Ísafold - 17.08.1910, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.08.1910, Blaðsíða 2
206 ISAFOLD íslendingasund. Stefán Ólafsson sundkonungur íslands. Islendingasund — það heiti hefir Ungmennafélag Reykjavikur valið kapp- sundi því, cr heyja skal á ári hverju um silfurbikarinn mikla og fagra — Sundbikar íslands — og virðingar- nafnið: Sundkonungur íslands. Islendingasund var að þessu sinni háð síðastliðinn sunnudag, 14. ágúst. Sundið átti að ‘hefjast stundu fyrir hádegi. Á elleftu stundu gat því að líta allfríða fylkingu líða út Melana, gangandi, hjóiandi, akandi og ríðandi. — Margt var samt fólkið, sem ekki náði að komast út að Skerjafirði á elhjtu stundu — það kom ekki fyr en á tólftu stundu, en þó eigi um seinan, með því að hin þjóðlega ís- lenzka óstundvísi brá ekki út af vana sínum þetta sinni fremur en ella. Þegar öll kurl voru til grafar kom- in, munu hafa verið þarna saman komin ein 800 manns — en hefðu átt að vera minsta kosti 2000. Er það leiður vottur tómlætis hjá fólki, að eigi skyldi betur sóttir sundleikar þessir. Ungmennafélögin hafa jafnan borið fánann íslenzka á höndum sér. Enda blöktu þarna 6 eða 7 íslenzkir fánar auk nokkurra annarra Norðurlandafána. — Og fríður er hann, fáninn okkar: Munist hvar sem landinn lifir Iitir þinir alla tið... djnp sem blámi himinhæða hrein sem jöknltindsins brún en fáséður hér um slóðir — því miður! Pailur var reistur úti á Skerjafirði, 250 stikur undan landi og gein yfir honum fálkinn ferlegur á blám feldi — og skók sig allan framan í sund- mennina og mun þeim hafa ógnað najög, því að ekki hugsuðu þeir um annað meira en að hafa sem styzta dvöl at fálkanum á flekanum ! Keppendur voru 7 alls. — Summu þeir í þrem flokkum — og voru þeir kapparnir, Sigtryggur og Stefán í síð- asta flokknum. í fyrsta flokki voru þeir Einar Guðjónsson og Guðmundur Kr. Guð- mundsson. Var það mjög rómað hve fögur væru sundtök Einars. Þeir syntu skeiðið — 500 stikur — hinn fyrnefndi i 11 min. og 4/ sek., hinn síðarnefndi á 11 mín 77 4/5 sek. — Mátti lengt eigi á milli sjá, en þar kom að lokum, að Einar dróst lítið eitt aftur úr. Næstir syntu þeir Sigurður Sigurðs- son (á 11 mín, /4 sek.) og Sigurjón Sigurðsson (á n mln, 51 2/5 sek.). Heita máttu allir þessir 4 sund- menn því sem næst jafnokar — og mun tilviljun ein geta ráðið, hver þeirra verður hlutskarpastur í það og það skiftið. En nú runnu niður bryggjuna kapp- arnir tveir: Sigtryggur Eiríksson og Steján Olafsson og auk þeirra Guðm. Kr. Sigurðsson. Þeim var tekið með dynjandi lófa- Hnuf Tíamsutt fimlugur. Norska skáldið Knut Hamsun varð fimtugur síðastliðinn 4. ágúst. Norð- Knut Hamsun. menn hugðu að heiðra hann á þess- um degi, en hann fór þá burt að heiman og lét ekki sjá sig. Hann vildi vera í friði. klappi og mænandi augnráði. — Þeir eru mjög ólikir Sigtryggur og Stefán — hinn fyrri langur, grannvaxinn og »rennilegur« — en Stefán fremur lágvaxinn, en samanrekinn. Merki er gefið. Þeir stingast á kaf — og leggja út á djúpið. Lengi vel stenst á endum um þá. Annað veifið virðist Sigtryggi miða betur áfram, en hitt Stefáni. Og nú heyrast hróp: Sigtryggur ætlar að hafa það — — og önnur: Nei, Stefán sígur á — hann verður á undan ! — Viltu veðja? }á, við skul- um bara veðja! Þeir nálgast nú fálkann og flekann. »Hinar forsjálu meyjarc, sem haft hafa með sér kiki — bregða honum fyrir augun — og njóta þess, að geta skor- ið úr þvf, hver fyrstur nær fálkn-sker- inu. »Stefán er kominn aðc — dryn- ur frá einni kíkis-véfréttinni í nánd við mig. — »Og Sigtryggur líka« — tístir í annari 2 sekúndum seinna. En Stefán er orðinn á undan — og Stefán heldur áfram að vera á und- an — feti framar eða svo, mestalla leiðina til lands. >Svona var það líka í fyrra, segir fögur yngismær, en Sigtryggur dró Stefán pá uppi á siðustu tökunumc — og það er auðséð á stúlkunni, að henni þætti ekkert að því, að svo gerði hann líka nú. En Sigtryggur brást vonum henn- ar. — Stefán aftur á móti lék bragð- ið Sigtryggs frá i fyrra — herti á í síðustu lotunni og lauk svo, að hann náði landi 16' 8/5 sek. á undan Sig- tryggi. Stefán synti skeiðið á 9 mín. 542/5 sek., en Sigtryggur á 10 mín og ; sek. Þriðji sundmaðurinn í þessum hóp Guðm. Kr. Sigurðsson var all- mikið á eftir þeim: 11 mín. 2i2/b sek. Auðvitað dundu við fagnaðarópin og lófatakið móti sigurvegaranum, er hann kom upp úr — og Sigtryggur fekk og sinn skerf, sem og vera bar, því að báðir báru þeir allmjög af hin- um sundmönnunum — og eru hin beztu sundmannaefni. Formaður dómnefndarinnar, Þorkell Þ. Clementz, lýsti leikslokum og bað glimukonung íslands, Sigurjón Péturs- son afhenda sundkonunginum silfur- bikarinn. Varð glimukonungurinn við þeirri beiðni — og laust þá upp fagn- aðarópunum. Og að lokum bar glímukóngurinn sundkónginn á háhesti niður brygg- juna. — Það var verkleg sjón ! Nýr lúðraflokkur var þarna og lék hann nokkur lög — vissulega meir af vilja en mætti — en byrjun öll til bóta stendur — segir þar. Sundkonungur íslands, Stefán Ólafs- son er bráðungur maður, rúmlega tvítugur, sonur Ólafs bónda á Kirkju- bóli. Hann er uppalinn þar — rétt við sundlaugarnar og hefir þvi vanist vatni og sundi frá blautu barnsbeini. Ekki var sundhraðinn að þessu sinai nærri eins mikill og gerist erlendis. Árið 1907 synti t. d. danskur maður sama skeiðið, 500 stikur, á 9 mín og 15,8 sek. Knut Hamsun er fremstur allra núlifandi norskra skálda síðan þeir létust fjórmenningamir Ibsen, Björn- son, Kielland og Lie. En »enginn verður óbarinn biskup«. Hamsun varð að þola sitt af hverju fram eftir æfinni. Fyrst var hann vinnupiltur í Noregi, en fór síðar til Ameriku, og varð þar bæði sporvagnastjóri og bóndi. Síðar fór hann heim og rit- aði þá bók þá, er hann varð þegar frægur fyrir: Sultur. Siðar hefir hann ritað eina eða fleiri bækur á hverju ári. En samlandar hans hneyksluðust á bókum hans framan af og æptu að honum. Árið 1897 sótti hann um ferðastyrk úr ríkissjóði og hafði ein- róma meðmæli frá norska rithöfunda- félaginu. Honum var synjað um styrk þenna fyrir þá sök, að bækur hans væru siðspillandi. — Nú i sum- ar kom frumvarp fram í stórþinginu um að veita Hamsun föst skáldlaun árlega, en þegar til kom, vildi hann eigi þiggja. N ú þarf hann eigi að vera kominn upp á náð fávísra manna. Það skortir því enn mikið á, að kappar vorir standi þeim á sporði, er fræknastir eru í þessari list erlenáis. En það kemur — það kemur með æfingu og þolinmæði. — Huggum oss við það. Ego. Isliimls banki. Reikningur hans fyrir júlimánuð er nýkominn. Viðskiftavelta hans hefir verið alls 5288 þús. kr. (í júní 2,976,000 kr.). Víxlalánin numið 2 miljónum 970 þús. og joo kr., sjálfsskuldarábyrgðar- lán og reikningslán 1756 þúsundum, fasteignarveðslán 882 þús., handveðs- lán 186 þús., lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjarfélaga rúmum 160 þúsundum. — í verðáréfum átti hann í mánaðar- lok rúm 617 þúsund. — Útbúin þrjú höfðu til sinna umráða hátt upp í 2 miljónir. Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé, nærri 1984 þús. íinnstæðuá dálk ogmeð innlánskjörum, erlendum bönkum og öðrum skuldheimtumönnum 1394 þús. kr. — Bankavaxtabréfin námu 970 þús. Seðlar í umferð voru í mánaðar- lokin 1029^/2 þús., varasjóður nam nærri 179 þúsund. Málmforði bank- ans var í júlílok nærri 422,000 kr., og hefði bankinn mátt gefa nærri 96 þús. kr. meira út í seðlum með þeim málmforða. Vídalínssafnið. Ekkjufrú Helga Matzen (áður gift Jóni Vídalin) hefir nýverið ritað Matt- híasi fornmenjaverði Þórðarsyni og skýrt honum frá, að hún nú, eftir lát manns síns, prófessors Matzen, ætli að afhenda Forngripasafninu þegar muni þá, er enn eru í hennar vörzlum úr Vídalínssafninu, og hún samkvæmt gjafabréfinu hafði heimild til að halda, meðan hún lifði. Munir þeir, sem hér er um að tefla eru: 16 ýorn skírnarjöt, Ijósakrónur, altarisstjakar, altaristöýlur, silýurbikarar 0. f., og eru þeir mikilsverð viðbót við safn það, sem fyrir er. Ví gsl ubiskupin n sunnanlands, síra Valdimar prófast- ur Briem, verður e k k i vígður í Skál- holti, eins og fyrir var hugað, heldur í Reykjavíkurdómkirkju. En vígslu- dagurinn óbreyttur, 28. ágúst. Breyt- ing þessi stafar af heimilisástæðum herra Þórhalls biskups, langvinnum, mjög þungum veikindum konu hans, Valgerðar biskupsfrúr. Koi*nforðabúr. Bæjarhreppur í Strandasýslu hefir orðið fyrstur til að fá löggilta sam- þykt um kornforðabúr til skepnufóð- urs. Er i ráði, að forðabúrið verði stofnað í haust, og þegar fengið loforð um lán til þess úr viðlagasjóði. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hefir samið reglugerð fyrir kornforðabúr í Grímsey og samþykt, að sýslusjóður ábyrgist viðlagasjóðslán til að stofna það. Hverir verða næstir? Hér er hvorki timi né tækifæri til þess að rita um skáldskap Knut Ham- suns, en mönnum til gamans og fróð- leiks þýði eg hér það, er hann hefir sagt um nokkrar af bókum sinum, núna nýlega i blaðinu »Verdens Gangc. Um Sultur (Sult) segir hann: Fyrsta bókin mín. Hún er frá þeim timum, er mér fanst skáldbrautin vera sæmd- mesti vegur í heimi. Um Mentaliý Ameríku (Amerikas Aandsliv): Æskuverk. Hún nær ekki framar yfir skoðanir minar um Ameríku. Um Ný jórð (Ny }ord); }eg veit ekki framar hvað þar stendur skrifað, en lengi fanst mér hún vera bezta bókin min. Um Siesta: Safn af smávegis, siesta, ófrjósamt ár. I Um Leyndardómar{ Mysterier): Ritaðirí Sarpsborg,í Kristjanssand,í Kaupmanna- höfn, á hlaupum, í ástum, i fátækt — því eru atriðin svo losaraleg. Um Viktoria: Rituð á hveitibrauðs- dögunum. Um Vendt munkur (Munken Vendt): Fyrsti hluti þrileiks um hin þrjú Málshöfðun Kr. J. flegn ráðherra. Yfirréttur vísar frá máli, sem dóm- stjóri réttarins höfðar og dæmir hann í málskostnað. Yfirdómur kvað upp síðastliðinn mánudag all-eftirtektarverðan úrskurð um frávísun á meiðyrðamáli þvi, er Kristján Jónsson dómstjóri höfðaði í vetur gegn ráðherra Birni fónssytii út af orðalaginu á frávikningarskjalinu 22. nóv. Vér birtum hér orðrétta útskrift úr dómsmálabók yfirréttar: Mánudaginn 15. ágúst Kristjdn Jónsson Nr. 33/1910. gegn Birni Jónssyni. Dómur: Mál þetta höfðaði áfrýjandinn, há- yfirdómari Kristján fónsson,fyrir bæjar- þingsrétti Reykjavíkur gegn stefnda, Birni ráðherra Jónssyni, fyrir meið- yrði, en að dómi nefnds réttar 19. maí þ. á. var málinu vísað frá bæjar- þingsréttinum og málskostnaður látinn falla niður. Téðum dómi hefir áfrýjandinn skot- ið til yfirdómsins með stefnu dags. 23. maí þ. á. og krafist þess, að dóm- urinn verði ómerktur og málinu vís- að heim til dómsáleggingar í aðalefn- inu, og að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir báðum dómum. Stefndi hefir aftur á móti krafist þess, að dómurinn verði stað- festur og að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eftir mati réttarins. Áfrýjandinn átelur í máli þessu sem meiðandi fyrir sig þau orð stefnda, að hann (áfrýjandi) hafi gjörst sekur í margvíslegri, megnri og óafsakanlegri óreglu i starfsemi sinni (sem gæzlu- stjóri) í stjórn Landsbankans og í frámunalega lélegu eftirliti með hon- um og eru orðin viðhöfð í bréfi frá stjórnarráðinu 22. nóv. f. á. til áfrýjandans, undirrituð af stefnda og færð þar til sem ástæða fyrir frá- vikningu áfrýjanda frá gæzlustjóra- starfi hans við Landsbankann, og á sama hátt voru ummælin viðhöfð í auglýsingu frá stjórnarráðinu með nafni stefnda undir, sem fest var upp víðsvegar á almannafæri i Reykjavík, eins og einnig áfrýjandi heldur fram, að þau hafi að undirlagi stefnda verið símuð til Danmerkur. Eftir málsfærslunni í máli þessu virðast báðir aðilar sammála um, að frávikning áfrýjanda frá gæzlustjóra- starfinu, sú er hin umstefndu ummæli voru höfð til að rökstyðja, hafi verið gerð af stefnda með löglegri heimild samkvæmt lögum um stofnun lands- banka 18. sept. 1885, 20. gr., er veitti landshöfðingja vald, er síðar kom i hendur ráðherra, til að víkja gæzlustjórum landsbankans frá um stundarsakir. Hér er því að ræða um stjórnarathöfn, sem viðurkent er að lá innan embættistakmarka stefnda, og dómstólarnir eru þvi eigi bærir að dæma um réttmæti hennar að öðru leyti. Hin umstefndu ummæli eru, eins og fyr er sagt, rökstuðning frá stefnda hálfu á stjórnarathöfn þessari eða skýrsla um tilefnið til hennar, og getur enginn efi verið á þvi, að eins og stefndi hafði vald til að framkvæma sjálfa stjórnarathöfnina, frávikning á- frýjanda frá gæzlustjórastarfinu, eins var það og á hans valdi, án þess nokkur lagafyrirmæli þó geti álitist sjónarmið gagnvart guði: Uppreisn- ina, uppgjöfina og hina lifandi trú. Uppreisnin er úti; hún er ekki einu sinni sjónarmið, til uppgjafarinnar er eg ekki nógu kraftlaus ennþá og til trúarinnar ekki nógu tannlaus. En þetta kemur með árunum — eins og hjá öllum (sbr. — en ef hár mín grána | er hún að vona auminginn, | að sér kunni að skána). Um bókina Det vilde Kor sagði hann þegar hún kom út: Eg er þreyttur á sögunum og leikritin hefi eg altaf fyrirlitið. Nú er eg farinn að yrkja kvæði. Þau eru eini skáld- skapurinn, sem ekki er bæði heimtu- frekur og marklaus, heldur einungis marklaus. Svipall. skylda hann beint til þess, að láta uppi, ef hann áleit það hagfelt eða rétt, þær ástæður, er hann bygði ráð- stöfunina á, eða lýsing á þeirri breytni áfrýjanda, er hann taldi hafa knúð sig til frávikningarin nar. En að meta þær ástæður, eða þá rökstuðning frávikn- ingarinnar, getur eigi legið undir úr- skurð dómstólanna, með því að þeir þá myndu þurfa að rannsaka og meta verk, sem viðurkent er að lá innan embættistakmarka stefnda, og það gerir engan mun í þessu tilliti, hvort ástæð- urnar voru birtar á fleiri eða færri stöðum. Það verður af þessum ástæð- um eigi álitið, að dómstólarnir séu bærir að dæma um réttmæti hinna umstefndu ummæla og felst því yfm dónuirinn á það, að máli þessu var visað frá bæjnrþingsréttinum, og ber að staðfesta hann, bæði að því leyti og að því er málskostnaðarákvæði hans áhrærir. Eftir þessum úrslitum málsins þykir rétt að áfrýjandi greiði stefnda i máls- kostnað fyrir yfirdómi 25 krónur. Því dæmist rétt vera: Bajarpingsdómurinn á að vera órask- aður. I málskostnað ýyrir yfirdómi greiði áýrýjandinn, háyfirdómari Kristján Jóns- son, steýnda Birni ráðherra Jónssyni 2; krónur, er lúkist innan 8 vikna ýrá lög- legri birtingu dóms pessa að viðlagðri aðýör að lögum. Þetta eru eftirtektarverð dómsúrslil. Æðsti dómari landsins, dómstjóri yfirréttar, herra Kristján Jónsson, höfð- ar meiðyrðamálmóti æðstu stjórnlands- ins — og fær þá útreið, að hver dóm- stóllinn á fætur öðrum vísar málinu frá sem óviðkomandi dómstólunum, —• telur málshöfðun háyfirdómarans þann- ig vaxna, að henni v e r ð i að visa frá og dæmir hann þar að auki til að greiða málskostnað. Hér er þá enn ein umbunin, sem hr. Kr. J. hefir hlotið, enn einn sveig- urinn, sem hann hefir fléttað um höf- uð sér með framkomu sinni í banka- farganinu í vetur. En sjálfsagt eru þeir margir, sem óskað hefðu þess, að hr. Kr. }. — stöðu sinnar vegna — hefði sparað sjálfum sér svo beiskan kaleik. Benda má á það, að í forsendum dómsins er kveðið svo að orði (letur- breyt. vor): Hér er þvi að ræða um stjórnarathöfn, sem viðurkent er, að lá innan embœttistakmarka steýnda. Af hverjum er það viðurkent? Af landsyfirrétti sjálfum ? — Eða að eins af málsaðilum? — Ef átt væri við málsaðila, virðist orðalagið eiga að vera: sem málsaðilar viðurkenna, en ekki: sem viðurkent er. Hér virðist því landsyfirréttur kom- inn að annarri niðurstöðu en í vetur. Því að þá taldi dómstóllinn frávikn- inguna ekki liggja innan embættistak- marka ráðherra. Skipaferðir. Sterling (Emil Nielsen) kom hing- að frá útlöndum 13. þ. mán. Farþegar: Jón Hjaltalín Sigurðsson læknir með frú sinni, Ólafur Þorsteinssou læknir, Ólafur Óskar Lárusson læknir, Trolle liðsforingi frá Síam (sonur Trolle Hansafólagsstjóra), frú Guðrún Nielsen, Magnús Stephensen verzlunarm. o. fl. — Sterling fór vestur í gær með allmargt farþega, m. a.: Pótur Ólafsson kaupm. og frú hans frá Patreksfirði, Magnús Blöndal sýslunefnd- arm., Stykkishólmi, Ásgeir Torfason efnafr., Lárus H. Bjarnason, Jón Jakobs- son, Hallgr. Benediktsson o. fl. o. fl. Flora fór hóðan í gær samkv. áætlun. Farþegar m. a.: Síra Bjarni Jónsson (til ísafjarðar), Markús kaupra. Snæ- björnsson, frú Steinunn Jónsdóttir 0. fl. Sitt af hverju. Berlínar-háskólinn holdur 100 ára afmæli sitt í október næstk. í sjúkrahúsi einu í Alenoon í Frakk- landi lá kona síðast í júlí, sem var búin að sofa 30 sólarhringa. Hún var látin nærast á vatni. Johan Selmer, nafnkent norskt tón- skáld, er dáinn. Heimssýning verður haldin í Madrid árið 1913.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.