Ísafold - 15.06.1910, Side 3

Ísafold - 15.06.1910, Side 3
ISAFOLD 151 8 v a r til »rúsínumeistarans« í Lögréttu. Út af rúsínugrautargrein Ingólfs s/slu- skrifara Kristjánssouar í 26. bl. Lög- róttu, finn eg mig kuúðan til að svara honum nokkrum orðum, þótt eg feginn vildi vera laus við að svara öðrum eins óþverra og greinin er, en eg verð — eins og húsbóndi Iugólfs (o : sýslumaðurinn) kemst að orði í »leiðréttingu« sinni í 34. bl. ísafoldar — að gera það sann- leikans vegna. S/sluskrifarinn 1/sir það tilhæfulaus ósaunindi, að vantraustsyfirljsingar-undir- skriftarskjalið hafi frá s/sluskrifstofunni verið sent og s/nt þeim, sem nokkrar líkur þóttu til, að mundu fást til að skrifa undir það, og getur þess til, að annaðhvorrt flytji eg þessi ósannindi vís- vitandi — ekki etu stóryrðin — eða einhver gárunginn hafi skrökvað að mór til að láta mig hlaupa með það. Að eg fari ekki með tilhæfulaus ó sannindi eða rakalaus ósannindi, eins og 6. Björnsson kemst að oiði í áðurnefndri »leiðróttingu«, vil eg s/na með eftirfarandi vottorði frá sóknarpresti okkar, sem eg geri ekki ráð fyrir að Ing- ólfur kalli »gárunga« : »Hór með votta eg undirritaður sam- kvæmt beiðni, að vantraustsyfirl/singar- eyðublað gegn ráðherra barst mór í hend- ur í vetur á þann hátt, að því var vafið utau um dagblaðasendingar til mín, sem Ingólfur hreppstjóri Kristjánsson færði mór heim frá póststofunni«. Patreksfirði 3. júní 1910. Magnús Þorsteinsson. Hér er þá vottað, að s e n d i s v e i n n s/slumanns færir síra Magnúsi vautrausts- yfirl/singareyðublað frá póststofunni — eða s/sluskrifstofunni, sem eins og kunnugt er, er ein og hin sama hór á Patreksfirði. Eg sá þetta eyðublað af tilviljun hjá presti í vetur og var alls ekki a því að sjá, að það heíði verið notað sem um- búðapappír ; néi, það var víst ekki far- ið svo gálauslega með laumuskjalið á skrifstofunni. Eg get bætt því við, að erindi mitt til prestsins í þetta sinn var að vita, hvort haun vildi skrifa undir trausts- yfirl/singuna, en hann kvaðst ekki vilja það gera, hann hefði ekki viljað skrifa undir hitt skjalið, sem hann um leið s/ndi mór. Hver skyldi hafa farið fram á það við hann, að hann skrifaði undir það skjal? Þá segir hreppstjórinn, að það sóu til- hæfulaus ósannindi hjá mór, að hver einn einasti 1 Patrekshreppij sem hafi undir- skrifáð traustsyfir 1/singuna standi á kjör- skrá. Við skulum sjá hvað eftirfarandi vott- orð frá hreppsnefndaioddvita segir : »Hér með vottast, samkvæmt beiðni, að allir þeir í Patrekshreppi, sem undir- skrifuðu traustsyfirl/singuna til ráðherra í marzmán. síðasth, sem birt er í 9. bl. Fjallkonunnar, stóðu þá og standa enn á kjörskrá Patrekshrepps til alþingis, dagsettri 20. jan. 1910; þó skal þess getið, að eitt nafnið mun hafa misprent- ast: Kristján Jónsson, en á að vera Kristján Jóhaunsson«. Patreksfirði 4. júní 1910. J. M. S n æ b j ö r n s s o n oddviti. Það er þá augljóst, að þeir sem skrif- uðu undir traustsyfirl/singuda í marz voru þá búnir að standa um 2 man- uði á kjörskrá, og vissulega eru það þeir einir, sem á þeirri kjörskrá standa, sem hafa kosningarrótt til alþingis í septem- ber í haust, ef til kemur, en ekki þeir, sem standa á kjörskrá fyrra árs eða 1909—10. Þá segir hreppstjórinn enn, að það sóu tilhæfulaus ósannindi, að hann hati eða hafi nokkurn tíma hatað Björn ráð- herra Jónsson, þeir hafi aldrei haft nein persónuleg kynni hvor af öðr- um. Veít þá ekki Ingólfur að menn geta hatast, án þess að hafa nokkur persónu- leg kynni hver af öðrum ? Veit hann ekki að til er annað hatur en persónu- legt? Það lítur ekki svo út, en þetta eru auðvitað ólíkindalæti, því maðurinn er, sem betur fer ekki svo heimskur. Það er, þvi miður, svo mikið til hór í landi af öðru hatri — pólitísku eða stjórnmHlahatri — á þessum tímum, að flestum er það kunnugt af sögu og sjón, en nokkrum, já, alt of mörgum af reynd, og þar á meðal Ingólfi, eftir því sem næst verður komist; en það liggur í hlutarins eðli, að erfitt muni að sanna hvaða tilfinningar búa eða hafa búið Ingólfi í brjósti. Loks segir Ingólfur, að eins og annað sóu það ósannindi hjá mór, að hann hafi beðið kjósanda að koma á kjörfund, en hann vonaði, að hann kysi ekki »hel- vítið hann Björn«, og aumkvar mig fyrir að láta nota mig til að hlaupa með svona slúður. Hve ósatt eg segi neyð- ist eg til að s/na með eftirfarandi vott- orði, þótt mór só ekki ljúft að /fa upp hjá s/sluskrifaranum sárar hrakfarar- endurminningar frá þeim tímum: »Samkvæmt beiðni votta eg hór með, að Ingólfur Kristjánsson hafi komið til mín fyrir kjörfund og mælst til, að eg gæti komið að kjósa, hann ímyndaði sór, að eg yrði ekki einn af þeim, sem kysi helvitið hann Björn. Svona minnir mig frekast að orðin fóllu, hvaða meining hefír verið með þessu hjá hon- um, skal eg láta ósagt.« Vatneyri 3. júní 1910. Benidikt Sigurðarson. Hór er þá synt, að þessi ummæli eru sönn og rótt hjá mér eins og reyndar alt annað í ísafoldargrein minni, svo sem þegar er s/nt fram á, og eg held, að það só einmitt Ingólfur, sem só aumkvunarverður fyrir að geta ekki látið vera með að við hafa óþverra munnsöfnuð um Björn ráðherra, þ ó a ð hann hati hann og þora þar næst ekki að kannast við orð síu. Ekki er það mín sök, þótt Ingólfur viljiekki eða látist ekkiskiljaniðurlagsorð- in í Fjallkonugrein minni; fáir óbrjálaðir metin mundu geta leitt aðra eins hug- s j ó n út af þeim, sem hann hefir gert. Það er ekki einleikið, hve skilnings- sljór Ingólfur er stundum. Honum getur ómögulega skilist, að eg hafi getað séð eða vitað að pylsuendarúsínan hans var ómeltanleg án þess eg rendi heuni n i ð u r. Skyldi hann háma í sig alt; sem fyrir verður, ætt og óætt, meltanlegt og ómeltanlegt? Heyrt hefi eg, að sum n a g d / r hafi þann eigin- leika, en það veit og þekkir nú Ingólf- ur miklu betur en eg. Það væri synd af mór að synja Ing- ólfi þeirrar ánægju, að kannast við að síðasta »rúsínan« hans er ósvikiu. Mór þykir engin minkun að kannast við, að eg sé ekki með beztu eða betri læknum landsins, að eg sé ekki með þann sjálf- birgingsskap, að ímynda mór eða leitast við að fá sjúklinga til að trúa því, að eg geti læknað alla kvilla og meinsemd- ir. Nei, sé eg í nokkrum minsta vafa um veikleikann, ræð eg sjúklingnum til — ef hann hefir nokkur tök á því — að leita Reykjavíkurlæknanna, sem eru mór svo miklu fremri. Lái mór hver sem vill. Eg gizka nú á, að þeir sem annars nenna að lesa Lögréttugrein Ingólfs og þessa grein mína geti farið nærri um, hvor okkar só meiri ósanniridamaður og skal eg svo lofa s/sluskrifaranum að sjóða sinn rúsínugraut í friði fyrir mér; framvegis mun eg ekki virða hann svars, þótt upp úr honum velli ónot og óþverri í minn garð. Patreksfirði 4. júní 1910. Sig. Magnússon. \ Skipaferðir: Botnía fór á laugardaginn austur á fjörðu á leið til útlanda. Talsvert af farþegum austur og út. Nokkrir vestur farar þeirra á meðal: Þorbjörn Svein- bjarnarson trésmiður, Óli Coghill verzlm. o. fl. Vesta kom til Seyðisfjarðar í gær á leið hingað frá útlöndum. Flora kom á sunnudaginn, einum degi á undan áætlun, úr fyrstu ferð sinni jetta ár frá Norvegi austan og norðan um land. Hún fer aftur á morgun. Fjöldi Norðlendinga kom suður og fer aftur á morgun. Glímumennirnir norð lenzku nota einnig þessa ferð til Akur- eyrar. i ■ % Enn nm Borgarnessfundinn. í Lögróttu 6. apríl er grein eftir Sigurð s/slumann í Arnarholti um Borg- arnessfundinn 31. jan. í vetur. S/slumaður lysir mörgum orðum hversu vasklega hann hafi barist fyrir auka- þingskröfu þingmannsins; sömuleiðis birtir hann þann fróðleik (alþ/ðu mauna vitanlega), að 'fógetagjörð beri að hlyða þar til æðri úrskurður falli, m. f)., og er þetta sjálfsagt vel meint af s/slu- manni að gjöra möunum þetta ljóst! Síðari hluta greinarinnar er eingöngu beint til 32 kjósenda úr Hraunhreppi út af yfirl/singu í ísafold 10. febr. síð- astliðinn. Orð s/slumanns í áminstri Lögróttugrein eru meðal annars þessi: »Það hefði verið óskandi, að þessir menn (þ. e. Hraunhreppingar) hefðu látið sór detta í hug, að skaðlaust væri fyrir mál- efnið og sjálfa þá, þó að þeir biðu með mótmæli sín, þangað til þeir vissu hvað það er, sem þeir eru að mótmæla, því það hafa þeir ekki vitað, það ber yfir- 1/singin með sór«. Þessi eru nú orð s/slumanns um 32 menn úr Hraunhreppi. Hann gefur þessum mönnum þann vitnisburð, að þeir viti ekki hverju þeir séu að mót- mæla, með öðrum orðum, það er hór um bil sama og sagt væri: þessir menn eru f 1 ó n eða ó v i t a r. Hvað meinar s/slumaður með þess- um orðum ? Hann v e i t sjálfur vel, að margir af þessum mönnum, er hann vel- ur þessi orð eru greindir menn, gætnir og samvizkusamir; næst liggur að halda, að þetta só til þess gjört að sverta þá í augum annara og gefa ókunnugum til- efni að ætla Hraunhreppinga miður þrosk- aða að þekkingu og vitsmunum. Þessum mönnum var öllum fullljóst hvað þeir voru að gjöra, þegar þeir mótmæltu tillögu Borgarnessfundarins. Hún er þannig orðuð og þess eðhs, að engum þeirra, er vill verða fósturjörð- unni að liði og láta endurminningu orða sinna í heiðri hafða mundi láta sór detta í hug að samþykkja hana. í tillögunni stendur meðal annars: Fundurinn vantreystir ráðherra til að fara lengur með stjórn 1 a n d s i n s og#krefst þess, að kvatt verði til aukaþings þegar í stað til þess að þinginu gefist færi á að reka róttar síns og koma stjórninni í aðrar hendur. Þetta getur hver heilvita maður sóð hvað á að þ/ða: Núverandi ráðherra, þarfasta yfirmanninum, sem við höfum eignast, á að varpa af stóli til svölunar innlimunarmönnunum og til þess að kasta út tugum þúsunda. Reynist það rótt, sem eg efast ekki um, sem ráðherra hefir gjört í bankamál- inu á hann miklar þakkir skild- ar af þjóð vorri, en framkoma stjórnarandstæðiuga er þeim til ó a f m á- anlegrar minkunar utan lands og innan. Alveg þegir s/slumaður um ályktun fundarins í sambandsmáliuu, þá er taldi »afdrif sambandsmálsins á síðasta al- þingi »skömm og skaða«. Ekki er gott að bera traust ti! þeirra manna, er telja það »skömm og skaða«, að fósturjörð þeirra er leyst undan þvf að lendaundir innlimunarfarginu danska. Það dylst reyndar ekki, að slíkar tillög- ur, sem Borgarnessfundartillögurnar eru samdar í bræði og virðist það ekki und- arlegt, þótt geðsmunirnir missi jafnvægi og samvizkan kunni að ónáða þá, sem vilja narra þjóðina í torfærur, sem henni er aldrei afturkvæmt úr. Alþingismaður vor hefir farið illa að ráði sínu í vetur. Við getum aldrei fyrirgefið honum, að hann skyldi þegja við sambandsmálstillögunni og ekki greiða atkvæði á móti henni — tillögu, sem var að 1/sa það »skömm og skaða«, sem Tíora ferá morgun kí. 6 síðdegis vestur, norður og ausfur um tand fií Bergen. Falleg svört alklæði 2Vs al breið 3.25, 3.75, 3.95. Syart-röndótt svnntntau ur ull og silki í svuntuna 4.45. Th. Thorsteinsson, Ingóifshyoli. í miðbænum ásamtgóðri lóð til sölu nú þegar með góðum kjörum. — Upplýsingar gefur Einar Vigjússon. Vinnustúika óskast i vist hjá dönskum hjónum. Hún þarf að vera myndarleg og þrifin og helzt að skilja dönsku. Afgreiðsla ísafoldar vísar á. Eggert Claessen yfiiTéttamálafhitningsmaður Pösthfisstrá'ti 17. Venjulega lieima kl. 10—11 og 4—5. Talslmi 16. Ferðahestur, vekringur eða valhoppari verður keyptur nú þegar. Talsími 236. S. Á. Gíslason. hann sjálfur var kosinn til að fylgja fram og gerði líka. — Jón alþm. hefir alveg fyrirgert trausti því, er menn áð- ur höfðu á honum hór um slóðir. Hraunhreppingur. Reykjavikurannáll; Aðkomumenn. Oddnr Björnsson prent- smiðjneigandi, Karl Finnbogason kennari, Júlins Sigurðsson útbússtjóri |frá Aknreyri, sira Páll E. Sívertsen frá Stað í Aðalvík. Bjarni Jónsson, hinn nýi prestur Reykvik- inga, kom til bæjarins á Flórn á sunnudag- inn. Hann verður vlgður af biskupi í dóm- kirkjunni annan sunnudag. Dánjr. Ouðjón G-uðmundsson lm. ættaður að austan. Dó i Landakotsspitala 6. júnl. GuðriðurSigurðardóttir, Melshúsum, ógift stúlka, 21 árs. Dó 14. júni. Dönsk guðsþjónusta. Á sunnudaginn pré- dikar danskur prestur, B i e r i n g frá Es- bjerg við hádegismessu í dómkirkjunni. Hann kom á Sterling til að kynnast starfsemi K. F. U. M. hér á landi. — Sálmarnir, sem á að syngja, verða prentaðir sérstaklega. Fasteignasala. Einar M. Jónasson yfir- dómslögmaður selur Birni Glslasyni útvegs- manni húseignina Eskihlið við Skólavörðu- stig með tilheyrandi fyrir 5000 kr. Dags. 9. fehr. G. Gislason & Hay selja Signrði E. Sæ- mundssen kaupm. húseign nr. 75 við Lauga- veg með tilheyrandi fyrir 9000 kr. Dags. 26. april. Gísli Finnssson járnsmiður selur Einari Gnðmundssyni húseign nr. 53 við Vestur- götu með tilheyrandi fyrir 3000 kr. Dags. 17. maí 1902. Sigurður Oddsson hóndi í Gufunesi selnr Helfa Magnússyni & Co. hálfa húseignina nr. 6 við Bankastræti með tilheyrandi fyrir 9470 kr. Dags. 3 júní. Hjúskapur. Björn Ólafsson simritari frá Seyðisfirði og ym. Stefanía Stefánsdóttir. Gift 11. júní. Jón Hjaltalín Kristinsson snikkariog ym. Ingibjörg Egilsdóttir, Bræðrahorgarstíg. Gift 11. júní. Vilhjálmur Ketilsson bóndi 1 Kirkjuvogi og ym. Valgerður Jóakimsdóttir frá Prests- bakka í StrandaBýslu. Gift 14. júní. Hljómleikar. Á föstudaginn efnir Oscar Johansen til alþýðuhljómleika i Hotel Island með aðstoð frk. Kr. Hallgrímsson. Á efnisskránnni er meðal annars 2 lög eft- ir Sveinbjörn Sveinhjörnsson, Saga og Hu- moreske. Enn eru lög eftir Sehubert, Bee- thoven, Pagauini 0. fl. Þeir eru i kvöld, bljómleikar frúnna Ástn og Valborgar Einarsson, svo sem áðnr hefir verið getið. Aage Meyer-Benedictsen, hinn danski rithöfundur, sem hing- að kom á Sterling síðast ætlar að ferð- ast hér víða um land í sumar til þess að kynnast lýð og landsháttum. Hann er af íslenzku bergi brotinn, kominn af Staðarfellsætt, 4. maður frá Boga á Staðarfelli. — Hann ætlar fyrst í ferðalag austur um sveitir, til Geysis og austur undir Eyjafjöll. — Síðan fer hann vestur á Breiðafjörð til ætt- ar stöðva sinna og þaðan norður um land alla leið austur að Mývatni. Aage Meyer-Benedictsen hefir farið um allan heim að heita má — verið á sífeldu ferðalagi um margra ára skeið. — Hann kann því frá afarmörgu að segja og segir ljómandi vel frá, af fjöri miklu og list. Enda alkunnur ræðumaður í Danmörku. Ekki er vonlaust um, að vér fáum tækifæri til að hlusta á nann, meðan hann dvelst hér í bænum. Hann hefir hálft í hverju dregist á það að segja dálítið frá Indlandi og stjórn Englend- inga þar og sýna þaðan ljósmyndir. Nýja blaðið þeirra austursveitanna, Suðurland, er farið að koma út. Fyrsta blaðið dag- sett 13. júní hefir borist oss í hendur. Það ríður myndarlega úr garði, hefir »ísland fyrir Islendinga« að leiðar- stjörnu í landsmálum, en ætlar ekki að blanda sér í flokkadeilur. Ritstjóri blaðsinser: Oddur Oddsson gullsmiður á Eyrarbakka; en í ritnefnd eru auk ritstjórans, Gísli prestur Skúla- son, Guðm. Sigurðsson sýslunefndar- maður, Helgi Jónsson sölustjóri og Jón Jónatansson búfræðingur. Hvarf Fr. Kristjánssonar. Margir ætla, að Friðrik muni kom- inn til Ameríku og færa ýmsar líkur fyrir. Veigamest er sú, að komin sé mikil fjársending (2000 kr. ávisun) frá Ameríku til skylduliðs hans á Akureyri og muni eitthvað af börnum hans ætla sér vestur um haf. — Þessa fjár- sending hafa menn viljað rekja til Frið- riks, en hvort svo er eða ei, verður eigi sagt um, að svo stöddu. 12 Niels laut niður að honum. J>að var unglings piltur. — Eru fleiri þarna inni, spurði hann. Hann svaraði ekki. þú skreið haun sjúlfur ídu, og þreif- aði eig áfram í þessari myrkraholu. Hann reif hendur sínar og fóbleggi til blóðs á nöglum . . . en hann fauu þar engan. Hann bar skipbrotsmanninn heim, upp yfir sandhólana. Handlegg- irnir héngu múttlausir um háls hans. Höfuðið var hnigið niður á bringu. Fæt- ur hans héngu dinglandi niður og voru undarlega langir niðri í þungu sjóstíg- vélunum. Hann gekk leiðar sinnar án hvfldar með öruggu, rólegu fótataki. Hann horfði fram eftir veginum, alvarlegur og hugsandi. Úti hjá húsinu stóð velvaxinn dreng- ur og glápti á hann, þegar hann kom heim. Hann kallaði inn, að faðir sinn væri kominn, og konan og dóttirin komu fram í dyrnar, og litu hluttekn- ingaraugum á hinn skipreka vesaling. |>ær fylgdu8t með inn í stofuna, gengu hljóðlega og mæltu ekki orð frá munni. þar var hann klæddur úr öililm föt- unum, og nuggað lífi í hina hálfdauðu limi hans. f>au gátu vakið hanu til meðvitundar með því að berja iljar hans til blóðs með stinnum bursta. Sár hans voru þvegin upp úr brenni- víni, og síðan var hann lagður til hvíld- ar upp á bálkinn. Konan kom nú með heitan drykk, sem hún hafði búið til, og léb hann drekka. |>au sbóðu lengi hljóð og hlusbuðu á andardrább hans. — Vesalinga drengur, baubaði konan, já, þvílíkb guðs undur. Maðurinn var lémagna og settist á bekkinn. þreytan sagði nú til sín og höfuðið hneig fram á handleggina. . . . Um kvöldið var komin stinninga haf- gola. Sjórinn stóð á land og brimrót- ið umkringdi skipsflakið. . . . í marga daga var ómögulegt að komast út að því. II. Tveimur vikum síðar bjuggu þau Niels Klitten, koua hans og dóttir sig til vergildÍBÍns. 16 brúnt og gljáandi, og var vafið upp i hnakkanum í þykkum fléttum. Hún líktist mjög móður sinni. f>ó voru augu móðurinnar bjartari og ró- legri. |>au voru lengi að Ijúka við að búa sig. — f>ú verður að gæta hússins vel Valdi, sagði móðirin, þegar þau gengu brott. Hann stóð og horfði á eftir þeim, þangað til vegurinn beygðist inn und- ir hæðirnar. f>au stigu þnngt og fast til jarðar, með hátíðlegum alvörusvip. Sólin logaði niður yfir flatneskjuna, svo að drepandi hiti rauk upp úr hin- um skrælþurra farvegi. Engin kælandi vindgola komst utan frá hafinu. Loftið var svo þurt að maðnr gat séð það sjúga vatnið í sig úti á haf- inu. Austur á bóginn stóðu hálsarnir eins og dansandi í hinu skjálfandi lofti. Hver dráttur í hinum dimma svip þeirra skalf, eins og Iandið í kring, gengi í bylgjum. Sólin Býndist hanga langt undir himinhvelfingunni. Og 9 bárust yfir hafið, en náðu þó engis manns eyrum, Hann nam staðar hjá flakinu, og horfði hugsi á skipið, sem hafði velst á hliðina. Skuturinn lá á þurru landi, en framstafninn var í sjó. En nú beindist athygli hans að hundi, sem hafði fylgst með honum norður eftir bökkunum. Hann hljóp snuðrandi að flakinu. Hann heyrði hann þefa út í loftið. Síð- an staðnæmdist hann alt í einu, og fór að grafa í sandinum og gelta inn und- ir súðina. Hann gekk þangað, og lagði hlust- irnar við. En hann heyrði ekki neitt. . . Honum var þuugt um audardrátt- inn. Sfðan sló hann nokkur högg með hnefanum í súðina. f>að var holhljóð í skipinu. Hanu hlustaði aftur. f>á fanst honum hann heyra dauft og veikt hljóð bak við súðina, eins og högg frá aflvana hendi. Litla stund stóð hann kyr í sömu sporunum, sfðan hrópaði hann, . . hvað eftir annað. En ekkert svar heyrðist. Svo barði hann aftur f ákafa. . . ,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.