Ísafold - 11.02.1911, Síða 3

Ísafold - 11.02.1911, Síða 3
ISAFOLD % Stóra rýmingar útsalan hjá Árna Eiríkssyni heldur enn áfram. --401 afsláttur af öllu. 10 Sjómenn, spariö peninga! Þar eð eg nú í ár hefi samið við verksmiðjuna um kaup á lðOO sjófötuin, get eg nú selt þau fyrir sama lága verðið og fyr, þrátt fyrir verðhækkun á línolíu og lérefti. Reynslan heflr sýnt, að betri olíuföt fást ekki en hjá mér. Komið, sjáið og dæmiðl Jíærföt, Peysur, Verkmannaföt, Kojuteppi og Lök er alþekt að bezt og ódýrast er í Aðalstræti 9 | Brauns verzlun „Hamborg". fl I I D B fl \ § I § Saumasfofa uncfirrifaðs er í Jiirkjusfræfi 10. t>ar fásf aíís konat fafaefni og aíf er að iðninni týfur. L. TJndersen. KYennaskóliim á Blönduósi brunninn. Sítnað hefir verið að norðan í dag. að kvennaskólinn á Blönduósi hafi brunnið til kaldra koia í nótt. Fóstbræðrasöngur. Fjögramannasveitin, Fóstbræður, söng í Bárubúð á miðvikudaginn fyr- ir troðfullu húsi. Fólki er orðið fyrirtaksnýnæmi á söngskemtunum hér í höfuðstaðnum. Fjórraddaður söngur orðinn nærri eins fágætur — og hvítir hrafnar 1 Sitt af hverju — og af öllu nokk- uð! Svo var um söngskrána. Fjórraddaður söngur, tvísöngur og einsöngur skiftust á. Alt fór það laglega úr hendi. — En ef Fóstbræður vilja fá á sig reglu- legt sönglistarorð verða þeir að herða sig b e t u r . Fjórrödduðu lögin, Björneskytten eftir Grieg og Bellmanssöngvarnir síð- ast á söngskránni tókust rnikið vel. En það sem bezt féll áheyrendum í geð voru Grænlandsvísur Sig. Breið- fjörðs — raddsettar af Sigfúsi Einars- syni. Sjálfar eru vísurnar einstaklega smellnar, lagið og raddsetning vel til fundið og meðferðin hjá Fóstbræðr- um í bezta lagi. Aftur tókust tvísöngvarnir og ein- söngvarnir miður. Hr. Pétur Hall- dórsson spreytti sig á formálanum (Prologus) úr söngleiknum Bajads. Það er ekki áhlaupaverk, en allrar virð- ingavert hvernig Pétur komst frá því. Hr. Einar Indriðason söng ljómandi fallegt lag úr »11 Trovatore«. — Röddin er ekki mikil, en býður af sér góðan þokka. Þetta sinni virtist hann nokkuð hás og naut sín því eigi sem skyidi. Þá sungu Fóstbræður nokkura Glunta. Þar var á allmikill misbrest- ur að einu leyti: þeir voru altof ýjorlitlir. Menn þurfa að eiga þá gáfu að kunna að sleppa sh — til þess að syngja vel hina ágætu tvísöngva WennerbergS. Haukur. ------------------- Lord Nelson heitir nýi botnvörpungurinn, sem þeir Hjalti Jónsson og félagar hans hafa keypt. Hjalti sigldi honum sjálf- ur hingað til lands og tók höfn hér í Reykjavík á mánudaginn. Hafði þó skamma viðdvöi, hélt von bráðar út á fiskimið á veiðar. — Lán og lukka mun »lávarðinum« fylgja ef að lík- indum ræður. Hörmulegt slys. Siqurður Sigurðsson óðalsbóndi á Húnsstöðum i Þingi hafðt riðið frá Blönduósi föstudaginn 27. fyrra mán- aðar heimleiðis, en fallið af hestbaki, eða hesturinn dottið með hann. Fanst eftir 8 kl stnndir þar á melunum með lífsmarki. Lézt samdægurs. Sigurður var á bezta aldri, rúmlega fertugur. Hafði hann búið á Húns- stöðum nær 15 ár góðu búi. Hann var vitsmunamaður og áhuga- samur um héraðsmál og landsmál. Var hann sýslunefndarmaður mörg ár og í forstöðunefnd kvennaskólans á Blönduósi. — Hann var eir.dreginn sjálfstæðismaður og fulltrúi Þverár- hrepps og Torfalækjarhrepps á Þing- vallafundinum 1907. Sigurður var gestrisinn, skemtileg- ur í viðræðu, vel máli farinn, kapp- samur og málafylgjumaður. Kona hans er á lífi og tvö börn þeirra. Að Sigurði er mikill mannskaði. (Eýtir Fjallk.). Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn. Torfi Bjamason frá Ólafs- dal, Magnús Blöndahl hreppstjóri Stykkis- hólmi, sira Einar Friðgeirsson frá Borg. Aflabrögð fremur dauf. Gæftir vondar. Botnvörpungar búnir að vera úti 18—19 daga og hafa veitt heldur laklega. Jón for- seti og Marz voru inni á önundarfirði I fyrradag, og kvörtuðu mjög undan gæfta- leysi. Alþingismenn eru fáir komnir ennþá. Á Ingólfi komn þann 7. febr. Ólafur Briem, Jósef Björnsson og Stefán Stefánsson frá Fagraskógi. Landveg kom fyrir nokkrum dögum Þorleifur Jónsson þingm. A.-Skaft- fellinga. Loks kom i morgun frá l*estm,- eyjum Gunnar alþm. Ólafsson. — En í Borgarne8Í bíða Ingólfs Jón frá Haukagili og Sig. próf. Gunnarsson. Aðrir utanbæjar- þingmenn munu flestir koma á Yestu. Bjarni Jðnsson frá Vogi flytnr á morgun kl. 5 erindi >um viðskiftaráðunautinn«, i Iðnaðarmannahúsinu. Þangað ættu þeir að fara sem mest skamma hann. Brillouin Frakkakonsúll kom hingað til lands úr utanför sinni með Botníu í morg- un. Hefir verið í Frakklandi að undirbúa lánstilboð til alþingis og sitthvað annað, er til verklegra framkvæmda horfir hér á landi. Einar Jónsson myndhöggvari kom á Botniu í morgun til þess að hyrja á myndargerð Jóns forseta. Fasteignasala. Þingl. 9. febr. Jóhann Jóhannesson kanpm. selur Einari Jónssyni málara byggingarlóð á milii lóð- anna nr. 27 og 29 við Skólavörðustig, 300 ferálnir. Dags. 18. jan. Jóhannes Jónsson Tóttum selnr kaupm. Jóh. Jóhannessyni húseign sína, Tóttir, með öllu tilheyrandi fyrir ðöOÓkr. Dags.28. jan. Marie Jónsson selur trésmið Lúther Lár- ussyni byggingarlóð á horcinu við Skóla- vörðustig og Óðinsgötu, ca. 540 ferálnir að stærð fyrir 620 kr. Dags. 7. febr. Guðsþjónusta á morgun : I dómkirkjunni kl. 12 síra B. J. (sjóm.guðsþj.) ----— 5 cand. theol. S. A. G. (sjóm.guðsþjónusta). I fríkirkjunni — 12 síra Ól. Ól. Jarðarför Jóns heit. Þórðarsonar kaupm. fór fram í gær við afarmikið fjölmenni (1500—1600 manns) þótt illa viðraði. Sira Haraldur Nielsson flutti húskveðju, en sira Ól. Ólafsson talaði í kirkjunni. Enginn blóm- sveigur var ákistunni. Var það að fyrirmæl- um hins látna, er óskaði að Heilsuhælið nyti góðs af samúðarhug manna við sig. Heilsuhælinu áskotnaðist eigi lítið við þessa jarðarför: 221 kr. Þórólfur i Nesi, leikritið, sem enginn veit hver samið hefir, verðnr leikið fyrsta sinni annað kvöld. Aðflutningsbami áfengis. Eftir Jóh. Þorkelsson. Það hefir orðið nokkurt hló á fyrir mór með framhald svars míns til hr. M. E. er byrjunin kom á í »ísafold« í sumar (47. tölubl.). Stafar það bæöi af því, að oss bæudum er ofurlítið ann- samt um sláttinn, og í sláturtíðinni, og hinu, að málefni þetta hið þ/ðingar- mikla krefst af oss engra bráðra áhlaupa, heldur alvarlegrar festu og gáts í því, að hika ekki hið minsta frá stefnu þeirri, er vér með vínbannslögunum höfum tek- ið, unz takmarliinu er náð og því hald- ið, ef unt er: útrýmingu áfengisins úr landinu. í greinarbýrjun þeirri, sem þegar er nefnd, var umræðuefnið hvert takrnark templara væri. Færði eg þar rök að því, þótt þarflítið væri um mál, sem eitis er 1/ðum ljóst, að takmarkið væri útr/ming áfengisins, og s/ndi jafnframt fram á, að þá er hr. M. E. fór að verja hina upphaflegu staðhæfing sína, sem var sú, að takmarkið væri að kenna mönnum að fara svo með áfengi, að menn bíði eigi baga af, þá varð honum sú ávirðing á, er fágæt mun með rit- höfundum (og raunar — ekki rithöf- undum líka), að hann yarð sjösaga um hvert takmarkið væri. S/ndi eg einnig fram á, að hr. M. E. væri í rauninni orðinn samþykkur bannlögunum, með því að halda því fram, að markmið Templara væri algjör hófsemi í áfengis- nautn, þar eð þeir heimila til nautnar áfengisvökva, sem innihalda 2 J/4 °/0 af hreinu áfengi, og telja það markmið fagurt og gott, því banttlögin ganga í þessu efni nákvæmlega jafn langt. í grein minni hér á eftir mun eg halda áfram að leiðrótta hinar helztu villukenningar hr. M. E. II. Fyrirsögnin fyrir 3. kafla hr. M. E. í svari sínu er »Kórvilla bannmanna«, og hana telur hann vera fólgua í því, að þeir »telj i áfengisbölið vera áfengið sjálf t«. Um þetta er það að segja, að eg hefi aldrei, og líklega enginn bann- manna, haldið þessari vitleysu fram. Er hún því draugur, sem hr. M. E. hefir sjálfur vakið upp til að fást við. Mundi eg láta viðureign þeirra afskifta- lausa, því hvorugur er til ills sparandi, sf það kæmi ekki altaf við og við í ljós síðar í kaflanum, að hann hefir í rauninni viljað segja alt annað en hór er sagt; að óhagmælska hans, eða menning- arleysi að velja hugsunum sínum hæfi- leg orð hefir orðið honum hér að fóta- kefli. Það, sem hann hefir viljað segja að kórvilla bannmanna væri innifalin í er það, að þeir telji áfengið sjálft vera undirrót áfengisbölsins. Þessa kenningu telur hr. M. E. vera með öllu ranga, en viðurkennir að ef hún væri rótt »þá væri bannið eigi að eins rótt leið, held- ur sjálfgefið takmark«. Aftur á móti telur, hann undirrót áfengisbölsins vera »í hinni illu hvöt eða ástríðu, sem kn/r haun (drykkjumanuinn) til að skemma sig á áfenginu«. En þessi kenning hr. M. E. er langt frá því að vera rótt. Það er ómögulegt að hugsa sór áfengisf/sn á svo háu stigi hjá nokkrum manni að hann drekki það vín, sem ekki er fáanlegt, ekki er til í landinu. Rekur þá ómótmælanlega að því, að áfengið sjálft, eða tilvera þess í landinu, er fyrsta skilyrðið, möguleik- inn og orsökin til víndrykkjunnar og áfengisbölsins. Með öðrum orðum: Það, sem hr. M. E. kallaði »kórvillu bann manna«, reynist við nánari athugun sannleikur, sem eugum þeim er stætt að mótmæla, er ant er um að vera tal- inn í flokki skynsemi gæddra vera. Fallist hr. M. E. á þetta, þá er bannið orðið »sjálfgefið takmark« samkvæmt orðum hans, og er þá búið að ná sam- þykki hans fyrir bannlögunum eftir tveim leiðum. Auðvitað verður því ekki neitað, að áfengisf/snin er önnur aðalrótin undir áfengisbölinu, sem svo er kallað, En verði henni ekki fullnægt, og það verð ur ókleift í vínlausu landi, þá er sú f/sn heldur ósaknæm. Hún kann að vera lítils háttar ónotaleg fyrir þann hinn sama, er með hana gengur, en gjörir honum að öðru leyti ekkert til, og á fyrir sór að hverfa með tíma- lengdinni, því lítið mun kveða að því, að hún só manninum meðfædd. Af þessum tveim aðal undirrótum áfengisbölsins er það vínið, eða tilvera þess í landinu, sem er langtum meiri fyrir sór og sjálfstæðari .Eins og auðsætt er og þegar er tekið fram, getur f/sn- in sjálf aldrei leitt til áfengisnautnar só áfengið ekki til. En aftur á móti er hægðarleikur að leiðast út í áfengis- nautn, só vín fyrir hendi, þótt engin f/sn sé til staðar, og svo munu flestir byrjendur hafa byrjað; en vitanlega kemur f/snin þá fljótlega til sögunnar. Af þessu leiðir það, að útr/ming víns- ins er hin eina aðferð sem skynsamleg er, verkleg og róttæk. Alt annað nefir, því miður, ofurlitla líkingu af vatns- burði í hripum eða starfa Sis/fs í und- irheimum. Hr. M. E. eignar bannmönnum þá skoðun á áfenginu að það só ilt, sið- ferðislega talað, og verða miklar mála- lengingar hjá honum til að mótmæla þeirri vitlausu skoðun, sem engum bann- manni hefir auðvitað í hug nó hjarta komið og ekkert er annað en annar upp- vakningur hr. M. E., og skulu illskifti þeirra hlutlaus af mór. En það er í öðrum skilningi er bann- menn kalla áfengið ilt. Vór menuirnir köllum alla þá hluti illa, er oss eru ógeðfeldir, eða vinna oss mein. Vér töl- um um illgresi, illyrði, ilt tíðarfar o. s. frv. t þessum skilningi kalla bann- menn vínið ilt, og frá sjónarmiði þeirra er þar víst ekkert ranglega að orði komist. Sama er um þær málaiengingar að segja hjá hr. M. E., er hann eignar bannmönnum þá skoðun á vlninu að það só sjálfstæður freistari, er leggi snör- ur fyrir fólkið; »þeir só komnir svo langt að þeir hafi flutt hvötina úr brjóstum mannanna til að láta f sig áfengi yfir til áfengisins og eignað því hvöt til að láta sig í fólkið. í augum bannmanna er áfengið orðið að lifandi veru«. — Líklegast þykir mór að þessi vitleysu vaðall hafi hvergi komið í ljós hjá bannmönnum, heldur só hann ein- getinn og elskulegur sonuy hr. M. E. sjálfs. Til sk/ringar því að áfengisbölið eigi sína einustu rót í f/sn drykkjumanns- ins færir hr. M. E. til dæmis þjófinn, er stelur pyngjunni. Þar só böl þjófs- ins fólgið í hinni illu ástríðu, en ekki í pyngjunni. Það er auðsætt að hr. M. E. hefir þar á róttu að standa að pyng- jan er saklaus, en þjófurinn ekki, því svo er alment álitið að honum hafi ver- ið það sjálfrátt hvort hann stal henni eða ekki. En þrátt fyrir það er þó önnur orsök þjófnaðarins fólgin í pyng- junni, að hún var til og á þeim stað, er þjófurinn gat til hennar náð. Þetta eru þau tvö skilyrði, sem þurfa að vera til staðar hvervetna, þar er þjófnaður er framinn. Vanti annaðhvort þeirra getur enginn þjófna,ður átt sór stað. Kemur þetta bæði heim við hið forna spakmæli, »að það geri hvern góðan að geyma vel sitt« og við það, er Jón heit. Erlendsson (Eldon) kvað um örbirgð sína er hann bjó á Vegg í Kelduhverfi: Minnur sjúga menn úr legg merg, þó tómt er holið; svo er það eins á vorum Vegg, verður þar ekki stolið. Frh. Leikfélag Reykjaviknr Nróllur i Nesi (frumsaminn íslenzkur leikur), verður leikinn 1. og 2. sinn sunnu- dag 11. og mánudag 12. febrúar næstkomandi í Iðnaðarmanna- húsinu kl. 8 siðdegis. Tekið á móti pöntun á aðgöngu- miðum í bókverzlun ísafoldar. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn 17. þ. m. kl. 11 f. h. vérður opinbert uppboð haldið í Goodtemplarahúsinu og þáselt bóka- safn Páls Melsteðs, sagnfræð- ings. Skrá yfir bækurnar liggur frammi til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta. Bæjarfógetinn í Rvík, 11. febr. 1911. oJón cfflagnusson. Gott tilboð. Hjá undirrituðum fást mjög aðgengi- leg tækifæriskaup á íbúðarhúsi með erfðafestulandi, skepnuhúsi og hey- hlöðu, ef samið er um kaupin fyrir lok febrúarmánaðar. G-uðm. Egilsson. Nauðungar- uppboð. Mótorbátur ónotaður (án mótors), sem staðið hefir uppi vestan við bryggjuhús Duusverzlunar hér í bænum, verður seldur á nauðungar- uppboði, sem haldið verður hjá greindu bryggjuhúsi þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 12 á hádegi. Korf margs konar, falleg og ódýr (2—10 aur.), nýkomin / bókverzíun Ísafoídar. Kvittanabækur með 50 og 100 eyðubl. fást í bók- verzlun Isafoldarprentsmiðju. Sjóklæði eru að vanda bezt og ódýrust í verzl. B. H. Bjarnason. Til Afríkfl. 1 j reglusamir og duglegir menn geta fengið þar góða atvinnu, fyrst um sinn í 2 ár. Fría ferð fram og aftur. Gott kaup í boði. Menn snúi sér sem allra fyrst til Guðm. Olsen. Mótorbátur, mjög þægilegur til fiskiveiða, svo létt- ur, að setja má upp og ofan kvölds og morgna, eins og vanaleg opin skip, er til sölu. Afgr. vísar á. Begoniu- og fræsölu gegnir eins og að undan- förnu Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg 13. Í»Ú sem stalst karlmannsalfatnaði við húsið nr. 19 við Lindargötu og skauzt með þau að húsabaki kl. S1/^ síðd., ættir að skila þeim aftur; skalt annars ekki sleppa. Þær stúlkur, sem vilja fá góð- ar vistir, snúi sér sem fyrst til fólks- ráðningarstofu Kristínar J. Hagbarð, Laugaveg 46. Tún óskast til leigu. Afgr. ávísar. Mjög lipur bátur fæst keypt- ur nú þegar með mjög lágu verði. Upplýsingar gefur Páll Isaksson Lind- argötu 20.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.