Ísafold


Ísafold - 17.08.1910, Qupperneq 1

Ísafold - 17.08.1910, Qupperneq 1
Remm At tvisvar l viku. Vorf* Are. (80 arkir minat) 4 kr., erlondih B kí e&a 1 */• dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendia fyrir fram). ___________ ISAFOLD Drp.Ogn (skrlfleg) bnndin yib dramðt, er ógiid nema komln li til útgefanda fyrir 1. ott. rg ju-.npnncU iknldlam vib blabib Afgreibila: Anetnrstrntt 8. XXXVII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 17. ágúst 1010. 53. tölublað l. O. O. P. 918199 Forngripasafn opib hvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og öl/»—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstoía frá 8 érd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibdogis Landakotskirkja. öubsþj. 9*/* og 8 é helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 V*—12 °R ^ Landsbankinn ll-2»/t, öVt-61/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og B—8. Útlén 1—3 Landsbúnaöarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og B—6. Landsskjalasaínib é þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i lœknask. þribjd. og fóstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l1/*—2*/« á sunnudögum Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Lárus Fjeldsted vfirréttarmálafærslumaður j Lækjargata 2 Heima kl. ii—12 og 4—5. Faxaflóagufubáturinn Ingólfur fertil Borgarness 17., 22. og 30. ág. -----Keflavíkur og Garðs 20. 0^25. ágúst. Verzlunarbúð í miðbænum með nýjustu gerð og útbúnaði, ásamt stóru pakkhúsplássi, ef óskað er, fæst til leigu fyrir sann- gjarna borgun. Lysthafendur snúi sér til Kristjáns Þorgrímssonar. 2—3 horbergi fást til leigu frá 1. október í Kirkjustræti 10, niðri. 2 herbergi í Kirkjustræti 10, á fyrsta sal, fást til leigu frá 1. október. 5 herbergja ibúð, auk eld- húss og geymslupláss, fæst til leigu í húsinu nr. 38 við Laugaveg, neðstu hæðinni. Menn snúi sér til Kristjáns Þor- grímssonar. 3 herberg.ja íbúð ásamt eld- húsi og geymsluplássi íæst til leigu frá 1. október i húsinu nr. 38 við Laugaveg. Menn semji við Kristján Þorgrims- son. Saltfisksmarkaðurinn ítalski í hættu? Skýrsla danska konsúlsins i Genúa. Danski konsúllinn í Genúa, hr. I. Arjivedson, hefir i vor sent eftirtekt- arverða skýrslu um markaðinn fyrir ís- lenzkan fisk i ítaliu. Hann bendir á tpargar hættur,. sem markaðinum séu búnar. Með því, að hér er um að tefla mikilsvert mál fyrir annan aðalatvinnuveg vorn, þykir oss rétt að flytja lesendum ísafoldar meginatriðin úr skýrslu konsúlsins. Konsúllinn er margmáll um, hve lágt verðið á íslenzkum saltfiski hafi verið í fyrra (1909) og segir, að þrátt fyrir margar tilraunir hafi reynst með öllu ókleift að rétta verðið við. Tvent olli mestu um það, 1) að úr öllum áttum rigndi niður óteljandi smdsend- ingum, 2) að samkepnin var óvenju- mikil af Frakka hálfu með Lavé = létt- verkaður fiskur. — Hér um bil öll skip, sem til Genúa komu frá Eng- landi og Hamborg og einkum frá Antwerpen og Björgvin höfðu með sér meira og minna af islenzkum fiski. Þar við bættist svo fiskurinn sem sendur er beina leið viðtakanda frá Khöfn yfir Hamborg eða Ant- werpen. Þessar smásendingar voru þannig á sig komnar, nær undantekningarlaust, að nær engar náðu pvi að geta talist 2. flokks vara, en flestallar máttu þær heita úrkast. Þetta er skiljanlegt, því að svo var um þessar sendingar, að fyrst hafði fiskurinn verið gerður afturreka af fiskimatsnjönnunum á íslandi, síðan fluttur til Danmerkur og það bezta valið úr honum þar. Allir 16 þuml- unga eða stærri fiskar hafa verið vinsaðir úr, þvi að svo stórir fiskar urðu sjaldan sénir í þessum sendingum. Svo virðist, heldur konsúllinn áfram, sem fiskútflytjendur á íslandi hafi hald- ið, að hægt væri að fleygja f ítali öllu því, sem hcföi á sér saltfisksútlit, hvað sem gæðum liði. Beinu sendingarnar gerðu minna tjón, því að þær fóru til manna, sem unnu málinu alt það gagn, sem þeir máttu. Öðru máli var að gegna um send- ingarnar frá Khöfn. Þær voru flest- ar seldar með þeim fyritvara, að kaup- endur mættu athuga fiskinn áður en kaupin yrðu útkljáð — og þann fyr- irvara kunnu þeir herrar að nota sér. Að mestu leyti var fiskurinn send- ur i umboðssölu (konsignation) hjá ýmsum kaupmönnum i Genúa og öðrum bæjum inni i landinu. Til Turin voru ósköpin öll send umboðs- mönnum, sem hugsuðu um það mest að koraa fiskinum út undir eins, en minna um verðið. Kaupendur upp til sveita, sem van- ir eru að kaupa hjá stærri innflytj- endum, kusu heldur að kaupa hjá þessum umboðssölum, einkum vegna verðsins. Eftir söluverðinu á fiskinum í Ítalíu, hlýtur hann að hafa verið keyptur upphaflega afarlágu verði — og við- ast stendur svo á því, að stærri fisk- uriim og betri hefir verið seldur háu verði heima fyrir og fiskútflytjendur því getað staðið sig við að selja verri fiskinn lágt. En mjög er það sorglegt og drepandi fyrir islenzka markaðinn, að pessi úr- kastsfiskur skuli jylla og eyðileggja penna ágæta markað jyrir úrvalsfisk segir kon- súllinn. Ur því að úrkastsfiskurinn er einu sinni kominn,jverður að koma hon- um út eins og bezt gengur, og fjöld- inn lítur mest á verðið, og því reyn- ist afar-erfitt að selja betri fiskinn og nær ómögulegt að selja hann fyrir það verð, sem hann á skilið. Fiskimatið á íslandi telur konsúllinn nú framkvæmt mjög samvizkusamlega og sendingarnar þaðan þvi sannarlega meira virði en fyrir þær fáist. Auk þess arna spilti frakkneski létt- verkaði fiskurinn (Lavé) svo mikið fyrir íslenzka fiskinum, að það verður naumast metið. Fiskiveiðar Frakka hafa aukist að miklum mun og fisk þeirra dreif inn á markaðinn i mestu hitunum, þegar verst var að geyma hann, svo hann varð að >fokka« fyrir hvaða verð sem var. Frakkneski fiskurinn var boðinn fyrir æ lægra og lægra verð, enda hægt um vik fyrir frakkneska útflytj- endur að selja lágt, því að þeir fá 16 Jranka verðlaun úr ríkissjóði Jyrir hver 200 pund sem þeir flytja af fiski til Ítalíu. Verðið á frakkneska fiskinum hækk- aði ekki i Ítalíu um haustið, þótt hann hækkaði annarsstaðar og bolaði fyrir bragðið islenzka fiskinum enn meira út — og má geta nærri um markaðshorf- urnar fyrir íslenzkan fisk, þegar frakk- neski fiskurinn var jafnan 10—12 lír- um ódýrari 'en 1. flokks fiskurinn islenzki. Kaupmennirnir itölsku þótt- ust góðir, ef þeir aðeins einhvern veg gátu selt islenzka fiskinn — og hafa þeir sjálfsagt beðið fremur tjón en hitt. Þessu lagi tjáir ekki að sæta — það verðnr til þess eins, að kaupmenn italskir fara að snúa sér að annari verzl- unargrein. Ef ekki er hægt að finna annan markað fyrir þenna úrkastsfisk, verður eitthvað sérstakt að gera, ef halda á í hinn ágæta italska markað. Ekki hefir heyrst nein óánægja með sendingarnar frá íslandi þetta árið, og almenn hefir ánægjan verið yfir þvi, að fiskimatið hefir verið strang- ara. Fiskurinn hefir ef til vill endr- um og sinnum verið fullhart þurkað- ur; og vil eg ráðleggja mönnum að hafa það í huga. Einróma lof hefir það og hlotið, af viðtakenda hálfu að minsta kosti, að haustfiskinum sé haldið sér. Hann er verri miklu en vorfiskur, þótt útflytjendur hafi eigi viljað kannast við það og mun einmitt æði oft hafa gefið átyllu til umkvörtunar yfir gæð- um fisksins yfirleitt. Við skoðunargerðir á fiskinum hefir skoðunarmaðurinn oft sagt, að aðal- gallinn á fiskinum væri sá, að hann væri gamall ng slegið í hann. — Fiskimatsmennirnir hafa n ú talið það betra að hafa haustfiskinn sér og sannar það, að þeir hafa talið hann lakari en vorfiskinn. Haustfiskurinn hlýtur að seljast lægra verði en vorfiskur — og er það talið hér, að hann ætti að vera 10 fr. ódýrari en nýr 1. flokks fiskur. Bezt væri, ef hægt væri að komast alveg hjá þessum gamla fiski, en bezta ráðið til þess að láta hann fyr á mark- aðinn. Það mundi og borga sig bezt fyrir útflytjendur sjálfa, þvi að þeir gætu þá fengið fult verð fyrir vöru sína. — En ef það er ekki hægt er talið miklu betra, að þvo þenna gamla fisk að vorinu. Þá heldur hann sér betur. Enn eitt atriði hefir gefið tilefni til óánægju og gerir enn, meðal innflytj- enda i Ítalíu, semsé að allur fiskur stœrri en 16 puml. skuli vera skilinn Jrá. Fyrir 25 árum var farið að nota hina svokölluðu Genúa-aðgreining, þ. e. auk annars þetta: fiskurinn á að vera 10—20 þumlungar. Þessarriað- greining hefir verið fylgt þangað til fyrir 2 árum eða svo. Þá var byr- jað að taka út úr 16 þuml. eða stærri fiska. Kaupendur vilja hafa gömlu að greininguna og kvarta yfir, að hennar er ekki gætt — og gerir það sölunni á islenzka fiskinum mikinn baga. Vottorð fiskimatsmanna um þessar sendingar, að þær séu samkv. Genúa- aðgreining eru og heldur ekki réttar þegar stærri fiskur en 16 þuml. er tekinn úr. Það mundi vera ajar-mikilsvert fyr- ir sölu á íslenzkum fiski, ef aftur væri horfið að gömlu aðgreiningunni (Genúa-aðgreining). »Hvernig stendur á því, að við get- um ekki fengið þá aðgreining, sem við sjálfir óskum og viðskiftamenn vorir heimta? — spyrja innflytjendur í Ítalíu. Hátt verð er heimtað hjá oss, en ágóða þann er útflytjendur hafa af því að velja úr fyrirfram stærri fiskana, reikna þeir alls ekki, er þeir setja verðið á minni fiskinn. — í stað þess að létta undir með oss inn- flytjendum, svo að við getum boðið samkepninni frakknesku byrginn — en hún hefir við að styðjast hin háu verðlaun, sem áður er getið og gerir alt til að bola út íslenzka fiskinum þá gera útflytjendurnir islenzku sitt til að gera oss erfitt fyrir. ítalir nota ósköpin öll af saltfiski og fiski yfirleitt. En þótt þeir hafi ef til vill áður gert ekki svo miklar kröfur, eru þeir nú orðnir vandlátari, vegna hinnar miklu samkepni. Aðrar þjóðir gera alt til þess að komast að ítalska markaðinum. En íslendingar virðast vinna að hinu gagnstæða — halda sjálfsagt, að ítal- ir geti ekki án fisksins verið, og að engu máli skifti um gæðin. Þetta er hœttulegur leikur og mikill misskilningur og mun mikið tjón af því stafa, ef menn athuga það eigi í tíma, hversu mikils virði ítalski markaður- inn er. Innflutningur á svokölluðum Labra- dor-style 0: fiski, sem er verkaður og þurkaður á sama hátt og tíðkast á Labradorströndinni — eykst ár frá ári. Því er vert að brýna það ræki- lega fyrir þeim, er hlut eiga að máli, að á þvf ríður afarmikið, að fiskurinn líkist sem mest eiginlegum Labrador- fiski Við verkun á honum er notað, samkvæmt alveg áreiðanlegri skýrslu, alt að 18 Hegsteads af Cadixsalti á hvert kvintal af fiski. Þessi »labrador-styIe«-fiskur selst bezt áður en hinn eiginlegi labrador- fiskur kemur á markaðinn, en á þeim tíma er vitaskuld fiskinum jafnan hætta búin vegna hitanna. öndverður upp og mótmælt þessu harðlega, en Canelejas hefir svarað aftur hvað eftir annað fullum hálsi og slakað i engu til. Hann hefir lýst yfir því, að hann telji skilnað við páfa- dóminn óhjákvæmilegan, á líkan hátt og á Frakklandi. Hér er að vísu nokkuð öðru máli að gegna. Alþýða manna á Spáni er fáfróð og hjátrúarfull og mundi líklega rísa upp til stuðnings páfadóminum, ef páfinn lýsti landið í bann. A Frakk- landi eru menn hinsvegar mentaðir og þar varð því páfinn svo að segja Spánn og kirkjuvaldið. ---- Kh. 6. ág. ’IO. Canelejas og páfinn. Hörð barátta í vændum. A Spáni er að hefjast hin harðasta barátta tnilli stjórnarinnar og páfa- dómsins. Þá baráttu hefir hafið hinn nýi yfirráðgjafi Spánar, gerbótamaður- inn Don José Canelejas y Mendez, sem kom til valda í febrúar siðastlið- inn vetur eftir Moret. Canelejas, sem er frjálslyndur mað- ur tók þegar að rýmka um trúarbrögð- Alfons XIII. SpánarJconungur. in í landinu og einkum beitti hann sér gegn munkareglunum, sem þar eru svo mörgum hundruðum skiftir, og reka iðnað án þess að þurfa að greiða eyri í skatt samkvæmt lögun- um. Þetta sá Canelejas, að hættulegt yrði fyrir atvinnurekendur landsins og tók því að losa um skattaákvæðin í lögunum og takmarka munkareglurn- ar. Ennfremur fekk hann konung til Pius X. páfi. varnarlaus. En nú er baráttan hafin og Canelejas getur ekki né vill snúa aftur. Hann hefir konunginn, Alfons XIII. á sínu bandi og lætur hann gefa út boðskapi þá, er stjórnin vill vera láta. í þinginu er svo að sjá, sem hann hafi stoð bæði sinna manna og ihaldsmanna og herinn treystir hann á, ef á þarf að halda. Píus páfi hinn 10. (sem áður hét Giuseppe Sarto) kom til valda fyrir 7 árum, Hann þykir mikill eftirbát- ur fyrirrennan síns, Leo XIII., og eru margir kaþólskir menn gramir og á- út af þrjózku hans og þverhöfðaskap. Óttast þeir, að hann muni að lokum tvistra rómversku kirkjunni, ef þessu heldur áfram, og þeir, sem svo eru óánægðir vona, að talan 9 haldi áfram að elta Pius X. Talan 9 hefir sem sé altaf fylgt hon- um á embættisbraut hans. Hann var eftir prestvígslu 9 ár í Treviso niu ár i Tombolo, níu ár í Talzani, níu ár biskup í Mantova og niu ár kirkju- faðir í Venezia. Eftir þvf ætti hann að láta af páfadómi 1912, ef talan er honum trygg. Æsing mikil er þegar kviknuð á Spáni einkum í norðurríkjunum gegn stjórninni og er kynt undir af Karls- mönnum, þ. e., þeim er koma vilja manni í konungdóminn aftur af Karls- ættinni. Konungsefni þeirra er Don Jaime og ætla menn, að hann rói undir. Á morgun búast menn við lýðæs- ingum og óeirðum miklum í San Sebastian og yfirleitt í basknesku hér- uðunum. Þangað hefir stjórnin sent herliðsflokka til þess að halda lýðnum í skefjum. Alfons konungur er í kynnisför á Englandi um þessar mundir og vekur það allmikla undrun, að hann skuli eigi hverfa heim í ríki sitt hið fyrsta, þá er svona stendur á. Canelejas yfirráðgjafi Spánverja. þess að gefa út bréf um, að aðrir en kaþólskir mætti láta á sér bera, aug- lýsa guðsþjónustur o. s. frv. En slíkt hafði verið bannað áður samkvæmt stjórnarskránni. Þetta var talið brot á stjórnarskránni, en Canelejas svaraði því í viðtali við franska blaðið »Matin« á þá leið, að stjórnin hefði ekki breytt ákvæði stjórn- arskrárinnar, heldur skýrt það á skyn- samlegan hátt. »Vér lifum á 20. öld- inni«, sagði hann, »og eg vil stjórna ríkinu í nýjum anda«. Út af þessu hefir nú páfinn risið Voðabruni í Brússel 700 miljóna tjón. Simfr. frá Kh. 15. ág. '10 í fyrradag kviknaði í byggingum nokkrum á heimssýningunni í Bríissel Eldurinn læsti sig um allmikinn hluta sýningarsvæðisins og brendi alt sem fyrir varð til kaldra kola. Tjónið er metið lauslega 700 milj, króna.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.