Ísafold - 22.02.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1911, Blaðsíða 2
38 ISAFOLD Rangárbrúin. VERZLUNIN DAGSBRÚN HVERFISGÖTll IV - REYKJAVÍK Sfór vefrar- ufsafa btjrjar fösfudag 24. þ. m. JJfsíáffur gefitm af öífu ÍOm50 1 °\o Par verður margf goff mjög ódfjrt. Dönskusogin orðskrípi og bögumæli. Það er álment viðurkent, að aðalein- kenni hverrar þjóðar sé mdlið, og i málinu md að miklu leyti lesa sögu hverrar þjóðar; þegar mdlið er í hlóma, má ganga að því vísu, að þjóðin sé það líka; en á hinn bóginn er það eins vist, að þegar mdlið er komið i örtröð, þá d þjóðin ekki langt eftir. Það er þvi ein af hinum fyrstu og heilögustu skyld- um hverrar þjóðar, að halda uppi heiðri tungu sinnar. Ef vér nú snúum máli þessu til vor sjálfra, þá liggur það i augum uppi, að vér höfum flestum fremur skyldu til að halda uppi heiðri tungu vorrar, þvi það er nú hið sein- asta hnoss, sem vér eigum eftir, þegar vér erum búnir að týna svo mörgum dýrgripum, sem áður prýddu ísland; og sannlega mundi þeim manni legið á hálsi, sem hefði fengið mikla og góða föðurleifð, og af skeytingar- og hirðu- leysi hefði sóað henni, þangað til hann átti ekki eftir nema einn góðan akur: ef hann þá, i staðinn fyrir að rœkta akur þenna og hlynna að honum, léti illgresi vaxa þar eða hleyptiþar að svin- um, til að róta upp hinu góða sæði. En er oss þá betur farið, íslendingum ? — Vér eigum lika, þa ’ sem mál vort er, einn akur eftir af dýrri og qóðri föðurleifð, og i þeim akri er svo góður jarðvegur, að þar gœtu gróið flest þau blóm, er mœttu skreyta ísland enn að nýju. En hvernig höfum vér farið með ákur þenna ? — Vér höfum farið með hann eins og túnin: vér höfum ekki nent að girða hann til að verja hann fyrir ágangi annara, eða að hirða hann, svo að ekki yxi þar upp 'illgresi; þar heflr því komist inn margt eitt svínið, og margt eitt illgrésið vaxið þar. Það er kominn tími til, íslendingar, að upprœta illgresið úr akrinum og reka út svinin. □□□□□□□□□□□□□□□ Svo mælti fyrir nær hálfri öld mjög mætur landi vor og þjóðrækinn, kand. Sigurður L. Jónasson, maður sem ól mestan aldur sinn suður í Khöfn og dáinn er nú fyrir fám árum (sjá Ný Félagsrit 1863 — Um rétt ís- lenzkrar tungu). Rétt mun það vera, að töluverð breyting hafi á orðið þann x x/2 manns- aldur, er liðinn er síðan, og hún sjálf- sagt til batnaðar fremur en hitt. En hitt getur enginn fyrir þrætt, að enn vaxi mikið illgresi í akri íslenzkr- ar tungu og inn sé hleypt þangað helzti oft mörgu ófélegu svíninu, oft- ast af dönsku kyni, til að róta upp hinu góða sæði. Þau gerast viðsjálli á síðari tímum fyr- ir það, að þau smeygjasérinn undir ís- lenzku marki, forníslenzku eða nýís- lenzku soramarki á báðum eyrum. Og er undirrót þess meins sú ómynd á íslenzku mentauppeldi, að nemendur, ungir og gamlir, eru enn látnir sitja ofmarg- jr eða að miklu leyti við danskan bók- mentabrunn. Þeim verður fyrir það fjölmörgum fyrir, að hugsa hverja setningu fyrst á dönsku, hvort heldur er í ræðu eða riti, og snara síðan á íslenzka tungu. En það lætur þeim misvel, þrátt fyrir góðan vilja og mikla fyrirhöfn, hvað þá heldur er það brestur hvorttveggja og svarað er til, ef að er fundið: »Eg er eng- inn púristic, eða því um líku. Við ber ósjaldan, að glíman við að islenzka dönsk orðtæki er bæði löng og hörð, og lýkur þann veg, að glímu- maður ber halt höfuð eftir, en á legg skríður sú vanmetakind, er stóróprýðir málið langan aldur, áður ráðin verður af dögum. Eg ætla mérað þessu sinni að leggja að fáeinum þess kyns óvættum í ísl. máli og reyna að leiða í hlað í þeirra stað góðgripi, er þar sé vel fagnað af góðum mönnum, smekkvísum og rækt- armiklum við móður vora, feðratung- una. 1. Að því er snertir. Það er danskkynjað svín með ís- lenzku soramarki. Ættin er þessi: Med Hensyn til er eitt danskt orð- tæki. Því náskylt er eitt orð danskt, orðið angaaende. Og enn fleiri sömu ættar. Lengi vel var þetta m. H. t. látið vera á íslenzku blátt áfram: með til- liti til. Það er jafnvel ekki steindautt enn í ísl. máli. Það hefir greinilegt ættarmót þess kyns aðskotadýra: orð- in öll íslenzk hvert um sig, en verður úr aldanskt ófélegt svín, er saman koma. Þetta sá margur maður óðara. Og var þá farið að glima við að gera það landrækt úr tungu vorri og koma upp ; öðru í þess stað. Viðvíkjandi var ein- hver fyrsta tilraunin. En brátt fædd- ist þetta að því er snertir og þótti hin félegasta skepna fyrst í stað, jafnvel góðum íslenzkumönnum. Öðrum þykir hún vera það enn. Margur maður ritar varla svo stutta blaðagrein, að þar sé henni ekki dreift innan í margvíða. Og eg ætla mjög fá stjórn- arbréf, æðri sem lægri, hlaupa af stokk- um svo, er eigi séu prýdd þeim ísaum. En argasta bögumæli er þetta orð- tæki. Enda alls óþarft í íslenzku máli; það er, sem betur fer, enginn skortur á beztu íslenzku þess i stað. U. I. Stúdentasöngfélagið söng á laugardaginn í Bárubúð. Það þótti einkargóð skemtun. Fyrir margar áskoranir ætlar söngsveitin að endurtaka samsönginn á jöstudaginn kl. 9 sbr. augl. hér í blaðinu. Blaðamenn og þingið. Alþingi hefir nú gert blaðamönnum þá úrlausn, áð afþilja nokkurn hluta af áheyrendapöllunum í neðri deild til vistarveru handa þeim — og efri deild hefir lánað þeim eitt hliðarher- bergið við deildarsalinn. ' Bændanámsskeiðió á Hvanneyri. Bændanámsskeið var haldið að Hvanneyri eins og til stóð vikutíma, frá 30. janúar til 4. febrúar. Var það vel sótt úr Mýra og Borg- arfjarðarsýslu og nokkrir sunnan úr Kjós. Fastir aðkomumenn á Hvanneyri voru um 50, en auk þess sóttu menn úr nágrenninu fyrirlestrana, svo að jafnaði voru um 60—70 manns að- komandi og fult stórt hundrað með heimilisfólki. Auk kennara skólans héldu fyrir- lestra ráðunautar Búnaðarfélags íslands þeir Sig. Sigurðsson og Ingimundur Guðmundsson, og Einar skáld Hjör- leifsson hélt að vanda mjög skemti- lega og fræðandi fyrirlestra. Ráðu- nautana sendi Búnaðarfélag íslands, en E. H. kom að tilhlutan Alþýðu- fræðslu Stúdentafélagsins. Dagskrá var samin fyrir hvern dag. Á morgnana vorn haldnir tímar með skólapiltum. Kl. 11, eftir morg- unverð hófst námsskeiðið með fyrir- lestrum, er héldu áfram til kl. 3. Kl. 5—6 hélt Einar skáld sína fyrirlestra, en eftir þann tíma voru umræður til kl. 8 4/2 meðal þátttak- enda námsskeiðsins. Eftir kveldverð skemtu menn sér á ýmsa vegu, við söng, glímur, tafl og fleira. Það kom þegar í Ijós á þessu náms- skeiði, að ekki eru húsrúm orðin of stór á Hvanneyri. Vantar þar baga- lega stóran fyrirlestrasal, en væntan- lega fær skólinn bráðlega stórt og vandað leikfimishús, sérstaklega þegar efni er að miklu leyti til í það, sem er afgangur frá skólahúsjnu, er ekki verður varið betur á annan hátt. Námsskeiðið var bæði fróðlegt og skemtilegt, enda sóttu það helztu bændur úr Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu Námsskeiðið endaði með litlum glaðning. Voru ræður haldnar, leik- fimi sýnd af skólapiltum; eru þeir orðnir ótrúlega samtaka eftir svo stuttan tíma, og var mesta ánægja að horfa á líkamsæfingar þeirra. Siðast var dansað og sungið fram á nótt. Voru þar við rjómabústýr- urnar frá Hvítárvöllum og annað kvenfólk úr nágrenninu. Að endingu vil eg taka undir með einum helzta bóndanum í Borgarfirði er sagði, að þetta væri styzta vikan sem hann hefði lifað á æfi sinni, og þó aldrei sofið eins lítið. Einn aý jo. Föstu-kvöldguðsþjónustur. Sakir forfalla, þar sem verið er að mála dómkirkjuna, verða föstuguðs- þjónustur ekki haldnar á miðvikudög- um fyrst um sinn, heldur síðdegis kl. 5 á sunnudögum. Fyrsta sinni sunnu- daginn í föstuinngang. Passiusálmar verða sungnir. Húsbruni. Aðfaranótt mánudags kl. 1l/2 kvikn- aði í tóbaksbúð Guðm. Gíslasonar, Laugaveg 12. Húsið brann á ör- skömmum tíma. Óþverrabréf var einu sinni um daginn sent frú Brieti Bjamhéðinsdóttur bæjarfulltrúa og undirritað G Bdóttir. Frú G. B. bæjarfulltrúi hefir beðið Isajold að geta þess, að hún hajiengan pátt átt í bréfi pessu eða sendingu pess. Væntanlega samþykkir næsta alþingi brúna á Ytri-Rangá, því talsvert er bú- ið að undirbúa það mál, en því miður er eg hræddur um, að enn strandi á því sama og fyrra n. I. hvar brúin á að vera. Hefðu þingmenn Rangvellinga ekki haft á móti brúnni á Ægissíðufossi (neðri staðnum á þinginu 1907, n.undi hún nú vera komin þar, því þann stað valdi mannvirkjafræðingurinn þá eftir að hann hafði skoðað hann. En þingmenn vorir virðast leggja alt kapp á að fá brúna ofar á »Höfðanum«, en þingið er — sem von er — tregt á að samþykkja hana þar, samþykkja dýra brú bygða á sandi, þar sem smíða má nær helmingi ódýrari brú á bjargi ör skamt frá (á annan km.) svo aðeins nokkurum mínútum munar með lest á vegarlengdinni. Hvorutveggja ofurlítill krókur á ferðamannaveginum, en minni að Höfðanum. Upphaflega áætlunin minnir mig að væri á brúnni á Fossinum 29 þús. kr. en 54 þús. á Höfðanum. Vegur að Fossinum mun hafa verið áætlaður 11 þús. með því að láta hann liggja að nokkru samhliða veginum, sem nú er, til þess að taka af krók nokkurn, en eigi hefi eg heyrt getið um áætlun á vegi að brúnni á Höfðanum. Er þó óhjá kvæmilegt að gera þar vegarspotta beggja megin árinnar, lengri þó austanmegin. Um brúarstæðið á Höfðauum lót mann- virkjafræðingurinn uppi það álit sitt, að austanmegin mundi þurfa að reka niður tróstaura hvern við annan og steypa steinstöpul síðan ofan á stauraendunum og láta brúarendann hvíla á þeirri bygg- ingu. Hann taldi þá einnig mundu þurfa tréstólpa undir miðja brúna. Vest- an megin mun hann hafa álitið að mætti byggja steinstöpul. Fyrri þingmaður vor fékk því til leið ar komið á þinginu 1907 að farið var að athuga nánara botninn í Rangá á Höfðanum — því þar vildi hann fá brúna — en mannvirkjafr. mun hafa hætt við þá rannsókn áður, eftir að hann var búinn að skoða Fossinn. Við þessa rannsókn fann hann sandberg 4—6 al. ofar í ánni, áleit þá fastan botn of of- arlega til þess að reka niður staura, en of neðarlega til þess að byggja á stein- stöpul. Hið síðarnefnda þó tiltækilegra. Þá mun hafa lækkað áæt.lunin á Höfð- anum, en uppi lót mannvirkjafr. þá að áætlanirnar hafi verið of háar á báðum stöðunum. Hvernig sandbergið í botninum reyn- ist er eftir að vita. Só það þar eins afar laust einsog það er hér víðast þá er eigi ólíklegt, að straumurinn, með hinum sífelda sandframburði til hjálpar, eins og er látlaust hór í ytri Rangá, eti fljótlega sandbergið undan brúarstöplun- um, því þó mikill sandur liggi nú á bergi þessu þá má ganga að því vísu að hann grefst fljótlega frá stöplunum þeg- ar þeir eru komnir. Því til sönnunar má benda á, að graf- ist hefir kringum ísjaka, er stóðu á grunni í þessum lausasandi, svo mikið hreina sund hefir verið komið fyrir ofan þá eftir 1—2 daga eða minsta kosti 4—5 al. dýpi. A Fossinum er ekki hætt við að und- irstaðan bili, því þar er öflugt berg beggja megin og eins í öllum botninum. Hefi eg þó hvergi sóð bergið jafn holað og etið eftir sandinn, sem á þessum og fl. stöðum i Ytri-Rangá. • Breidd árinnar á Fossinum er 24 fðm. milli grasa uppi á klettabrúnum (nýlega mælt,). Austan megin mætti setja brúar- stöpul nokkrum föðmum nær ánni á fasta klöpp. Auk þess mætti ef vill setja stóran stöpul í miðri ánni á stóra klöpp, sem þó flýtur yfir, en er örgrunt vatn, svo þurka má klöppina með lítilli fyrirhleðslu. Ganga mun mega fram á klöpp þessa úr stórri eyju (Gunnarsholts- eyju), sem er ofan til við hana, án allr- ar fyrirhleðslu. Væri þartia miðstöpull mundi hvort brúarhol ekki þurfa að vera meira en 8—10 faðma, eða jafnvel minna. Á Höfðanum er áin breiðari, vantar undirstöðu og ekkert grjot til, til að byggja með brúarstöplana, svo líklega yrði að flytja það frá Fossinum. Sitthvað hefir verið sagt um ókosti Fossins, sem brúarstæði, en ekki só eg að það só á rökum bygt nema krókur- inn. Að áin gangi þar skaðlega hátt mun enginn geta sagt með rökum, eg er því sjálfur kunnugur og hefi umsögn kunnugustu manna. Að þvf leyti held eg brúnni væri hvergi betur borgið en á Fossinum. Einn slæmur galli er á máli þessu hjá þeim sem óska eftir brúnni á Höfðanum; n. 1. sá að fæstir þeirra hafa litið á Fossinn, er því hæpið að dómur þeirra manna um málið só mikið gleggri held- ur en þegar blindir dæma um lit. Að vísu mutiu þingmenn vorir nú hafa litið á Fossinn og minsta kosti annar þeirra komið að honum, en fyrst þegar farið var að andæfa brúnni á Fossin- um held eg að hvorugur þingmannauna hafi skoðað hann. Annar þingm. vor sagði á þingmála- fundum í haust, að búið væri lofa brúpni a Höfðanum — einkennilegt loforð, og því efasamt —, en só svo, þá er að vísu þakklætisvert, að fá brúna, en heiður af hagsýni hljóta þeir er þessu hafa lofað, því aðeins, að brúarstæðið þar reynist öruggara en eg lít á það og fleiri er til þekkja; og þingmenn vorir munu sem slíkir hljóta heiðurinn ef viðhaldið kem- ur ekki á sýsluna. Af sannfæringu læt eg í ljós þessar ástæður um brúarmálið. Eigi ætla eg þingmönnunum eða öðr- um er halda Höfðanum fram óheilbrigð- an tilgang, og ekki sæmir þeim betur að gizka á það hjá okkur, sem bendum á Fossinn. Fróðlegt væri að heyra með góðum gildum ástæðum, hversvegna vert er að hafna brunni a Fossinum. Hafna hennl ef til vill á Rangá. í umboði nokkurra kunnugra. Þorsteinn Jónsson. Hvafntóttum. Furðuverk heims. Sjö fnrðuverk heims vorn nefnd i forn- öld hin frægnstD og mikilfenglegustu mann- virki og listaverk, er þá gerðust. Það voru Seifsllkanið í Ólympla eftir Feidis, Artemis-musteri i Efesus, leghöllin i Hali- karnass is, heljarllkneskið á Rhodusey, horg- arveggir Babýlonar, loftaldingarðarnir i Babýlon og pyramidurnar hjá Memphis á Egiptalandi. En vist er um það, að engu minni furðu- verk eru hin og þessi mannvirki, er gerð hafa verið á undraöld þeirri, er nd li/um vér, og það barla margvlsleg. Ein tegund þeirra er skipabákn þau, er smiðuð hafa verið hina síðustu tugi ára, einkum þau, er ætlnð eru til mannflutninga um dthöfin miklu, þar með hvað fremst Atlanzhaf. Eitt er frá i vetur sem leið. Það heitir Olympia og er nýjasta mannvirki W h i t e- S t a r-mannflutningafélags. Það er nær 150 faðmar á lengd og rdmra 15 faðma breitt, en hæð frá kili upp í mæni á skipstjóraskýlinu nær 18 mann- bæðir. Skipskrokkurinn er allur dr járni og veg- ur 675 þúsund vættir (8 fjórð.). I neglu i botninn fóru 6,750 vættir hnoð- nagla. Alls fóru i skipið 3 miljónir hnoð- nagla er vógu samtals 30 þúsund vættir. Ellefu eru þilförin i skipinu og skipshöfn 860, og 2500 farþega fiytur það. Það kvað fara 21 sæmilu á kl.stund hverri, hvernig sem veður er. Til þæginda farþegum og yndisauka er margvíslegur dtbdnaður og prýði innan- borðs i sævarhöll þessari, bvo sem pálma- lundar, blómgarður eins og þeir eru hafðir á hásþökum, sundpollur djápur og viður, fosshöð tengd við hvert farrými, tyrknesk höð, fiskitjörn, fimleikasalur, o. s. frv. Síð- ar meir stendur til að þar verði reist leik- hds og söngsalur, m. m. Og loks prent- smiðjan undir fréttablað, er dt kemur kvöld og morgna, er flytur tlðindi dr viðri veröld eftir loftskeytum. (Að nokkru dr Breiðablikum). ------------------- Thorkillii-barnaskólasjóð- ur, sem er nú orðinn fullra 150 ára gamall, stofnaður með gjafabréfi Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors 3/é 1759, »tii kristilegs uppeldis allra fátækustu börnum i Kjalarnesþingi og nemur nú fullum 70,000 kr., þykir orðinn óþjáll i vöfum, með þvi að gjafar- bréfið sé úrelt orðið og meini hag- felda notkun þess allmikla fjár, eða vaxtanna, réttara sagt. Því til umbóta hefir nú landsstjórn- in (ráðherra) skipað 5 manna nefnd, sem á að koma fram með tillögur til breytinga á áminstu gjafabréfi eða erfðaskrá, og sé þar farið sem næst vilja gefanda, en séu þó lagaðar eftir nútímans kröfum og þörfum. Þessir eru nefndarmenn: Klemens Jónsson landritari, form. Þórhallur biskup Bjarnarson. Jens Pálsson prófastur í Kjalarnes- þingi. Jón Þórarinsson kenslumálaumsjón- armaður. Dr. Jón Þorkelsson landsskjala- vörður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.