Ísafold


Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 2

Ísafold - 22.03.1911, Qupperneq 2
ISAFOLD Gísli Sveitissoti og Vigfús Eittarssott yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II1/*—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsími 263 VI. Þaö, sem allir vilja. »Baráttan fyrir lífinu er barátta við dauðannc. Hvíti dauðinn, berklaveik- in, er höfuðsjúkdómur vorra tíma. Hér og í nálægum löndum veldur berklaveikin meiri manndauða en allir aðrir næmir sjúkdómar samantaldir. Og hún deyðir fólk hrönnum saman í blóma lífsins. En berklaveikin er ekki ósigrandi. Síðan heilsuhælin komu til sögunnar í öðrum löndum hefir berkladauðinn þar stórum þverr- að og fer stöðugt minkandi. Þess má nú líka vænta hér á landi. Meinið er, að mikill þorri sjúkling- anna hefir naumast efni á að greiða hælinu helminginn af þeim kostnaði, sem þeir baka því. Meðlag sjúklinganna þarf að lækka. Það er það, sem allir vilja. Og alt tekst, sem allir vilja. Það mun eflaust takast að færa nið- ur meðlag sjúklinganna og jafnvel hafa nokkur ókeypis rúm, ef allir vilja vinna að því að auka tekjur hælisins. Nú er Heilsuhælið komið. Nú vantar að það geti komið öll- um jafnt að notum. Til þess þarf að efla Heilsuhælisfélagið og auka tekjur þess, svo að fátækir sjúklingar þurfi minna að gjalda. Gangið því í Heilsuhælisfélagið og fáið aðra til þess. Gefið Heilsuhælinu gjöf, þegar ykk- ur gengur eitthvað að óskum. Heitið á Heilsuhælið, að óskir ykk- ar rætist. Látið skrá framliðna ástvini í Ars- tíðaskrá Heilsuhælisins og þar með fylgja minningargjöf. Öllum tekjuauka Heilsuhælisfélags- ins verður varið til þess að lækka meðlag sjúklinganna. 15. marz 1911. G. Björnsson. Nýjar vörur nýkomnar til Th. Thorsteinsson í Ingólfshvoli: Jijóíaíau, Dragfafau, Dömukíæði, Vaðmál, Gardínutau, Tvisffau, Léreft, Jijóíafíoneí, Sjöf, Svunfur. Milli heims og helju. Hékk á einni taug. Hann var afaihætt kominn, hinn nýi ráðherra, eftir hálfa viku frá því er hann »settist í stólinn*. Vantraustsyfirlýsingunni á hendur honum, er hafði verið útbýtt í neðri deild sama daginn, sem sannfrétt var, að hann ætti að taka við völdum, komst loks á dagskrá á laugardaginn (18. marz). Skúli Thoroddsen var flutnings- maður og talaði þrisvar. Auk hans tóku þeir til máls: ráðherrann nýi, Björn Þorláksson, Jón í Múla og Jón Ólafsson, Bjarni frá Vogi. Ráðherra (Kr. J.) bar sig borgin- mannlega og kvaðst eigi mundu fara frá völdum, þótt atkvæði félli á sig þar í deildinni. Vissi sig eiga vist fylgi konungkjörna liðsins alls með tölu í efri deild og svo sjálfs sín at- kvæði hins sjöunda, eins og í banka- innsetningarmálinu. Þess mun hann hafa hugsað sér að neyta og vera óhætt þá. Hann tók það fram skýrt og skorinort, að konungkjörna liðið væri alveg jafnborið til að bjarga sér úr þeim nauðum eins og hið þjóð- kjörna. En ekki þurfti til þess að taka. Fram á völlinn gekk þar í neðri deild »bróðir í neyð<, Björn prestur Þorláksson náfrændi hans, ogbráfyrir hann skildi: rökstuddri dagskrá, er auðséð var að þeir höfðu smíðað í sameiningu. Ráðherra hafði þar gert sér að góðu að vera víttur harðlega fyrir þingræðisbrotið, ef hann þægi í móti lífs grið og lima. Hann hafði heitið á Hafsteinsliðið i deildinni, sem hefir sama hlutverk þar eins og konungkjörna sveitin í efri deild. Og það barg honum, nauðulega þó, með fulltingi 3 frávillinga af hinu liðinu: Bj. Þorl., Ól. Briem og Sig. Sig. Dagskráin rökstudda var á þessa leið : Þinqdeildin telur ekki rétt, að nokkur sé skipaður i ráðherrasessinn, eý hann hefir ekki stuðninq meiri hluta pjóðkjör- inna pingmanna, nema ekki sé annars kostur, svo að i bili purfi að skipa mann til að veita umboðsmálum Jor- stöðu. En í pví trausti, að núverandi ráðherra ýramjylgi stjórnarskrárbreyting á pessu pingi, tekur deildin fyrir nœsta mál á dagskránni. Auk ofanígjafarinnar, sem i dagskrá þessari felst, kaupir ráðherra á sig grið með því að láta kúga sig til að heita því fyrirfram, að framfylgja einhverri stjórnarskrárbreytingu á þessu þingi, hvort sem er nokkurt vit í henni eða ekki að sjálfs hans dómi. Það er ekkert á það minst, ekkert áskilið um það. Framfylgja skal hann henni, hve bölvanlega sem honum líkar hún. Harðir kostir! En flestir kjósa firðar lif, og það nú þegar þeir eru alveg nýklaktir út. Flutningsmaður (B. Þ.) varð þar að auki að lýsa yfir þvi, að vantraustsyfirlýsingin væri á full- um rökum bygð. Að öðrum kosti var dagskránni dauðinn vís og van- traustsyfirlýsingin átti vísan framgang. Beisk á bragð var hún þeim, Haf- steinsliðum i neðri deild, sú játning á sig, að hafa stutt til valda mann, sem komst það ekki öðru vísi en að traðka þingræðinu. En flest skal til fjörsins vinna. Þeir kingdu allir inn- tökunni og grettu sig. Það voru þessir garpar, auk fyrnefndra 3 frá- villinga af sjálfstæðismönnum: Egg- ert Pálsson, Einar Jónsson, Hannes Hafstein, Jónar 4 (Múla, Magn., Ól., Haukag.), Jóhannes, Pétur Gautl. og St. Fagrask. Alls 13 að tölu. Aðra kligjaði alla við henni. En þeir voru ekki nema 12. Það hékk þarna á einni taug, lifið i ráðherranum nýja. En þeir rendu augum til himins og þökkuðu iifgjöf- ina, hinir stjórnkjörnu (konungkjörnu) djáknar i efri deild allir 6. Þar með var vantraustsyfirlýsing- unni frá bægt, pótt viðurkend væri af öllu stjórnarliðinu að vera á rökum bygð I ! En — hætt er einu auganu nema vel fari! Pjóðólfs-sannsögli. Þessa y f i r 1 ý s i n g u hefir Isa- fold verið beðin fyrir: Ummali Þjóðólýs i 11. tbl. p. á., um að sjálýstæðisflokkur inn hafi sent kon- ungi lygaskeyti, lýsum vér undirritaðir pingmenn sjáljstœðisfiokksins hér með yfir, að eru ýullkomin og óaýsakanleg ósannindi, sern vér harðlega mótmælum. Skeyti pað er konungi var sent var vandlega ihugað og samið á flokksýundi og pað skýrði nákvæmlega rétt ýrá peirri niðurstöðu um ráðherraútnefningu, sem orðin var í flokknum. Þessi mótmœli kreýjumst vér, að blaðið Þjóðóljur taki i 1. eða 2. tölu- blað, sem út kemur hér eýtir. Alpingi 18. marz ipu. Sigurður Stefánsson. Sigurður Hjörleiýsson. Sigurður Gunnarsson. Benedikt Sveinsson. Björn Kristjánsson. Kristinn Daníelsson. Þorleiýur Jónsson. Bjórn ýónsson. Skúli Thoroddsen. Bjarni Jónsson, Jón Jónsson, frd Vogi. frá Hvannd. Jósef Bjórnsson. Björn Þorláksson. Ari Jónsson. Magnús Blöndahl. t Jón Þorkelsson. Gunnar Olaýsson. Björn Sigýússon. Jens Pálsson. Hálýdan Guðjónsson. Loftskeytasamband við Vestmanneyjar. 25 ára leikafmæli. Hr. Árni Eiríksson kaupm. átti á sunnudaginn 25 ára leikafmæli. Um kvöldið þá var leikin ímvnd- unarveikin eftir Moliére. Eins og kunnugt er leikur Arni aðalhlutverkið í þeim leik, Argan hinn ímyndunarveika og gerir það afburða vel, eftir því sem hér tíðkast. Árni fekk þess margan vott á sunn- dagskvöldið, að Reykvfkingum þykir til listar hans koma. — Þegar tjaldið var dregið upp — kvað við dynjandi lófatak um allan salinn ætlaði aldrei að linna; blómum var og kastað upp á leiksviðið. Og meðan á stóð leikn- um var Árna jafnan fagnað öðru hverju. Eftir leikslok var Árni svo »kallað- ur fram« og þá tekið af áhorfendum með fagnaðarópum og lófataki, svo að undir tók. Frú Stefanía var einnig »kölluð fram<. Mun fólki hafa verið áhuga- mál að þakka henni sérstaklega þetta sinni fyrir hinar mörgu ánægjustundir, er hún hefir úti látið á leiksviðinu — með því að það er á margra vitorði, að hún um stund mun verða að láta af leikstörfum vegna augnveiki. Leikhúsið var fult þetta kvöld — og fram yfir það. Fyrir hvað eru honum úrskurðuð launiu? Fyiir hvað eruf. gæzlustjóra Lands- bankans, Kr. Jónssyni, úrskurðuð laun úr landssjóði, af dómendunum í efri deild alþingis ? Það getur ekki verið fyrir starfa, vinnu eða verk, sem hann hefir unn- ið í þarfir bankans; því það vita bæði guð og menn, að hann hefir ekkert gjört, hvorki gagn eðá ógagn í bank- anum, síðan honum var vikið frá. Ekki svo mikið sem að hann hafi verið notaður til sendiferða fyrir bank- ann. Eru það þá heiðurslaun fyrir það, að á þessum tíma, síðan honum var vikið frá, hefir hann ekkert peninga- legt tjón gert bankanum með neinni vanrækslu eða hirðuleysi? Það virð- ist mér með öllu óhugsandi; því mað- urinn hefir ekki getað komið þessu við síðan nýja bankastjórnin tók við. Og hann hefir ekki getað komið við stjórnsemi, reglu eða samvizkusemi í störfum bankans, því nýja bankastjórnin hefir verið svo hláleg að lofa honum ekki að reyna sig á stjórn bankans aftur. Fyrir hvað eru þá launin ? Vill ekki einhver af dómendunum úr efri deild skýra það fyrir Fáýróðum lesanda? 34^--------- Eftir leikinn var Árna haldið veg- legt samsæti í Hotel ísland, sem stóð fram á rauða nótt við allskonar glens og gaman. Franklln Bandaríkjaforseti!! Þjóðólfnr, blað bankaþjónsins gamla, prentar upp ræðustúf, er L H B hinn »sprengvirðulegi< nr. 5, á að hafa haldið á bæjarstjórnarfnndi. Hann er að smjaðra fyrir alþýðu með þvi að kalla sig alþýðumann!!! Telur hann sjálfan sig og Halldór Jóns- son hændasyni, og segir það öðrum gjarn- ara »en almúgamönnum að troða sé fram«!! Þessu næst spyr sá sprengvirðulegi: »Hvað var Franklin Bandaríkjaforseti annað en almúgamaðar?* Vitanlega á sá »sprengvirðulegi« hér við Benjamin Franklln, en hann var aldrei Bandarlkjaforseti. Skyldi LHB rista viða jafndjúpt og i sögu Bandaríkjanna? Um það mál urðu snarpar umræð- ur i neðri d. í vikunni sem leið, að- allega milli vorra fyrv. ráðherra B. J. og H. Hafst. Það voru fjáraukalögin 1910—11, sem þávoru rædd, 2. umr. Stjórnin hafði lagt til að gert yrði loftskeytasamband milli Vestmanneyja og Reykjavíkur. Það mundi kosta við- lika mikið og sæsimi milli Eyjanna og Rangársands með landsima upp að næstu landsímastöð þar, en gagn margfalt og öryggi slíkt hið sama. F. ráðherra B. i. skýrði frá, að hætt væri ekki einungis að leggja sæsíma þar sem likt stæði á úti um heim, heldur væri verið sem óðast að rífa þá upp, þar sem þeir hefði verið lagð- ir og taka upp loftskeytasamband þess í stað. Svo væri t. d. um hinn mikla eyjasæg í Eyálfu, bæði þeirra í milli sjálfra og frá meginlandi út í eyjar, um Azoreyjar og Kanaríeyjar við Afríku, milli Ítalíu og Montenegro (yfir Adriahaf), og loks í Færeyjum. Þar hefði verið rifinn upp í fyrra ný- lega lagður sæsími milli Straumseyjar og Suðureyjar, og nú verið að koma á loftskeytasambandi þess i stað, með því að sæsíminn hefði verið alt af að bila. Slíkt væri annars ekki gert að gamni sínu. Það væri ekki neitt smáræði, sem það kostaði. Sæsimi sá hefði bilað 13 sinnum síðasta árið áður hann var rifinn upp og hætt við hann (1909—10). Allir hlytu að sjá, hvílíkan stórvoóa landsjóði væri í stofnað, ef baka ætti honum annan eins kostnað ár hvert, jafnvel þótt vér yrðum svo hepnir, að bilanirnar yrði færri hér en í Færeyjum, sem enginn gæti ábyrgst, með því að hjal og spár ófróðra manna i þá átt væri minna að marka en ekki neitt, og þá ekki hægt að henda reiður á sögu- j sögn þeirra um, að sæsímabilun í Færeyjum yllu einhver smádýr á mar- arbotni þar, en væri hér ekki til; það gæti vel verið tómur tilbúningur. Sömuleiðis frásagan um, að marar- botn við Færeyjar eða sérstaklega á leið milli Straumseyjar og Suðureyjar væri afarósléttur (snösóttur o. s. frv.), en í Eyjasundi sléttur sand- botn. Kunnugir vissu þó, að urð væri í botni, er að Eyjum kæmi. En enginn tæki hér til viðgerðar, og hvergi nær en á Skotlandi. Þaðan yrði að leigja skip og áhöld til þess hvert skifti, og mundi það ekki kosta minna en 10,000 kr. Hálfu færri bilanir á ári en í Færeyjum mundu þá kosta 65,000 kr. Hvernig ætti landssjóður að rísa undir því? Afar- bíræfin blekkingartilraun að varpa því fram, að vel mundi mega gera við Eyjasímann af mótorbát og leggja hann að upphafi, pó að tekist hefði yfir mjóa firði hér vestra. Annað þar sem væri margfalt lengri leið að fara og um brimasamt úthaf. En stærstu mótorbátar bæru ekki nema örlítinn spotta af sæsímanum, 200 stikur eða i/65 af vegalengdinni, — Eyjasund væri 13 rastir == hátt upp f 2 vikur sjávar. Hvað þá heldur að hann bæri slæðar- ana, sem nota þyrfti til að ná síman- um upp, ef bilaði. Þá þyrfti og mjög dýrt áhald til að finna, hvar síminn hefði bilað. Fyrir því væri hin fáránlegasta glæframenska að hugsa um sæsíma út til Eyja, er annars væri kostur, og hann ágætur, bæði öruggur og ódýr í samanburði við að hafa bæði loft- stöð í Reykjavik (vegna skipa) og sæ- síma til Eyja, svo sem lagt hefði ver- ið til úr annari átt. En viðhald á loftskeytasambandi^ sama sem ekki neitt — enginn sími, er bilað gæti, en ef til vill gífurlegur á hinu. Þó að vel mætti hafa loftstöð til sambands við skip annarsstaðar en í Vestmanneyjum, þá væri sjálfsagt að hafa hana þar til þess að spara sér sæsímann, og þess annars, að þaðan væri langhentugast og ódýr- ast að koma á hraðskeytasambandi við Skaftafellssýslu alla; þar væri talin engin leið að þvi að koma við tal- síma vegna vatnagangs o. fl., auk þess sem það mundi verða afardýrt, þótt kleift væri, og landssjóði um megn að leggja í þann kostnað fyr en eftir mörg, mörg ár. En loftskeyta- sambandi við Vestmanneyjar mætti Málverkasýning Ásgríms Jónssonar er opin daglega frá kl. 11—5 í Vinaminni koma upp óðara en reist yrði loftstöð þar í eyjunum, sem hugsað væri til að gera í haust er kemur, ef til- laga stjórnarinnar næði fram að ganga. Kostnaður til loftskeytasambands milli Vestmanneyja og Reykjavíkur áætlaður framt að 40,000 kr. En 42,200 kr. hefði Forberg landssíma- stjóri gert sæsímasambandið við Eyjar í hitt eð fyrra, en nú nokkuð minna, og því aðeins til muna minna, 30,000, að lagður væri þungur aukaskattur, 7,000 kr., á Eyjamenn til að koma simanum upp, sem væri mesta ójafn- aðarranglæti og væri ekki tekið í mál í tillögum stjórnarinuar, meðal annars vegna þess, að stöðin í Eyjum værl gerð ekki síður í alls landsins þ a r f i r , vegna skipasambandsins. En landsins minsta sýslufélag drægi minni útlát. en 7—8000 kr. Væri sambandi komið á um leið við Skafta- fellssýslu alla, 4 stöðvar þar, mundi sá kostnaður nema ekki fullum 30,000 kr. Allur kostnaður til hvors tveggja sem sé 70,000, og þá ekki meira en lítið eitt fram yfir það sem færi til sæsímans eins og loftskeytastöðvar í Reykjavík, sem sé 40,0004-25,000 = 65,000. Fengist þá sambandið við Skaftafellssýslu fyrir sama sem ekki I neitt meira og það jafnvel þegar á næsta missiri, í stað þess að það mundi ella kosta minst 100,000, þ. e. ef gera ætti loftskeytasamband þar i milli og Reykjavíkur. En sjálfsagt enn meira, ef leggja ætti þangað talsíma og það væri annars kleift, sem mjög mundi vera vafasamt. Úr árskostnaði til loftskeytasambands milli Vestmanneyja og Reykjavikur hefði andstæðingar gert þær öfgar, að ekki væri svara vert. Auk þess mundi landsíminn græða bráðlega rniklu meira en þeim kostnaði næmi á tekjuauka af loftskeytaviðskiftum við hinn mikla skipaflota kringum landið og milli landa, sem mundi fara sívaxatidi. En ábyrgst væri af Marconi félaginu t Bryssel, sem stjórnin hefði samið við, örugt samband um ekki minna en 300—350 euskra mílna fjarlægð. Aðalmótbáran móti þessu öllu, auk ýmis konar hégiljutilbúnings, var sá ójöfnuður,er Vestmanneyingaryrðufyr- ir í samanburði við aðra landsmenn,að alt símtal væri þeirn fyrirmunað, og varð það (simtalið) í munni framflytjenda (J. Magn. þm. Vestm. og H. Hafsteins) alt í einu öruggasta sambandið, pó að allir viti, að það er einmitt torveldast, ef illa stendur á að veðri eða öðru, og pó að reynsla sé fyrir þvi, að mikið brim geri það afarörðugt, vegna suðu í sjónum, sem veldur viðlika tálma og ofviðri á landi, — gerir t. d. þrá- sinnis ókleift að hafa gagn af talsíma yfir um Ermarsund, þótt ella heyrist mætavel annan eins óraveg og frá Berlín suður i Róm. — En þar að auki er það, að nú þegar er svo langt komið þráðlausum samírí/í-tilraunum, að sú aðferð er talin alveg örugg um 40 rasta fjarlægð, en það er þrefalt meira en vegarlengdin úr Eyjum upp á Rangárvelli. En þá mundi þykja hafa vel að verið, að verja mörgum tugum þúsunda i sæsíma til pess eins, að geta komið við samtalil! Loftskeytasamband var loks samþykt við þá umr. með 14 atkv. gegn 10. ■i4m= Reykjavikur-annáll. Aðkomumenn: Einar Benediktsson, Gunnar Hafstein bankastjóri frá Fær- eyjum. Komu báðir á Botniu og hverfa aftur með henni soint í vikunni. Aflabrögð. Leigubotnvörpungar Thor- steinssonsbræðra eru nýkomnir inn með ágætan afla, um og yfir 30.000 hvor á rúmri viku. Alþingismenn allir voru á sunnudag- inn boðnir að Vífilsstöðum til að skoða hælið. Þeir létu mjög vel af — þeir er ísafold hefir átt tal við. Húsbrnni. í fyrri nótt gall brunalúð- urinn við um miðja nótt. — Eldur hafði sést suður á Grímsstaðaholti. Hafði ver- ið kveikt i steinkofa mannlausum. Brann alt nema veggir. Skipaferðir: Botnia kom á laug- ardagskvöld. A s k kom á mánudag. V e s t a var á Húnaflóa í gær. Nýr franskur konsúll. Brillonin konsúll hefir af Frakka- stjórn verið kvaddur konsúll í Mexíkó. í stað hans er nú hingað kominn nýr frakkneskur konsúll: Blanche að nafni. Brillouin kvað þó ætla að hafast við hér á landi fyrst um sinn. 9

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.