Ísafold - 10.09.1910, Side 1

Ísafold - 10.09.1910, Side 1
Komui út tviuvar i viku. Verft Arg. (80 arkir minst) 4 kr., erlendie ð ki oða 1 </i dollar; borgist fyrir miðjan jdll (erlendis fyrir fram). _______________ ISAFOLD Cpp«0rxi (sJSTÍfleg) bnndin viO Aramót, er ógiii nema komln sé til útgeí'anda fyrir 1. oBt„ rg kAnpttadi sknlðlans viO blaOiO AfereiOslar Au»tnrstr«Qti 8. XXXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 10. september 1910. 59. tðlublað l. O. O. F. 939169 Olafur Þorsteinsson háls- nef- og eyrnalæknir Vonarstræti 1 (Iðnskólinn). Heima kl. n—i alla virka daga. Lárus Fjeldsted yfirréttarmálafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—S- Faxaílóagufubáturinn Ingólfur fer til Borgarness 11. 14. og 17. sept. -----Keflavíkur og Garðs 20. og 30. sept. -----Sandgerðis 20. sept. Viðvörun. Umboðsafturköllun bankastjóranna við Landsbankann, með yfirskrift »Við- vörun* í 57. tölubl. ísafoldar, verður, að því er umboð dagsett 11. sept. f. á., framselt mér 19. s. m. snertir, svarað með nýrri málshöfðun. En meðan hvorki bankinn eða Bænda- verzlunin hafa greitt mér laun mín, eru og verða bækur, skjöl og skilríki tilheyrandi verzlunarfélaginu i mínum vörzlum, þar til því verður ráðstafað á annan hátt. Að því er sjálfa við- vörunina snertir, virðist margt benda til þess, að bankastjórarnir muni hafa treyst því, að hvorugur þeirra væri það merkur maður, að mér gæti staf- að atvinnutjón af henni og verður því það atriði látið liggja fyrst um sinn. Einar M. Jónasson, yfirréttarmálafærslumaður. Franz Jósef keisari áttræður. Franz Jósef Austurríkis-keisari og konungur Ungverja varð áttræður í fyrra mánuði (18. ág.). Hann er elzt- ur þjóðhöfðingi í Norðurálfu; hefir ráðið ríkjum siðan 1848. Franz Jósef er af Habsborgarættinni. Sú ætt hefir setið á veldisstóli síðan árið 1273. Franz Jósef hefir, flestum þjóðhöfð- ingjum framar, fengið á því að kenna, að það er sitthvað gæfa og gengi. Hann getur tekið sér í munn orð skáldsins: Mínar eru sorgirnar þung- ar sem blý. Franz JóseJKkeisari.* R [Einkasonur hans dó voveiflpga fyrir mörgum árum. Elísabet drotning hans var myrt fyrir nokkurum árum. Bróðir hans, Maximilian konungur, var drepinn i Brasilíu o. s. frv. Hér við bætast megnar innanríkis' deilur og samkomulagsleysi milli ríkja hans. Franz Jósef er sagður maður skyldu- rækinn og starfsmaður mesti — en enginn gáfumaður. Mikið var um dýrðir og fagnað í ríkjum keisarans á áttræðisafmæli hans. Hann á lýðhylli mikilli að fagna — en því er spáð, að ekki muni ríki hans hanga lengur saman en hans sjálfs nýtur við. -SS6- ísland og Danmörk. Svo heitir grein sú, er hr. Arne Moller lýðháskólastjóri hefir ritað i danska blaÖið Politiken fyrir skömmn — og getið var nm i siðasta blaði. — Hingað eru komnir 2 kaflar af greininni — verða sjálfsagt fleiri. — Þessi grein er svo ólik þeim greinnm nm os8, sem vér eignm að venjast i dönsk- nm blöðnm, að ísafold langar til að flytja lesendnm sinnm drjúga kafla úr henni i lauslegri þýðingu: Eg var með I stúdentaförinni til ís- lands sumarið 1900, segir hr. Arne Möller, og í sumar hefi eg aftur átt kost á að kynnast landinu, og eg varð mikillega var við framfarirnar. Ánægju- legt að þreifa á því, hversu margt hef- ir braggast síðan. Nokkur dæmi: Reykjavikurbær hef- ir nærri tvöfaldast. Þar eru nú 11000 íbúar; bærinn nærri óþekkjanlegur frá því sem var; — búið að gera mörg ný stræti og húsin fegurri og álitfegri að ýmsu leyti. Einkum ber safnahús- ið fallega við, þegar siglt er inn á höfnina. Fyrir 10 árum kauptún — nú dá- lítil borg. Upp til sveita fer þeim þverrandi gömlu, lélegu bæjunum — og aðrir nýir bústaðir heilnæmari eru komnir i staðinn. Timburhúsunum fjölgar og upp á siðkastið hafa bæzt við stein- steypuhús. Eg fór norður i land úr Rvík og fekk góða gistingu allstaðar • hjá bændum og prestum. Vegabætur hafa tekið framförum. Aðdáunarvert hve mikið hefir verið gert af vegum í svo litlu landi og fá- mennu. Nokkurnveginn akvegur er t. d. 100 rastir austur í sveitir frá Rvík. Flutningur á hestum, — sú flutningsaðferð mun enn eiga sér langan aldur, — gengur betur og öruggar vegna hinna mörgu brúa, sem komn- ar eru yfir straumhörðu fljótin. Strandferðirnar hafa batnað að sama skapi. Og simastaurarnir gnæfa upp úr auðninni inni í landinu og kváðu hafa orðið til að vísa viiluráfandi veg- farendum til bygða í blindbyl á fjöll- um uppi. Símakerfið hefir dregið land- ið inn i nútíðarstrauminn. En þó eru framfarirnar, sem orðn ar eru smáar, bornar saman við það, sem getur orðið á íslandi. Sjórinn kringum strendurnar virðist ótæmandi — og ræktuðu reitirnir enn aðeins óverulitlir smáblettir af því, sem rækta má. Höf. minnist á Flóa-áveituna — og bendir á, að í Flóanum mundu allir í- búar landsins geta lifað. Kostnaður- inn við hana sé áætlaður nál. 1 milj. króna. í þessu efni — svo sem öðrum á íslandi — skortir fjármagn og fólk. Þegar þetta hvortveggja er fengið, virð- ist ekki um of að hugsa sér gerða höfn í Rvík og járnbraut lagða austur Ef hægt verður að koma þessum — á íslenzkan mælikvarða — stórvægi- legu endurbótum á flot í bráðri fram tíð — verða eigi getur að því leiddar, hve mjög hagur þjóðarinnar mundi breytast og fólkinu fjölga. Jafnhliða þessarri verklegu framþró- un hefir og átt sér stað framþróun í sjálfstrausti þjóðarinnar og einkenni- legri menning. Bezti vottur þess eru bókmentirnar islenzku. í listum og söng er enn aðeins um að tefla mjóan vísi, frá síðasta áratug, en bókmentirnar eru svo rosknar, að þær eiga sína gullaldarhöfunda. »íslendingar eru sjálfsagt mesta bók- mentaþjóð heimsins.* — Höf. bendir á bókaupplögin íslenzku t. d., að af Of- urefli E. H. hafi verið gefin út 2500 eintök og eitthvað líkt af kvæðum Þorst. Erl. — Gg hann bendir lönd- um sinum á, hve stór bókaupplögin í Danmörku með 2»/a milj. íbúa ætti að vera, ef þau væru tiltölulegs eins stór. — Brezkum bókavini, segir höf., hefir talist svo til, að á íslandi sé gefið út tiltölulega 25 sinnum meira en á Bretlandi. Höf. fárast yfir því, hve lítt þektar íslenzkar bókmentir séu í Danmörku og eggjar landa sína lögeggjan að kynna sér þær, »svo mikils virði eru þær norrænum bókmentum*. Og höf. heldur áfram: Vér vitum svo litið um hagi ís- lands hvort heldur er í andlegum skilningi eða verklegum. Norðurpóls- »ferð«, sem mjög er undir hælinn lagt, hvers virði er, setur alt á tjá og tundur í Kaupmannahöfn. En þegar um er að tefla einkennilega nútíðar- menning og daglegt starf þjóðarinnar, sem oss er tamt að kalla »þjóðfrænd- ur« og isöguþjóðina* og miklumst af að láta telja oss í ætt við á pappírn- um — þá yppum við yfirleitt öxlum: Hvað ætli það komi oss viðl Ætli »smámenska« Danmerkur lýsi sér annarsstaðar betur en gagnvart ís- landi. Hið alls eina, sem almenna eftir- tekt getur vakið, og þó reyndar að- eins í svip eru »slys«; — upp á síð- kastið — eftir hin sviplegu afdrif Upp- kastsins — einkum stjórnmála-kviksðTg- ur um »skilnaðarfýsn« íslendinga. Það eru naumast nokkur endimörk á því, hvað hægt er að segja oss og fá oss til að trúa — einmitt vegna þess hve mjög oss skortir raunverulega þekk- ingu á íslenzkum efnum. Tæplegamuntilvera nokkur viti-bor- inn maður í nokkurum stjórnmálaflokki meðal íslendinga, er þráir ríkissam- band við önnur ríki en Danmörku, (en að hinu leytinu eru auðvitað mjög skiftar skoðanir um, hvernig samband- inu béri að haga). Eigi að síðurhafa ýmsir meðal vor þotið upp til handa og fóta út af kviksögum um, að ís- lendingar þrái samband við Noreg. Hér er haft hausavíxl á menningar- sambandi og stjórnmála-sambandi. Það er ekki nema eðlilegt, að Islendingar finni meira til skyldleikans við Norð- menn, vegna tungu sinnar og bók- menta — en við Dani —, en þar af leiðir alls ekki, að þeir þrái ríkis- breytingar (Statsforandringer). Ef is- lenzkir stúdentar eða íslenzk ung- mennafélög leita sambands við Noreg — kveður jafnan við hjá Dönum »skilnaður« (Lösrivelse). — Höf. bendir á i þessu sambandi, að sam komulag »frændanna«, Norðm. og ísl. sé heima fyrir á íslandi ekki altaf sem hjartanlegast. Óhæft og mjög óhyggilegt er það, segir höf., að i dönskum blöðum skuli sjást fyrirsagnir, svo sem: »Dana- hatur«, eða »íslenzkur Macchiavell- ismi«. Danir, sem sýna virðingu hinu einkennilega þjóðlífi íslend- inga, eiga visar hinar beztu viðtökur og verða varir við, að íslendingar vilja fylgjast vel með þvi, sem er að gerast í Danmörku. — Engan Dana þarf að furða á því, að til sé á ís- landi sjálfbyrgingslegt þjóðskrum—, en eigi að gera upp reikninginn, gælir þess eigi mikið hjá vanþekkingu Dana á íslenzkum efnum og yfirlætisbelg ingi þeim, sem íslendingar eiga svo oft að mæta af Dana hálfu. Æskilegt væri, að þau hin dönsku blöð, sem bregðast við fokreið, ef einhver íslenzkur stúdent er að leika sér að því að gera ríkjabreytingar, eða ókurteis ummæli í Dana garð detta úr penna íslenzks blaðamanns — gerðu sér grein fyrir, hvað á því vinst að eggja Danmörku til vopna gegn íslandi. Þessar kviksögur, sem koma fram og eru blásnar út, eru oftastnær aðeins ætlaðar sem vopn í flokkabaráttunni. — í II. kaflanum snýr hr. A. M. sér meira að stjórnmálunum •— og gerir þar ýmsar skynsamlegar athug- anir — svo sem t. d., hve harla mis- viturt sé að vera að fitja upp á jarls- hugmyndinni. — Munum vér i næsta blaði segja gerr frá þeim kafla. ----------------------------- SyndirHafsteinsflokksinsl^ guðs VQQUttí í hinu opna stjórnmálabréfi, sem hr. A. J. Johnson hefir ritað dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, og áður hefir verið getið hér í blaðinu, telur A. J. J. meðal annars nokkurar syndir Hafsteins- eða gæsarlappa-heimastjórnarflokksins: Þegar Hafstein og stjórn hans var búin að sitja við völd rúmt missiri, var sýnt fram á það, — og það hefir ekki verið hrakið með rökum, mér vitanlega, segir A. J. J. — að hún þá þegar væri búin að drýgja 6—7 stórar syndir. ... Út af þessum syndum var hún kölluð »gaddavírsstjórn«, ef eg man rétt. A. J. J. reiknar upp nokkurar syndir, sem flokkurinn hafi drýgt síðan: 1. Hann beitti öllum kröftum til að fá þjóðina til að samþykkja inn- limunar-uppkastið, þ. e.: innlima ísland í danska ríkið. — Það tel- ur hann höfuðsyndina. 2. Hækkun embættislauna og viðhald eftirlauna er önnur syndin. Hann æsti upp hégómagirnd manna með krossa- og nafnbóta veitíngum, sem hverjum ærlegum manni ætti að vera andstygð; enda skriðu engir fiatari fyrir honum en flestir af þessum krossuðu mönnum. 4. Eftirlitsleysi með undirmönnum, 5. Heldur úti öðrumeins blöðum og Lögréttu, Reykjavík o. s. frv. 6. Fjárbruðlun »með uppskafningslegu tildri* í konungsförinni, eins og einn Dananna1) i þeirri för komst að orði. 7. Hlutdrægni í embættaveitingum, sbr. meðferðina á Páli heitnum Briem, Guðmundi Finnbogasyni og Haraidi Níelssyni — og veiting bankabókarastöðunnar um árið. 8. H. H. tók embættismenn hvað eftir annað frá embættum sínum um aðal-embættisannatímann til að láta þá þjóna sér sem flokksmenn. 9. H. H. og flestir leiðtogar þess flokks (nema L. H. B. og J. M.) vilja halda áfenginu í landinu — berjast gegn bannlögunum. 9 af 15 þingmönnum flokksins á síð- asta þingi greiddu atkvæði gegn bannlögunum — að eins 2 af hin- um flokknum (25). 10. Flokkurinn hefir gert bandalag við sjálfstæðisfjendur vora meðal Dana — rægt meiri hluta þjóðarinnar í blöðum Dana. 11. Lét Dani hafa 2/8 af botnvörpu- sektunum. 12. Fótum tróð þingræðis- og þjóð- ræðisreglur, — er H. H. sat marga mánuði, eftir að hann var kominn í minni hluta hjá þjóðinni. Hið opna stjórnmálabréf endar A, J. J. með þessu niðurlagi: Hér hefi eg þá sýnt þér Hafstein og hans flokk, í þeim spegli, er búinn er til i sjálfum herbúðunum. Myndin er ekki falleg. En hún er sönn, þ. e. a. s., hún er alveg eins og H. og flokkurinn er, og hefir verið í verk- inu. Gerist þess þörf, get eg til enn frekari röksemdaleiðslu tilfært i hvaða tölublöðum í blöðum flokksins (ásamt fleiri ritum) er hægt að finna svörtu svivirðublettina, er lýst hefir verið hér að framan. Eg hefi ekkert sagt, nema það sem eg hefi sannað og get sann- að með því, er stendur svart á hvít um pappírnum, og það nálega. ein- göngu í blöðum flokksins sjálfs. Og eg hefi sagt þessa sögu, rakið þenna feril vegna þess, að farið var að reyna að verja þennan flokk hér vestan hafs En eg þykist viss um, að það var gert af ókunnugleika. Því getur nokk- ur ærlegur maður — sem vel þekkir til — varið aðra eins framkomu og frammistöðu og hér hefir verið lýstf ‘) J. C. Christensen? — Ritstj. hin heimsfræga skáldsaga Björnsfjerne Björnson’s er komin út í íslenzkri þýðingu eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Fæst hjá öllum bóksölum. Verð: Heft: kr. 3.00, í skrautbandi: kr. 4.50. Bezta fermingar- oq afmæfisgjöf Forngripasafn opib hvern virkan dag 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 61/*—7- K. F. U. M. Lestrar- og skrifstota frá 8 árd. til 10 síM. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síMegis Landakotskirkja. öuösþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landsbankinn 11-2 V*, öVí-61/*. B^ankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Utlán 1—8 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsfébiróir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnið á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opiö l1/*—21/* á sunnudögum Tannlækning ók. Póstb.str.14, 1. og 3. md. 11—1 Eg fæ ekki skilið það. Og er það ekki ósegjanlega mikið og alvarlegt í- hugunarefni og dbyrgð, að styðja að því, að svona grautfúinn flokkur kom- ist til valda hjá þjóð sinni? Liggur það ekki nær öllum ærlegum dreng- jum að benda honum á, að þessi að- ferð dugi ekki, ef hann vill nokkurn tíma ná trausti og áliti þjóðarinnar? Hann verði að breyta til. Strika yfir ósannindin, blekkingarnar, hlutdrægn- ina, ódrengskapinn, róginn m. fl. Setjum svo að einhverir væru sam- þykkir flokknum í því, að óráð hafi verið að hafna Uppkastinu. En getur nokkur verið honum samþykkur að því er bardaga-aðferðina snertir?....... Þú, minn kæri doktor, eða ef til vill einhver annar, segir sem svo: Svona mætti nú fara með þinn flokk líka. En eg staðhæfi, að það sé ó- mögulegt. Ábótavant kann honum að vera, að sumu leyti, en að hann komist í námunda við þær svivirðing- ar, er lýst hefir verið hér að framan, því harðneita eg. Og eitt má benda á, og það er, að bæði eg og aðrir flokksmenn þess flokks hafa fundið að og gagnrýnt — og það hispurs- laust — þegar einstakir menn úr flokknum hafa hlaupið gönuhlaup; og er það meira en hægt er að segja um einn einasta Hafsteins-liða, austan hafs eða vestan. Það munu engin dæmi til, að einn einasti þeirra hafi fundið að eða gagnrýnt framkomu hans, eða flokksins, hversu fráleit sem hún hefir verið. Að sjálfsögðu eru þeir hér undanskildir, er voiu Hafsteins-menn á fyrri árum, en hafa ekki séð annað fært en að skilja við hann fyrir fult og alt, — að minsta kosti þangað til hann bætir ráð sitt. Að sjálfsögðu er það líka meðfram vegna þess, að alt af var öllu sungið lof og dýrð af Hafsteinsku hjörðinni, að flokkurinn og H. H. er jafndjúpt sokkinn og raun ber vitni um. Og ráðið til að bæta flokkinn og fram- komu hans er ekki það, að mæla honum bót, eins og hann er nú, eða verja hann og taka málstað hans, heldur einmitt hitt, að láta hann vita það afdráttarlaust, að þessu framferði sé veitt eftirtekt, og það sé forsmáð og lítilsvirt. Taki hann ekki sinna- skiftum með þessum hætti, þá er víst, að hann gerir það ekki með því, að alt sé varið »í líf og blóð«, því þá er eðlilegt, að hann álíti ekkert athugavert, eða þó hann finni það sjálfur, þá lætur hann ekkert á því bera. Hver einasti okkar ætti að telja það skyldu sína, að gagnrýna, þegar út yfir rétt eða sæmileg tak- mörk er farið, og það alveg jafnt, þó að í hlut eigi manns eiginn flokkur eða flokksmenn. Mér er nær að halda, að þú hefðir aldrei lagt út í að vinna þetta »skylduverk« (þ. e. að verja Hafsteins-flokkinn), ef þú hefðir þekt hann eins og hann er.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.