Ísafold - 07.01.1911, Side 1

Ísafold - 07.01.1911, Side 1
KeiEPii út tvisvar l viku. Verö árg. (80 aA*kir minst) 4 kr. erlendis 5 ki eí)a l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (orlendis fyrir fram). ISAFOLD TJppsðgrn (sirifleR) bandin vib Aramðt, er ógiid nema komln aé til útgefandn fyrir 1. okt. ttg apandi ekaldlann vib blabib AfmreibBia: Áaeturatrœti 8. XXXVIII. árg. Keykjavík 7. janúar 1911. I. O. O. F. 921139 Bókasafn Alþ. lestrarfél. Pósthússtr. 14 6—8. Forngripasafn opib sd. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2.1/* og 61/*—7. K.>F. U. M. Lestrar-og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sM. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* siðdegis. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 8 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4 5 Landsbankinn 11-2 »/*, öVí-B1/*. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasaín 12—8 og 6—8. Útlán 1 3 Landsbúnabarfólagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuöi. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11 1 Taxafíóagufubáí. Ingóífur fer til Borgarness 12. 17. og 27. jan. Garðs 9. jan. Keflavíkur 20. og 24. jan. Höfnin. Skrið komið á hafnargerðarmálið. “Sá viðburður varð á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur, að ákveðnar tillögur um hafnargerð í höjuðstað Is- lands komu til umræðu. Það var Jyrsta málið, sem bæjar- stjórn vor fjallaði um á hinu nýbyr- jaða ári. Það er stœrsta málið, sem bæjar- stjórnin hefir nokkurn tíma haft með höndum. Það er rnesta velferðarmál fyrir framtíð þessa bæjar, því að hún velt- ur mikið á því, hvernig um það skipast. Vér höfum, Reykjavíkurbúar, lengi bölvað hafnleysinu, vér kunnum utan- bókar mikið og margt bölið, sem af því hefir stafað. Skipin hefir rekið á land svo tug- um skiftir. Hverju var það að kenna? Menn hafa týnt lífi fáa faðma und- an landi, íbúar höfuðstaðarins hafa orðið að horfa á vesalings sjómenn hrynja hvern á fætur öðrum úr siglu- toppnum í sævardjúpið, eftir ógurlegt harmakvein og helstríð. Hverju var það að kenna? Hafnleysinu og engu öðru en hafn- leysinu ! Þessa stórskaðlegu hörmungar-ann- marka á hafnleysinn eygir hvert barnið. En við þessa almennu annmarka bætast svo fjöldamargir aðrir sér- staklegs eðlis, og munu sjómenn vorir, kaupmenn, útgerðarmenn og gufu- skipafélög geta um það vitnað. Ef til peninga væri metið alt tjón- ið, er af hafnleysinu í Reykjavík hefir hlotist, mundi það dálagleg fúlga. Þá er eitthvert slysið hefir borið að höndum hér á »höfninni«, hefir jafnan kveðið við: »Liðið hefði hann hjá, þessi hinn beiski kaleikurinn, ef höfnin hefði verið«. Og er skipin hafa legið aðgerðarlaus á »höfninni« dögum saman, hafa karlarnir stungið saman nef]um: Bagalegt er nú að tarna. Dýrt hlýtur nú þetta að vera fyrir »reiðarann«. Betra að höfnin væri komin. Svo hefir legið í hugum manna og einstöku sinnum hafa þessar hugarins hræringar brotist út og orðið að jlyktunum um að gera eitthvað til að hrinda hafnargerð áfram. Árið 1896 flutti ísajold ítarlega hugvekju um hafskipakví í lleykjavík í fyrstu blöðum ársins og mun það hafa orðið til þess, að kaupmenn skoruðu á bæjarstjórn í bréfi 7. febr. að taka hafnargerðarmálið upp á sína arma. Sú málaleitun varð til þess, að danskur .mannvirkjafræðingur kom hingað til lands sumarið 1896 og gerði áætlun um hafskipakví, er kosta átti 4 miljónir og 600 þúsund. Þær tölur blæddu öllum svo í augum, að málið steinféll niður þá. En það lifnaði aftur við — svo gera öll góð mál — og 1905 var málinu enn hreyft og þá fenginn hingað norskur mannvirkjafræðingur, sérfræðingur í hafnargerð, Gahriel Smith, nú hafnarstjóri í Noregi. Hann gerði 2 áætlanir um hafnargerð svo sem itarlega var frá skýrt í ísafold í fyrra (42 tbl.). Hafnarnefnd bæjarins hefir undan- farið setið á rökstólum og komist að þeirri niðurstöðu að fylgja beri tillög- um Smiths. Hefir hún samið ítarlegt álit, sem frá er skýrt annarstaðar í blaðinu, og var málið til 1. umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Allir sem á málið mintust, studdu tillögur Smiths og voru þess mjög fýsandi að ganga nú rösklega að verki, afgreiða málið frá bæjarstjórn í öndverðum næsta mánuði, áður þing kemur saman. Sextán hundruð púsund krónur á höfnin að kosta. Helminginn af þeirri fúlgu treystir hafnarnefnd bænum að standa straum af. En með hinn helminginn á að leita á náðir landssjóðs. Landssjóður hefir jafnan áður verið látinn hlaupa undir bagga, er um stór nytsemdar- mannvirki hefir verið að tefla. »Oft hefir verið þörf^ en nú er nauðsyn« að hrinda þessari framtíðar- innar lyftistöng höfuðstaðarins og landsins til framkvæmda. Því að ekki má sú villa ná tökum á hugum landsbúa, að hér sé að eins um að tefla hlunnindi fyrir Reykvikinga, þeir einir njóti hafnarinnar. Höfnin mundi ýta undir auknar fiskiveiðar að miklum mun við allan Faxaflóa. Hún mundi gera stórmikla aukning á innlendri verzlun kleifa, vöruforða- búr mundu bráðlega rísa upp hér í bænum og mundu kaupmenn í kaup- stöðum út um landið óefað komast að betri verzlunarkjörum fyrir það. Munum vér síðar víkja ítarlega að þessu efni. Fána-tillögur. Þessar tillögur samþykti Landvarn- arfélagið á miðvikudaginn, með öllum atkvæðum: 1. Þar sem Islendingum verður eigi á löglegan hátt meinað að sýna á landi uppi lit sérstaks þjóðernis og merki sjálfstæðisréttar með því að draga íslenzkan Jána á stöng, skorar fundurinn á fánaeigendur alla að viðhafa þenna fána einan, nema þeir komist ekki hjá öðru sem umboðsmenn annara ríkja. Ennfremur telur fundurinn það sjálfsagt, að opinberar stojnanir íslenzkar hætti að veifa dönskum fána, þar sem þeim og ber engin skylda til fánanotkunar yfirleitt. 2. Fundurinn telur það ótvíræða skyldu allra þeirra, er landvarnar- menn vilja heita og skilnaðar- stefnuskrána viðurkenna, að nota íslenzka fánann, þar sem því verður við komið, og annan ekki, ej þeir vilja fána veifa. 3. Fundurinn ætlast til þess, að þing og stjórn íslenzku þjóðarinnar vinni að því, að hinn íslenzki fáni geti sem fyrst öðlast alþjóð- aviðurkenningu sem siglingafáni Islendinga, og nemi þau ákvæði úr lögum landsins, er eigi eru samrýmanleg þessu. Ennfretnur kaus félagið 5 manna nefnd til að vinna að framgangi fána- málsins. Nobel-verðlaunin. Paul Heyse, þýzka skáldið heimsfræga (f. 1830), er bókmentaverðlaunin hlaut. Til er eftir hann þýtt á íslenzku smásögur nokkurar t. d. L’arrabiata í Iðunni. Otto Wallach. Hlaut efnafræðisverðlaunín. Kossel læknir, sá er hlaut læknisfræðisverðlaunin. Nýárssundið. Kalt var nýársmorgun, er sund- kapparnir runnu niður bæjarbryggjuna og steyptu sér í sjóinn: 3 stiga frost í lofti og aðeins 2 stiga hiti í sjón- um. Stefán Ólafsson varð hlutskarpastur eins og í fyrra. Hann hefir lært sund af Páli Erlingssyni svo sem margir aðrir beztu sundmenn vorir. Kennir Páll nú bæði sumar og vetur; jafnan er heitt í lauginni. AUmikið fjölmenni var viðstatt ný- árssundið og hlýddi eftir leikslok á ræðu þá er Bjarni frá Vogi flutti og hér fer á eftir: R æ ð a til sundmanna á nýársdag 1911. »íslendingar viljum vér allir vera«,og allir viljum vér vera góðir íslending- ar. Og þótt vér séum eigi allir þess megnugir, að vinna þjóð vorri frama- verk, þá sýnum vér þó hug vorn og vilja, er vér þökkum þeim, er stór- virki virma eður skara fram úr um einhverja ment eður íþrótt. Nú erum vér hér saman komnir til þess að þakka sundgörpum vorum á- gætan nýársfagnað. Vel má vera að sumum mönnum dyljist, hversu góður sá fagnaður er, en það er þó mála sannast að þeir Grettismenn hafa gert viturlega, er þeir lögðu fram til þess dýran bikar, að ungir menn temdu sér sund. Hafa þeir skilið það til hlítar, hver þrótt- kveikja íþróttir eru hverri þjóð; hafa þeir því strengt þess heit, að eigi skuli kappsund þetta niður falla, meðan nokkur þeirra megi heilum fótum í haf stíga. Fer og harla vel á því, að vér fáum í nýársgjöf þá gleði, að sjá æskulýð vorn hlaupa í köpp á svo beinni þjóðþroskabraut sem íþróttir eru. Verði Grettismönnum vel fyrir og gjafara bikarsins Guðjóni Sigurðs- syni. Það sagði eg fyr að sumum mönn- um mundi eigi ljóst, að svo er um nytsemd iþrótta, sem nú var hermt. Því að engin önnur rök liggja til þess að vér höfðum týnt þeim, þar til er þær tóku að lifna við aftur fyrir rúm- um tug ára, og hefir þó mestu munað hin síðustu árin síðan ungmennafélög- in tóku til starfa. En tími er nú til kominn, að hver íslendingur læri það og skilji. Því að íþróttir auka mönnum vaxt- arfegurð, treysta styrkleik þeirra, vekja þeim áræði og kenna þeim snarræði. Er það til marks hér um, að hinar bezt mentu þjóðir hafa jafnan mest metið íþróttir. Hjá Forngrikkjum þóttu sigurvegarar í kappleikum þeirra gera borg sinni svo mikinn heiður, að þeir ólust eftir það við almannafé til þakklætis. Önnur fræg menningar þjóð taldi það hverjum manni mestu prýði, að hann væri vel að íþróttum búinn. Sú þjóð var hinir fornu ís- lendingar. Þeir tíðkuðu mjög sund, því að þeir áttu oft yfir sjó að sækja. En sjómönnum er engin iþrótt hallkvæm- ari til bjargráða sjálfum sér og Öðrum. Einn góðan veðurdag að haustlagi fyrir rúmum 914 árum kom Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholti í Dölum þar að, er menn þreyttu sund áánniNið. Einn maður lék þar miklu bezt. Kjart- an sp}?r Bolla fóstbróður sinn, hvort hann vilji freista sunds við mann þenna, en Bolli vildi eigi. Ræðst Kjartan þá í móti honum og áttust við um hríð. Þóttist hann aldrei hafa komið í jafn- rakkan stað fyr. En er þeir voru á land komnir, »þá mælti bæjarmaðrinn: »Hverr er þessi maðr?« Kjartan sagði nafn sitt. Bæjarmaðr mælti: »Þú er sundfærr vel, eða ertu að öðrum íþrótt- um jafnvel búinn sem at þessi ?« Kjartan svarar ok heldr seint: »Þat var orð á þá er ek var á Islandi, at þar færi aðrar eftir; enn nú er lítils um þessa vert«. Bæjarmaðr mælti: »Þat skiftir nökkuru við hvern þú hefir átt; eða hví spyr þú mik engis?« Kjartan mælti: »Ekki hirði ek um nafn þitt«. Bæjarmaðr segir: »Bæði er at þú ert gervilegr maðr, enda lætr þú allstórliga; en eigi þvi síður skaltu vita nafn mitt, eða við hvern þú hefir sundit þreytt. Hér er Ólafr konungr Tryggvason*. Kjartan svarar engu ok snýr þegar t brott . . . . « Þóttist hann ekki mega una því, að vera hóti minni sundmaður en sá, er bezt var syndur um endilangan Noreg þótt það væri sjálfur konungurinn. Svo var íþróttakapp Islendinga mikið 2. tölublað þá daga. Nú höfum vér fengið þá nýársgjöf, að sjá kappgirni þeirra vaknaða á ný. Fyrir 880 árum sloknaði eldur fyrir reim Gretti og Illuga úti í Drangey. ?i synti Grettir til lands og sótti eld. Var það sund vika sjávar. Fimtán ár- um áður synti hann og eftir eldi aust- ur í Noregi. Var þá svo mikið frost að hann sýlaði utan, er hann kom á and. Þurfti til þessa bæði orku og rarlmensku. Karlmenskubragð hafa þeir og gert jessir ungu menn, er þeir lögðust til sunds í vetrarkuldanum. Því að nú er þriggja stiga kuldi í lofti og eigi nema tveggja stiga (C) hiti í sjónum. Sundið þreyttu þeir Jón Tómasson, er synti 50 stikurnar á 48 sekúndum, Sigurjón Pétursson, tími 54 sek., Sig- urjón Sigurðsson, tími 48 sek. og Stefán Ólafsson, tími 42 sek. Verði yður vel fyrir, röskir sveinar, og taki nú sá sigurlaun, er unnið hefir. • Stefán Ólafsson, þér eruð sigurveg- ari, og afhendi eg yður hér nýárs- bikar Grettis að sigurlaunum. Þér hafið unnið hann einu sinni fyr og þér vitið að hann verður yðar eigin eign, ef þér vinnið hann hið þriðja sinn. En svo munu þér þá mega fyrir búast, að fast verði eftir sótt, því að ófúsir munu aðrir sund- garpar að láta bikarinn verða eins manns eign. En óska vil eg þess, að yður aukist þroski og æfing að sama skapi, svo að yður endist þá til sig- urs. Njótið nú vel sigurlaunanna og öf- undlaust. Ættum vér íslendingar bæði nú og endrarnær að leggja niður þann ómenskuhátt að níða niður skóinn hver af öðrum með öfund og illkvitni. Því að sá er fuglinn verstur, sem í sitt eigið hreiður drítur. Njótið vel. Að lokum þökkum vér þessum sundgörpum ágætan nýársfagnað; gleði vora yfir því, að sjá þá þreyta sundið, og vonir þær, sem vérbyggj- um á því, að eftirdæmið hvetji aðratil þess, að auka og efla íþróttir í landinu. En íþróttir eru hverri þjóð þrótt kveikja og aflvaki. Eg trúi því, að nú sé runninn upp nýársdagur íslenzkrar þjóðfrægðar. Læt eg það um mælt, og mun verða að áhrínsorðum, að þeim degi kvöldi al- drei. Bjarni Jónsson frá Vogi. Lán og landbúnaður. Viðtal við Sigurð Sigurðsson alþingism. Isafold fann Sigurð alþingismann Sigurðsson, ráðunaut Landbúnaðarfé- lagsins að máli á dögunum til þess að fá að heyra álit hans á lánunum til landbúnaðarins, er svo mjög hafa orðið þrætuepli upp á síðkastið. Hann tók erindi voru vel — og fer hér á eftir hið helzta, er hann lét uppi. »Eg vil taka það fram fyrst, sagði alþingismaðurinn, að mér alment er dauðans illa við skuldir — vil helzt komast hjá þeim eftir því sem hægt er, hvort heldur einstaklingar eða þjóð- félagsheildin eiga í hlut. En svo að eg víki að landbúnaðar- lánum sérstaklega virðist mér ekki ástæða til, eins og nú standa sakir að taka erlent lán: í Jyrsta iagi vegna þess, að eg yfirleitt vil forðast lán, ef hægt er. I öðru lagi er jarðræktin hér á landi þannig löguð, smástíg og takmörkuð af áburðinum, sem fyrir hendi er, að langt er frá því, að hún verði aukin í stórum stökkum alt í einu, þótt nægt fé væri fyrir hendi. Mest riður á í þessum efnum að koma áburðarhirðingunni í góða reglu, en til þess þarf að mínu

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.