Ísafold - 03.08.1910, Qupperneq 2
194
ISAFOLD
Ekta Habana vindill
Henry Clay
fæst í Tóbaksverzluninni
Austurstræti 4.
greidd í tima, sé víst lögtak og því
engin undanfærsla á greiðslu þeirra.
Ef losa á embættismenn við störf
þeirra, þá má líka fækka þeim, en það
kann að vera álitamál. En líklegt er
að bæta megi störfum á embættismenn
alveg eins og störfum er bætt á bænd-
ur, án þess að leitað sé álits þeirra.
Þótt margt sé athugavert við þetta
skattamálafrumvarp, og það töluvert
fleira en hér er á minst, er líka sumt
gott og vel hugsað eins og t. d. um
erfðafjárskattinn og að hver verkfær
maður skuli greiða sýsluvegagjaldið
sem nú samkvæmt vegalögunum á að
leggjast á eftir efnum og ástæðum og
borgast svo úr sjóðum hreppanna.
Staðarfelli í febrúar 1910.
Magnús Friðriksson.
íþróttasýningin á sunnnd.
Þriðji iþróttadagurinn á sumrinu var
siðastliðinn sunnudag.
Kapphlaup voru þreytt á Melunum
og kappsund suður við sundskála.
Áhorfendtír voru með fæsta móti
(200—300 manns). Olli því margt:
Fjöldi fólks var utanbæjar. Oddfellow-
ar í skemtiferð, Goodtemplarar sömu-
leiðis. Hiti var og mikill og munu
margir makindamenn hafa talið vand-
kvæði á því fyrir sig að staulast út á
Melana — slíkan óraveg I Má og vera,
að tíminn hafi verið óhentuglega val-
inn (kl. 21/2), því að sá mun vera
matartími margra bæjarbúa.
Kapphlaupin (500 stikur) þreyttu 9
yngissveinar og varð þeirra hraðastur
Olajtir Magnússon á 1 mín. og 2o4/5
sek. Næstur honum varð Magnús
Tómasson (1 min. 22*/g sek.) og þriðji
hraðastur Guðm. Þórðarson (1 min.
25 sek.)
Kappsundið var þreytt í þrem flokk-
um, og bar það til nýlundu þetta
sinni, að stúlkur reyndu sig, 4 tals-
ins.
Þær syntu yfir 50 stiku bil. Fljót-
ust var Svafa Þorsteinsdóttir. Hún
svam bilið á 1 mín. og 20 sek. Næst
henni Abelina Gunnarsdóttir (r mín.
458/s sek.). Nr. 3. Sigríður Þorsteins-
dóttir (1 min. 57 sek.).
Á eftir stúlkunum syntu 4 yngis-
sveinar (innan 18 ára) 105 stiku bil.
Þeirra fyrstur varð Gunnar Einarsson
prentnemi; var 2 mín. 242/5 sek. á
sundinu. Annar, Agúst Jóhannsson (2
mín. 26a/5 sek.) og þriðji Tómas Hall-
grímsson bankaþjónn (2 mín. 29^/5
sek.).
Loks syntu 6 sundmenn eldri en
18 ára jafnlangt sund (105 stikur).
Varð þeirra langfljótastur Steján Ólajs-
son frá Fúlutjörn, að eins 1 min. 42
2/5 sek. En þeir urðu næstir honum,
Benedikt Guðjónsson (1 mín. 5é2/5
sek.) og Guðm. Kr. Sigurðsson (2 mín.
2a/6 sek.).
Enginn sundmanna þeirra, er nú
eru hér, stendur Stefáni Ólafssyni á
sporði í hraðsundi. En sagðir eru
þeir þvi sem næst jafnokar Sigtrygg-
ur Eiriksson og hann.
Þ. 14. ágúst, er þreytt verður um
Sundbikar íslands fyrsta sinni, kvað
von á Sigtryggi til kappsundsins, og
verður þá fróðlegt að sjá hvor sund-
kappanna sigurinn ber úr býtum.
Sundbikar íslands hefir verið smíð-
aður i Lundúnum og var sendur hing-
að 'um daginn.
Vér höfum átt kost á að sjá hann.
— Hann er úr skíru silfri, forkunn-
arfagur, skreyttur mjög á marga vísu
og á lokinu standmynd af glæsilegri
sigurgyðju með lárviðarsveig í hendi.
Vestri
fór ekki frá Akureyri fyr en sunnu-
dagsmorgun siðastliðinn.
Til frekari fullvissu var sem sé feng-
inn kafari frá Valnum til að skoða
hann — og komst hann að sömu nið-
urstöðu og aðrir, sem skoðað höfðu
skipið, að ekkert væri að — og Vestra
því óhætt að halda leiðar sinnar, eins
og ekkert hefði í skorist.
Heilsuhælið.
Síðari hluta þ. mán. er búist við, að
smiðshöggið verði lagt á heilsuhælið
á Vífilsstöðum. Það sem eftir er að
gera þar er smálegt, flestalt.
Heilsuhælið verður hin prýðilegasta
bygging og í því margskonar þægindi
rafljós, vatnsveita o- s. frv.
Læknirinn býst við, að hægt verði
að taka á móti sjúklingum undir mán-
aðarlokin. Allmargir sjúklingar eru
þegar búnir að leggja drög fyrir vist
í hælinu.
Landsjóðslán til skólahúsa.
í síðustu fjárlögum var gert ráð
fyrir að lána úr landssjóði alt að
30,000 kr. til að reisa skólahús út
um land gegn 4^/2% ársvöxtum.
Af þessum 30,000 hafa nýlega ver-
ið veittar 24,500 kr. svo sem nú
greinir:
Til skólahúss í Hörgslandshr. 1200 kr.
— — - Eskifjarðar — 6000 —
— — - Hvammshr. V.sk.f.s.
5000 —
— — - Eyrarhr.ísafjs. 4000 —
— — • - Str.hr. Eyjafjs. 500 —
— — - Auðk.hr.ísafjs. 800 —
— — - Patrekshreppi 7000 —
Hagleysið í Reykjavík. Sárt k varta
allir hestaeigendur hór í bæ yfir hagleys-
inu. — Lítið að hafa handa hestum inni
í Laugarnesgirðingu úr því kotnið er'
frarn á þenna tíma sumars.
En bærinn á bæði Fossvog og Vatns-
myrina. Eða er ekki svof
Því er Fossvogur ekki tekinn og girt
ur og leigður til hestabeitar?
Eg hefi heyrt því borið við, að sveita-
menn hefðu þá hvergi beitarstað fyrir
sína hesta.
En sú viðbára er fánýt. — Sveitamenn
mundu óefað vilja vinna það til að
borga lítið eitt í hagatoil fyrir að hafa
hesta sína innan girðingar i Fossvogi og
vita þá vel geymda þar.
Eg skora á bæjarstjórnina að taka þetta
mál til íhugunar.
D ý r a v i n u r.
Gullbrúðkaup. Hinn 25. dag júní-
mánaðar 1860 voru gefin saman í hjóna-
band hjónin Jón Jónsson og Málfríður
Andrésdóttir á Seljum í Hraunhreppi i
Mýras/slu. og hafa þau búið þar síðan
þar til nú í vor. Þá tók við jörðinni
yngsti sonur þeirra, Guðlaugur að nafni.
Hjón þessi hafa ávalt verið mestu sæmd-
arhjón, hafa búið laglegu búi, aldrei
verið rík, en átt það, er þau hafa haft
undir höndum, og verið gestrisin og
greiðvikin við alla.
Nú, er hjón þessi höfðu verið saman
i hjónabandi 50 ár, þótti sveitungum
þeirra vel við eiga, að þessa viðburðar
væri minst opinberlega, og tóku sig
saman um það. — Athöfnin fór fram
eins og nú skal greina: .
Fyrst var haldin guðsþjónusta í sókn-
arkirkju gömlu hjónanna, á Okrum.
Sóknarpresturinn, síra Stefán Jónsson á
Staðarhrauni, hólt þá ræðu og lagði út
af 1. erindinu í kvæðiuu »Haustkvöld«
eftir Steingrím Thorsteinsson.
Þvi næst voru gefin saman i hjóna-
band Guðlaugur Jónsson bóndi á Seljum
og ungfrú Elín Þórðardóttir frá Ytri-
Skógum. Að því búnu var gömlu hjón-
unum haldið samsæti á Ökrum, og um
leíð hóldu yngri hjónin brúðkaup sitt.
Voru þar saman komnir rúmlega 100
manns; flest var það fólk úr Hraun-
hreppi, en auk þess voru viðstaddir fá-
einir frændur, vinir og kunningjar gömlu
hjónanna, utan sveitar. Þegar sezt var
að borðum, var sunginn gamli borðsálm-
urinn: »Faðir á himna hæð«. Meðan á
máltíð stóð tóku ýmsir til máls. Fyrst-
ur talaði sóknarpresturinn og mælti fyrir
minni heiðursgestanna og afhenti þeim
gjafir frá sveitungum þeirra: göngustaf
eftir Stefán Eiríksson, steinhring og 60
kr. í peningum (gulli). Þá talaði síra
Árni Þórarinsson á Stórahrauni og þakk-
aði samkomunni fyrir hönd heiðursgest-
anna. Ennfremur töluðu þeir Kristján
hreppstjóri Jörundsson á Þverá, Pétur
hreppstjóri Þórðarson f Hjörsey og Magn-
ús Sigurðsson á Ökrum. — Kvæði voru
sungin, er þeir höfðu ort Hannes skáld
Blöndal í Reykjavík og Pótur hreppstjóri
í Hjörsey. Loks skemtu menn sór við
söng og dans og stóð það langt fram á
nótt. Alt fór fram með hinni mestu
reglu og siðprýði, og má telja samkomu
þessa mjög myndarlega, eftir því sem
hór gerist. Gömlu hjónin voru hress og
glöð, og eru þau enn furðu ern. Gamli
maðurinn er hálfáttræður, en húsfreyja
hans ári eldri. —
Ýmsar vinagjafir voru þeim hjónum
færðar frá fjarstöddum og viðstöddum
vinum t. a. m., skrautrituð spjöld 0. fl.
Börn þeirra gáfu föður sínum gullhring,
en móður sinni gullnál.
Þegar gömlu hjónin komu heim til
sín, var þar fyrir vinsamlegt bréf til
þeirra frá »nokkrum körlum og konum
1 Álftaneshreppi«, og fylgdi brófinu 60
krónur í peuingum.
Viðstaddur.
Fjárnáinskrafa
Kr. J.
Embættismannamálgagnið er að
reyna að bera i bætifláka fyrir fjár-
námsfrumhlaup herra Kr. Jónssonar í
Landsbankanum, sem skýrt var frá í
næstsíðasta blaði.
Það var 1 ö g 1 e g t, segir blaðið,
af Kr. J. að krefjast fjárnámsins.
Sú er «ina vörnin, sem blaðið hefir
fram að flytja. Ella eintóma lokleysu
og svölunaryrði um Isafold.
En á lagarétt dómstjórans til
þess að krefjast fjárnámsins — hafa
aldrei verið bornar brigður. L a g a -
réttur hans var beint tekinn fram í
ísafold.
H i 11 var átalið, að hr. Kr. J. skyldi
n o t a þenna lagarétt.
Það hefir þótt alveg fráleitt að nota
hann. Sú venja orðin rótföst i mál-
flutningssögu vorri að krefjast eigi
málskostnaðar við yfirdóminn í mál-
um, sem fara eiga til hæstaréttar.
En að svo var um þetta mál var
Kr. J. fullkunnugt.
Og því ber að átelja það, að mað-
ur sem e r dómstjóri landsyfirréttar
og t e 1 u r sig löglegan gæzlustjóra
Landsbankans, skuli þvertofan í
viðurkenda venju fara að krefj-
ast fjárnáms fyrir málskostnaði —
og það meira að segja hjá b a n k a
þeim, sem hann telur sjálf-
an sig yfir settaa.
Það er frámunalega óviðkunnanlegt
og sízt vinsamlega gert í bankans garð,
að maður, sem t e 1 u r sig gæzlustjóra
hans skuli troða svo á fremsta hlunn,
og gera bankanum óvirðing svo mikla,
sem freistað hefir hr. Kr. J. að gera
— fyrir einar 20 kr., sem öll likindi
eru til, að hr. Kristjáni Jónssyni verði
alls ekki dæmdar við æðsta dómstólinn.
->-■■■■ ■ *===*-
Reykjavikur-annáll.
Aðkomumenn þessa dagana m. a. Sigurð-
ur Ghinnarsson prófastur úr Stykkishólmi,
Halldór Jónasson skólastjóri frá Seyðisfirði.
Aflabrögð fyrirtaksgóð í Faxaflóa. ís-
lenzku botnvörpungarnir hafa undanfarið
aflað þett.a 2—3 þúsund á sólarhring.
Ef gert er ráð fyrir 100 fiskum í skpd.
verða það 20—30 skpd. og nemur það með
70 kr. verði á skpd. 1400—2100 krónum.
Ferðalög. Þeir bræður Eggert og Eirlk-
ur Briem hafa verið á ferðalagi vestur um
SnæfelUnes. — Norður í land, um Borgar-
nes, fóru á mánudaginn m. a. Jón alþm. frá
Múla, Magnús Sigurðsson yfirdómslögmaður,
Þorl. H. Bjarnason adjunkt og Jón Jónsson
sagnfræðingur.
Goodtemplarar fóru 1 skemtiför upp í
Hvalfjörð á sunnudaginn. Tókn svo marg-
ir þátt i ferðinni, að gufubáturinn (Ingólf-
ur) varð að fara 2 ferðir fram og aftur. —
Fyrri ferðina fór hann sunnudagsmorgnninn
kl. 4. — Veður var hið bezta og skemtu
menn sér mætavel við ræðuhöld, söng og
dans 0. s. frv.
Guðm. Björnsson laadlæknir fer á Ceres
til Kaupmannahafnar til þess að sækja alls-
herjarþing Oddfellowa, þeirra sem félagar
eru stórstúkunnar í Þanaveldi. Oddfellowa-
reglan hefir staðið um 13 ár hér í landi —
— en þetta er fyrsta skiftið, að maður
héðan fer á allsherjarþing þeirra. — Land-
læknirinn kemur aftur á Botniu í septem-
bermánuði.
Hjónaefni: Halldór Þorsteinsson skipstj.
0g ym. Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey.
Oddfellowar efndu til skemtiferðar suður
i Hafnarfjarðarhraun að Gerðiskoti siðast-
liðinn sunnudag. Hálft annað hundrað
manns var i förinni, ýmist riðandi eða ak-
andi.
Þjóðhátiðardagurinn. Það varð úr, að
viðast hvar var lokað hér i bæ i gær —
svo að heita mátti dagurinn almennur fri-
dagur. — Veifur voru og dregnar á stöng
um bæ allan. — En ella lítið um gleðskap
í bænum. — Engin önnur samtök verið
höfð í þá átt en að efnt var til dansleika
i Iðnaðarmannahúsinu um kvöldið og sóttu
þá á annað hundrað manns.
Bókafregn.
íslenzk ensk orðabók (A concise
Dictionary of old Icelandic) eftir G e i r
T. Z o é g a er nýkomin út í Oxford. Það
er mikið verk (rúmar 550 bls.) og prýði-
legt að ytra frágangi öllum.
Naín höf. er og trygging fyrir því, að
vel só til bókarinnar vandað að efni,
— Geir Zoega hefir unnið þjóð vorri
stórmikið gagn með orðabókastarfi sínu.
Orðabókanna var mikil þörf; sóst það
m. a. á því, að nú er íslenzk-enska
orðabókin alveg uppseld. —
Prestastefnan á Hólum.
Prestastefnan var háð frá 8.—10.
júli og hófst með guðsþjónustu í
Hólakirkju. Biskup prédikaði.
Um 30 prestar sóttu fundinn.
Helztu málin, sem fjallað var um,
voru þessi:
1. Úthlutun styrks úr prestsekkna-
sjóði. — Prestastefnan samþykti út-
hlutun þá, er gert höfðu biskup,
Kjalarnesþingaprófastur og dómkirkju-
prestur í júnímánuði.
2. Erichsens kollektusjóður. — Sam-
þykt að verja mætti vöxtum af þeim
sjóði til styrktar fátækum prestum i
Hólastifti, sem leita þurfa sér læknis-
hjálpar utan heimilis — en, ef ekki
þyrfti að veita slíkan sjúkrastyrk eitt
eða fleiri ár, taldi fundurinn æskilegt,
að vöxtunum yrði varið til að styrkja
efnilega presta til utanfarar.
3. Kirkjuping islenzku. pjóðkirkjunn-
ar. Hálfdán próf. Guðjónsson stakk
upp á því, að félagsskapur sá meðal
presta í hinu forna Hólastifti, sem
þeir prófastarnir Hjörleifur Einarsson
og Zóphónías heit. Halldórsson stofn-
uðu fyrir nokkrum árum, en legið
hefir í dái síðustu ár, — yrði endur-
reistur. — Var því tekið ágætlega —
félag stofnað og Geir vígslubiskup
kosinn formaður.
4. Kirkjuping íslenzku pjóðkirkjunn-
ar. — Svofeld tillaga var samþykt:
Fundurinn samþykkir sömu álykt-
un og gjörð var á siðustu prestastefnu
um kirkjuþing og felur forseta sinum
að leitast við að fá stjórnina til að
taka málið til flutnings á næsta þingi;
en verði því eigi framgengt, þá felur
fundurinn forseta sínum að bera mál-
ið beina leið fram fyrir þingið.
5. Lánstraust kirkna. —• Biskup
benti á, hver hætta stæði af því, að
mönnum væri svo auðvelt að ganga
úr þjóðkirkjunni og hlaupa þann veg
frá skuldbindingum, sem á kirkjum
hvíldu.
Svofeld tillaga var samþykt.
Fundurinn felur biskupi að koma á
framfæri á næsta þingi frumvarpi til
laga, sem tryggi rétt kirkna þeirra, er
lán taka úr hinum almenna kirkju-
sjóði, gagnvart sóknarmönnum þeim,
er segja sig úr þjóðkirkjunni.
6. Trúarástandið á íslandi. — Síra
Björn í Miklabæ flutti erindi um það.
Taldi því hafa hnignað fram að 1890
— en trúaráhuga hafa vaknað allmik-
inn síðan og mintist í þvi sambandi
einkum ábiblíurannsóknina.
Taldi hann þá stefnu merki vaknandi
trúarlifs.
7. Kristindómsjræðsla barna. — Þrír
menn voru kosnir í nefnd til að íhuga
hverjar heillavænlegar breytingar mætti
gera á henni og skyldu þeir koma
með tillögur sinar á norðlenzku presta-
stefnuna næsta ár. í nefndina voru
kosnir prestarnir: Jónas Jónasson, Sig.
P. Sívertsen og Árni Björnsson.
Matthias Þórðarson fornmenjavörð-
ur flutti erindi um gripi þá, er Jón
biskup Arason sæmdi Hólakirkju: alt-
aristöjluna og biskupskápuna.
Enn var flutt á prestaslefnunni er-
indi eftir Jón Þorkelsson landskjala-
vörð: um Hólakirkju. Hafði Jón ætl-
að sjálfur til Hóla og flytja erindið,
en hann varð að hverfa frá þvi, en
erindið eða aðal-atriði þess var lesið
upp i Hólakirkju.
Prestastefnunni lauk með biskups-
vígslunni þ. 10. júlí.
Skipaferðir;
Ceres fór vestur á laugardaginn með
talsvert af farþegum. Björn Kristjáns-
son bankastjóri brá sór til ísafjarðar.
Austri fór í Btrandferð í morgun —
með talsvert slangur af fólki. Jónas
Kristjánsson læknir og frú Guðrún Túl-
iníus frá Eskifirði voru meðal farþega.
Dýr á Íslandi.
Fjölgum dýrategundum vorum!
I.
Eg hefi furðað mig á þvi, að eng-
inn skuli hafa tekið undir með herra
Helga Valtýsssyni, er hann i 40. og
41. tölubl. »Fjallkonunnar« í fyrra,
stingur upp á því, að fá hreindýr frá
Norvegi til Islands, bæði til þess að
bæta kyn þeirra hreindýra, sem fyrir
eru á íslandi, og til þess að hafa þau
sem húsdýr. Það er þó oftast hægt
að fá íslendinga til þess að raða fram
og aftur ýms málefni og tillögur,
þótt framkvæmdanna sé oftast all-
langt að bíða. En eg hefi ekki séð
annað á þessa grein Helga minst en
það er »ísafold« sagðist hafa talað um
hana við mann, og hann talið »stofu-
lærdóm*. En það verður hún eigi
kölluð með réttu. Aftur á móti held
eg, að hið háa alþingi hafi að hálfu
leyti gert sig sekt um »stofulær-
dóm« þegar það hér um árið gerði
ráðstafanir til þess, að flutt yrðu pól-
naut (= moskusnaut = ovibos mos-
schatus) til landsins. Það er mjög vafa-
samt, hvort htggt væri að halda í þeim
lífinu á íslandi. Eða það hélt að
minsta kosti Július Schiött, er eg átti
tal við hann um þetta. (Hr. Schiött
þykir mjög góður dýrafræðingur og
veitir hann dýragarðinum hér i Khöfn
forstöðu1). Pólnautin mundu eiga tvo
óvini á íslandi: sullaveikina og rign-
inguna. Þau þola rigninguna mjög
illa. Ullin á þeim er svo gisin, að
þau blotna inn að skinni, en svo
löng að þau ætla aldrei að þorna aft-
ur, og verða svo innkulsa. Schiött
sagðist láta reka pólnautin í hús óð-
ar en deigur dropi dytti úr lofti, en
um sullaveiki á pólnautum sagði hann
þessa sögu: »Skipshöfnin á norsku
skipi náði pólnauti á Grænlandi. Á
heimleiðinni kom skip þeirra við á ís-
landi [ísafirði ?] og var nautinu hleypt
þar á land og látið bíta. En þarhefir
það etið í sig bandormsegg, því sex
árum síðar drapst það úr sullaveiki*.
Að sullaveikin (íslenzka) þrífst á pói-
nautum, virðist benda á, að þau séu
skyldari sauðfénu en nautgripunum,
enda er ýmislegt í skapnaði þeirra,
sem minnir á sauðfé, þótt þau snögt
á litið séu líkari nautgripum. Þannig
hefir pólkýrin t. d. aðeins tvo spena,
eins og ærnar (kýrnar hafa fjóra, eins
og fjósakonurnar vita). Þó sullaveik-
in dræpi þetta eina pólnaut er auð-
vitað ekki áreiðanlegt — og ekki einu
sinni líklegt, að hún ríði að fullu öll-
um pólnautum, sem flutt yrðu til ís-
lands eða fæddust þar. En það væri
altaf áhætta, meðan sullaveikinni ekki
er útrýmt (og þótt skömm sé að, líða
sjálfsagt tugir ára enn, áður en það
verður) — að hafa þau annarstaðar en
langt frá mannabygðum, þar sem hund-
ar aldrei koma. En þau mundu nú
víst, hvort sem er, hvergi þrífast nema
helzt lengst uppi í landi, t. d. norðan
við Vatnajökul, því þar rignir víst
fremur sjaldan.
Fyrverandi nýlendustjóri á Græn-
landi, R. Múlkr jústitzráð hér í Khöfn,
hefi eg átt tal við. Hann heldur að
pólnautunum verði algerlega útrýmt,
öll strá-drepin nema að þau verði flutt
til íslands, og eigi þa.r friðland. Það
væri því ef til viíl reynandi að flytja
pólnaut til íslands og freista þess,
hvort þau gætu lifað þar. Það væri
að minsta kosti Jalkga gert, frá sjón-
armiði dýravina. Og reyndist það rétt,
að þeim yrði útrýmt í núverandi heim-
kynnum þeirra (nyrzt í Norður-Ame-
ríku og á eyjunum þar norður af, og
á Norður- og Austur-Grænlandi) mundi
mega selja dýragörðum við og við
eitt og eitt dýr háu verði.
Það hefir verið talað um að fápól-
naut til íslands og gera að húsdýr-
um. En hreindýrarækt mundi efalaust
arðsamari en pólnautarækt, meðal ann-
ars af því, að pólkýrnar bera ekki
nema annað hvort ár. að því er menn
bezt vita. En breyzt gæti það ef til
vill af mannavöldum. Hinsvegar er
óvíst hvort hægt er að temja pólnaut-
in, þó það sé reyndar ekki ólíklegt.
*
* *
Þó því fari nú víst fjarri, að hrein-
dýr vor séu að deyja út, einsog Helgi
Valtýsson virðist halda að þau muni
gera, þrátt fyrir friðun,2) þá eru þau
’) Hr. Schjött er nú látinn, eins og get-
ið er um í síðasta blaði. Ritstj.
r) Þorsteinn Jónsson frá Egilsstöðnm
segir mér að hreindýr hafi sést í Héraði,
í hópum svo hundruðum skifti, siðustu árin.