Ísafold - 22.06.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.06.1910, Blaðsíða 2
158 ISAFOLD GæzlustjórafráYikningin enn. Lögmæti hennar. Kafli úr bréfi til ritstj. fsaf. Eg þykist geta fært sönnur. á það í sjálfum þingtiðindunum, að alpingi hefir ekki dottið annað í hug, er nýju bankalögin voru samþykt en að gæzlu- stjórarnir eftir sem áður skyldu vtra afsetjanlegii. Frumvarp til laga um breyting á lngutn um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 m. m. byrjaði þannig, er það kom frá neðri deild: I stjórn Landsbankans eru 2 banka- stjórar, er ráðherra skipar, og einn ráðunautur, sem skal vera lögfræðing- ur, kosinn af sameinuðu alþingi til 4 ára í senn (sbr. þingskjal 652). Þessu breytti efri deild þannig, að í stað orðanna: »og einn ráðunautur . . . í senn« kom með sex mánaða upp- sagnarfresti *) og tveir gæzlustjórar, er kosnir séu sinn af hvorri deild alþing- is til 4 ára í senn, eftir peim reglum, tr hingað til hafa gilt.2) Og í nefndar- álitinu segir: »Að gjöra þá breytingu frá núverandi fyrirkomulagi, að skipa ráðunaut í stað gæzlustjóra, þykir nefndinni eigi full ástæða til, og mælir með, að engin breyting sé gjorð að pví, er pað atriði snertir« (sbr. þingskjal 705). Út af þessu hefir einn þingm. (V.Skfs.) sagt í ræðu: Þá leggur nefndin til, að gazlustjórar verði eins og peir hafa verið. Líklega hefði nefndin talið það breyt- ingu frá fyrra fyrirkomulagi, ef gæzlustjórarnir hefðu átt að vera óaf- setjanlegir, og ekki hefði verið hægt að sesja, að gæzlustjórar væru »eins og þeir hefðu verið«, ef þeir væru ekki afsetjanlegir enn, eins og áður. Er þá ekki kominn tími til að hætta að lala um valdrán ráðherra og ólög- lega gæzlustjóra — og éta öll þau orð ofan í sig i Archinti, hinn ítalski listatnaður heldur stöðugt áfram myndagerð sinni. Auk þeirra, sem áður eru taldir hér í blaðinu, hefir hann nú gert tnyndir m. a. af Birni Ólsen prófessor, Magnúsi Stephensen fyrv. landshöfðingja, Jóni Þorkelssyni skjalaverði og er að gera mynd af Þorsteini Erlingssyni. Archinti hugsar til ferðalags land- veg norður um land f öndverðum næsta mánuði. Skipaferðir. Sterling fór héðan til útlanda 19. þ. mán. Farþegar: Magnús Blöndahl al- þingismaður, Biering prestur, Thomsen lýðháskóiastjóri, Kaaber umboðsmaður, bróðir L. Kaabers, frú Kaaber og jung- frú Thomsen (til Færeyja). Þá tóku sór og far á kennarafundinn í Stokkhólmi, jungfrúrnar: Ragna Stephensen, Svava Þórhallsdóttir, Marta Stephensen, Soffía Jónsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir og Mar- grót Þorkelsdóttir. Geir, björgunarskipið, kom frá Dan- mörku á mánudaginn. Vesta kom til Blönduóss í gær. Kong Helge er væntanlegur hingað í kvöld frá Hamborg. Skipshöfnin & Vestra. Skipstjórinn & Vestra á með sönnu skilið það, sem nm hann er sagt i 31. tbl. Isa- foldar þ- &. Skipstjórinn er gætið ljúf- menni, er hefir sýnilega glögt auga fyrir þvi, að uppfylla sem bezt flutningsþörf landsmanna eftir staðháttnm og náttúrnaf- stöðu hér á iandi. Aftur á móti er i sama töluhlaði ísa- foldar miður rétt skýrt frá brytanum á Vestra og þjónustuliði hans. Stúlkur þær, er framreiða kost handa farþegum á fyrsta farrými eru kurteisar 0g snotrar, islenzkar, en ekki danskar stúlkur, og sjálfur er bryt- inn knrteis, lipur og viðfeldinn maður, er lætnr gesti sína hafa nægilegan og góð- an mat, án þess að athuga klæðabúnað þeirra. Þetta er sagt eftir eigin reynslu af Kjartani Þorkelssyni á Arnarstapa. ------- 1 Gltickstadt Lankastjóri Landmandsbankans í Khöfn er ný- látinn. Hann þótti einhver mesti og mikilhæfasti fjármálasnillingur Dana. Varð rúmlega sjötugur. ‘) Þau orð vorn feld burt síðar. ’) Leturbreytingarnar vitanlega ekki í Þingtiðindunum. ' Stórsektir fyrir óleyfilega vínsölu og tollsvik á Seyðisfirði. Símað var ísafold á mánudaginn af Seyðisfirði, að brytinn á Thoreskipinu Ingolf hafi verið sektaður um 500 kr. á sunnudaginn fyrir óleyfilega vínsölu þar á höfninni. ^Ennfremur var Jón skósmiður Lúð- víksson á Seyðisfirði sektaður sama dag fyrir óleyfilega vinsölu og tollsvik um 125 krónur — og verður hann að auki að borga tollfjárhæðina þre- falda, en það nemur 500 krónum alls. f Embættispróf í guðfræði við prestaskólann fór fram 17. og 18. þ. mán. Tveir guðfræðingar út- skrifuðust: Þórður Oddgeirsson (frá Vestmann- eyjum) með II. einkunn, 67 stig, og Haraldur Jónasson (frá Sauðlauksdal) með II. einkunn, 63 stig. Verkefni í hinu skriflega prófi: í skýring nr. ly. Matt. XX, 20—28. í trúfraði: Að gera grein fyrir eðli sakramentanna og áhrifum þeirra. í siðfrœði: í hverju er hið siðferðislega valfrelsi fólgið og hverjar eru þær rangar skoðanir á valfrelsinu, sem kristindómurinn verður að mótmæla? 1 kirkjusögu: Að gefnu yfirliti yfir á- sigkomulag kirkjunnar á 14.—15. öld að segja frá helztu siðbótamönnum á undan siðbót. Prédikunartextar: Matt. XII, 46—30. (H. J.). Lúk. XVI. 10—13 (Þ. O.) Skarlatssóttin hér í bænum er ákaflega væg, en hefir stungið sér allvíða niður. Sam- gönguvarúð er höfð við þau heimili, sem sóttina geyma, en engin sótt- kvíun. Prestvígsla fer fram í dómkirkjunni næstkom- andi sunnudag. Herra Þórhallur vigir þar kandídatana Bjarna Jónsson og Brynjólf Magnússon. — Jón lektor Helgason er búist við að lýsi vígsl- unni, en Bjarni Jónsson prédikar. Herskipiö Heimdallur, foringjaskólaskipið, yfirmaður Brock- meyer, kom hingað á sunnudagsmorg- uninn, frá Færeyjum og sunnan um land. Nemendur, sjóforingaefnin, eru 36, og yfirmenn 10 alls. Lúðrasveit skipsins skemti bæjar- mönnum á Austurvelli í fyrrakveld og ætlar að gera aftur annað kveld á sama stað og stundu (kl. 8—9), ef gott verður veður, en suður við ráðherrabú- staðinn á laugardagskvöldið kl. 8—9. Limtudagskvöldið leikur lúðrasveitin þessi lög: 1. Fralich: Ribeihns Marsch. 2. Leoncavallo: Potpourri af Op. Bajadser. 3. Fabian Rose: Fairy hill. Vals. 4. H. Helgason: Islandsk Sang. 5. Kalmann: 'Kys Rheinlánder af Oprt. H^stmanavre. 6. H. C. Lumbye: Champagne Galop. 7. Drigo: Les Millions d’arlequin. 8. Nessler: Ung Werners Farvel. 9. R. Wagner: Matroschor af Op.: Den flyvende Hollænder. 10. Sveinbjörnsson: Islandsk Lovsang. Kong Kristian. Yfirlýsing. Landsyfirrétturinn taldi nokkur um- mæli í aðsendri grein í 38. tbl. ísa- foldar meiðandi fyrir sig og stefndi ritstjóra ísafoldar fyrir, en sættir kom- ust á þann veg, að ritstj. ísafoldar gekk til sátta að þvi, að birta í Isafold yfirlýsing þá, er hér fer á eftir: Eftir kröfu dómendanna í yfirdóm- inum lýsir ritstjórn ísafoldar því yfir, að það sem i grein eftir »Ahorfanda« í 38. tölublaði þessa árgangs, með fyrirsögn »Löghlýðni. Lög eiga að ganga jafnt yfir alla«, er sagt um landsyfirréttinn: að hann berjist í broddi embættisvaldsins til þess um- fram alt að koma frá þeirri stjórn, sem vilji að embættismenn landsins séu jafnháðir landsins lögum og yfir- stjórn einsog alþýðan, er eigi að rit- stjórnarinnar vitund á neinum rökum bygt, og vill hún því eigi, að ummæli þessi standi ómótmælt á ábyrgð blaðsins. t Loftskeytasamband álslandi. Svar til símastjórans. (Mjög margar aðsendar greinar hafa f vetur orSið að bíða von úr viti vegna hinnar hörðu flokkarimmu. Svo er og um grein þá er hór fer á eftir. Hún er svar við grein Forbergs símastjóra er birtist í 57. tbl. ísafoldar síðastl. ár.) R i t 8 t j. Það gerist ekki á fáum dögum, að andmæla, þegar vegarspottinn á milli Chicago og Reykjavíkur er á milli þeirra er samræðu eiga. Það er vegna þessa — fjarlægðarinnar — að þetta svar til símastjórans birtist ekki fyr en nú. Veldi lofskeytanna. Símastjórinn byrjar mál sitt á því, að hann kynni sér allar helztu fram- farir loftskeytanna. Þetta er nú ekki nema gott og blessað. En hafi hann ekki lesið, eða heyrt getið um, að hér í Ameríku, er viðstöðulaust talað gegnum símlausan telefón, og það yfir margfalt lengri lei$ en er á milli Vestmanneyja og lands, þá hefir hann tæplega kynt sér málið nægilega vel. Eg gat þess i fyrri grein minni, að viðstöðulaust væri firðtalað símalaust, milli borganna Chicago og Milwaukee. Vegalengdin er um 85 milur enskar. Þetta verður ekki rengt með neinum rökum. Eg hefi átt tal við menn, er hafa talað þessa vegalengd, og segja þeir, að samtalið hafi heyrst mjög skýrt — hvert orð. Á mörgum fleiri stöðum hefir verið firðtalað símalaust, — og hvert orð heyrst skýrt og glögt — hvaða vegalengd sem um er að ræðaaltað 100 mílum (enskum). Og svo margir sérfræðingar og merk- ir menn hafa reynt samtal með þess- ari aðferð, að eg vil ekki ætla það neinurn heiðarlegum manni, að segja opinberar skýrslur þeirra um þetta ósannar. Á þessum tímum er í óðaönn verið að setja upp símlausar firðtalsstöðvar, til almennrar notkunar — víðsvegar um öll Bandaríkin. Félög með mil- jón dollara höfuðstól gera ekkert ann- að en smíða og setja upp þennan símlausa firðtalsútbúnað. Þegar Bandaríkjamenn, með alt sitt simakerfi, þykjast eigi geta verið án þess að hafa þetta símlausa talsamband, þá mætti ætla, að ekki væri frágangs- sök að nota það á íslandi yfir marg- falt styttri vegalengd — 20—23 milur enskar. Ástæðulaus misskilningur. Símastjórinn segir, að eg tali um, að Vestmanneyjar geti haft firðsamtal við Reykjavík »gegnum símlausa firð- talsstöð, einhversstaðar í Landeyjum*. Að Vestmanneyjar gæti haft bein- línis óslitið samband við Reykjavík eða aðrar símastöðvar, með þeirri að- ferð, er eg benti á, — hefi eg aldrei sagt eitt orð um. Eg veit vel, að ekki er hægt að samtengja þráðlausa sim- talstöð við síma beinlínis. Eg ætl- aðist að sjálfsögðu til — áleit óþarft að taka það fram — að samtalið væri endurtekið á Landeyjastöðinni. Með öðrum orðum: Báðar stöðvarnar væru á einum og sama stað (lofskeytastöð- in og simastöð landsímans). Þegar búið væri að taka við skeytinu, sem kæmi á loftskeytastöðina, þá væri það samstundis símritað eða símtalað gegnum landsimann, þangað sem það ætti að fara. Eins farið að, þegar skeyti kæmi með simanum, er ætti að fara til eyjanna: firðtalað þangað und- ir eins og búið væri að taka við því á simastöðina. Það væri ekkert erfið- ara að endurtaka skeyti á þessum stað en viða annarsstaðar, þar sem verður að gera það. Ef eg t. d. vil símrita heim til íslands, þá verður að marg- endurtaka skeyti mitt, áður en það kemst alla leið. Það á að vera svo þögult og heiðarlegt fólk á öllum símastöðvum, að það þegi yfir öllum skeytum, er það tekur við eða sendir, hvort heldur þau eru almenn eða leyndarskeyti. Að þessu athuguðu, fæ eg ekki bet- ur séð en Vestmanneyjar gætu kom- ist i gott samband við meginlandið, þótt það sé ekki alveg óslitið — með þeirri aðferð, er eg benti á. Kostnaðurinn. Simastj. hefir ekki að því er séð verður, leitað sér nokkurra upplýsinga um, hvað kostaði að koma Vestmann- eyjum í fréttasambandið með simlaus- um firðtalsútbúnaði, og getur því lítið um það sagt, hvort 13000 kr. yrði of lágt áætlað eða ekki. Eg hygg einmitt, að hægt sé að fá tilboð um að koma þessu sambandi á, fyrir 15000 kr., jafnvel lægri fjárhæð. Og það þótt önnur stöðin væri höfð tvöföld. En hvað kostar símalína? Eg sé af Lögréttu, að Hafsteinsstjórnin hefir áætlað 34200 kr. til Vestmanneyja- símans. Það er meira en tvöfalt fé, við hina upphæðina. Einhver sem vit hefir haft á símakostnaði, hefir sjálfsagt áætlað þetta fyrir hana. Reksturskostnaður mundi verða mjög áþekkur, hvor aðferðin sem brúkuð væri. Ef sími lægi út í Ey- jarnar, þá yrði að sjálfsögðu að hafa þar sérfræðing til að taka á móti sím- rituðum skeytum. Ef þráðlaus firð- ritunarstöb væri á landi, yrði að hafa þar sérfræðing, til að taka á móti, og senda skeyti til skipa o. s. frv. Yuð-talað getur hver maður, eins og eg gat um i fyrri grein minni. Með og móti. Það sem mælir með loftskeyta-að- ferðinni, er að því er mér finst, eink- um þetta tvent: 1, að hún yrði að öllum líkum hálfu ódýrari (stofnkostn- aðurinn) og 2, að með henni væri tvent haft i sama högginu; nfl. að koma Vestm.eyjum í sambandið, og, um leið komið á sambandi við skip, er loftskeytaútbúnað hefðu, og það má búast við, að þeim fjölgi óðfluga á næstu árum. *) Hver veit nema að millilandaskipin íslenzku verði bráð- um útbúin með þessu áhöldum. Það hefir jafnvel komist til orða, að nauð- synlegt væri að lögbjóða öllum rnann- flutningaskipum, að hafa loftskeyta- útbúnað. Smáskip, t. d. fiskiskip og strandferðaskip, geta fengið loftskeyta- útbúnað keyptan hér, fyrir 830 doll- ara (3000 kr.). Hann nægir til að senda skeyti á 150 sjómílna fjarlægð, og taka á móti skeytum í 230 mílna fjarlægð. En lítið gagn væri að því fyrir skip að hafa þenna nauðsynlega útbúnað, nema hægt væri, að hafa samband við samskonar stöð á landi. Og ein stöð — nálægt ágætum fiski- ‘ miðum, og mikilli skipaumferð — væri stór ávinningur til að byrja með. Það sem mælir á móti síma, á umræddu svæði, er 1. að, stofnkostn- aður yrði miklu meiri (þó línan væri aðeins einföld) og 2. að eg hygg, að sæsíma milli lands og Eyja, væri sí- felt afarhætt að verða fyrir slitum mjög oft, af völdum botnvörpunga. Þeir hafa verið, og munu vera tíðir gestir á þessu svæði, þó óleyfilegt sé, og ef þeir »trolluðu« fram og aftur og áfram yfir símann, með öllu sínu afli, þá mundi langt frá þvi, að hann stæðist átakið. Eg verð þvi enn að halda því fram ■— hvort sem símastj. álítur það misskilning eða ekki — að þráðlausa sambandið við Vestmanna- eyjar verði ódýrara, áhættuminn og hagfeldara. Neyðarúrræði ? Annars held eg það dyljist engum, sem les grein símastj., að þrátt fyrir viðleitni hans til að kynnast loftskeyt- um, í því skyni að geta komið fram með tillögur o. fl. um þau s í ð a r m e i r, — þá andar úr henni kuldi til loftskeytanna. Að hans áliti eru þau að heitá má engis nýt. Nei, ekki alveg. Það má nota þau, þar sem ómögulegt er að koma símum við, lík- lega þá sem hálfgert neyðarúrræði. Af því sem að framan er sagt um símlausa firðtalið — um símlausu firð- ntunina þarf ekki að ræða — má sjá hvað mikil fjarstæða annað eins er. Það væri líka í meira lagi ótrúlegt, að menn og félög um þvera Amc- ríku væru að verja stórfé árlega til að stofnsetja símlaust firðtalskerfi — og það einmitt á milli staða, er simalín- ur liggja á milli — ef það væri ekki *) Nú þykir ekki farandi með því skipi yfir Atlanzhafið (milli Ameriku og Norð- urálfunnar), sem ekki hefir loftskeytaútbúnað, enda hefir hann þegar nokkrnm sinnum heinlínis bjargað mörg hundruð manns frá druknun. Vatnaskipln hér hafa og flest lofskeytaúthúnað. notandi nema sem nokkurs konar neyðatúrræði. Ferðamannaáhöldin. Af hverju að ráð mitt viðvíkjandi símaáhöldum fyrir ferðamenn er »van- hugsað« fæ eg ekki skilið. Enda bendir símastj. ekki á það með einu orði. Eg veit ekki tii, að hér á landi hafi nokkur einn flokkur manna nokkurs- konar aukaleyfi til að nota jafnnauð- synleg áhöld og þessi eru ferðamönn- um. Þeir sem þurfa að nota þau, hafa þau, þar á rneðal allar járnbrautarlest- ir. Það væri líka dálítið undarlegt, ef þessum áhöldum væri haldið föstum fyrir þeim, er helzt þyrftu þeirra við. Það væri ekki ólíkt því og að banna fólki, sern afarlanga og erfiða leið ætti til læknis, að hafa nauðsynleg læknis- lyf í húsum sínum. Eða með öðrum orðum banna fólki að bjarga sér. Á íslandi (hinum löngu fjallvegum þar) gæti vel kornið fyrir, að póstar t. d. ættu líf sitt undir því, hvort þeir hefðu þessi símatalsáhöld eða ekki. Væri þá ekki varhugavert að neita þeim um það ? Eg fæ ekki betur séð. Alvöruorð. Urn leið og eg lýk máli mínu sný eg orðum minum til stjórnarinnar is- lenzku, treystandi því, að hún Játi rannsaka alt, sem mælir með og móti hvorutveggja sambandinu (áður en fé er veitt til að fram- kvæma áðurnefnt fyrirtæki), r stað þess að fara eingöngu eftir einhliða tillög- um meðhaldsmanna símanna. Á móti því að þetta væri rækilega rannsakað, ætti enginn að geta haft, hverri að- ferðinni sem menn eru fylgjandi. Chicago í okt. 1909. A. J. Johnson. Iþróttamót við Þjórsárbrú. Meðan á búnaðarnámsskeiðinu stend- ur fyrir austan, á að efna til íþrótta- móts fyrir austursýslurnar við Þjórs- árbrú, þ. 9. júlí. Margs konar kapp- leikar eiga að fara þar fram, glímur og stökk. Ungmennafélögin eystra gangast fyrir því. Reykjavikur-annáll. Aðkoifiumenn: Sira Jón próf. Sveinsson Akranesi, sira Magnús próf. Andrésson frá Gilshakka, síra Eggert Pálsson Breiðahóls- stað, sira Ólafnr Finnsson Kálfholti, sira Jóh. L. Jóhannesson Kvennabrekku og fleiri prestar. Aflabrögð : Undanfarið hefir aflast vel á báta hér við flóann, en helzti fáir sem bát- fiski stunda. Botnvörpungar eru að koma inn við og við, en veiða lítið. Fyrir vest- an mun nú vera farið að aftast betur eftir að skipin þar fengu síid sendia til beitu. Aage Meyer-Benedictsen, danski rithöfund- urinn, ætlar að flytja alþýðlegt erindi í Bárubúð & laugardagskvöldið wn Indland undir valdi Breta. Hann hefir sjálfur ferðast um Indland og kann frá býsna mörgn að segja þaðan úr sveit. Honum er og mjög sýnt um að segja vel og skemti- lega írá. Skuggamyndir sýnir hann einnig af landi og þjóð. Dáin: Sigriður Bjarnadóttir, Grettisgötu 35 A, 77 ára. Dó f6. júní. Fótgangandi til Þingvalla ætla kennarar Kennaraskólans og piltar þeir, er nám stunda á framhaldsnámsskeiðinu þar — núna ein- hvern daginn. Veðrátta: Nú er óðum farið að hlýna hér um slóðir, en sólarlítið er ennþá. Tals- verð væta seinnstu dagana. Mannalát. í mannskaðaveðrinu, nóttina 27.—28. febr. síðastliðinn, druknaði af »mótor«-skútunni Argó unglingspilturinn Benjamín Frank- lín Eiríksson frá Sjónarhól 1 Hafnarfirði. Benjamin heitinn var fæddur á Halldórs- stöðum í Vatnsieysustrandarhreppi 12, marz 1892. Fluttist hann með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar vorið 1907, stundaði þar nám á Flensborgarskóla tvö ár og fór það- an með bezta vitnisburði. Var hann jafn- vel látinn af öllum, er þektu hann, bæði eldri og yngri, sakir frábærrar stillingar í umgengni og hæfileika til hvers, er hann tók sér fyrir hendur. — Námfús var hann og mundi hafa gengið skólaveginn, ef efni hefðu leyft; og til þess að afla sér fjár til frekari mentunar, réðist hann í þessa för, er fékk svo skjótan enda. Foreldrar hans eiga mikils í að sakna og hér má land vort enn harma einn unga og efnilega soninn, Þ. B.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.