á kistuna, en kransa- gjafir annara snúist upp í minningar- gjafir. En hvað sem nú krönsunum líður, þá hygg ég að ártíðaskrárhugmyndiu sé góð, og hana vildi ég styðja með lín- um þessum. Sá siður verður vafalaust almennur með þjóð Vorri, að menn gefi Heilsuhælinu gjafir til minningar um dána ástvini, er menn sjá mjög eftir, ekki sizt til minningar um unglinga og börn. Enda getur varía nokkur siður verið fegurri. Þá láta menn sárasta hrygð- arefni sitt verðá þjáðum mönnum til góðs. En það er reynsla margra al- vörugefinna manna og trúhneigðra, að það sé mesta lækningin í hrygð og harmi, að reyna að verða einhverjum sem bágt á til blessunar. Liknarstofnanir eru fáar til enn á íslandi. Heilsuhælið á að verða ein þeirra. Og það á að eiga sína öflug- ustu stoð í ástúðarþeli íslendinga. Og ástúðarþelið gerir sjaldnast jafn- glögglega vart við sig og þegar ein- hver deyr. Núna finnum vér svo oft til þess, hve mikið ber á óvildinni í þjóðlífi voru. Þess væri óskandi, að Heilsuhælið fengi að sjá þess merki, að ástúðar- þelið er miklu meira i íslendingum en oft sýnist á yfirborðinu. Rvík 6. maí 1910. H. N. Ath. Grein þessa hefir dregist að birta, sökum þrengsla í blaðinu. R i t s t j. Ferðalag Roosevelts. Fagnaðarviðtökur um alla Evrópu. ---- Kh. »/5 ’10. Roosevelt, fyrverandi forseti, er enn á leiðangri sínum milli höfuðborganna í Evrópu. Hann er ótiginn maður nú, — ekki annað en réttur og slétt- ur ofursti, en þó er honum hvar- vetna tekið sem mikilsvirtum þjóð- höfðingja. Það er sjálfur maðurinn Theodore Roosevelt, sem verið er að fagna. Um hann hefir það verið sagt, að hann hafi til að bera alla kosti Ameríkumannsins. Það eru yfirburð- ir hans, eðliseinkunn, lunderni og hugsjónir, sem gera för hans að þeirri sigurför, sem hún er orðin. Undir eins og Roosevelt kom úr Afríku, frá dýraveiðum sínum í bruna- beltinu hóf hann för sína um hinn gamla heim. Hann fór fyrst til Rómaborgar, þaðan til Wien, Buda- Pest, Parísar, Briissel, Amsterdam, Berlínar, Kaupmannahafnar, Kristjaníu og Stockhólms. Þar er hann stadd- ur þessa dagana. Hvar sem hann hefir farið um hafa konungar, ríki og borgir slegið upp stórveizlu og alstaðar hefir Roosevelt fluttræður um þjóðveldisborgara, dygð- ir og skyldur borgaranna o. s. frv. Hefir inntakið í ræðum þessum þótt lítt nýstárlegt, en fluttar hafa þær verið af mikilli mælsku og festu og auðséð, að manninum var alvara. Hér til Khafnar kom hann skömmu eftir dauða Björnstjerne Björnsons og viðtökurnar urðu hér sem annarsstaðar miklar og virðulegar og veizlur óspart haldnar, þótt eigi væri viðstaðan löng. Héðan fór hann til Noregs og kom þangað daginn eftir jarðarför Björn- sous. Þar mun harmurinn eftir skáld- ið hafa dregið úr mesta fagnaðar- glaumnum. Þar varð hans heiðurs- doktor við háskólann í Kristjaníu. Nú er hann í Svíþjóð eins og áð- ur er sagt og er það af honum að frétta þaðan, að i hann er hlaupinn hinn versti kverkaskítur út af öllum þessum ræðuhöldum. Hann verður því að halda þar kyrru fyrir um stund- arsakir. Frá Svíþjóð fer hanri' til Ameríku, heim í ættland sitt. Um það hvort hann verði í kjöri við næstu forseta- kosningar verst hann allra frétta, en i Ameríku er þegar hafin barátta fyr- ir forsetatign hans, þó að langt sé í land til kosninga. Meðal annars hefir félag eitt verið myndað í New-York, er nefnist »Heimkoman frá Elbu«, sbr. sögu Napóleons. ■ Siðasta fregn. Roosevelt er að mestu batnað og hélt hann af stað frá Sviþjóð í dag yfir Þýzkaland áleiðis heim til Ame- riku. Islenzk ull til Italíu. Feiknin öll af ull eru notuð í Ítalíu. Þangað flytjast ógrynniti öll af ull frá Marokkó, sem flutt er á asna- eða úlfalda- baki, mörg hundruð mílur innan úr Af- ríku. Hún er síðan þvegin og send til Ítalíu og seld þar: hver 200 pund í stór- kaupum á 380 líra eða 273 kr., með öðrum orðum pundið á 1 kr. 36 aura. Fyrir tilstilli viðskiftaráðunautsins er nú að komast rekspölur á tilraunir með að reyna að útvega markað fyrir íslenzka ull í ítaliu. Er því máli komið svo langt, að kaupmaður einn í Genúa, hefir ritað viðskiftaráðunautn- um og beðið um milligöngu hans til þess að fá sér sent til sölu eitthvað af íslenzkri ull þveginni. Endurskoðunarskrifstofa. Hr. Jón Laxdal, fyrv. verzlunarstjóri á ísafirSi, hefir sett á stofn hór í bæ skrifstofu með þessu nafni, eins og aug- lýsing hór í blaðinu ber með sér. Þessi skrifstofa kemur sér óefað vel fyrir margan mann hór í bæ — ekki sízt, að vór hyggjum, fyrir ýmsa kaupmenn, sem óvanir eru bókfærslu. Hin nýju lög um verzlunarbækur binda kaupsýslu- mönnum miklar skyldur á herðar. Bók- færsla á jafnan að vera svo, að hagur verzlunarinnar só augljós af bókunum. Til þess að koma góðu lagi á þetta, skortir marga þekkingu — og er þá gott fyrir þá að geta snúið sór til svofeldrar skrifstofu, sem þessi á að verða. Þetta er sjálfsagt gagnlegt fyrirtæki og vildum vér því leiða athygli lesenda vorra að því. Heilsuhælið. Stórhöfðinglegar gjafir. Minst hefir verið á það lítillega í ræðu og riti, hve sú stofnun, heilsu- hælið á Vífilsstöðum, sem er nú langt komið, væri vel til kjörið að þiggja meiri háttar dánargjafir eða hins veg- ar, — sams konar gjafir þeim, er nefndar voru sálugjafir fyrrum, í kaþólskum sið, en lögðust niður með siðbótinni, svo sem margt gott annað, og hafa ekki risið upp aftur. En lítinn eða engan ávöxt hefir það skraf borið til þessa; enda heilsu- hælið ekki fullgert enn. Þar til nú fyrir 2 dögum. Þá eignaðist Heilsuhælið heldur 2 gjafir en 1, og þær óvenju-rausnar- legar, eftir því sem hér gerist; og það enn merkilegra þó, að gefendur að þeim báðum eru sömu menn að miklu leyti. Það er hið þjóðkunna og stórum þjóðnýta öldungmenni, Geir Zoega kaupmaður, er þá, 26. þ. m., var orð- inn áttræður að aldri, og kona hans, frú Helga Jónsdóttir frá Armóti. Þau gáfu húsbiínað allan i ekki fceni en 10 einbýlisherbergi í hælinu. Það er að peningaverði 5* 1 2 3 4 5/*—6000 kr. gjöf. Gjafarbréfið er svo látandi: . Eg undirskrifaður G. Zo'éga dsamt konu minni gefum hér með á 80 ára afmœlisdegi minum Heilsuhœlinu á Vífilsstöðum húsbúnað allan i þau 10 einbýlisherbergi, sem eru í téðu Heilsu- hœli. Húsbúnaður fiessi (legubekkir, stólar, skápar, rúmstœði og rúmföt o. fl.) er að tilhlutun Heitsuhælisstjórnar- innar og fyrir milligöngu >National- foreningen til Tuberk. Bekœmpelse< i Danmörku keypt hjá Magasin du Nord i Kaupmannahöfn og koma hing- að eigi siðar en i miðjum júlimánuði nœstkomandi. Húsgögnin eru úr poleret Satin, og kosta, að því er Heilsahœlisstjórnin hef- ir skýrt mér frá, ca. 5,540 kr. Reykjavik 26. mai 1910. G. Zoega. Helga Zoega. Þá gefa þau hjón í annan stað ásamt 2 systkinum frú Helgu, síra Halldóri Jónssyni á Reynivöllum (ásamt konu hans frú Kristínu Hermanns- dóttur) og Sigurjóni Jónssyni verzlun- armanni í Reykjavík heilsuhælinu 10,000 — tíu þúsund — krónur í peningum, er vöxtum sé af varið í leigukostnað 1 sjúklings í hælinu. Gefendur tjá sig gera þetta sem erfingjar Kristjáns heit. Jónssonar lækn- is í Clinton (f 26/2 1910). Gjafarbréf það er svo orðað, sem hér segir: . Við undirritaðir erfingjar Kristjáns sál. Jónssonar lœknis frá Clinton, Iowa, ánöfnum hérmeð kr. 10,000 — tíu þús- und krónur — til stofnunar sjóðs, er vera skal til endurminningax um hann og bera nafn hans. Skal vöxtum af því fé varið til að borga legukosntað eins sjúklings i berklahælinu á Vifils- stöðum, — i einbýlisstofu. Frá þessum degi að telja reiknast landsbankavextir af fyrnefndu fé, þar til sjálfur höfuðstóllinn verður afhent- ur hlutaðeigendum. Jafnframt áskiljum vér okkur á sin- um tima að setja ýms skilyrði, er nán- ara verði tekið fram í vœntanlegri skipu- lagsskrá. Reykjavik, 26. maí 1910. G. Zoijga. Helgá Zoéga. Halldór Jónsson (fyrir mina hönd og konn minnar Kristínar Hermannsdóttur). Sigurjón Jónsson. Seint verður ofsögum af því sagt, hve vel og drengilega hér er á stað riðið — fyrirmyndin glæsileg til eft- irbreytni. Arfleiðandi sá, er fjárhæð þessi hin síðari stafar frá, Kristján Jónsson iæknir, hafði verið hinn mesti mann- vinur, manna ástsælastur í sínu bygð- arlagi og almenningi mjög harm- dauður, að blöð votta einróma þar í Clinton við fráfall hans. Gjöfin mundi því hafa verið honum mjög að skapi, ef lifað hefði. Zahle fer frá vðldum. Símskeyti frá Khöfn hermir frá því, að Zahle hafi sagt lausum völdum fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. Yiðskiftaráðunauturinn Og rógnrinn um hann. Erindi það um Island, er viðskifta- ráðunautur Bjarni Jónsson frá Yogi flutti í haust í Kristjaníu í Bændaungmenna- fólaginu þar og mikill rómur var að ger, hefir hann látið birta orðrótt í Dag- bladet í Kristjaníu í fyrra mánuði, eins og getið var hór í blaðinu 11. þ. mán., og látið síðan sórprenta það, í smábækl- ing, er nefnist Om islandsk Kunst o g P o 1 i t i k (32 bls.). Auglýst hefir hann og aftan við bæklinginn I. erindisbréf sitt og II. frumvarp alþingis 1909 um s a m- b a n d i ð milli íslauds og Danmerkur. Erindið eða fyrirlesturinn birtir hann til að sýna og sanna, hvílík fjarstæða eru brigzlin frá Dana hálfu um, að hann hafi verið að reyna að spana Norðmenn upp í móti Dönum og farið niðrandi orðum um þjóðina dönsku. Allir sjá, að það er þvert á móti. Hann hefir einmitt farið mjög hlýjum og virðulegum orðum um Dani, eins og alveg er rótt gert — ekki síður fyrir það, að þ e i r haga sór gagnólíkt um þessar mundir við. Erindisbróf sitt birtir hann til að láta lesendur ganga úr skugga um, að því fer fjarri, að það hafi hann brotið eða út fyrir það farið. Kvörtunin, sem kom í vetur frá utan- ríkisráðgjafanum í Kaupmannahöfn til stjórnarinnar hór út af framkomu ráðu- nautsins, átti við að styðjast algert mis- hermi frá áminstum fyrirlestri, er birzt hafði í einhverju útkjálkablaði í Norvegi, þar sem hafði verið beint höfð hausa- víxl á hlutunum, snúið lofi í last o. s. frv. Og hefir verið margs til getið ó- líklegra en að það drengskaparbragð hafi unnið verið af einhverjum — ís- lending! Það sver sig nefnilega alveg í ættina til þess, sem þeir eru að koma á framfæri í dönskum blöðum og hafa verið alla tíð frá því er stjórnarskiftin urðu í fyrra. — Það er svo sem ekki mikil trygging fyrir því, að þeirra alræmda Efíaltesar-iðja só bundin við Danmörku eina. Hennar þykir hafa orðið lítils hátt- ar vart suður á Þýzkalandi. Hví skyldi þá Norvegur vera undan skilinn? Kvörtun utanríkisráðherrans var svar- að svo sem kunnugt er af ráðherra vor- um: að hann efaðist mjög um, að rótt væri eftir haft þetta, sem ráðunautnum var eignað í fyrnefndu norsku útkjálka- blaði. En væri það rótt hermt, þá hefði hann ekki haldið erindisbróf sitt og mundi verða látinn sæta áminning fyrir o. s. frv. Það er nú fullsannað, að ráðunautur- inn hefir verið hafður fyrir alveg rangri sök. Hann hefir þvert á móti unnið til lofs en ekki ámælis af Dana hálfu fyrir ummælin um þá, og eins af vorri hálfu íslendinga, fyrir, hve vel hann hefir rekið erindi sitt, bæði með þessu prýði- lega samda erindi og á annan hátt. Þessar misprentanir voru i áminstri grein i ísafold (11. þ. m.): Það fyrir Hún i klausunni III, 2. linu. Yantar inn í ekki efst i 1. dálki á 2. bls. af f. gegn i næstsiðnstu klausu 3. iínu. Ennfremur á 2—3 stöðum ráðanautur f. ráðunautur. Markarfliótsfyrirhleðslan. Byrjað var á henni 6. þ. m., dag- inn eftir uppstigningardag, með 16 mönnum, en þeim fjölgað smámsam- an, upp í 30 rúma, verða 40 í næsta mánuði. Búið var á helginni sem leið alveg með 80 stikur af garðinum, en 190 hálfgerðar. Alls verður hann 700 stikur. — Sögur ganga af töluverðri ósann- girni eða ágengni af hálfu héraðs- manna i viðskiftum við landssjóð að þessu verki. Dýrseldir á vinnu, hest- um og áhöldum. Það mælist illa fyrir, sem von e:r, er verið er að hlaupa undir bagga með sveitarmönnum í neyð þeirra. En svo segir hr. Arni Zakaríasson verkstjóri, sem er nýkom- inn að austan og stýrði þar verkum fram á síðustu helgi, að fremur muni þetta stafa af misskilningi fyrir þeim og ókunnugleika en ósæmilegri og því miður eigi óalgengri græðgi í landssjóðsfé, er svo ber undir. Þeir vildu fá 3 kir. í kaup á dag, 1J/2 kr. á dag fyrir hestinn auk fóðurs (75 a. hálfan dag), og 1 kr. í vagnleigu á dag. Vildu ekki vinna ella sumir hver- ir. En þokað varð þeim þó niður í 21/2 kr. yfirleitt og 75 a. ívagnleigu; engin til:slökun á hestaleigunni. Þetta er miðað hjá þeim við vanalegt kaup eða gjald dag og dag. En hér er samið um 40—50 daga. Þann mikla mun vilja þeir ekki láta sér skiljast. Eftir hesta landssjóðs er reiknað 60 a. hálf- an dag, og vagnana 18 a., til viðhalds. Með 1 kr. verði væri vagninn borg- aður eftir 1 sumar. En hvernig sem þessu víkur við, þá er leiít, ef mönnum fer ekki að lærast úr þessu viðlíka sanngirni við landssjóð eins og ef aðrir eiga í hlut. Afleit framkoma var það af öðrum jarðareigandanum að Seljalandi, er heima á úti í Eyjum, að hann ritaði verkstjóra. og harðbannaði honum að eiga neitt við þessa garðhleðslu fyr en samið heíði við sig eða sinn umboðs- mann um skaðabætur fyrir landnám og jarðrask, er tekið væri í garðinn, grjót, möl og eitthvað af grassverði, í óræktuðu landi hans. Hann veit ekki það, að slíkt g e t u r enginn land- eigandi bannað til vegagerðar, eftir 3 3. gr. vegalaganna frá 1907, sem farið mundi sjálfsagt eftir í þessu dæmi; hann getur að eins fengið skaðabætur eftir á, ej matsmenn telja hann hafa nokkurn skaða beðið; ella engar. Lengra nær ekki hans réttur. Engin lög til að banna slík mannvirki. Enda var pistlinum alls enginn gaumur gefinn. Svo er jafnan, er vegabætur eru gerðar eða önnur mannvirki á lands- sjóðs kostnað, að héraðsmenn sækjast mikið eftir þeirri vinnu, enda oftast eftir þeim látið, þótt óvanir séu að jafnaði. En þá mega þeir ekki setja miklu hærra upp en aðrir bæði fyrir sjálfa sig,hesta ogáhöld. Geri þeir það, hrekk- jast þeir, sem verkinu stjórna, og kjósa eðlilega heldur að hafa með sér verk- vana utanhéraðsmenn og landssjóðs- áhöld, sem eru bæði betri og ódýrari. Hitt væri óverjandi fyrir Iandssjóðs hönd. Sumum Eyfellingum ber hr. A. Z. bezta orð í þessu máli, svo sem t. d. einkum prófastinum i Holti (síra Kj. E.) og hreppstjóra Magnúsi Sigurðs- syni í Hvammi. Þeir eru og hæstir á gjafadagsverkaskránni (25 og 22 dagsv.). Við verkstjórn tók af Á. Z. Grím- ur hreppstjóri í Kirkjubæ Skúlason. Reykjavikur-annáll. Aflabrögð. Botnvörpungarnir islenzku eru öðru hvoru að koma inn; eru venjulega við veiðar á nóttunni, en koma inn á daginn. Afla mjög vel á köflum. Ásgrímur málari fer í öndverðum næsta mánuði austur á Síðu. Ætlar hann að dveljast þar og stunda list sina í sumar. Fasteignasala. Þingl. 26. mai. Kristmundur Guðmundsson selur Guð- mundi Guðmundssyni V, húseignina nr. 16 við Njálsgötn með tilheyrandi fyrir 3500 kr. Dags. 19. maí. Páll Guðmundsson trésm. Njg. 14 selur Kristni Sigurðssyni múrara lóð nr. 12 við Njálsgötu, 484 feráinir, fyrir 600 kr. Dags 5. mai. Guðsþjónusta á morgun: í Dómkirkjunni: kl. 12 Dómkirkjuprestur, ---- — 5 S. Á. Gislason. í Fríkirkjnnni: Hádegismessa. Hjúskapur: Gísli Jóhannsson verzlunarm. Skála við Grundarstíg og ym. MargrétSig- urðardóttir. Gift 27. maí. Lúðvik Lárusson verzlunarm. og ym. Ingi- gerður Ágústa Eyjólfsdóttir. Gift 26. maí. Hljómleikar Oscars Johansens i 'gærkvöldi í Bárubúð voru allvel sóttir. Hann lék þar 7 lög frumsamin af honum sjálfum. Þar á meðal sónötu langa i D-dúr. — Nánara i næsta blaði. Kennaraskólanum var sagt upp siðasta vetrardag, eins og lög standa til. Kenn- araprófi luku þessir nemendur: stig. 1. Ásmundur Þórðarson úr Rvik . . 60 2. Egill Hallgrímsson Gullbrs. ... 81 3. Egill Þórðarson Eyjaf. . . . ! 77 4. Einar Sv. Frímann S.-Múlas . . 85 5. Evfemia Gisladóttir Mýras. ... 70 6. Guðmundnr Magnússon S.-Múlas. . 70 7. Guðmundur Olafsson Þing. ... 90 8. Helgi Salómonsson Hnapp. ... 90 9. Ingibjörg Sigurðardóttir Snæf. . 63 10. Jóhann Einarsson Þing..............85 11. Jóhann Jóhannsson Þing. ... 80 12. Kristbjörg Jónatansdóttir Akureyri 90 13. Kristiana Benediktsdóttir Hún.. . 78 14. Kristinn Benediktsson Eyjaf. . . 87 15. Kristján Sigurðsson Skagaf. . . 79 16. Kristmí nn Runólfsson Gull. . . 58 17. Margeir Jónsson Skagaf..............76 18. Páli Stefánsson lsafirði .... 73 19. Sigurður Kristjánsson Þing. . . 87 20. Sigurður Sigurðsson ísafirði . . 90 21. Svafa Þorleifsdóttir Þing. ... 89 22. Þorbjörg Þórðardóttir Rvik '. . 81 Einkunnir ern gefnar i 12 námsgreinum; hæst getur stigatal orðið 96. Prófdómara skipaði stjórnarráðið þá Guðmund próf. Helgason, Jón fræðslnmála- stjóra Þórarinsson og Þórhali bisknp Bjarn- arson. Alls voru í skólanum 65. Hinn 17. þ. m. byrjaði svo framhalds- námsskeið fyrir kennara þar í kennaraskól- anum; háfa 30 barnakennarar fengið að- gang að því, en eru ekki allir komnir enn þá.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.