Ísafold


Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 1

Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 1
Kemui tit tvisvar i viku. Ver!) árg. (80 arkir minst) 4 kr. erlondia E kr e»a 1 */« dollar; horffist fyrir miöjan júli (erionrtis fyrir fram) ISAFOLD Upphökii (skrifleg) bnndin vib Aramót, er ógiid nema komln só til útgefanda fyrir 1. otrt. ng aaapandi sknldlans vib blabib Afgrei^sls: Anstnrstrœti 8. XXXVIII. árg. Reykjavík 22. marz 1911. 18. tölublað l. O. O. P. 923249 Ðók&safn Alþ. lestrarfól. Pósthússtr. 14 5—8. Forngripasafn opib s i. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 V* og 6l/t—7. K. F. U. M. Lestrar-og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sbd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síTídegis. Landakotskirkja. öubsþj. 91/* og 6 á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5 Landnbankinn 11-2 V*, b1/*-^1/*. Bankastj. vib 1^-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlftn 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin trá 12—2 Landsféhiröir 10—2 og 5— ö. Landsskjalaaafni?) á þrd. fmd. og ld. 12—1 Landsiminn opinn virka daga 8 árd. — 9 síðd. IJhelga daga 8—11 og 4—6. Lsekning ók. i lœknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l1/*—21/* á sunnudögum Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i hv. mánuði. 2—8. Tannlrokning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 TaxaflÖagufubát. Ingótfur fer til Borgarness 22. og 31. marz Garös 25. og 29. marz. Ritstjórn ísafoldar. Sii breyting verður á ritstjórn ísa- foldar með þessu blaði, að Björn jónsson gerist aftur stjórnmálaritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður — en Ólafur Björnsson verður áfram útgef- andi blaðsins og meðritstjóri. —»-------r- Minni-hluta-ráðherrann. hngræðisbrotið. Ekki dylst það stundu lengur, að við Hafsteinsliðið styðst hann alveg, bæði stjórnkjörið (konungkjörið) og þjóðkjörið, hinn nýi íslands ráðherra, þó að hann látist engin flokksmök við það hafa, og það tjái sig því einu hafa heitið honum, að »bregða ekki fæti fyrir hann að ástæðulausu(l) á þessu þingi.« Þau ummæli eru sýnilega ekki til annars gerð en að strá sandi í augu almennings, sem þeir félagar gera að vanda furðu-einfaldan. Þeir, uppkastsmennirnir frá 1908, öðru nafni innlimunarmenn, verða að leyna því sína flokksmenn utan pings, að nú hafi þeir gert bandalag við einn ákveðinn andstæðing sinn. Eru hræddir við, að þeir muni trúa honum ella, vita ekki sinnaskifti hans eða treysta þeim ekki, en muni verða rórra, er svo lítið sé gert úr fylginu við hann, sem áminst utnmæli benda til i fljótu bragði eða ef þau eru ekki lesin nið- ur í kjölinn. Og hann, uppkasts-andstæðingurinn, hinn þjóðlegi(i) sonur einhvers hins þjóðlegasta manns, verður að reyna að leyna þjóðina því, ekki sízt kjós- endur sína, að hann hafi brugðist þeim málstað svo sviplega og gagngert, að gera bandalag við mestu og verstu fjendur hans til þess eins, að hafa upp úr því ráðherradæmi. Þess vegna þarf að láta pjóðina í- mynda sér, að ekkert bandalag hafi hann við þá gert. Svona ádráttur sé engis verður. Og þegar hann eigi þar að auki að standa að eins til þessa þings loka. Þau orð ætlast til að fólkinu finnist draga meira en lítið úr fylg- inu. Það eigi ekki að endast nema örfáar vikur. En það er raunar sama sem að heita fullri trygð og hollustu ekki skemur en alt að 2 árum, þ. e. allan timann til þess er þing kemur saman 1913. Því ekki ræður þing- flokkur niðurlögum stjórnar milli þinga. Hún ræður þann tíma eins og henni líkar, og hirðir ekki hvort þingflokknum líkar betur eða ver, nema svo sé, að hún viti sér engis fylgis von af öðrum, og vilji hún halda völdum á- fram. Þá er hún flokknum þræl- bundin þann tíma allan. Eða hvaða þingflokkur mundi fara að auglýsa fyrirfram, að hann ætlaði sér að bregða fæti fyrir stjórn og fella hana að ástœðulausu, þ. e. nema honum finnist ástæða til? Hitt væri sama sem að auglýsa sig þá bófa, að þeir væri einráðnir að fella hana hvort sem ástæða væri til eða ekki. Þetta er auglýst að samningsaðilum hafi í milli farið, til þess að eyða allri tortrygni út í frá á báðar hliðar. En bak við hlýtur að felast sá leynisáttmáli, er rígbindur þá til að veita honum örugt og óbrigðult fylgi, og hann til að sitja og standa alveg eins og þeim þóknast, svo sem hann gerir nú þegar sýnilega. Eða hvað óvitlaus stjórn mundi fara að gera sér að góðu annað eins fyrirheit og það af þingflokks hálfu, að ekki yrði brugðið fæti fyrir hana að ástaðulausu? Það er þingflokkurinn, sem ástæð- urnar metur. Hann gœti þvi felt stjórnina hvenær sem honum lízt, ef þetta væri alvara. Hins vegar væri stjórnin skyld til að sitja og standa eins og þingflokk- urinn vill. EUa finst honum auðvitað »ástæða« til að veita henni ekki fylgi framar. Frá meiri hlutanum sem var hefir hinn nýi ráðherra engan stuðning fyrirheitinn. Það stendur ekki til, með því að hann nefndi það aldrei á nafn. Hann tekur við völdunum að honum alveg fornspurðum, sínum eig- in flokk, sem verið hafði alt til þeirrar stundar. Hann bindur lag sitt við mótstöðuflokkinn og gerir samning við hann. Hann svíkur hinn flokk- inn orðalaust til að ná í völdin og sver sig undan hans stefnuskrá. Með því einu móti fær hann ádrátt hjá Hafsteinsliðinu. Við pað styðst hann og hefir œtlað sér við það að styðjast frá upphafi, með þeirri viðbót at- kvæða örfárra liðhlaupa frá hinum flokknum, auk sjálfs sín, sem þarf til að komast líklega fast upp undir helming. Fleiri atkvæði var engin leið að eigna Kr. J., ef satt skyldi segja. Því að um hin öll er fullsannað, að þau voru á bandi með Skúla Thoroddsen, svo framarlega sem ekki hefir verið einhver með báðum, svo sem ekki er trútt um að grunur sé á, líkt og seg- ir í vísunni: Báðum fylgdi á sóknarsvið séra Einar hálfur. Hafi þessi eini verið talinn með báðum í skeytum til konungs, hlutu atkvæðin að verða of mörg saman lögð (41 í stað 40), og hefði átt að koma athugasemd út af því. Og hefði sá eða annar þvílikur vafningur átt að geta orðið til þess, að svo hefði verið litið á, að enn væri ófenginn meiri hluti á þingi með nokkurum manni til ráðherradæmis. Þó sýnist ekki vel hægt að bera á móti því, að taka beri til fullra greina það sem flokksforingi meiri hlutans og forseti í sameinuðu þingi bera samhljóða, og hefði einhver þingmað- ur verið talinn í báðum skeytum, þá að taka hann gildan í þeirra skeyti, en ekki hinu, hver sem sent hefir. En hvað sem þessu öllu líður, þá má ekki gleyma því, að ábyrgðin öl á úrslitunum er á hinum nýja ráð- herra. Það var hans skilyrðislaus skylda að fara eftir því einu í ráð- herraskipunartillögum sínum við kon- ung, sem hann vissi sannast og rétt- ast um afstöðu flokkanna í ráðherra- tilnefningunni. Hafi hann ekki það gert, er hann stórvítaverður fyrir að ögum. Og annað er hann ajarvíta-verður fyrir og engin bót mælandi á nokk- urn hátt, og það er, að hann lítur ekkert á það, hvorum ráðherraefnun- um af tveimur fylgi rneiri hluti pjóð- kjörinna pingmanna. Þeir voru i öðr- um flokknum annaðhvort 20 eða 21, en í hinum aðeins 14 eða 15 í hæsta lagi — enn færri, ef svo hefir verið, sem ekki er grunlaust um, að einhver eða einhverir hafi verið með hvorug- um, jafnvel á pappírnum, — þeir voru það margir hins vegar. Því þó að jafngildir séu þeir að lögum, hinir stjórnkjörnu þingmenn, og ætlast væri til að upphafi, að þeir væru þjóðar- innar talsmenn og fulltrúar jafnt sem hinir, og meira að segja öllu og öll- um mönnum óháðari en þjóðkjörnir þingmenn, — öllu nema sannfæringu sinni, — þá hefir reynslan farið í alt aðra átt, þótt aldrei hafi svo freklega tólfunum kastað sem á siðari og síð- ustu árin, er þeir virðast hafa talið sér skylt að fylgja gjörsamlega og nær undantekningarlaust valdsmanni þeim, er þá hefir látið skipa í þing- sætin, og hann virðist farið hafa í því kjöri helzti oft aðallega eftir reyndri eða væntanlegri fylgispekt þeirra. Fyrir því er það, að sé sá sem þá hefir skipað, meðal þjóðkjör- inna þingmanna, svo sem nú er, þá er honum raunar veitt sjöfalt atkvæði. Og sé sá hinn sami þjóðarviljanum andstæður i hennar helztu málum, þá er raunar mjög á hann hallað. Vér höfum i einu orði fengið 14. þ. m. nýjan ráðherra, sem er minni- hluta-ráðherra hceði vegna þess, að minnihlutann hefir hann stuðst við til valdanna, tekið við þeim að meiri hlutanum fornspurðum og virðandi vettugi hans stefnuskrá, o g vegna þess, að hann fremur þingræðis brot og þjóðræðis um leið og sezt í em- bættið. Hann — og hann einn — hefir ábyrgð á hvorutveggja. En tilefnið er hið hrapallega glap- ræði »afkleyfinganna«, sem létu það ganga fyrir, að hrinda hinum fyrri ráðherra, — ganga fyrir hinu, að ná samkomulagi um nýjan. Þar með stefndu þeir að þeim voða, sem nú er fram kominn, að völdin lenda í klóm minnihlutans, uppkasts- mannanna frá 1908, — lenda í inn- limunargreipum. Landar erlendis. Pétur Jónsson söngvari er nýlega ráðinn næstu 3 ár frá 1. nóvember þ. á. til að syngja viS nýtt tónleikhús í Berlín, Kurfursten-Opera. Launin eru há og fara hækkandi, þannig aS þriSja áriS fær hann þriSjungi meira en fyrsta áriS. Prófessorsembættið í norrænn viS háskólann í Khöfn er nú veitt Dahlerup docent. En jafnframt hefir Appel kenslu- málaráSgjafi lagt þaS til viS 3. umræSu dönsku fjárlaganna, aS Finnur Jóns s o n verSi geröur aS reglulegum pró- fessor frá 1. apríl meS aldursrótti frá 1. apríl 1898 aS telja. Dr. Kn. Berlin leggur ráSgjafinn sömu- leiSis til aS gerSur verSi aS aukaprófess- or í almennum rétti og íslenzkum rétti, en kennarastóllinn í ísl. rótti jafnframt lagSur niSur. Wathnesfélagið endurreist. Seint i febrúar var Wathnes-gufu- skipafélag endurreist i Stafangri. Hið nýja félag — er hlutafélag, og nefnist »Den norske Islandsrute«. Tönnes Wathne er framkvæmdar- stjóri. Seilsuhælið á Vífilsstöðum. I. Húsverð og húsbunaður. Sparnaður er lofsverð dygð, en get- ur þó orðið að lesti. Við íslendingar röfum oft stórskaðast á sparnaðinum. fiér var einu sinni ausið út fé til )jóðvega, sem reyndust alls ónýtir, af þvi sparað hafði verið að ráða kunn- andi verkstjóra útlenda, en hér kunni )á enginn til vegagerðar. Landsíminn var lagður um öræfi, angan veg norðan lands, í sparnaðar- skyni, i stað þess að fara sveitaleiðina. Geðveikishælið átti fyrst að rúma 25 sjúklinga; — því var komið upp yfir 50 sjúklinga — fyrir þrábeiðni mina. Nú vita allir, að það er samt of litið. I upphafi var talað um berklahæli handa 50 sjúklingum. En stjórn Heilsuhælisfélagsins sá fram á, að það mundi alls ekki nægja, og réð því af að hafa hælið fullum þriðjungi stærra og svo vandað og endingargott, að það jafnaðist á við beztu heilsuhæli erlendis. Vífilsstaðahælið er vandaðra og traustara en flest önnur heilsuhæli á Norðurlöndum. Innan skamms verð- ur gefin út nákvæm lýsing á því með mörgum myndum. Húsið með ölium útbúnaði og hús- gögnum hefir kostað um 292,000 kr. Þar af til áhalda 25,398 kr. Dómkvaddir menn hafa metið húsið, án alls húsbúnaðar, og teíja þeir að sannvirði þess sé 287,900 kr. Má af því ráða, að vel hafi verið haldið á byggingarfénu. Ymislegt er enn ógert, sem gera þarf, og er því rétt að áætla að húsið með öllum útbúnaði og hús- gögnum kosti 300,000 krónur. Nú rúmar Heilsuhælið 76 sjúklinga. Er stofnkostnaðurinn þá 3947 kr. á hvert rúm. Heilsuhælisfélagið danska hefir reist mörg heilsuhæli og gætt alls sparnað- ar. Stjórn þess félags sagði mér í sumar, sem leið, að þeir gætu ekki nú eða framvegis komið upp heilsu- hæli fyrir minna en 5000 kr. á rúm. En ekkert af hælum þess félags er eins vandað og okkar. Húsameistar- inn, Rögnvaldur Ólafsson, og margir ágætir verkamenn, sem að hælinu unnu, eiga lofið skilið fyrir það, að okkar hæli hefir orðið svona fjarska- ódýrt i hlutfalli við gæðin og í sam- anburði við útlend hæli, því að yfir- leitt eru hús dýrari hér á landi en í útlöndum. Hjá Þórshöfn i Færeyjum er ný- reist hæli, sem eg hefi séð. Það er timburhús, ekki járnvarið, og þakið næfrum, alt berþiljað að innan og ber trégólfin. Þetta hæli rúmar 32 sjúklinga og hefir kostað með útbún- aði um 150,000 kr.; það er miklu óvandaðra og þó miklu dýrara en okkar hæli, að tiltölu við rúmafjölda. II. Aðsóknin að Vífilsstöðum. Hælið var fullgert að áliðnu sumri 1910 og tók til starfa 1. sept. Þá var þegar kominn einn sjúklingur. Við vorum við þvi búnir, að aðsókn- in yrði ekki mikil fyrst í stað, af því að vetur fór í hönd og strandferðum fækkaði. En reyndin hefir orðið önn- ur. Frá 1. sept. 1910 til 15. marz 1911 hafa komið í hælið 69 sjúklingar. 16 eru farnir, svo að þar eru nú (15. marz) 53 sjúklingar. Þeim hefirfjölg- að jafnt og þétt. Af þeim 16 sjúk- lingum, sem farnir eru, komu 7 dauð- vona og dóu í hælinu; einn kom með veikina á versta stígi og fór aftur innan skamms. Einn er farinn með mikinn bata og 7 eru farnir með fullan bata. Hælið verður vafalaust fullskipað áður en langt líður. III. Vistin ódýrari fyrir sjúklinga í Heilsuhælinu en i nokkru öðru sjúkrahúsi hér á landi. Fyrir skömmu barst yfirstjórn Heilsuhælisfélagsins svolátandi bréf: Vegna þess að meðlimir Heilsu- hælisfélagsdeildarinnar í ... hreppi álíta að samkvæmt reglu- gerð fyrir Heilsuhælið geti ekki aðrir en efnamenn notið hælisvistar, sjáum vér ekki ástæðu til að halda deildinni við í sambandi við Heilsu- hælisfélagið framvegis og sendum vér þvi ekki það, sem inn er kom- ið af gjöldum deildarinnar, nema því að eins að vér fánm vitneskju um, að reglugerðinni sé breytt og daggjöld fyrir sjúkravist íærð niður. Þetta bréf kom okkur á óvart; en nú er mér farið að berast til eyrna úr ýmsum öðrum áttum, að vistin í hælinu þyki of dýr og muni sumir halda að Heilsuhælisfélagið ætli að gera hælið að gróðafyrirtæki. Þess vildi eg óska, það veit ham- ingjan, að unt væri að veita efnalitlu sjúkingunum vistina með vægari kjör- um og þeim ókeypis, sem engan hafa borgunareyrinn. En hér sitjum við, sem eigum að sjá um hælið, í sífeldum áhyggjum út af þvi, að meðlag sjúklinga ásamt öðrum tekjum félagsins muni ekki hrökkva fyrir þeim útgjöldum, sem við eigum í vændum. Við höfum sett meðlagið svo lágt, sem frekast þótti fært. Sjúklingar í sambýlisstofum greiða 1 kr. 50 aur. á dag fyrstu 6 mánuð- ina, síðan 1 kr. 25 aura á dag. Gegn þessu meðlagi fá sjúklingarnir alt það, sem þeir þarfnast, hús, ljós og hita, fæði, þjónustu og hjúkrun, lyf og læknishjálp. I almennum íslenzkum sjúkrahúsum og sjúkraskýlum greiða sjúklingar 1 kr. 25 aura til 1 kr. 75 aura á dag fyrir vistina, en verða þar að auki að borga læknishjálp, lyf og umbúðir, oft líka vökukonu, ef vaka þarf yfir þeim. í þessum sjúkra- húsum verður vistin venjulega alt í alt 2 til 3 kr. á dag, og sést það bezt á þeim sjúkrahúsreikningum, sem landstjórninni berast, samkvæmt 77. grein fátækralaganna. Vistin í Heilsuhœlinu er pví mun ódýrari en í öðrum sjúkrahúsum jyrir algenga sjúkdóma. IV. Útgjöld Hælisins. í heilsuhælum er sjúklingahaldið yfirleitt dýrara en í öðrum sjúkrahús- um, af því að þar, i hælunum, er meira borið i fæði sjúklinganna og allur aðbúnaður vandaður sem bezt má verða. Og það er orðið dýrt að lifa hér á landi, fult eins dýrt og annarsstaðar á Norðurlöndum. í hælum danska Heilsuhælisfélags- ins er gætt hins mesta sparnaðar, sem unt er. Þar fylgist að ráðdeild og mikil reynsla. Eg set nú hér til sam- anburðar útgjöldin í 3 dönskum heilsu- hælum og áætluð útgjöld á Vífilstöð- um. Nöfn hælanna Sjúkra- sængur Sá kostnaður sem hver sjúkl. bakar hælinu á dag Bein útgjöld Ef með er talið atborgun og vextir af bygg- ingarlánum. Silkiborg 173 2 kr. )6 2 kr. 85 Skörping 128 2 — 24 3-16 Nakkebölle 122 2—90 4—18 Yifilsstaðir 76 2-29 2 — 77 Allar lífsnauðsynjar munu upp og niður engu ódýrari hér en í Dan- mörku, ef ekki dýrari; og sjúklinga- haldið er yfirleitt dýrara í litlum hæl- um en stórum. Þessi útgjaldaáætlun fyrir Vífilsstaði, 2 kr. 77 aura á dag, er því vaíalaust í lægsta lagi, enda gert ráð fyrir að þá séu til uppjafn- aðar 70 sjúklingar í hælinu. Þetta ættu menn vel að muna, að sjúklingarnir í Heilsuhœlinu á Vifils- stöðum - geýa með sér 1 kr. /o aura á dag, en kosta halið 2 kr. 77 aura á dag í allra minsta lagi. V. Hvernig fer Heilsuhælisfélagið að standast þenna mikla tekjuhalla? Stjórn Heilsuhælisfélagsins hefir far- ið fram á 25000 kr. ársstyrk úr lands- sjóði og gerir sér von um að sá styrkur fáist. Henni þykir ekki drengi- legt að fara fram á hærra tillag úr þeirri átt; hún vonar að það, sem þá á vantar, verði ekki meira en svo, að nægja muni tillög félagsmanna, gjafir, áheit og minningargjafir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.