Ísafold - 15.06.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.06.1910, Blaðsíða 2
150 ISAFOLD Vefnaðarvara. Jijólatau Pvoftafau Ttlorgunkjótatau Dömukíæði Htæði Ensk vaðmál Léreft. Verzí. Björn Jiristjánsson. þjóðinni, að hún kaus þá sem fulltrúa sina, og flesta með geysimiklum at- kvæðamun, og einn gagnsóknarlaust. Ólík bardaga-aðferð. Þegar Eggert Stefánsson símaþjónn — og einn aí átrúnaðar- og uppáhalds- goðum Hafsteinsflokksins á Akureyri — varð uppvís að símskeytafölsuninni um sambandsmálið sl. haust, nefndu sum blöð sjálfstæðismanna þetta ekki á nafn, t. d. Þjóðviljinn og Þjóðólfur, og var það þó bæði sögulegt og eftir- tektavert. En þegar Magnús Th. Blöndahl, alþm. í Reykjavík, fór úr stjórn Völundarfélagsins — sem voru svo sem engin stórtíðindi — þá bauð Lögr. hverjum sem vildi rúm »til að fletta ofan af honum«, og hefði vafa- laust tekið það með þökkum, þó það hefði verið gert undir dularnafni, og hin blöð flokksins töluðu öll um þetta í þeim tón, að hér væri eitthvað sögu- legt á ferðum. Ekki væri búið að halda honum burtfararsamsæti, m. fl. En líklega hefir hér ekki verið um auð- ugan garð að gresja, því enginn laun- skriftarmaðurinn — stigamaðurinn — (ekki einu sinni Lárus) hefir enn lagt út í þetta, þrátt fyrir boð Lögr. Naum- ast þarf þó að gera ráð fyrir því, að viljann hafi vantað. í þessu sambandi má líka geta um það, er Jón Ólafsson skýrði í Reykja- víkinni frá stuldi tveggja drengja í Rvík, en bætti þvi við, að »feður þeirra tilheyrðu báðir stjórnarflokknum«. Get- ur óskammfeilnin og ódrengskapurinn komist á hærra stig? Eitthvað er eftir af grein A. }. J. ókomið i Heimskringlu. H^=r«i===í- Skógræktarferðalögum skógræktarstjóra (K.-H.) verður hag- að í sumar sem hér segir. Hann fór n. þ. m. austur til Seyð- isfjarðar á Botniu og ætlaði þaðan upp að Hallormsstað. Þaðan fer hann seint í mánuðinum norður á Möðrudal, að skoða þar upp- blásturssvæði, og undir mánaðamótin vestur í Fnjóskadal að skoða skóginn að Hálsi og Vöglum. Laust fyrir miðjan júlím. fer hann af Akureyri til ísafjarðar og ferðast um 3. skógvarðarhérað til að leiðbeina mönnum í skógarhöggi, og velja og merkja þar skóglendi það, sem á að friða. Seint í ágústmánuði fer hann upp Borgarfjörð að Kalmanstungu og þá til Þingvalla. Um miðjan september fer hann loks austur um Árnessýslu og Rang- árvalla að líta eftir sandgræðsluvinnu þar og skógræktar. Tvisttau Rúmteppi Stumpasirz Rekkjuvoðir í Yerzl. Björn Kristjánsson. Islandsglíman 1910. Sigurjón Pétursson glímukonungur íslands. Íslandsglíman fór fram á sunnudag- inn, eins og til stóð. Timburpallur mikill hafði verið reist- ur í miðjum Barnaskólagarðinum fyrir glímumenn, en múgur og margmenni (undir þúsund manns) skipaði sér kring- um pallinn og austur af honum í hlið- ina upp að Laufásvegi. '— Þegar til kom, urðu þeir ekki fleiri en 9, glímumennirnir. Austanmenn komu ekki; nokkrir aðrir gengu og úr skaftinu. — Þessir 9 vorur reykvíska kappa- þrenningin: Hallgrímur, Sigurjón og Guðmundur; Norðlendingarnir 3 : Kári Arngrímsson, Sigurður Sigurðsson og Eiður Guðmundsson, og loks 3 Reyk- víkingar: }ónas Snæbjörnsson, Sig- valdi Sveinbjarnarson og Jón Vigfús- son. Dómnefnd skipuðu þeir: Jón frá Múla, Jónatan Þorsteinsson, Halldór Hansen, Guðmundur og Karl Sigur- jónssynir. Þeirglímdu fyrstir, Sigurður að norð- an og Sigvaldi sunnlendingur. Hver verður ofan á, Norðlending- urinn eða Sunnlendingurinn ? Mönn- um fanst sem það væri fyrirboði úrslit- anna, hvernig fyrstu glímunni reiddi af. Norðlendingurinn sigraði! Skyldu norðanmennirnir ætla að hafa það? Það fór að fara um ýmsa. En í næstu glímu kom Guðmundur Stefánsson til skjalanna og barg heiðri Sunnlendinga með því að skella Eiði Guðmundssyni — á klofbragði. Yfirleitt var því bragði beitt lotulítið. Svo rak hver glíman aðra og sigr- arnir dreifðust á Suður- og Norður- land. Guðmundur glímukóngur — Hall- grímur Benediktsson, hrópar glímu- stjórinn. — Dynjandi lófatak, er þeir koma fram á pallinn. — Þeir takast á! Fólk stendur á önd- innil Hver hefir það? — Guðmund- ur er sterkari! Hallgrímur er liprari 1 Guðmundur sveiflar Hallgrimi kring- um sig af afli miklu. En Hallgrímur kemur niður á fæturna, mjúklega eins og köttur. Guðmundur freistar klof- bragðs, en Hallgrímur sér sér færiog »á einu augnabliki« smellir hann meist- aralegum hælkrók á Guðmund — og glímukóngurinn liggur. — Dynjandi húrrahróp og lófatak. En nú kemur undir því, hvor þeirra ber sigurinn úr býtum, Hallgrímur eða Sigurjón, er þeir eigast við. Fólk bíður með óþreyju. Það ætlar aldrei að koma að viðureign þeirra! }ú, loksins! Þeir ganga fram á pallinn. Klappdrunur geysa um loftið, svo að »undir tók, svo grundin nærri stundi*. Guðmundur Sigurjónsson flautar I Þeir renna saman, og nú gafst á að líta snarpleg tök og hreyfingar. Til og frá um pallinn berst leikurinn. Glímu- skjálfti gagntekur gervallan mannfjöld- ann. Það dylst engum, að petta er úrslitaglíman um íslandsbeltið og kon- ungsnafnið,því að þriðji kappinn,Guðm. Stefánsson, hefir lítið átt við glímur í vetur og er því stirðari en hann á að sér. — Hvert bragðið rekur ann- að. Sókn af hendi Sigurjóns, en Hall- grímur verst frækilega — kemur fót um undir sig hvað eftir annað — og »spenningurinn« eykst afskaplega. — Þeir takast nú á all-ákaflega svo að glímugjarðirnar springa utan af Hall- grími. Stundarbið og gliman hefst af nýju. Þar kemur að lokum, að Sigurjón fær lagðan Hallgrím á snörpu klofbragði, en áhorfendur guldu þakkir gjöllu lófataki, Enda var þessi glím- an sjálfsagt snjöllust og drengilegust, og unnu menn vel sigursins hvorum sem var, Hallgrími eða Sigurjóni. Nokkru seinna glimdu þeir Guðm. Stefánsson og Sigurjón og féll Guðm. fyrr en nokkurn varði á utanjótar hcel- króki. Þá voru úrslitin orðin með öllu ugglaus. Engum hinna hent að fella Sigurjón. Þó varð úr bræðra- bylta, er þeir glímdu Sigurður og hann. 11 glímur voru háðar eftir viður- eign Sigurjóns og Guðmundar, marg- ar sérlega fallegar, t. d. viðureign þeirra Jónasar Snæbjörnssonar og Guðm. Stefánssonar, en áhugi fólksins var orðinn minni. Af öðrum fallegum glímum mætti t. d. nefna glímuna milli Hallgríms og }ónasar, Guðm. Stef. og Sigvalda. — Það var skrítið, að bezti glímumaður- inn þeirra norðanmanna, Kári, féll að heita mátti óðara en þeir tóku á hon- um Sigurjón og Hallgrímur, en hinir norðanmennirnir stóðu þó nokkuð í þeim. Alls voru glímurnar 3 6. Fóru þær svo, að Sigurjón Pétursson vann 8 Hallgrímur Benediktsson — 7 Guðm. Stefánsson — 6 Kári Arngrímsson — 5 Eiður Guðmundsson — 4 Sigurður Sigurðsson — 3 Jónas Snæbjörnsson — 2 Sigv. Sveinbjörnsson — 1 Sigurjón fekk enga byltu. Að glímu- lokum afhenti formaður Grettisfélags- ins á Akureyri, hr. Karl Sigurjónsson, Sigurjóni Islandsbeltið, en það er leðurbelti dýrt og mikið og fagurlega silfurbúið. Spenti h!lnn beltið utan um Sigurjón og úthrópaði hann glímukonung Islands. En þingheimur fagnaði hinum nýja »konungi« með húrrahrópum og lófa- taki. Sigurjón hefir í vetur borið hæstan hlut í nær öllum íþróttakappleikum, sem farið hafa fram hér í höfuðstaðn- um. Hann hefir unnið Braunsbikar- inn fyrir skautahlaup, Ármannsskjöld- inn fyrir glímur. Hann vann fyrstu verðlaun í kapphlaupunum um daginn og loks íslandsbeltið á sunnudaginn. Hann leggur og mikla rækt við í- þróttir, er mjög framsækinn og dug- andi í hvívetna og á því fullkomlega skilið sigursveiga þá, er honum hafa hlotnast. Langoftast var byltubragðið klofbragð eða í 15 glínaum alls. í njö gllmum réði hælkrókur byltunni, í 7 sniðglíma (þar af tvisvar öfug sniðgl.). í einni glím- unni lagði Hallgr. á leggjarbragði, í annari á klofbragði og krók og í þeirri þriðju á klofbragði með sveiflu og loks lagði Guðm. Stef. einu sinni á klofbragði með sveiflu. Slys og bragðleysa réði úrslitum tveggja af glímunum. Það var í f i m t a sinni, að glímt var um íslandsbeltið í þetta BÍnni, en ekki fjórða, eins og sagt var í síðasta blaði og hlaut það fyrstur mauna Ó1- a f u r verzlunarmaður Davfðsson, en síðan þeir Jóhannes Jósefsson tvisvar og Guðm. Stefánsson 1 sinni. Eftir sunnudagsviðureignina verður eigi annað séð en að ilt verði fyrst um sinn fyrir Norðlinga að sækja beltið í hendur sunnlenzku kappanna. Það skar svo greinilega úr um yfirburði Sunn- lendinganna — og glímdi þó t. d. Kári bæði fimlega og knálega. Hann er og sagður mestur snillingur í hæðarstökki nyrðra. Myndir voru teknar margar af kapp- glímunni og höfum vór sóð nokkrar stereoskopmyndir frá Magnúsi Ólafssyni, ljómandi góðar, því að þær sýna sjálfa glímuna mætavel, ein þeirra t. d. tekin augnablikið, sem Sigurjón er að ganga af Eiði lögðum. Glímustaðurinn var allgóður í þetta sinni. Gott að geta gripið til Barna- skólagarðsins, m e ð a n ekki er fenginn reglulegur íþróttavöllur. En væntan- lega verður hann kominn áður en næsta Íslandsglíma verður háð. Landmælingar herstjórnarráðsins danska hér á landi, er landssjóður leggur til 5000 kr. á ári, fara í sumar fram um Mýrar, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og suðurhluta Dalasýslu. Þeim stýra i herstjórnarráðsfyrirliðar, Heiberg- Jiirgensen höfuðsmaður og Tretow- Loof yfirlautinant. Þeir hafa með sér 8 mælingamenn og 20 vinnudáta. Kom þetta lið alt á Sterling um dag- inn. Það skifti sér i 2 deildir, er önnur fór þegar upp í Borgarnes, með forustu Tretow-Loofs, en hin vestur að Búðum með höfuðsmannin- um að fyrirliða. Með hvorri sveit- inni um sig fylgir íslenzkur fylgdar- maður, Bjarni Valdason Mýrasveitinni, en Sveinbjörn Sæmundsson hinni. Af þessum bæjum m. m. verða gerðir uppdrættir eftir miklu stærri mælikvarða (1 : 1000) en ella: af Hvanneyri, Reykholti, Borg, Borgar- nesi, Sandi, Ólafsvík. Nýr konsúil. Franskur konsúll (consularagent) í Vestmanneyjum er skipaður Halldói Gunnlaugsson héraðslæknir. Skógræktarumdæmi landsins eða réttara sagt skóglendi á þvi og kjarrlendi hefir verið skift i vor í 6 skógræktarumdæmi eða skóg- arvarðarhéruð: 1. Gullbringusýsla með Reykjavík. 2. Kjósarsýsla,Borgarfjarðar, Mýra, Hnappadals, Snæfellsness og Dala. 3. Vestur-Barðastrandasýsla, ísa- fjarðar og Stranda. 4. Þingeyjarsýsla. 5. Múlasýslur og Austur-Skafta- fells. 6. Vestur-Skaftafellssýsla, Rangár- valla og Árness. Skógræktarstjóri (Kofoed-Hansen) hefir fyrst um sinn umsjón yfir 1. og 3. umdæmi. En í hin 4 eru þessir skipaðir skóg- arverðir: 2. Sumarliði Halldórsson. Aðset- ur Borgarnes. 4. Stefán Kristjánsson. Situr á Vöglum. 5. Guttormur Pálsson. Situr á Hallormsstað. 6. Einar Sæmundsson. Situr á Eyrarbakka. Skógarverðir eiga að fara á hverju ári hver um sitt skóglendisumdæmi og leiðbeina mönnum þar í skógrækt, og að hafa umsjón með öllu því skóg- lendi, sem á að vera friðað. Biskupsvígsla. Valdimar Briem vígslubiskupsefni verður vígður í Skálholti í sumar þ. 28. ágúst. Samsæti , var þeim haldið, norðlenzku glímu- ! mönnunum, i gærkveldi i Iðnaðar- . mannahúsinu. Sátu það um 40 manns. Þar var fagnaður mikill, ræðuhöld og söngur og stóð fram yfir miðnætti. Á heimleið frá samsætinu brugðu þeir sér í sjó, nokkurir glímumann- anna, og þótti rösklega gert. Jóhannes Jósefsson skrifar frá Bochum í Westfalen 5. þ. m. og lætur vel af högum þeirra félaga. Þeir hafa sýnt íþróttir sínar í ýms- um borgum í Suður- og Mið-Þýzka- landi og hvarvetna hlotið góðan orð- stír (sbr. úrklippur úr ýmsum þýzk- um blöðum, er ísafold hafa borist). Miklu lofsorði lokið á fimleik þeirra og snarræði, og aðsókn óvenjumikil um þetta leyti árs að leiksviðum, þar sem þeirra félaga er von. Jóhannes heldur uppteknum hætti að bjóða fé, 300—500 mörk þeim, er hann fái ekki lagt að velli á 5; mínútum. Hafa ýmsir gefið sig fram, en jafnan borið lægra hlut. Um þessar mundir halda þeir félag- ar til Frankfurt am Main. Eru þeir fáðnir þar um tíma við ágætiskjör við »Ausstellung jiir Sport und SpieU — íþróttasýningar undir vernd keis- araefnis. Fuudið lík. Eins og menn muna, tapaðist í fyrra frá Vík i Mýrdal mótorbátur frá Vestmanneyjum, með 2 mönnum á. Báturinn fanst síðar á Þykkvabæjar- fjörum óskaddaður með öllu, og smátt og stórt á sínum stað, sem sýndi að báturinn hafði aldrei fengið sjó yfir sig, en þó var hann mannlaus, og voru ýmsar getur leiddar að hvarfi mannanna, en sönnur fengust engar. Nú í byrjun þ. m. fanst lík annars mannsins, form. Magnúsar frá Nýja- bæ, — í svokölluðu Klasbarðaflóði í Útlandeyjum; er mjög líklegt að lík hins mannsins sé þar nálægt, og að þeir hafi náð landi þar fram undan, án þess vart yrði frá bæjum, auðvitað eigi ráðið við að bjarga bátnum und- an sjó, og hann svo tekið út og fært miklu vestar, þeir ætlað til næstu bæja, en druknað í flóðum; (Suðurland). Gullbrúðkaup Jóns dbr.manns í Þorlákshöfn og konu hans fórunnar Sigurðardóttur stóð 5. þ- m. »Fáir hér munu eiga yfir að líta jafndáðrík líf sem þau hjón«, segir Suðurland um þau. Verzl. Björn Kristjánsson selur Sjöl smekkleg; vönduð ódýr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.