Ísafold - 15.03.1911, Blaðsíða 4
64
ISAFOLB
Þegar svo þeir spurðu hinn lögfróða gæzlu-
stjóra hvort hann vildi mótmæla þessari
ráðstöfnn framkvæmdarstjóra, er hann sjólf-
ur hafði látið hann gefa yfirlýBÍnguna um,
svaraði hann að um það vildi hann *ekk-
ert svar gefa<. Hægt að vera stórorður i
hlöðnm og frammi fyrir þjóðinni, þegar
þannig er hopað á hæli, þegar á hólminn
kemur. — Eirikur Briem hafði enga sjálf-
stæða skoðun á veðsetningunni.
Eg man það einnig úr skýrslu þessari að
hún segir að hankastjórnin hafi *ladet staa
tiU. hafi lánað of ört út, án þess að vera
nægilega >kritisk< með tryggingarnar og
án þess að hugsa um hvort efni bankans
væru næg og hafi ekki ósjaldan veitt mjög
vafasöm og hættuleg lán, sem hinn bankinn
hefði neitað. — Og ennfremnr segja þeir
um afsetningu hankastjórnarinnar, að hún
hafi verið »ábsolut nödvendig«, því ann-
ars hefði bankinn sokkið enn dýpra niður
i fenið, þvi gömlu bankastjórnina hefði
vantað alt yfirlit, störfin hafi verið vaxin
henni yfir höfuð og án þess hefði verið
algjörlega ómögulegt að koma bankanum i
hetra horf, sem þó hafi verið hráðnauð-
synlegt.
Ennfremur man eg það úr skýrslunni, að
Kr. J. hafi talið tapið milli 100—200.000
kr. og að ósamræmi Bllmikið væri á milli
höfuðbóka bankans og númerabóka veðdeild-
anna. —
Þetta var þá álit dönsku bankastjóranna
á bankanum og sýnir það oss eins og í
spegli hve heppilegt það mundi hafa verið
að ráðherra hefði sett gæzlustjórana inn í
bankann 3. jan. 1910, hve vel það mundi
hafa verið tekið upp af Landmandsbankan-
um. Annars er gerð nokkuð itarleg grein
fyrir þessu í nefndarálitinu. Og alt bendir
á að það hefði verið óverjandi glapræði
af ráðherra hefði hann þá sett gæzlustjór-
ana inn hvað sem öllum lagastaf liður. Is-
lenzka máltækið segir: *Nauðsyn brýtur
lög< og latneska máltækið tekur þessa hugs-
un enn skýrar fram og hátiðlegar: Salus
publica, suprema lex.
En eg neita því að þetta mál sé afgert
af hálfu dómsvaldsins, málið er nú fyrir
hæstarétti. Eg henti á það i nefndarálit-
inu, að mér þætti ekki liklegt að stjómar-
ráðstöfun, sem framkvæmd er í fullri laga-
heimild, geti orðið ógild fyrir það að lög,
sem siðar ganga í gildi, takmarka þessa
heimild, ef þau þá gera það. En hér er
farið fram á það af háttv. meirihluta nefnd-
arinnar að deildin kveði upp dóm, taki sér
dómsvald um það, hvort ráðherra hafi haft
heimild til þess að vikja gæzlustjórunum
frá, eða láta frávikninguna standa fram
yfir 1. jan. 1910. Þessu atriði hefir háyf-
irdómari Kristján Jónsson skotið nndir úr-
skurð dómsvaldsins, réttilega að mínu áliti,
þvi hér er vafalaust um það að ræða, hvort
ráðherra hafi farið út fyrir emhættistak-
mörk sin eða ekki (sbr. 43. gr. stjórnar-
skrárinnar). Ef nú deildin færi að grípa
hér fram i áður en fullnaðardómur er geng-
inn og kveða upp dóm um þetta atriði, þá
virðist mér slíkur dómur deildarinnar verða
markleysa ein, ósamrýmanlegur 1. gr. stjórn-
arskrárinnar. Enda gæti svo farið að dóm-
ur deildarinnar og dómur hæstaréttar færi
hvor á sinn veg og er þá varla nokkur
vafi á hvorum dómnum bæri að hlýða, að
það verði ekki dómur deildarinnar.
Það er hlutverk þingsins að fara með
löggjafarvald landsins. Það hlntverk er
háleitt og væri mikilsvert að allir löggjaf-
arnir kappkostuðu að rækja það sem bezt,
hæði meðan þeir sitja á þingi og milli
þinga. Framkvæmdarvald er því ekki ætl-
að og þvi síður dómsvald. Dálítið öfugt
ef þungamiðja þingvaldsins á að vera fólg-
jn 1 dómarastörfum.
Ræðumaður tilfærði þessu næst allmörg
ný dæmi um trassaskapinn og hirðuleysið
hjá gömlu bankastjórninni sem getið var
í siðustu Isafold, um 70 húsin lóðarlausu,
sem veðsett voru, þ. e. veðsettu loftkast-
alana, ábyrgðarlánin mörgu, þar sem
ábyrgðin er fallin burtu, reikningslánin yfir-
dregnu o. fl. o. fl.
Loks klykti ræðum. út með þessum orð-
um:
Eins og bent hefir verið á hefir hátt-
virtur meiri hluti nefndarinnar gengið vil-
jandi fram hjá þvi að rannsaka þau atriði
þessa máls, er mestu varða, rannsaka það
hverju hafi verið áfátt í bankanum, hve
mikil óreglan hafi verið og hver eftirköst-
in hafi orðið eða getað orðið og meta sekt
eða sýknu ráðherra eftir þvi og þá að
sjálfsögðu verðleika gæzlustjóranna. Ekki
er hægt að kveða upp sýknudóm yfir öðr-
um, nema með þvi ao kveða jafnframt
áfellisdóm uppi yfir hinum. Og þegar þetta
á að gera þa er svo í pottinn búið að
ekkert er rannsakað sem þurfti að rann-
saka. Þau vitni eru alls ekki leidd um
þetta mál sem innanhandar var að fá og
mestu máli skifti. Þessi tillaga er gerð
áður en rannsóknarnefndin hafði heyrt
skýrslu dönsku hankastjóranna og án þess
að hafa fengið svör frá þeim mönnum, er
kunnugastir eru óreglunni, sem var á bank-
anum, en það eru hinir núverandi banka-
stjórar.
Hér er því stofnað til fullkominna
fjörráða við réttlœtið i þessu máli og
tel eg deildinni það ekki sæmilegt að taka
þátt i þeim.
Hnn töluðu L. H. B., Ari Jónsson,
Jósef Björnsson, síra Jens Pálsson og
Sigurður Stefánsson en þær umræður
heyrðum vér eigi og verðum því að
hlaupa yfir þær.
Hjartans þakkfæti vottum við öllum
þeim mörgu, er sýndu okkur hluttekn-
ingu i veikindum og dauða okkar elsk-
uðu dóttur, Elínar, og að siðustu prýddu
kistu hennar með krönsum.
Ingimundur Ingimundsson.
Ragnhildur Ásmundsdóttir.
Hjartans þakklæti votta eg öllum þeim,
sem með návist sinni, krönsum og
minnisbréfum til heilsuhælisins sýndu
hluttekningu víð jarðarför mannsins
míns sál., Simonar Hansens.
Guðfinna Jónsdóttír.
Ibuðir og einstök herbergi eru
til leigu nú þegar, eða 14. maí hjá
Jóni Sveinssyni trésmið, Templara-
sundi 3.
Sföðugfer shiívincfan Jq f)Q[q
að útbreiðast meir og meir,
altaf er sama lofið um hvað hún
reynist vel. I»eir sem þurfa að
fá skilvinduna með vorinu, ættu
sem allra fyrst að snúa sér til
verzíunar
Jóns Pórðarsonar.
Tvær stærðir,
nr. 1, er skilur 120 pt., og
nr. 2, er skilttr 200 pt. á kl.st.
Verðið er miklum mun lægra
en á áður þektum skilvindum.
Niðurjöfnunarskrá
og lóðargjaldaskrá
Reykjavíkur fyrir árið 1911 liggur al-
menningi til sýnis á bæjarþingstof-
unni til 31. þ. m. Kærur yfir auka-
útsvörum sendist niðurjöfnunarnefnd
og yfir lóðargjaldaskrá borgarstjóra
fyrir 14. apríl næstkomandi.
Borgarstjóri Reykjavikur,
13. marz 1911.
Páll Binarsson,
Koks frá Gasstöðinni selur
Timbur- og kolaverzl. Reykjavík
Paó er areiðaníega
þœgilcgast og óóýrasf elósmyfi fií Riíunar.
Nú er hægt að gera göð kaup
fást nú aftnr í Timb-
ur- og Kolaverzl-
uninni Reykjavík.
2 herbergi og eldhús eru til
leigu frá 14. maí í góðu húsi við mið-
bæinn, sömuleiðis 1—y herbergi fyrir
einhleypa. Afgr. vísar á.
á vefnaðarvöru
og
tilbúnum fatnaði
15 ára gamall drengur óskar eftir
atvinnu á skútu við fiskidrátt frá 14.
maí fram í seftember. E. Einarsson,
Hverfisgötu 40, gefur upplýsingar.
Til leigu frá 14. mai 2—3 her-
bergi hvort heldur fyrir einhleypa eða
fjölskyldu. Laugaveg 49 A.
við verzlun
JónsPórðarsonar.
I + .... ...■■■■■■.— . .
Ljósmyndahúsið
í Hafnarfirði
fæst til kaups eða leigu frá 14. maí
n. k. Semja ber við Guðmund
Magnusson skipstjóra í Hafnar-
firði eða Salómon Runólfsson
s. st.
ForskriY selv
Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Besparelse.
Enhver kan faa tilsendt portofrit
mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm.
bredt sort, blaa, brun, grön og
graa ægtefarvet finulds Klæde
til en elegant, solid Kjole elLi
Spadserdragt for kun 10 Kr.
(2.50 pr. Mtr.). Eller 31/* Mtr.
135 Ctm. bredt sort, mörkeblaa
og graanistret moderne Stof til
en solid og smuk Herreklædning
for kun 14 Kr. og 50 Ore.
Er Varerne ikke efter Önske tages
de tilbage.
Aarhus Klædevæveri,
Aarhus, Danmark.
6 duglegir menn
geta fengið atvinnu við þil-
skipaútveg á Vesturlandi frá því
seinni hluta marzmánaðar til miðs
septembermánaðar. Upplýsingar hjá
ritstjóra.
Heilsuhælisfélagið.
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20. marz kl. 9 sfðd. i
Iðnaðarmannahúsinu (uppi).
Fundarefni:
1. Lagðar fram skýrslur og reikningar fyrir árin 1908 og 1909.
2. Kosnir endurskoðunarmenn.
3. Lagðir fram reikningar yfir byggingarkostnað hælisins o. fl.
4. Kosnir 2 menn til að endurskoða þá reikninga.
5. Stjórnarkosning.
6. Önnur mál, sem kunna að verða borin upp.
Yfirstjórn Heilsuhælisfólag-sins.
12 f)esfa mófor,
sérsfahíega góð og sferkbggð véí, fsesf með tæhifæris-
verði. Hitsfjóri vísar á.
Margföldunartaflan,
æfintýri handa börnum (til að læra minni margföldunartöfluna)
eftir Sigurbjörn Sveinsson, fæst hjá bóksölum, verð 15 aura.
tek eg að mér fyrir óheyrilega lágt
verð. Komið í tíma.
Þóröur Jónsson,
Aðalstræti 6.
3 herbergi til leigu hjá Þórði
Jónssyni úrsmið.
Briíkuð reiðhiól eru til sölu
hjá Þórði Jónssyni úrsmið.
Ljósmóður umdæmi
Garða- og Bessastaðahrepps
er laust.
Skriflegar umsóknir séu komnar til
undirritaðs fyrir 14. maí næstk.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
7. marz 1911.
Ttlagnús Jónsson.
Chika
er áfengislaus drykkur og hefir beztu
meðmæli.
Martin Jensen,
Kjöbenhavn.
Tækif ærisg j afir
í bókverzlun ísafoldar
Afmælisdagar, i skrautbandi. . . 3.00
Andvökur St. G. St. I.—III. . 11.00
Björnson, A guðs vegum innb. 4.50
Bréf frá Júlíu.............— 2.50
Hafblik E. Ben.............— 3.50
Ljóðmæli Stgr. Th..........— 4.50
Ofurefli E. H..............— 5,00
Sálmabókin, gylt í sn„ í hulstri 4.00
----- í flauelisbandi . . 6.50
Vestan hafs og austan E. H. ib. 3.00
Maria Grubbe (Jónas Guðlaugs-
son þýddi) í skrautbandi . 4.50
Jólabókin II eftir Á.J. og Th.A. . o. 50
Meiri háttar gróði.
Hver maður ætti að nota tækifærið
að vinna sér inn talsvert fé með því
að selja vörur þær, sem getið er í
stóru verðskránni minni með myndum,
112 bls., en það eru reiðhjól og hjól-
hlutar, úr, úrkeðjur, brjóstnælur, hljóð-
færi, járnvörur, glysvarningur, vindlar,
sápur, leðurvara og álnavara. 50%
ngóði. — Framúrskarandi lágt verð.
Áreiðanlega fyrsta flokks vörur. Verð-
skrá og upplýsingar ókeypis.
Cfyr. JJansen,
Enghaveplads 14. — Köbenhavn.
Ljósmóður umdæmi
Kjalarne88- og Mosfellshrepps
er laust frá maímánaðarlokum næstk.
Skriflegar umsóknir séu komnar til
undirritaðs í síðasta lagi fyrir 14. maí
næstkomandi.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
7. marz 1911.
Ttlagnús Jónsson.
BREIÐABLIK
TÍMARIT
I hefti 16 bls. á mán. I skrautkápu,
gefið út i Winnipeg.
Rit8tj.: síra Fr. J. Bergmann.
Ritið er fyrirtaksvel vandað,
bæði að efni og frágangi;
málið évenju gott.
Kostar hér 4 kr., borgist fyrirfram.
Fæst hjá
Árna Jóhannssyni, bankaritara.
Toileft-pappír
kominn aftur í bókverzlun ísafoldar.
Ritstjóri: Ólafur Björnsson
Ísafuldarprentsmiðja.