Ísafold - 10.09.1910, Síða 2

Ísafold - 10.09.1910, Síða 2
230 ISAFOLD BÍÐIÐ enn mUJllÐ TJtfs konar Vefnaðarvörur, 2 0. —2 2. september Tatnaður og Nöfuðföf verða tjinar smekktegu, fijrir konur, karta n ý j u v ö r u r og börn. komnar í Verzlunina D7JGSB HÚTl. Verzlunin Edinborg, Reykjavík. Eftirtektarverð sala byrjar í »Edinborg« þ. 15. sept. Eins og áður hefir verið auglýst, hefir verzlunin Edinborg keypt úrvalið af vefnaðar-, fata- og skóvörulbirgðum hinnar góðkunnu H. Th. A. Thomsensverzlunar hér í bænum. Edinborg hefir keypt þessar vörur ódýrt og mun þess vegna sel.ja viðskiftavinum sínum þær ódýrt. Edinborg hefir oft boðið góð kjör, en í þetta sinn verða kjörin betri en nokkru siuni áður. í þetta sinn fást sannkölluð tækifæriskaup. Allir þurfa að fá sér vörur undir veturinn og nú er tæki- færið til þess að fá góðar vörur fyrir óheyrilega lágt verð. Munið að útsalan byrjar 15. september. Komið, sjáið og sannfærist. Frá gasstöðinni. Hvernig gas er framleitt. Gasið er að taka bæinn herskildi. Gasmennirnir hafa eigi við að sinna ! gaspöntunum, svo mikið af þeim dríf- 1 ur að. — — Rafmagns-mennirnir fá sér líka gas, 1 því að þeir sjá, að gasið er betri ljós- ! matur en steinolía — þótt að hinu ; leytiuu haldi, þeir öfluglega fram, »að betra hefði verið að fárafmagn«. Gasið er umtalsefnið manna á með- al — og hlýtur blessun sumra og bölvun annarra — »vegna þess, að það hefði átt að vera rafmagn«. En hvernig er þetta gas framleitt? Okkur er sagt, að það komi innan úr belgnum mikla inn við Rauðará — en meira vitum við ekki. — Svo talar margur. Vér brugðum við um daginn og örkuðum inn í gasstöðina til að skoða hana og leiddu þeir Radtke stöðvar- stjóri og fens Siqurðsson gasmeistarioss í allan sannleika um gasið. Vér komum fyrst inn í sal mikinn. Sá hafði að geyma þrjár eldstór — eða öllu heldur eldhella — og skein þar inn í hvítglóandi gímald, er litið var inn um hellismunnana.. Inn í þessa eldhella er dembt ógrynnum af kolum — og þau hituð upp og gerð hvítglóandi. Láta kolin þá frá sér reyk mikinn, sem leggur upp um reykháfa úr eldstónum. Þessi reykur er pað, sem kallað er gas, — en ýmislegt verður við hann að gera áður en hann verður notaður til ljósmatar og suðu. En það sem eftir verður í eldstón- um, þegar reykurinn (gasið) er farinn burtu, það eru: kokes, sem mjög eru notuð til eldiviðar svo sem kunnugt er. — Aður langt líður fer gasstöðin að selja kokes — og fá menn þau þá sjálfsagt nokkuð ódýrari en hingað til höfum vér átt að venjast. Reykurinn frá kolunum verður eigi þegar notaður til ljóss eða suðu, svo sem áður gátum vér. Það verður fyrst að hreinsa hann og kæla á ýmsar lundir, ná úr honum mörgum efnum, sem gagnsýra hann, svo sem tjöru- efnum, ammoniaki og brennisteini. Til þess að ná þeim eru notuð ýms tæki og aðferðir. Brennisteinsvatninu er náð síðast — og er það gert með því að láta mold soga það í sig. ís- lenzk mold var eigi talin vel hæf til þess. Fyrir því varð að flytja all- miklar moldarbirgðir jrá Hollandi. Færi eigi vel, ef mold þeirri væri stolið I Þegar hreinsuninni og kælingunni er lokið — er gasinu hleypt í gas- geymirinn — og þaðan fer það svo út x pípurnar, sem greinast um allan bæinn. »Þið hljótið að nota ógrynnin öll af kolum«, — segjum vér við gasmenn- ina. »0-já. — Þér getið séð það á því, að úr hverjum 200 pundum af kolum vinnum við 30 teningsstikur af gasi — eða nál. 48 teningsstikur úr skpd. af kolum — og nú erum við búnir að framleiða 9350 teningsstikur*. »Hvað kostar teningsstikan af gasi?« »Ef notað er til ljóss kostar hún 20 aura — en til suðu 15 aura«. »Hvað mikið gas er hægt að fram- leiða á tímanum?* «Allar 3 eldstórnar geta framleitt 3500 teningsstikur á sólarhring þ. e. 137—138 teningsstikur á kl.stund. Til samanburðar má geta þess, að 110—120 kerta lampi eyðir 9/100 úr teningsstiku af gasi á hverri kl.slund.* Hversu mikið af kokes fáið þið úr kolunum ? Við fáum 120 pd. af kokes úr hver- jum 200 pd. af kolum — eða 192 pd. af kokes úr skpd. af kolum. Nú erum við búnir að fá nál. 120 skpd. af kokes. Frá gasstöðinni er ljómandi vel og snyrtilega gengið. — Hús öll virð- ast ágætlega vönduð. Lóðin undir gasstöðinni er 12000 ferálnir. — Verksmiðjuhúsin hafa kost- að 45000 kr., en íbúðarhús stöðvar- stjóra með öllum þægindum 12000 kr. — Það hús er sérlega snoturt stein- steypuhús og rúmgott. — Oss er nær að halda, að timburhús gert á síðustu ára vísu mundi ekki hafa orðið öllu ódýrara. Gasgeymirinn og pípurnar út um bæinn o. s. frv. hafa kostað 312000 krónur. Kostnaður við grunninn og ýms aukaútgjöld numið 15000 kr. Starfsmenn við gasstöðina eru sem stendur 4 — stöðvarstjóri, gasmeistari og 2 kolamokarar. Velsæmistilflnniuffin. Vér flettum ofan af L. H. B. í næstsíðasta blaði— sýndum hann í nekt sinni — skrifandi sumar ljótustu meið- yrðagreinarnar i bl. Rvík árin 1908 og 1909 — nafnlaust undir væng- barði ritstjóranna. Vér sönnuðum, að t. d. eina af þess- um greinum kúgaði hann inn í blaðið — að ritstjóranum nauðugum — meira að segja »gegn skýlausum og ákveðn- um mótmælum* hans, »svo sem næg- ir vottar eru að« — og lét setja nafn hans til ábyrgðar skrifinu í algerðu heimildarleysi, gegn mótmælum rit- stjórans. Vér tnunum svo innan skams draga upp mynd af ritmensku Lárusar — f Aðeins 1 8 daga útsalan í Sápuhúsunum. Með þvf að vér enn höfum miklar birgðir af alls konar sápum, seljum vér þær með afar-lágu verði til laugardags 17. þ. mán. Alt á að selja. Bezta grænsápa á 13 og 15 a. pd. — Brún krystalsápa 16 og 18 a. pd. — Marseille-sápa . 23 - » — Ágæt, ekta Sklmiaksápa 27 - » Ágæt stangasápa 14 og 17 - » — 3 pd. sóda fyrir 12 aura. 1 fl. bleikingarvatn 12 aura. 3 st. ekta fjólusápa . . . fyrir 26 a. J/2 pd. Remy stífelsi. . fyrir 14 a. 3 » — Zeroformsápa. J) 26 - 3 st. Vera fjólusápa . . » 14 - 3 > — Mandelsápa . . » 26 - 3 » græn. kransar (vell.) » 14 - 3dósirJúnókrem (áBoxCalf) > 27 - 1 tuba tannpasta »Zana« » 25 - Ekta Lessive lútarduft. . » 18 - 1 stór hárgreiða, að eins » 25 - — kem. sápuspænir pd. » 33 - 1 sterk 50 a. greiða . . > 35 - Ágætur bleikjusódi . . » » 07 - 1 sterkur höfuðkambur. » 25 - Góður blankbursti . . . . » 17 - 1 25 a. > 18 - Langarstígv.reim. parið6og 7 - 1 góður klæðabursti . . . » 30 - Góður skúringarbursti . . > 10 - 1 — hárbursti .... » 48 - Stór hliðarkambur . ... » 10 - 3 Florians búðingspúlver » 27 - 3 st.ekta 25 a.Zeroformsápa » ö0 - 10 a. nýjar kryddvörur » 08 - 3 » ■— 25 - Carbolsápa . » 60 - 100 góðar tauklemmur . » 38 - 3 » — Champoiugpúlver » 26 - 25 pateutklemmur . . . » 33 - 1 fl. fjóluvellyktandi ... » 23 - 3 naglaburstar, góðir . . » 26 - 1 » franskt — > 10 - 1 st. ekta skeggsápa . . > 14 • 3 st. ekta jurtasápa ... > 27 - 1 » — gallsápa . . . » 14 - 3 öskjur fægiduft .... » 15 - 1 » — silfursápa . . » 14 - 3 dósir ofnsverta » 21 - 1 flaska Brillantine . . . » 23 - 1 stór gólfklútur . . v . » 18 - 1 — »Florida Water« » 23 - 1 » karklútur » 10 - 1 — »Eau de Quininef » 45 - 1 > svampur > 18 - 3 st. ekta 25 a. fjólusápa » 60 - 1 spenna (með steini) . . » 08 - 1 » Kínosólsápa . . . . » 22 - 1 fl »Guld« fægicrem . . » 22 - 1 » ekta eggjasápa . . » 26 - Kokus kústbaus » 52 - 3 » Affalds handsápa . » 27 - 3 st. Affalds sápa .... » 14 - 3 dósir blákku » 21 - Mjög mikið af Ilmvötnum með gjafverði. Risa jurtasápa (l/3 pd.) 13 a. st. Risa-fjólusápa (ekta) 23 a. st. 25 dósir Elefant-krem (á Box-Calf) 18 aura. Cakao, Vanille, Sucat, langt fyrir neðan sannverð. Hárburstar, fataburstar, hárspennur og greið- ur, alt ótrúlega ódýrt. Sauðatölg keypt. Alt, sem til er af svömpum, gólfsópum, ryksópum, fiskburstum, skúringarburstum og fjölmurgt fleira verður látið fokka langt undir verði. Skriflegar pantanir afgreiddar samstundis. Notið gjafverðið þessa fáu daga og kaupið í Sápuhúsið, »9 Sápubúðin, Talsími 155, Austurstræti 17 Talsími 131, Laugaveg 40. nafnlausu greinunum — og hikum vér eigi við að fullyrða, að alpýða manna af því sýnishorni sannfærist um réttmæti ummæla þeirra, er ísa- fold hefir haft um þenna dýrling »Heimastjórnarinnar« á gæsarlöppum — hvað sem öðru liður. Hvað hefir svo Lögr. fram að færa manninum til varnar, fyrir óféleg af- rek hans? Ekki stafl Ekki agnar-nórul Hrópar bara út í loftið: L. H. B. gerir petta ekkert til! Svo mikil er þá velsæmistilfinning aðalmálgagnsins fyrir flokksins höndl Gerir ekkert til! Hvernig skyldu þær vammir líta út, sem blaðið teldi gera leiðtogum flokksins eitthvað til? Slldveiði norðanlands. Þess var getið, eftir Norðurl. 20. f. mán., að hún gengi tregt. En einmitt þann dag (20. ág.) gerði brag- arbót. Og síðasta þriðjung mánaðar- ins aflaðist fyrirtaks vel — frá 20. Kvenfrelsið. Öld sú, er vér lifum á er breyt- ingaöld og það er los á ýmsu fyrir- komulagi einnig vor á meðal. íhalds- menn eru ekki til, eða þora ekki að láta á sér bera, svo að framsóknar- mennirnir verða að setjast niður sjálf- ir annað veifið og skrifa greinar til að sýna fram á, að endurbæturnar séu þó ekki alveg skilyrðislausar. Margar breytingarnar eru lika að- eins eftirlíkingar frá öðrum löndum, endurbætursem þarhafakomiðfram sem árangur aldalangrar baráttu, en mæta máske engri mótstöðu hjá oss af því að reynslan er ekki ennþá búin að gjöra oss nógu tortrygga og ihalds- sama. En það sem reynslan hefir ekki gjört, verðum vér að gjöra sjálfir og láta ekki neina endurbót sleppa fram hjá oss óskoöaða. Þær hafa líka flestar einhverja viðsjárverða galla við nánari athugun. Kvenfrelsismálið er nú í raun réttri góð stefna og sjálfsögð, en hreyfing- iu sjálf hefir ýmsa galla, sem stafa af eftirlikingum frá staðháttum erlend- is, sem hér eru ekki til. Hreyfingin er ekki innborin heldur aðflutt hingað til lands og á rót sína að rekja til brezkra og amerískra áhrifa. í þessum löndum eru sem sé orðn- ar til heilar stéttir meðal kvenfólks, með sérstökum nauðsynjum. Þareru miljónir af sjálfstæðum kvenborg- urum, sem eigi hafa almenn borgara- réttindi. Hinar vaxandi kröfur samfara vaxandi eftirspurn eftir vinnu- liði hafa klofið heimilin. Dætur sem synir hafa farið að spila upp á eigin spýtur sem sjálfstæðir borgarar, án þess að gerast annarra hjú. Þær hafa farið að keppa um stöður, sem þær geta gegnt fyllilega á við karlmenn, en ekki fengið að njóta sín til fulls, vegna borgaralegs mis- réttis. Baráttan hlaut.því að vakna þar af knýjandi nauðsyn og verða nærri ein- göngu praktisk. Hún hefir, einkum á Englandi, átt við afarmikla erfiðleika að stríða og þessvegna fengið á sig nokkuð sérstakan blæ og hann töluvert barnalegan og óþolinmæðislegan með köflum. En það sem hefir gjört hreyfingunni þar mestan óleik er það, að baráttan hefir í ofsanum farið að stefna út fyrir sjálfa jafnréttishugmyndina, og fariðfram á það, sem ómögulegt er, haldið fram ósönnuðu máli og gjört þar með hug- mynd sina háða vonlausu striti, sem ekkert kemur jafnréttinu við. Konur hafa nefnilega víða tekið sér fyrir hendur að sanna, að kvenfólk standi karlmönnum jafnfætis að öllu karlmannlegu atgervi að undanskild- um líkamskröftum — og pessvegna eigi pað skilið jult jajnrétti (eins og það ætti það ekki annars). Til þess að berja þetta fram, þykir auðvitað það ráð vænlegast, að ryðjast með klíkumætti inn á flest- öll starfssvið karlmannanna — þó ekki sé nema til þess að sýna, að þær geti boðið karlmönnum byrginn! Þessi aðferð er það, sem svo að segja eingöngu hefir skapað mótstöð- una gegn jafnréttinu, gjört það hlægi- legt og skapað slagorðin gegn því, sem allir hafa heyrt: — að karlmenn verði nú bráðum að fara að standa í eldhúsi og gæta barna — orð, sem vitanlega ekkiná nokkurri átt, þótt jafn- rétti kæmist á, en engu að síður hafa valdið hlátri og lamað hreyfinguna geysilega og það með nokkrum rétti, úr því að þessi aðferð var höfð. Jafnréttishugmyndin krefst auðvitað eigi neins svipuðu því, að kvenfólk þurfi að standa karlmönnum á sporði í karlmannlegu atgervi, enda er mjög langt frá því að allir karlmenn standi þar hver öðrum jafnfætis. — Það er ekki jafnréttisins txeldur alls veitingar- valds yfr höjuð að meta réttlátlega hæfileika manna, kvenna sem karla og skifta þeim niður í störf og stöð- ur eftir því, sem hver er hæfur til. Jafnréttið krefst ekki annars — afþví að það getur ekki krafist meira — en þess, að allir komi jafnt til greina. Jafnrétti í kosningum getur ekki heldur farið eftir neinum hæfileikastig- um — því að hvar á að búa til tak- mörkin? Sama aldurstakmarkið verð- ur að nægja fyrir báða aðila, og að því á að stefna. Þetta virðist nú sæmilega skýrt mál. En því óskiljanlegri verður kvenfrels- isbaráttan, þar sem hún beinist frá hinu eina sjálfsagða: að ala á jafn- réttishugmyndinni, en fer í stað þess að neyta aflsmunar til að sanna það, sem ósannanlegt er, það sem vekur óhug á baráttunni og spillir málsstaðn- um. Að kvenfólk fari að keppa um störf, sem það getur fullkomlega gegnt á við karlmenn, er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, en þó því að eins, að einhver áhugi eða köllun reki á eftir, en ekki klikuþvingun ein og hégómi. Því mun enginn fordómur standa fyrir þrifum til langframa, svo kunnugt er mönnum þegar orðið um atgervi sumra kvenna bæði af sögunni og eigin reynslu. Enn sem komið er, verður eigi sagt, að til sé nein sjálfstæð stétt með- al kvenna hér á landi. Þær eru mæð- ur, konur, systur og dætur á sínum heimilum og þar ráða þær þvi, sem þær þurfa að ráða og vilja ráða og eru enda margar hverjar liúsbændur í sinu húsi, án nokkurs klikufulltingis. Heimilin verða jafnan fyrirmyndin að öllum góðum og eðlilegum félagsskap, því að þungamiðja heimilisins verður hjá þeim, sem beztur er og þróttmest- ur, hvort sem kallaður er hús- bóndi eða ekki — af því hann hugs- ar mest, gjörir nxest, fórnar mestu og allir verða eitthvað upp á hann komn- ir. Að þetta sé einmitt konan á heimilinu er vist eins alment eins og að það sé bóndinn og hvaða metorða- tildur vilja rnenn leggja til jafns við það? Þjóðfélagið rnætti hrósa margföldu happi, ef það ætti eins vist og íieim- ilin að fá ætið fórn hins hæfasta i sínar þarfir og ekki ætti borgaralegt misrétti að standa þvi í vegi hjá oss framar. H. J. Sláttunanisskeið. í Suðurlandi er stungið upp á því að stofna sláttunámsskeið — til þess að kenna að nota ljáinn sem bezt. Á þvi sagður misbrestur nokkur, einkum hér sunnanlands.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.